Héraðsdómur Vesturlands Dómur 22. nóvember 2019 Mál nr. E - 65/2017 : Íslenska ríkið (Andri Andrason lögmaður) gegn Sjálfseignarstofnun um Arnarvatnsheiði og Geitland , (Óskar Sigurðsson lögmaður) Ástríði Sigurðardóttur , Bryndísi J. Jónsdóttur og Ólafi Kristóferssyni (Óskar Sigurðsson lögmaður) Dómur I. Mál þetta, sem dómtekið var 2. október sl., er höfðað af íslenska ríkinu 25. apríl 2017 á hendur Sjálfseignarstofnun um Arnarvatnsheiði og Geitland, Reykholti, Borgarbyggð, Ástríði Sigurðardóttur, Sóltúni 8a, Hvanneyri, Borgarbyggð, Bryndísi J. Jónsdóttur, Árskógum 6, Reykjavík , og Ólafi Kristóferssyni, Kalmanstungu I, Borgarbyggð. Stefnandi gerir eftirfarandi dómkröfur á hendur stefndu: 1. Að felldur verði úr gildi úrskurður óbyggðanefndar í málinu nr. 4/2014; Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull, að því leyti sem hann varðar Arnarvatnsheiði og sameignarland Kalmanstungu I og II. 2. Að viðurkennt verði, að landsvæð i innan eftirgreindra merkja sé þjóðlenda, sbr. lög nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, í samræmi við kort: 2 Upphafspunktur er þar sem Þorvaldslækur fellur í Litlafljót, þaðan í Axlarþúfu, niður hlíðina, yfir ve stari klett á mel, merkjaklett og eftir læk þeim sem fellur ofan eftir Stórulág nokkru fyrir vestan Kleppa en rétt fyrir framan köstin í Norðlingafljót, þaðan suður eftir merkjagirðingu (yngri) sem liggur á milli Kalmanstungu II og sameignarlands Kalmanstu ngna, að Hvítá, en þar er hornpunktur landamerkja Kalmanstungu II, sameignarlands Kalmanstungna og Geitlands. Hvítá er svo fylgt í Hafragil, Hafragili er fylgt að vesturjaðri Langjökuls, vesturjaðri jökulsins er svo fylgt í norður og að nyrsta odda jökulsi ns, frá þeim stað ræður bein sjónhending vestur í Réttarvatnstanga, þaðan er sýslumörkum fylgt að austurenda Urðhæðavatns, en þar er hornmark gagnvart upprekstrarlandi Gilsbakka, þaðan í suður í vesturenda Úlfsvatns, þaðan eftir Úlfsvatnsá niður að Úlfsvat nsárlóni, þar sem mætast merki Arnarvatnsheiðar, útskipts lands Þorvaldsstaða og upprekstrarlands Gilsbakka, þaðan suðvestur í Arnarstein, þaðan í Þorvaldsvötn norðan til, og þaðan með Þorvaldslæk þar sem hann fellur í Litlafljót. 3. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði óskipt dæmd til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu að mati dómsins. Stefndu krefjast þess að þau verði sýknuð af öllum kröfu m stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða þeim málskostnað með hliðsjón af málskostnaðaryfir liti, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Dómurinn fór á vettvang 2. september sl., ásamt fulltrúum málsaðila, og skoðaði hið umdeilda landsvæði. Aðalmeðferð málsins fór fram 2. október sl. og að henni lokinni var það dómtekið. Málið var síðan endurupp tekið 8. nóvember sl. vegna óskýrleika í gögnum og málflutningi um það til hvaða landsvæða á Arnarvatnsheiði kröfugerð stefnanda tæki. Að lokinni umfjöllun lögmanna þar um var málið þá tekið til dóms að nýju. II. Samkvæmt ákvæðum laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta skal óbyggðanefnd kanna og skera úr um hvaða land teljist til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda, skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur og úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. Með bréfi til fjármálaráðherra, dags. 21. febrúar 2008, tilkynnti nefndin þá ákvörðun sína að taka til umfjöllunar svæði 8, sbr. 8. gr. og 1. mgr. 10. gr. tilvitnaðra laga. Var svæði 3 þe ssu nánar lýst svo að það tæki til sveitarfélaganna Skagafjarðar, Skagastrandar, Skagabyggðar, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps vestan Blöndu, Húnaþings vestra, Borgarbyggðar (fyrir utan fyrrum Kolbeinsstaðahrepp), Skorradalshrepps, Hvalfjarðarsveitar og Akr aneskaupstaðar. Nefndin tilkynnti síðan hinn 28. sama mánaðar um þá ákvörðun sína að skipta framangreindu svæði í tvennt og er svæði það sem hér er til umfjöllunar svokallað svæði 8B, eða 8 vestur, sem nær yfir Mýra - og Borgarfjarðarsýslu, að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli. Afmarkast svæði þetta nánar af sveitarfélagamörkum Borgarbyggðar gagnvart austurmörkum fyrrum Kolbeinsstaðahrepps, Dalabyggð, Húnaþingi vestra og Húnavatnshreppi, þar til komið er að jaðri Langjökuls. Að austan a fmarkast svæðið af austur - og suðurjaðri Langjökuls þar til komið er að suðausturmörkum Borgarbyggðar. Þaðan er þeim mörkum fylgt þar til kemur að austurmörkum Hvalfjarðarsveitar, sem svo er fylgt til suðvesturs og vesturs að hafi. Að vestanverðu afmarkast svæðið af hafi. Hinn 10. desember 2013 voru kröfulýsingar stefnanda á svæðinu lagðar fyrir óbyggðanefnd og birti nefndin tilkynningu um meðferð á framangreindu svæði og útdrátt úr kröfum ríkisins, ásamt uppdrætti, í Lögbirtingablaðinu 18. desember 2013, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998. Skorað var á þá sem teldu til eignarréttinda á því landsvæði sem félli innan kröfusvæðis ríkisins að lýsa kröfum sínum fyrir óbyggðanefnd. Stefndu sendu óbyggðanefnd kröfulýsingar sínar þar sem kröfum stefnanda um þj óðlendu á svæðinu var mótmælt og gerð krafa um að svæðið væri undirorpið beinum eignarrétti. Óbyggðanefnd ákvað að fjalla um svæðið sem kröfugerð stefnanda fyrir nefndinni laut að í fimm málum og var mál það sem hér er til umfjöllunar nr. 4/2014 . N áði það til Arnarvatnsheiðar, Geitlands og Langjökuls. Í úrskurði nefndarinnar uppkveðnum 11. október 2016 ákvað nefndin síðan að fjalla um framangreind þrjú svæði í fjórum köflum. Kemur þar fram að umfjöllun nefndarinnar um Arnarvatnsheiði, sem kröfugerð í má li þessu lýtur að, hafi annars vegar náð til þess hluta þjóðlendukröfusvæðis stefnanda sem nefnt sé Arnarvatnsheiði og sameignarland Kalmanstungu I og II og hins vegar til þess hluta þjóðlendukröfusvæðisins sem vísað hafi verið til sem útskipts lands Þorva ldsstaða. Kemur fram að Arnarvatnsheiði og sameignarland Kalmanstungu I og II liggi að mestu innan merkja Kalmanstungu, eins og jörðin hafi verið afmörkuð fram til þess tíma er hlutum úr henni var afsalað árin 1880 og 1901. Það eigi þó ekki við um tvo hlut a svæðisins sem séu innan merkja Arnarvatnsheiðar samkvæmt landamerkjabréfinu frá 4 1886 en utan merkja Kalmanstungu samkvæmt merkjalýsingum þeim sem fram komi í kaupbréfi frá árinu 1398, lögfestum frá árunum 1773 og 1879 og skjali frá árinu 1885, sem byggt muni vera á vísitasíu frá 1725. Sé þar annars vegar um að ræða þann hluta svæðisins sem afmarkist af Arnarsteini, Svínalæk og Úlfsvatnsárósi við Úlfvatnsárlón og hins vegar svæði sem afmarkist í meginatriðum af Réttarvatni, Lyklafelli og norðurhluta Langjö kuls. K omst óbyggðanefnd að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að síðastnefnda