Héraðsdómur Reykjaness Dómur 24 . september 2019 Mál nr. E - 1185/2018 : Landsbankinn hf. ( Hannes Júlíus Hafstein lögmaður ) g egn Silj u Úlfarsdótt u r ( Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður ) Dómur Mál þetta var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness með stefnu birtri þann 2 0 . nóv ember 2018, og dómtekið þann 27 . ágúst 2019 . Stefnandi er Landsbankinn hf. , kt. 000000 - 0000 , Austurstræti 11, 155 Reykjaví k . Stefnda er Silja Úlfarsdóttir, kt. 000000 - 0000 , Sóleyjarhlíð 3, 221 Hafnarfirði. Stefnandi gerir þær dómkröfur að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda 21.475.960 krónur ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 15. febrúar 2016 til greiðsludags. J afnframt er gerð s ú krafa að staðfest verði kyrrsetningargerð nr. 84/2017 er fram fór hjá s ýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 8. júní 2017, skv. beiðni stefnanda, þar sem kyrrsettur var 50% eignarhlutur stefndu í fasteigninni Sóleyjarhlíð 3, Hafnarfirði, fnr. [...] , til tryggingar kröfum stefnanda samtals að fjárhæð 25.737.521 krón a . Þá er krafist málskostnaðar að viðbættum virðisaukaskatti og að meðtöldum kostnaði við kyrrsetningargerð gagnvart stefndu og eftirfarandi kostnaði vegna gerðarinnar, þ. á m. þinglýsingarkost naði. Stefnda krefst þess að verða sýknuð af öllum kröfum stefnanda. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda auk 24% virðisaukaskatts ofan á málflutningsþóknun. Málavextir: Þann 19. maí 2005 gáfu þáverandi eigendur að fasteignin ni Sóleyjarhlíð 3, H afnarfirði, íbúð [...] , fastanr. [...] , út veðskuldabréf að höfuðstól 15.360.000 krónur til forvera stefnanda með veði í fasteigninni . Grunnvísitala bréfsins var 242 stig og fastir vextir 4,15%. Skuldin skyldi greidd með 484 jöfnum greiðslum afborgana og vaxta. 2 S tefnda keypti ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, A , fasteignin a að Sóleyjarhlíð 3, íbúð [...] Hafnarfirði, og yfirtóku þann 4. september 2007 greiðsluskyldu samkvæmt framangreindu veð sk uldabréfi . Samkvæmt samning i um [...] , dags. 27. desember 2012, áttu stefnda og A að greiða 92.129 krónur á mánuði í þrjú ár inn á veðkröfuna, og síð a st a greiðsl a að fara fram þann 15. desember 2015 , en eftir það skyldi gr eiða í samræmi við upphaflegt efni veðskuldabréfsins. Í skýrslu stefndu fyrir dómi kom fram að A [...] lést hann þann 16. desember 2015 . [...] . Stefnda bjó [...] áfram í fasteigninni að Sóleyjarhlíð 3 í Hafnarfirði og kvaðst hafa gert sam komulag við A um að hún myndi greiða af veðskuldinni , [...] . Fram er komið í málinu að greitt hafi verið í sam ræmi við framangreindan samning [...] fram í desember 2015, og þá hafi stefnda greitt eina afborgun í samræmi við upphaflega skilmála bréfsins þann 6. janúar 2016. Eftir það hefur ekki verið greitt inn á kröfuna. Dánarbú A er þinglýstur 50% eigandi fasteignarinnar Sólaeyjarhlíð 3, íbúð 01 - 0303 í Hafnarfirði . Stefnda kvaðst tveimur dögum fyrir andlát A hafa gert við hann samning um að kaupa hann út úr f asteign inni og hafi greitt honum hluta kaupverðs ins . Dánarb ú A sætir nú opinberum skiptum og hefur stefnandi lýst s ömu kröfu og um er deilt í þessu máli í dánarbú hans , sem veðkröfu. Samkvæmt upplýsingum stefnanda var ofangreint veðskuldabréf áritað þann 4. júní 2015 um að það væri að fullu greitt , eða