Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 21. nóvember 2019 Mál nr. E - 1270/2019: A Jón Sigurðsson lögmaður gegn B Kristján B. Thorlacius lögmaður Mál þetta , sem var dómtekið 12. nóvember 2019 , er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af A , [...] , [...] , á hendur B , [...], [...] , með stefnu birtri 20. mars 2019. Stefnandi gerir eftirfarandi dómkröfur á hendur stefnda: 1. Að viðurkennt verði með dómi að stefndi sé skaðabótaskyldur gagnvart stefnanda vegna ráðningar C í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja hjá stefnda í mars 2018. 2. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 4.000.000 kr. í miskabætur, auk dráttarvaxta , skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 , af þeirri upphæð frá 20. mars 2019 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar. Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Til vara er krafist verulegrar lækkunar á kröfum stefnanda. Í báðum tilfellum er krafist málskostnaðar. I Hinn 2. febrúar 2018 var auglýst til umsóknar laust starf forstöðumanns íþróttamannvirkja hjá stefnda. Í auglýsingu nni kom fram að forstöðumaður myndi hafa faglega og fjárhagslega ábyrgð á starfsemi íþróttamannvirkja stefnda, sjá um rekstur og daglega stjórnun íþróttamannvirkja, stjórnun starfsmannamála og bera ábyrgð á framkvæmd starfsmannastefnu, stefnumótun og gerð starfs - og fjárhagsáætlana. Þá kom þar fram að forstöðumaður myndi hafa náið samsta rf við Íþróttabandalag Akraness, skólasamfélagið og aðra sem sinna tómstundamálum. Meðal hæfniskrafna í auglýsingu var háskólamenntun eða önnur menntun sem nýt t ist í starfi, víðtæk þekking á málaflokknum, reynsla af rekstri og stjórnun var talin æskileg, l eiðtogahæfni, góð samskiptahæfni, faglegur metnaður, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileikar og frumkvæði. Umsóknarfrestur rann út 25. febrúar 2018. Alls bárust sautján umsóknir. 2 Svið s stjóri skóla - og frístundasviðs og sviðsstjóri stjórnsýslu - og fjármá lasviðs höfðu í sameiningu umsjón með ráðningarferlinu. Skóla - og frístundaráð gerði svo tillögur um ráðningu til bæjarstjórnar. Að loknu mati á umsóknargögnum voru sex umsækjendur boðaðir í viðtal hinn 3. mars 2018. Stefndi kveður að allir umsækjendur ha fi fengið sömu spurningarnar og jafnlangan tíma eða 40 mínútur. Hinn 8. mars 2018 var fjórum umsækjendum, þar með talið stefnanda og þei m umsækjanda sem fékk starfið, sent verkefni þar sem þeir voru beðnir um að móta aðgerðaráætlun fyrir fyrstu þrjá mánu ði í starfi forstöðumanns íþróttamannvirkja og aðgerðaráætlun varðandi mannauðsmál þar sem fram kæmi almenn nálgun á úrvinnslu vinnustaðagreiningar, breytingar á vinnufyrirkomulagi sem reyni á breytingastjórnun og öðru því sem umsækjandi t e ldi skipta máli í mannauðsmálum. Stefndi kveður að markmið verkefnisins hafi verið að meta innsæi umsækjanda í starf forstöðumanns, leiðtoga - og skipulagshæfileika ásamt því að fá fram þekkingu og reynslu í starfsmannastjórnun og mannauðsmálum. Einnig hafi markmiðið verið að meta styrkleika viðkomandi í að setja fram hugmyndir með skýrum og skipulögðum hætti. Í framhaldsviðtalinu, 12. mars, áttu umsækjendur að kynna verkefnið. Stefndi kveður að sömu aðila r hafi tekið þetta viðtal og hið fyrra og hafi viðtal ið tekið um 30 m ínútur. Hinn 27. mars 2018 var stefnanda tilkynnt að C hefði verið ráðin í starfið. Hinn 4. apríl 2018 óskaði stefnandi eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun stefnda sem og gögnum. Rökstuðningur var veittur 20. apríl 2018 þar sem farið var yfir þau atriði er leiddu til þess að C var metin hæfasti umsækjandinn. Hins vegar fylgdu engin gögn og var beiðnin ítrekuð 3. júlí 201 8 . Hinn 4. september 2018 sendi stefndi gögn. Hinn 7. nóvember 2018 óskaði stefnandi eftir nánari upplýsingum og gögnum. Hinn 28. desember 2 018 bárust frekari gögn, þar sem listuð voru upp nöfn allra umsækjenda og nöfn þeirra umsækjenda er voru boðaðir í viðtöl, en vísað til þess að umbeðin gögn yrðu afhent á fyrstu dögum nýs árs. Hinn 7. janúar 2019 sendi lögmaður stefnanda tölvubréf með ítre kun. Hinn 10. s.m. sendi stefndi upplýsingar um starfstitil allra umsækjenda auk fundargerðar bæjarstjórnar, dags. 27. mars 2018, greinargerð um ráðningu í hið auglýsta starf og umsóknargögn þeirra tveggja umsækjenda er einnig voru boðaðir í framhaldsviðta l. Næsta dag á eftir sendi