Héraðsdómur Vesturlands D Ó M U R 12. október 2021 mál nr. S - 20/2021 Lögreglustjórinn á Vesturlandi (Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lögmaður) I Mál þetta er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vesturlandi, útgefinni 28. desember 2020, á hendur X... , kt. ... , ... , ... . Málið var dómtekið 16. september 2021 eftir 1. Líkamsárás og hótanir með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins ... 2020, að húsnæði við ... í ... , veist að A... , kt. ... , tekið í peysu hans og rifið í hana, hótað A... lífláti og slegið hann í höfuðið í tvígang, allt með þeim afleiðingum að A... hlau t höfuðverk, verki í vinstra auga og eyra. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum. 2. Líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins ... 2020, í húsnæði við ... í ... , veist að B... , kt. ... , slegið í hægri hönd B... og snúið upp á hægri hendi hennar, allt með þeim afleiðingum að B... hlaut slæma tognun frá úlnlið upp í olnboga hægri handar, tognun á þumalfingri hægra handar, bólgu og eymsli fram í nögl þumalfingurs hægra handar. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum. 2 Í ákæruskjali er jafnframt gerð grein fyrir einkaréttarkröfu með svoh ljóðandi hætti: Vegna ákæruliðar 1 hefur A... , kt. ... , krafist að ákærða verði gert að greiði honum miskabætur að fjárhæð kr. 800.000. - , ásamt vöxtum skv. 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá ... 2020 til þess dags að mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða brotaþola málskostnað skv. síðar framlögðu málskostnaðaryfirl iti. Vegna ákæruliðar 2 hefur B... , kt. ... , krafist að ákærða verði gert að greiði henni miskabætur að fjárhæð kr. 1.000.000. - , ásamt vöxtum skv. 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá ... 2020 til þess dags að mánuður er lið inn frá birtingu bótakröfu, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða brotaþola málskostnað skv. síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti. Við upphaf aðalmeðferðar var sýnt stutt myndskeið frá vettvangi úr farsíma vitnis. Í kjölfarið kannaðist ákærði við að hafa líkast til hótað brotaþola á meðan á átökum stóð í A... . Eftir skýrslutökur í málinu féll ákæruvaldið frá ákæru um að ákærði hefði slegið brotaþola A... í höfuð í tvígang, heldur hafi ákærði einungis veitt honum eitt högg í höfuð. Ákærði krefst þess að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins, en til vara að hann verði dæmdur til þeirrar vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er þess krafist að bótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að kröfurnar verði lækkaðar. Þá krefst hann þess að málskostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þ. á m. hæfileg málsvarnarl aun skipaðs verjanda að mati dómsins. II Ákæruliður 1 A... , brotaþoli, mætti á lögreglustöðina í ... þann ... 2020 og gaf kæruskýrslu vegna líkamsárásar, sem hann hefði orðið fyrir við störf sem ... ... 2020 á ... þar í bæ. Lýsti hann atvikum á þann veg að í lok skemmtunar, er hann hafi verið að vísa gestum út og loka, hefði ákærði verið einn af þeim sem voru eftir í anddyrinu. Hann hefði farið að útidyrahurðinni og sett í lás og staðið við hurðina en ákærði hafi staðið við hurðargatið og ekki viljað far a út. Ákærði hafi ítrekað verið beðinn um að fara út en neitað. Kvaðst A... hafa sagt við ákærða að annað hvort færi hann út eða hann myndi hjálpa honum út. 3 Þá hafi ákærði spurt hvort hann vildi slást við hann en A... neitað því. Hefði ákærði þá tekið í pe ysu hans sem