Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur fimmtudaginn 5. maí 2022 Mál nr. S - 20/2022: Ákæruvaldið (Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir saksóknarfulltrúi) gegn Oliver Kristjánssyni (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 27. apríl 2022, var höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuð borgarsvæðinu 4. janúar sama ár, á hendur Oliver Kristjánssyni, kt. [...] , [...] , Reykjavík, og er ákæran svohljóðandi: fíkniefnalagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 3. október 2019, á bifreiða - stæði norðan megin við Smáralind í Kópavogi, haft í vörslum sínum [...] 203,51 g af maríhúana sem hann framvísaði við afskipti lögreglu er hann var farþegi í bifreiðinni [...] . T elst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 2. Fyrir eignaspjöll með þv í að hafa, föstudaginn 17. apríl 2020, fyrir utan Laugar nes veg [...] í Reykjavík, brotið girðingu fyrir framan húsið, skemmt póstkassa hússins og brotið afturrúðu bílsins [...] með járnröri og valdið skemmdum á þaki bílsins, rispað lakk hans, beyglað bur ðarjárn við hlið afturrúðu bílsins, gert dæld í bretti hjá olíuloki og skemmt plaststuðara við hlið númeraplötu. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2 3. Fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa, föstudaginn 29. maí 2020, að Veghúsum [...] í íbúð [...] , haft í vörslum sínum 18 stykki af ecstasy sem hann framvísaði við af skipti lögreglu. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um á vana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlits skyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og t il að sæta upptöku á 203,51 g af maríhúana og 18 stykkjum af ecstasy samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglu gerð nr. Í þinghaldi 27. apríl sl. féll ákæruvaldið frá hluta verknaðarlýsinga r samkvæmt 1. ákæru - lið. Ákærði hefur játað háttsemi sam kvæmt 1. 3. ákærulið miðað við endanlega verkn - aðar lýsingu ákæru. Hann heldur uppi vörnum sem lúta að ætlaðri sakarfyrningu varðandi 1. ákærulið og sjónar miðum varð andi ákvörðun refsingar, auk þe ss sem hann leggur í mat dómsins hvort fullnægjandi refsi krafa liggi fyrir frá brotaþola varðandi sakarefni samkvæmt 2. ákæru lið. Munnlegur málflutningur fór fram í fyrrgreindu þinghaldi um viður lög og lagaatriði, þar með talið ætlaða sakarfyrningu. Ákæ ru valdið gerir sömu dóm - kröfur og greinir í ákæru. Ákærði krefst væg ustu refsingar sem lög leyfa og hæfi legra málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda sínum sem greiðist úr ríkissjóði. Um málsatvik er skírskotað til verknaðarlýsingar ákæru sem er ágreiningslaus, sbr. 4. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði heldur uppi vörnum sem lúta að fyrningu sakar varðandi 1. ákærulið. Refs ing fyrir brot gegn lögum nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni varða sektum eða fang elsi allt að sex árum. Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 81. gr. þeirra laga er sakar fyrningar frestur tvö ár þegar ekki liggur þyngri refs ing við broti en eins árs fangelsi. Sam kvæmt 3. tölul. sömu málsgreinar er sakarfyrningarfrestur tíu ár þegar ekki liggur við þyngri r efsing en tíu ára fangelsi. Brot ákærða samkvæmt 1. ákærulið var framið 3. október 2019 og hófst fyrn ingarfrestur sama dag, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga. Í 4. mgr. 82. gr. laganna er kveðið á um að fyrn ingar frestur rofni þegar r annsókn saka máls hefst fyrir rannsóknara gegn manni sem sakborn ingi. Sam kvæmt 2. málsl. 