Héraðsdómur Austurlands Dómur 16. maí 2022 Mál nr. S - 214/2020: Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) gegn A (Bjarni G. Björgvinsson lögmaður) Dómur. I. 1. Mál þetta, sem dómtekið var 22. mars sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 3. nóvember 2020, á hendur A , kennitala , , ; starfi sínu se m skipstjóri á fiskiskipinu B , sem er 29,8 brúttótonn og 14,73 metrar að skráðri lengd, með skipaskráningarnúmer og með 588 kw aðalvél, á leið sinni frá Stöðvarfirði á miðin úti fyrir Hornafirði, með yfirsjónum og vanrækslu, siglt skipinu án þess að fyl gjast nægilega vel með staðsetningar - og siglingatækjum skipsins með þeim afleiðingum að hann mat staðsetningu skipsins rangt, sem olli því að hann sigldi skipinu á Flyðrusker, þekktan boða skammt austan við Papey á 8,7 sjómílna ferð, en stórt gat kom á st efni skipsins og þurfti að draga það frá strandstað, til hafnar á Djúpavogi. Og fyrir brot á lögum um lögskráningu sjómanna með því að hafa vanrækt að sjá til þess að skipverjarnir C og D , væru lögskráðir í skiprúm, áður en haldið var úr höfn í ofannefnda veiðiferð, en skipverjarnir voru báðir ráðnir til starfa um borð í skipinu. Telst þetta varða 1. mgr. 238. gr. siglingalaga nr. 34/1985, sbr. breytingarlög og 4. gr. sbr. 9. gr. laga nr. 35/2010, um lögskráningu sjómanna. Þess er krafist að ákærði verði d æmdur til refsingar og til greiðslu alls 2. Ákærði hefur við alla meðferð málsins fyrir dómi játað sök að því er varðar það sakarefni ákæru að hafa vanrækt að lögskrá fyrrnefnda tvo skipverja í skipsrúm áður en 2 haldið var úr höfn í umrædd a veiðiferð, sbr. ákvæði 4. gr., sbr. 9. gr., laga nr. 35/2010 um lögskráningu sjómanna. Ákærði hefur á hinn bóginn fyrir dómi, við þingfestingu og aðalmeðferð, neitað sök að því er varðar þá verknaðarlýsingu ákæru að hafa viðhaft yfirsjón og vanrækslu vi ð stjórntök skipsins B , að kveldi sunnudagsins 4. október 2020, með þeim afleiðingum að skipið sigldi á 8,7 sjómílna ferð á Flyðrusker, skammt austan við Papey, líkt og nánar er lýst í ákæru. Skipaður verjandi, Bjarni G. Björgvinsson lögmaður, krefst þess aðallega að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa vegna brota hans gegn ákvæðum 4. gr., sbr. 9. gr., laga um lögskráningu sjómanna nr. 35/2021, sbr. hina skýlausu játningu hans þar um við alla meðferðferð málsins, og þá þannig að refsing hans verði felld niður. Verjandinn krefst þess jafnframt að ákærði verði sýknaður af öllum öðrum kröfum ákæruvaldsins, þ. á m. að því er varðar brot gegn ákvæði 1. mgr. 238. gr. siglingalaganna nr. 34/1985, en til vara krefst hann þess að ákvörðun um refs ingu ákærða verði felld niður. Þá krefst verjandinn þess að allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð, þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun hans, og þá að mati dómsins. 3. Mál þetta var þingfest fyrir dómi þann 8. desember 2020, en var þá frestað vegna lögm ætra forfalla ákærða. Á dómþingi þann 16. sama mánaðar lýsti ákærði ofangreindri afstöðu sinni til sakargifta. Að því er varðaði röksemdir um sýknu vísaði ákærði í nefndum þinghöldum til þess að orsök ásiglingar bátsins B í greint sinn hafi helst verið að rekja til bilunnar í siglingatækinu Time Zero kortatölvu eða til misvísunar í GPS - sendi. Á dómþingi þann 5. febrúar 2021 lagði skipaður verjandi fram greinargerð til varnar ákærða. Þar er m.a. vísað til þess að ástæðuna fyrir ásiglingu bátsins B á nefndan boða, Flyðrusker, hafi mátt rekja til þess að GPS - merki frá aðalsiglingatölvu bátsins, Time Zero, hefði er atvik gerðust eigi gefið ákærða rétta staðsetningu. Við aðalmeðferð málsins vék verjandinn enn fremur að þeirri sýknuástæðu, að nefndur tölvubúnaður hefði við aðalmeðferð dómsins. Vegna þessara atriða hafi eigi verið um yfirsjón eða vanrækslu að ræða af hálfu ákærða við skipstjórnina, heldur hafi verið um að ræða óhappatilvik. 3 4. Af hálfu sækjanda, lögreglustjórans á Austurlandi, voru við meðferð málsins fyrir dómi lögð fram rannsóknargögn lögreglu. Á meðal þeirra eru frumskýrsla lögreglu, dagsett 5. október 2020, samantekt af yfirheyrsluskýrslu ákærða, sem er dags ett sama dag, ásamt hljóðdisk af skýrslunni, sem hófst kl. 14:09, en lauk kl. 14:35. Einnig eru á meðal málsgagna símaskýrsla lögreglu af E stýrimanni og myndir frá Landhelgisgæslunni, sem sýna feril bátsins B þann 4. október 2020, þ. á m. með talnagildum. Þá eru á meðal rannsóknargagna gögn um skipið, þ. á m. heildarlisti skoðana, upplýsingar um lögskráningu áhafnar, en einnig rannsóknarskýrsla rannsóknarlögreglumanns, ásamt ljósmyndum, sem dagsettar eru 12. október 2020. Við meðferð málsins fyrir dómi vo ru af hálfu málsaðila, sækjanda og verjanda, lögð fram enn frekari gögn. Þar á meðal er yfirlitsmynd yfir feril bátsins B samkvæmt kallmerki TFAV Landhelgisgæslunnar, ásamt skjáklippum úr eftirlitskerfi, sem sýna m.a. ferilinn með tímastimplun, staðsetning u, stefnu og hraða svo og upplýsingaskýrsla lögreglu, sem greinir frá því að um borð í B hafi í umræddri veiðverð verið fyrrnefnt Time Zero siglingaforrit. Er óumdeilt að nefnt forrit var í aðaltölvunni í brúnni við siglingu bátsins í greint sinn, en því t il viðbótar hafi verið um borð siglingaforritið Maxsea, sem hafi verið í annari tölvu í brú bátsins. Ágreiningslaust er að lögregla fór ekki um borð í B við rannsókn málsins. Einnig liggur fyrir að fyrrnefndar siglingatölvur og siglingaforrit voru ekki ra nnsökuð sérstaklega að tilhlutan lögreglu. 5. Á dómþingi þann 25. febrúar 2021 lagði sækjandi, lögreglustjórinn á Austurlandi, fram beiðni um að dómkvaddur yrði matsmaður til þess að svara sex nánar tilgreindum spurningum um nákvæmni og skekkjur í fyrrne fndum staðsetningarforritum, en einnig að því er varðaði svonefnt AIS - kerfi Landhelgisgæslunnar. Á dómþinginu var af þessu tilefni, sbr. ákvæði 128. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, dómkvaddur, án athugasemda, sem hæfur og óvilhallur matsmaður dr . F , prófessor í vélaverkfræði við Háskóla Íslands, til þess að svara matsspurningunum. Á dómþingi þann 7. desember 2021 var matsgerð hins dómkvadda matsmanns lögð fram. Á dómþingi þann 4. febrúar sl. lýstu málsaðilar sýnilegri gagnaöflun endanlega lokið. 