Héraðsdómur Vesturlands D Ó M U R 4. nóvember 2021 mál nr. E - 65/2021 Íslandsgámar ehf. (Sigurður S. Júlíusson lögmaður) gegn Akraneskaupstað (Unnur L. Hermannsdóttir lögmaður) Dómkröfur og rekstur málsins 1. Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 16. febrúar 2021. Stefnandi er Íslandsgámar ehf. Sóleyjargötu 18, 300 Akranesi, og stefndi er Akraneskaupstaður, Stillholti 16 - 18, 300 Akranesi. 2.. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 11.332.880 krónur með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 5.665.680 krónum frá 1. desember 2019 til 17. desember 2019 og af 11.332.880 kr ónum frá 17. desember 2019 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun 29. janúar 2021 að fjárhæð 4.813.280 krónur, sem dragist frá skuldinni miðað við stöðu hennar á innborgunardegi. Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér m álskostnað að skaðlausu. 3. Stefndi krefst sýknu en til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnanda. ------- 2 4. Dómari taldi áhöld um hvort nauðsynlegt væri að kveða til sérfróðan meðdómara í málinu í ljósi þess að ekki varð betur séð en að stefndi hefði fyrir málshöfðun greitt að fullu kröfu stefnanda, þ.e. þann hluta hennar sem átti sér beina skírskotun í matsgerð málsins. Eftir undirbúningsþinghald í málinu fyrir aðalmeðferð, sem haldið var 6. október sl., varð niðurstaðan sú að rétt væri að dómurinn yrði fjölskipaður þar sem hæglega gæti reynt á forsendur og gildi matsgerðarinnar að mati beggja lögmanna og dómara við úrlausn þess, en stefndi hafði uppi fyrirvara um gildi matsgerðarinnar þót t hann hafi greitt samkvæmt henni. Ásmundur Ingvarsson byggingarverkfræðingur og Sigríður Rut Júlíusdóttir héraðsdómari tóku því sæti í dómnum við upphaf aðalmeðferðar sem fram fór 11. október sl. og var málið dómtekið að henni lokinni. 5. Við aðalmeðfer ð málsins gaf aðilaskýrslu Þórður Guðnason, framkvæmdastjóri stefnanda. Þá kom dómkvaddur matsmaður, Dagbjartur H. Guðmundsson byggingarverkfræðingur, fyrir dóm og staðfesti matsgerð sína. Einnig gáfu skýrslur starfsmenn stefnda, Sindri Birgisson og Jón Ól afsson, sem höfðu sameiginlega umsjón með verkinu fyrir stefnda. Framburðar er getið í dómnum eins og þurfa þykir. Málsatvik 6. Aðilar gerðu þann 29. ágúst 2019 með sér verksamning í kjölfar útboðs um framkvæmdir á Breið á Akranesi. Fólst verkið í jarðve gsskiptum fyrir hlaðna veggi og bílaplan, setja svæði í hæð og mögulega brjóta upp steypta stétt umhverfis vita og steypa nýja stétt. Jafnframt skyldi helluleggja með grassteini, fylla grasstein og sá grasfræi. Samningsfjárhæð var 28.742.890 krónur með vir ðisaukaskatti í samræmi við tilboð stefnanda í verkið. Í grein 1.2.16 í verklýsingu kom fram að fyrir aukaverk skyldi greiða samkvæmt tímagjaldi í tilboði stefnanda fyrir menn og vélar. Þá var kveðið á um að eftirlit væri í höndum stefnda sjálfs og að um s amninginn skyldi gilda ÍST 30:2012. Var gert ráð fyrir því að verkið hæfist þegar við undirritun samnings og að því yrði lokið eigi síðar en 31. október 2019. 7. Stefnandi hóf vinnu við verkið 10. september 2019, en ekki var að hans sögn hægt að hefjast handa fyrr vegna þess að gögn, sem stefndi hafi lagt til og hafi verið notuð við útsetningu á bílaplani og lögnum, hafi reynst röng. Þessu mótmælir stefndi og kveður ekkert hafa breyst og ekkert staðið í vegi þess að stefnandi hæfi vinnu 29. 3 ágúst 2019 lík t og samningur aðila hafi kveðið á um, en stefnandi hafi hins vegar verið upptekinn í öðru verki í Viðjuskógum á Akranesi, og beri því sjálfur ábyrgð á þessum seinagangi. 