Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 16. júlí 2021 Mál nr. E - 5078/2020: Duy Le Nguyen (Helgi Birgisson lögmaður) gegn Verði tryggingum hf. (Magnús Hrafn Magnússon lögmaður) Dómur 1 Mál þetta, sem tekið var til dóms 24. júní 2021, höfðaði Duy Le Nguyen, [...] , með stefnu birtri 20. ágúst 2020, á hendur Verði tryggingum hf., Borgartúni 25, Reykjavík, til greiðslu skaðabóta, vaxta og málskostnaðar. 2 Dómkröfur stefnanda eru þær, aðallega, að stefndi greiði stefnanda 16.236.365 krónur, með 4,5% vöxtum frá 3. ágúst 2018 til 21. ágúst 2020, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun stefnda þann 7. ágúst 2020 að fjárhæð 5.470.437 krónur. Til vara krefst stefnandi þess að stefndi greiði honum 12.238.204 krónur, með 4,5% vöxtum frá 3. ágúst 2018 til 21. ágúst 2020, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun stefnda þann 7. ágúst 2020 að fjárhæð 5.470.437 krónur. Til þrautavara gerir stefnandi kröfu um að stefndi greiði honum 10.654.146 krónur, með 4,5% vöxtum frá 3. ágúst 2018 til 21. ágúst 2020, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þ eim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun stefnda þann 7. ágúst 2020 að fjárhæð 5.470.437 krónur. Stefnandi krefst í öllum tilvikum málskostnaðar úr hendi stefnda, að teknu tilliti til skyldu hans til að greiða virðisaukaskatt af málflutning sþóknun lögmanns síns. 3 S tefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda, en til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar að skaðlausu. I 2 Málavextir 4 Krafa stefnanda á rætur að rekja til umferðarslyss sem hann varð fyrir árla morguns þann 3. maí 2018, sem farþegi í framsæti bifreiðarinnar MMJ95 sem eiginkona hans ók. Stefnandi kveðst hafa verið hálfsofandi þegar eiginkona hans missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún ók á ljósastaur á Hafnar fjarðarvegi við Arnarnesveg. Stefnandi var fluttur með sjúkrabifreið á slysa - og bráðadeild LSH í Fossvogi. Afleiðingar slyssins voru tognun í hægri öxl og hálsi, og einkenni frá brjóstkassa. 5 Slysið var tilkynnt til stefnda sem ábyrgðartryggjanda bifreiða rinnar MMJ95, en ekki er ágreiningur um bótaskyldu félagsins vegna slyssins. Líkamstjón stefnanda vegna slyssins var metið af Sigurði Ásgeiri Kristinssyni lækni og Halldóri Reyni Halldórssyni hrl., með matsgerð dagsettri 7. júlí 2020. Var niðurstaða matsma nna sú að varanlegur miski stefnanda væri 12 stig en varanleg örorka 12%. Tímabil þjáninga væri frá slysdegi til 29. maí 2018, án rúmlegu. Stöðugleikatímapunktur væri 3. ágúst 2018. 6 Á grundvelli framangreindrar matsgerðar gerði stefnandi kröfu á hendur st efnda með bréfi, dags. 21. júlí 2020. Í bréfinu var rökstutt að leggja bæri 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, með síðari breytingum, til grundvallar við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku, þar sem síðustu þrjú almanaksár fyrir slysdag gæfu ek ki raunhæfa mynd af framtíðartekjum stefnanda, í ljósi þess að slysaárið hefði verið fyrsta starfsár hans hér á landi. Var í kröfubréfinu miðað við árslaun stefnanda 2019, sem fóru nærri meðallaunum verkamanna, og nam krafa stefnanda samkvæmt því 10.510.81 6 krónum. 7 Stefndi sendi lögmanni stefnanda tilboð um uppgjör bóta með tölvupósti, dags. 6. ágúst 2020. Notaði stefndi við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku lágmarksárslaunaviðmiðun 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Var kröfu stefnanda um að miða skyldi við 2. mgr. 7. gr. sömu laga þar af leiðandi hafnað. Nam fjárhæð bótatilboðsins 5.470.437 krónum vegna varanlegrar örorku. 