5. mgr. sömu lagagreinar rýfur rannsókn sam kvæmt 4. mgr. ekki fyrn ingarfrest ef rannsóknari hættir henni eða hún stöðvast um óákveðinn tíma. Í 1. ákær ulið er ákært fyrir vörslur á 203,51 g af maríjúana og er ljóst af æðri dómaframkvæmd að vörslur á svo miklu magni af 3 maríjúana varða að lögum fangelsisrefsingu en ekki sekt um, sbr. dóma Hæstaréttar Íslands í málum nr. 294/2013 og 260/2015. Ber því að mið a við tíu ára fyrningarfrest, eins og hér stendur á. Meint brot ákærða samkvæmt 1. ákærulið var framið 3. október 2019 og sakarefnið var kynnt fyrir ákærða sama dag. Eftir 27. nóvember sama ár lá rann - sókn málsins niðri. Ákæra var gefin út 4. janúar 2022 o g hún var birt fyrir ákærða 16. febrúar sama ár. Að þessu virtu er ljóst að sök hans vegna meints brots samkvæmt 1. ákærulið var ekki fyrnd þegar ákæran var gefin út og birt fyrir honum. Þá hafa ekki orðið tafir á með ferð málsins fyrir dómi. Ákærði hefur, eins og áður greinir, gengist við háttseminni og er játningin studd sakargögnum. Samkvæmt öllu framangreindu verður ákærði sak felldur fyrir hátt semi samkvæmt 1. ákærulið og varðar brotið við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkni efni. Ákærði hefur beint því til dómsins að taka afstöðu til þess hvort málsóknarskilyrði séu nægjanlega uppfyllt varðandi 2. ákærulið, að því er varðar refsikröfu frá brotaþola. Fyrir liggur að húsráðandi að Laugarnesvegi [...] , A, gaf framburðar sk ýrslu hjá lögreglu 22. apríl 2020 þar sem meðal annars kom fram refsi krafa vegna meintra eignaspjalla á girðingu og póstkassa umrædds hús næðis og vegna meintra eignaspjalla á bifreiðinni [...] sem lagt var við húsnæðið. Bifreiðin var á þeim tíma skráð ei gn [...] ehf. Fyrir liggur að fyrr greindur húsráð andi er jafn framt stjórnarformaður téðs einkahlutafélags. Fyrr greind refsikrafa var því sett fram af aðila sem var til þess bær og innan sex mánaða tímafrests. Sam kvæmt þessu eru uppfyllt skilyrði 4. mg r. 257. gr. laga nr. 19/1940 og 3. mgr. 144. gr. laga nr. 88/2008. Eru því ekki efni til að vísa 2. ákæru lið frá dómi af sjálfsdáðum. Ákærði hefur gengist við háttsem inni samkvæmt 2. ákærulið og er játningin í sam ræmi við gögn málsins. Að öllu framang reindu virtu verður ákærði sakfelldur fyrir hátt semi samkvæmt 2. ákærulið og varðar brotið við 1. mgr. 257. gr. almennra hegn ingar laga. Ákærði hefur án athugasemda gengist við háttsemi samkvæmt 3. ákærulið og er játningin í samræmi við gögn málsins. A ð framangreindu virtu verður ákærði sakfelldur fyrir hátt - semi samkvæmt fyrrgreindum ákærulið og varðar brotið við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt sakavottorði frá 27. apríl 2022 hefu r ákærði nokkrum sinnum áður gerst brotlegur við refsilög. Ákærði var með dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra 30. mars á þessu ári sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot sem var framið 1. ágúst 2020. Með dóminum var honum gert að sæta fangelsi í tvo mánuði en e kki var hróflað við eftirstöðvum eldri refsingar vegna reynslu lausnar, sbr. nánar síðar. Að auki liggur fyrir að ákærði var með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 20. desember 2017 sakfelldur fyrir rán og honum gert að sæta fangelsi í þrjá mánuði og var refsingi n hegn ingar auki við 4 tvo eldri dóma. Annars vegar dóm Héraðsdóm Reykjaness frá 22. nóv ember 2017 þar sem ákærði var sak felldur og dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir fíkniefna lagabrot. Hins vegar dóm Héraðs dóms Reykjavíkur 22. mars 2017 þar sem ákærði