4 II. 1. Samkvæmt gögnum lögreglu og skýrslum fyrir dómi eru helstu málsatvik þau að bátnum B var eftir löndun og hefðbundinn undirbúning veiðiferðar siglt frá höfninni í Stöðvarfirði að kveldi 4. október 2020, klukkan 18:54, og var þá fyrirhugað að fara á veiðar úti fyrir Hornafirði með línu. Í áhöfn bátsins voru fjórir skipverjar, ákærði A , sem var skipstjóri, fyrrnefndur E , sem var stýrimaður, og hásetarnir C og D . Ágreiningslaust er að hinir tveir síðarnefndu voru ekki lögskráðir. Samkvæmt gögnum voru skipverjarnir allir í brúnni í fyrstu, en eftir að skipstjórinn, A , hafði siglt framhjá Kambanesinu í mynni Stöðvarfjarðar fóru aðrir skipverjar í koju, og var því ákærði einn eftir í stýrishúsinu. Af gögnum verður ráðið að eftir klukkan 19:40 hafi bátnum verið siglt til suðurs, á 8,7 sjómílna ferð, en að klukkan 20:51 hafi hann rekist á Flyðrusker, sem er boði norðaustur af Papey. Strax eftir ásiglinguna óskaði ákærði eftir aðstoð Landhelgisgæslu Íslands. Ágreiningslaust er að þegar atvik máls gerð ust var veður gott, nánast logn og sléttur sjór, en smá undiralda. Óumdeilt er að eftir ásiglinguna hafi vél B enn verið með afli, en af þeim sökum hafi ákærða tekist að sigla bátnum nær strax aftur á bak og frá skerinu. Strax var ljóst að báturinn hafði laskast mikið að framan. Þannig hafði peran brotnað það mikið að sjór komst í rými þar innan við og náði hann allt upp á gólf í aðstöðu skipverja í borðsal og eldhúsi. Fyrir liggur að eftir hinar fyrstu aðgerðir á vettvangi ákvað ákærði að öll áhöfnin, se m ekki hafði orðið fyrir skaða, færi frá borði, en af þeim sökum fóru skipverjarnir allir í björgunargalla. Í framhaldi af því fóru þeir í björgunarbát, utan ákærða, sem fór í sjóinn og dró hann þá jafnframt björgunarbátinn á sundi frá B . Samkvæmt gögnum kom báturinn G á vettvang um 15 mínútum eftir ásiglinguna og f óru skipbrotsmennirnir þá allir þar um borð. Verður ráðið að fljótlega hafi skipbrotsmennirnir gert sér grein fyrir því að mögulegt var að bjarga B , og liggur fyrir að af þeim sökum hafi ákærði og fyrrnefndur stýrimaður farið á ný um borð í bátinn, sem í framhaldi af því var tekinn í tog. Fleiri bátar komu á vettvang við hinar fyrstu björgunaraðgerðir, en eftir það var B dregin t il hafnar á Djúpavogi , en þar var báturinn hífður á land, rétt um miðnættið. 5 2. Eins og áður sagði var ákærði, A skipstjóri, yfirheyrður um málsatvik daginn eftir sjóslysið, nánar tiltekið klukkan 14:09. Hann hafði réttarstöðu sakbornings. Hann óskaði ekki eftir tilnefningu ve rjanda við hina formlegu skýrslugjöf hjá lögreglu. Við lögregluyfirheyrsluna skýrði ákærði m.a. frá því að umrædd veiðiferð hafi verið hin þriðja í röðinni, enda hefði úthaldið hafist þann 1. október nefnt ár. Ákærði lýsti siglingu B umrætt kvöld á þann v eg, að eftir að hann hafði siglt bátnum frá Stöðvarfirði hafi hann tekið stefnuna á milli grynninga utan við Papey. Ákærði sagði að hann hefði verið vel fyrirkallaður þegar þetta gerðist og bar að hann hefði siglt á þessu hafsvæði í yfir 10 ár, og því þekk t vel til allra aðstæðna. Við yfirheyrsluna var m.a. lagt fyrir ákærða sjókort frá vaktstöð Landhelgisgæslunnar, sem sýndi siglingarferil bátsins í greint sinn, og þá allt frá því að báturinn lagði úr höfn í Stöðvarfirði og allt að Flyðruskeri. Hann staðf esti efni þessara gagna, og þar með nefndan feril, en gat þess að þegar atvik máls gerðust hefði verið kolsvartamyrkur. Ákærði skýrði frá því við yfirheyrsluna að fyrir ásiglinguna á Flyðruskerið hafi hann verið að fylgjast með siglingatækjum um borð, end a hefði ekkert verið að trufla hann við stjórntökin. Lét ákærði þau orð falla að í greint sinn hefði honum f undist sem báturinn hafi verið um 800 föðmum austan við Flyðruskerið þegar skyndilega hefði komið högg á hann. Nánar aðspurður við lögregluyfirheyr sluna lýsti ákærði stjórntökum sínum við siglinguna fyrir ásiglinguna á þá leið að hann hefði haft kveikt á siglingatölvunni í bátnum, þ.e. Maxi, en verið með tiltekið fréttablað yfir skjánum. Hann staðhæfði að eftir ásiglinguna á skerið hefði þessi tiltek na tölva sýnt staðsetningu bátsins á skerinu. Ákærði skýrði einnig frá því að þegar atvik gerðust hafi honum fundist sem aðalsiglingatölva bátsins, Time Zero, hefði flökt til og þá þannig að ferill bátsins hefði hlaupið til á kortinu. Ákærði tók fram að fl jótlega eftir ásiglinguna hefði slokknað á öllum tækjum bátsins, enda hefði rafmagnið slegið út vegna fyrrnefnds sjóleka. Ákærði kvaðst aðspurður við lögregluyfirheyrsluna ekki hafa orðið var við annað en að aðaltölvan, Time Zero, hefði ætíð verið með rétt a virkni. Vísaði ákærði m.a. til þess að hann hefði siglt samkvæmt henni í þoku og þar á meðal í eitt skiptið alveg að bryggjunni í Grindavík. Nánar aðspurður við yfirheyrsluna er eftirfarandi haft eftir ákærða, samkvæmt samantektarskýrslu lögreglu, sbr. e innig meðfylgjandi hljóðdisk af yfirheyrslulunni: 6 honum um staðsetningu á Time Zero tölvunni (kortinu), að hann hafi verið með staðsetningu austan við Flyðruskerið og hvort það sé rétt skilið að eftir ásiglinguna á skerið hafi kortið sýnt bátinn austan við skerið. A sagði að kortið hafi sýnt bátinn austan við skerið. Hann sagðist hafa séð svona er hann hafi verið með pu nkta á baujunum að ferillinn hafi flökt og komið til baka og hann hafi upplifað það sama þarna. Þetta hafi hann aldrei séð áður á siglingaforritinu. Hann sagði að á meðan hann var þarna og áður en rafmagnið fór af hafi báturinn færst til á kortinu svo hann var við skerið og þá á réttum stað miðað við stöðu hans. Hann sagði að hann hafi verið að sigla og fylgjast með á kortinu Time Zero Hann var spurður um siglinguna, hvert hann hafi verið með stefnuna og hvort siglingin hafi átt að vera hindrunarlaus eða hvort hann hafi verið með stað fyrir stefnubreytingu. Hann sagði að oft setti hann inn punkt en að stýringin reiknaði ekki inn driftina með svo hann fylgdist alltaf með og færði til. Hann sagðist ekki hafa verið með neinn endapunkt heldur hafi hann verið með stefnuna á milli Flyðruskers og annars skers sem sé austan við Papey en þar sé alltaf siglt á milli. Hann sagðist alltaf setja það þar og síðan taki hann næst punkt frá því. Hann sagðist hafa ætlað að fara utan við (austan við) Papey en hann hafi verið á leið á mið úti fyrir Hornafirði þar sem spáin norðar hafi Hann sagðist hafa verið að fylgjast með þessu á siglingunni og allt hafi verið í góðu. Hann sagði að er hann væri á siglingu væri hann að sinna