8 Í framangreindum tölvupósti stefnda til lögmanns stefnanda segir meðal annars: Tjónþoli hafði eingöngu búið á Íslandi í tæpt ár og h óf fyrst störf um mánuði fyrir slysið. Það er því álit félagsins að tjónþoli hafði ekki markað sér ákveðinn starfsvettvang hér á landi þegar slysið varð og að tekjur hans hér á landi fyrir slys gefi því ekki rétta mynd af líklegum framtíðartekjum hans. Ski lyrðum 2. mgr. 7. gr. 3 9 Stefnandi gat ekki fallist á framangreint tekjuviðmið stefnda og var því uppgjörstillaga stefnda undirrituð með sérstökum fyrirvara um árslaunaviðmið vegna varanlegrar örorku og mál þetta höfðað. 10 Ágreinin gur aðila lýtur samkvæmt framansögðu að því hvaða árslaunaviðmið leggja beri til grundvallar við ákvörðun bóta vegna varanlegrar örorku. Ekki er hins vegar deilt um bótaskyldu. Þá er ekki ágreiningur um greiðslu bóta fyrir þjáningar og miska. Þá virðast að ilar í meginatriðum sammála um tölulegan útreikning í málinu. II Helstu málsástæður stefnanda 11 Stefnandi byggir mál sitt á því að beita beri ákvæði 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga við uppgjör bóta vegna varanlegrar örorku, þar sem aðstæður séu óvenjulegar, árslaun næstliðinna þriggja ára fyrir slys gefi ekki rétta mynd af framtíðartekjum stefnanda og ö nnur viðmiðun feli í sér réttari mælikvarða hvað framtíðartekjur stefnanda varði. Jafnframt er á því byggt að lágmarkslaun samkvæmt 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, sem stefndi lagði til grundvallar í uppgjörstillögu sinni, gefi ekki raunhæfa mynd af því fram tíðartekjutjóni sem stefnandi komi til með að verða fyrir vegna afleiðinga slyssins. 12 Stefnandi vísar til þess að skilyrði 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga hafi verið verulega rýmkuð með gildistöku laga nr. 37/1999, en í athugasemdum með 6. gr. í frumvarpi til laganna segi meðal annars: Þá er gerð tillaga um að 2. mgr. 7. gr. verði rýmkuð þannig að mati verði beitt í þeim tilvikum þegar viðmiðun við síðustu þrjú tekjuár fyrir slys þykir af einhverjum ástæðum ekki réttmæt . 13 Þá byggir stefnandi á því að ákvæði ska ðabótalaga um bætur fyrir varanlega örorku hafi það að markmiði að tryggja tjónþola fullar bætur fyrir framtíðartekjumissi. Vandséð sé hvernig slíku markmiði verði náð með því að styðjast við þær forsendur sem stefndi leggi til grundvallar. Það sé í senn r angt og ósanngjarnt að miða útreikning á tekjutapi stefnanda við lágmarkslaun samkvæmt 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, sem almennt eigi við um einstaklinga sem ekki nýta vinnugetu sína á vinnumarkaði. Stefnandi sé hins vegar launþegi og hafi atvinnutekjur. 14 S tefnandi vísar til þess að hann hafi verið búsettur hér á landi ásamt eiginkonu og tveimur börnum allt frá miðju ári 2017. Hann hafi komið sér vel fyrir og varanlega 4 hér á landi. Hann og eiginkona hans hafi fjárfest í húsnæði og framtíðaráform þeirra séu a ð búa áfram á Íslandi. Stöðu hans verði því ekki jafnað við svokallaða farandverkamenn, sem starfa og búa í stuttan tíma hér á landi og ekki hyggjast festa rætur hér. 15 Stefnandi telur eðlilegt að miða framtíðartekjur og þar með framtíðartekjutap vegna öror ku við meðallaun fullvinnandi launþega hér á landi slysaárið 2018 samkvæmt launatöflum Hagstofunnar. Í öllu falli eigi ekki að miða við lægri tekjur en meðaltekjur verkamanna, og er á því byggt til vara. Til þrautavara byggir stefnandi á því að miða eigi v ið tekjur hans í því starfi sem hann hafi sinnt hjá Hafinu fiskverslun. Í öllum framangreindum tilvikum sé um að ræða hærri árslaun en þau lágmarkslaun sem stefndi hafi lagt til grundvallar í uppgjöri. 