Héraðsdómur Reykjaness Dómur 8. september 2022 Mál nr. S - 246/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Vilhjálmur Reyr Þórhallsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Erl u Bryndís i Valdemarsdó ttur ( Ólafur Vignir Guðjónsson lögmaður ) Dómur : I Mál þetta, sem dómtekið var 5. september 2022. , að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu með ákæru útgefinni 1. febrúar 202 2 á hendur ákærðu Erlu Bryndísi Valdemarsdóttur, kt. 000000 - 0000 , . Málið er höfðað gegn ákærðu fyrir eftirfarandi umferðarlagabrot: I. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa aðfaranótt 1. júlí 2020, ekið bifreiðinni óhæf til að stjórna henni öruggle ga vegna áhrifa ávana - og fíkniefna ( amfetamín í blóði mældist 305 ng/ml, kókaín í blóði mældist 45 ng/ml og MDMA í blóði mældist 100 ng/ml ) suður Reykjanesbraut áleiðis að Lækjargötu, Hafnarfirði. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. ( Mál nr. ). II. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa föstudaginn 21. ágúst 2020, ekið bifreiðinni óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna ( amfetamín í blóði mældist 150 ng /ml ) um Flatahraun, Hafnarfirði. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. ( Mál nr. ). 2 III. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa fimmtudaginn 17. desember 2020, ekið bifreiðinni óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slæ v andi lyfja ( amfetamín í blóði mældist 645 ng/ml, metamfetamín í blóði mældist 20 ng/ml og klónazepam í blóði mældist 20 ng/ml ) um Gjáhellu, Hafnarfirði, uns ákærða missti stjórn á bifr eiðinni sem hafnaði utan vegar við Íshellu. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. ( Mál nr. ). IV. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 8. apríl 2021, ekið bifreiðinni óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja ( amfetamín í blóði mældist 730 ng/ml, klónazepam í blóði mældist 10 ng/ml og nítrazepam í blóði mældist 28 ng/ml ) um bifreiðastæði við verslun Hagkaups í Skeifunni, Reykjavík. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. ( Mál nr. ). V. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa miðvikudaginn 29. september 2021, ekið bifreiðinni óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja ( amfetamín í blóði mældist 410 ng/ml, klónazepam í blóði mældist 29 ng/ml og díazepam í blóði mældist 53 ng/ml ) um Engjavelli, Hafnarfirði. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. ( Mál nr. ). VI. Fyrir umferðarlagabrot með því að hafa s unnudaginn 7. nóvember 2021, ekið bifreiðinni óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja ( amfetamín í blóði mældist 305 ng/ml, metýlfenidat í blóði mældist 22 ng/ml og klónazepam í blóði mældist 12 ng/ml ) u m Krísuvíkurveg, Hafnarfirði, inn á Hraunhellu og þaðan inn á Hringhellu uns ákærða stöðvaði bifreiðina á Gjáhellu við Hringhellu. 3 Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 7 7/2019. ( Mál nr. ). Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þess er einnig krafist að ákærða verði dæmd til að sæta sviptingu ökuréttar, skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Verjandi ákærðu gerir aðallega þá kröfu að ákærða verði sýknuð af III. tölulið ákæru en til vara, komi til sakfellingar, að henni verði gerð sú vægasta refsing sem lög frekast heimila sem og fyrir aðra töluliði ákærunnar þar sem ákærða hefur játað sök. Þá er þess krafist að málsvarnarlaun verjandans samkvæmt mati dómsins verði greidd úr ríkissjóði og hluti annars sakarkostnaðar. II Ákæruliðir I., II., IV. V. og VI.: Ákærða hefur afdráttarlaust játað sök samkvæmt ákæruliðum I., II., IV., V. og VI. Játningin er í samræmi við rannsóknargögn málsins og því er ekki ástæða til að draga í efa að hún sé sannleikanum samkvæm. Telst því sannað að ákærða hafi gerst sek um þá