lögmaður stefnanda enn á ný tölvubréf til stefnda með ítrekun um afhendingu gagna, þar sem svo virtist sem enn hefðu ekki öll umbeðin gögn verið afhent. Svar barst frá stefnda 16. janúar 2019, en þá voru send ódagsett matsblöð og samantekt yfir stigagjöf umsækjenda. Í kjölfarið, eða 17. mars, sendi lögmaður stefnanda svar til stefnda og óskaði upplýsinga um hvort öll gögn málsins hefðu nú borist. Þá var óskað eftir svörum við því af hverju það fyrirkomulag h e fði verið viðhaft á fu ndi bæjarstjórnar, dags. 27. mars 2018, að færa þann dagskrárlið er varðaði ráðningu í starfið til fundarloka og hvers vegna hefði verið ákveðið að slökkva á upptöku áður en umræðan hæfist. Eftir 3 ítrekun frá lögmanni stefnanda barst svar frá stefnda 23. ja núar 2019. Svarinu fylgdu óframkomnar umsagnir frá umsagnaraðilum og staðfest var af hálfu stefnda að nú hefðu öll umbeðin gögn verið send. Hvað varðar þá ákvörðun að slökkva á upptökubúnaði á bæjarstjórnarfundi svaraði stefndi á þá leið að hefð væri fyrir því að svo væri gert. Stefnandi ritaði stefnda bréf, dags. 24. janúar 2019, þar sem rakið var að hann liti svo á að um ólögmæta ráðningu hefði verið að ræða og að gerð væri krafa um greiðslu fjártjónsbóta og miskabóta af þeim sökum. Í bréfi stefnda frá 12. febrúar 2019 var bótaskyldu hafnað. II Í fyrsta lagi byggist krafa stefnanda á því að hæfasti umsækjandi nn hafi ekki verið ráðinn í starfið. Ráða beri í starfið þann umsækjanda sem h afi mestu menntun og starfsreynslu til þess að sinna hinu auglýsta starfi . Augljóst sé að stefnandi hafi langtum meiri starfsre ynslu og menntun til þess að gegna starfi nu en sú sem ráðin var og í raun slíka yfirburði hvað þessa þætti varðar að telja verð i ákvörðunina um ráðningu með öllu óskiljanlega, óeðlilega og ólögmæta. Stefnandi h afi lokið meistaragráðu í stjórnun frá Háskól anum á Bifröst. Hann hafi B.ed. - gráðu frá Íþróttakennaraskóla Íslands, sem veiti kennsluréttindi á grunnskóla - og framhalds s kólastigi. Auk þess h afi hann setið fjölda sérhæfðra námskeiða á þeim sviðum er tengjast hæfniskröfum starfsauglýsingar. Starfsferi ll stefnanda sé mjög umfangsmikill og langur. Meðal annars hafi hann starfað sem íþrótta - og æskulýðsfulltrúi Borgarbyggðar í 22 ár og öðlaðist þar mikla reynslu af rekstri íþróttamannvirkja, fjárhagsáætlanagerð, þróunar - og uppbyggingarstarfi og starfsman nahaldi. Einnig hafi hann á árunum 2013 til 2016 starfað sem framkvæmdastjóri Ungmennafélags Aftureldingar og stýr t starfi félagsins í heild sinni . Á árunum 2011 til 2012 hafi stefnandi starfað sem ráðgjafi um rekstur og starfsmannahald í íþróttamannvirkju m Mosfellsbæjar. Stefnandi h afi því yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af rekstri hvers konar íþróttamannvirkja og störfum tengdum þeim. Stefnandi h afi einnig mikla reynslu af kennslustörfum . Meðal annars hafi hann starfað sem leiðbeinandi síðustu ár hjá Símenntun fræðslusetri fyrir starfsfólk íþrótta - og sundlaugamannvirkja , með áherslu á ábyrgð í starfi út frá lagaumhverfi, samskiptum og þjónustu starfsfólks sem vinnur í íþróttamiðstöðvum og sundlaugamannvirkjum. Einnig h afi hann tekið að sér árlega kenn slu við félagsvísindasvið Háskóla Íslands , svo og starfað sem kennari við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ árið 2013. Þá hafi s tefnandi mikla reynslu af málum á sviði forvarna og íþrótta - og æskulýðsmála og meðal annars verið formaður félags íþrótta - og æskulýðsmála og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT) í átta ár . Einnig hafi hann fengið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. 4 Í annan stað sé byggt á því að huglægt mat matsaðila hafi verið gert að aðalatriðinu og að vikið hafi verið frá kröfum í auglýsingunni. Með hinu huglæga mati hafi verið gerðar tilteknar kröfur sem ekki h afi verið í starfsauglýsingu nni . Telur stefnandi þá framkvæmd að byggja ákvörðun um ráðningu á huglægum sjónarmiðum tveggja matsaðila hvorki standast skráð ar né óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar. Í ráðningarferlinu hafi umsækjendur verið boðaðir í viðtöl . Af ódagsettum matsblöðum, er send hafi verið stefnanda 23. janúar 2019, eða rúmlega 10 mánuðum eftir að þeirra var óskað fyrst, megi ráða að við mat á vali á umsækjanda hafi matinu verið skipt í þrjá þætti. Nánar tiltekið : i) hvernig umsækjendur uppfylltu lögbundnar hæfniskröfur (30% vægi), ii) frammistaða umsækjenda í viðtali (40% vægi) og iii) verkefni umsækjanda (30% vægi). Það hvernig einstakir ums ækjendur uppfyllt u auglýstar og lögbundnar hæfniskröfur auglýsingar hafði því aðeins 30% vægi við lokaákvörðun um ráðningu í starfið . S tefndi vék þar með svo veruleg a frá auglýstum og lögbundnum kröfum að sá umsækjandi sem uppfyllti þær kröfur best , og hla ut þ.a.l. að vera hæfasti umsækjandinn um starfið, hafði enga tryggingu fyrir því að hljóta starfið sökum ýmissa huglægra skilyrða (70%) sem ekki höfðu verið auglýst og stefndi einhliða ákvað að gera að 70% vægi við ákvörðunartöku um ráðningu. Samkvæmt mat sblöðum hafi stefnandi verið hæstur með fullt hús stiga hvað framangreindar lögbundnar kröfur varðar, fékk 30 af 30 mögulegum úr þeim þætti matsins. Við mat á frammistöðu í viðtali hafi umsækjendum verið gefin stig í kjölfar viðtals, sbr. ódagsett matsblö ð yfir stigagjöf umsækjenda. Gefin hafi verið stig fyrir 11 mismunandi þætti, m.a. framtíðarsýn og skipulagningu í starfi, tækifæri fyrir Akranes, styrkleika, veikleika og framkomu í viðtali. Enginn mælikvarði hafi legið fyrir um hvað svar þyrfti að inniha lda til að ná tilteknum stigum. Mat á stigagjöf í viðtali hafi gilt 40% af heildarmati og því verið fullkomlega huglægt af hálfu þeirra sem framkvæmdu matið. Hvað varðar mat fyrir verkefni það er lagt hafi verið fyrir umsækjendur , þá ligg i ekki fyrir nein n próflykill/mælikvarði um hvað þurft hefði að koma fram til að ná tiltekinni einkunn. Niðurstaðan úr þessum hluta hafi því, líkt og mat á frammistöðu í viðtali , eingöngu byggst á huglægu mati ráðningaraðila. Þá liggi ekki fyrir rökstuðningur að baki einku nnagjöf, þ.e.a.s. hvers vegna sú sem ráðin hafi verið hafi fengið yfirburða hæstu einkunn fyrir sitt verkefni. Bent er á að einkunn fyrir verkefni virðist hafa verið ráðandi þáttur um niðurstöðu ráðningarinnar. Stefnandi hafi fengið 30 stig af 30 mögulegu m úr þeim hluta matsins er sneri að auglýst um hæfniskröfur. Byggir stefnandi á því að með því sé með óyggjandi hætti staðfest að hann hafi verið hæfasti umsækjandinn og því hafi honum borið að fá starfið. Ljóst sé að með notkun umrædds matsblaðs hafi stefndi sveigt fram hjá lögbundnum skyldum um að ráða hæfasta umsækjandann í starfið. Með matsblaðinu hafi því verið sneitt með grófum hætti fram hjá hlutlægum hæfniskröfum. 5 Stefnandi byggir á því að ákvörðun stefnda um ráðningu hafi brotið í verulegu geg n ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Aðallega gegn 22. gr. stjórnsýslulaga, lögmætisreglunni, réttmætisreglunni, rannsóknarreglunni. Þá hafi verið brotið gegn upplýsingarétti aðila skv. 15. gr. stjórnsýslulaga. Hvað varðar fyrri dómkröfu stefnanda l eit i stefnandi viðurkenningardóms á grundvelli 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnandi hafi ótvíræða lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um kröfur sínar og telur skilyrði skaðabótaábyrgðar uppfyllt og jafnframt sýnt fram á að hann hafi o rðið fyrir tjóni. Tjón stefnanda leiðir af því að hann hlaut ekki ráðningu í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja hjá stefnda , þrátt fyrir að hafa uppfyllt skilyrði laga til að hljóta starfið , og sé tjónið því talið nema launum forstöðumanns í a.m.k. tvö ár frá ráðningu, að frádregnum launum sem hann h afi fengið greidd í því starfi sem hann hafi sinnt á sama tímabili, sbr. dómvenju um slíkan frádrátt. Ekki liggi fyrir upplýsingar um það nákvæmlega hver launakjör forstöðumanns séu, en stefnandi telji þó ljó st að þau séu hærri en þau sem hann nýtur í því starfi sem hann gegnir nú. Áskilinn sé réttur til að afla og leggja fram frekari gögn um umfang tjónsins. Stefnandi byggir á því að enginn vafi leiki á því að hann hafi orðið fyrir fjártjóni, enda liggi fyrir að stefnandi hefði hlotið ráðningu í starfið ef ekki hefði komið til hinnar ólögmætu ráðningar. Stefnandi reisir miskabótakröfu sína á því að stefndi hafi með framferði sínu í tengslum við hina ólögmætu ráðningu valdið stefnanda ólögmætri meingerð gegn æ ru hans og persónu og beri því bótaábyrgð vegna þess miskatjóns sem hann varð fyrir. Til þess verð i einnig að líta í þessu sambandi að stefnandi hafi uppfyllt allar kröfur laga til þess að hljóta starfið og verið óumdeilanlega mun hæfari til þess að gegna starfinu en sú sem ráðin var að því er varðar menntun og starfsreynslu, og því