Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 30. nóvember 2021 Mál nr. S - 80/2021 : Ákæruvaldið ( Alla Rún Rúnarsdóttir fulltrúi ) g egn Ar a Biering Hilmars syni ( Sigmundur Guðmundsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 3. nóvember sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 2. febrúar 2021, á hendur Ara Biering Hilmarssyni, kt. , , Akureyri, 4. maí 2020, ekið bifreiðinni , norður Eyjafjarðarbraut eystri í Eyjafjarðarsveit, fært bifreið sína yfir á rangan vegarhelming, lagt henni utan vegar og keyrt síðan af st að frá vegbrún án nægilegrar aðgæslu og án þess að gæta nægilega að því að vegurinn væri án umferðar á nægilega löngum kafla, með þeim afleiðingum að hann ók í veg fyrir bifhjólið , sem ekið var norður veginn, með þeim afleiðingum að ökumaður bifhjólsin s hlaut mar á nokkrum stöðum í fremra heilablaði, ótilfært brot í augntóft vinstra megin, mörg rifbrot vinstra megin, hryggjaliðabrot, samfallsáverka á hryggjalið, blóðsöfnun utan æða við hryggjasúlu í brjósthrygg, loftbrjóst vinstra megin, liðhlaup á öllu m tám á vinstri fæti, brot á ristarbeinum vinstra megin, ótilfært brot á ytra miðfótabeini, áverkastýrða aflimun af vinstri tá frá fjarenda nærkjúku. Telst þetta varða við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 4. gr., 1. mgr. 18. gr., 2. mgr. 20. gr., 2. mgr. 28. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar Af hálfu ákærða er kr afist vægustu refsingar sem lög leyfa , greiðslu sektar eða eftir atvikum skilorðsbundið fangelsi. Krafist er sýknu af kröfu um sviptingu ökuréttinda. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar til handa skipuðum verjanda. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst . V erður 2 lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. hei mildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Í ákæru er háttsemi ákærða, sem honum er gefið að sök, heimfærð til 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 4. gr., 1. mgr. 18. gr., 2. mgr. 20. gr., 2. mgr. 28. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Af hálfu ákærða var því mótmælt að háttsemi hans sem lýst er í ákæru yrði heimfærð til 1. mgr. 4. gr., 1. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 28. gr. sömu laga. Samkvæmt fyrri málslið 1. mgr. 4. gr. síðarnefndu laganna skal vegfarandi sýna tillitssemi og varúð svo að eigi le iði til hættu eða valdi tjóni eða óþægindum, og þannig að eigi trufli eða tefji umferð að óþörfu. Vegna krafna um skýrleika refsiheimilda verður manni ekki gerð refsing fyrir brot á þessu ákvæði einu og sér, en aftur á móti ber að líta til þessarar meginre glu við mat á því hvort ökumaður hafi sýnt af sér gáleysi í skilningi 219. gr. almennra hegningarlaga þegar ökutæki, sem hann stjórnaði, hefur valdið líkamstjóni. Þá kemur fram í 1. mgr. 18. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 að ökumaður skal vera með ökutæki s itt eins langt til hægri og unnt er með tilliti til annarrar umferðar og aðstæðna að öðru leyti. Við akstur á vegi sem skipt er í akreinar í sömu akstursstefnu skulu ökumenn að jafnaði velja að aka á hægri akrein verði því við komið en nota vinstri akrein til að aka fram hjá öðru ökutæki, sbr. þó 5. mgr. 23. gr. Verður ekki séð af ákæru hvernig háttsemi ákærða falli undir fyrrgreint ákvæði. Ákærði er einnig ákærður fyrir brot gegn 2. mgr. 28. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þar kemur fram að á vegi má einungis stöðva ökutæki eða leggja því hægra megin. Þar sem einstefnuakstur er má þó setja aðrar reglur, sbr. 1. mgr. 84. gr. Utan þéttbýlis má einungis stöðva eða leggja ökutæki hægra megin miðað við akstursstefnu. Þó má stöðva eða leggja ökutæki vinstra megin ef ómögulegt reynist að stöðva eða leggja því hægra megin á vegi. Stöðva skal ökutæki eða leggja því við ystu brún akbrautar og samhliða henni eða utan hennar, ef unnt er. Verjandi kvað að ákærði hafi stöðvað utan vegar og því ætti á kvæðið ekki við þar sem ákvæðið eigi aðeins við stöðvun og lagningu á vegi. Í ákvæðinu er tekið fram að ef stöðva skuli ökutæki þá er æskilegt að leggja bifreið utan akbrautar, ef unnt er, sbr. lokamálslið ákvæðisins . Verður því að telja að ákv æðið eigi einn i g við þau ökutæki sem leggja utan vegar við hliðin a á akbraut . Þá kemur einnig fram að h eimilt sé að stöðva eða leggja ökutæki vinstra megin ef ómögulegt reynist að stöðva eða leggja því hægra megin. Með hliðsjón af gögnum málsins , m.a . myndum af vett v angi, verður að telja að ákærði hefði getað stöðvað og lagt ökutæki sínu hægra megin við akbrautina og það hafi ekki reynst ó mögulegt. Með vísan til þess, sem að framan greinir, verður ákærði sakfelldur fyrir brot á 219. gr. almennra hegning arlaga nr. 19/1940 og 2 . mgr. 20 . gr. og 2. mgr. 28. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Í greinargerð kemur fram að ákærði telji að háttsemi hans hafi verið einfalt gáleysi, þ.e. á mörkum gáleysis og óhappatilviljunar. Í ákæru sé ekki vísað til þess að ákærði h afi ekið of hratt, bifreið hans vanbúin eða að um glannaakstur hafi verið að ræða, enda ekkert sem bendi til þess. Allt bendi til þess að ákærði hafi ekki orðið var við bifhjólið. Afleiðingar slyssins séu alvarlegar fyrir ökumann bifhjólsins og hafi atviki ð haft veruleg 3 áhrif á ákærða og hann fundið til mikillar vanlíðunar vegna þess. Þá telji ákærði að ekki séu uppfyllt skilyrði 1. mgr. 99. gr. umferðarlaga um sviptingu ökuréttinda og því beri að hafna kröfu ákæruvaldsins. Hvorki hafi verið um að ræða mjög vítaverðan akstur né teljist varhugavert að ákærði stjórni ökutæki. Ákærði hefur hreinan sakaferil. Við ákvörðun refsingar verður m.a. litið til þess að afleiðingar voru alvarlegar , sbr. 2. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en jafnfra mt að um einfalt gáleysi er að ræða, sbr. 6. tl. 1. mgr. 70. gr. sömu laga. Refsing ákærða er ákveðin fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Með lýstri háttsemi gerðist ákærði sekur um gáleysi við akstur. Þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar verður h áttsemin þó hvorki talin mjög vítaverð í skilningi 1. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 né verður talið varhugavert að ákærði stjórni vélknúnu ök utæki. Eru því ekki efni til að svipta ákærða ökurétti. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ. m . t. þóknun skipaðs verjanda síns á rannsóknarstigi og fyrir dómi , eins og hún ákveðst í dómsorð i að virðisaukaskatti meðtöldum. Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, Ari Biering Hilmarsson, sæti fangelsi í 30 daga. Fresta ber fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 482.181 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Sigmundar Guðmundssonar lögmanns, 347.510 krónur.