Héraðsdómur Vesturlands Dómur 26. október 2021 Mál nr. S - 88/2021 : Lögreglustjórinn á Vesturlandi ( Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Atl a Erni Jenss yni ( Þorgeir Þorgeirsson lögmaður ) Dómur Mál þetta höfðaði lögreglustjórinn á Vesturlandi með ákæru 2 3 . mars 20 21 á hendur ákærða, Atla E. Jen ssyni , kt. ... , óstaðsettum í hús i. Málið var dómtekið 22 . október 20 21 . Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða f yrir eftirtalin brot: 1. Umferðarlagabrot með því að hafa laugardaginn 6. júní 2020 ekið bifhjólinu VJ575 á götum Hafnarfjarðar, sviptur ökuréttindum, óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 600 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 1,2 ng/ml ), brotið gegn banni við framúrakstri, brotið gegn umferðarforgangi og sérstökum skyldum gagnvart gangandi vegfarendum og ekki sinnt fyrirmælum lögreglu um að stöðva akstur bifreiðarinnar sem gefin voru til kynna með forgangsljósum lögreglubifreiðarinnar, sem hér greinir: Ákærði ók bifhjólinu um Reykjanesbraut við Álftanesveg þar sem lögreglumenn gáfu ákærða merki um að stöðva aksturinn en án árangurs. Lögregla hóf því eftirför með forgangsljósin kveikt. Ákærði beygði inn Hamraberg frá Reykjanesbraut en á Hamrabergi við Vörðuberg ók hann fram úr tveimur bifreiðum þar sem óbrotin miðlína var á milli akreina. Ákærði ók síðan áfram Hamraberg að Setbergstorgi þar sem hann ók út um fyrsta útgang í átt að Hlíðartorgi, við Reykjanesbraut. Ákærði ók þar inn á hringtorgið á töluverðum hraða án þess að virða biðskyldu og í veg fyrir aðra umferð sem átti þar forgang, Frá Hlíðartorgi ók ákærði niður á Lækjargötu og gegn rauðu ljósi á gatnamótum Lækjargötu og Hverfisgötu. Ákæ rði ók síðan áfram Lækjargötu inn á hringtorg við Strandgötu án þess að virða biðskyldu og í veg fyrir aðra umferð sem átti þar forgang. Frá hringtorginu ók ákærði suður Strandgötu þar sem hann ók fram úr bifreið á gangbraut og virti að vettugi gangandi ve gfaranda sem ætlaði sér að fara yfir gangbrautina. Á þessum tímapunkti tóku lögreglumenn ákvörðun um að slökkva á forgangsljósum og fylgdu ákærða eftir þar sem hann ók Hvaleyrarbraut inn á Miklaholt og síðan inn Vesturholt þar sem ákærði fór af bifhjólinu. Ákærði var síðan handtekinn á gangi skammt frá Vesturholti. Telst þetta varða við 1. og 6. mgr. 7. gr., 1. mgr. 25. gr., 2. mgr. 26. gr., 4. mgr. 27. gr., 1. og 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 9 5. gr. nefndra umferðar laga . 2. Fíkniefnalagabrot, með því að hafa laugardaginn 6. júní 2020 haft í vörslum sínum 0,4 g af tóbaksblönduðu kannabisefni sem ákærði framvísaði á lögreglustöðinni í Hafnarfirði við Flatahraun 11. 2 Telst þetta varða við 2. g r. sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr. sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, með síðari breytingum. 3. Eignaspjöll, með því að hafa þriðjudaginn 30. júní 2020 að B otnskála í Hvalfjarðarsveit, spennt upp hurð og brotið læsingu með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á hurðinni og læsing eyðilagðist. Telst þetta varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 4. Umferðarlagabrot, með því að hafa miðvikudaginn 9. desember 2020 ekið bifreiðinni YU983, sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 480 ng/ml, kókaín 155 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 3,1 ng/ml), um Jórufell í Reykjavík þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða. Telst þetta varða við 1. mgr. 58. gr. og 1. og 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 5. Umferðarlagabrot, með því að hafa föstudaginn 8. janúar 2021 ekið bifreiðinni YU983, s viptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 770 ng/ml), á Hafnarfjarðarvegi við Lyngás í Garðabæ þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst þetta varða við 1. mgr. 58. gr. og 1. og 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 99. gr. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þá er þess jafn framt krafist að 0,4 g af tóbaksblönduðu kannabisefni sem hald var lagt á við rannsókn málsins verði gerð upptæk með dómi samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 með síðari breytingum og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, með síðari breytingum. Einkaréttarkrafa: Vegna ákæruliðar 3 hefur H.G. hús ehf., kt. ... , krafist að ákærða verði gert að greiða félaginu 144.680 kr., auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. júlí 2020 til 1. ágúst 2020 og dráttarvaxta frá þeim degi til greiðsludags sbr. 9. gr. sl. Þá er þess krafist að dráttarvextir leggist við höfuðstó l á 12 mánaða fresti í fyrsta sinn 12 mánuðum eftir upphafsdag vaxta og að ákærði greiði tjónþola lögfræðikostnað vegna bótakröfunnar. Með ákæru, dagsettri 26 . ágúst 20 21 , var sakamál, sem fékk númerið S - 165 /20 21 hjá dóminum, höfðað af lögreglustjóranum á Vesturlandi á hendur ákærða og var það mál sameinað þessu máli. Í ákæruskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða fyrir með því að hafa þriðjudaginn 13. júlí 2021 ekið bifreiðinni NP158, sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna he nni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 430 ng/ml og metamfetamín 45 ng/ml ), um Borgarbraut við Vesturlandsveg í Borgarnesi. 