hefði rifnað og ítrekað hótað að drepa hann. A... hefði svo séð ákærða lyfta upp hendinni eins og hann ætlaði að slá hann og þá tekið ákærða niður í gólfið. Næst hefði ákærði ráðist að honum er hann var að beygja sig eftir húfunni sinni og þá hefði A... lamið ákærða frá sér með hægri hendinni. Þá hefði eiginkona ákærða tekið hann hálstaki aftan frá og ákærði slegið hann einu höggi í hægra augað. Hann hefði náð að ýta ákærða frá sér og losna frá eiginkonu ákærða og farið inn í húsið. Kvaðst hann hafa farið inn til að ræða við yfirmann sinn B... , sem hefði verið við barinn, en þá hafi ákærði komið inn um aðrar dyr og ráðist að B... og slegið í hægri hönd hennar þannig að hún hefði misst flösku sem hún hélt á. Ákærði hefði öskrað eitthvað á íslensk u og A... hefði farið á milli þeirra er ákærði hafi ætlað að ráðast á B... . Lýsti hann því að eiginkona ákærða og D... hafi líka verið við barinn þegar þetta gerðist. Kvaðst hann hafa því næst fylgt D... út og er hann hefði komið aftur að barnum hefðu ákær ði og eiginkona hans verið farin. B... hefði þá tekið eftir blóði í eyra hans og lýst því að hún væri verkjuð í fingrum hægri handar. A... sagðist hafa frétt af því að D... hefði tekið snapchat þar sem sjáist og heyrist er ákærði er að hóta að drepa hann, er hann var að biðja hann að fara út. Kvaðst hann hafa farið til læknis til að láta skoða áverka. Ákæruliður 2 B... mætti á lögreglustöðina í ... þann ... 2020 og gaf kæruskýrslu vegna líkamsárásar, sem hún varð fyrir við störf sín sem umsjónarmaður ... aðfaranótt ... 2020. B... kvaðst hafa verið að ganga frá í neðri sal þegar A... hafi komið frá anddyrinu og sagt henni að upp væri komið vandamál. Ákærði og eiginkona hans hafi þá einnig komið inn og ákærði verið mjög æstur. Hann hefði spurt hana hvers ko nar fólk hún væri með í vinnu sem réðist á gesti, og einnig hafi hann úthúðað A... . Kvað hún ákærða hafa ætlað að æða í A... en hún farið á milli. Hefði ákærði þá slegið í hægri hendi hennar og snúið handleggnum þannig að hún missti flösku sem hún hélt á. Einnig hefði hann tekið flösku úr vinstri hendi hennar og sveiflað henni yfir henni ógnandi en hún náð að grípa í flöskuna og taka af honum og setja upp í hillu. Hefði ákærði þá ausið yfir hana skömmum og fúkyrðum og verið ógnandi. Lýsti hún því að hann he fði verið alveg ofan í henni og hún reynt að bakka en ekki getað það því barinn hefði verið fyrir aftan hana. Hún hefði haldið ró sinni og náð honum út fyrir barinn, þar sem hann hafi tekið aðra vínflösku og fleygt henni af miklu afli í jörðina. Ákærði hef ði enn verið æstur og ausið yfir hana svívirðingum en 4 eignkona hans og D... loks náð honum út af staðnum. Kvaðst hún hafa farið í skoðun hjá lækni næsta virka dag þar sem hún hafi verið mjög aum í þumli hægri handar og í hægri framhandlegg. Er hún hafi ver ið á heilsugæslustöðinni hafi hún fengið símtal frá ákærða sem hefði beðist afsökunar á öllum þeim orðum sem hann lét um hana falla en hann myndi ekki hvað hann hefði sagt. Hefði hann sagst ekki ætla að biðja A... afsökunar þar sem hann hafi ráðist á sig o g ætti alla sökina. III Ákærði lýsti atvikum umrætt sinn þannig að fólk hafi verið að gera sig klárt að fara af staðnum. Hann og eiginkona hans hafi verið eftir á staðnum ásamt D... , er A... hefði sagt þeim að hundskast út á ensku. Honum hefði þótt það dó nalegt og óþarfi þar sem þau hafi verið á útleið og gert athugasemd við það, en A... hefði þá gargað hærra á þau og verið æstur. A... hefði ætlað að ýta honum út yfir þröskuldinn og tekið í hann en hann tekið strax