hafi miski hans verið enn meiri en ella. Með framferði sínu hafi stefndi valdið stefnanda álitshnekki, rýr t starfsheiður hans, smánað hann og valdið honum miklum óþægindum. Stef nandi byggir enn fremur á því að með ráðningu í starfið hafi staða stefnanda, menntun, starfsferill og starfsreynsla verið sniðgengin á einkar niðurlægjandi hátt og í raun verið höfð að engu. Miskabótakrafan styðst við ákvæði b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðab ótalaga nr. 50/1993, sbr. 13. gr. laga nr. 37/1999. III Sýknukrafa stefnda byggist á því að hæfasti umsækjandinn hafi verið ráðinn í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja hjá stefnda m.t.t. þeirrar lýsingar á starfinu og krafna sem gerðar hafi verið til umsækjenda í auglýsingu. Það hafi verið mat stefnda að C hefði háskólamenntun eða aðra menntun sem nýttist í starfi. Hún hafi lokið B.A. - gráðu frá Háskóla Íslands í tómstunda - og félagsmálafræði , auk þess sem hún hafi sótt fjölda námskeiða um uppeldi, stjórnun, 6 frítíma og forvarnir. Einnig hafi hún haft víðtæka þekkingu á málaflokknum. Hún h afi verið forstöðumaður frístundaheimilis við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ frá árinu 2011 með góðum árangri. Í því starfi heyrðu undir hana þrjár starfsstöðvar. Einnig hafi hún komið að skipulagningu frístundastarfs fyrir aðra nemendur skólans og skipulagningu á vinaliðaverkefni skólans. Þá hafi hún verið formaður Karatefélags Akraness á árunum 2005 2011 og varaf ormaður Badmintonfélags Akraness árin 1987 1989 sem og starfað sem þjálfari í badminton og karate . Þá hafi hún haft langa reynslu af starfi innan opinberrar stjórnsýslu. Það hafi verið mat stefnda að C hefði reynslu af rekstri og stjórnun. Í starfi sínu se m forstöðumaður frístundaheimilis frá árinu 2011 hefði hún byggt upp öflugt starf, svo eftir var tekið . Hún hafi borið ábyrgð og s éð um skipulagningu alls innra starfs frístundaheimilisins. Undir hennar stjórn hafi að jafnaði verið yfir 20 starfsmenn. Henn i hafi tekist að halda miklum stöðugleika í starfsmannahaldi og jafnri kynjaskiptingu. Auk þess h afi hún ríka reynslu af vinnu með niðurstöður starfsmannakannanna og hafi tekið regluleg starfsmannaviðtöl og starfsþróunarviðtöl. Þá hafi hún séð um fjárhag s á ætlunargerð fyrir frístundaheimilið og b orið ábyrgð á að framfylgja henni . Auk þess h afi hún komið að erfiðum starfsmannamálum og unnið úr þeim til árangurs. Það hafi verið mat stefnda að C hefði leiðtogahæfni og góða samskiptahæfni. Í starfi sínu hafi hú n sýnt mikla leiðtogahæfileika og mikið hafi reynt á faglega þekkingu hennar og ábyrgð. Hún hafi þróað frístundaheimili í að vera sérstaklega eftirsótt af nemendum. Hún hafi haft skýra yfirsýn yfir öll börn frístundaheimilis og inn sæi í þarfir þeirra og ja fnframt átt mikið og árangursríkt samstarf við foreldra þeirra barna sem nýttu þjónustuna, sem sé óvenju hátt hlutfall. Hún h afi haft skýra sýn og miðlað henni til undirmanna sinna og byggt upp liðsheild. Umsagnaraðilar hafi sagt hana vera hreinskipt n a, gó ða, hugmyndaríka og lausnamiðaða í samstarfi. Hún hafi jafnframt verið sögð bera mikla virðingu fyrir starfsfólki sínu og vera sterk í að greina styrkleika starfsmanna og styðja þá í starfi. Það hafi verið mat stefnda að C hefði mikinn faglegan metnað fyri r starfi sínu en hún hafi verið sögð brenna fyrir málaflokkinn. Hún hafi gert kröfur um gæði innra starfs og þjónustu við börn og foreldra. Metnaður hennar hafi ekki síst komið fram í ástundun, virkni, vinnusemi og sérstöku innsæi í þarfir þeirra sem nota þjónustuna. Í seinna viðtalinu, þar sem hún hafi farið yfir úrlausn verkefnis, hafi hún lagt fram mjög skýr markmið fyrir fyrstu mánuði í starfi forstöðumanns og sýn t gott innsæi í starfið og þá möguleika sem starfsemin get i boðið upp á. Það hafi verið mat stefnda að C hefði sýnt sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfileika og frumkvæði en reynt hefði sérstaklega á þetta í starfi hennar. Hún hafi verið eini stjórnandinn á sínu sviði í Lágafellskóla. Árangur hennar hafi ekki síst legið í þ ví að byggja upp frístundaheimili þar sem hlutfall þeirra barna sem s óttu 7 frístundaheimili ð hefði hækkað sífellt , auk þess sem stöðugleiki hafi verið í starfsmannahópnum og hún hafi náð að byggja upp vinnustaðarmenningu sem hafi skilað sér í góðum árangri í vinnustaðakönnunum. Í tengslum við ofangreint