á sama tíma og stefnda var að greiða af því, og var það afhent til aflýsingar hjá sýslumanni. Stefnandi kveður að um mistök hafi verið að ræða en ekki liggja fyrir nánar i skýringar á þeim mistökum. Veðskuldabréfinu var í samræmi við þetta aflýst þann 8. júní 2015 og s amkvæmt framlögðu veðbandayfirliti hvílir það ekki lengur á fasteigninni að Sóleyjarhlíð 3, íbúð [...] , Hafnarfirði. Stefnandi hefur einnig upplýst að aflýst frumrit veðskuldabréfsins hafi týnst og að ekki sé vitað hvar það sé niðurkomið. Í málinu liggur hins vegar fyrir ljósrit frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu af umræddu veðskuldabréfi, þar sem fram kemur að um sé að ræða ljósrit af aflýstu skjali , og ber ljósrit ið með sér stimpil og dagsetningu stefnanda um að bréfið sé að fullu greitt , og að því hafi verið aflýst. Stefnda var kölluð á fund hjá stefnanda þegar meint mistök komu í ljós , að hún taldi í byrjun árs 2016 , og hún beðin um að undirrita nýtt veðskuldabréf. Í málinu liggja fyrir tölvupóstsamskipti milli þáverandi lögmanns stefndu og starfsmanns stefnanda frá júní 2016, þar sem meðal annars kemur fram að stefnda muni koma og skrifa undir nýtt 3 lán, sams konar hinu fyrra , og að nýja bréfið verði g efið út á stefndu eina. Fyrir liggur að ekki var gengið frá nýrri veðsetningu í samræmi við framangreint , sem mun meðal annars skýrast af aðkomu dánarbús A sem þinglýst s eigand a að 50% fasteignarinnar. Á skiptafundi í dánarbúi A þann 29. maí 2017 mótmælti lögmaður stefnd u kröfulýsingu stefnanda með þeim rökstuðningi að stefnandi ætti enga kröfu í búið og hafi ekki sýnt fram á að svo sé. Stefnandi krafðist kyrrsetningar á eigum stefndu m eð kyrrsetningarbeiðni, dags. 2. j úní 2017, fyrir gjaldfelldum höfuðst ól veðskuldabréfsins, 21.434.382 krónum , en með vöxtum og kostna ði var krafan sögð 25.737.521 krón a . Þann 8. j úní 2017 var kyrrsettur 50 % eignarhlutur stefndu í fasteigninni að Sóleyjarhlíð 3, f asta nr. [...] , Hafnarfirði , fyrir þeirri kröfu. Með réttarste fnu , dags. 14. júní 2017 , höfðaði stefnandi mál á hendur stefndu til staðfestingar á kyrrsetningargerðinni og til viðurkenningar á greiðsluskyldu stefndu. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness, dags. 27. febrúar 2018, í máli nr. E - 735/2017 , var stefnda dæmd til a ð greiða stefnanda 21.475.960 krónu r ásamt því að staðfest var kyrrsetning sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í máli nr. 84/2017. Stefnda áfrýjaði dómi num til Landsréttar , sem með dómi þann 2. nóvember 2018, í máli nr. 290/2018, vísaði málinu frá héraðsdóm i vegna vanreifunar í stefnu stefnanda. R éttarstefna þessa máls var gefin út þann 7. nóvember 2018 um þingfestingu málsins þann 5. desember 2018. Meðfylgjandi stefnu nú eru gögn og endurrit sem lágu frammi við kyrrsetningargerð nr. 84/2017 , þar á meðal afrit skuldskeytingar veðskuldarinnar , dags. 4. september 2007, útskrift um skulda stöðu framangreinds veð skuldabréfs, dags. 15. febrúar 2016, staðfest ljósrit sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu af aflýstu skuldabréfi, veðbandayfirlit og ferilskrá yfir skjö l á fasteignin ni að Sóleyjarhlíð 3, íbúð 01 - 0303 , Hafnarfirði, lánayfirlit stefndu hjá stefnanda, dags. 30. október 2017 , um innborganir inn á umrætt veðskuldabréf, og samningur um [...] , dags. 27. desember 2012. Stefnda gaf aðilaskýrslu fyrir dómi. Málsá stæður og lagarök stefnanda: Stefnandi byggir mál sitt á því að stefnda sé skuldbundin af þeim samningi um lán og endurgreiðslu sem hún undirgekkst með undirritun sinn i á skuldskeytingu þann 4. september 2007 þrátt fyrir að veðskuldabréfið hafi fyrir mistö k verið áritað um að það 4 væri að fullu greitt. Skilyrði 32. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga séu uppfyllt , enda hafi stefnda vitað eða mátt vita að mistök höfðu átt sér stað. Stefnda hafi þannig grei tt sjö gjalddaga af skuldabréfinu eftir að mistökin sem fólust í áritun skuldabréfsins áttu sér stað. Stefnandi byggir á því að kyrrsetningin og málshöfðunin sé nauðsynleg , enda hafi stefnda neitað að verða við beiðni stefnanda um að aðstoða við að hin augljósu mistök sem áttu sér stað yrðu leiðrétt. Vir tist sem ásetningur væri hjá stefndu um að auðgast á ólögmætan hátt á mistökunum um verulegar fjárhæðir þrátt fyrir vitund um að skuld væri með réttu til staðar. Byggir stefnandi því einnig á 33. gr. laga nr. 7/1 936 , enda sé óheiðarlegt af stefndu að bera fyrir sig að engin skuld sé til staðar eða hún sé ósönnuð. Ljóst sé af fyrri samskiptum við lögmann stefndu að hún geri sér fulla grein fyrir að um mistök hafi verið að ræða , enda h afi því ekki verið haldið fram að stefnda hafi greitt skuldina eða hafi hún mátt gera ráð fyrir að skuldin væri greidd. Miðað við viðbrögð stefndu tel ji stefnandi veruleg a hætt u á því að stefnda reyn i að koma verðmætum undan fullnustu stefnanda. S tefnanda hafi því verið nauðsynlegt að t ryggja hagsmuni sína með því að kyrrsetja fyrir kröfu sinni þær eignir sem væru í eigu stefndu að því marki sem þær næg i til að tryggja kröfuna. Fram kom í máli stefnanda að hann telji að ekki hafi þurft að fara í ógildingarmál vegna veðskuldabréfsins, enda hafi hlutverki þess lokið með aflýsingu þess . Samkvæmt 13. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978 verði skuldabréfi ekki aflýst nema með því að framvísa árituðu fru mriti þar um. Fyrir liggi staðfest ljósrit frá sýslumanni af aflýstu bréfinu þar sem fram komi stimpill um að bréfið sé að fullu greitt og afhent til aflýsingar , og að skjalinu hafi verið aflýst af sýslumanni. Enginn annar en stefnandi g æti því krafist efn da samkvæmt bréfinu, nema með því að afmá nefnda áritun og þar sem bréfið sé nafnbréf að falsa framsal. Stefnandi telur að skilyrði 5. gr. laga nr. 31/1990 séu fyrir hendi til að kyrrsetningargerðin hjá stefndu n ái fram að ganga í samræmi við niðurstöðu s ýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum sökum kref jist stefnandi staðfestingar á gerðinni. Stefnandi byggir kröfur sínar um greiðsluskyldu stefndu einkum á meginreglum samninga - og kröfuréttar um greiðslu og uppgjör skulda auk 1. mgr. 32. gr. og 33. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sbr. lög nr. 11/1986. U m vexti vísast til ákvæða laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og þá sérstaklega 5 5. gr. þeirra laga. Málskostnaðarkrafa n er rökstudd með vísan til XXI. kafla lag a nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa n um virðisaukaskatt styðst við lög nr. 50/1988. Málsástæður og lagarök stefnda: Stefnda mótmælir kröfu stefnanda , enda sé engin krafa til staðar eða hún ósönnuð. H afi stefnandi átt kröfu á hendur stefndu sé hún ef tir atvikum