á móti. Þeir hafi þannig farið niður stig ana með tak hvor á öðrum og þar hefði hann fengið högg í augabrúnina frá A... . Við það hefði hann reiðst mjög og ætlað í hann, en dottið á hægri hliðina og þá hefði A... stokkið á hann. Eiginkona hans hefði náð að toga A... af honum og þeir báðir staðið up p. Myndband sem sýnt var við upphaf skýrslutöku fyrir dómi, hefði verið tekið í kjölfarið á því. A... hefði síðan farið inn í húsið og eiginkona ákærða á eftir. Er hann hafi gengið bak við húsið og fram hjá eldhúsglugga hafi hann heyrt í B... þar sem hún hafi kennt honum um allt án þess að hafa nokkra vitneskju um hvað gerðist. Hún hefði einnig sagt ýmislegt um hann sem ekki væri fótur fyrir og því hefði hann farið þar inn. B... hefði staðið og rætt við eiginkonu hans um að hann væri alltaf til vandræða og A... gæti ekki hafa gert þetta. Hann hefði farið og rætt við B... og við barinn hefði hann rekið sig í flösku sem hefði dottið um koll. Þau hefðu átt í orðaskiptum en síðan hefði hann farið af staðnum og gengið heim. Kvaðst hann hafa haft samband við B... daginn eftir atburði og beðist afsökunar á því sem hann hefði sagt, en hún hefði ekki beðið hann afsökunar á móti og þannig hefði símtalinu lokið. Aðspurður um myndbandið sem tekið var á staðnum, þar sem hann virðist hóta A... lífláti, kvaðst hann hafa sagt ýmislegt í hita leiksins en orðin hafi verið merkingarlaus og hann muni ekki nákvæmlega hvað hann hafi sagt, en hann hafi verið mjög reiður. Kvaðst geta sé þetta A... hefði haldið honum í hálstaki og 5 hann hefði aldrei snúið að honum og því hefði hann ekki náð að veita honum þá áverka sem lýst er. Neitaði hann að hafa slegið A... í andlitið. Hann benti á að A... hefði getað farið inn í húsið á hverju stigi málsins og lokað. Aðspurður um áverka á B... eins og þeim er lýst í ákæru kvaðst hann einungis hafa ýtt í hana með tveimur fingrum til að leggja áherslu á orð sín en aldrei ráðist á hana eða veitt henni áverka. Hann hefði ekki unnið henni mein. Lýsti ákærði því að hann hefði verið drukkinn þetta kvö ld en hann muni allt sem gerðist umrætt sinn. Aðspurður kvað hann eiginkonu sína hafa verið vitni að hluta átaka við A... að minnsta kosti er þeir voru komnir niður á jafnsléttu. Þegar hann hefði átt samskipti við B... hefðu fleiri verið á staðnum, sem hef ðu átt að geta séð hvað fór fram. Aðspurður kvaðst hann telja að B... hefði klemmt sig á höndinni við að bakka á innréttinguna á barnum en hann væri ekki viss. Aðspurður um áverkana sem brotaþoli B... kveðst hafa orðið fyrir lýsti hann því að hann viti til þess að hún hafi stundað ... og ... skömmu eftir atburðinn. Einnig að hún starfi við að ... og hún hafi haldið því áfram stuttu eftir þetta. A... gaf vitnaskýrslu fyrir dómi og lýsti hann atvikum þannig að umrætt sinn hefðu nokkrir aðilar verið eftir á s taðnum þar með talinn ákærði. Hann hefði sagt þeim að þau þyrftu að fara drífa sig því það þyrfti að þrífa. Ákærði hefði staðið í hurðinni og sagst ekki ætla að fara, en hann sagst þá þurfa að hjálpa honum við það. Hefði ákærði þá veist að honum gripið í h öndina á honum og sagst ætla að drepa hann. Hann hefði þá lagt ákærða niður á jörðina og sagt að hann vildi ekki slást við hann. Eiginkona ákærða hefði þá gripið hann aftan frá og þá hefði komið til átaka. Ákærði hefði allan tímann öskrað að hann ætlaði að drepa hann. Hann hefði náð að standa upp en misst húfuna sína á gólfið og ætlað að beygja sig eftir henni en eiginkona ákærða hefði hangið á bakinu honum. Hann hefði þá séð að ákærði ætlaði að ráðast á hann en þá