svæðið, sem liggur á norðausturhluta svæðisins, væri þjóðlenda en að öðru leyti væri Arnarvatnsheiði og sameignarland Kalmanstungu I og II undirorpið beinum eignarrétti. Þá var það og niðurstaða nefndarinnar að útskipt land Þorvaldsstaða í eigu stefnda, Sjálfseignarstofnunar um Arnarvatnsheiði og Geitland, væri eignarland. S tefn andi höfð aði mál þetta 2 5 . apríl 2017, eins og áður segir, og er ekki deilt um að það hafi verið gert innan þess frests sem um ræðir í 1. mgr. 19. gr. laga nr. 58/1998. Kemur fram í dómkröfum í stefnu að málið lúti einungis að þeim hluta úrskurðar er í stefnu vísað til sérs taks korts er sýnir afmörkun kröfusvæðisins. Vegna ósljósrar umfjöllunar í stefnu og óskýrleika í yfirlýsingu lögmanns stefnanda við aðalmeðferð málsins 2. október 2018 um það til hvaða svæða á Arnarvatnsheiði kröfugerð stefnanda nær, var mál þetta enduru pptekið 8. nóvember sama ár til að gefa lögmanni stefnanda, og eftir atvikum lögmanni stefndu, kost á frekari umfjöllun þar um. Kom þar fram staðfesting á því að útskipt land Þorvaldsstaða félli ekki undir kröfugerð stefnanda en hins vegar félli svæðið er afmarkast af Arnarsteini, Svínlæk og Úlfsvatnsárósi þar undir. II I . Svo sem fram kemur í úrskurði óbyggðanefndar er landsvæði það sem kröfur stefnanda lúta að víðfemt heiðarland sem liggur í yfir 300 m hæð og er að mestu flatlent. Liggur austurhluti svæði sins að vesturhluta Langjökuls og þekur Hallmundarhraun nær allt flatlendið hæða og fjalla á milli. Vestast rís fjallið Strútur, skarpt keilulaga 938 m hátt fjall. Eiríksjökull liggur nánast fyrir miðjum suðurhluta svæðisins, um 22 km 2 að stærð . Norðlingaf ljót rennur úr norðanverðum Langjökli suðvestur eftir landsvæðinu. Fjöldi vatna og tjarna er á svæðinu, einkum norðan Norðlingafljóts . Er land gróðurmeira norðan árinnar en sunnan. Í bókinni Úr byggðum Borgarfjarðar er að finna lýsingu Kristleifs Þorsteins kenndi margra grasa: stórvaxinn og víðáttumikill skógur, sléttar harðvellisengjar, 5 kjarngóð beitilönd sumar og vetur. Þessu til viðbótar var Arnarvatnsheiði með öllum sínum mörgu Umrætt svæði skiptist annars vegar í sameignarland Kalmanstungu I og II, sem liggur sunnan Norðlingafljóts og er í óskiptri sameign eigenda jarðanna tveggja, stefndu Ástríðar, Bryndísar og Ólafs. Hins vegar er um að ræða Arnarvatnsheiði, norðan fljótsins, en svæðið var selt undan Kalmanstungu með afsölum árin 1880 og 1901. Eignuðust Reykholtsdalshreppur og Hálsahreppur svæði þetta annars vegar á árinu 1884 með afsali frá þremur bændum er keyptu svæðið frá eiganda Kalmanstungu á árinu 1880 og hins vegar með afsali frá eiganda jarðarinnar á árinu 1901. Hin stefnda Sjálfseignarstofnun um Arnarvatnsheiði og Geitland eignaðist svo Arnarvatnsheiðina á árinu 1998 þegar framangreindir hreppar lög ðu hana fram sem framlag sitt við stofnun hennar. IV. Kalman, suðureyskr at ætt; H ann fór til Íslands ok kom í Hvalfjorð ok sat við Kalmansá. Þar drukknuðu synir hans tveir í Hvalfirði. En síðan nam hann land fyrir vestan Hvítá á milli ok Fljóta, Kalmanstungu alla, ok svá alt austr undir jokla sem gros eru vaxin, ok Elsta heimild um ráðstöfun jarðarinnar er kaupbréf frá 28. febrúar 1398 þar sem fram kemur að Hallur Svarthöfðason hafi selt Jóni Gilssyni jörðina Kalmanstungu og fengið á móti jarðirnar Sámsstaði, Skarðshamra og Kleppstíu. Í kaupbréfinu er landamerkjum nm j huitaa. enn huitaa Rædr ofan til gunnlaughs hofda enn vestr kuisl Rædr vpp til haafa Rauns. fra haafa hrauni oc vpp at vidgelmi. fraa vidgelmi oc j gilit firir nedan kleppa skogh. or gilinu oc j hamartiorn. þaa or hamrinum er stendr firir vttan hamart iörn og j axlartiorn. þaa rædr gilit or axlartjiorn og fram j dalsaa. þaa rædr dalsaa oc vpp j þoruardzstada vautn. or þoruardzstada votnum oc vpp j arnarstein. þaa j suinalæk. þaa j vlfsvatnzaar lon. þaa rædr wlfswatnzaa vpp ath gnupdæla gotum. þaa gnupdæ la gautur nordur j lækinn er fellr or leirutiorn enni nyrdri. þaa austr eptir Ryggium j vorduna firir nordan torfavautn. þaa or vordunni sionhendingh j millum torfa vatnz hit efsta oc hlijdar vatnz fyrir nordan haauada vatn vpp j vestr hæd. þaa or hædinne austr j endann j Rettarvatni enu sydra. þaa austur epter heidi fyrir nordann 6 Í Vilchinsmáldaga kirkjunnar að Kalmanstungu frá árinu 1397 er tekið fram um landareign kirkjunna Jónssonar fyrir kirkjuna í Kalmanstungu frá því um 1570 mun einnig hafa komið fram biskups á Hólum , frá 29. júní 1558 kemur hins vegar fram að landamerki Kalmanstungu að vphafi alla landeign sem er j millum Arnarvatz og Geitlandzær med ollum þeim vottnum og veidistodum ad fyrr greindu Arnarvattne. Hier med Strut til greindan og ollum landeingium fyrir nordan hann. og yfer vm hraun þad sem geingur j millum somu Í Vísitasíubók Jóns Árn asonar biskups 1723 - 1733 er að finna lýsingu á landamerkjum jarðarinnar Kalmanstungu þar sem vísað er til áðurnefnds kaupbréfs Halls Svarthöfðasonar og Jóns Gilssonar frá 1398 og hún rakin þar mjög á sama veg. Þá er m.a. í lögfestum Árna Þorleifssonar frá árinu 1773 og lögfestu Stefáns Ólafssonar frá 1879 mörkum jarðarinnar lýst í samræmi við merkjalýsinguna í kaupbréfinu. Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1709 kemur m.a. fram um í heimalandi. Haga ljær ábúandi á sumur fyrir lömb þeim mönnum sem taka af honum fje og hesta til hagagöngu um vetur. Skógur nægur til raftviðar, kolgjörðar og eldiviðar, og brúkar ábúandi til heimilisnauðsynja, hefur og leyfi af umboðsmanni til að selja nokkrum mönnum skóg sjer til gagnsmuna. Torfrista og stúnga ónýt, og er það einasta til torfs, sem stúngið er úr móum og vallendi á hús og hey. Móskurður til eldiviðar meinast verið hafa, brúkast ei. Silúngsveiðivon á fjalli í stöðuvötnum og lækjum, hefur áður að góðu gagni verið, en brúkast nú lítt fyrir fjarlægðar sakir. Eggver af álft hefur og verið við stöðuvötn á fjöllum að góðu gagni, fer nú mjörg til rýrðar en brúkast þó. Álftaveiði við sömu vötn var gagnvæn, brúkast nú lítt fyrir fólkfæði, þykir og fara til rýrðar þó til sje reynt. Grasatekja á sama fjalli, Arnarvatnsheiði, hefur næg verið en brugðist í nokkur ár, og brúkast af mörgum í heimildarleysi og óþakklæti, so og silúngsveiðin. Hvannatekja og rótagröftur nægur, brúkast og af ýmsum í óþakklæti nefnd eyðihjáleigan Kötlutún, sem er sögð ekki hafa verið í byggð í 100 ár eða lengur. 