ýmsu, færi í símann, væri a ð kíkja á siglingatækin, athuga með hita á vél og það er svona fullt af tækjum sem væri verið að fylgjast með reglulega. Hann sagði að það væru einhverjar mínútur eða tíu sem væri á milli þess sem hann liti til með kortinu (siglingatölvunni). Síðan hafi ha nn verið að spá í einhverju öðru og síðan hafi komið högg á bátinn og þá hafi hann kveikt á litlu tölvunni (Maxi) og þá hafi hann séð hvar hann var í raun og síðan hafi hann litið á hina (tölvuna) og þá hafi hún Hann sagðist lýsa högginu sem kom á bátinn svo að það hafí verið í líkingu við að á hann hafi komið sjóbrot. Báturinn hafi lyft sér upp er hann lenti þarna Hann þetta allt upp á topp tíu hjá sér sem endaði e kki þannig. Hann sagðist hafa siglt sitt hvoru megin við Papey í nokkuð mörg ár eða tíu ár og það hafi aldrei komið neitt upp á. Hann sagði að sér finnist sem það hafi verið misvísun á þeim stað sem báturinn var á á kortinu og þeim stað sem hann var á í ra un. Hann sagði að sér finnist sem báturinn 7 hafi verið þarna á kortinu fyrst eftir ásiglinguna en síðan leiðréttist það á kortinu að því honum finnist. Hann sagði að stundum er hann væri að leggja (línu) þá færi ferillinn stundum út og er hann kæmi inn aftur færi hann bara beint á bátinn, þ.e. að frá baujunni í stað þess að skrá feril eftir línulögninni. Hann sagði að út frá þessu teldi hann að er tölvan kemur inn með punkta þá leiðrétti hún um leið ferilinn svo að líklega kæmi ferill þarna á tölvun a beint á skerið ef það væri skoðað núna. Hann sagðist hafa kveikt á ljóskösturum þarna eftir ásiglinguna. Hann sagðist hafa séð skerið eftir að hann kveikti á ljósum og hafi sjórinn gengið yfir það og svo hafi það komið upp úr en það hafi verið undiralda þarna Nánar aðspurður við lögregluyfirheyrsluna staðhæfði ákærði að hann hefði í raun aldrei orðið var við að siglingatækin um borð í B Ákærði greindi einnig frá því að hann hefði í eitt skipti fengið brot á bátinn. Verður ráðið af orðum ákærða að þetta hefði gerst nokkrum árum fyrr, en hann sagði nánar um þetta atvik og eftirmála: Hann sagði að þeir hafi fengið brot á bátinn suður af Pape y en eftir það hafi líklega verið skipt um siglingatæki eftir því sem hann teldi. Hann sagðist alltaf hafa treyst þessum tækjum 100%. Hann sagði að það eina sem hafi verið að væri þetta með að er hann að það færi út og svo kæmi inn ný lína (ferill) (beint á milli bauju og bátsins). III. 1. Líkt og áður var vikið að liggur fyrir í máli þessu matsgerð dómkvadds matsmanns, dr. F , prófessors í vélaverkfræði við Háskóla Íslands, en þar svarar matsmaðurinn m.a. sex spurningum lögreglustjóra. Verður ráðið að tilefni þess að sérfræðingurinn var kvaddur til hafi verið lýst afstaða og skýringar ákærða, en einnig efni fyrrnefndrar greina rgerðar skipaðs verjanda hans, um ætluð atvik máls. Verður ráðið að helst hafi komið til nánar tiltekin álitaefni um þann tækjabúnað, sem var um borð í bátnum B vegna annars, hafi t ruflað siglingartölvuna Time Zero, sem ákærði notaði og að tækjabúnaðurinn hefði þannig sýnt skipið á öðrum stað, eða nokkru austar en skipið var 2. Í matsgerð hins dómkvadda matsmanns er m.a . vísað til matsfundar hans með málsaðilum. Liggur fyrir að í kjölfar fundarins leitaði matsmaðurinn eftir tilteknum 8 upplýsingum hjá starfsmönnum fyrirtækisins ehf., sem um árabil hefur annast innflutning og sölu á siglingatækum í skip og báta, og þar á meðal á þeim tækjum sem voru um borð í bátnum B í greint sinn. Í matsgerðinni er birt svarbréf nafngreinds starfsmanns fyrirtækis, en þar segir m.a.: B brotsjó á sig og rúða í brú brotnaði. Þá þurfti að endurnýja ýmis tæki og skjái í brúnni, þar sem sjóbleyta hafði komist í þau. Ekki var skipt um siglingatölvur samt þar sem talið var að þær væru í lagi. Þó við höfum ekki fengið fyrirspurn/athugasemdir vegna þess þá er smá möguleiki að með tímanum hafi einhver tæring myndast sökum raka eða seinna komið fram bilun sem gerir að verkum að siglingartölva geti frosið tímabundið á staðsetningu skipsins. Þetta eru þó bara vangaveltur okkar, Til viðbótar ofangreindu m almennum athugasemdum eru í nefndu svarbréfi tíundaðar eftirfarandi spurningar matsmannsins, en í framhaldi af því eru í matsgerðinni birt svör starfsmanna nefnds fyrirtækis: a) Er NMEA - 2000 kerfi í bátnum? Svar: Nei það er ekki NMEA - 2000 kerfi um borð í B , a.m.k. ekki fyrir GPS - kerfið í brúnni. b) Kerfi sem nýta GPS - gögn í bátnum eru AIS, MAXI siglingatölva og Time Zero siglingatölva eða forrit. Eru þessi kerfi að nota sama GPS - móttakarann? Svar: AIS - tækið notar sér GPS - móttakara en Time Zero og Maxsea sigli ngatölvurnar sér GPS - móttakara. c) Hvaða GPS - loftnet eða móttakara eru þessi kerfi að nota? Svar: AIS - tækið um borð er með eigin GPS - loftnet og móttakara en við siglingatölvur eru tengdir annars vegar JRC JLR - 21 GPS kompás og hefbundinn GPS - móttakari með eig ið GPS - loftnet. d) Hvar eru GPS - loftnetin eða móttakarnir staðsettir? Svar: JRC JLR - 21 GPS kompásinn er staðsettur efst í mastrinu en GPS - loftnet fyrir AIS og GPS er neðar á mastrinu. e) Hvernig eru GPS - móttakarnir tengdir við kerfin eða tölvurnar (BUS)? Svar : Þeir eru tengdir með serial tengingu, NMEA0183. 3. Í matsgerð hins dómkvadda matsmanns er vísað til áðurrakinna gagna, þ. á m. frásagnar ákærða hjá lögreglu og við fyrrnefnda fyrirtöku fyrir dómi og þá um þau 9 siglingatæki og forrit sem voru um borð í bá tnum B í greint sinn. Segir í framhaldi af því í matsgerðinni að um borð hafi verið tvær eins tölvur með siglingaforrit af sömu gerð, þ.e. Time Zero frá Maxsea. Áréttað er að samkvæmt frásögn ákærða í lögregluskýrslu hafi m.a. komið fram að Time Zero sigli ngaforritið hafi verið notað við siglingu bátsins í greint sinn, en að Maxsea - siglingaforritið hafi verið í annarri tölvu um borð í bátnum. 