D Ó M U R 26. október 2 02 1 Mál nr. E - 6512 /20 2 0 : Stefnandi: A ( Sveinbjörn Claessen lögmaður) Stefnd i : Íslenska ríkið ( Rakel Jensdóttir lögmaður) Dóma ri : Arnaldur Hjartarson héraðsdómari 1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 26. október 202 1 í máli nr. E - 6512 /20 2 0 : A ( Sveinbjörn Claessen lögmaður) gegn íslenska ríki nu ( Rakel Jensdóttir lögmaður) Mál þetta, sem var dómtekið 29 . september sl., var höfðað 2. október 2020 . Stefnandi er A , . Stefnd i er íslenska ríkið , Arnarhvoli við Lindargötu í Reykjavík . Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 16.780.335 krónur með 4,5% vöxtum af 2.818.440 krónum frá 2. október 2016 til 31. desember 2016, af stefnufjárhæð málsins frá þeim degi til 2. nóvember 2020 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga n r. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi krefst aðallega sýknu og málskostnaðar en til vara krefst hann verulegrar lækkunar á dómkröfum stefnanda og þes s að málskostnaður verði felldur niður . Í þinghaldi 8 . mars sl. var ákveðið að skipta sakarefni málsins að tillögu stefnanda , án athugasemda stefnda, sbr. 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þannig að fyrst yrði leyst úr því hvort bótas kylda væri fyrir hendi, en eftir stæði annar ágreiningur málsins. I S tefnandi starfaði sem geislafræðingur á röntgendeild Landspítala við Hringbraut. Ágreiningslaust er að 9. september 2016 var stefnandi við störf á sjúkrahúsinu . Hún sótti sér matarbakka í matsal og var á leið aftur í átt að röntgendeild. Gekk hún eftir gangi á jarðhæð. Þar gekk hún fram hjá aðstöðu öryggisvarða . Var þar staddur B sem átti í orðaskiptum við öryggisvörðinn Harald Örn Pálsson, að nærstöddum öryggisverðinum Jóni Gu nnarssyni. Var B æstur þar sem honum hafði verið tjáð að geðdeild hefði ekki verið opnuð. B tók síðan á rás eftir ganginum, hljóp aftan að stefnanda og hrinti henni þannig að tjón hlaust af. Var hann síðar sakfelldur fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegni ngarlaga nr. 19/1940, sbr. dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 9. október 2017 í máli nr. S - 259/2017. Stefnandi telur sig ekki hafa fengið tjón sitt bætt að fullu með greiðslum frá Sjúkratryggingum Íslands, bótanefnd samkvæmt lögum nr. 69/1995 um greiðslu 2 ríkissj óðs á bótum til þolenda afbrota, og loks úr slysatryggingu samkvæmt kjarasamningi Félags geislafræðinga við ríkissjóð . Ágreiningslaust er að stefnandi hefur reynt að fá tjón sitt bætt frá fyrrnefndum árásarmanni en það hefur ekki gengið eftir sökum fjárhag sstöðu hans. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu fyrir dómi Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB , Jón Gunnarsson , öryggisvö r ður á Landspítala, Haraldur Örn Pálsson , öryggisvö r ður á Landspítala, og B jörn Rögnvaldsson , lögfræðingur í fjármála - og efnahag sráðuneytin u . II Stefnandi byggir aðallega á því að hún eigi rétt til frekari bóta á grundvelli slysatryggingar samkvæmt ákvæði 7.1.6 í kjar a samningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Félags geislafræðinga. Þar sé um að ræða hlutlæga ábyrgðarreglu sem taki til tjóns stefnanda. Til vara byggir stefnandi á því að stefndi beri í öllu falli ábyrgð á tjóni stefnanda þar sem honum hafi sem vinnuveitand a stefnanda mistekist að tryggja öryggi hennar. Í þeim efnum ví sar stefnandi fyrst og fremst til þess að fyrrgreindir öryggisverðir hafi ekki hagað störfum sínum með forsvaranlegum hætti umrætt sinn. Einnig vísar stefnandi til þess að aðbúnaður á vinnustað hennar hafi verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar . III Stefndi hafnar því að hann ber i greiðsluskyldu á líkamstjóni stefnanda á