7 Jafnframt er nefnt eyðibýlið Brenna, sem einnig er talin hafa verið hjáleiga og svo eyðibýlið Litlatunga. Með afsali, dags. 17. maí 1880, seldi Ste fán Ólafsson, bóndi í Kalmanstungu , hluta Kalmanstungulands á Arnarvatnsheiði til þriggja bænda í héraðinu. Var merkjum hins Þorgeirstjörn og þaðan beint í Arnarstein svo að vestan og norðan eftir gömlum Kalmanstungumáldögum, að austan sem jöklar ráða, að sunnan ræður reykjavatn og reyká og þaðan Norðlingafljót að Svínalæk með öllum landsnytjum til lands og vatns og yfir höfuð öllum þeim rjettindum se m filgt hefur og fylgja ber með rjettu eftir gömlum eignarskjölum fyrir áður greindu landi og ekkert undanskilið utan það að seljandi áskilur Með afsali, dags. 18. apríl 1884, var frama ngreindum hluta Kalmanstungulands síðan afsal að að 2/3 hlutum til Reykholtsdalshrepps og að 1/3 hluta til Hálsahrepps. Landamerkjabréf fyrir afrétt á Arnarvatnsheiði var staðfest 26. janúar 1886 og þinglesið 20. maí 1889. Í bréfinu er landamerkjum svæðisi Svínalækur sem fellur úr Þorgeirstjörn norður eftir sjónhending í Arnarstein úr Arnarsteini beint í Úlfsvatnsárlón, þá ræður Úlfsvatnsá upp að Gnúpdælagötu þá ræður Gnúpdælagata vestanvert við Úlfsvatn norðurí austurhorn Urð hæðavatns, þaðan beint í landamerkjastein á Hraungörðum við Gnúpdælagötu (steinninn merktur L M), úr steininum norðanvert við Hávaðavatn sjónhending austur heiði norðanvert við Hlíðarvatn um norðurenda Gunnarsonavatns (sic) uppí Svörtuhæð (Vesturhæð) (í st ein merktan LM), úr Svörtuhæð í svokallaðan Rjettarvatnstanga við Rjettarvatn, og tilheyrir tangi þessi samkvæmt samning þeim er gjörður var um landamerki hinn 24. - 25. júní fyrra árs, jafnt hvorutveggja hlutaðeigendum sunnan og norðan mönnum úr nefndum Rje ttarvatnstanga sjónhending fyrir norðan Álftavötn og Fljótadrög uppí Lyklafell (krók á sandi) úr Lyklafelli í Langajökulsenda, síðan ræður jökull ofaná móts við Reykjavatn þá úr jökli yfir Reykjavatn í Reykárós, þá ræður Reyká í Norðlingafljót, síðan ræður fyrirsvarsmönnum bæði Hálsa - og Reykholtsdalshrepps og eigendum jarðanna 8 Þorvaldsstaða, Efranúps, Kalmanstungu, Aðalbóls, Víðidalstungu, Haukagilsheiðar, Gilsbakka og Fljót stungu. Í landamerkjabréfi, sem gert var fyrir jörðina Kalmanstungu 24. apríl 1897 og þinglesið ræður Hafragil til Hvítár, þá ræður Hvítá eftir miðjum farvegi þangað sem Norðlingafljót, (Suðurfljót) fellur í hana, þá ræður það fljót, eftir miðjum farvegi upp að læk þeim, er - Af hólmum þeim, sem í fljótinu eru á þessu svæði á Kalm anstunga aðeins Stokkflöt. Frá fljótum ræður fyrrnefndur lækur merkjum uppeftir Stórlág, og síðan beina stefnu upp hlíðina á stein stóran neðarlega á mel, milli þessara tveggja lækjardraga, sem hinn fyrr nefndi lækur myndast af. Frá steininum ræður sjón hending í hánorður upp í klett, (hinn vestri af tveimur ) , og þaðan áfram í annan klett (einnig hinn vestri af tveimur) þaðan hallar stefnunni ílitið austurávið, upp í Axlarþúfu, og þaðan er bein sjónhending í Þorvaldslæk þar sem hann fellur í Litlafljótið. Þá ræður Þorvaldslækur upp í Þorvaldsstaðavötn, frá Þorvaldsstaðavötnum ræður sjónhending í Arnarstein. En þá tekur við afrjettarland Borgfirðinga, sem áður tilheyrði Kalmanstungu en er nú selt undan. - Nú eru því landamerki Kalmanstungu frá Arnarsteini , sjónhending í Þorgeirstjörn, og frá henni eftir Svínalæk til Norðlingafljóts. Síðan ræður það fljót til Reykár, þá ræður hún til Reykjavatns, og þaðan sjónhending í Jökul enda, síðan ráða itað um samþykki Einars Magnússonar, oddvita Reykholtsdalshrepps, Guðmundar Helgasonar vegna Reykholtskirkju, Kristleifs Þorsteinssonar vegna Hálsahrepps, Sigurðar Sigurðssonar, ábúanda á Þorvaldsstöðum, Jóns Pálssonar, ábúanda í Fljótstungu, og Magnúsar A ndréssonar vegna Gilsbakkakirkju. Með kaupsamningi, dags. 6. júlí 1901, seldi Ólafur Stefánsson , bóndi í Kalmanstungu , til Reykholtsdalshrepps og Hálsahrepps allt land sem enn var í eigu Kalmanstungu norðan Norðlingafljóts með merkjum samkvæmt landamerkja bréfi jarðarinnar frá 1897, með öllum réttindum og nytjum til lands og vatns samkvæmt gömlum eignarskjölum. Áskilinn var þó allur veiðiréttur í landinu, beitarréttur og slægjur fyrir Kalmanstungubóndann, eins og hann vildi nota fyrir sjálfan sig. 9 Bræðurn ir Kristófer og Stefán Ólafssynir, sem höfðu eignast Kalmanstungu með afsali frá föður sínu m á árinu 1926, skiptu jörðinni upp í Kalmanstungu I og II, auk óskipts sameignarlands, á árinu 1932. Árið 1967 var þingfest mál fyrir merkjadómi Mýra - og Borgarfj arðarsýslu þar sem tekinn var fyrir ágreiningur Kalmanstungubænda við Reykholts dals hrepp og Hálsahrepp um rétt til silungsveiði í ám og vötnum á Arnarvatnsheiði og um landamerki Kalmanstungu og Arnarvatnsheiðar. Lyktaði málinu með dómi Hæstaréttar í máli n r. 65/1971. Hvað landamerkjaágreining aðila varðaði taldi Hæstiréttur að lýsing merkja í landamerkjabréfi Arnarvatnsheiðar frá 1886 samrýmdist landamerkjalýsingunni í afsalinu um heiðina frá 1880 og því bæri að leggja lýsingu landamerkjabréfsins til grundv allar í málinu. V. Málsástæður stefnanda Stefnandi byggir á því að landsvæði það er dómkröfur hans lúti að sé svæði utan eignarlanda og teljist því vera þjóðlenda, sbr. 1. og 2. gr. þjóðlendu laga nr. 58/1998. Þegar einkum sé litið til staðhátta, fjarlægð a frá strönd landsins, gróðurfars, nýtingar og almennt til þeirra aðferða sem talið sé að hafi verið viðhafðar við landnám á upphafsöldum byggðar á Íslandi verði að telja afar ósennilegt og ósannað að þrætusvæðið hafi verið numið þannig að beinn eignarrétt ur yfir því hafi stofnast í öndverðu. Stefnandi mótmæli þeim rökstuðningi í úrskurði óbyggðanefndar að lýsingar á landnámi á hinu umdeilda svæði útiloki ekki að allt þrætusvæðið hafi verið numið í öndverðu til eignar. Sé umfjöllun óbyggðanefndar um landná m og stofnun eignarréttar á þessu víðfeðma svæði um margt ófullnægjandi, sem og umfjöllun nefndarinnar um nýtingu svæðisins, fjarlægðir og staðhætti. Sé í því sambandi á það bent að Hæstiréttur hafi ítrekað fjallað um stofnun eignarréttar í öndverðu á grun dvelli landnáms og verði að telja að almenn niðurstaða réttarins sé sú að ekki beri að viðurkenna stofnun eignarréttar á grundvelli landnáms í öndverðu nema fyrir liggi skýrar lýsingar í Landnámu um landnámssvæðið og eftir því sem fjarlægðir séu meiri frá strönd landsins, sem og ef upplýsingar um staðhætti, gróðurfar og nýtingu bendi ekki til beins eignarréttar, þá verði að telja ólíklegt að slík svæði hafi verið numin í öndverðu þannig að slíkur eignarréttur hafi stofnast. 