Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 16. júní 2021 Mál nr. S - 1288/2021: Héraðssaksóknari (Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Snorri Sturluson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 20. maí sl. , er höfðað með ákæru, útgefinni af X , kt. , , , með dvalarstað í fangelsinu Litla - Hrauni I. Fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 9. febrúar 2019, á stigagangi fjölbýlishússins við í Reykjavík, veist að A , kennitala , og stungið hann ítrekað með dekkjasíl í höfuð og líkama með þeim afleiðingum að A hlaut 2 cm skurð yfir hægri augabrún, 3 - 4 mm langan skurð yfir vinstra eyra, 4 mm stungusár á baki og 3 - 4 cm skurð fyrir neðan hægra herðablað. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa á sama tíma og greinir í I. kafla ákæru haft í vörslum sínum 24,52 g af maríhúana og 4,58 g af amfetamíni sem lögregla fann við leit á ákærða eftir að höfð voru afskipti af honum auk 15,85 g af amfetamíni, 2,02 g af ecstasy (MDMA) og 9 stykki a f ecstasy töflum (MDMA) sem fundust í plastboxi á gólfi stigagangsins við . Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr. sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er gerð krafa um upptöku á 24,52 g af maríhúana, 20,43 g af amfetamíni 2,02 g af 2 ecstasy (MDMA), 9 stykkjum af ecstasy (MDM A) töflum og Proscale SIM - 300 vog samkvæmt 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 sbr. reglugerð nr. 808/2018. Einkaréttarkrafa : Af hálfu A , kt. , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða honum 2 .000.000 kr. með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 9. febrúar 2019 til þess dags er bótakrafa er kynnt fyrir ákærða, en að mánuði liðnum frá birtingu bótakröfunnar er krafist dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. til grei ðsludags. Þá er krafist málskostnaðar, A Verjandi ákærða krefst aðallega sýknu en til vara krefst hann vægustu refsingar er lög leyfa og hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa. Ákærði viðurkennir bótaskyldu en krefst lækku nar bótafjárhæðar. I. I. kafli ákæru Aðfaranótt laugardagsins 9. febrúar 2019 kl. 4:54 var lögreglu tilkynnt um hávaða og öskur sem barst frá stigagangi fjölbýlishússins . Tvær lögreglubifreiðar fóru á vettvang en þegar þangað kom voru tveir karlmenn í átökum á gólfi stigahúss á jarðhæð. Segir í frumskýrslu lögreglu að báðir hafi verið útataðir í blóði og með sýnilega áverka í andliti. Annar ma nnanna, brotaþoli, sag ði hinn h afa ráðist á sig og stungið . Var brotaþoli með sár í andliti. Áverkar brotaþola voru skoðaðir frekar og reyndist hann vera með stungusár á baki, við vinstra eyra auk þess sem fleiri skurðir voru í andliti, m.a. á enni, yfir hægra auga og í hársverði. Fram kemur að meintur gerandi , ákærði X , hafi verið handtekinn og færður í lögreglu bifreið. Er ástandi hans lýst svo að hann hafi borið sig illa, verið bólginn og blóðugur í framan, nef hans fullt af blóði og hann kvartað yfir verk í höfði og höndum. Hann hafi verið inntur eftir því hvort hann ætti Adidas - poka sem var á stigagangi og haf i hann játað því. Ákærði var fluttur á slysadeild. Rætt var við brotaþola á vettvangi og greindi hann svo frá að hann hefði verið hjá kærustu sinni sem byggi á annarri hæð þegar ákærði hefði komið í húsið. Hafi hún viljað reka ákærða í burtu en brotaþoli hafi sjálfur farið niður í þeim erindagjörðum. Við anddyri hússins hafi ákærði ráðist að brotaþola og slegið til hans en brotaþoli hafi reynt að taka hann niður til að svæfa hann . Hafi hann þá fundið að blóð lak niður andlit hans og áttað sig á því að á kærði hefði skorið hann. Hafi hann reynt að grípa í hönd ákærða til að koma í veg fyrir frekari skaða. 