grundvelli ákvæðis 7.1.6 í framangreindum kjarasamningi. U mrætt ákvæði byggi st á reglunni um hlutlæga bótaábyrgð sem sé undantekning frá þeirri meginreglu að bótaábyrgð st ofnist ekki nema tjón megi rekja til saknæmrar háttsemi. Ekki sé unnt að víkja frá skýru orðalagi ákvæðisins í þessum efnum . Tvö skilyrði þurf i ávallt að vera uppfyllt til þess að ákvæði 7.1.6 eigi við. Fyrir það fyrsta þurfi starfsmaður að vera að sinna þeim einstaklingi sem valdi tjóni , en ágreiningslaust sé að svo hafi ekki verið. Þá þ urfi svo að vera fyrir einstaklingi komið að hann geti að takmörkuðu eða engu leyti borið ábyrgð á gerðum sínum , en slíkt eigi ekki við um ástand árásarmannsins. Hann hafi þannig ekki verið skjólstæðingur Landspítala á þeim tíma sem árásin átti sér stað. Þá hafi hann að árásinni lokinni verið vistaður í fangaklefa en ekki á Landspítala eða annarri sjúkrastofnun. Me gi af því draga þá ályktun að andlegt ástand hans hafi ekki verið með þeim hætti að nauðsynlegt hafi þótt að veita honum tafarlausa heilbrigðisþjónustu. Gjörðir hans hafi mátt rekja til vímuefnanotkunar fremur en andlegra veikinda og einstaklingar beri alm ennt ábyrgð á sjálfum sér og þar með talið því ástandi sem þeir skapi sér með eigin vímuefnaneyslu. 3 Loks hafi árásarmanninum verið gert að sæta refsingu vegna háttsemi sinnar umrætt sinn. Stefndi hafni bótaskyldu á grundvelli almennu sakarreglunnar eða re glna um vinnuveitendaábyrgð, enda megi hvorki rekja árásina á stefnanda til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi öryggisvarða Landspítalans né Landspítalans sem vinnuveitanda. Þá ha f i stefnandi ekki fært sönnur á það að stefndi beri skyldu að lögum til að bæta tjón hennar á framangreindum grunni. Fyrirliggjandi gögn be ri það ekki með sér að aðbúnaður á Landspítalanum hafi verið ófullnægjandi hvað snerti öryggi starfsmanna þannig að brotið hafi verið gegn ákvæðum laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og ör yggi á vinnustöðum, nánar tiltekið ákvæði 1. mgr. 13. gr., 14. gr. og 1. mgr. 42. gr. laganna. Atvikið hafi átt sér stað í anddyri spítalans, 10 til 15 metrum frá aðstöðu öryggisvarða spítalans. Vegna eðlis starfsemi Landspítalans, sem opinberrar heilbrigð isstofnunar, hafi almenningur aðgang að og gangi um umrætt anddyri spítalans. Í anddyrinu hafi verið öryggisverðir sem brugð i st hafi rétt við aðstæðum og hring t í lögreglu í kjölfar árásarinnar , en þeir hafi ekki haft valdbeitingarheimildir. Ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að slík valdbeiting hefði verið heimil áður en árásarmaðurinn tók á rás. Það hafi ekki verið fyrr en hann h efð i hrin t stefnanda að öryggisvörðum hafi mátt vera ljóst að hann væri hættulegur. Frum - og meginorsök tjóns stefnand a sé því ekki háttsemi starfsmanna stefnda , eins og stefnandi byggi á. E ngri saknæmri háttsemi starfsmanna stefnda sé til að dreifa, annarra sem stefndi bæri ábyrgð á eða vegna aðstæðna á spítalanum. Því sé mótmælt að þær hafi verið ófullnægjandi eða valdi ð tjóni stefnanda. I V Ágreiningslaust er að stefnandi varð fyrir árás nafngreinds manns þegar hún var við störf á Landspítalanum umrætt sinn . Þá er óumdeilt að stefnandi varð fyrir tjóni, enda þótt umfang þess sé að nokkru marki umdeilt. Í samræmi við fyrrgreinda ákvörðun dómsins um skiptingu sakarefnis stendur einungis til í þessum þætti málsins að skera úr ágreiningi málsaðila um ábyrgð stefn da, þ.e. án tillits til fjárhæða og nákvæms umfangs tjóns stefnanda, sbr. málsástæður stefnanda um það í fyrsta lagi að tjón hennar falli undir slysatryggingu samkvæmt grein 7.1.6 í téðum kjarasamningi og í öðru lagi að stefndi sé bótaskyldur á grundvelli sakarreglunnar og vinnuveitandaábyrgðar. Við úrlausn