16 Stefnandi krefst í öllum tilvikum 4,5% vaxta samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga frá 3. ágúst 2018 (stöðugleikatímapunkti) til 21. ágúst 2020 (mánuði eftir dagsetningu kröfubréfs), en dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Til frádráttar bótakrö fu stefnanda komi greiðsla stefnda upp í bætur fyrir varanlega örorku, sem innt var af hendi þann 6. ágúst 2020, að fjárhæð 5.470.437 krónur. III Helstu málsástæður stefnda 17 Stefndi byggir mál sitt á því að styðjast eigi við meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaða bótalaga um meðalatvinnutekjur stefnanda síðustu þrjú almanaksár fyrir slys. Miða beri við meðaltekjur stefnanda árin 2015, 2016 og 2017. Á þessum tíma muni stefnandi, samkvæmt lýsingum hans sjálfs, hafa unnið sem bifvélavirki í Víetnam fram á sumar 2017 e n verið án atvinnu frá sumri 2017 og út það almanaksár. 18 Á því er byggt af hálfu stefnda að óumdeilt sé í málinu að tekjur stefnanda síðustu þrjú almanaksár fyrir slys hafi verið undir lágmarksviðmiði 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Stefndi byggir einnig á þ ví að ósannað sé að aðstæður tjónþola fyrir slys hafi verið óvenjulegar í skilningi 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Því beri, samkvæmt meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, að miða við lágmarkslaun 3. mgr. 7. gr. laganna. 5 19 Stefndi vísar til þess að við ma t á því hvort skilyrði fyrir beitingu 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga séu uppfyllt beri fyrst og fremst að miða við stöðu tjónþola á slysdegi og fyrir slysdag, þótt annað geti komið til skoðunar en þá eingöngu til fyllingar. 20 Stefndi byggir á því að stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir öllum þáttum kröfu sinnar. Í því felist að það sé stefnanda að sanna að aðstæður hans á viðmiðunartímabili hafi verið óvenjulegar, svo og hvað sé þá réttur mælikvarði fyrir líklegar framtíðartekjur hans. Hvorugt sé sannað í máli þe ssu. Upplýsingar liggi ekki fyrir um tekjur stefnanda þrjú ár fyrir slys. Eingöngu liggi fyrir upplýsingar um laun í örfáa daga fyrir slysið. 21 Stefnandi byggir á því að ósannað sé að meðaltekjur stefnanda á viðmiðunartímabili 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga h afi verið hærri en lágmarkslaun samkvæmt 3. mgr. 7. gr. sömu laga. Á því er byggt að stefnandi hafi ekki markað sér ákveðinn starfsvettvang hér á landi og engin gögn liggi fyrir um framtíðaráform stefnanda á slysdegi. Atvinnusaga hans hér á landi fyrir sly sdag, sem nái aðeins yfir örfáa daga, sé einfaldlega of stutt til að unnt sé að fallast á að beita eigi 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga í hans tilviki. 22 Stefndi byggir á því að 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga sé undantekning frá meginreglu 1. mgr. 7. gr. sömu l aga. Þetta sé skýrt með frumvarpi sem fylgdi breytingalögum nr. 37/1999, þar sem 7. gr. skaðabótalaga var breytt í núverandi horf. Í athugasemdum sem fylgdu þeim breytingalögum sé því lýst þannig að nánast þurfi að vera unnt að staðfesta með óyggjandi hætt i að breytingar á tekjusögu til framtíðar blasi við. Slíkt hafi ekki verið sannað í máli þessu. 