Héraðsdómur Suðurlands Dómur miðvikudaginn 4. september 2019 Mál nr. S - 283/2019 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Elimar Hauksson fulltrúi ) g egn Svan i Elí Elíass yni Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 22. ágúst sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi þann 18. júlí sl., á hendur Svani Elí Elíassyni, fyrir umferðar - og hegningarlagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 1. febrúar 2018, ekið bifreiðinni A austur Suðurlandsveg á móts við Hellisheiðarvirkjun of hratt miðað við aðstæður, þar sem útsýn var takmörkuð sökum veðurs og snjór og hálka á veginum og án nægjanlegrar aðgæslu þannig að ákærði missti stjórn á bifreiðinni og ók aftan á bifreiðina B sem sat föst í snjóskafli við vegöxlina en síðar nefnda bifreiðin hentist við áreksturinn áfram og á bifreiðina C sem var kyrrstæð, og gangandi ve gfarandi, D , klemmdist á milli bifreiðanna B og C , með þeim afleiðingum að hann hlaut margþætt opið beinbrot á hægri sköflungi. Teljast brot ákærða varða við 1. mgr. og b. og h. liði 2. mgr. 36. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. nefndra umferðarlaga og 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til sviptingar ökuréttar samkvæmt 1. mgr. 10 1. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987 og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru þann 23. júlí sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að ákærða fjarstöd dum. Málið var því tekið til dóms samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ák ærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði ekki áður sætt refsingu. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Að virtum atvikum máls og að teknu tilliti til hreins sakaferils ákærða , þy kir rétt að fresta fullnustu 2 refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 41.310 kr. Með vísan til 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, ber að svipta ákærða ökurétti í 3 mánuði, frá birtingu dóms þessa að telja. Írena Eva Guðmundsdóttir , löglærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Svanur Elí Elíasson, sæti fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að lið num tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Ákærði greiði allan sakarkostnað, samtals 41.310 krónur. Ákærði er sviptur ökurétti í 3 mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Írena Eva Guðmundsdóttir .