8. Hinn 26. september 2019, þegar unnið var við gröft vegna jarðvegsskipta í bílap lani, kom í ljós olíumengaður jarðvegur og fljótandi olía. Ágreiningslaust er að ekki var upplýst um slíkt í útboðsgögnum enda ekki vitað þá. Stefndi kveður að þarna hafi verið um óverulega mengun að ræða í jarðvegi og vísar um það til sérfræðinga sem komu og mátu aðstæður. Um leið og stefnandi varð þessa var tilkynnti hann þetta eftirlitsmanni verksins, stefnda, og óskaði fyrirmæla um framhald verksins og hvernig skyldi fara með hinn olíumengaða jarðveg. Í kjölfarið fór stefndi, með aðstoð stefnanda, að ka nna hvað skyldi gera við jarðveginn. Var meðal annars kannað hvort hann mætti urða hann í Álfsnesi eða í Fíflholti auk þess sem stefndi var einnig í sambandi við Umhverfisstofnun. 9. Þessi athugun leiddi til þess að sögn stefnanda að það var ekki fyrr en 4. október, eða sex dögum eftir að stefnandi tilkynnti stefnda fyrst um hinn olíumengaða jarðveg, sem stefndi hafi tekið ákvörðun um að halda skyldi verkinu áfram með sama hætti og áður hafði verið ráðgert. 10. Olíumengun þessi reyndist nokkuð erfið vi ðureignar en hreinsun virðist hafa lokið 11. október 2019. 11. Stefnandi taldi sig hafa orðið fyrir verulegum viðbótarkostnaði og töfum vegna hins olíumengaða jarðvegs og gerði þess vegna stefnda reikning 12. nóvember 2019, bæði vegna viðbótarkostnaðar v egna vinnu við uppgröft hins olíumengaða jarðvegs og vegna framvindu við samningsverkið sjálft. Að beiðni stefnda skipti stefnandi reikningnum síðar upp þannig að sérreikningur að fjárhæð 6.079.200 krónur var gerður vegna viðbótarkostnaðar vegna hins olíum engaða jarðvegs. Þetta mun hafa verið vegna þess að stefndi hugðist reyna að innheimta kostnaðinn frá Olíudreifingu, sem stefndi taldi að bæri ábyrgð á mengun jarðvegsins. Í ljós kom enda að þriðji aðili greiddi hluta þess kostnaðar sem af þessu hlaust. 4 12. Í grunninn var aldrei ágreiningur um að stefnanda bæri viðbótargreiðsla vegna olíumengunarinnar heldur einungis um fjárhæð, en stefndi kveður að upplýsingar til að áætla það hafi ekki borist frá stefnanda með viðhlítandi hætti, þrátt fyrir ítrekaðar ós kir stefnda um gögn. Greinargerð hafi borist stefnda frá stefnanda 26. nóvember 2019 vegna þessa en verið alls ófullnægjandi eins og gögn málsins beri með sér. 13. Fyrsti verkfundur vegna framkvæmdanna var haldinn 4. nóvember 2019 en þá kveður stefnandi stefnda ekki hafa verið búinn að taka ákvarðanir um hvort stefnandi gæti haldið verkinu áfram. Stefnandi kveðst fyrst hafa fengið upplýsingar um framhald verksins á verkfundi tveimur vikum seinna, eða 21. nóvember 2019. Á meðan kveðst stefnandi hafa setið uppi með verkefnalausan mannskap og tæki sem hefði haft í för með sér mikinn viðbótarkostnað. 14. Þessu mótmælir stefndi með öllu og kveður engin fyrirmæli hafa verið gerð um stöðvun heldur þvert á móti, og stefnanda hafi verið í lófa lagið að halda áfr am með ákveðna verkþætti. 15. Hinn 2. desember 2019 gerði stefnandi stefnda reikning að fjárhæð 6.160.000 krónur vegna þess viðbótarkostnaðar og tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna þess að framhald verks stöðvaðist á tímabilinu frá 4. til 21. nóvember 2019 á meðan beðið hafi verið fyrirmæla stefnda um framhald verksins. 16. Stefndi hefur hafnað því að greiða framangreinda reikninga, m.a. vegna skorts á frekari gögnum til stuðnings kröfum stefnanda. 