23 Stefndi vísar einnig til þess að engin haldbær gögn liggi fyrir um framtíðaráform stefnanda á slysdegi. Samkvæmt frásögn stefnanda sjálfs hafi hann aflað sér f ramhaldsmenntunar í hagfræði í Víetnam og lokið því árið 2013. Hann hafi þó strax hafið störf á ótengdu starfssviði, bifvélavirkjun, og starfað við það að sögn í fjögur ár áður en hann fluttist til Íslands sumarið 2017. Hann hafi dvalið hér á landi í hartn ær heilt ár án þess að stunda hér launuð störf áður en hann hóf störf hjá Hafinu fiskverslun. 24 Stefndi vísar til þess að staðfesting liggi ekki fyrir um það að stefnandi hafi lokið framhaldsnámi í hagfræði. Jafnvel þó slík gögn myndu liggja fyrir verði ekki fallist á að með því væri sannað að stefnandi hefði getað unnið hér á landi sem hagfræðingur í framtíðinni, eða við sambærileg störf, og aflað þeirra tekna sem 6 aðalkrafa sé byggð á. Auk þess felist í meðaltali heildarlauna að tekið hafi verið tillit til u nninnar yfirvinnu þeirra sem undir mengið falla. Ekkert liggi fyrir um vinnutíma stefnanda eftir slysið, sem geti rennt stoðum undir aðalkröfu hans um heildarlaun. 25 Verði fallist á kröfu stefnanda mótmælir stefndi dráttarvaxtakröfu hans og byggir á því að rétt sé, eins og atvikum sé hér háttað, að dráttarvextir verði látnir niður falla, en dæmdir frá dómsuppsögu til vara, enda fjárkrafa stefnanda ekki ljós fyrr en réttir frádráttarliðir hafi verið teknir til greina. IV Niðurstöður 26 Ákvæði skaðabótalaga um bætur vegna varanlegrar örorku hafa það markmið að tryggja þeim sem fyrir tjóni hefur orðið fullar bætur fyrir slíkt tjón eftir því sem hægt er. Framtíðartekjur viðkomandi eru hins vegar óvissar í eðli sínu og í sumum tilvikum ríkir jafnvel enn meiri óviss a en í öðrum. Til að meta framtíðartekjutjón tjónþola hefur sú leið verið valin sem meginregla, sbr. 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, að leggja meðalatvinnutekjur viðkomandi síðustu þrjú ár fyrir slys, þ.e. rauntekjur, að meðtöldu framlagi frá vinnuveitanda t il lífeyrissjóðs, til grundvallar útreikningi vegna tjóns sökum varanlegrar örorku. Frá þessu má við ákveðnar aðstæður víkja, sbr. annars vegar 2. mgr. 7. gr. og hins vegar 3. mgr. 7. gr. sömu laga. 27 Aðila greinir á um hvort rétt sé að víkja frá meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga eins og hér hátti til. Þá greinir einnig á um hvort beita skuli undantekningarákvæði 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga um tilvik stefnanda, eins og stefndi heldur fram, eða hvort beita eigi undantekningarákvæði 2. mgr. sömu greinar, eins og stefnandi sjálfur heldur fram, og ef svo er, hvaða árslaunaviðmið gefi þá betri mynd af framtíðartekjutjóni stefnanda 28 Samkvæmt 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, með síðari breytingum, þurfa þrjú meginskilyrði að vera uppfyllt til að unnt séð að víkja frá meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga um að styðjast við meðalatvinnutekjur viðkomandi næstliðin þrjú ár fyrir slys og beita í þess stað undantekningarákvæði 2. mgr. sömu greinar. Í fyrsta lagi verða að hafa verið fyrir hendi óvenjulegar aðstæður á umræddu þriggja ára tímabili. Í öðru lagi verða þær óvenjulegu aðstæður að hafa leitt til þess að árslaun viðkomandi á tímabilinu séu ekki réttur mælikvarði á líklegar framtíðartekjur. Í þriðja lagi þarf að liggja fyrir að annar mælikvarði gefi betri vísbe ndingu um ætlaðar 7 framtíðartekjur viðkomandi og þá um leið framtíðartekjutap vegna varanlegrar örorku. Sönnunarbyrði um að öll þessi atriði séu uppfyllt hvílir á þeim sem því heldur fram, stefnanda í þessu máli. 1 29 Stefnandi er fæddur og uppalinn í Ví etnam. Hann lauk skyldunámi 18 ára að aldri og hóf í kjölfarið skipasmíði - og hagfræðinám sem hann, að eigin sögn, lauk endanlega með meistaragráðu 2013. Gögn málsins bera með sér að stefnandi hafi ekki fengið starf í heimalandi sínu á því sviði sem menntu n hans tekur til. Hann hafi þar af leiðandi unnið sem bifvélavirki hjá flutningafyrirtæki fram til ársins 2017. Af gögnunum verður ekki ráðið hver laun hans hafi verið vegna þeirrar vinnu. 