sé þeirri málsástæðu stefnanda að undantekningarlaust beri að ráða í starfið þann umsækjenda sem hafi mestu menntun og starfsreynslu sérstaklega mótmælt. Stefndi byggir á því að menntun og reynsla sé aðeins hluti af þeirri heildarmynd sem kemur til skoðunar þegar metið sé hver sé hæfasti umsækjandinn um starf. Krafa um háskólamenntun sem nýttist í starfi hafi aðeins verið ein af sex auglýstum hæf n iskröfum . Þá hafi ekki verið gerð krafa um tiltekna starfsreyns lu, heldur hafi reynsla af rekstri og stjórnun verið æskileg samkvæmt auglýsingu. Þetta hafi einungis verið tvær af sex auglýstum hæf n iskröfum og þar af leiðandi ekki einu atriðin sem horfa átti til við ákvarðanatökuna. Stefndi byggir á því að það sé heild armat á þeim sex hæf n iskröfum sem gerðar voru sem hafi leitt til réttrar ákvörðunar. Það sé einnig viðurkennt sjónarmið að játa stjórnvöldum ákveðið svigrúm við mat á hæfni umsækjanda þótt eðli máls samkvæmt verði það mat að byggj ast á málefnalegum og lögm ætum sjónarmiðum. Stefndi telur að svo hafi verið í máli þessu. Bent sé á að í auglýsingunni hafi sérstaklega verið tekið fram að forstöðumaðurinn ætti, auk þess að fara með rekstur og daglega stjórn íþróttamannvirkja , að sjá um stjórnun starfsmannamála, bera ábyrgð á framkvæmd starfsmannastefnu, stefnumótun og gerð starfs - og fjárhagsáætlana. Þá ætti hann að hafa náið samstarf við íþróttafélagið á staðnum, skólasamfélagið og aðra sem sinna tómstundamálum. Þannig hafi v erið ljóst að áhersla hafi verið lögð á að forstöðumaðurinn hefði gott vald á samskiptum, starfsmannamálum og væri fær um að bera ábyrgð á framkvæmd starfsmannastefnu, en þessum atriðum h afði verið nokkuð ábótavant í starfsemi og rekstri íþróttamannvirkja bæjarins. Við ráðningu í stöðu hafi stefndi orðið að hyggja að þörfum sveitarfélagsins og hafi þeir þættir sem umsækjendur hafi verið mátaðir við að byggja á aðstæðum hjá sveitarfélaginu og þ eim verkefnum sem þar hafi blasa ð við. Stefndi telur því að það hafi verið lögmætt og málefnalegt sjónarmið að líta til þess við mat á því hver væri hæfasti umsækjandinn að viðkomandi hefði gott vald á þessum málum. Við meðferð málsins, sérstaklega í viðt ölum og við úrvinnslu verkefnis , hafi orðið ljóst að C hafði yfirburði yfir aðra umsækjendur þegar heildarmyndin var skoðuð með hliðsjón af þeim atriðum sem sérstaklega hafi verið tiltekin í auglýsingunni um starfið, t.d. um samskipti og starfsmannamál. St efndi g eti því ekki fallist á að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið ráðinn í starfið eins og stefnandi heldur fram. Rétt sé að taka fram að ekki sé ágreiningur um að stefnandi haf i haft umtalsverða starfsreynslu og þekkingu á þessum vettvangi, enda endur spegl i st það í því að hann hafi kom ið ágætlega út úr viðtali sem fram fór, kom i st áfram í seinna viðtal og skilað verkefni í því sambandi. Áréttað sé að sú sem ráðin var til starfans ha fi einnig haft umtalsverða 8 reynslu og þekkingu á þeim vettvangi sem sta rfið kallar á. Auk þess sé bent á að það hafi samtals sex umsækjendur verið boðaðir í fyrsta viðtal og svo fjórum boðið í annað viðtal og að skila verkefni. Stefnandi og C hafi því ekki verið einu umsækjendurnir sem voru taldir uppfylla kröfur til menntuna r og reynslu í auglýsingu. Einnig sé vakin athygli á því að ekki var gerð krafa um tiltekna menntun eða framhaldsmenntun, heldur háskólamenntun sem nýttist í starfi. Þá hafnar stefndi þeirri málsástæð u stefnanda að eingöngu hafi verið byggt á huglægu mati matsaðila en litið fram hjá hæfniskröfum sem fram hafi komið í auglýsingunni. Bent sé á að C hafi uppfyllt allar kröfur sem á skildar voru í auglýsingunni. Þá hafi stefnandi og C fengið öll sömu tækifæri til að koma sinni þekkingu, sýn og sjónarmiðum um sta rfið á framfæri. Því sé hafnað að þau atriði sem fram hafi komið í viðtölum og úrvinnslu verkefnis feli aðeins í sér huglægt mat eins og byggt sé á af hálfu stefnanda. Hafa verði í huga að í spurningum sem lagðar voru fyrir umsækjendur í viðtali, sem og vi ð vinnslu verkefnis, hafi verið leitað eftir afstöðu umsækjenda , meðal annars til þeirra atriða sem upp voru talin í auglýsingunni, s.s. þekkingar á málaflokknum, reynslu af rekstri og stjórnun, leiðtogahæfileikum og samskiptahæfni, faglegum metnaði og sjá lfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfileikum og frumkvæði. Skoðaðir hafi verið