reist sig upp og slegið ákærða í andlitið. Komið hafi til átaka og kona hans alltaf verið í honum og tosað í eyra hans, og svo hafi hann fengið högg í augað en ekki áttað sig á því hvaðan eða hvernig og eiginkona ákærða hefði rifið í eyrað á honum, síðar sagði hann að það hafi verið ákærði sem hef ði slegið hann í augað. Hann hefði endurtekið sagt þeim að hann vildi ekki slást við þau, heldur bara að þau ættu að fara heim. 6 Hann hefði svo farið til B... en ákærði hefði þá komið þar inn um hliðarinngang við barinn. B... hefði haldið á flösku í annar ri hendi og glasi í hinni og ákærði hefði slegið í hönd hennar þannig að hún missti flöskuna. Aðrir starfsmenn hefðu sagt honum að bakka því þau ætluðu að ræða við ákærða. Hann hefði þá farið út af barnum og lokað hurðinni á bak við sig og ekki orðið vitni að því sem þar gerðist. Kvaðst hann hafa leitað til læknis eftir atburðinn, hann hefði verið með sár á eyra eftir eiginkonu ákærða og verki í auga. Lýsti hann því að sjón hans á auga hefði versnað eftir atburðinn. B... gaf vitnaskýrslu fyrir dómi. Lýsti hún atvikum umrætt sinn þannig að hún hafi verið að ganga frá í lok kvöldsins er ákærði og A... hefðu báðir komið æðandi inn og viljað ræða við hana. Hún hefði verið með hluti í höndunum og ætlað að leggja þá frá sér á b arinn og síðan ræða við þá. Ákærði hefði verið ósáttur og gripið í höndina á henni og snúið þannig flösku út úr hönd hennar og verið ógnandi. Kvaðst hún hafa leitað læknis næsta virka dag vegna verkja í hendinni og úlnliðnum. Hún hafi verið með bólgur við úlnliðinn og sé enn með verki. Aðspurð kvaðst hún hafa sinnt vinnu sinni, sem ... eftir þetta en þó þurft að draga úr þeirri starfsemi því það hefði verið vont að ... . Vitnið kvaðst ekki muna eftir áverka á þumalputta eða hafa klemmt sig á þumli. Jón A. Jóhannsson læknir gaf símaskýrslu fyrir dómi og kvaðst hafa skoðað báða brotaþola daginn eftir atvikin. Kvaðst hann telja verknaðarlýsingu í ákæru geta átt við þau einkenni sem brotaþoli B... var með við skoðun, sem voru tognun á úlnlið og fingri. Varðandi skoðun á brotaþola B... kvaðst hann ekki hafa séð mar á brotaþola við skoðun, hann hefði verið með eymsli yfir vinstra kinnbeini og við vöðvafestur í hnakka. Hann hefði ráðlagt brotaþola að leita til augnlæknis vegna truflunar á sjón á vinstra auga, sem h ann hefði lýst. Taldi hann ekki útilokað að áverkalýsing gæti átt við þau einkenni sem brotaþoli hefði lýst. E... gaf símaskýrslu fyrir dómi kvaðst hann ekki muna svo vel eftir atvikum, þar sem langt væri liðið. Sara Lillý Þorsteinsdóttir læknir gaf sí maskýrslu fyrir dómi. Kvaðst hún hafa skoðað B... í febrúar 2021, hefði hún kvartað um verki í hægri hendinni við álag. Hún hafi verið með eymsli yfir úlnlið við skoðun, ekki hreyfiskerðingu né kraftminnkun. Kvaðst hún ekki 7 geta sagt til um það nákvæmlega hversu lengi tognun sé að jafna sig en yfirleitt sé miðað við sex vikur við kjöraðstæður. F... eiginkona ákærða, gaf vitnaskýrslu fyrir dómi og lýsti því að umrætt sinn hefðu hún og ákærði verið í anddyrinu að bíða eftir að vera sótt. Dyravörðurinn hefði verið orðinn pirraður og sagt þeim að fara út og verið höstugur. Ákærði hefði sagt honum að vera kurteis og dyravörðurinn hefði sagt honum að drulla sér út. Hefði hún þá verið komin út ásamt D... , sem hafði gengið fyrir hornið á húsinu er átök brutust út m illi ákærða og A... . Kvaðst hún hafa rifjað atvik upp og muni eftir að þeir hafi tekið í hvorn annan og föt þeirra hafi rifnað. A... hafi næst kýlt ákærða sem hefði reiðst og ætlað að rjúka í hann en runnið