4. Í matsgerðinni er fjallað um forsendur og aðferðafræðina við gerð matsins. Einnig er þar vikið að gerð og virkni bandaríska staðsetningarkerfisins GPS (Global Positioning System) með gervitunglum og atómklukkum og er minnt á að kerfið þjóni allri jörðinni. Bent er á að GPS - kerfið byggist á tíma - og fjarlægðarmælingum, en að fyrir hendi séu tiltekin skekkjumörk. Einn ig er bent á að hinn u pprunalegi tilgangur GPS - kerfa hafi verið að greina nákvæma staðsetningu, þ. á m. við siglingu báta og skipa. Um fyrrnefnd skekkjumörk segir nánar: Samtals er því skekkja GPS staðsetninga innan við 12 m. Við ákveðin veðurskilyrði eins og snjókomu eða slyddu getur merkið frá gervitunglunum orðið það 5. Í matsgerðinni eru fyrrnefndar spurningar lögreglustjóra tíundaðar, en einnig svör matsmannsins, og eru m.a. skýringarmyndir notaðar til nánari útlistunar. Í matsgerðinni segir um þessi álitaefni: a. Er mögulegt að siglingaforritið Time Zero sýni ranga staðsetningu um sem nemur ca 800 föðmum til austurs, á sama tíma og siglingaforritið Maxi og AIS - kerfi Landhelgisgæslunnar sýna rétta staðsetningu? Svar: Fiskibáturinn B hefur samkvæmt upplýsingum frá Sónar tvær tölvur með siglingaforrit ásamt AIS - kerfi Landhelgisgæslunnar. Í málsgögnum kallast siglingaforritin Time Zero og Maxi. Tölvurnar eru báðar tengdar við sama GPS - loftnet og móttakara en AIS - kerfið tengist við annað GPS - loftnet og annan móttakara. Þar sem GPS - merkið frá gervitunglunum er veikt er móttakarinn staðsettur við eða nálægt loftnetinu en í móttakaranum er úrvinnsla á staðsetningu og hraða eins og sýnt er á mynd 2. Það er því útilokað að Time Zero siglingaforritið geti sýnt ranga staðsetningu sem nemur ca 800 föðmum sem jafngildir 1336 m, til austurs samanborið við staðsetningu siglingaforritsins sem 10 kallast Maxi í málsgögnum. Eins og fram kemur í skekkjumati er nákvæmni GPS - kerfa í bátum innan við 12 m og því eru litlar líkur á að kerfin hafi sýnt mismunandi staðsetningu umfram það. Ef kerfið hefði staðið á sér eins og nefnt er í tölvupósti frá Guðmundi í Sónar hefði GPS - staðsetnin gin verið á réttri leið en styttra siglt. b. Getur staðsetning skipsins skv. Time Zero kerfinu verið röng m.t.t. raunverulegrar staðsetningar skipsins í tiltekinn tíma og leiðrétt sig svo aftur? Ef slíkt flökt á staðsetningu er mögulegt í hve langan tíma mynd i slíkt flökt standa? Myndu Maxi - kerfið og AIS - kerfið einnig flökta til með sama hætti? Svar: Ef kerfi dettur úr sambandi sýnir siglingatölvan yfirleitt staðsetninguna í 0,0 punkti. Eins og fram kemur í tölvupósti frá Sónar fékk B á sig brot og benda þeir frosið. Við það getur GPS - staðsetningin annars vegar verið á réttri leið en styttra siglt eins og fram kemur í svari við spurningu 1 eða GPS - tækið sýnir 0,0 staðsetningu eins og mynd 5 sýnir. Ef tölvan með Time Zero siglingaforritinu hefði frosið vegna tæringar þá hefði þurft að endurræsa hana til að hún leiðrétti sig aftur. Það er útilokað Time Zero forritið hafi frosið eða sýnt staðsetningu sem er 800 fö ðmum austar vegna flökts. c. Er það þekkt að skammvinnar truflanir verði á GPS - kerfinu á svæði í grennd við Papey, þannig að staðsetning detti alveg út um tíma eða sýni ranga niðurstöðu? Hvernig myndu slíkar truflanir eða skekkja vera? Svar: Eins og fram kemur á mynd 6 er fjarlægðin frá strandstað í næstu fjöll sem geta valdið endurvarpi meiri en 10 km. Það er því útilokað að fjöllin hafi valdið endurkasti eða skugga. Aðrir skekkjuþættir í GPS - mælingum eru tímaháðir en ekki háðir ákveðinni staðsetningu og því er ekki hægt að tengja skammvinnar truflanir við það að staðsetning detti alveg út um tíma eða sýni ranga niðurstöðu við Papey. d. - kerfinu á strandstað, vegna fjalla eða af öðrum ástæðum? 11 Svar: Eins og fram kemur í svari við spurningu 3 og á mynd 6 er vegalengdin í næstu fjöll yfir 10 km. Það er því útilokað að endurkast eða skuggi vegna fjalla eða staðhættir hafi valdið skekkju í GPS - kerfinu. Ef einhver tímaháður þáttur eins og lýst er í skekkjuþáttum GPS - kerfa hefur verið ti l staðar þá hefði það einnig haft áhrif á AIS - kerfið. e. Er til eitthvað sem kallast GPS - misvísun? Svar: Ef í GPS - tæki er seguláttaviti er hægt að tala um að hann hafi misvísun. Misvísun er vegna segulskekkju þar sem segulnorður er ekki nákvæmlega í norður. GPS - kerfið styðst ekki við seguláttavita við staðsetningu og því er ekki talað um GPS - misvísun. f. Skv. gögnum málsins, eftir að skipið kemur út úr Stöðvarfirði, er tekin stefna sem átti að vera nokkuð austan við Flyðrusker. Er þetta rétt með tilliti til AIS - ferils bátsins, eða var stefnan röng frá upphafi? Er stefnan rétt m.t.t. eðlilegrar siglingaleiðar frá Kambanesi og þar til strandið á sér stað? Er hægt að sjá einhverjar stefnubreytingar á siglingaleiðinni frá Kambanesi að strandstað? Svar: Siglingal eiðin og stefnan sem sýnd er á mynd 7 er reiknuð samkvæmt GPS - hnitpunktum úr AIS - kerfinu og er í raun stefnan sem báturinn siglir eða fer og kallast COG (Course Over Ground) en ekki stefna bátsins þ.e. hvert hann stefnir (Heading). Á sama hátt er hraðinn s amkvæmt GPS - kerfinu kallaður SOG (Speed Over Ground) og er raunhraði miðað við jörðu en ekki hraðinn í sjónum (Speed). Ekki eru í gögnum málsins upplýsingar um það hvert báturinn stefndi en samkvæmt rannsóknarskýrslu var vestanvindur 2 m/s, mest 3 m/s, við Papey kl. 21:00 en báturinn strandaði kl. 20:52. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var straumur á tímabilinu 19 - 20 að landi eða inn voginn eins og sést á mynd 8. Straumhraði var 0,3 - 0,5 m/s sem jafngildir 0,6 - 1,0 hnút. Miðað við þessa straumstef nu hefur B stefnt austar en siglingaleiðin samkvæmt GPS - punktum sýnir. Samkvæmt GPS - punktum á mynd 7 er ekki sjáanleg nein breyting á 12 siglingaleiðinni frá Kambanesi að strandstað. IV. 1. Fyrir dómi staðfesti ákærði að nokkru það sem eftir honum hafði verið haft í áður - rakinni yfirheyrsluskýrslu lögreglu, þ. á m. varðandi siglinguna frá Stöðvarfirði á bátnum B sunnudagskvöldið 4. október 2020. Ákærði staðfesti jafnframt AIS - ferlil bátsins á sjókortum Landhelgisgæslunnar, og þ. á m. að hann hefði siglt á 8,7 mílna ferð. Ákærði áréttaði að þrír samskipsmenn hans hefðu fljótlega eftir að báturinn leysti landfestar í Stöðvarfirði farið undir þiljar og lagst til hvílu. Vegna þessa hafi hann verið einn við stjórnvölinn í brúnni. Ákærði sagði að enginn asi hafi verið á siglingunni, og jafnframt bar hann að hann hefði haft vitneskju um að áhöfn á G hefði lagt frá bryggju í Stöðvarfirði nokkru á eftir honum. Ákærði sagði að hann hefði hagað siglingunni í greint sinn með líkum hætti og hann hafi áður tíðkað þá er hann hafi verið á leiðinni á miðin úti fyrir Hornafirði. Hann hafi notað sjálfstýringuna, en tekið stefnuna til suðurs eftir að báturinn hafði siglt h já Kambanesinu í mynni Stöðvarfjarðar. Ákærði