sérstaklega styrkleikar og veikleikar á hverju sviði fyrir sig og lagt mat á framangreinda þætti. Því sé mótmælt að auglýstum hæfniskröfum hafi ekkert vægi verið gefið og að umsæ kjendum hafi ekki verið kunnugt um þá þætti sem horft yrði til við mat á umsóknum um starfið. Byggt sé á því að stefndi hafi ákveðið svigrúm við mat á málefnalegum sjónarmiðum og því hvernig umsækjendur fall i að vægi einstakra þátta sem horft sé til við mat á umsóknum. , eins og haldið sé fram í stefnu , og að stefnandi hafi verið hæstur með fullt hús stiga hvað þær Engin ákvæði séu til í íslensk ri löggjöf sem kveð i á um lögbundnar hæfniskröfur í þessu sambandi og/eða hvernig stjórnvöld eigi að meta umsækjendur til starfa. Þeim sé því frjálst að ákveða hvaða aðferðir séu viðh afðar við mat á umsóknum, svo fremi sem aðferðafræðin byggi á málefnalegu m sjónarmiðum og að virt séu ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og meginreglur stjórnsýsluréttar. Stefndi telur að við ráðningu í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja hafi hann framfylgt öllum þeim reglum og haft málefnaleg sjónarmið að leiðarljósi. Árétt að sé að auglýstar hæfniskröfur hafi verið taldar upp í sex liðum og því hafi farið fram heildarmat á þeim öllum . Stefndi telur einnig að það gæti ákveðins misskilnings í málatilbúnaði stefnanda hvað varðar matsblöð in eða stigagjöf ráðningarteymis stefnda fyrir umsækjendur. Á fyrstu blaðsíðu matblaðsins megi finna stigagjöf byggða á umsóknargögnum eingöngu 9 og hafi hún einkum verið ætluð til að meta hvaða umsækjendur ætti að boða til viðtals. Stefnandi hafi fengið flest stig út frá umsóknargögnum. Hæf n ismat inu hafi eðli málsins samkvæmt ekki lokið með því , enda höfðu viðtöl ekki farið fram. Starfsmannaval sé margþætt ferli sem sn úist um að samhæfa kröfur til starfsins og færni umsækjenda. Viðtöl séu viðurkennd aðferð við val á réttum starfsmanni og jafnframt nauðsynleg í ráðningarferlum, þar sem með þeim m egi m.a. sannreyna upplýsingar sem fram komi í umsóknum. Auk þess sé viðtalið góður vettvangur til að meta huglæg atriði eins og framkomu og færni í samskiptum, sem séu málefnaleg sjónarmið sem oft get i ráði ð úrslitum. Í viðtölunum hafi þekking umsækjenda m.a. verið könnuð með spurningum sem tengdust starfssviðum o.fl. Eftir að viðtölin höfðu farið fram voru umsækjendur metnir aftur m.t.t. auglýstra hæfniskrafna, m iðað við það sem kom fram í viðtalinu, og gef in stig til samræmis . Sú sem ráðin var í starfið hafi fengið flest stig. Þessi síðari stigagjöf hafi verið nýtt til að ákveða hvaða umsækjendur skyldu boðaðir til seinna viðtals þar sem þeim var gefið færi á að leysa verkefnið sem m.a. hafi verið hugsað fyrir þá til að þeir gætu sýnt hæfni sína til að gegna starfinu. Aftur voru umsækjendur metnir m.t.t. auglýstra hæfniskrafna út frá því sem kom fram í síðara viðtalinu og úrlausn verkefnis , og aftur fékk sú sem ráðin var flest stig . Hún fékk með því flest heildarstig í stigagjöfinni, sem hefði verið einn af þeim þáttum sem hafði áhrif á mat á umsækjendum. Af hálfu stefnanda hefur því verið haldið fram að ekki liggi fyrir af hverju verkefni C hafi fengið hærri einkunn en verkefni stefnanda. Því sé mó tmælt af hálfu stefnda. Eins og fram k omi í fyrirliggjandi rökstuðningi bæjarstjóra , þá lagði C fram mjög skýr markmið fyrir fyrstu mánuði í starfi forstöðumanns í seinna viðtalinu, þar sem hún fór yfir úrlausn verkefnisins . Þá hafi hún sýnt mjög gott inns æi í starfið og þá möguleika sem starfsemin get i boðið upp á . Stefndi byggir á því að almennt verði að ganga út frá því að heimilt sé að byggja val á milli hæfra umsækjenda um opinbert starf m.a. á því hvaða hugmyndir þeir hafi um viðkomandi starfsemi og h vort þær falli að viðhorfum handhafa veitingarvalds að þessu leyti. Ef lögð sé áhersla á þetta sjónarmið verð i þó að taka mið af þörfum hins opinbera og þeirra hagsmuna sem viðkomandi starfsemi á að vinna að. Stefndi telur að hann hafi gert það, sbr. einni g fyrri umfjöllun um mikilvægi starfsmannamála og samskipta í starfinu. Stefndi byggir á því að hann hafi fylgt öllum meginreglum stjórnsýsluréttar og ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 við ákvörðunar töku um ráðningu í starf forstöðumanns íþróttamannvirk ja. Stefndi byggir á því að sönnunarbyrðin fyrir því að skilyrði skaðabótaskyldu séu uppfyllt í málinu hvíli á stefnanda sem