17. Þrátt fyrir að stefnandi hefði að sögn lagt fram öll gögn og veitt allar þær upplýsingar sem hann bjó yfir vegna krafna sinna gekk stefndi ekki að kröfum hans. Vegna þess kveðst stefnandi hafa þurft að óska þess að dómkvaddur yrði matsmaður í Héraðsdómi Vesturlands til að leggja mat á hvert vær i sanngjarnt og eðlilegt endurgjald vegna aukins umfangs verksins og vegna þess kostnaðar eða tjóns sem stefnandi hafi orðið fyrir vegna tafa á verkinu. Dagbjartur Helgi Guðmundsson byggingarverkfræðingur var dómkvaddur 8. júní 2020 og skilaði hann matsger ð 17. nóvember 2020. Stefndi telur enga þörf hafa verið á því að óska dómkvaðningar á 5 matsmanni heldur hafi stefnandi eingöngu þurft að leggja fram frekari gögn til stuðnings kröfum sínum í samræmi við ítrekaðar óskir þar um. 18. Í kjölfarið, eða 15. dese mber 2020, sendi stefnandi stefnda bréf þar sem gerð var krafa um greiðslu á 11.168.606 krónum vegna aukins umfangs verksins og vegna tafa á verkinu, auk lögmannskostnaðar og kostnaðar við öflun matsins, en krafan var að mestu byggð á mati hins dómkvadda m atsmanns. Stefndi svaraði með bréfi 12. janúar 2021 þar sem boðin var greiðsla að fjárhæð 4.813.280 krónur sem var í samræmi við niðurstöðu matsgerðar þótt stefndi hafi ekki þá eða síðar fallist á ákveðnar forsendur hennar. 19. Að því tilboði taldi stefn andi sig ekki geta gengið þar sem framboðin fjárhæð dygði engan veginn til þess að bæta stefnanda það tjón og þann kostnað sem hann hefði orðið fyrir, bæði vegna viðbótarkostnaðar í verkinu og vegna kostnaðar við öflun matsgerðar og lögmannskostnaðar. 20. Stefndi greiddi 29. janúar 2021 stefnanda 4.813.280 krónur en ágreiningur stendur um það hvort það hafi verið fullnaðargreiðsla. Málsástæður og lagarök stefnanda 21. Stefnandi byggir á því að hann eigi fjárkröfu á hendur stefnda vegna viðbótarkostnaðar o g tjóns sem hann hafi orðið fyrir við framkvæmd verksins, annars vegar vegna tafa og aukins umfangs, vegna þess að við uppgröft kom í ljós fljótandi olía og olíumengaður jarðvegur, og hins vegar vegna tafa sem urðu á framkvæmdum af völdum stefnda á tímabil inu frá 4. til 21. nóvember 2019. Viðbótarkostnaður vegna olíumengaðs jarðvegs 22. Vegna olíumengaðs jarðvegs og fljótandi olíu hafi stefnandi orðið fyrir tvenns konar viðbótarkostnaði eða tjóni umfram það sem hann hafi mátti gera ráð fyrir við tilboðsgerð. Annars vegar kostnaði vegna tafa og hins vegar kostnaði vegna aukins umfangs verksins. 6 23. Stefnandi kveðst hafa tilkynnt stefnda um hinn olíumengaða jarðveg fimmtudaginn 26. september 2019. Það hafi tekið stefnda sex virka daga að taka ákvörðun um framhald verksins, en ákvörðun hafi fyrst legið fyrir föstudaginn 4. október 2019. Á meðan hafi stefnandi setið uppi með verkefnalausan mannskap og tæki með tilheyrandi kostnaði. Stefnandi hafi ekki haft í önnur verk að sækja, auk þess sem hann hafi getað átt von á ákvörðun stefnda um framhaldið hvenær sem var. Hann kveðst ekki hafa átt von á því að það tæki jafnlangan tíma og raunin hafi orðið. 24. Þá hafi olíumengunin gert það að verkum að verkið reyndist mun meira að umfangi og erfiðara en stefnandi hefði mátt ætla við tilboðsgerð. Vegna þessa hafi stefnandi þurft að framkvæma ýmis verk umfram samning, svo sem að útbúa aðstöðu á lóð Olíudreifingar til að unnt væri að taka þar á móti efni, sem hafi verið vandasamt og seinlegt verk. Einnig þurfti aukavélar til verksins, m.a. til að haugsetja efnið á lóðinni. 25. Á meðan á uppmokstri stóð hafi komið auk þess í ljós að magn olíumengaðs jarðvegs hafi verið umtalsvert meira en stefndi áætlaði upphaflega. Þegar liðið hafi á uppmoksturinn hafi komið í ljós að það efni sem var verið að keyra og var fljótandi hafi kom ið til baka í gegnum steinrör sem kom úr lóð Olíudreifingar og hafi lekið út í holuna sem var verið að grafa. Engar teikningar hafi verið afhentar sem sýndu þessar lagnir. Þá hafi einnig þurft rafstöð, dælu og langar lagnir til að dæla olíunni aftur yfir á lóð Olíudreifingar svo að hægt væri að klára uppmokstur á olíumenguðum jarðvegi. Alls konar vinna og umstang hafi því fylgt þessu og m.a. aukin vinna í því að þrífa tæki og tól sem hafi verið útbíuð í olíusulli. 