fyrri málsástæðu stefnanda er nauðsynlegt að huga að gr ein 7.1.6 í umræddum kjarasamning i, en óumdeilt er að stef n andi átti aðild að honum sem meðlimur í Félagi geislafræðinga. Í ákvæðinu segir að v er ði starfsmaður fyrir líkams - eða munatjóni í starfi sínu við að sinna einstaklingi sem að takmörkuðu eða engu leyti get i borið ábyrgð á gerðum sínum, eða sinna einstaklingi sem dæmdur hafi verið til fangelsisvistar eða vistaður í fangelsi eða á stofnun af öðrum orsökum skuli honum bætt 4 það tjón sem hann verð i fyrir vegna starfs síns. Þá segir í ákvæðinu að v ið mat og uppgjör kröfunnar gild i almennar reglur skaðabótaréttarins. Embætti ríkislögmanns fjall i um bótakröfu samkvæmt grein þessari og ann i st uppgjör bóta í umboði fjármálaráðuneytisins. Samkvæmt orðalagi ákvæðisins er áskilið að starfsmaður sé að sinna einstaklingi sem að takmörkuðu eða engu leyti geti borið ábyrgð á gerðum sínum. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 9. október 2017 í máli nr. S - 259/2017 var fyrrgreindur árásarmaður sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með árás sinni á stefnanda umrætt sinn. Af þeim dómi verður ráðið að ákærði hafi viðurkennt að hafa átt mjög erfitt andlega umræddan dag. Hann hafi verið með miklar ofskynjanir að eigin sögn. Einnig er haft eftir honum að hann hafi lítið sofið nótt ina fyrir atvikið , verið farinn að heyra raddir , notað áfengi, amfetamín og önnur vímuefni. Enda þótt ákærði hafi í fyrrgreindu máli verið talinn sakhæfur t elur dómurinn framangreindar upplýsingar bera nægjanlega með sér að ástand hans hafi verið með þeim hætti að hann hafi takmarkaða ábyrgð borið á gerðum sínum í skilningi fyrrgreinds ákvæðis kjarasamningsins. Þessa niðurstöðu styðja ummæli í bókun 3 við k jarasamn ing fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Sjúkraliðafélags Íslands, dags. 27. júní 2011, sem aðilar eru sammála um að eigi fyllilega við um skýringu umþrætts ákvæðis kjarasamnings stefnanda. Nánar tiltekið kemur fram í bókuninni að aðilar séu sammála um að tilefni sé til að bæta og tryggja bótarétt þeirra starfsmanna sem slasist við að sinna eða hafa afskipti af fólki sem að takmörkuðu eða engu leyti geti borið ábyrgð á gerðum sínum. Þannig er ljóst að ákvæðið tekur að þessu leyti ek ki aðeins til tilvika þar sem um er að ræða tjón af völdum einstaklinga sem að engu leyti geta borið ábyrgð á gerðum sínum, heldur einnig fleiri tilvika. Í næstu setningu skjalsins er nánari skýringu að finna á þessu ð á gerðum sínum , en þar segir að ljóst sé að félagsmenn þurfi í mörgum tilvikum að umgangast og vera innan um fólk Þannig verður að mati dómsins að líta svo á að ákvæðið geti tekið til einstaklinga sem jafnvel teljast sakhæfir ef þeir sökum ástands síns, til dæmis af völdum samverkandi geðræns vanda og fíknivanda, ganga ekki að öllu leyti heilir til skógar, sbr. fyrrgreint orðalag bókunarinnar og 4. mgr. 186. gr . laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Við þessari niðurstöðu hróflar ekki sú röksemd stefnda að árásarmaðurinn hafi í kjölfar árásarinnar verið fluttur af lögreglu í fangaklefa, enda er ljóst að veikir einstaklinga r geta dvalið í fangaklefa, en þar eiga þeir einnig rétt á heilbrigðisþjónustu, sbr. til hliðsjónar 29. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga. Eins og áður segir áskilur ákvæði kjarasamningsins jafnframt að starfsmaður þeim einstaklingi sem sv o er háttað til um sem áður er ra kið. Ljóst er af málsatvikum að stefnandi hafði árásarmanninn ekki til 5 meðferðar, en hann var raunar ekki innritaður sjúklingur á spítalanum. Eru málsatvik hér því nokkuð frábrugðin þeim sem fjallað var um í dómi Landsrétta r 16. nóvember 2018 í máli nr. 201/2018. Þar sem orðalag ákvæðis kjarasamningsins er afdráttarlaust að þessu leyti er ekki unnt að fallast á það með stefnanda að markmið ákvæðisins, sem vissulega var að bæta og tryggja bótarétt starfsmanna, hnekki orðskýri ngu dómsins hér að framan. Í þessu felst að stefnandi gat ekki tal i st hafa sinnt árásarmanninum umrætt sinn í skilningi kjarasamningsins . Þegar af þeirri ástæðu verður ekki hjá því komist að hafna þeim málatilbúnaði stefnanda að stefnd a beri að bæta tjón h ennar á grundvelli ákvæðis 7.1.6 í umræddum kjarasamningi. Stefnandi byggir dómkröfur sínar einnig á því að stefndi beri í öllu falli ábyrgð á tjóni stefnanda þar sem honum hafi sem vinnuveitanda stefnanda mistekist að tryggja öryggi hennar. Í þeim efnum vísar stefnandi fyrst og fremst til þess að fyrrgreindir öryggisverðir hafi ekki hagað störfum sínum með forsvaranlegum hætti umrætt sinn. Einnig vísar stefnandi til þess að aðbúnaður á vinnustað hennar haf i verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Hvað fyrra atriðið varðar þá verður ráðið af framburði tveggja öryggisvarða að árásamaðurinn leitaði á spítalann ásamt eiginkonu sinni og ungu barni. Æsingur hafi verið fyrir utan spítalann. Haraldur Örn Pálsson öryggisvörður bar með trúverðugum hætti fyrir dómi að hann hefði í upphafi talið að um hjónaerjur væri að ræða. Þegar hann hefði komið út á vettvang hefði hann fljótlega áttað sig á því að svo hefði ekki verið. Eiginkona árásarmannsins hefði sagt á ensku að hann þarfnaðist hjálpar. Þau hefðu verið búin að leggja bifreið sinni á svæði sem væri komustaður sjúkrabifreiða . Að þessu virtu telur dómurinn að það verði ekki metið Haraldi til saknæmrar háttsemi að bjóða fólkinu að fylgja sér inn á spítalann. Þá verður að mati dómsins að líta svo á , hvað sem líður almennum álitaefnum um valdbeitingarheimildir öryggisvarða, að þegar árásarmaðurinn tók á rás eftir ganginum haf ð i ekkert átt sér stað sem réttlætt gæti að öryggisverðirnir reyndu að taka manninn höndum og yfirbuga hann , enda þótt hann h afi verið æstur. Í ljósi allra atvika verður ekki talið að sú staðreynd að öryggisverðir Landspítalans afstýrðu ekki tjóni stefnanda umrætt sinn verði ta lin þeim til saknæmrar háttsemi . Ber því að hafna málsástæðu stefnanda að þessu leyti. Hvað síðara atriðið varðar þá hefur ekki verið sýnt fram á það að húsnæði Landspítalans hafi verið í andstöðu við ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og ö ryggi á vinnustöðum þannig að saknæmt gæti talist , enda þótt fyrir liggi ábendingar um atriði sem betur megi fara í skýrslu starfshóps Landspítala frá árinu 2010, svo sem varðandi tillögu um að hægt verði að hleypa fólki inn í aflokuð anddyri. Er því ekki unnt að fallast á þessa málsástæðu stefnanda. Í samræmi við framangreinda niðurstöðu ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. 6 Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Stefn andi nýtur gjafsóknar í málinu samkvæmt gjafsóknarleyfi, dags. 1 5. september 2020 , og er gjafsóknin takmörkuð við réttargjöld og þóknun lögmanns við rekstur máls ins fyrir héraðsdómi . G jafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, eins og nánar greinir í dómsorði, en sú þóknun e r í samræmi við dómvenju ákveðin án tillits til virðisaukaskatts. Af hálfu stefnanda flutti málið Sveinbjörn Claessen lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Rakel Jensdóttir lögmaður . Arnaldur Hjartarson héraðsdómari kveður upp dóm þenna n. D Ó M S O R Ð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfum stefnanda, A . Málskostnaður fellur niður . G jafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Sveinbjörns Claessen , sem þykir hæfilega ákveðin 1. 1 0 0.000 krónur. Arnaldur Hjartarson