10 Þá veki athygli að óbyggðanefnd víki ekki einu orði að svokölluðu námi til afnota, sem þó hafi verið byggt á af hálfu stefnanda. Hafi Hæstiréttur í dómum sínum bent á og byggt niðurstöður sínar á því að nám hafi ekki einungis verið til eignar heldur hafi menn einnig numið svæði til takma rkaðra nota . H afi þannig verið stofnað til óbeinna eignarréttinda með námi. Stefnandi bendi á að í úrskurð óbyggðanefndar vanti nauðsynlega umfjöllun um það með hvaða hætti svo víðfe ð mt land sem hér um ræði gæti hafa verið numið til eignar með þeim landná msaðferðum sem þekkt sé að notaðar hafi verið við upphaf byggðar á Íslandi. Við mat á eignarréttarlegri stöðu landsvæðis hafi dómstólar, eftir því sem við eigi, litið til fjarlægða, einkum frá strönd landsins en einnig innan þrætusvæða. Ljóst sé að fjarlæg ðir á svæði sem sé í allt að 100 km fjarlægð frá strönd landsins og allt að 55 km fjarlægð frá bæjarstæði jarðarinnar, í átt að og meðfram jöklum, hrauni og óbyggilegu landi, styðji ekki að stofnast hafi þar til beins eignarréttar. Stefnandi vísi til þess að staðhættir allir á þrætusvæðinu, t.d. gróðurfar, styðji ekki þá niðurstöðu að svæðið hafi verið numið í öndverðu þannig að beinn eignarréttur yfir því hafi þar stofnast. Í þessu sambandi sé hér m.a. vísað til þess að á landnámstíma, að talið sé í u pphafi 10. aldar, hafi orðið miklar náttúruhamfarir á þessum slóðum. Eldgos hafi komið úr tveimur gígum upp undir Langjökli og úr þeim hafi runnið mikið hraun, Hallmundarhraun, sem eytt hafi stórum hluta þrætusvæðisins. Hraunið þeki um 200 ferkílómetra og sé það að langmestu leyti innan marka þrætusvæðisins. Stefnandi byggi á því að af heimildum um nýtingu svæðisins megi ráða að það hafi einungis verið nýtt til takmarkaðra nota, s.s. afréttarnota, enda hafi engin búseta verið á umþrættu svæði. Stefnandi b endi á að í úrskurði óbyggðanefndar sé ekki að finna neinn sérstakan rökstuðning fyrir því að Eiríksjökull sé eignarland, umfram það að látið sé nægja að vísa til þess að jökullinn sé innan landamerkjalýsingar jarðarinnar Kalmanstungu og að ekki sé útiloka ð að jöklar hafi verið innan landnáms í öndverðu. Stefnandi sé ósammála þessari niðurstöðu óbyggðanefndar og sé í því sambandi einkum bent á að jöklar séu að 11 jafnaði utan merkjalýsinga jarða og að í íslenskum rétti hafi almennt verið talið að jöklar séu dæ mi um svæði sem enginn hafi átt og því sé þar um svokallaðan landalmenning að ræða. Sé í þessu sambandi þess að geta að lýsingar af landnámi Kalmans bendi ekki til þess að jökullinn hafi verið numinn í öndverðu og ekki liggi fyrir í málinu gögn eða upplýsi ngar um að landeigendur hafi frá fornu haft einhver not af jöklinum. Á því sé byggt að ekki sé unnt að draga þær ályktanir af rituðum heimildum, svo sem kaupbréfi frá 1398, lögfestum, máldögum, Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín s eða afsölum vegna hluta úr landi Kalmanstungu , að hið umdeilda svæði hafi allt verið undirorpið beinum eignarrétti. Fremur sé þar um að ræða lýsingu á öllum réttindum jarðarinnar, hverju nafni sem nefnist, bæði beinum og óbeinum eignarréttindum. Stefnandi taki loks undir þ á niðurstöðu óbyggðanefndar að dómur Hæstaréttar frá árinu 1975, Hrd. 65/1971, sé á engan hátt bindandi um úrslit þess sakarefnis sem hér sé til úrlausnar, skv. 1. mgr. 116. gr. laga 91/1991 um meðferð einkamála (res judicata), en dómurinn hafi hins vegar sönnunargildi um málsatvik, þar til það gagnstæða sé sannað, sbr. 4. mgr. 116. gr. sömu laga. Ljóst sé að í umræddu hæstaréttarmáli hafi ekki verið til úrlausnar ágreiningur um eignarréttarlega stöðu lands á grundvelli þjóðlendulaga nr. 58/1998, auk þess sem aðild málsins hafi verið með öðrum hætti. VI . Málsástæður stefndu Ástríðar, Bryndísar og Ólafs Stefndu byggja á því að jörðin Kalmanstunga hafi verið numin í öndverðu sem fullkomið eignarland og þá innan þeirra merkja sem kveðið sé á um í úrskurði ó byggðanefndar. Þá hafi eignarrétturinn yfir jörðinni færst manna á milli með eðlilegum hætti allt til núverandi eigenda. Geti því ekki verið um þjóðlendu að ræða. Í Landnámu sé því lýst að Kalman hafi numið land fyrir vestan Hvítá, milli fljóta og Kalmans tungu alla, allt austur undir jökla sem grös séu vaxin. Landnáma greini einnig ð merkjum milli landnáma Kalmans og Hros s kels. Af þessum lýsingum verði í fyrsta lagi ráðið að jörðin Kalmanstunga hafi verið numin í öndverðu og þá sem fullkomið 12 eignarland. Í öðru lagi verði skýrlega ráðið af greindri tilvitnun úr Landnámu að það land se m numið hafi verið hafi ekki aðeins verið Kalmanstungan sjálf, það er Kalmanstunga I og II, eins og þeim hafi verið skipt árið 1932, heldur hafi landnámið náð allt austur undir jökla, þ.e. yfir allt óskipt sameignarland jarðarinnar og Arnarvatnsheiði, sem þá alfarið hafnað. Þvert á móti sé ljóst að svæðið hafi ekki aðeins verið numið til eignar við landnám heldur hafi sá eignarréttur haldist allar götur síðan, svo sem öll gög n og heimildir bendi ótvírætt til. Úrskurður óbyggðanefndar um einkaeignarrétt stefndu byggi st á skýrum eignarheimildum þeirra og gögnum þar að lútandi. Allt frá því að Kalmanstunga hafi verið numin og til þess er landamerkjabréf hafi verið gert fyrir jö rðina 24. apríl 1897 hafi landamerki jarðarinnar verið svo skýr og óumdeild sem frekast sé unnt. Hljóti að vera leitun að jörð á Íslandi þar sem landamerkjum hafi verið lýst um svo langt skeið með allt að því samhljóða hætti sem raunin sé um Kalmanstungu. Eigi það við allt frá því að áðurnefnt kaupbréf Halls Svarthöfðasonar og Jóns Gilssonar hafi verið gert árið 1398 þar til hluti Arnarvatnsheiðar hafi verið seldur undan jörðinni árið 1880 og raunar enn lengur að því er varði suður - og austurmerki jarðarinn ar. Í grunninn hafi landamerkjum Kalmanstungu alltaf verið lýst með sama hætti í eldri og yngri heimildum, þ.e. merkin hafi verið talin úr Langjökli og þaðan réttsælis um land jarðarinnar og aftur í Langjökul og síðan ráði jöklar fyrir sunnan Eiríksjökul, eða Balljökul eins og hann hafi áður verið kallaður. Þá verði ekki annað séð en að landamerki jarðarinnar hafi verið óumdeild frá upphafi og verði t.a.m. ekki annað séð en að landmerkjabréf jarðarinnar frá 1897 sé áritað um samþykki eigenda allra aðliggj andi jarða, en á þeim tíma hafi verið búið að selja hluta Arnarvatnsheiðar undan henni. Auki það enn á gildi bréfsins og þeirrar merkjalýsingar sem þar komi fram. Hvað varði kaupbréf Halls Svarthöfðasonar og Jóns Gilssonar frá 1398 þá verði hins vegar að h afa í huga að þar sé ekki um eiginlegt landamerkjabréf að ræða heldur aðeins lýsingu á því sem verið væri að selja, enda hefði skylda til gerðar slíkra merkja þá ekki verið leidd í lög. Sé því síður en svo óeðlilegt, og breyti engu um sönnunargildi bréfsin s, þótt það hafi ekki verið áritað um samþykki eigenda aðliggjandi jarða. 