var sakfelldur og dæmdur í 9 mánaða fang elsi, meðal annars fyrir akstur sviptur ökurétti og undir áhrifum fíkniefna, auk varslna á fíkni efnum. Ákærða var veitt reynslu lausn 18. febrúar 2019 á fullnustu eftir stöðva fyrr greindra þriggja dóma, samtals 1 70 dögum, og var reynslu lausnin bundin því almenna skilyrði að ákærði gerðist ekki sekur um nýtt brot á reynslulausnartíma, auk sérskilyrða um að sæta umsjón og banni á neyslu áfengis eða ávana - og fíkniefna. Að öðru leyti eru ekki efni til reifunar á sa kaferli ákærða. Brot þau sem ákærði er nú sakfelldur fyrir voru framin áður en framan greindur dómur frá 30. mars sl. var kveðinn upp. Ber því að dæma honum hegningar auka sem samsvari þeirri þyngingu refsingarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um málin í einu lagi sem brotasamsteypu. Jafnframt er ljóst að brot þau sem ákærði er nú sakfelldur fyrir voru rof á fyrr greindum almennum skilyrðum reynslulausnar og verður nú að dæma téðar eftirstöðvar refsingar upp samkvæmt fyrrgreindum þremur el dri dómum og ákvarða refsingu í einu lagi. Saka ferill ákærða horfir heilt á litið til refsiþyngingar. Til málsbóta horfir að ákærði hefur játað háttsemina. Tafir urðu á meðferð málsins fyrir útgáfu ákæru og verður að taka tillit til þess til mild unar, ei ns og hér stendur á. Þá liggja fyrir trúverðug gögn frá atvinnu ráðgjafa og vinnu veitanda sem styðja varnir ákærða um að hann hafi horfið frá fyrra líf erni, haldið sig frá vímu efnum og að honum gangi vel á vinnumarkaði. Að öllu framan greindu virtu, og með vísan til 5. og 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. og 78. gr., sbr. 1. mgr. 77. gr., almennra hegningar laga nr. 19/1940, auk 1. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 um full nustu refsinga, sbr. 60. gr. almennra hegningar laga, er refsing ákærða hæfi lega ákveðin fan g elsi í átta mánuði en fresta skal fullnustu refsingar innar og skal hún falla niður að liðn um tveimur árum frá upp kvaðningu dóms ins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. almennra hegn ingar laga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með v ísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, verður ákærða gert að sæta upptöku á 203,51 g af maríjúana og 18 töflum með vímu efn - inu MDMA, sem lagt var hald á við rannsókn málsins. Vegna framangreindra málsúrsli ta, og með vísan til 1. mgr. 235. gr., sbr. 233. gr., laga nr. 88/2008, verður ákærða gert að greiða allan sakarkostnað málsins, þar með talin máls - varnarlaun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, vegna vinnu fyrir dómi, sem þykja h æfilega ákveðin 350.000 krónur, að meðtöldum virðis auka skatti. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir saksóknarfulltrúi. 5 Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómara var úthlutað málinu 8. mars 2022 en hann hafði áður ekki komið að meðferð þess. D ó m s o r ð : Ákærði, Oliver Kristjánsson, sæti fangelsi í átta mánuði en fresta skal fullnustu refsingar - innar og skal hún falla niður að liðn um tveimur árum frá deginum í dag að telja, haldi ákærði almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. almennra hegn ingar laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði sæti upptöku á 203,51 g af maríjúana og 18 töflum með vímuefninu MDMA. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánsso nar lög - manns, 350.000 krónur. Daði Kristjánsson --------------------- --------------------- --------------------- Rétt endurrit staðfestir, Héraðsdóm i Reykjavíkur, 5. maí 2022