staðhæfði að hann hefði sett stefnuna nærri grynningunum austan við Papey, en þó ekki beinlínis tekið stefnu í ákveðinn punkt, og þá ekki á Flyðruskerið, á hinni rúmlega klukkustundar siglingu bátsins þar til a tvik máls gerðust, þó svo að AIS - ferlilína á sjókortum Landhelgisgæslunnar hafi réttilega sýnt það. Eftir að ákærða höfðu verið sýnd nefnd gögn fyrir dómi sagði hann nánar um stefnu taka stefnu Um fyrirnefnd stjórntök sagði ákærði að hann hefði ekki sett stefnuna út í sjókort eða fylgst með vitanum í Papey eða viðhaft fjarlægðarmælingar. Ákærði sagði að hann hefði þó örugglega séð ljósið í Papeyjarvitanum, enda hefði verið m yrkur, gott skyggni og veður með ágætum. Ákærði kvaðst í raun eingöngu hafa treyst á aðra siglingatölvuna í bátnum, þ.e. Time Zero, enda hefði fréttamiðill verið á skjá þeirrar eldri, svonefndri Maxi - tölvu. Ákærði lýsti eigin stjórntökum við siglingu báts ins í greint sinn nánar þannig: 13 þú missir ekki einbeitinguna þegar þú ert með annarra m Ákærði áréttaði að ætlan hans hefði verið að gera stefnubreytingu, enda hefði það verið ætlan hans sigla bátnum utar og á milli skerja, þ.e. nærri svokölluðum Miðboða, og um skerjum og allt þar í kring. Ég set siglingastefnu, en áður en ég kem, þá set ég nýja stefnu til þess að fara réttar áður en maður kemur að því. Þú þarft alltaf að vera vel með á nótunum, þú ert skipstjóri eitthvað svoleiðis, þá tekur þú Fyrir dómi skýrði ákærði frá því að hann hefði þekkt til þeirra tveggja uppgefnu siglingaleiða, sem fram kæmu á sjókortum, þ.e. samkvæmt stefnulínum hvítra ljósa, og þá annars vegar hina þröngu leið millum Papeyj ar og lands, og hins vegar nokkru norðan Papeyjar og þá fyrir utan Flyðruskerið, Ystaboða, Miðboða, Heimastaboða og Selsker. Vísaði ákærði til þess að sú leið sem hann hafi ætlað að sigla í greint sinn hafi verið hefðbundin siglingaleið, en sagði að vegna fyrrnefndra aðstæðna hefði hann þurft að sýna meiri varkárni en ella. Ákærði sagði að skipstjórinn á G hefði einnig siglt þessa sömu siglingaleið í greint sinn, enda hefði hún verið hin stysta og þá miðað við þá leið sem þeir hefðu ætlað að fara. Ákærði l þú kanns ki ekki mikil umsvif um þig til þess að sigla á milli skerja, eða Papeyjar og skerja Ákærði áréttaði að hann hefði í greint sinn ætlað að sigla austan við Flyðruskerið, en þá einnig vestan og innan við fyrrnefnd sker þar fyrir utan. Þannig hafi hann ætlað að sigla bátnum um 1,5 mílna opið svæði á milli skerjanna. Fyrir dómi lýsti ákærði atvikum og siglingunni þegar hér var komið sögu nánar á þá leið að hann hafi verið í símasa mbandi við skipstjórann á G , og bar að þeir hefðu í þeim viðræðum verið að bollaleggja um hvar best væri að leggja línuna úti fyrir 14 á henni. En aðaltölvan, Time Zero, er sú sem með maður notar alltaf, og það var bara allt í góðu, og það var svona, að mínu mati, þegar við siglum á skerið, þá voru 10 mínútur í það að við áttum að ver svæði þá tekur maður annað mið rétt áður en maður kemur að því. Það var á tímapunktinum sem að ég sé bátinn vera staðsettan á Time Zero þá var það ekki komið, Fyrir dómi lýsti ákærði ásiglingunni á Flyðruskerið og fyrstu viðbrögðum eftir bakka bátnum frá, þeir koma upp st E ö lvan sýnir að við séum á öðrum inn að það drepst á öllu rafma hann. Ég fer aldrei í björgunarbátinn sjálfur, ég var hræddur um mína áhöfn, en ég tek í spotta á björgunarbátnum og er að synda að honum frá bátnum þangað til G kemur og Fyrir dómi staðhæfði ákærði að fyrrnefnd aðalsiglingatölva bátsins, Time Zero, þetta hafi gerst fyrir ásiglinguna, en af þeim sökum hefði ferill skipsins verið kyrrstæður á skjánum, þ.e. í tilteknum punkti, en þá án þess að hann veitti því eftirtekt. Aðspurður um áætluð tímamörk, sem þetta ástand varði, þ.e. þegar hann hefði síðast litið á töl vuskjá eftir af bendlinum, siglingatíma, þá átti ég svona 10 mínútur í að ég ætti að fara taka - 8 - 10 mínútum síðar er hann búinn að sigla upp á sker Ákærði sagði að eftir ásiglinguna hefði hann séð á skjá hinnar eldri tölvu, þ.e. Maxi, að báturinn var í raun við Flyðruskerið. Að þessu leyti leiðrétti ákærði fyrri framburð sinn við yfirheyrsluna hjá lögreglu og sagði að í raun hefði hann aldrei séð hina réttu staðsetningu bátsins við skerið á skjá aðalsiglingatölvunnar, Time Zero, enda hefði bátnum. Ákærði staðhæfði enn fremur að þegar rafmagnið hafi komið á b átinn á ný eftir að búið var að færa hann að bryggju hefði aðaltölvan virkað eðlilega, líkt og þegar hann hefði farið í róður á ný eftir um viku viðgerð á bátnum. Ákærði kvað sér hafa verið 15 kunnugt um að báturinn hefði á árinu 2016 orðið fyrir brotsjó, en bar að eftir það hefði ekki verið skipt um siglingatölvur í brúnni. Ákærði lýsti því yfir fyrir dómi að hann hefði kynnt sér efni áður rakinnar matsgerðar hins dómkvadda matsmanns og bar að hann hefði ekki uppi athugasemdir við hana, og þar á meðal að því er varðaði þær niðurstöður og ályktanir sem þar væru settar fram og vörðuðu m.a. svör við 6. spurningu matsbeiðanda, þ.e. um siglingaleið bátsins samkvæmt GPS - hnitpunktum úr AIS - kerfinu, og þá ekki heldur um siglingahraða, straumstefnu og straumhraða, drif t og að ásigling bátsins á Flyðruskerið hefði gerst klukkan 20:52 umrætt kvöld. Ákærði sagði að báturinn hefði þegar atvik máls gerðust siglt beint á skerið, og sagði að hann hefði ætlað að skerið hefði þá verið um 4 - 5 m yfir sjó. Hann áréttaði að við ási glinguna hefði báturinn lyfst að framan. Þá var það ætlan ákærða að skerið hefði átt að sjást í radarnum, án þess að hann vildi alveg fullyrða um það, enda hefði hann ekki notað það siglingatæki við siglinguna. Að því er varðaði fyrrnefnda breytingu á fra mburði miðað við yfirheyrsluna hjá lögreglu, og þá um að hann hefði í fyrstu séð á skjá aðalsiglingatölvunnar Time Zero, að báturinn hefði eftir ásiglinguna verið um 800 föðmum austan við Flyðruskerið, vísaði ákærði til þess sem hér að framan var rakið. Sa gði ákærði að því hefði verið um tilbúning að ræða hjá honum við skýrslugjöfina hjá lögreglu um þetta atriði. Þar um vísaði ákærði til þess við lögregluyfirheyrsluna, sem hann staðhæfi að hefði hafist klukkan 08:00 morguninn eftir slysið, hefði hann verið örþreyttur, enda verið við störf alla nóttina. Ákærði áréttaði að hann hefði þegar atvik máls gerðust ætlað að við siglingu bátsins hefði hann haft stefnuna austan við Flyðruskerið. Hann hefði aftur á móti séð hina réttu staðsetningu bátsins, við skerið, í stutta stund eftir ásiglinguna, og þá eftir að hann hafði örstutta flökt, sem stundum hefði komið fram í tölvubúnaði bátsins, við línulagnir, og hann hefði sagt frá við lö gregluyfirheyrsluna, hefði ekkert komið við sögu í greint sinn. Að því leyti leiðrétti ákærði einnig eigin frásögn hjá lögreglu. Fyrir dómi lýsti ákærði björgun skipverja og bátsins og bar að það hefði allt gengið að óskum. Var frásögn ákærða að því leyti með líkum hætti og hjá lögreglu. Ákærði greindi frá því að eftir sjóslysið hefði hann farið í fáeina róðra á B , en í framhaldi af því alfarið hætt til sjós, og þá eftir rúmlega þriggja áratuga sjómannsstarf. 