3 Þá liggur fyrir aðkomuskýrsla lögreglumanns sem kom fyrstur á vettvang við þriðja mann. Segir í skýrslunni að þegar að var komið hafi brotaþoli setið of an á ákærða. Áverkar hafi verið á enni hans. Hann hafi verið samvinnuþýður og greint lögreglu frá því að hann hefði rifist við ákærða áður en til handalögmála hefði komið. Þá hafi ítrekað verið reynt að ræða við kærustu brotaþola , B , en hún hafi verið ó sa mvinnuþýð og treg til að tjá sig. Vettvangi er svo lýst í rannsóknargögnum að blóðblettur hafi verið á gólfteppi á neðstu hæð í stigaganginum , einnig hafi verið blóð á vegg og lítill bakpoki ha f i verið þar með bjór. Á gólfinu hafi verið plastkassi með fí kniefnum ásamt grammavog og oddhvasst áhald sem líktist síl með svörtu haldi. Talið var að hlutir þessir væru í eigu ákærða. Tekin var skýrsla af brotaþola á slysadeild og lýsti hann atvikum frekar. Kvað hann ákærða hafa verið að hrella kærustu sína en hún væri jafnframt barnsmóðir ákærða. Hafi komið til átaka er ákærði hefði ráðist að honum. Hafi brotaþoli reynt að verjast honum en tekið eftir stunguvopni í hægri hendi hans. Hann hafi náð að leggja hann en fundið þegar blóð lak út um allt. Hafi brotaþoli s íðan náð að taka ákærða hálstaki og lögreglan komið skömmu síðar. Þá er áverkum brotaþola lýst og þeir ekki taldir lífshættulegir. Við skoðun á Adidas - pokanum, sem fannst á vettvangi og ákærði hafði kannast stafræn ni vog. Þá kemur fram í frumskýrslu að á slysadeild hafi fundist meint kannabisefni í fórum ákærða og töflur í veski hans. Viðræður við ákærða á slysadeild hafi ekki skilað árangri vegna ástands hans. Hann hafi auk þe ss verið ósamvinnuþýður við lækna og því hafi ekki verið dregið úr honum blóð. Í skýrslu lögreglu sem rituð er vegna flutnings ákærða í fangaklefa er ástandi hans lýst sem annarlegu. Þá segir að við öryggisleit hafi fundist fíkniefni á ákærða. Í málinu liggur fyrir læknisvottorð og bráðamóttökuskrá. Í læknisvottorðinu segir að brotaþoli hafi komið á bráðamóttöku kl. 5:40 og hafi frásögn hans verið óljós. Fyrir þar sem hann var staddur hjá kærustu sinni og verið talið að þar væri kominn fyrrverandi kærasti hennar. Sá hefði sett sig í bardagastellingar og slagsmál hafist. Hafi brotaþoli reynt að taka manninn svæfingartaki. Í átökunum hafi hann fundið manninn reyna séð eitthvert áhald. Hafi hann fengið högg í andlit og að lokum náð að taka manninn svæfingartaki. Í vottorðinu segir að við skoðun hafi brotaþoli verið alblóðugur og með hraðan hjartslátt. Hafi hann virst vera undir áhrifum en áttaður. Hann hafi verið með áverka á höfði, skurð yfir hægri augabrún er virtist djúpur og skurð yfir vinstra eyra , 3 4 mm langan. Á miðju baki hafi verið ferningslaga stungusár , um 4 mm í þvermál. Einnig 4 , um 3 4 cm að lengd. Brotaþoli hafi fengið aðhlynningu og skurðarplástrar settir á sárin. Hann hafi verið ófáanlegur til að vera lengur á bráðamóttöku þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og hafi ekki komið aftur til skoðunar. Þvagsýni (þvagstix ) sem tekið var á bráðamóttök u reyndist jákvætt fyrir ýmsum fíkniefnum (amfetamín i , kókaín i , kannabis og benzofiszepine). Í niðurlagi vottorðsins kemur fram að brotaþoli hafi borið þess merki að hafa verið í allmiklum átökum þar sem eggvopni hefði augljó slega verið beitt eða hann lent á oddhvössum hlutum ítrekað. Áverkar hafi