3 Telst þetta varða við 1. mgr. 58. gr. og 1. og 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðar laga nr. 77/2019 . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 99. gr. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið þau brot sem honum eru gefin að sök í ákærum og er játning hans studd sakargögnum. Eru því efni til að leggja dóm á málið samkvæmt 1. mgr. 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samkvæmt þessu verður ákærði sakfelldur fyrir brotin, sem réttilega eru færð ti l refsilaga í ákæru. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 19. október 2021, gekkst ákærði undir sekt samkvæmt lögreglustjórasátt 6. október 2014 fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og fyrir vörslu ávana - og fíkniefna. Ákærði var frá sama degi sviptur ökuréttindum í 12 mánuði. Ákærði gekkst aftur undir sekt samkvæmt lögreglustjórasátt 11. nóvember 2015, en þá fyrir akstur sviptur ökuréttindum. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 10. apríl 2019 var ákærði dæmdur til greiðslu sektar, m. a. fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og fyrir vörslu ávana - og fíkniefna. Var hann þá jafnframt sviptur ökuréttindum í 5 ár og tók sú svipting gildi 19. desember 2018. Með dómi 19. júní 2020 var ákærði dæmdur í 6 mánaða fangelsi, auk þess sem á kærði var sviptur ökurétti ævilangt, m.a. fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna, akstur sviptur ökurétti. Sá dómur var hegningarauki að hluta við dóminn frá 10. apríl 2019. Í júlí 2020 var ákærði , í Frederiksberg í Danmörku , dæmdur til greiðslu sek tar fyrir brot á umferðarlögum. Loks var ákærði dæmdur í 3 mánaða fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt með dóm i 31. maí 2021, fyrir akstur sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna . Brot þau sem ákærða eru gefin að sök í 1. til og með 2. tölul ið ákæru dags 23. mars 2021 voru öll drýgð fyrir uppkvaðningu dómsins frá 19. júní 2020 , jafnframt eru allir ákæruliðir sömu ákæru, drýgðir fyrir uppkvaðningu dómsins frá 31. maí 2021 Verður honum því gerður hegningarauki vegna þeirra, sbr. 78 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar ákærða er þess að gæta að það horfir honum til málsbóta að hann hefur greiðlega gengist við brotunum. Ákærði hefur með dómi þessum meðal annars unnið sér til refsingar að hafa í fjögur sk ipti ekið bifreið , þótt hann teldist undir áhrifum ávana - og fíkniefna og sviptur ökurétti , en ítrekunaráhrif vegna fyrri mála hafa 4 ekki fallið niður. Að öllu því virtu sem hér hefur verið rakið þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 9 mánaða fangelsi. Í málinu krefst H. G . hús ehf . skaðabóta úr hendi ákærð a vegna tjóns á hurð og glugga samkvæmt 3. tölulið ákæru dags. 23. mars 2021. Brotaþoli sundurliðar skaðabótakröfu sína þannig: Fjórar ferðir Borgarnes - Botnskáli (4*50) kr. 22.200 2 menn x 4 klst. kr. 64.480 Skemmd á hurð kr. 4.500 Ný læsing kr. 4.500 1 brotin rúða kr. 49.000 Málskostnaður lögmanns kr. kr. 50.000 Virðisaukaskattur á m álskostnað kr. 12.000 Samtals kr. 206.680 Ákærði hefur viðurkennt bótaskyldu og samþykkir kröfu vegna skemmda á hurð og að hafa eyðilagt læsingu. Ákærði mótmælir hins vegar kröfu brotaþola vegna skemmda á rúðu, sú krafa er ek ki studd neinum gögnum né heldur er ákærða gefið að sök að hafa brotið rúðu umrætt sinn. Á þeim grundvelli verður ekki dæmt um þann kröfulið og er honum vísað frá dómi. V erður krafan því tekin til greina eins og hún er sett fram , en með þeirri undanteknin gu sem ofar greinir . Einnig verður fallist á vaxtakröfu brotaþola þannig, að vextir reiknist frá 30. júní 2020 og dráttarvextir frá 12. mars 2021, en þá var mánuður liðinn frá því krafan var kynnt ákærða, sbr. 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/ 2001. Enn fremur verður ákærða gert að greiða brotaþola málskostnað en þeim lið kröfunnar er í hóf stillt og verður hann því tekin til greina að fullu. Ákærði hefur verið sviptur ökurétti ævilangt frá 31 . maí 202 1 . Með vísan til þeirra lagaákvæða sem greinir í ákæru ber að árétta þá sviptingu. Með vísan til þeirra lagaákvæða sem greinir í ákæru verða gerð upptæk þau fíkniefni sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Þorgeirs Þorgeirssonar lögmanns, 185.080 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 553 . 821 krónu í annan sakarkostnað. Guðfinnur Stefánsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. 5 D Ó M S O R Ð : Ákærði, Atli Ö. Jensson sæti sæti fangelsi í 9 mánuði. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði greiði H.G. hús ehf., 95.680 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu frá 1. júlí 2020 til 12. mars 2021, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðslu dags og 62.000 krónur í málskostnað. Ákærði sæti upptöku á 0, 4 g af tóbaksblönduðu kannabisefni. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Þorgeirs Þorgeirssonar lögmanns, 185.080 krónur og 553.821 krónu í annan sakarkostnað. Guðfinnu r Stefánsson