Héraðsdómur Austurlands Dómur 14. júlí 2022 Mál nr. S - 63/2022 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn A ( Hilmar Gunnlaugsson lögmaður ) Dómur . I. 1. Mál þetta, sem dómtekið var 7. júlí 2022, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 24. maí sl., en móttekinni 2 0. j úní sl. , á hendur A , kennitala , , : ,,fyrir umferðarlagabrot í Múlaþingi, með því að hafa seinnipart föstudagsins 11. júní 2021, sviptur ö kurétti, ekið bifreiðinni , um hringveg nr. 1, í Jökuldal, á móts við Hjarðargrund, með allt að 113 km hraða á klukkustund, þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hraði bifreiðarinnar var mældur með rat sjá nr. SD71, sem staðsett var í lögreglubifreið nr. 284. Telst þetta varða við 3 . mgr. 37. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. breytingarlög . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls s akarkostnaðar . 2. Skipaður verjandi, Hilmar Gunnla ug sson lögmaður, krefst þess aðallega ákvörðun refsingar ákærða verði frestað skilorðsbundið , til vara að fullnustu refsingar verði frestað skilorðsbundið , en til þrautavara að ákærði verði eingöngu dæmdu r til að gre iða sekt til ríkissjóðs. Þá krefst verjandinn hæ f ilegrar þók nunar að mati réttarins. II. 1. Fyrir dómi hefur ákærði skýlaust viðurkennt sök, líkt og háttsemi hans er lýst í ákæru. Játning ákærða er í samræmi við rannsóknargögn lögreglu. 2. A ð ofangreindu virtu og með lýstri játningu ákærða, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm , er að áliti dómsins nægjanlega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir . E n brot hans er u þar réttilega heimfærð til laga. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Að ofangreindu virtu verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru . 2 III. 1. Ákærði, sem er fæddur árið , hefur samkvæmt sakavottorði sakaskrár ríkisins áður sætt refsingum. Ákærða var samkvæmt sátt lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu , þann 3. s eptember 2020 , gert að greiða sekt til ríkissjóðs vegna fíkniefn a a ksturs og fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöfinn i , en hann var þá jafnframt sviptur ökurétti ndum tímabundið. Þá var ákærða með sátt Lögreglustjórans á Austurlandi, þann 7. o któber 2020 , gert að greiða sekt til ríkissjóðs fyrir sviptingar - og hraðakstur . Loks var ákæ rði með sátt Lögreglustjórans á Aust u rlandi , þann 9. febrúar 2020, gert að greiða sekt til ríkissjóðs vegna sviptingaraksturs . 2. Í máli þessu hefur ákærði enn verið fundinn sekur um umferðarlagabrot, þ. e. sviptingarakstur, og er það í þriðja skiptið sem það gerist. Að ofangreindu virtu og lýstum sakarferli þykir refsing ákærða í ljósi aðstæðna hans, sbr. ákvæð 1 9. tl. 1. mgr. 74. gr. og 4. m gr. 77. g r. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , eftir atvikum hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga, sem ekki þykir fært að skilorðsbinda , svo og 50 .000 króna sekt til ríkissjóðs . Greiði ákærði ekki sektin a innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins að telja sæti hann sex daga fangelsi . 3. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærða til að greiða sakarkostnað, en til þess er að líta að ekki féll til kostnaður við lög reglurannsókn málsins. Að þessu virtu ber að dæma ákærða til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, Hilmars Gunnlaugssonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 111.600 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Af hálfu ákæruvalds fór með málið Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, A , sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði greiði 5 0.000 króna sekt til ríkissjóðs og komi sex daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vik n a frá uppkvaðningu dómsins. Ákærði greiði 111.600 krónur í sakarkostnað, og er þar um að ræða þóknun skipaðs verjanda hans, Hilmars Gunnlaugssonar lögmanns.