13 Ljóst megi vera að eftir að jörðin Kalmanstunga hafi verið numin hafi verið farið með hana eins og hún væri fullkomið eignarland innan tilgreindra merkja. Eigi það jafnt við um það með hvaða hætti hún hafi verið nýtt af eigendum sínum á hverjum tíma sem og hvernig hún hafi gengið kaupum og sölum í gegnum tíðina. Sé þannig ekki aðeins um að ræða að til staðar sé mjög greinargóð heimild fyrir því að jörðin hafi verið numin í öndverðu h eldur liggi fyrir fjölmargar aðrar heimildir um jörðina. Megi tvímælalaust af þeim draga þá ályktun að hún hafi alltaf haft stöðu eignarlands. Þá verði ekki fram hjá því litið að allt frá skiptingu jarðarinnar árið 1932 hafa eigendur hennar, sem og aðrir , litið á hana og farið með sem fullkomið eignarland. Eigi það jafnt við um skipt land jarðarinnar sem og hið óskipta. Sé í því sambandi sérstaklega bent á að það sé fyrst þegar íslenska ríkið hafi lýst kröfum sínum fyrir óbyggðanefnd sem það dragi í efa r éttindi landeigenda til eignarlands þeirra. Fram að þeim tíma hefði íslenska ríkið eða aðrir opinberir aðilar aldrei gert neinar athugasemdir eða fyrirvara um eignarrétt landeigenda yfir jörðinni Kalmanstungu heldur þvert á móti bæði vottað og viðurkennt l andamerki jarðarinnar og stöðu hennar sem eignarlands í öllum þeim fjölmörgum gjörningum sem um hana hafi verið gerðir. Hljóti íslenska ríkið að vera bundið af þeirri afstöðu sinni, sbr. og það sem síðar segi um aðkomu þess í dómi Hæstaréttar Íslands nr. 6 5/1975. Því sé alfarið hafnað að jörðin Kalmanstunga eða nokkur hluti hennar, hvort heldur sem er fyrir eða eftir sölu Arnarvatnsheiðar og skiptingu jarðarinnar, sé eða hafi verið afréttur í þeim skilningi að stefndu hafi aðeins átt þar óbein eignarrétti ndi. Væri þar og um síðari tíma tilbúning að ræða, enda ljóst af þeim heimildum sem liggi fyrir um jörðina að hún hafi frá fyrstu tíð öll verið háð einkaeignarrétti. Verði stöðu jarðarinnar sem eignarlands frá landnámi ekki raskað með setningu þjóðlendulag a nr. 58/1998 eða þeim óréttmætu kröfum sem íslenska ríkið hafi sett fram á grundvelli þeirra. Stefndu bendi á að af þeim heimildum sem liggi fyrir um jörðina sé engin sem bendi til þess að hluti hennar hafi haft stöðu sem afréttur í ofangreindum skilnin gi. Þvert á móti verði ekki annað ráðið en að allt land jarðarinnar hafi sætt eðlilegri og hefðbundinni notkun. Eðli máls samkvæmt hafi sú notkun farið eftir gögnum og gæðum landsins hverju sinni. 14 Verði hins vegar talið að sá hluti jarðarinnar sem nú kallist óskipt sameignarland Kalmanstungu sé eða hafi verið afréttur og landið notað sem slíkt þá byggi landeigendur á því að í öllu falli sé ljóst að um sé að ræða afrétt sem háður sé beinum eignarrétt i landeigenda, þ.e. að það land sem talið sé að hafi verið notað sem afréttur sé og hafi verið fullkomið eignarland. Til marks um stöðu jarðarinnar Kalmanstungu sem eignarlands bendi stefndu á að vitað sé um a.m.k. þrjú eyðibýli og hjáleigur innan þess s em nú heyri undir Kalmanstunguland, þ.e. Kötlutún, Brennu og Litlutungu (Bjarnastaðir). Sé þeirra m.a. getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, sem og í ritinu Byggðir Borgarfjarðar III. Þá sé og vitað um aðrar tvær hjáleigur innan Arnarvatnshei ðar sem áður hafi tilheyrt Kalmanstungu, þ.e. Halldórstóftir og Bugakot. Stefndu bendi og á að gróðurfar á umræddu landsvæði geti ekki annað en rennt stoðum undir það sem öll gögn og rök bendi annars til, þ.e. að um fullkomið eignarland sé að ræða. Þannig sé Arnarvatnsheiðin almennt vel gróin, eins og sögulegar heimildir bendi til að hún hafi alltaf verið. Hafi heiðin því hentað vel til beitar og slægna en þar sé líka að finna gjöful veiðivötn og ár, auk þess sem heiðin hafi hentað vel til grasatekju og fu glaveiði. Bendi allar heimildir og til þess að nýting umrædds svæðis hafi verið í beinu samræmi við þetta. Það sama eigi hér við um það landsvæði er nú teljist til óskipts sameignarlands Kalmanstungu. Hins vegar verði í því sambandi að hafa í huga að tali ð sé að Hallmundarhraun hafi runnið á fyrstu áratugum tíundu aldar, þ.e. nokkru eftir landnám. Verður því að gera ráð fyrir að þá hafi verið öðruvísi um að litast en nú sé. Stefndu bendi einnig sérstaklega á að ekki einasta hafi allt land jarðarinnar Kalma nstungu , bæði fyrir og eftir sölu Arnarvatnsheiðar , verið vel nýtanlegt heldur hafi það og sé enn þann dag í dag nýtt eins og frekast sé kostur og þá í samræmi við gjöfula landkosti þess. Í samræmi við það sé því mótmælt sem ósönnuðu , sem haldið sé fram í stefnu íslenska ríkisins , að svæðið sem nú falli undir hið óskipta sameignarland virðist ekki hafa verið nýtt neitt nema mjög takmarkað. 15 Með dómi Hæstaréttar í málinu nr. 65/1971 hafi verið skorið úr ágreiningi eigenda Kalmanstungu og Reykholtsdalshrepps og Hálsahrepps um landamerki Kalmanstungu og Arnarvatnsheiðar og um veiðirétt í vötnum á Arnarvatnsheiði. Sé ljóst af greindum dómi Hæstaréttar að þar sé lagt til grundvallar að Arnarvatnsheiðin sé undirorpin beinum eignarrétti. Hafi óbyggðanefnd staðfest það í úrskurði sínum. Enn athyglisverðara sé svo að í fyrrgreindu dómsmáli hafi íslenska ríkinu verið stefnt til réttargæslu og sótt hafi verið þing af þess hálfu í héraði. Hafi af því tilefni m.a. komið sé háttað, sé ekki talin ástæða til að hafa uppi ákveðnar kröfur af hans hálfu. Hins vegar kemur fram af hálfu réttargæsluaðilja, að hann telji sér skylt að gæta hagsmuna íslenska ríkisins, að því er varðar eignarrétt að jöklum og hálendisauðnum landsins svo og almenningum vatna og vatnsbotna, hvort heldur utan eða innan einstakra landareigna, og yfirleitt að öllum þeim land og vatnasvæðum, sem ekki eru háð ótvíræðum eignarrétti gera athugasemdir við dó mkröfur aðila, sem þó hafi m.a. falið í sér af hálfu Arnarvatnsheiðar á því svæði, sem ósamkomulag er um, verði ákvörðuð þannig: Norðlingafljót að Reyká, þá Reyká að Reykjavatni og úr Reykárósi við Reykjavatn allt land innan umkrafinna merkja væri eignarland Kalmanstungubænda. Við þá kröfugerð hafi íslenska ríkið ekki talið ástæðu til að gera athugas emdir, þ. á m. það að landamerki jarðarinnar lægju frá norðurenda Langjökuls. Af umræddum dómi Hæstaréttar verði ekki annað ráðið en að íslenska ríkið hafi beinlínis viðurkennt þau landamerki Kalmanstungu er liggi að Arnarvatnsheiði. Í því felist að sjálf sögðu einnig að íslenska ríkið hafi viðurkennt eignarrétt Kalmanstungubænda að því landi jarðarinnar er liggi þar fyrir sunnan, enda hafi niðurstaða Hæstaréttar orðið á þann veg . Þá sé og á það bent að í greinargerð með frumvarpi því sem orðið hafi að þjó ðlendulögum nr. 58/1998 sé vikið að fyrr greindum dómi Hæstaréttar og tiltekið að af niðurstöðu hans verði ekki annað ráðið en að lagt sé þar til grundvallar að umræddur afréttur sé beinum 16 eignarrétti undirorpinn. Verði ekki annað séð en í fyrsta lagi að þa u heimildarskjöl sem fyrir hafi legið í málinu hafi borið með sér að um eignarland væri að ræða og í öðru lagi að Hæstiréttur hafi lagt til grundvallar að um væri að ræða eignarland. Rétt sé að taka fram að sú niðurstaða verði ekki aðeins heimfærð upp á Ar narvatnsheiði heldur einnig Kalmanstungu, enda hafi bæði svæðin verið til umfjöllunar í málinu. Af þessum