hát tsemi sem henni er gefin að sök í tilvitnuðum ákæruliðum og er hún réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákærunni. Hefur ákærða unnið sér til refsingar samkvæmt því. III Ákæruliður I II.: Málavextir: Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst tilkynning að kvöldi fimmtudagsins 17. desember 2020 um umferðaróhapp á Gjáhellu við Íshellu í Hafnarfirði. Þegar lögregla kom á vettvang var bifreiðin þar utan vegar og föst á grjóti og þar var maður á dráttarbifreið frá Króki sem var að færa bifreiðina til. Bifreiðin va r töluvert skemmd og hægra framdekkið lá aftan við hana. Upplýsingar frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra voru á þá leið að vitni hafi séð 40 - 50 ára konu í svörtum buxum og köflóttri skyrtu aka bifreiðinni. Á vettvangi var maður að ganga í kringum bif reiðina og reyndist það vera umráðamaður hennar A . Hann tjáði lögreglumönnum að kærasta hans, ákærða í máli þessu, hafi verið ökumaður bifreiðarinnar. Hún væri stödd á verkstæði hans að . 4 Á vettvangi gaf sig fram vitni sem kvaðst hafa séð svartklædda konu í köflóttri skyrtu aka bifreiðinni og konan hafi verið ein í bifreiðinni. Hún hafi verið sótt af manni á pallbifreið og þau farið saman í iðnaðarhúsið skammt frá vettvangi. Lögreglumenn fóru að húsnæðinu og hittu þar ákærðu fyrir og lýsing vitna á öku manni var í samræmi við klæðnað ákærðu. Hún tjáði lögreglumönnum að hún hafi verið á heimleið á bifreiðinni en ákærða hafi skyndilega hætt að geta stýrt bifreiðinni og því ekki náð beygju þar sem bifreiðin hafi farið út af. Ákærða sagði að B félagi A hafi sótt hana og ekið henni að og hún var með kveikjuláslyklana að bifreiðinni í úlpuvasa sínum. Ákærða virtist vera undir áhrifum fíkniefna og var hún því handtekin og dregið blóð úr henni til rannsóknar. Í matsgerð Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði dags. 12. janúar 2021 kemur fram að í blóðsýni, sem tekið var úr ákærðu, hafi mælst amfetamín 645 ng/ml, klónazepam 26 ng/ml og metamfetamín 20 ng/ml. Þá segir í matsgerðinni að klónazepam sé flogaveikilyf og af flokki benzódíazepí na. Það hafi slævandi áhrif á miðtaugakerfið og dragi úr aksturshæfni í lágum lækningalegum skömmtum. Styrkur lyfsins í blóðsýni ákærðu hafi verið eins og eftir lækningalega skammta. Fullvíst sé að ákærða hafi ekki getað stjórnað ökutæki með öruggum hætti af þeim sökum. Við skýrslutöku daginn eftir atvikið kvaðst ákærða muna lítið eftir atvikum og vildi ekki tjá sig um það hvort hún hafi ekið bifreiðinni í umrætt sinn. Ákærða sagði að sá sem hafi ekið bifreiðinni hafi hlaupið burt frá vettvangi en hún haf i verið farþegi í bifreiðinni. Ákærða mundi ekki hvað margir hafi verið í bifreiðinni. Framburður ákærðu og vitna fyrir dómi: Ákærða kvaðst ekki hafa verið ökumaður bifreiðarinnar í umrætt sinn heldur verið farþegi í bifreiðinni. Hún vildi ekki skýra frá því hver hafi ekið bifreiðinni. Hún kvaðst ekki hafa verið í góðu ástandi en þó ekki undir áhrifum þegar atvikið varð. Við óhappið kvaðst ákærða hafa fengið áfall og farið með B , s em hafi sótt hana á vettvang, inn á verkstæði í nágrenninu að . Þar hafi hún tekið inn róandi lyf og fíkniefni. A hafi komið með B á vettvang. Ákærða sagði að það hafi liðið um klukkutími frá því að 5 óhappið varð og þar til lögreglan hafi komið að . Á kærða kvaðst ekki hafa verið með kveikjuláslykla bifreiðarinnar en hafi svo verið hafi það verið aukalyklar. Vitnið, A sambýlismaður ákærðu , kvaðst hafa verið ökumaður bifreiðarinnar í umrætt sinn en ákærða hafi verið farþegi. Hjólbarði hafi farið undan bifreiðinni þegar spindilkúla hafi losnað. B hafi náð í ákærðu á vettvang. Vitnið, lögreglumaður nr. C , sagði að tilkynnt hafi verið um umferðaróhapp á Gjáhellu og þar hafi bifreið farið út af og verið óökuhæf. Lögreglumenn hafi rætt við vitni á vettvan gi sem hafi lýst