í hálku. A... hafi þá sest ofan á ákærða þar sem hann lá á jörðinni, en ákærði hefði legið með magann á jörðinni og ekki snúið að A... . Hún hefði reynt að taka A... ofan af ákærða með því að grípa í hann aftan frá. Hún hefði náð að stía þeim í sundur og þeir staðið upp. Hún hefði farið að tala við A... o g spyrja hann hver hann væri og hvers vegna hann hafi brugðist svona við. Þau hefðu svo farið inn að ræða við B... um atburðinn en B... hefði þá sagt að ákærði væri alltaf til vandræða. Í orðaskaki sem ákærði hafi átt við B... um atburðina úti við, kvaðst hún telja að B... hefði sett höndina aftur fyrir sig, er ákærði ýtti í hana og þess vegna hefði þumall bólgnað. Aðspurð kvað hún ólíklegt að ákærði hefði getað slegið A... í andlitið og hún hefði ekki séð það. Aðspurð neitaði hún því að ákærði hefði slegið til B... umrætt sinn. Einnig lýsti hún því að hún hefði endurtekið orðið vör við bæði beint og óbeint að brotaþoli B... notaði hægri höndina eðlilega eftir þessi atvik. D... gaf vitnaskýrslu fyrir dómi. Hún benti á að langt væri liðið frá atburðum og hú n hafi verið drukkin umrætt sinn. Hún segir þau hafa átt að fara út af staðnum og einhver átök hafi átt sér stað, sem hún gæti ekki lýst í smáatriðum. Hún hafi tekið upp stutt myndskeið á staðnum, sem hún hafi sent til lögreglu og vinkonu sinnar. G... ga f vitnaskýrslu fyrir dómi og lýsti því að umrætt sinn hefði hann ekki séð upptök átakanna. Hann hafi heyrt hróp og köll og farið fram og þar hafi ákærði og B... verið að rífast um eitthvað. Það hafi verið flaska á borðinu á barnum sem ákærði hafi slegið n iður og hún hefði lent á þumli B... . Þau hefðu haldið eitthvað áfram að rífast og ákærði svo farið af staðnum. 8 H... gaf vitnaskýrslu fyrir dómi og lýsti atburðum þannig að hún hafi verið starfsmaður á þessu ... . Hún hafi verið að þurrka af borðum í neðri sal er vinkona hennar hafi komið til hennar og sagt henni að það hafi orðið einhver átök úti. Hún hefði svo séð ákærða koma inn um eldhúsdyrnar og hann hafi farið að kalla B... nöfnum og þau rifist. Kvaðst hún hafa séð hendur ákærða og B... snertast eitth vað er þau áttu í samskiptum en hún hafi ekki séð það nægilega vel til að geta lýst því hvað hafi gerst. IV Ákæruliður 1 Ákærði hefur kannast við að hafa hótað A... eins og honum er gefið að sök samkvæmt ákærulið 1 . Með v í san til framburðar ákærða um það atriði, sem fær stuðning í framburði A... og af myndskeiði sem lagt var fram, verður talið sannað að ákærði hafi hótað A... umrætt sinn og er það skilyrði fyrir sakfellingu fyrir brot gegn 233. gr. almennra hegningarlaga nr . 19/1940 því uppfyllt. Þrátt fyrir að hótunin hafi verið sett fram í mikilli bræði manns í átökum við annan mann þar sem hvorugur þekkti hinn, telur dómurinn að virtum málsatvikum í heild, m.a. framburði brotaþola um að ákærði hefði sagst vera yfirmaður hans í einhverjum skilningi, sem brotaþoli kvaðst hafa upplifað sem byggt á kynþáttaníði, að hótunin hafi verið þess eðlis að hún hafi verið til þess fallin að valda brotaþola áhyggjum um að eftirmálar yrðu. Ásetningur brotlegs samkvæmt ákvæðinu verður að ná til vitneskju hans um að hún verði tekin alvarlega af þeim er hún beinist gegn, en ákærði hafði enga ástæðu til að ætla að sá er fyrir varð, tæki hótunina af einhverri léttúð. Því verður talið sannað að sí ðara skilyrði ákvæðisins sé einnig uppfyllt og verður ákærði því sakfelldur fyrir brot gegn 233. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði hefur hins vegar neitað að hafa slegið brotaþola A... umrætt sinn. Brotaþoli hefur lýst því, bæði í skýrslu sinni hjá lögr eglu og fyrir dómi, að hann hafi fengið högg í hægra auga. Fyrir dómi lýsti hann því hins vegar í frásögn sinni, að hann hafi ekki séð hvaðan eða hvernig það högg kom á hann, þótt hann síðar hafi talið sérstaklega aðspurður af verjanda, að högg í auga hafi komið frá ákærða. Ganga verður þó út frá því að ósannað 9 sé að brotaþoli hafi séð ákærða veita sér högg en í því sambandi athugast að brotaþoli hefur greint frá því að eiginkona ákærða hafi verið nokkuð aðgangshörð umrætt sinn og m.a. valdið honum áverka á eyra. Einnig liggur fyrir að um áflog var að ræða og verður ekki betur séð en að brotaþoli hafi átt upptök af líkamlegum átökum sem voru þess eðlis að útilokað er að slá því föstu að meintir áverkar hafi hlotist af höggi frá ákærða frekar en einhverju öðr u. Ekkert þeirra vitna sem fyrir dóm kom sá ákærða slá brotaþola. Gegn neitun ákærða nægir framangreint ekki að mati dómsins, til að ákæruvaldið teljist hafa fullnægt þeirri sönnunarbyrði, sem það ber samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008. Þar sem skynsamle gur vafi er til staðar um sekt ákærða um þá háttsemi sem lýst er í ákæruskjali verður með vísan til 1. mgr. 109. gr., sbr. 108. gr., laga nr. 88/2008 að sýkna ákærða af því að hafa slegið brotaþola umrætt sinn, en ekki verður sakfellt fyrir annað en það se m í ákæru greinir. Verður ákærði því sýknaður af kröfu ákæruvaldsins samkvæmt þeim hluta ákæruliðar 1 er laut að meintri líkamsárás. Ákæruliður 2 Ákærði hefur neitað fyrir dómi að hafa slegið í hægri hönd B... og snúið upp á hægri hönd hennar, allt með þe im afleiðingum að hún hlaut slæma tognun á hægri úlnlið. Brotaþoli hefur hins vegar á trúverðugan hátt lýst því, bæði í skýrslu sinni hjá lögreglu og fyrir dómi hvernig ákærði hafi veist að henni umrætt sinn með því að grípa í og snúa upp á hægri hönd h ennar. Þá liggur fyrir framburður A... þar sem hann lýsir því að hafa séð ákærða slá í hægri hönd brotaþola B... þannig að hún hafi misst flösku sem hún hélt á. Aðrir framburðir í málinu, alls vitnisburðir fjögurra vitna sem kvödd voru fyrir dóm vegna þe ssa atviks og voru á staðnum eða nærri honum, staðfesta átök á milli aðila og verða taldar styðja einbeittan framburð brotaþola þótt ekkert þessara vitna hafi beinlínis séð ákærða slá eða snúa upp á hönd brotaþola. Fær lýsing brotaþola á áverkum stuðning f rá lækni sem skoðaði hana eftir atvikið. Þó verður að mati dómsins því ekki slegið föstu með fullkominni nákvæmni hvernig aðför ákærða gegn brotaþola hafi verið. Þó kvaðst ákærði hafa ýtt á B... með tveimur fingrum eins og hann orðaði það og síðar að hann teldi líklegt að B... hefði klemmt sig á hönd þegar hún hafi h ö rfað aftur á bak og lent á 10 innréttingu barsins. Einnig varð framburður F... eiginkonu ákærða ekki skilinn öðru vísi en svo, að í einhverjum stympingum milli ákærða og B... hefði hún sett höndin a aftur fyrir sig og þá getað slasað sig. Þykir vera fram komin lögfull sönnun þess að ákærði hafi veist algjörlega að tilefnislausu að brotaþola umrætt sinn og sú atlaga valdið henni áverka á hægri úlnlið, en um áverkan sem slíkan og staðsetningu hans ver ður að meta framburð brotaþola trúverðugan. Samkvæmt gögnum málsins verður hins vegar engu slegið föstu um hverjar afleiðingar þetta hefur haft fyrir brotaþola eða hvort áverkinn hafi valdið einhverjum varanlegum afleiðingum. Með hliðsjón af því sem hér h efur verið rakið og að virtum heildargögnum málsins er það hins vegar niðurstaða dómsins að sannað sé, að ákærði hafi með atlögu að