ummælum í greinargerðinni verði ekki heldur annað séð en að löggjafinn taki umrætt svæði sérstaklega fyrir sem dæmi um land sem háð sé beinum eignar rétti. Og það sé hárrétt afstaða hjá löggjafanum, enda hafi Hæstiréttur leyst úr deilum aðila á grundvelli þess að um eignarland væri að ræða en ekki takmörkuð eignarréttindi. Það sjáist best á því að þegar Hæstiréttur skeri úr um hlutdeild í veiði á Arnar vatnsheiði þá vísi hann til 4. gr. þágildandi laga um lax - og silungsveiði nr. 76/1970, sem tekið hafi til veiðiréttar á eignarlandi, nánar tiltekið þegar landareign eða veiðiréttur sé í óskiptri sameign, en ekki eftir 5. gr. laganna, sem lotið hafi að vei ði á afréttum. Hafi Hæstiréttur því leyst úr málinu á grundvelli þess að um eignarland væri að ræða og sé afstaða íslenska ríkisins í áðurnefndum lögskýringargögnum því fullkomlega réttmæt og í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar. Þetta staðfesti svo náttúr ulega líka að Hæstiréttur hafi bæði litið svo á að Arnarvatnsheiði og Kalmanstunga séu háð beinum og fullkomnum eignarrétti. Fram hjá þeirri niðurstöðu verði ekki komist. Enn sé við þetta að bæta að stefnandi hafi í verki viðurkennt beinan eignarrétt stef ndu að öllu landi Kalmanstungu, nú seinast á árinu 2011 þegar Umhverfisstofnun hafi gert við stefndu samning um umsjón og rekstur náttúruvættisins Kalmanshellis, sem sé í óskiptu sameignarlandi Kalmanstungu I og I I, en samningurinn hafi síðan verið staðfes tur af ráðherra. Mótmælt sé umfjöllun í stefnu um eignarréttarlega stöðu jökla í þá ver u að jöklar séu að jafnaði utan landamerkja jarða og að jöklar séu dæmi um svæði sem enginn hafi átt. Í íslenskum rétti sé einmitt gengið út frá því að eignarréttarle g staða þess lands sem hulið sé jökli sé sú hin sama og annars landsvæðis. Hafi niðurstaða óbyggðanefndar einmitt verið sú að Eiríksjökull væri allur innan merkja Kalmanstungu og umlukinn öðru landi jarðarinnar. Eignarréttarleg staða jökulsins væri eðlileg a sú hin sama og annars lands jarðarinnar Kalmanstungu og bentu engar heimildir heldur til þess að einhver 17 eignarréttarlegur munur hafi verið á jöklinum og öðru landi jarðarinnar. Hafi þessu ekki verið hnekkt af hálfu stefnanda. Fari svo ólíklega að ekki verði fallist á niðurstöður óbyggðanefndar, um að umrætt land hafi verið numið í öndverðu sem eignarland og að eignarréttur yfir því hafi færst manna á milli allt til núverandi landeigenda, sé á því byggt að þau hafi í öllu falli unnið hefð á umræddu svæði . Samkvæmt ákvæði 1. gr. hefðarlaga nr. 46/1905 megi vinna hefð á hverjum hlut, jafnt fasteign sem lausafé, er geti verið eign einstakra manna, án tillits til þess hvort hann hafi áður verið einstaks manns eign eða opinber eign. Þá komi fram í 1. mgr. 2. g r. sömu laga að skilyrði fyrir hefð sé 20 ára óslitið eignarhald á fasteign og í 3. gr. laganna sé tekið fram að til hefðartíma megi telja óslitið eignarhald tveggja manna eða fleiri hafi eignarhaldið löglega gengið frá manni til manns. Bendi stefndu á að augljóst sé að ofangreind skilyrði laga nr. 46/1905 séu uppfyllt í þeirra tilviki. Þannig hafi þau haft óslitið eignarhald á fasteigninni í meira en 20 ár. Skuli sérstaklega tekið fram að hefð þeirra hafi verið fullnuð fyrir gildistöku laga nr. 58/1998 og breyti ákvæði 7. mgr. 3. gr. síðastnefndra laga því engu í þessu sambandi. Sé og bent á 3. gr. laga nr. 46/1905 hvað það varði. Þar sem ekkert þeirra atriða sem nefnd séu í 2. og 3. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905 eigi við í tilviki stefndu sé ljóst að ekkert komi í veg fyrir að hefð þeirra verði viðurkennd enda öll önnur skilyrði hennar uppfyllt. Leiði það eitt og sér, hvort heldur sem fallist verði á aðrar málsástæður þeirra eða ekki, til þess að fallast verði á kröfur þeirra. V II . Málsástæður stefnda Sjá lfseignarstofnunar um Arnarvatnsheiði og Geitland Stefndi tekur fram að þar sem Arnarvatnsheiði hafi tilheyrt jörðinni Kalmanstungu allt fram til þess að henni var afsalað frá jörðinni á árunum 1880 og 1901 sé vísað til málsástæðna meðstefndu, eigenda Kalmanstungu, um stofnun eignarréttar yfir heiðinni og hvernig sá eignarréttur hafi færst á milli manna frá landnámi, sem og til afmörkunar landsins til norðurs, austurs og vesturs. Á því sé byggt að Arnarvatn sheiði hafi verið numin sem eignarland í öndverðu og að eigna r réttarleg staða þess hafi haldist frá landnámi. Hafi þetta svæði verið hluti af landnámi Kalmans og hluti af jörðinni Kalmanstungu, eins og mörkum hennar hafi verið 18 lýst allt frá Landnámu þar ti l heiðin hafi verið seld undan jörðinni. Eftir það sé hins vegar að líta til landamerkjaskrár fyrir Arnarvatnsheiði, sem gerð hafi verið árið 1886, en þar sé merkjunum inn til landsins í grunninn lýst úr Arnarsteini gegnum Úlfsvatnsárlón, Réttarvatnstanga í Lyklafell og þaðan í norðurenda Langjökuls. Þessi lýsing á mörkum heiðarinnar til norðurs í landamerkjabréfinu sé í fullkomnu samræmi við fyrri lýsingar á norðurmörkum Kalmanstungu, áður en heiðin hafi verið seld undan jörðinni. Þá verði líka að hafa í h uga að skorið hafi verið úr um merki Arnarvatnsheiðar og Kalmanstungu í dómi Hæstaréttar í máli nr. 65/1971. Þar hafi landamerkjaskráin frá 1886 verið lögð til grundvallar, sem og gengið út frá því og staðfest að um fullkomið eignarland væri að ræða innan lýstra merkja í skránni. Þá hafi enginn efi verið um gildi landamerkjaskrárinnar að öðru leyti, þ.e. hvað varðaði lýsingu merkja Arnarvatnsheiðar inn til landsins, enda sé merkjalýsingin byggð á traustum heimildum. Stefndi hafni því alfarið að Arnarvatnsh eiði hafi nokkurn tímann haft stöðu afréttar í þeim skilningi að hrepparnir hafi aðeins átt þar óbein eignarréttindi. Sé þar um síðari tíma tilbúning að ræða enda ljóst af þeim heimildum sem liggi fyrir um jörðina að hún hafi frá fyrstu tíð öll verið háð e inkaeignarrétti. Stöðu Arnarvatnsheiðar sem eignarlands frá landnámi verði og ekki raskað með setningu þjóðlendulaganna nr. 58/1998 eða þeim óréttmætu kröfum sem íslenska ríkið hafi sett fram á grundvelli þeirra. Stefndi bendi og á að gróðurfar á umræddu landsvæði geti ekki annað en rennt stoðum undir það sem öll gögn og rök bendi annars til, þ.e. að um fullkomið eignarland sé að ræða. Þannig sé Arnarvatnsheiðin almennt vel gróin, eins og sögulegar heimildir bendi til að hún hafi alltaf verið. Hafi heiðin því hentað vel til beitar og slægna en þar sé líka að finna gjöful veiðivötn og ár, auk þess sem heiðin hafi hentað vel til grasatekju og fuglaveiði. Bendi allar heimildir og til þess að nýting umrædds svæðis hafi verið í samræmi við þetta. Sjáist það t.d . á því að heimildir séu um hjáleigur á heiðinni, s.s. Halldórstóftir og Bugakot, en tilvist hjáleigna á umræddu svæði sé að