greidd , og sé krafan enn til staðar hafi stefnandi ekki sýnt fram á að hann eigi kröfuna. E ig i stefnandi kröfu á hendur stefndu þá sé fjárhæð hennar ósönnuð. Stefnda byggir á því að stefnandi eigi ekki kröfu á hendur stefndu og að ekkert réttarsamband sé á milli þeirra sem leiði til þess að stefnd a teljist skuld a stefnanda stefnufjárhæðina eða einhverja aðra fjárhæð. Stefnd a hafi ítrekað neitað að stofna til skuldar við stefnanda þrátt fyrir mikinn þrýsting og hótanir stefnanda. E ðli málsi ns samkvæmt leiði það ekki til þess að fallast beri á dómkröfur stefnanda. Þær dómkröfur fái enga stoð í málatilbúnaði stefnanda eða gögnum málsins. Stefnandi hafi áritað upprunalegt veðskjal eða eftir atvikum afrit þess um að skuldin samkvæmt veðskuldabré finu væri að fullu grei dd , afhent veðskjalið eða afrit þess til aflýsingar og sé bundinn af þeim gjörðum sínum. Þá segist stefnandi haf a týnt skuldaviðurkenningunni sem hann byggi dómkröfur sínar að öllu leyti á. Dómkröfur stefnanda séu því ósannaðar, enda sé krafa stefnanda á hendur upphaflegum skuldara ekki gjaldkræf, og þar með fallin niður gagnvart þeim sem síðar kunna að hafa tekið að sér greiðslu á fjárkröfu samkvæmt skuldabréfinu. Stefnda bendir á að hugsanleg skýring á áritun skuldabréfsins um grei ðslu og aflýsingu þess geti verið sú að fyrrverandi eiginmaður stefndu hafi greitt skuldina og í framhaldi þess hafi hann fengið frumrit skuldabréfsins afhent. Eðli málsins samkvæmt geti stefnda ekki fært sönnur á framangreint og stefnandi einn geti svarað því hvers vegna hann hafi áritað veðskuldabréfið um greiðslu og aflýst því. Að mati stefndu þurfi stefnandi að sýna fram á að fyrrverandi eiginmaður stefndu hafi ekki greitt skuldina og fengið frumrit veðskuldabréfsins afhent . Stefnda bendir einnig á að u mrætt veðskuldabréf sé viðskiptabréf og því framseljanlegt. Búið sé að skora á stefnanda að afhenda frumrit veðskuldabréfsins en ekki hafi verið orðið við því og bygg t á því að það sé týnt. Stefnd a byggir á því að stefnandi hafi haft frumrit veðskuldabréfs ins í vörslum sínum og enginn annar en stefnandi geti því borið ábyrgð á því ef frumskjalið glatist. Engin leið sé fyrir stefndu til 6 að sannreyna að stefnandi hafi ekki framselt veðskuldbréfið. Meðferð skuld a bréfsins og réttindi því tengd lúti þannig viðsk iptabréfareglum, einkum reglum tilskipunar frá 9. febrúar 1798 um áritun afborgana á skuldabréf. Engin staðfesting liggi fyrir um að frumrit skuldabréfsins hafi verið áritað um fullnaðargreiðslur af hálfu stefnanda og því sé með öllu óljóst hvort stefnd a g eti átt á hættu að bréfið verði framselt til þriðja aðila. Sú staðreynd að bréfinu hafi verið aflýst og ljósrit þess lagt fyrir dóm sé ekki staðfesting á því að sjálft frumrit bréfsins hafi einnig verið áritað um fullnaðargreiðslu eða afborganir stefndu. A f hálfu stefndu sé byggt á því að veruleg hætta sé á að bréfið verði framselt til grandlauss framsalshafa og að stefnda verði krafin um greiðslu veðskuldabréfsins. Að mati stefndu leiði framangreint til þess að stefnanda hefði borið að fara í ógildingarmál eftir reglum XVIII. kafla einkamálalaga nr. 91/1991. Stefnda vís ar til þess í þessu samhengi að stefnanda beri beinlínis lagaskylda til þess annars vegar að árita bréfið um afborganir þegar þær hafi verið greiddar, en hins vegar beri honum skylda til þess