Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 1. apríl 2020 Mál nr. S - 35/2020 : Lögreglustjórinn á Vestfjörðum ( Bryndís Ósk Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Kristján Óskar Ásvaldsson hdl. ) Dómur I Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið föstudaginn 27. mars sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vestfjörðum þann 11. febrúar sl., á hendur X , kennitala 000000 - 0000 , , , fyrir ofbeldisbrotbrot í nánu sambandi, með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar, A , kt. 000000 - 0000 , föstudaginn 16. ágúst 2019, á heimili þeirra að , með því að slá hana með flötum lófa í andlit og kýla han a með krepptum hnefa í andlit, sem varð til þess að hún féll aftur fyrir sig í gólfið , og í kjölfar þess dregið hana eftir gólfi herbergisins, með því að halda um hendur hennar, en afleiðingar árásarinnar voru þær að hún hlaut mikið mar og nokkrar kúlu r á stóru svæði á andliti vinstra megin, glóðarauga vinstra megin, bólgu og skekkju á nefi (septum deviation), lítinn skurð (um 1 cm) við vinstri augabrún, og skurð hægra megin við hársvörð (um 2 cm). Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. b. almennra he gningarlaga nr. 19/1940, sbr. síðari breytingar. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. 2 II Við þingfestingu málsins 27. mars sl. gerði ákæruvaldið breytingu á efni ákæru skjals þannig að , en að öðru leyti stendur ákæran óbreytt. Ákærði mætti við þingfestingu málsins og viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök , eftir framangreindar breytingar á ákæ runni . Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilu m hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málsatvik er skírskotað til ákærðu, sbr. áður nefndar breytingar. Sannað er með framangreindri játningu ákærða, sem er í samræmi við framlögð rannsóknar gögn, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Hefur ákærði því unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði , dagsettu 12. febrúar sl. , hefur ákærði ekki áður sætt refsingu. Við ákvörðun re f sin gar verður til þess litið sem og þess að ákærði hefur játað sök sína skýlaust , verið samvinnuþýður og veitt liðsinni sitt við rannsók n málsins. Að ofanrituðu virtu þykir r efsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 2 mánuði en rétt þykir að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, 229. 790 króna, sem er u málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Kristjáns Óskars Ásvaldssonar lögmanns, 152.830 krónur að teknu tilliti til virði saukaskatts , þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Birnu Ketilsdóttur lögmanns 66.960 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts, auk kostnaðar samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 10.000 kr. 3 Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði , X , sæti fangelsi í tvo mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Ákærði greiði 229.790 krónur í sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Kristjáns Óskars Ásvaldssonar lögmanns, 152.830 krónur og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Birnu Ketilsdóttur lögmanns 66.960 krónur . Bergþóra Ingólfsdóttir