sjálfsögðu til marks um að þar sé um eignarland að ræða. Þótt ljóst sé að Arnarvatnsheiði hafi fyrst og fremst verið notuð til bei tar og upprekstrar sé fráleitt að sú nýting sé aðeins til marks um óbein eignarréttindi. Þvert á móti sé almennt viðurkennt, bæði af óbyggðanefnd og öðrum, að þótt tiltekið land sé einna helst eða 19 eingöngu notað sem afréttur geti það engu að síður verið há ð fullkomnum eignarrétti. Eigi það t.d. við um jarðir og eignarlönd sem sérstaklega hafi verið keypt í því skyni að leggja til afréttar. Bendi stefndi á í því sambandi að Arnarvatnsheiði hafi verið keypt sem eignarland í því skyni að nýta hana til beitar. Af þeirri staðreynd leiði annars vegar að þeir sem hafi keypt, þ.e. Reykholtsdalshreppur og Hálsahreppur, hafi ekki talið sig geta notað eða samið um afnot af landinu til beitar fyrir þær jarðir sem staðsettar séu eða hafi verið innan hreppamarka þeirra án þess að öðlast fyrst beinan eignarrétt yfir landinu. Hins vegar leiði af þessu að fyrir kaupin hafi umræddir hreppar ekki haft nægt land til afréttarnota. Hvor t tveggja staðfesti að fyrir söluna hafi Arnarvatnsheiði ekki verið notuð sem afréttur af umrædd um hreppum eða þeim jörðum sem liggi eða hafi legið innan marka þeirra. Ekki hafi því verið um almennan afrétt eða afréttarnot á Arnarvatnsheiði að ræða, enda hafi hún verið og sé háð beinum eignarrétti. Með hliðsjón af framangreind u sé því sérstaklega mótmælt að Arnarvatnsheiði hafi aðeins verið numin til takmarkaðra nota, svo sem afréttarnota. Þá sé því sömuleiðis mótmælt, sem ýjað sé að af hálfu íslenska ríkisins, að hafi Arnarvatnsheiði verið numin til eignar þá hafi beinn eignarréttur síðar fallið niður og svæðið verið tekið til takmarkaðra nota af hálfu annarra. Fallist dómurinn ekki á að umrætt land hafi verið numið í öndverðu sem eignarland og að eignarréttur yfir því hafi færst manna á milli allt til núverandi landeiganda sé á því byggt að ste fndi hafi í öllu falli unnið hefð á umræddu landi. Sé í því sambandi vísað til sömu sjónarmiða meðstefndu. Augljóst sé að skilyrði laga um hefð nr. 46/1905 séu uppfyllt í tilviki stefnda. Þannig hafi stefndi haft óslitið eignarhald á fasteigninni í meira e n 20 ár og skuli sérstaklega tekið fram í því sambandi að hefð hans hafi verið fullnuð fyrir gildistöku laga nr. 58/1998 og breyti ákvæði 7. mgr. 3. gr. síðastnefndra laga því engu í þessu sambandi, sbr. 3. gr. laga nr. 46/1905. VI II . Niðurstaða Eins og áður greinir komst óbyggðanefnd að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum 11. október 2016 að stefnandi, íslenska ríkið, hefði ekki sýnt fram á að hið umdeilda land innan marka sameignarlands Kalmanstungu I og II og Arnarvatnsheiðar væri þjóðlenda 20 í skilningi 1. gr., sbr. einnig a - lið 7. gr., laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, auk þess sem rannsókn nefndarinnar leiddi til þeirrar niðurstöðu að þar væri eignarland. Krefst stefnandi þess að úrskurður nefndarinnar verði að þessu leyti felldur úr gildi og að viðurkennt verði að svæðið innan nánar tilgreindra marka sé þjóðlenda í skilningi tilvitnaðs lagaákvæðis. Greinir aðila því einungis á um það hvort umræ tt svæði sé beinum eignarrétti undirorpi ð . Stefnandi byggir aðallega á því að afar ósennilegt sé að umrætt þrætusvæði hafi verið numið þannig að beinn eignarréttur yfir því hafi stofnast í öndverðu, einkum með tilliti til staðhátta, fjarlægða frá strönd landsins, gróðurfars og nýtingar. Hafi það verið numið hafi þ að einungis verið til afnota en ekki þannig að beinn eignarréttur hafi stofnast. Eins og rakið er í I V . kafla hér að framan kemur fram í Landnámu sú lýsing á landnámi alla, Hefur þessi lýsing á landnámsjörðinni Kalmanstungu verið skýrð svo að landnám Kalmans hafi ekki einungis náð til Kalmanstungunnar sjálfrar, þar sem nú standa hin skiptu lönd Kalmanst ungu I og II, heldur einnig til verulegs hluta þess svæðis sem nú telst óskipt land Kalmanstungu I og II og annars svæðis á Arnarvatnsheiði sem deilt er um í máli þessu, alla vega milli Norðlingafljóts og austur að Langjökli . Enda þótt hluti hins umdeilda svæðis, það er stór hluti óskipt s lands Kalmanstungu I og II, sé þakinn Hallmundarhrauni, sem talið er að runnið hafi á landnámsöld, þá sýnist gróðurfari eða landsháttum á svæðinu að öðru leyti ekki þannig háttað að ætla megi að það hafi sett landnámi eða notkun svæðisins þar einhver augljós mörk. Verður í því sambandi einnig að hafa í huga að almennt er talið að gróður hafi við landnám verið víðfeðmari og gróskumeiri en nú er og að óvíst er að hraun hafi þá þakið umrætt svæði í sama mæli og nú. Þá verður o g ráðið af gögnum um landshætti á svæðinu að landnytjar hafi víða verið miklar og beitilönd þar kjarngóð. Með hliðsjón af þessu verður hér við það miðað að umrætt svæði hafi verið numið að verulegu leyti þótt ekki verði fullyrt um hversu langt vestur, norð ur og norðaustur landnámið hefur náð. Eins og áður er fram komið í kafla IV er í kaupbréfi frá 28. febrúar 1398 tiltekið að Hallur Svarthöfðason hafi selt Jóni Gilssyni jörðina Kalmanstungu og fengið á móti jarðirnar Sámsstaði, Skarðshamra og Kleppstíu. E r í bréfinu síðan lýst merkjum Kalmanstungu 21 með nákvæmum og heildstæðum hætti, m.a. að þau nái allt norður að Hlíðarvatni og allt austur að norðurenda Langjökuls, án þess að Arnarvatnsheiði sé þar sérstaklega aðgreind frá öðru landi jarðarinnar. Liggur fyr ir að vísað er til þessarar merkjalýsingar fyrir Kalmanstungu með beinum eða óbeinum hætti í fjöl mörgum fyrirliggjandi úttektum kirkna og staða í Mýrasýslu frá árabilinu 1696 - 1877, vísitasíubók Jóns biskups Árnasonar 1723 - 1733, lögfestu Árna Þorleifssonar fyrir Kalmanstungu frá 1773 og lögfestu Stefán Ólafssonar fyrir Kalmanstungu frá 1879. Verður ekki af þessum lýsingum ráðið að nokkur aðgreining komi þar fram milli Arnarvatnsheiðar og annars lands Kalmanstungu. Þá verður ekki séð að eignarréttarleg aðgrei ning hafi verið milli þess lands sem nú kallast sameignarland Kalmanstungu I og II og annars lands Kalmanstungu fyrr en við landskiptin á árinu 1932 eða að á þessum mörkum séu til staðar einhver landfræðileg skil önnur en girðing í vesturhlíðum fjallsins S trúts. Fyrir liggur að löngu áður en Arnarvatnsheiði var seld frá Kalmanstungu var hún nýtt til upprekstrar og sumargöngu búfjár , bæði frá Kalmanstungu sjálfri en einnig frá öðrum bæjum , en þá ávallt með sérstöku leyfi eigenda jarðarinnar og eftir atvikum greiðslu sérstaks upprekstrartolls. Hefur ekkert annað komið fram í málinu en að litið hafi verið svo á í gegnum aldirnar, bæði af eigendum nágrannaeigna og handhöfum opinbers valds, að umrætt svæði væri allt hluti af jörðinni Kalmanstungu. Eins og áður er rakið seldi Stefán Ólafsson, bóndi í