16 2. Vitnið E stýrimaður skýrði frá því fyrir dó mi að það hefði verið í koju í greint sinn og í raun vaknað þegar B sigldi á Flyðruskerið austan við Papey. Vitnið sagði að atburðarásin hefði strax verið mjög hröð, en það hafi m.a. strax séð að vatn hafði byrjað og þa ég fer upp og þá er A (ákærði) að byrja að reyna að bakka bátnum af skerinu og að reyna að átta sig á því hvar við erum staddir, augljóslega hissa á því hvar við erum staddir yrkur úti. Eins og þetta leit út akkúrat á þessum A að við erum og ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta er orðað, en hann hélt greinilega og Vitnið kvaðst í raun aldrei hafa séð Flyðruskerið, en sagði nánar um atvik máls: af skerinu, þá talar hann (ákærði) um það að hann hafi haldið að hann væri að lágmarki mílu Vitnið kvaðst ekki hafa litið á tölvuskjáinn í greint sinn, enda treyst orðum ákærða eftir áralangt farsælt samstarf með honum á sjó. Að auki hefði það strax vegna hættuástandsins þurft að grípa til nauðsynlegra björgunaraðgerða, og þar á meðal að liðsinna nýliðunum um borð. Vitnið sagði aðspurt um siglingale ið bátsins, að þeir hefðu verið vanir að sigla svona mílu utar. Við erum búnir að sigla þessa leið í óteljandi skipti og þetta eru bara alltaf sömu siglingaleiðirnar sem að verða eftir inn í siglingatölvunni. Stundum er far ið, það er farið eftir veðri, stundum er farið inn fyrir Eftir að vitninu hafði verið sýnt fyrir dómi nær stöðugan og beinan AIS - feril bátsins á sjókortum Landhelgisgæslunnar, að því er varðaði ste fnu bátsins, hafði það á orði að stefnan hefði augljóslega ekki verið sú sem það hefði siglt bátnum á þessu hafsvæði, enda hefði stefnan verið beint á Flyðruskerið. Vitnið kvaðst þannig hafa siglt bátnum utar og þá hjá Selskeri og fleiri skerjum. Vitnið sa gði að um borð í bátnum hefðu verið nokkur siglingatæki og sagði þar Maxi og seakeeper og bæði forrit uppi á þremur skjáum. Og við erum með 17 fylgst með vitum, og í þessu tilfelli með Papeyjarvitanum, en lét þess getið að sjálfsagt væru þeir ekki margir sjómennirnir, sem sigldu eftir vitum í dag. Aðspurt um siglingatækin og stjórntökin sagði vitnið að með Time Zero tölvuforritinu sjái það á sig svo getur þú miðjað bátinn og þá þannig að báturinn er ætíð fyrir miðju skjásins, þ.e. sérð þannig hreyfingu bátsins. Sérð einnig nálægt land, líkt og með GPS - tæki á bifreiðum, og í þessu tilfelli Aðspurt kvaðst vitnið hafa séð á tölvuskjá B við línulögn, þ.e. í beygjum, að báturinn hefði átt það til að stökkva til á skjánum. Var það ætlan vitnisins að slík frávik hefðu ekki beint tengst siglingaforritinu, heldur hafi þar komið til einhver AES - eða GSP - truflun og þá á Papaeyjarhaf svæðinu. Vitnið kvaðst hins vegar aldrei hafa orðið vart við slík stökk eða flökt í forritinu á löngum siglingu bátsins, þ.e. þegar það hafi verið við stjórnvölinn. Vitnið kvaðst eftir sjóslysið hafa haldið áfram störfum um borð í B , og þá m.a. eftir að nýr skipstjóri hafði tekið við bátnum. Vitnið sagði að skipt hefði verið um siglingaforrið í Time Zero tölvunni og bar að það hefði verið gert að beiðni hins nýja skipstjóra. Vitnið sagði að svonefndri Maxi - tölvu hefði hins vegar verið haldið eftir. 3. Vi tnið C , sjómaður og vélvirki, kvaðst hafa gengið út frá því fyrst eftir ásiglinguna á Flyðruskerið að B myndi sökkva. Vitnið kvaðst ekki hafa haft vitneskju um ástæðu ásiglingarinnar, en að auki ekki haft vitneskju um að það hefði eigi verið lögskráð um bo rð. 4. Vitnið D sjómaður kvaðst strax eftir ásiglingu B á Flyðruskerið hafa farið í brúna og hitt þar fyrir skipstjórann, ákærða, en einnig stýrimanninn, E . Vitnið kvaðst ekki hafa rætt við ákærða um orsök ásiglingarinnar, en heyrt að hann hafi verið undrandi á atburðarásinni. Vitnið sagði að umrædd sjóferð hefði verið hin fyrsta um borð í B . Vitnið sagði að eftir sjóslysið hefði það haldið áfram störfum um borð, en þá með öðrum skipstjó ra. Vitnið sagði frá því að þá hefði það gerst í eitt skiptið að siglingaforritið í tölvunni hefði þegar þetta 18 ekki fyllilega geta sagt til um hvernig skiptstjórinn brást við þessu, en ætlaði helst að hann hefði notað hina tölvuna um borð eftir þetta atvik. Þá sagði vitnið að þegar enn annar skipstjóri hefði tekið við bátnum hefði verið fengið nýtt siglingaforrit í umrædda tölvu. 5. Vitnið og matsmaðurinn F , prófessor í vé laverkfræði við Háskóla Íslands, staðfesti fyrir dómi efni áðurrakinnar matsgerðar og útskýrði hana nánar . Vitnið áréttaði m.a. að siglingaferill bátsins B samkvæmt GPS - punktum AIS - kerfisins hafi í greint sinn verið því sem næst bein lína. Vitnið áréttaði að vegna yfirborðsstrauma á umræddu hafsvæði hefði báturinn á siglingunni að líkindum færst aðeins til vesturs og þá frá því að stefnan var tekin sunnan Kambanessins, og þannig inn að landinu. Það var og ætlan vitnisins að vegna þess og þar sem sjálfstýrin gin hafi verið á hafi stefni bátsins snúið aðeins til austurs á siglingunni. Fyrir dómi var vitninu kynntur framburður ákærða, um að aðalsiglingatölvan hafi tölvu, T ime Zero, væri virkt mætti sjá á skjá tölvunnar hreyfingar á táknum, hraðatölum o.fl. Að auki mætti sjá á skjánum stefnu - og hraðflökt, svo og staðsetningartölur, og þá í r og tölugildi á hinn bóginn ekki að breytast, þó svo að mögulega sæist báturinn á skjánum, en þá án hreyfanlegra talna, enda myndi þá tölugildið aðeins sýna síðasta punktinn, en þá einnig e.t.v. síðustu hraðtöluna. Að öðrum kosti gæti hraðtalan sýnt tölug ildið núll. Vitnið sagði að einnig væri fræðilegur möguleiki á því að fram kæmi tiltekið hökt á skjánum. Vitnið sagði að slíkt ástand lagaðist að líkindum