líkst áverkum eftir hníf en erfiðara að segja til um ferningslaga áverka á baki. Skýrsla tæknideildar liggur fyrir í málinu og inniheldur m.a. ljósmyndir sem teknar voru á vettvangi og af dekkjasíl sem lögregla lagði hald á. Áhaldinu er lýst sem oddmjóu með beittum enda. Rauðleitir blettir voru á áhaldinu sem reyndust vera blóð. Í efnaskýrslum lögreglu eru tilgreind þau efni sem fundust við leit á ákærða og í plastboxi sem fannst í stigahúsinu að . Þau efni voru af ýmsum toga, þar á með talin þau efni sem í ákæru greinir. Þá liggja fyrir niðurstöður matsgerða rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði en samkvæmt þeim mældust fíkniefni í blóðsýni ákærða og brotaþola. Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða, brotaþola og annarra vitna við aðalmeðferð málsins, að því marki sem nauðsynlegt þykir til úrlausnar þess. Ákærði lýsti atvikum svo að hann hefði verið í heimsókn hjá bróður sínum. Barnsmóðir hans hefði verið í sambandi við hann fyrir miðnætti og viljað fá hann til sín í glas. Hafi þau verið í samskiptum í síma og sent skilaboð á milli. Hann hafi spurt sérstaklega um brotaþola og hvort hann væri staddur hjá henni. Hafi hún sagt að þau væru að fá sér í glas. Kvaðst ákærði þá ekki hafa haft hug á að fara til hennar enda bæri brotaþoli illan hug til hans. C vinkona hans og maðurinn hennar hefðu sótt hann á bíl um kl. 4:30. Taldi hann, eftir að hafa heyrt í barnsmóður sinni, að brotaþoli væri farinn úr íbúðinni og hugsanlegt a ð eitthvað hefði komið upp á milli þeirra. Hafi hann því viljað athuga hvernig hún hefði það en ekkert ætlað að stoppa. Kvaðst ákærði hafa reynt að hringja í hana þegar hann var kominn á staðinn en hún hefði ekki svarað. Þá hefði hann hringt bjöllunni og h efði verið svarað í dyrasímann. Hafi hann spurt hana að því hvort hún ætlaði að kíkja niður eða hvort hann ætti að koma upp. Þá hafi hann síðan hefði verið opnað . Hann hafi heyrt þegar hurðin uppi var opnuð og síða n heyrt þung skref þegar einhver hljóp niður. Hafi hann stressast við það og farið undir stigann í stigaganginum til að fela sig. Brotaþoli samband við B ákærða í andlitið. Þá hafi slagsmál hafist og ákærði slegið brotaþola einu höggi eða tveimur á móti . Ákærði kvaðst hafa þekkt brotaþola 5 frá fyrri tíð og séð að hann hefði bætt vel við sig og greinilega æft MMA. Hafi brotaþoli tekið hann tökum og fellt hann í gólfið. Nánar spurður kvað hann brotaþola strax hafa tekið hann hálstaki . Hafi þeir legið þannig samsíða á gólfinu, í eins konar skeiðarstellingu . Kvaðst ákærði hafa fálmað eftir einhverju og fundið fyrir skafti á einhverju og talið það vera skrúfjárn . Hafi hann haldið með vinstri hendi um hönd brotaþola og slegið aftur fyrir sig með hlutinn í hendinni tvisvar eða þrisvar sinnum til þess að losna. Hafi honum þegar hér var komið sögu verið farið að sortna fyrir augum vegna hálstaksins. Brotaþoli hafi þá aðeins slakað á takinu og ákærði reynt að sleppa en brotaþoli náð honum til baka. Kvaðst brotaþoli hafa kallað á hjálp og hefði það orðið til þess að einhver hringdi á lögreglu. Kvaðst hann muna lítið eftir því sem gerðist eftir það og ekkert fyrr en hann var kominn á lögreglustöðina. Spurður um ástand sitt kvaðst hann hafa neytt fíkniefna daginn fyrir atvik þessi og dagana á undan en ekki hafa fundið til mikilla áhrifa er atvik áttu sér stað. Kvaðst hann hafa þurft á amfetamíni að halda til þess að vinna gegn ofvirkni sem hann ætti við að etja en í dag tæki hann lyf. Brotaþoli lýsti atvikum svo að hann hefði verið hjá B , fyrrverandi unnustu sinni , og þau verið að fá sér að drekka og tala saman. Á heimilinu hafi jafnframt verið D og tvö börn unnustunnar. Ákærði hefði verið að hringja í hana og áreita. Hafi hann beðið hana að hunsa ákærða og svara honum ekki. Þá hafi dyrabjöllunni verið hringt en brotaþoli kvaðst ekki muna hvort B hefði áður sent ákærða skilaboð eða hringt í hann. Kvaðst brotaþoli hafa beðið hana að taka ekki á móti ákærða. Ákærði hafi hringt bjöllunni aftur og hafi B þá ætlað niður en brotaþoli ekki hafa viljað það því ákærði hefði að sögn hennar einhverju sinni ráðist á hana. Vegna fyrri samskipta og þar sem ákærð i hafi verið í ham hefði brotaþoli ákveðið að fara niður og biðja ákærða að hætta. Þegar niður kom hafi ákærði verið kominn inn á stigagang og verið þar úti í horni. Það hafi verið slökkt á ganginum. Brotaþoli hafi sagt eitthvað eins og en við það hafi ákærði orðið mjög æstur og endurtekið hátt það sem brotaþoli sagði og gert sig líklegan til að ráðast á hann. Kvaðst brotaþoli hafa sett sig í stöðu og lyft höndunum . Ákærði hafi þá , að því er hann taldi , kýlt hann og farið á móti honum. Í kjölfarið hafi brotaþoli séð blóð vætla niður. Hafi hann þá tekið eftir því að ákærði væri með eitthvað í hendinni og áttað sig á því að hann væri vopnaður. Kvaðst brotaþoli hafa náð ákærða niður , sem hafi gengið brösuglega , og tekist að lokum að halda hon um föstum í gólfinu. Aðspurður kannaðist brotaþoli við að ákærði hefði kallað á hjálp eftir að brotaþoli náði yfirtökunum. Hafi brotaþoli ekki viljað sleppa honum af ótta við að ákærði léti sér ekki segjast. Í átökunum hafi brotaþoli náð að kýla ákærða ei nu sinni eða tvisvar og reynt að svæfa hann með taki. Nánar spurður kvað hann í raun enga hugsun verið á bak við það , bara hugsun um að komast af. Lögreglan hafi svo komið og bent honum á að 6 hann hefði verið stunginn og hringt á sjúkrabifreið. Aðspurður kv að brotaþoli það rétt að hann hefði farið á þriggja mánaða námskeið í MMA en áður hefði hann lært júdó. Brotaþoli kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis umrætt sinn og kannaðist aðspurður við að hafa neytt fíkniefna daginn áður. Þá kvaðst hann aðspurður e kki vita hver hefði hleypt ákærða inn á stigaganginn, eflaust hefði hann hringt hjá einhverjum öðrum. Um líðan sína eftir atvikið kvaðst brotaþoli hafa verið kvíðinn og átt við vanlíðan að stríða. D kvaðst vera meðleigjandi B að . Þessa nótt hafi þau verið stödd þar ásamt brotaþola og verið að spjalla og fá sér glas. Auk þeirra hafi börn B verið í íbúðinni. Hafi brotaþoli og B verið eitthvað saman á þessum t íma. Hann hafi ekkert vitað fyrr en hún ræddi við ákærða í dyrasímann. Haf i hún ekki viljað hleypa honum inn , hann orðið æstur en hún beðið hann að fara. Um framburð sinn hjá lögreglu um að ákærði B hafa lýst ástandi ákærða svo. Brotaþoli hafi verið pirraður yfir þessum hringingu m og því farið niður. Hafi þau ekki viljað hleypa ákærða upp vegna ástands hans en ákærði gæti ýmist verið rólegur eða kolvitlaus. Vitnið kvaðst ekki hafa heyrt neitt í fyrstu eftir að brotaþoli fór niður en svo hafi hann heyrt öskur og læti á stigaganginum. Taldi hann B þá hafa hringt á l ögregluna en sjálfur hefði hann ákveðið að fara ekki niður . Brotaþoli hefði greint þeim B frá því síðar að allt hefði orðið kolvitlaust og sér og ákærða lent saman . Hafi skrúfjárn eða eitthvert slíkt áhald verið notað . Hafi brotaþ oli sagt ákærða hafa átt upptökin að átökunum. Þá hafi hann sýnt þeim áverka sem hann hefði hlotið. C kvað ákærða hafa fengið