að afhenda stefndu skuldabréfið þegar höfuðstóll þess hafi verið greiddur að fullu, sbr. ákvæði 1. mgr. 1. gr. tilskipunar frá 9. febrúar 1798. Þessi skylda stefnanda sé ótvíræð að lögum, en reglunni sé ætlað að tryggja að skuldarar að viðskiptabréfakröfu m geti ekki átt á hættu að skuldabréf verði framselt grandlausum framsalshafa sem gæti krafist efnda á viðskiptakröfunni á ný. Stefnda áréttar að hún og A , fyr rverandi eiginmaður hennar og meðskuldari að um ræddu veðskuldabréfi, hafi verið með aðskilinn fj árhag, enda hafi þau þegar verið búin að slíta hjónabandi sínu þegar A andaðist. Stefnda hafi því engin gögn í höndum um það hvort A hafi í raun greitt skuldabréfið upp áður en hann andaðist, aðrar en afrit skuldabréfs um að bréfið hafi í raun verið greitt upp að fullu annars vegar, og yfirlýsingu stefnanda hins vegar um að bréfið hafi í raun ekki verið greitt upp. Þá telur stefnda að stefnandi hafi ekki fært fram önnur gögn til stuðnings fullyrðingum sínum um að bréfið hafi verið áritað fyrir mistök, þrá tt fyrir fjölmargar áskoranir. Ekki verði með neinu móti séð að sú skylda eigi að hvíla á stefnd u að sanna að A heitinn hafi í raun greitt skuld þeirra, enda geti stefnd a ekki sannað það þar sem stefnd a sé ekki með aðgang að fjárhagslegum gögnum A . Stefnda telur að vilji stefnandi ekki standa við fyrri yfirlýsingu sína, þess efnis að skuldabréfið hafi verið greitt upp, beri stefnanda sjálfum að sanna það. Ótækt sé með öllu að snúa sönnunarbyrðinni við þegar um sé að ræða fullyrðingar stærsta fjármálafyrirtæ kis landsins annars vegar og einstaklings með mjög takmarkaðan aðgang 7 að fjárhagsupplýsingum hins vegar. Þá fáist ekki séð að stefnd a geti hafa auðgast með óréttmætum hætti á kostnað stefn anda ef skuldabréfið sé enn í vörslum stefnanda eða grandlauss þriðj a aðila, enda kunna réttindi því tengd að rakna við ef til framsals þess kemur. Stefnandi eigi ekki að komast hjá þeirri grundvallarskyldu að árita og afhenda viðskiptabréf með því einu að segja að það hafi týnst, og höfða svo dómsmál á hendur viðkomandi á grundvelli meintrar ólögmætrar auðgunar. Stefnda byggir á því að s tefnandi verði að bera hallan n af þessu gáleysi á meðferð skuldabréfsins og því beri að sýkna stefndu af kröfu stefnanda. Af þeirri sýknukröfu leiði að stefnda krefjist þess að kröfu stefnanda um staðfestingu kyrrsetningar í eignarhlut stefndu í fasteigninni að Sóleyjarhlíð 3 í Hafnarfirði verði hafnað, og byggi st sú krafa á sömu rökum og sýknukrafa stefndu. Stefnda mótmælir dráttarvaxtakröfu stefnanda sérstaklega , enda séu ekki lagask ilyrði til þess að dæma stefndu til að greiða dráttarvexti fyrr en í fyrsta lagi frá dómsuppsögu, en til vara frá þingfestingardegi málsins. Forsendur og niðurstaða: Stefnda bygg ir á því að stefnandi eigi ekki kröfu á hendur henni , að minnsta kosti sé þa ð ósannað , og því beri að sýkna stefndu af fjárkröfu stefnanda og staðfestingu kyrrsetningargerðar nr. 84/2017. Ágreiningslaust er að stefnda og fyrrverandi eiginma ður hennar , A , yfirtóku þann 4. september 2007 skuldbindingar samkvæmt umræddri veðkröfu þessa máls sem hvíldi á fasteigninni að Sóleyjarhlíð 3, íbúð [...] , Hafnarfirði . Þann 27. desember 2012 undirrituðu stefnda og A samning við stefnanda um [...] en samkvæmt samningnum skyldu þau greiða 9 2 .129 krónur í afborgun af veðskuldinni næstu