Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 22. apríl 2020 Mál nr. S - 55/2020 : Lögreglustjórinn á Vestfjörðum ( Karl Ingi Vilbergson lögmaður ) g egn Una Jóhannesdóttir ( Jóhanna Sigurjónsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið mánudaginn 20. apríl sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vestfjörðum þann 18. mars sl., á hendur Unu Jóhannesdóttur, kennitala 000000 - 0000 , , , fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa sunnudaginn 2. febrúar 2020, ekið bifreiðinni , um Hnífsdalsveg á Ísafirði, þá Krók, Túngötu, Hafnarstræti og Skutulsfjarðarbraut, ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mæ ldist tetrahýdrókannabínól 1,1 ng/ml), uns lögregla stöðvaði akstur hennar við Hampiðjuna á Skutulsfjarðarbraut. Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærð a verði dæmd til refsingar , til svip tingar ökurétti skv. 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, og greiðslu alls sakarkostnaðar. Hvorki ákærða né skipaður verjandi hennar mætt u við þingfestingu málsins né boðuðu forföll. Í fyrirkalli sem birt var ákærðu þann 17. apríl sl., var þes s getið að fjarvist hennar yrði metin til jafns við það að hún viðurkenndi að hafa framið það brot sem ákært er fyrir og dómur yrði lagður á málið að ákærð u fjars taddri samkvæmt heimild í 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Sannað þykir, með vís an til ofanritaðs og gagna málsins að ákærð a hafi gerst sek um þá háttsemi sem h enni er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærð a hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði , dagsettu 23. mar s 2020 , hefur á kærða í þrígang áður undirgengist sátt vegna brota á umferðarlögum . Fyrst 20. október 2017 er ákærðu var gerð 280.000 króna sekt fyrir brot gegn 1. sbr. 3. mgr. 45. gr. og 1. sbr. 2 2. mgr. 45. gr. a umf l. nr. 50/1987 , auk þess sem ákærða var þá svipt ökuréttindum í 12 mánuði. Þann 25. janúar 2019 gekkst ákærða undir sekt vegna brots gegn 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a u m fl. nr. 80/1987 að fjárhæð 140.000 krónur og var þá jafnframt svipt ökuréttindum í 12 mánuði. Loks var ák æ r ðu gerð 260.000 króna sekt vegna brots gegn 50. gr. umfl. nr. 77/2019 þann 10 . febrúar 2020 auk þess sem hún var þá svipt ökuréttindum í 12 mánuði frá þeim degi að telja. Brot það sem ákærða hefur verið sakfelld fyrir í þessu máli var framið áður en ákæ rða gekkst undir síðast nefnda lögreglusátt 10. febrúar 2020 og verður ákærðu því nú gerður hegningarauki samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar verður hér og við það miðað að ákærða h efur nú í þriðja sinn brotið gegn á kvæði umferðarlaga er varðar akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Refsing ákærðu þykir að framanrituðu virtu hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi. Þá ber með vísan til 4. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 að svipta ákærðu ökurétti ævilangt. Með vísa n til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærð u til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samtals 190.419 krónum, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Jóhönnu Sigurjónsdóttur lögmanns , 89.590 krónur að teknu tilli ti til virðisaukaskatts. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærð a , Una Jóhannesdóttir, sæti fangelsi í 30 daga. Ákærða er svipt ökurétti ævilangt. Ákærða greiði 190.419 krónur í sakarkostnað. Bergþóra Ingólfsdóttir