far með henni og kærasta hennar að en ákærði hefði sagt henni að B hefði verið að reyna að fá hann heim en þau hefðu verið í samskiptum áður. Hafi ákærði bara verið mjög chill . Hann hafi langað mikið til að ræða við B en mikið hefði gengið á hjá þeim og þau ættu auk þess barn saman. Hafi hann viljað ræða um það sem var í gangi, m.a. um barnaverndarmál o.fl. Hafi ákærði verið mjög þunglyndur yfir þessu öllu saman. E , bróðir ákærða, kvað ákærða hafa verið heima hjá honum í tvo til þrjá tíma um kvöldið. Hafi B verið í samskiptum við hann og hafi sér skilist á ákærða að hún vildi fá hann til að koma til sín. Aðspurður kvaðst hann ekki vita hvað fór þeim á milli. Hafi ákærði verið frekar rólegur. Ákærði hefði sagt honum frá því sem gerðist næsta dag og að hann hefði viljað fara til B til þess að kanna hvort allt væri með fell du. Hefði hann hringt dyrabjöllunni og verið hleypt inn. Brotaþoli hafi þá komið æðandi niður og ráðist á hann. Tveir lögreglumenn sem komu á vettvang lýstu aðkomu sinni. Kváðu þeir brotaþola hafa verið ofan á ákærða þegar að var komið. Báðir hafi virst u ndir áhrifum vímuefna. Hafi áverkar verið sjáanlegir á brotaþola og ákærði verið órólegur og 7 færður í járn. Rætt hafi verið við brotaþola sem hefði sagt ákærða hafa komið að og brotaþoli ákveðið að fara niður til þess að fá hann til að fara burt. Kæras tan hafi ekki viljað fá hann og svo hafi hann ekki viljað að hún færi niður til að tala við ákærða. Til átaka hafi komið en lögreglumennirnir mundu ekki hver upptök þeirra voru. Hins vegar hafi brotaþoli ætlað að taka ákærða í tök en séð blóð og áttað sig á því að ákærði væri með áhald. Kvað annar lögreglumannanna brotaþola hafa verið í losti en þó hefði hann verið yfirvegaður. Rannsóknarlögreglumaður sem sinnti útkalli á bakvakt kvaðst hafa rætt við brotaþola á slysadeild. Ákærði hafi verið illa viðræðuhæf ur og virst undir áhrifum einhvers. Hafi hann neitað að ræða við vitnið og verið ósamvinnuþýður, sem eflaust hafi mátt rekja til vímunnar sem hann var í. Barnsmóðir ákærða hafi auk þess verið ósamvinnuþýð. Brotaþoli hafi viljað meina að ákærði hefði ráðist að honum þegar brotaþoli hefði komið niður úr íbúðinni. Hann hafi varist honum og notað tækni í bardagaíþrótt. Hann hafi séð að ákærði var vopnaður áhaldi og náð í kjölfarið að yfirbug a hann. F sérfræðilækni r gerði grein fyrir helstu niðurstöðum læknisvottorðs síns. Kvað vitnið áverka brotaþola samrýmast sögu hans af atvikum. Kvað hann brotaþola hafa verið með ýmsa nýlega áverka. Niðurstaða Í málinu er óumdeilt að til átaka kom á mil li ákærða og brotaþola í stigahúsi að . Ákærði viðurkennir að hafa veitt brotaþola þá áverka sem í ákæru greinir með dekkjasíl. Hann kveðst hins vegar ekki hafa átt upptökin að átökunum og hafi hann umrætt sinn beitt neyðarvörn eftir að brotaþoli felldi hann í gólfið og tók hann hálstaki. Hafi hann þá fálmað eftir einhverju og tekið í áhald sem hann taldi vera skrúfjárn og beitt því ítrekað í þeim tilgangi að losna. Fyrir liggur að ákærði kom í þeim erindagjörðum að hitta barnsmóður sína og er því ekki h aldið fram að ásetningur hans hafi þá þegar staðið til að skaða brotaþola. Voru þau í samskiptum í síma eins og símagögn bera með sér en efnislegt inntak skilaboða liggur ekki fyrir. Hefur ákærði einn borið um að hún hafi óskað eftir því að hann kæmi að ] eftir að hafa sagt honum að brotaþoli væri farinn. Barnsmóðir ákærða gaf á hinn bóginn ekki skýrslu fyrir dómi en hún óskaði þess að vera leyst undan vitnaskyldu vegna náinna tengsla á