30 Sumarið 2017 fluttist stefnandi til Íslands, tæpu ári fyrir slysið , en kærasta hans og núverandi eiginkona var þá þegar búsett hér og hafði búið hér á landi frá 2012. Tíma tók fyrir stefnanda að útvega sér dvalar - og atvinnuleyfi hér á landi, en í apríl 2018 fékk hann verkamannavinnu hjá Hafinu fiskverslun, þar sem hann starfaði þangað til honum var sagt upp í febrúar 2020. Sama sumar fékk stefnandi vinnu hjá Brimborg þar sem hann starfar í dag. Virðist stefnandi þannig á slysdegi hafa markað sér starfsvettvang hér á landi, sem hann hefur fylgt síðan, þ.e. sem verkamaður, þó starfstími hans hafi verið stuttur fyrir slysið. 31 Gögn málsins bera með sér að stefnandi hafi gengið í hjúskap hér á landi. Hann eigi son og tvo stjúpsyni hér. Þau virðast öll hafa búið saman í eigin húsnæði hér á landi, fyrst í [...] , en nú í [...] . F ær þetta meðal annars stoð í skattframtölum stefnanda og eiginkonu hans árin 2020 og 2021, en eldri stjúpsonur stefnanda varð 18 ára á árinu 2020. Samkvæmt þessu og öðru sem að framan hefur verið rakið virðist stefnandi hafa fest hér rætur og ekkert bendir til annars en að hann hyggist vera hér til frambúðar, ásamt fjölskyldu sinni. Virðist því um varanlegar breytingar að ræða hjá stefnanda. 32 Að því virtu og þar sem stefnandi hafði verið atvinnulaus hér á landi um alllangt skeið áður en hann hóf vinnu hjá H afinu fiskverslun og búsettur og við vinnu í heimalandi sínu fyrir þann tíma, má fallast á það með stefnanda að aðstæður hans hafi verið óvenjulegar næstu þrjú ár fyrir slysið og að árstekjur hans á umræddu tímabili gefi ekki rétta mynd af mögulegum framtí ðartekjum hans á slysdegi. 8 Vaknar þá spurning um hvaða mælikvarði sé réttari hvað framtíðartekjur stefnanda varðar, sbr. það sem að framan segir. 2 33 Aðalkrafa stefnanda miðast við að meðallaun (heildarlaun) allra fullvinnandi launamanna á vinnumarkaði hér á landi árið 2018, að meðtalinni yfirvinnu, séu réttur mælikvarði við mat á framtíðartekjum stefnanda á slysdegi, meðal annars með tilliti til menntunar hans. Varakrafa stefnanda miðast við meðallaun (heildarlaun) verkafólks hér á landi árið 2018, að meðta linni yfirvinnu. Þrautavarakrafa stefnanda miðast við rauntekjur hans sjálfs árið 2019. 34 Eins og áður segir hafði stefnandi aflað sér menntunar í heimalandi sínu áður en hann fluttist hingað til lands sumarið 2017. Hann virðist þó ekki hafa starfað á svi ði þeirrar menntunar í heimalandi sínu frá útskrift og þar til hann fluttist hingað til lands. Stefnandi hefur eigi heldur starfað á sviði menntunar sinnar eftir að til Íslands kom. Á sama hátt er óvíst hvort stefnandi áformar að nýta menntun sína til atvi nnu hér á landi, ef það er á annað borð hægt. Að þessu virtu verður ekki séð að menntun stefnanda geti haft nokkurt vægi við mat á framtíðartekjum hans á slysdegi. 