Héraðsdómur Reykjaness Dómur 24. júní 2022. Málið nr. S - 126/2019: Ákæruvaldið (Einar E. Laxness aðstoðarsaksóknari) gegn X (Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður) Dómur: Mál þetta var þingfest 29. apríl 2019 og dómtekið 24. júní 2022. Málið höfðaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 26. febrúar 2019 á hendur ákærða, X , kt. [...] , fyrir eftirtalin umferðarlagabrot framin á árinu 2018, með því að hafa: 1. Sunnudaginn 15. j úlí ekið bifreiðinni [...] undir áhrifum ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja, óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega (í blóði mældist MDMA 165 ng/ml, tetrahýdrókannabínól 3,1 ng/ml, metýlfenídat 20 ng/ml, gabapentín 2,2 ng/ml og oxazepam 240 ng/ml) og s viptur ökurétti, við Jaðarsel í Reykjavík þar sem lögregla stöðvaði aksturinn á móts við verslun Krónunnar . 2. Aðfaranótt mánudagsins 13. ágúst ekið bifreiðinni [...] undir áhrifum ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja, óhæfur til að stjórna ökutæki öruggleg a (í blóði mældist amfetamín 85 ng/ml, alprazólam 12 ng/ml, kókaín 45 ng/ml, tetrahýdrókannabínól 1,1 ng/ml og metýlfenídat 60 ng/ml) og sviptur ökurétti, við Berjarima í Reykjavík þar sem lögregla stöðvaði aksturinn við hús nr. 28 . 3. Aðfaranótt laugardags ins 18. september ekið bifreiðinni [...] undir áhrifum ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja, óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega (í blóði mældist amfetamín 135 ng/ml, MDMA 270 ng/ml, tetrahýdrókannabínól 1,8 ng/ml, klónazepam 14 ng/ml og metamfetamín 50 ng/ml) og sviptur ökurétti austur Grandaveg í Reykjavík við Meistaravelli þar sem lögregla stöðvaði aksturinn . 4. Að kvöldi laugardagsins 13. október ekið bifreiðinni [...] undir áhrifum ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja, óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega (í blóði mældist amfetamín 190 ng/ml, tetrahýdrókannabínól 1,4 ng/ml, alprazólam 5,0 ng/ml, O - semetýltramadól 95 ng/ml, oxykódon 50 ng/ml og tramadól 295 ng/ml) og sviptur ökurétti við Fjallkonuveg í Reykjavík þar sem lögregla stöðvaði aksturinn við bensínstöð Olís . 2 5. Að kvöldi miðvikudagsins 17. október ekið bifreiðinni [...] undir áhrifum ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja, óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega (í blóði mældist amfetamín 190 ng/ml, tetrahýdrókannabínól 1,4 ng/ml, alprazólam 5,0 ng/ml, O - semetýltramadól 95 ng/ml, oxykódon 50 ng/ml og tramadól 295 ng/ml), sviptur ökurétti og án nægilegrar aðgæslu og tillitssemi um Akrafjallsveg á Akranesi með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði utan vegar við Lönguása og lauk þar akstri. Er háttsemi samkvæmt 1. - 4. tölulið ákæru talin varða við 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og háttsemin samkvæmt 5. tölulið við sömu ákvæði, auk 1. mgr. 4. gr. umferð arlaganna. A f hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. sömu laga og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði játar sök samkvæmt ákæru og krefst þess aðallega að honum verði ekki gerð frekari refsing en að því frágengnu verði hann dæmdur til vægustu refsingar og sviptingar ökuréttar sem lög leyfa. Verjandi ákærða krefst hæfilegrar þóknunar sér til handa vegna verjandastarfa hér fyrir dómi. Fyrir dómi játaði ákærði undanbragð alaust þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Var því farið með málið að hætti 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjandi og verjandi höfðu tjáð sig stuttlega um lagaatriði máls og ák vörðun viðurlaga. Með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi, sem samrýmist framburði hans hjá lögreglu og öðrum rannsóknargögnum máls, er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir í öllum tilvikum rétt fær ð til refsiákvæða samkvæmt eldri umferðarlögum nr. 50/1987, sbr. nú 1. mgr. 4. gr., 1. sbr. 2. mgr. 48. gr., 1. sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Ákærði á að baki langan sakaferi l sem nær aftur til ársins 1996. Frá þeim tíma til og með 2014 hlaut hann 13 fangelsisdóma fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum og fleiri sérrefsilögum. Er óþarft að rekja þann feril nema að því marki sem áhrif kann að hafa við ákvörðun r efsingar í þessu máli. Ber þá fyrst að nefna dóm Héraðsóms Norðurlands eyst r a 29. október 2014 er ákærði hlaut þriggja ára fangelsi og dóm Héraðsdóms Suðurlands 24. nóvember 2014 sem kvað á um sex mánaða fangelsi. Samkvæmt sakavottorði ákærða afplánaði han n dóma na að hluta og var 3. september 2016 veitt skilorðsbundin reynslulausn í tvö ár á 420 daga efti r stöðvum refsinga. 3 Með brotum sínum samkvæmt 1. og 2. tölulið ákæru rauf ákærði skilyrði nefndrar reynslulausnar og bæri því að öllu jöfnu að taka upp 420 daga eftirstöðvarnar og dæma með máli þessu á grundvelli 1. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga og samkvæmt reglum 60. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þegar það er hins vegar virt að með spænskum dómi 29. nóvember 2021 var á kærði sakfelldur fyrir manndráp af ásetningi , húsbrot og hótanir og dæmdur í 17 ára fangelsi þykir í ljósi 60. gr. og ákvæða 78. gr. almennra hegningarlaga um hegningarauka ekki ástæða til að taka upp reynslulausn ákærða. Að því gættu þykir ekki rétt að ge ra honum frekari refsingu. Með brotum sínum samkvæmt ákæru hefur ákærði unnið til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. nú 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Ákærði var síðast sviptur ökurétti ævilangt með dóm i 24. nóvember 2014. Að því gættu og með hliðsjón af sakfellingu ákærða í þessu máli og fyrri ökuréttarsviptingum fyrir akstur undir áhrifum áfengis og ávana - og fíkniefna eru engin áhöld um að samkvæmt 3. mgr. 99. gr. núgildandi umferðarlaga beri að árétt a hina ævilöngu sviptingu ökuréttar frá og með dómsuppsögu að telja. E r nú svo gert. Samkvæmt greindum málsúrslitum ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar . Til hans telst 1.250.399 króna útlagður kostnaður ákæruvaldsins og þóknun Guðmundar St. Ragnarssonar verjanda ákærða hér fyrir dómi. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til fjölda þinghalda þykir sú þóknun hæfilega ákveðin 669.600 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við málinu 23. mars 2022 og hafði fram til þess tíma engin afskipti af meðferð þess. Dómsorð: Ákærða, X , er ekki gerð sérstök refsing. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá dómsuppsögu að telja. Ákærði greiði 1.919.999 krónur í sakarkostnað, þar með talda 669.600 króna þóknun Guðmundar St. Ragnarssonar verjanda síns. Jónas Jóhannsson