milli hennar og ákærða og liggur því ekkert fyrir annað en fullyrðing ákærða um inntak samskiptanna. Ákærði bar að sér hefði í fyrstu ekki verið hleypt inn á stigaganginn. Brotaþoli bar að ákærði hefði ítrekað hringt dyrabjöllunni og verið í ham. Hann hafi ekki viljað að barnsmóðir ákærða færi niður og ákveðið að fara sjál fur. Fær framburður hans um 8 þetta stoð af vitnisburði D , sem bar jafnframt um að brotaþoli hefði verið pirraður yfir hringingunum og að það hefði ekki verið ætlun in að hleypa ákærða inn. Engin vitni eru að átökunum á milli ákærða og brotaþola á stigagangin um og aðdraganda þeirra. Ber þeim saman um að ákærði hafi í fyrstu falið sig í rými undir stiga sameignarinnar en þar hafi verið fremur dimmt. Kvaðst ákærði hafa gripið til þess ráðs eftir að hann áttaði sig á því hver væri að koma niður stigann. Framburð ur brotaþola hefur verið stöðugur, allt frá því að lögregla kom á vettvang, um að ákærði hafi að fyrra bragði ráðist á hann og að hann hafi síðan áttað sig á því að hann hefði stungið sig. Kvaðst hann hafa séð eitthvað í hendi ákærða og þegar í stað tekið ákærða tökum og reynt að stöðva hann. Ber ákærða og brotaþola saman um að ákærði hafi kallað á hjálp en brotaþoli kvaðst ekki hafa þorað að sleppa honum. Fyrir liggur í gögnum að fíkniefni mældust í blóði þeirra beggja og var ákærði ekki viðræðuhæfur fyrr en síðar umræddan dag. Dómurinn metur framburð brotaþola trúverðugan um atburðarásina og sterk viðbrögð hans eftir að hafa blóðgast. Fær framburður hans stoð af læknisfræðilegum gögnum, ljósmyndum og vitnisburði læknis sem taldi áverka hans vel geta samrýmst þeirri lýsingu sem h ann gaf á líkamsárásinni , en í andliti ákærða ofan við augabrún var greinilegur skurður. Telur dómurinn sannað að ákærði hafi veist að brotaþola með dekkjasílnum og það hafi verið undanfari þeirra átaka sem fylgdu í kjölfarið. Telur dómurinn ekki trúverðug a þá skýringu að ákærði hafi í því óðagoti sem skapaðist þegar brotaþoli tók hann tökum náð að fálma eftir áhaldi , eins og hann heldur fram. Ákærði telur háttsemi sína vera refsilausa þar sem hann hafi beitt neyðarvörn eftir að honum lá við köfnun við hál stak brotaþola. Í málinu er ekkert sem styður að ákærði hafi verið hætt kominn og að skilyrði neyðarvarnar samkvæmt 12. gr. almennra hegningarlaga hafi verið uppfyllt. Gerði ákærði mun meira úr þessum þætti fyrir dómi en í skýrslutöku hjá lögreglu og gat e kki sérstaklega um framangreint , eins og tilefni hefði verið til. Mögulega hefði þá mátt skoða ummerki á hálsi hans. Samkvæmt framangreindu verður ákærði sakfelldur fyrir líkamsárás sem er réttilega heimfærð undir 2. mgr. 218 gr. almennra hegningarlaga en da réðst ákærði að brotaþola með áhaldi sem beitt var sem vopni. Áhaldið var hættulegt , ekki síst þegar litið er til aðstæðna og þess hvernig ákærði beitti því . Mátti honum vera ljós hættan sem af slíku stafaði og að mjög líklegt væri að brotaþoli yrði fyr ir líkamstjóni í átökunum. II. II. kafli ákæru Við upphaf aðalmeðferðar breytti ákærði afstöðu sinni til II. kafla ákæru og játaði skýlaust sök. Með játningu ákærða , sem er í samræmi við gögn málsins , er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem h onum er gefin að sök. Brot 9 ákærða er rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Jafnframt eru með vísan til lagaákvæða í ákæru gerð upptæk fíkniefni sem haldlögð voru á rannsóknarstigi , eins og nánar greinir í dómsorði. III. Refsiákvörðun Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir sérlega hættulega líkamsárás og fíkniefnalagabrot. Ákærði játaði brot sín skýlaust að hluta og er til þess litið. Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann síðast dæmdur í 12 mánaða fangelsi með dómi héraðsdóms Reykjaness frá 23. nóvember 2020 fyrir ýmis brot svo , sem brot á lyfjalögum, tollalögum, umferðarlögum og fíkniefnalagabrot. Með þeim dómi var ákærða gerð refsing í einu lagi þar sem brot hans voru að hluta til framin fyrir uppkvaðningu dóms Héraðsdóms Reykjaness frá 5. júní 2020 og að h luta til á skilorðstíma dóms sama dómstóls frá 18. apríl 2018. Verður ákærða nú dæmdur hegningarauki við framangreindan dóm frá 23. nóvember 2020, er samsvari þeirri þynging u hegningarinnar, sem kynni að hafa orðið, ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra málinu, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar nú ber að líta til þess að brot ákærða samkvæmt I. kafla ákæru voru alvarleg og skeytti ákærði engu um afleiðingar gjörða sinna. Hefði hæglega getað farið verr ef brotaþoli hefði ekki verið í stakk búinn til að verja sig , eins og raun bar vitni. Í málinu eru ekki skilyrði til þess að beita 218. gr. c , eins og ákærði krefst. Refsing ákærða fyrir fíkniefnalag abrot II. kafla ákæru ræðst af magni fíkniefna sem ákærði hafði í vörslum sínum. Nokkuð er liðið frá atvikum en brot ákærða áttu sér stað 9. febrúar 2019. Þó rannsókn hafi miðað með eðlilegum hraða var málið ekki sent héraðssaksóknara til meðferðar fyrr en rétt rúmu ári eftir að einkaréttarkrafa brotaþola barst lögreglu. Ákæra var gefin út í málinu 4. mars 2021. Með vísan til framangreinds og 1., 3., 5. og 6. tl. 1. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir hæfileg refsing ákærða vera 6 mánaða fangelsi. Af hálfu brotaþola er krafist miskabóta að fjárhæð 2.000.000 króna auk vaxta. Ákærði er bótaskyldur vegna háttsemi sinnar. Brotaþoli á rétt á miskabótum úr hendi hans á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Við ákvörðun bóta er litið til alvarleika verknaðarins. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir sálfræðileg gögn í málinu og að líkamstjón brotaþola hafi verið óverulegt er ljóst að brotin voru til þess fallin að valda honum miska. Þykja miskabætur til brotaþola hæfilega ákveðnar 400.000 krónu r. Krafan ber vexti eins og nánar greinir í dómsorði en bótakrafa ákærða var birt 13. apríl 10 2021. Þá skal ákærði greiða brotaþola 250.000 krónur í málskostnað við að halda bótakröfunni fram. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 ber ákærða að gr eiða allan sakarkostnað málsins , þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, og annan sakarkostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Tekið er tillit til vinnu verjandans á rannsóknarstigi og þess að málið er ekki umfangsmikið. Þá er fjárhæð málsv arnarlauna tiltekin með virðisaukaskatti. Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, X , sæti fangelsi í 6 mánuði. Ákærði sæti upptöku á 24,52 g af maríjúana , 20,43 g af amfetamíni 2,02 g af ecstasy (MDMA), 9 stykkjum af ecstasy (MDMA) töflum og Proscale SIM - 300 vog. Ákærði greiði A 400.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 9. febrúar 2019 til 13. maí 2021 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu l aga frá þeim degi til greiðsludags og 250.000 krónur í málskostnað. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipað verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögmanns, 380.000 krónur , og 395.194 krónur í annan í sakarkostnað. Sigríður Hjaltested (sign.)