brotaþola, orðið valdur að áverka á hægri hönd B... umrætt sinn. Verður ákærði því sakfelldur samkvæmt ákærulið 2. V Ákærði verður því sýknaður af líkamsárás samkvæmt ákærulið 1 en sakfelldur fyrir hótun gagnvart brotaþola A... , samkvæmt þeim ákærulið og þar með broti gegn 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði verður einnig sakfelldur fyrir lið 2 í ákæru um brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða var 2019 gerð sekt fyrir ... brot, en önnur brot eru ekki á sakavottorði hans. Að því virtu sem og gögnum málsins og almennum sjónarmiðum um refsiákvörðun, þykir refsing ákærða, hæfilega ákveð in fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Í ljósi þess að ákærði er sýkn af ákærulið 1 um líkamsárás, v erður bótakröfu A... í málinu vegna þess atviks, vísað frá dómi með vísan til 2. mgr. 176 . gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Með broti sínu á 233. gr. almennra hegningarlaga, felldi ákærði hins vegar á sig skyldu gagnvart brotaþola til greiðslu mi skabóta skv. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykja þær bætur hæfilega ákveðnar 100.000 krónur, auk vaxta, eins og nánar greinir í dómsorði, en dráttarvextir dæmast frá 15. nóvember 2020, er mánuður var liðinn frá því að ákærða var fyrst kynnt krafan , sb r. 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001. 11 Enn fremur verður ákærða gert að greiða brotaþola málskostnað við að halda frammi bótakröfu, sem þykir hæfilega ákveðinn svo sem greinir í dómsorði. Verður þar höfð hliðsjón af því að sami lögmaður se tta fram bótakröfu fyrir báða brotaþola í máli þessu. Í málinu krefst brotaþoli, B... , þess að ákærði greiði henni 1.000.000 krónur í miskabætur, auk tilgreindra vaxta. Með broti sínu felldi ákærði á sig skyldu gagnvart brotaþola til greiðslu miskabó ta skv. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykja þær bætur hæfilega ákveðnar miðað við atlögu ákærða og dómvenju, 200.000 krónur, auk vaxta, eins og nánar greinir í dómsorði, en dráttarvextir dæmast frá 15. nóvember 2020, er mánuður var liðinn frá því að á kærða var fyrst kynnt krafan , sbr. 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001. Enn fremur verður ákærða gert að greiða brotaþola málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn svo sem greinir í dómsorði að teknu tilliti til framangreinds. Að virtri niðu rstöðu málsins og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærði dæm d ur til að greiða ¾ hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti og í samræmi við tímaskýrslu verjanda 541.880 krónur. Ekki hefur verið upplýst um annan sakarkostnað vegna málsins. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari, sem fékk málið til úrlausnar 1. september 2021, kveður upp dóm þennan. Dómsorð Ákærði, X... , sæti fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð skv. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 12 Ákærði greiði A... 100.000 krónur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá ... 2020 til 15. nóvember 2020, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá greiði hann brotaþola 200.000 krónur í málskostnað vegna einkaréttarkröfu Ákærði greiði B... 200.000 krónur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá ... 2020 til 15. nóvember 2020, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá greiði hann brotaþola 200.000 krónur í málskostnað vegna einkaréttarkröfu Ákærði greiði ¾ af 541.880 króna málsvarnarlaunum skipaðs verjanda síns, Auðar Tinnu Aðalbjarnardóttur lögmanns. Lárentsínus Kristjánsson