meintum tjónþola. Sú sönnun hafi ekki tekist. Í fyrsta lagi hafi ákvörðunin ekki verið haldin neinum annmörkum sem leitt g ætu til ó gildingar hennar eða bótaskyldu af hálfu stefnda. Hafi verið um annmarka að ræða á 10 ráðningarferlinu hafi þeir verið óverulegir. Í öðru lagi sé byggt á því að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hann hefði hlotið starfið ef C hefði ekki verið ráðin. Í þriðja lagi hafi stefnandi ekki sannað meint tjón sitt vegna ákvörðunar stefnda um ráðningu í starfið. Hann hafi ekki einu sinni leitt að því líkur í hverju tjón hans felist , sé það til staðar. Þá ligg i ekkert fyrir um laun stefnanda í núverandi starfi eða að þa u séu lægri en laun forstöðumanns íþróttamannvirkja. Stefndi telur að stefnandi hafi varla sýnt fram á að skilyrði 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála, um viðurkenningarkröfur, séu uppfyllt, eins og þau hafa verið túlkuð af dómstólum. Stefndi byggir einnig á því að skilyrði b. - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 sé ekki uppfyllt. Í ákvæðinu felist áskilnaður um að meingerð hafi af ásetningi eða gáleysi verið beint gegn þeim sem miskabóta krefst. Því sé ekki til að dreifa. Þá hafi stefndi aldrei haft uppi orð um stefnanda sem gætu hafa valdið honum álitshnekki, smánun eða öðrum óþægindum eins og haldið sé fram. Stefndi h afi ekki heldur gefið neitt til kynna sem valdið gæti stefnanda þessum afleiðingum. Öll umfjöllun stefnda hafi snúið að þv í að færa rök fyrir því að C hafi verið hæfasti umsækjandinn. Í því einu og sér felist ekki meingerð gegn persónu eða æru stefnanda. Varakröfu sína um verulega lækkun á dómkröfum byggir stefndi á því að sú fjárhæð miskabóta sem stefnandi krefst sé hvorki í samræmi við dómaframkvæmd um 26. gr. skaðabótalaga né það sem sanngjarnt geti talist. Þá sé upphafsdegi dráttarvaxta mótmælt. IV Hinn 2. febrúar 2018 auglýsti stefndi eftir forstöðumanni íþróttamannvirkja á Akranesi. Í auglýsingunni eru tilgreindar, í sex liðum, menntunar - og hæfnikröfur sem stefndi gerði. Þær eru (1) háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi, (2) víðtæk þekking á málaflokknum, (3) reynsla af rekstri og stjórnun æskileg, (4) leiðtogahæfni og góð samskiptahæfni, (5) faglegur metnaður, og (6) sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfileikar og frumkvæði. Ekki kemur fram í auglýsingunni að stefndi leggi öðru fremur áherslu á einhverja sérstaka menntun eða hæfni í fari umsækjanda og telur dómurinn að auglýsingin gefi ekkert sérstak lega til kynna að verið sé að leita að einstaklingi sem leikinn sé í starfsmannamálum. Ráðningarferlinu var þannig háttað að sex umsækjendur af sautján voru boðaðir í viðtal. Að því loknu var fjórum þeirra boðið að leysa af hendi verkefni og kynna það fyr ir þeim starfsmönnum stefnda er umsjón höfðu með ráðningarferlinu. Sneri verkefnið annars vegar að gerð aðgerðaráætlunar fyrir fyrstu þrjá mánuði í starfi og hins vegar að gerð aðgerðaráætlunar varðandi mannauðsmál. Síðan var ráðið í starfið. Fyrir liggur matsblað frá stefnda sem lagt var til grundvallar við ráðninguna. Þar er ferlum við ráðninguna gefið vægi, þannig að formleg krafa fyrir viðtalið var 30%. Hér undir eru metnir fjórir liðir af sex sem taldir eru upp í auglýsingunni sem menntunar - og 11 hæfnikröfur , þ.e. menntunin, þekkingin á málaflokknum, reynslan af rekstri og stjórnun og leiðtoga - og samskiptahæfni. Í annan stað var viðtölunum gefið 40% vægi. Að lokum var vægi verkefnis þess sem umsækjendur leystu af hendi metið 30%. Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því að vegna menntunar sinnar, þekkingar á málaflokknum og starfsreynslu hafi hann verið hæfari til að gegna starfi forstöðumannsins en sú er ráðin var. Samkvæmt nefndu matsblaði stefnda, sem lagt var til grundvallar við ráðninguna, skor aði stefnandi hæst þegar litið var til menntunar, þekkingar á málaflokknum, reynslu af rekstri og leiðtoga/stjórnunarreynslu. Þessi atriði vógu hins vegar einungis 30% af heildarmatinu. Viðtölin og verkefnið, sem telja verður eðlilegan þátt í ráðningarferl inu og hafi þýðingu við heildarmat á starfshæfni umsækjanda, voru hins vegar látin vega samtals 70%. Í báðum þeim þáttum kom sú er ráðin var best út , og þ egar litið er til matblaðsins í heild kom sú er ráðin var best út. Dómurinn telur að skírskotun stefnd a til frammistöðu hennar í viðtali og til