Kalmanstungu, hluta Kalmanstungulands á Arnarvatnsheiði til þriggja bænda í héraðinu á árinu 1880, sem seldu það síðan áfram til Reykholtsdalshrepps og Hálsahrepps á árinu 1884. Liggur fyrir að tilgangur kaupanna va r að nýta landið til upprekstrar og búfjárbeitar fyrir bændur í fyrrgreindum hreppum. Var sérstakt landamerkjabréf gert fyrir þetta svæði á Arnarvatnsheiði 26. janúar 1886 og það áritað um samþykki forsvarmanna hreppanna og eigenda og ábúenda aðliggjandi j arða. Þá var gert landamerkjabréf 24. apríl 1897 þar sem lýst var merkjum Kalmanstungu í kjölfar sölu fyrrgreinds landsvæðis úr jörðinni og er það einnig áritað um samþykki forsvarsmanna hreppanna tveggja, auk eigenda eða ábúenda aðliggjandi jarða. Er í br éfinu lýst mörkum þess lands sem nú telst Kalmanstunga I og II og sameignarland jarðanna tveggja , að viðbættu landsvæði á Arnarvatnsheiði norðan Norðlingafljóts, er selt var frá Kalmanstungujörðinni til Reykholtsdalshrepps og Hálsahrepps á árinu 1901. Verð ur ekki annað ráðið en að þær 22 lýsingar sem fram koma í framangreindum landamerkjabréfum, annars vegar á mörkum þess lands sem selt hafði verið út úr Kalmanstungu á árinu 1880 og hins vegar á mörkum lands Kalmanstungu, eins og það var eftir söluna, samræmis t í megindráttum þeirri lýsingu sem upphaflega var tilgreind í fyrrgreindu kaupbréfi Halls Svarthöfðasonar frá árinu 1398 og m.a. lögfestu Árna Þorleifssonar fyrir Kalmanstungu frá 5. júní 1773 og lögfestu Stefáns Ólafssonar fyrir Kalmanstungu frá 28. maí 1879 . Undanskilin eru þó tvö svæði sem eru innan merkja Arnarvatnsheiðar samkvæmt landamerkjabréfinu frá 1886 en ekki samkvæmt eldri tilgreindum heimildum. Er þar annars vegar um að ræða svæði norður af Norðlingafljóti, sem afmarkast af Arnarsteini, Svínal æk og Úlfsárósi, en hins vegar þríhyrningslaga svæði í norðausturhorni Arnarvatnsheiðar, sem afmarkast í meginatriðum af Réttarvatni, Lyklafelli og norðurenda Langjökuls. Er fyrrgreinda svæðið innan kröfugerðar stefnanda en hið síðarnefnda fellur þar fyrir utan. Við mat á gildi landamerkjabréfa og því hvert sé inntak eignarréttar að svæði sem í þeim er lýst hef ur Hæstiréttur lýst þeirri afstöðu, t.d. í máli réttarins nr. 48/2004, að almennt skipti máli hvort um sé að ræða jörð eða annað landsvæði og að lan damerkjabréf fyrir jörð feli í sér ríkari sönnun fyrir því að um sé að ræða eignarland þótt jafnframt verði að meta gildi hvers bréfs sérstaklega. Þegar horft er til framangreinds samræmis landamerkjabréfanna tveggja frá 1886 og 1897 við eldri lýsingar á l andamerkjum jarðarinnar Kalmanstungu, en bæði lúta bréfin að svæði sem stuttu áður hafði allt tilheyrt jörðinni Kalmanstungu, og þegar einnig er til þess horft að bæði bréfin virðast hafa verið gerð með samþykki eigenda og umráðamanna aðliggjandi jarða og þeim þinglýst, verður að telja að í þeim felist rík sönnun fyrir því að umrætt svæði sé eignarland. Eins og áður er fram komið var í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 65/1971 skorið úr ágreining i Kalmanstungubænda við Reykholts hrepp og Hálsahrepp um annars vegar landamerki Kalmanstungu og Arnarvatnsheiðar og hins vegar um rétt til silungsveiði í ám og vötnum á fyrrgreindu landsvæði úr Kalmanstungu, sem hrepparnir höfðu eignast samkvæmt afsali á árinu 1884 frá bændunum þremur er keyptu af Stefáni Ólafs syni á árinu 1880. Átti ágreiningur um silungsveiði rót sína að rekja til ákvæðis í afsalinu frá það að seljandi áskilur sér að hafa silungsveiði og eggjatöku fyrir sig 23 þar sem ekki er skýrt kveðið á um annað í afsalinu, verður að líta svo á, að við söluna hafi veiðirétturinn orðið sameign Stefáns Ólafssonar og kaupu nauta hans, þannig að þeir hafi allir haft jafnan rétt til að nýta veiðina, sbr. 56. kap. landsleigubálks Jónsbókar, en nú 1. tl. 4. gr. laga um lax - Hæstaréttar ráðið, þar á meðal tilvísun réttarins til framangreindrar 1. mgr. 4. gr., þar sem kveðið er á um að þegar landareign eða veiðiréttur sé í óskiptri sameign sé sameigendunum öllum veiði jafnheimil, að rétturinn hafi lagt til grundvallar niðurstöðu sinni að umrætt landsvæði væri undirorpið beinum eig narrétti. Þrátt fyrir að ljóst sé að framangreint mál hafi á engan hátt snúist um eignarréttarlega stöðu lands á grundvelli þjóðlendulaga nr. 58/1998 , auk þess sem aðilar þessa máls eru hvorki þeir sömu né hafa komið á einhvern hátt í stað aðila að tilvitn uðu máli, og dómurinn því ekki bindandi um úrslit máls, sbr. 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þykir mega til þessa horfa við úrlausn máls þessa, sbr. 4. mgr. sömu lagagreinar. Að öllu framangreindu virtu telur dómurinn að nægilega l iggi fyrir að landsvæði það er dómkröfur stefnanda lúta að, það er sameignarland Kalmanstungu I og II og hluti Arnarvatnsheiðar, hafi allt verið hluti af jörðinni Kalmanstungu og hafi að verulegu leyti verið numið á landnámsöld. Jafnframt er ekkert fram ko mið í málinu annað en að eignarréttarleg staða þessa landsvæðis alls hafi allt frá þeim tíma haldist óbreytt. Breytir í því sambandi engu þótt jörðinni Kalmanstungu hafi verið skipt upp og hlutar hennar seldir til afréttarnota í lok nítjándu aldar og byrju n þeirrar tuttugustu. Er því niðurstaða dómsins sú að hið umdeilda svæði hafi verið, og sé enn, undirorpið beinum eignarrétti og v erður ekki talið, eins og hér háttar, að fjarlægðir fjærstu marka svæðisins, hvort heldur frá bæjarstæði Kalmanstungu eða frá sjó, geti haggað þe irri niðurstöðu. Loks verður heldur ekki á það fallist með stefnanda að Eiríksjökull skuli í þessu tilliti hafa einhverja sérstöðu einungis vegna þess að um er ræða land sem hulið er jökli . Jökullinn liggur allur innan merkja Kalmanstungu samkvæmt landamerkjabréfi jarðarinnar frá 1897 og verður ekki séð að nein forsenda sé til að ákvarða eigna r réttarlega stöðu hans með öðrum hætti en þess eignarlands sem sannanlega umlykur hann. Fær þessi niðurstaða stoð í a thugasemdum um eignarréttarstöðu jökla sem fram koma í frumvarpi 24 Samkvæmt öllu framanröktu verða stefndu sýknaðir af dómkröfum stefnanda. Um m álskostnað og gjafsóknarkostnað stefndu fer samkvæmt því sem nánar segir í dómsorði. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefndu, Sjálfseignarstofnun um Arnar vatnsheiði og Geitland, Ástríður Sigurðardóttir, Bryndís J. Jónsdóttir og Ólafur Kristófersson, eru sýkn af kröfum stefnanda, íslenska ríkisins. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefndu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin lögmannsþó knun, að meðtöldum virðisaukaskatti, til handa annars vegar stefnda Sjálfseignarstofnun um Arnarvatnsheiði og Geitland að fjárhæð 1.100.000 krónur og hins vegar stefndu Ástríði, Bryndísi og Ólafi að fjárhæð 1.100.000 krónur. Ásgeir Magnússon