Héraðsdómur Austurlands Dómur 23. febrúar 2022 Mál nr. S - 11/2022 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn Sindri Már Tryggvason ( Gísli M. Auðbergsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 22. f ebrúar 2022 , er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 20. janúar sl., en móttekinni 4. febrúar sl. , á hendur Sindra Má Tryggvasyni, kennitala , til heimilis að , : ,,fyrir umferðarlagabrot í , með því að hafa seinnipart föstudagsins 23. júlí 2021 , sviptur ö kurétti, ekið óskráðu torfæru mótorhjóli, frá á , austur í norðanverðum firðinum, um 3,7 km vegalengd, þar sem hjólið lendi í árekstri við annað torfæru mót orhjól við . Telst þetta varða við 1. mgr. 47. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. breytingarlög. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar. Skipa ður verjandi, Gísli M. Auðbergsson lögmaður, krefst þess fyrir hönd ákærða að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst verjandinn málflutningsþóknunar, en einnig kostnaðar vegna starfa hans við lögreglurannsókn málsins, svo og vegna ferða. I. Samkvæmt rannsóknar gögnum höfðu lögreglumenn afskipti af ákærða síðdegis föstudaginn 23. júlí sl., eftir að tilkynning hafði borist um umferðarslys vegna 2 áreksturs tveggja fjórhjóla á . Segir frá því í gögnum að ákærði hafi sýnilega verið me ð mikla áverka á vinstra fæti, og hafi hann af þeim sökum verið fluttur af ve tt vangi með sjúkrabifreið. Samkvæmt gögnum voru þau fjórhjól , sem komu við sögu óskráð , en á kærði , sem var sviptur ökuréttindum þegar atburður þessi gerðist , var eigandi þeirra. Ákærði var yfirheyrður af lögreglu um atvik máls og kæruefnið hinn 29. október sl. sl. Fyrir dómi hefur ákærði skýlaust viðurkennt sakargiftir, líkt og þeim er lýst í ákæru. Játning ákærða er í samræmi við fyrrnefnd rannsóknargögn lögreglu . Að ofangrei ndu virtu og m eð skýlausri játningu ákærða, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm er að áliti dómsins nægjanlega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem í ákæru greinir, en b rot hans eru þar réttilega heimfærð til laga . Verð ur lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Að ofangreindu virtu verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. II. Ákærði, sem er fæddur árið 1995 , hefur samkvæmt sakavottorði sakaskrár ríkisins áður sætt refsingum. Ákærði gekkst þannig undir sátt um sektargreiðslu hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra þann 14. september 2016 fyrir fíkniefnaakstur og fyrir að hafa eigi endurnýjað ökuskírteini s itt. Þá gekkst ákærði í tvígang undir sátt um sektargreiðslur hjá sama lögreglustjóra þann 24. júlí 2017, en í báðum tilvikum var um að ræða fíkniefnaakstur. Samhliða sáttinni var ákærði sviptur ökurétti í samtals 36 mánuði. Þá var ákærði með dómi 8. febrú ar 2019 dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir fíkniefnakastur og fyrir að aka ökutæki sviptur ökuréttindum. Samhliða var ákærði sviptur ökurétti ævilangt. Með dómi 30. október 2020 var ákærði dæmdur í 60 daga fangelsi og 200.000 króna sekt til ríkissjóðs fyrir a ð fíkniefnaakstur og fyrir að aka ökutæki sviptur ökuréttindum. Með þessum dómi var hin ævilanga svipting ákærða á ökuréttindum áréttuð. Loks var ákærði með dómi þann 16. j úní 2021 dæmdur í 3 fjögurra mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot, þ. á m. fyrir ölv unar - og sviptingarakstur . Í máli þessu hefur ákærði enn verið fundinn sekur um umferðarlagabrot, þ. á m. fyrir að aka ökutæki sviptur ökuréttindum . Ber að ákvarða refsingu ákærða m.a. með hliðsjón af áður lýstum sakarferli, en einnig að virtu ákvæði 1. mgr. 77. gr, almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , og með hliðsjón af dómvenju . Að ofangreindu virtu þykir refsing ákærða eftir atvikum hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði, sem ekki þykir fært að skilorðsbinda . Að kröfu ákæruvalds og með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar . T il þess er að líta að ekki féll til kostnaður við lögreglurannsókn málsins. Að þessu virtu ber að dæma ákærða til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns , m.a. vegna starfa hans við lögre glurannsókn málsins, en einnig hér fyrir dómi. Þykja þau laun hæfilega ákveðin 1 91.200 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti , en að auki ber að dæma ákærða til greiða ferðakostnað verjandans, að fjárhæð 21.840 krónur . Af hálfu ákæruvalds fór með málið Helg i Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Sindri Már Tryggvason, sæti fangelsi í tvo mánuði . Ákærði greiði 191.200 krónur í sakarkostnað, og er þar um að ræða þóknun skipaðs verjanda hans, Gísla M. Auðbergssonar lögmanns, svo og ferðakostnaður að fjárhæð 21.840 krónur .