aðgerðaráætlunar þeirrar sem hún kynnti fyrir stefnd a geti ekki ein og sér fengið slíkt vægi við hæfni s mat að hún gangi framar stefnanda sem hlutlægt séð hefur meiri menntun, víðtækari þekkingu á málaflokknum sem o g meiri reynslu af rekstri og stjórnun. Því er litið svo á að stefndi hafi brotið gegn réttmætisreglu stjórnsýsluréttar í málsmeðferð sinni með því að hafa vægi menntunar, þekkingar, reynslu og leiðtogahæfni svo lágt sem raun ber vitni og meta viðtöl og ve rkefni svo hátt sem raun varð á. Skipting þessi er ómálefnaleg og gaf auglýsingin ekki til kynna að vægi annarra þátta en hinna hlutlægu væri svo hátt sem raun var á. Stefndi hefur ekki sýnt fram á að lögmæt sjónarmið hafi ráðið við val á umsækjanda í star fið. Þegar af þessari ástæðu er það niðurstaða dómsins að stefndi hafi staðið með saknæmum og ólögmætum hætti að því ráðningarferli sem fram fór þegar ráðið var í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja hjá stefnda. Fyrri krafa stefnanda, þ.e. um viðurkennin gu á skaðabótaskyldu stefnda gagnvart stefnanda , er reist á 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Heimilt er eftir því lagaákvæði að leita dóms um viðurkenningu á skaðabótaskyldu án tillits til þess hvort unnt sé að leita dóms sem fullnægja mætti með aðför. He imildin er þó háð þeim skilyrðum að sá sem höfðar mál leiði nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni af nánar tilteknu tilefni og geri grein fyrir því í hverju tjónið felst og hver tengsl þess séu við atvik máls. Stefnandi telur tjón sitt vera la unamun á forstöðumannsstarfinu og því starfi er hann gegnir í dag . Enginn rökstuðningur eða gögn hafa þó verið lögð fyrir dóminn þar að lútandi, hvorki í stefnu né við málsmeðferðina, þrátt fyrir áskilnað stefnanda þar um. Með því að engin gögn liggja fyri r í málinu, hvorki um laun forstöðumannsins né núverandi laun og starf stefnanda, hefur stefnandi ekki fullnægt skilyrðinu um að leiða að því nægar líkur að hann hafi orðið fyrir tjóni. Þar af leiðandi er krafa stefnanda vanreifuð að þessu leyti. 12 Þá verður einnig að líta til þess að tve imur öðrum umsækjendu m var boðið að kynna aðgerðaráætlun sína fyrir stefnda og voru þeir því einnig komnir að lokum ráðningarferlisins. Höfðu þeir báðir að baki víðtæka reynslu og langan starfsferil. Að mati dómsins verður ekki fullyrt að hefði stefndi fylgt lögum um framangrein t atriði, sem dómurinn hefur þegar komist að niðurstöðu um að ábótavant hafi verið í ráðningarferlinu, þá hefði stefnandi hlotið umrætt starf fremur en anna r hvor hinna tveggja umsækjendanna, e n fyrir því ber stefnandi sönnunarbyrði. Með vísan til þess sem að framan greinir er krafa stefnanda vanreifuð, sbr. d - og e - lið 80. gr. laga um meðferð einkamála, og hefur stefnandi ekki sýnt fram á að uppfyllt séu skilyrði 2. mgr. 25. gr. sömu laga til hafa uppi viðurkenningarkröfu í málinu. Verður viðurkenningarkröfu stefnanda, samanber 1. lið í kröfugerð hans, því vísað frá án kröfu. Varðandi miskabótakröfu stefnda verður ekki séð að starfsmenn stefnda hafi í tengslum við ráðningarferlið látið orð falla til að vega að persónu eða æru stefnanda. Það verður þó ekki litið fram hjá því að stefnda mátti vera ljóst að ráðningarferlið gæti að ófyrirsynju orðið stefnanda að meini og er fallist á að fullnægt sé skilyrðum b - liðar 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1 993 til að dæma stefnanda miskabætur úr hendi stefnda , og breytir þá engu þótt óljóst sé um hæfi tveggja annarra umsækjenda þannig að ekki verði ráðið að stefnandi hafi átt lögvarinn rétt á að hljóta starf forstöðumanns , sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 14. apríl 2011 í máli nr. 412/2010 . Miskabætur til handa stefnanda þykja hæfilega ákveðnar 700.000 krónur og bera dráttarvexti , samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 , frá 20. mars 2019 til greiðsludags. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga um meðfer ð einkamála ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað svo sem greinir í dómsorði. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Viðurkenningarkröfu stefnanda, A , samanber 1. tl. dómkröfu, er vísað frá dómi, án kröfu. Stefndi , B , greiði stefnanda , A , 700.000 kr. , með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 20. mars 2019 til greiðsludags , og 1.500.000 kr. í málskostnað. Sigrún Guðmundsdóttir