því að kona hafi ekið bifreiðiunni en hún hafi farið að . Ákærða hafi viðurkennt að hafa ekið bifreiðinni og hún verið með kveikjuláslykla bifreiðarinnar í vasanum. Ákærða hafi greinilega verið undir áhrifum og miður sín eftir óhappið. Vitnið sagði að A hafi verið á vettvangi en vitnið hafi ekki rætt við hann. Maður að nafni B hafi ekki verið á vettvangi en hann hafi verið að . Vitnið sagði að líklega hafi liðið rúmlega 10 mínútur frá því að tilkynnt var um atvikið og þar til lögregla n hafi komið á vettvang og síðan hafi liðið nokkrar mínútur þar til lögreglumenn hafi farið að . Vitnið, lögreglumaður nr. D , sagði að tilkynnt hafi verið um bifreið sem hafi verið ekið utan í stein og tilkynnandi hafi sagt að ökumaður væri einn í bifreiðinni og í annarlegu ástandi. Vitnið sagði að A hafi verið á vettvangi og ákærða hafi farið með manni, sem er kallaður B , af v ettvangi. Lögreglumenn hafi farið að og þar hafi ákærða tekið á móti þeim en vitnið hafi ekki rætt við B . Klæðnaður ákærðu hafi verið í samræmi við lýsingu vitna á klæðnaði ökumanns bifreiðarinnar. Ákærða hafi virst undir áhrifum og hún hafi sagt að hj ólbarði hafi dottið undan bifreiðinni. Vitnið, E , kvaðst hafa verið að koma frá vinnu skammt frá vettvangi og þá séð bifreið upp á mön og hjól hafi verið farið undan henni. Á vettvangi hafi verið kona í geðshræringu og í annarlegu ástandi en ekki hafi ver ið aðrir á vettvangi. Vitni taldi að það hafi verið fyrst á vettvang og þegar það hafi komið þangað hafi verið liðinn stuttur tími frá því að óhappið varð þar sem það hafi rokið úr bifreiðinni. Vitnið taldi að það hafi hringt á lögreglu en konan sem hafi v erið á vettvangi hafi líklega verið farin þegar lögreglan kom. 6 Vitni, F , kvaðst hafa komið á vettvang þar sem bifreið hafði verið ekið upp á ruðning og kona verið fyrir utan bifreiðina. Vitnið sagði að óhappið hafi verið nýlega búið að gerast og konan ha fi viljað fá síma til að hringja og vitnið lánað henni símann sinn. Vitnið hafi síðan fundið síma ákærðu inn í bifreiðinni sem var utan vegar. Skömmu eftir að vitnið hafi komið á vettvang eða þremur til fjórum mínútum seinna hafi einn eða tveir menn komið á vettvang til að taka bifreiðina sem hafði verið ekið út af en allt hafi verið brotið undan henni. Vitnið kvaðst ekki hafa séð konuna yfirgefa vettvang en hún hafi komið vitninu undarlega fyrir sjónir, talað óskýrt og samhengislaust en vitnið hafi ekki fu ndið áfengislykt af henni. Vitnið sagði að þegar það hafi komið á vettvang hafi enginn annar en konan verið þar sem hafi tengst bifreiðinni sem hafði verið ekið út af. Niðurstaða: Ákærða neitar sök en samkvæmt frumskýrslu lögreglu sagði A , sem kvaðst vera kærasti ákærðu, að hún hafi ekið bifreiðinni. Lögreglumenn hittu ákærðu að og tjáði hún þeim að hún hafi verið ökumaður bifreiðarinnar þegar óhappið varð og hún var með kveikjuláslykla bifreiðarinnar í vasa sínum. Vitnið E , sem taldi sig hafa ver ið fyrstur á vettvang eftir óhappið, sagði að kona hafi verið ein þar og hafi hún verið í geðshræringu og í annarlegu ástandi. Vitnið F sagði að þegar vitnið hafi komið á vettvang hafi óhappið verið nýlega búið að gerast og ekki annar verið á vettvangi en ákærða sem hafi tengst bifreiðinni sem hafði verið ekið út af. Lögreglumaður, sem kom á vettvang, sagði að klæðnaður ákærðu hafi verið í samræmi við lýsingu vitna á ökumanni og annar lögreglumaður, sem kom á vettvang, sagði að ákærða hafi viðurkennt að hafa verið ökumaður bifreiðarinnar og hún hafi verið með kveikjuláslykla bifreiðarinnar. Vitnið A kvaðst fyrir dómi hafa verið ökumaður bifreiðarinnar í umrætt sinn. Eins og fram er komið sagði hann lögreglumönnum á vettvangi að ákærða hafi ekið bifreiði nni. Samkvæmt símaskýrslu lögreglu, sem tekin var af vitninu um mánuði eftir atvikið, sagði hann að samkvæmt upplýsingum ákærðu hafi bílstjórinn stungið af. Vitnið gaf ekki fyrir dómi trúverðugar skýringar á þessum mismunandi framburði vitnisins og er hann að engu hafandi. 