35 Upplýst er að stefnandi starfaði sem verkamaður hjá Hafinu fiskverslun á slysdegi og hafði gert um mánaðarskeið fyrir slysið. Stefnandi hélt áfram að starfa hjá sama vinnuveitanda eftir slysið og allt til þess að honum var sagt upp störfum í febrúar 2020. Samkvæmt staðgreiðsluskrá og skattframtali stefnanda námu tekjur hans hjá Hafinu fiskverslu n krónum vegna alls ársins 2019, sem er lítillega undir meðallaunum (heildarlaunum) verkamanna hér á landi árið 2018. Á hinn bóginn námu árstekjur stefnanda 2019 hærri fjárhæð en sem nemur meðalgrunnlaunum verkakarla hér á landi árið 2018, en þær námu samkvæmt gögnum málsins 4.248.000 krónum. 36 Þegar það er virt að stefnandi starfaði sem verkamaður hér á landi á slysdegi og hefur haldið áfram að starfa sem slíkur eftir slysið, auk þess sem hann virðist hafa fest hér rætur samkvæmt því sem að framan segir , þá þykir mega fallast á það með stefnanda að lágmarkslaun samkvæmt 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga gefi ekki rétta mynd af áætluðum framtíðartekjum hans. Á hinn bóginn þykir stefnandi ekki hafa fært fram fullnægjandi sönnun fyrir því að annar mælikvarði en rauntekjur hans hjá Hafinu fiskverslun á árinu 2019 sé réttari við mat á framtíðartekjum hans. 9 37 Af framangreindu leiðir að aðal - og varakröfu stefnanda er hafnað, þar sem þær miðast sem fyrr segir við hærri viðmiðunartekjur á ári en rauntekjur stefnanda sj álfs árið 2019. Dómurinn fellst hins vegar á þrautavarakröfu stefnanda í málinu, sem miðast við rauntekjur stefnanda árið 2019, þar sem það er mat dómsins að þær tekjur gefi besta mynd af ætluðum framtíðartekjum stefnanda á slysdegi. 3 38 Samkvæmt 9. gr. la ga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu bera skaðabótakröfur dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá þeim degi er kröfuhafi sannanlega lagði fram þær upplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. 39 Gögn máls ins bera með sér að lögmaður stefnanda hafi sent stefnda kröfubréf þann 21. júlí 2020. Innihélt bréfið tilboð um uppgjör bóta miðað við þær forsendur sem þá lágu fyrir. Hvað varanlega örorku varðaði byggðist tilboðið á árstekjum stefnanda ári eftir slysið, þ.e. 2019. Stefndi féllst ekki á tilboð stefnanda en gerði honum nýtt tilboð, með tölvupósti dagsettum 6. ágúst 2020, sem byggðist á lágmarksviðmiðum samkvæmt 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. 40 Verður samkvæmt framansögðu ekki betur séð en að þann 21. júlí 20 20 hafi þær upplýsingar legið fyrir sem þörf var á til að stefndi gæti metið tjónsatvik og fjárhæð bóta. Að því virtu og með vísan til 9. gr. laga nr. 38/2001 er réttilega við það miðað í stefnu að krafa stefnanda beri dráttarvexti frá og með 21. ágúst 202 0. 41 Með hliðsjón af niðurstöðu málsins og atvikum öllum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þykir rétt að stefndi greiði stefnanda málskostnað eftir því sem nánar greinir í dómsorði. Hefur þá verið tekið tillit til skyldu st efnanda til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun lögmanns síns, svo og þeirrar greiðslu sem lögmaður stefnanda hefur þegar fengið greidda frá stefnda vegna málsins, þ.e. áður en málið kom til dómsins. 42 Af hálfu stefnanda flutti málið Helgi Birgi sson lögmaður. 43 Af hálfu stefnda flutti málið Magnús Hrafn Magnússon lögmaður. 44 Jóhannes Rúnar Jóhannss on héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 10 Dómsorð: Stefndi, Vörður tryggingar hf., greiði stefnanda, Duy Le Nguyen, 10.654.146 krónur, með 4,5% vöxtum frá 3. ágúst 2018 til 21. ágúst 2020, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags, al lt að frádreginni innborgun stefnda þann 7. ágúst 2020 að fjárhæð 5.470.437 krónur. Stefndi greiði stefnanda 1.400.000 krónur í málskostnað. Jóhannes Rúnar Jóhannsson