Héraðsdómur Vestfjarða Ú rskurður 24 . janúar 202 2 Mál nr. E - 117/2021 : Tálknafjarðarhreppur ( Bjarni Þór Óskarsson lögmaður ) gegn Arnarlax i ehf. ( Guðjón Ármannsson lögmaður ) Úrskurður Mál þetta , sem höfðað var 26. júlí 2021 var tekið til úrskurðar 7. janúar sl. um frávísunarkröfu stefnda . Stefnandi er Tálknafjarðarhreppur, Miðtúni 1, Tálknafirði, en stefndi er Arnarlax e hf., Strandgötu 1, Bíldudal. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 120.833 krónur , ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 31. janúar 2021 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst nú aðallega frávísunar málsins, en til vara sýknu . Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar. Stefnandi mótmælir frávísun málsins og krefst málskostnaðar. I Málið var höfðað 26. júlí 2021 og þingfest 1. september sama ár . Greinargerð stefnda var lögð fr am 10. október 2021. Í greinargerðinni krafðist stefndi ekki frávísunar málsins , en hafðar uppi röksemdir um að dómari ætti að vísa því frá af sjálfsdáðum vegna vanreifunar . Í þinghaldi 3. nóvember 2021 lækkaði stefnandi fjárkröfu sína. Við næstu fyrirtök u bókaði stefndi um að með breytingu á dómkröfum hefði stefnandi raskað grundvelli málsins og lýsti því að hann teldi nú ríkari ástæðu fyrir dómara að vísa málinu frá af sjálfsdáðum. Í þinghaldi sem dómari boðaði til í því skyni að gefa aðilum færi á að ha fa uppi sjónarmið sín um hvort vísa ætti málinu frá af sjálfsdáðum hafði stefndi uppi frávísunarkröfu. 2 Upphafleg stefnukrafa nam 319.928 krónum auk dráttarvaxta en í þinghaldi 3 . nóvember sl. , lækkaði stefnandi kröfu sína og féll frá kröfu sinni varðandi greiðslu tveggja reikninga, lækkaði kröfu samkvæmt einum reikningi en heldur sig við að stefnda beri að greiða fjórða reikninginn að fullu. II Í stefnu er málsatvikum og málsástæðum lýst svo að stefnandi sé sveitarfélag og reki meðal annars hafnarsvæði. S kuld stefnda sé til komin vegna ógreiddra vörugjalda og byggi á framlögðum reikningum , þeim fyrsta gefnum út 31. desember 2020, að fjárhæð 36.419 krónur, með gjalddaga 7. janúar 2021 og öðrum gefnum út 31. janúar 2021 , með gjalddaga sama dag, að fjárhæð 21 6.482 krónur, en eftir lækkun krefst stefnandi greiðslu hans að hluta, að fjárhæð 84.414 krónur. Stefn andi dró einnig úr kröfu sinni um greiðslu dráttarvaxta . Stefnandi kveður samtölu framangreindra reikninga nema stefnufjárhæðinni, auk dráttarvaxta og kos tnaðar. Þá kveður hann að umsaminn gjalddagi í viðskiptum stefnanda sé sá dagur sem fram komi í stefnunni og sé stefnufjárhæð og dráttarvextir miðaðir við það tímamark. Skuldin hafi ekki fengist greidd þrátt fyrir innheimtutilraunir og því sé nauðsynlegt a ð höfða mál til greiðslu hennar. Kveður stefndi að hann hafi gert tilraunir til innheimtu krafna sinna hjá stefnda fyrir löginnheimtu eins og framlagt yfirlit beri með sér. Því sé þess krafist að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til kostnaðar stefnanda af innheimtuviðvörun og milliinnheimtu í samræmi við yfirlitið. Stefnandi kveðst byggja kröfur sínar á reglum samninga - og kröfuréttar um loforð og efndir fjárskuldbindinga. Kröfur um dráttarvexti , þ.m.t. vaxtavexti kveðst stefnandi styðja við lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Krafa um málskostnað styðjist við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála en um varnarþing vísar hann til 33. gr. sömu laga. Við munnlegan flutning um frávísunarkröfu var ekki gerð tilraun til að b æta við þær lagatilvísanir sem fram koma í stefnu, en vísað til þess að skortur á þeim virðist ekki hafa komið niður á vörnum stefnda. Stefndi er fiskeldisfyrirtæki sem elur fisk í sjókvíum. Stefndi vísar einkum til þess að starfsemi stefnda sé alfarið ut an hafnarsvæðis stefnanda. Þá bendir stefndi einnig á að í stefnu sé á engan hátt gerð grein fyrir á hvaða lagagrundvelli stefnandi byggi kröfu sína og sé stefnan svo rýr, bæði að því er varðar málsástæður og lagatilvísanir að stefndi eigi í nokkrum vanda við að taka til varna. Þá bendir stefndi á að af hans hálfu sé dregið í efa 3 að álag vörugjalda stefnanda geti með réttu sótt lagastoð í 17. gr. hafnalaga nr. 61/2003, en vekur athygli á því að stefnandi vísi með engu móti til þeirrar lagaheimildar í stefnu . Niðurstaða: Í stefnu er þess getið að stefnandi sé sveitarfélag sem reki hafnarsvæði og að stefnandi hafi haft í hyggju að beina fjárkröfu að honum vegna umsvifa á hafnarsvæði stefnanda . Slík gjöld er stefnanda heimilt að leggja á samkvæmt ákvæðum hafnalaga nr. 61/2003 og í samræmi við gjaldskrá sem stefnanda er heimilt að setja. Slíka gjaldskrá hefur stefnandi sett. Þrátt fyrir að ljóst megi telja að lagagrundvöllur fjárkröfu stefnanda byggi á framangreindum réttarheim i ldum er hvergi til þeirra vísað í stefnu eða settar fram málsástæður sem á þeim byggja. Í 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála greinir í e. lið að í stefnu skuli greina svo glöggt sem verða megi , málsástæður sem stefnandi byggi á, svo og önnur atvik sem þurfi að greina svo samhengi málsástæðna verði ljóst, en lýsing þessi skuli vera gagnorð og svo skýr að ekki fari milli mála hvert sakarefnið sé. Þá ber og samkvæmt f. lið sama lagaákvæ ðis að greina í stefnu svo glöggt sem verða má tilvísun til helstu lagaákvæða eða réttarreglna sem stefnandi byggi málatilbúnað sinn á. Eins og fyrr greinir verður að telja að fjárkrafa stefnanda sæki grundvöll sinn í hafnalög nr. 61/2003 og gjaldskrá sem stefnandi hefur sjálfur sett á grundvelli þeirra. Þar sem stefnanda hefur láðst að vísa til þessara réttarheimilda í stefnu er málatilbúnaður hans í andstöðu við nefndan f. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 . V erður einnig að telja að málsatvik og málsá stæður séu raktar með svo lauslegum hætti í stefnu að einnig fari í bága við framangreindan e. lið sama lagaákvæðis. Þegar af þeim ástæðum sem að framan eru raktar telst mál þetta ekki tækt til efnismeðferðar og ber dómara því að vísa því frá dómi. Hal ldór Björnsson dómstjóri kveður upp úrskurð þennan . Úrskurðarorð : Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Tálknafjarðarhreppur, greiði stefnda, Arnarlaxi e hf., 150.000 krónur í málskostnað. 4 Halldór Björnsson Rétt endurrit staðfestir: Héraðsdómi Vestfjarða 24. janúar 2022