7 Ákærða kvaðst fyrir dómi ekki hafa ekið bifreiðinni en skýrði ekki frá því hver hafi verið ökumaður hennar. Ekkert þykir benda til þess að einhver annar en ákærða hafi ekið bifreiðinni í umrætt sinn og þá aðallega þegar höfð er hliðsjón af framburðum vitnanna F , E og þeirra lögreglumanna sem komu á vettvang. Að virtum framburði lögreglumanna sem komu á vettvang og vitnanna E og F og með hliðsjón af rannsóknargögnum málsins þ.m.t frums kýrslu lögreglu þykir komin fram sönnun, sem hafin er yfir skynsamlegan vafa, um að ákærða hafi ekið bifreiðinni eins og henni er gefið að sök í ákærulið III. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni tilkynning um óhappið kl. 17:20 og samkvæmt blóðt ökuvottorði var ákærðu dregið blóð til rannsóknar kl. 18:27 en þá hefur verið liðinn nokkur tími frá því að ákærða var handtekin. Það gætu hafa liðið 20 - 40 mínútur frá óhappinu og þar til lögregla hafði afskipti af ákærðu. Vitni á vettvangi lýstu því að ák ærða hafi verið í annarlegu ástandi og lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni í kjölfar óhappsins sögðu að hún hafi verið undir áhrifum. Samkvæmt matsgerð mældist í blóði ákærðu amfetamín 645 ng/ml, klónazepam 26 ng/ml og metamfetamín 20 ng/ml. Í matsger ðinni er fullyrt að ákærða hafi ekki, með þetta magn í blóðinu, getað stjórnað ökutæki með öruggum hætti. Jafnvel þó liðið hafið allt að ein klukkustund frá óhappinu og þar til ákærða var handtekin þykir útilokað að þetta magn hafi mælst í blóðinu hafi ákæ rða ekki verið búin að neyta alla vega hluta efnanna fyrir aksturinn. Með vísan til þessa þykir sannað að ákærða hafi verið óhæf til að stjórna bifreiðinni örugglega í umrætt sinn. Að ofanrituðu virtu þykir fram komin sönnun, sem hafin er yfir skynsamleg an vafa, um að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákærulið III og unnið sér til refsingar samkvæmt því. Það skal tekið fram að í ákæru segir að klónazepam í blóði ákærðu hafi verið 20 ng/ml en samkvæmt matsgerð var það 26 ng/ ml. Vegna þessa skal tekið fram að ákærða verður ekki sakfelld fyrir annað en það sem henni er gefið að sök í ákæru, sbr. 1. mgr. 180. gr. 8 laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þetta misræmi hefur í raun ekki áhrif á niðurstöðu málsins. IV Refsing og saka rkostnaður : Samkvæmt sakavottorði ákærðu hefur hún ekki áður sætt refsingu en hún hefur unnið sér til refsingar samkvæmt 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Refsing ákærðu þykir hæfilega ákveðin sekt að fjárhæð 1.500.000 krónur og greiðist sektin e kki innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja skal ákærða sæta fangelsi í 44 daga. Ákærða er svipt ökurétti í fjögur ár og níu mánuði frá birtingu dóms þessa að telja, sbr. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Ákærða greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ólafs V als Guðjónssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin með hliðsjón af umfangi málsins 837.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærða greiði annan sakarkostnað 931.856 krónur. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Vilhjá lmur Reyr Þórhallsson aðstoðarsaksóknari. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan . D ó m s o r ð: Ákærða, Erla Bryndís Valdemarsdóttir, greiði 1.500.000 krónur í sekt til ríkissjóði innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þess a að telja en sæti ella fangelsi í 44 daga. Ákærða er svipt ökurétti í fjögur ár og níu mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærða greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ólafs V als Guðjónssonar lögmanns, 837.000 krónur og annan sakarkostnað 93 1.856 krónur. Ingi Tryggvason