við endurræsingu tölvunnar. Vitnið lét það álit í ljós að ef ekki væri um eðlilegt og smávægilegt raf magnsflökt að ræða, væru þessar misfellur mjög sérstakar og einstakar og í raun mjög alvarlegar. Vísaði vitnið til þess að ef þetta gerðist einu sinni væri möguleiki á því að þetta gerðist aftur. Af þeim sökum þyrfti að skipta um tölvubúnaðinn. Vitnið sagð i að í ljósi þess að ákærði hefði lýst þessum nefndu misfellum sem mjög sjaldfgæfum væri erfitt að greina hugsanlega bilun í búnaðinum við eiginlega rannsókn, og hafði um þetta atriði svofelld ef þetta er sjaldgæft og þetta er eitthvað lítið, sem að veldur þessu þá er mjög erfitt að sjá það með skoðun, þetta bara gerist. Og það sem að getur gerst, í svona 19 tilvikum, að séu einhver rakaskilyrði eða eitthvað svoleiðis, að það myndist einhver raki e inhvers staðar, sem að myndar einhverja breytingu og þetta getur bara gerst einu sinni. Þannig að það er ýmislegt í umhverfinu sem að getur haft áhrif á þetta, sem að ekki er vitnið þau orð falla að þar sem umrædd siglingatölva hefði verið farin að virka samkvæmt frásögn ákærða í næstu róðrum eftir sjóslysið hafi rannsóknaraðilar ekki getað séð hvers kyns bilun hefði komið fram í greint sinn, jafnvel þó svo að tölvubúnaðurinn hefði verið tekinn úr bátnum og hann rannsakaður. 6. Vitnið H , lögreglumaður nr. 0522, staðfesti fyrir dómi frumskýrslu lögreglu, og bar m.a. að lögreglan hefði ekki farið á vettvang á Djúpavogi þegar báturinn B var hífður á land eftir björgunaraðgerðir . Vitnið I , rannsóknarlögreglumaður nr. 8825, staðfesti efni framlagðra rannsóknargagna, þ. á m. yfirheyrsluskýrslur lögreglu. Vitnið bar að siglingatækin, þ. á m. tölvubúnaður B , hefðu eigi verið tekin til rannsóknar eftir sjóslysið. Vitnið áréttaði að öð ru leyti efni áðurnefndra lögregluskýrslna og þá um að ákærði hefði ekki haft orð á því hefði kvartað undan þreytu við skýrslutökuna . 7. Vitnið J , framkvæmdasjóri útgerð arfyrirtækisins , staðfesti fyrir dómi að annarri siglingatölvu B hefði verið skipt út eftir sjóslysið, en ætlaði helst að það hafi verið gert til að auka á nákvæmnina við siglingu bátsins. 8. Fyrir dómi gáfu einnig skýrslur K , framkvæmdastjóri aðgerða sviðs Landhelgisgæslu Íslands, og L , aðalvarðstjóri hjá sömu stofnun, og einnig M , formaður . Eigi þykir þörf á því að rekja framburði þeirra. V. Niðurstaða. 1 Í niðurlagi ákæru er ákærða gefið að sök brot á lögum um lögskráningu sjómanna með því að hafa vanrækt að sjá til þess að tveir nafngreindir skipverjar á bátnum B hefðu verið lögskráðir í skiprúm, áður en haldið var úr höfn í umrædda veiðiferð, líkt og þar er nánar rakið. 20 Í ákæru er þessi háttsemi ákærða talin varða við 4. gr., sbr. 9. gr., lag a nr. 35/2010 um lögskráningu sjómanna. Fyrir dómi hefur ákærði skýlaust játað sakargiftir og verknaðarlýsingu, að því er varðar ofangreinda háttsemi. Þar sem játning ákærða er að þessu leyti í samræmi við rannsóknargögn lögreglu, sem staðfest voru fyrir d ómi, en einnig vætti vitna, telur dómurinn ekki ástæðu til að efa að játning ákærða sé sannleikanum samkvæm. Þykir því sannað að ákærði hafi gerst sekur um greinda háttsemi, og þar með gerst brotlegur við tilgreind ákvæði laga nr. 35/2010. 2. Í ákærunni er ákærða einnig gefið að sök brot á siglingalögum með því að hafa í nefndri veiðiferð, að kveldi 4. október 2020, í starfi sínu sem skipstjóri með yfirsjónum og vanrækslu siglt bátnum án þess að fylgjast nægilega vel með staðsetningar - og siglingatækjum m eð þeim afleiðingum að hann mat staðsetningu hans rangt, sem olli því að hann sigldi á Flyðrusker, þekktan boða skammt austan við Papey, á 8,7 sjómílna ferð, með þeim afleiðingum að stórt gat kom á stefnið, líkt og nánar er rakið í ákæru. Í ákæru er þessi háttsemi ákærða talin varða við 1. mgr. 238. gr. siglingalaga nr. 34/1985, en ákvæði hljóðar svo, sbr. breytingarlög nr. 101/2006: Hafi skipstjóri, stýrimaður eða vélstjóri orðið valdur að skipstrandi, árekstri eða öðru sjóslysi með yfir sjónum eða vanrækslu í starfi sínu varðar það sektum eða Ákærði neitar sök. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir á ákæruvaldinu sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, og verður að skýra skynsamlegan vafa ákærða í hag, sbr. 109. gr. sömu laga. Líkt og rakið hefur verið hér að fra man, m.a. í II. og III. kafla, var á kærði skipstjóri á B , þegar báturinn hélt frá bryggju á Stöðvarfirði umrætt kvöld, klukkan 18:54, áleiðis á fiskimiðin úti fyrir Hornafirði. Samkvæmt gögnum og frásögn ákærða setti hann út stefnu þegar báturinn var komin n suður fyrir grynningarnar sunnan við Kambanes í mynni fjarðarins og var þá með bendilinn á rafeindakorti á svæðið norðaustan við Papey þar sem hann hugðist gera stefnubreytingu og sigla á milli skerja, þ. á m. Flyðruskers og Miðboða. Sjálfstýring bátsins var stillt og sett á þessa stefnu. Er þetta gerðist var klukkan rétt 19:40. Samkvæmt gögnum sigldi B á Flyðruskerið um klukkan 20:52, og er óumdeilt að 21 þá var minni háttar vindur og myrkur á vettvangi. Samkvæmt ferilvöktun AIS - kerfis Landhelgisgæslunnar sigldi báturinn nánast beina stefnu á nefndri siglingaleið. Verður þannig ekki séð af gögnum að stefnunni hafi verið breytt og þá til dæmis til þess að leiðrétta fyrir áhrifum vinds og strauma. - kompás stefnugjafi sem byggist á gervihnattastaðsetningartækni með tveimur til þremur móttökuloftnetum. Sýnir hann stefnu bátsins réttvísandi eins og hún er á hverjum tíma. Ákærði hefur fyrir dómi lýst fyrrnefndum veður - og birtuskilyrðum, og enn fremu r borið um að líklega hafi ljósavitar verið sýnilegir á siglingaleiðinni, en hann hafi eigi tíðkað að sigla eftir slíkum merkjum og því eigi litið eftir þeim. Nefndur bátur var búinn tveimur tölvum með rafeindakortum til siglinga. Við siglinguna notaði ákæ rði svokallað siglingaforrit eingöngu þó svo að um borð hafi einnig verið eldra siglingaforrit Líkt og rakið hefur verið breytti ákærði að nokkru frásögn sinni fyrir dómi um atvik máls miðað við þá skýrslu sem hann hafði áður gefið hjá lögreglu, þar sem hann að líta að samkvæmt hljóðupptöku og öðrum gögnum hófst skýrslutaka ákærða hjá lögreglu klukkan 14:09 daginn e ftir sjóslysið, en eigi klukkan 08:00, eins og hann hefur haldið fram. Fyrir dómi hefur ákærði staðhæft að fyrrnefnd siglingatölva hafi bilað og þá þannig að hún hafi frosið um 10 mínútum áður en báturinn rakst á Flyðruskerið. Að virtri lýsi ngu ákærða fyrir dómi, en þá einnig með hliðsjón af þeim gögnum sem hinn dómkvaddi matsmaður aflaði undir rekstri þessa máls, standa líkur til þess að nefndur hugbúnaður geti hafa frosið en ekki misst GPS - merki þegar atvik þessa máls gerðust. Þó svo að frá sögn ákærða um nefnda bilun hafi við meðferð málsins ekki fyllilega verið stöðug þykir ákæruvaldið að áliti dómsins ekki hafa hnekkt henni. Verður frásögn ákærða því lögð til grundvallar að þessu leyti, enda þykir hún hafa nokkra stoð í vætti vitna, sbr. o g áðurgreind ákvæði 108. gr. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja í máli þessu er Time Zero forritið keyrt á PC - tölvum með Windows - stýrikerfi. Dómurinn lítur svo á að alkunna sé að slík forrit geta hökt eða frosið í keyrslu. Þegar slíkt gerist uppfærast engar tölur, en af þeim 22 sökum haldast m.a. undirliggjandi skjámyndir óbreyttar, í þessu tilfelli kort, en einnig verður þá stundum m.a. breyting á svonefndum músarbendli. Ákærði hefur greint frá því að hann hafi fylgst með virkum tölvuskjá aðaltölvunnar, Time Zero, þegar báturinn hafi átt eftir að sigla í um 10 mínútur, en að þeim tíma liðnum hafi hann ætlað að gera fyrrnefnda stefnubreytingu, og þá þannig að hann gæti örugglega siglt á milli þeirra skerja, sem á leið hans voru. Ákærði hefur jafnframt greint frá því að um 5 - 8 - 10 mínútum eftir að hann gætti að tölvuskjánum hafi báturinn siglt á Flyðruskerið. Í þessu samhengi er til þess að líta að samkvæmt þessu, og að því virtu að siglingahraðinn hafi verið 8,7 sjómílur, hefur báturinn siglt allt að 1,45 sjómílur með hina óvirku siglingatölvu, Time Zero. Loks hefur ákærði staðhæft að hann hafi fyrst séð hina réttu staðsetningu bátsins eftir ásiglinguna á Flyðruskerið eftir að hann hafði tekið niður vef Að virtum áðurröktum gögnum, en einnig frásögn ákærða og að hluta til vitna, leggur dómurinn til grundvallar að ákærði hafi við siglingu bátsins hvorki sett út fyrirhugaða siglingaleið í sjókort né hafi hann sett út í sjókort leiðarpunkta þar sem hann hugðist breyta um fyrrgreinda stefnu. Einnig liggur fyrir að ákærði gerði á siglingunni ekki athugun á því hvort vindur eða straumur hefði borið bátinn af leið, sbr. að því leyti niðurstöðu hins dómkvadda matsmanns í matsg erð. Þá gerði ákærði ekki athugun á því með ratsjá hvort báturinn væri í nægjanlegri fjarlægð frá Papey eða öðrum boðum. Verður í þessu viðfangi ekki framhjá því horft að samkvæmt ferilvöktun AIS - kerfisins var stefna bátsins nokkurn veginn stöðug og bein í um eina klukkustund og 12 mínútur fyrir ásiglinguna á Flyðruskerið. Loks liggur fyrir að ákærði var einn í brúnni, og því án aðstoðar annars útvarðar, en eins og áður hefur verið rakið var myrkur skollið á þegar atvik máls gerðust. Ágreiningslaust er að ákærði þekkti vel til hafsvæðisins og var vel ljóst að hann var að sigla bátnum nærri grynningum og skerjum við Papey. Þá er til þess að líta að um borð í bátnum voru fjórir skipverjar, að ákærða meðtöldum. Að ofangreindu virtu er það niðurstaða dómsins, að vegna lýstra aðstæðna hafi ákærða borið að sýna sérstaka aðgæslu og þá m.a. með því að fylgjast vel með þeim staðsetningar - og siglingatækjum, sem um borð voru, en einnig öðrum merkjum, þ. á m. ljósgeirum frá vitum, og þá í samræmi við góðar venjur og kunnáttu í siglingum og sjómennsku. Í því viðfangi verður m.a. ekki horft fram hjá því að ákærði hefur borið um að hann hafi m.a. skömmu fyrir ásiglinguna verið í símaviðtali. Því til viðbótar verður 23 ráðið af frásögn ákærða, að hann haf i einnig verið að gæta að netfréttamiðlinum á skjá Að öllu ofangreindu virtu, en einnig með hliðsjón af efni áðurrakinnar matsgerðar og að nokkru vætti vitnis, er það niðurstaða dómsins að þrátt fyrir bilun í tölvubúnaði, hvort sem það hafi verið í hugbúnaði eða vélbúnaði, hafi ákærði haft nægan tíma til þess að taka eftir því á skjá siglingatölvunnar Time Zero, að virkni siglingaforrits var frosið eða höktandi, en að auki hafi hann haft nægan tíma til þess að huga að nauðsynlegri stefnu breytingu fyrir ásiglingu bátsins á Flyðruskerið. Það er niðurstaða dómsins að öllu ofangreindu virtu að ákærði hafi miðað við aðstæður eigi sýnt nægjanlega aðgæslu og árvekni við siglingu B í greint sinn, og að hann hafi með þeirri háttsemi sýnt af sér y firsjón og vanrækslu við stjórntök bátsins, og þá með þeim afleiðingum sem lýst er í ákæru. Að þessu virtu þykir háttsemin og heimfærslan til lagaákvæða í ákæru rétt, sbr. ákvæði 1 . mgr. 238. gr. siglingalaganna nr. 34/1985, sbr. fyrrgreind breytingarlög. Er ákærði því sannur að sök í máli þessu. 3. Ákærði, sem er 49 ára, hefur samkvæmt sakavottorði ekki áður sætt refsingu. Við ákvörðun refsingar ákærða ber m.a. að horfa til þess að allnokkrar skemmdir urðu á bátnum B í greint sinn, en einnig varð af broti hans verulegur háski fyrir þá skipverja sem um borð voru. Til refsimildunar ber að líta til áfallalauss skipstjóraferils ákærða um margra ára skeið og hins hnökralausa sakaferils hans. Að ofangreindu virtu og með hl iðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga, sem bundin verður skilorði með þeim hætti sem í dómsorði greinir. 4. Í samræmi við málsúrslit ber að dæma ákærða til að greiða allann sakarkostnað málsins, að fjárhæð 2.130.444 krónur, sem er sakarkostnaður lögreglustjóra að fjárhæð 512.244 krónur vegna öflunar matsgerðar og málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, sem að teknu tilliti til virðisaukaskatts ákvarðast 1.618.200. krónur. 5. Málið flutti af hálf u ákæruvalds Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari og Bjarni G. Björgvinsson, lögmaður og skipaður verjandi ákærða. 24 Dóm þennan kveða upp Ólafur Ólafsson héraðsdómari, sem dómsformaður, Einar Andrésson rafmagnsverkfræðingur og Vilberg ur Magni Óskarsson, skipstjóri og kennari við Skipstjór nar - og véltækniskóla Íslands. D Ó M S O R Ð: Ákærði, A , sæti fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dómsins að telja, haldi ha nn almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði allan sakarkostnað, að fjárhæð 2.130.444 krónur, sem er sakarkostnaður lögreglustjóra að fjárhæð 512.244 krónur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda ha ns, Bjarna G. Björgvinssonar, 1.618.200 krónur, að meðtölum virðisaukaskatti.