þrjú ár, eða til desember 2015, en eftir það skyldi greiða í samræmi við upphaflega greiðsluskilmála. Veðkröfunni var aflýst af eigninni þann 8. júní 2015 fyrir mistök að sögn stefnanda , en greitt var af henni með framangreindum hætti fram til 6. janúar 2016. Fram kom í máli stefnd u að hún og A h efðu skilið skömmu eftir undirritun nefnds samnings um [...] , en stefnda hafi með samkomulagi við A búið áfram í fasteigninni og a ð hún hafi grei tt af veðskuldinni . Í málinu liggja fyrir tölvupóstsamskipt i milli þáverandi lögmanns stefndu og starfsmanns stefnanda um útgáfu nýs veðskuldabréfs í stað þess sem var aflýst. Segir í tölvupósti, dags. 7. j úní 2016 , að stefnda sé tilbúin að koma sama dag og undirrita nýtt 8 lán með sömu kjörum og hið fyrr a og í svari bankans, dags. 8. júní 2016 , kemur fram að bankinn fallist á þessa lausn. Í tölvu pósti lögmanns stefndu, dags. 16. júní 2016 , kemur meðal annars fram að stefnda og A heitinn hafi gengið frá skilnaðasamningi örfáum dögum áður en hann lést þar sem ákv e ð ið hafi verið með greiðslur frá stefndu til A vegna yfirtöku hennar á fasteigninni. A hafi sett það skilyrði að hann myndi losna undan veðláninu og að hann myndi afsala stefndu sínum eignarhluta þegar það lægi fyrir og greiðslur í samræmi við samkomulagi ð hefðu borist honum. Í skýrslu sinni fyrir dómi bar stefnda að það sem fram kæmi í framangreindum tölvupóst i væri rétt um að samkomulag hefði verið komið á um útgáfu á nýju bréfi , og um kaup hennar á eignarhluta A í fasteigninni. Hefur stefnd a með þe ssum hætti viðurkennt að vera í skuld við stefnanda en jafnframt að hún hafi ætlað að kaupa 50% eignarhluta A í fasteigninni í desember 2015, sem hafi sett það sem skilyrði að losna undan ábyrgð á veðskuldinni. Samkvæmt þessu og gögnum málsins að öðru leyti er e kkert í málinu sem bendir til þess að stefnda eða A hafi mögulega verið búin að greiða upp veðskuld ina um mitt ár 2015. Fram kom í máli stefndu fyr ir dómi að hún h afi verið boðuð á fund stefnanda, sennilega í byrjun árs 2016 , þar sem hún hafi verið upplýst um að veðskuldabréfið væri týnt , og þrýst hafi verið á hana að undirrita nýtt veðskuldabréf. Hafi hún þá reynt að semja , og að samkomulag hafi komi st á með framangreindum hætti . Af gögnum málsins verður ekki séð að neitt hafi síðan gerst í málinu f yrr en á skiptafundi í dánarbúi A , 29. maí 2017 þar sem kröfunni virðist fyrst mótmælt. Er á það fallist með stefnanda að skilyrði 1. mgr. 32. g r. laga nr. 7/1936 séu uppfyllt um mistök sem stefnda vissi eða mátti vita um, og með vísan til framangreinds , sbr. 33. g r. laga nr. 7/1936, getur stefnda ekki borið fyrir sig að bréfið hafi verið greitt eða að engin krafa sé lengur til staðar. Í málinu hefur verið lögð fram staðfesting þess efnis að umrætt veðskuldabréf , sem stefnandi kveður týnt, hvíli ekki lengur á fasteigninni að Sóleyjarhlíð 3, [...] Hafnarfirði. Þá liggur fyrir staðfest ljósrit sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu af aflýstu skjali, þar sem sjá má stimpil stefnanda um að bréfið sé að fullu greitt og af hent til aflýsingar , og stimpil sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að skjalinu hafi verið aflýst þann 8. júní 2016. Samkvæmt nefndum gögnum hefur bréfinu verið aflýst í samræmi við ákvæði 13. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978 . Getur stefnandi eða annar þ ví ekki krafist greiðslu samkvæmt því viðskiptabréfi. 9 Með vísan til framangreinds þykir sannað um réttarsamband stefnanda og stefndu, og að stefnandi eigi kröfu á hendur stefndu samkvæmt meginreglum samninga - og kröfuréttar, sem grundvallast á undirritun stefndu á skuldskeytingu, dags. 4. september 2007 , og viðurkenningu hennar samkvæmt framangreindu fyrir dómi, á ógreiddri kröfu stefnanda samkvæmt hinu aflýsta veðskuldabréfi. Stefnandi krefst þess að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 21.475.960 krónur auk dráttarvaxta . Í stefnu er fjárhæð höfuðstóls kröfunnar skýrð með þeim hætti að samningsvextir frá 16. janúar 2016 til 16. febrúar 2016 , þegar lánið var gjaldfellt , eða 41.578 krónur, hafi nú með réttu verið lagðir ofan á höfuð stóll þann sem gat um í kyrrsetningarbeiðni. K rafan er í samræmi við gögn málsins og hefur ekki verið hrakin. Að öllu ofangreindu virtu verður stefndu gert að greiða stefnanda 21.475.960 krónur. Stefnda mótmælir sérstaklega dráttarvaxtakröfu stefnanda. Ljó st þykir af málavöxtum þessa máls að upphaf þess megi rekja til mistaka af hálfu stefnanda. Sú staðreynd að veðskuldabréfið hafi síðar týnst verður með engum hætti raki n til stefndu. Stefnda var tilbúin til þess að ganga frá nýjum bréflegum samningi um krö funa um mitt ár 2016, en af því varð ekki vegna forsendna er tengdust dánarbúi fyrrverandi eiginmanns hennar og óvissu um afdrif hins týnda veðskuldabréfs. Frá þeim tíma og f ram til vorsins 2017 er ekki að sjá að stefnandi hafi gert neina kröfu á hendur st efndu. Málarekstur til innheimtu kröfunnar hófst í júní 2017. Með dómi Landsréttar í máli nr. 290/2018, þann 2. nóvember 2018 , var málinu vísað frá héraðsdómi vegna vanreifunar stefnanda á málinu. Með vísan til alls þessa verður stefndu gert að greiða drát tarvexti af hinni umkröfðu fjárhæð frá þeim degi sem mál þetta var höfðað að nýju til innheimtu kröfunnar, þann 20. nóvember 2018, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Stefnandi krefst staðfestingar á kyrrsetningargerð nr. 84/2017, sem gerð var þann 8 . j úní 2017 í 50% eignarhluta stefndu í fasteigninni Sóleyjarhlíð 3, fnr. [...] , Hafnarfirði. Ekki voru hafðar uppi sjálfstæðar varnir af hálfu stefndu um framkvæmd kyrrsetningar eða um skilyrði hennar samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu , að öðru leyti en því að stefnandi ætti ekki kröfu á hendur stefndu. Með vísan til framangreindrar niðurstöðu um kröfu málsins verður kyrrsetningargerðin staðfest um annað en þá dráttarvexti sem þar eru tilgreindir. 10 Eftir þessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefn d u gert að greiða stefn anda málskostnað sem er hæfilega ákveðinn með hliðsjón af atvikum öllum 5 00 .000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari kveður upp dóm þ ennan. Dómsorð: Stefnda , Silja Úlfarsdóttir , greiði stefnanda, Landsbankanum hf., 21.475.960 krónur auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. g r. laga nr. 38/2001, frá 20. nóvember 2018 til greiðsludags. Staðfest er kyrrsetningargerð sýslumannsins á höfuðborgars væðinu nr. 84/2017, í 50% eignarhluta stefndu í fasteigninni Sóleyjarhlíð 3, fastanr. [...] , í Hafnarfirði, sem fram fór þann 8. júní 2017, að kröfu stefnanda. Stefnda greiði stefnanda 5 00.000 krónur í málskostnað. Bogi Hjálmtýsson