26. Þetta hafi leitt til þess að verkið hafi tekið mun lengri tíma og orðið mun kostnaðarsamara fyrir stefnanda en hann hefði mátt ætla við skoðun á útboðsgögnum, þar sem ekkert hafði verið upplýst um hinn olíumengaða jarðveg. 27. Kröfu sína vegna þessa þáttar málsins byggir stefnandi að megin stefnu til á matsgerð hins dómkvadda matsmanns. 7 28. Matsspurningar í matsbeiðni hafi beinst að tveimur þáttum. Annars vegar hafi verið óskað eftir að matsmaður mæti sanngjarnt og eðlilegt endurgjald fyrir gröft, brottakstur og haugsetningu efnis að teknu tilliti til þess að jarðvegur var olíumengaður og að hlé varð á uppgreftri frá 26. september til 4. október 2019 á meðan beðið var eftir upplýsingum frá stefnda. Hins vegar hafi verið óskað eftir að matsmaður mæti kostnað verktaka af því að hafa ekki geta ð haldið áfram verkframkvæmdum á tímabilinu frá 4. nóvember til 21. nóvember 2019. Skýrt hafi komið fram, og verið ítrekað á matsfundum, að matsmaður ætti ekki að meta réttmæti tafa og lengd þeirra, heldur eingöngu kostnað miðað við forsendur stefnanda um lengd tafa. 29. Niðurstaða matsmanns í þessum þætti málsins hafi orðið sú að hann hafi talið sanngjarnt og eðlilegt viðbótargjald til verktaka vegna olíumengaðs jarðvegs án tafa, þ.e. fyrir gröft, brottakstur og haugsetningu jarðvegsins, 3.044.880 krónur . Af matsgerðinni verði einnig ráðið að hann hafi talið að kostnaður stefnanda vegna tafa á framkvæmdum á tímabilinu 26. september til 4. október 2019 næmi 436.800 krónum á dag, og væri þá miðað við að ein minni og ein stærri grafa hefðu verið verkefnalaus ar auk tveggja vélamanna. Stefnandi telur forsendur matsmanns um fjárhæðir eðlilegar og miðar við þær í málatilbúnaði sínum. 30. Matsmaður hafi hins vegar tekið upp hjá sjálfum sér, án þess að það væri hluti af matsspurningum eins og ítrekað hafi verið á matsfundi og í greinargerðum til matsmanns, að meta tímalengd tafa á verkinu og hvaða fjárhæð bæri að greiða fyrir þær. Hafi hann miðað við að greiða bæri fyrir tæplega einn og hálfan dag í tafir sem hafi orðið á tímabilinu frá 26. september til 4. október 2019, eða samtals 554.000 krónur. Sé niðurstaða matsmanns hvað tafir varði einkum byggð á því að verktaki hefði átt að hverfa til annarra verka þegar ljóst hafi verið að upplýsingar um framhald verksins væru ekki væntanlegar. 31. Stefnandi telur ekki ré tt að leggja framangreindar forsendur matsmanns um lengd tafa til grundvallar kröfugerð sinni í þessu máli. Í fyrsta lagi vegna þess að það hafi ekki verið hlutverk matsmanns að meta lengd tafa, eingöngu kostnað við tafir fyrir hvern dag. Stefnandi hefði á formað að leggja mat á lengd tafa í mat dómsins, þar sem full sönnunarfærsla gæti farið fram. Í öðru lagi vegna þess að á þessum tíma kveðst 8 stefnandi ekki hafa haft að öðrum verkum að hverfa og í þriðja lagi vegna þess að stefnandi hafi ekki getað vitað h venær nauðsynlegar upplýsingar um framhald verksins myndu liggja fyrir. Það hefði verið mjög mikið óhagræði í því að flytja tæki, tól og mannskap í annað verk til þess eins að þurfa að flytja hið sama strax aftur ef upplýsingar um framhald verksins hefðu l egið fyrir strax eftir að horfið hefði verið til annarra verka. 32. Kröfugerð stefnanda fyrir þennan þátt málsins miðast því við að hann eigi rétt á sanngjörnu og eðlilegu viðbótarendurgjaldi vegna olíumengaðs jarðvegs, þ.e. fyrir gröft, brottakstur og h augsetningu jarðvegsins, í samræmi við mat matsmanns, eða 3.044.880 krónur eins og áður segi. Þá eigi hann rétt á greiðslu fyrir tafir í sex daga á tímabilinu 26. september til 4. október 2019, samtals 2.620.800 krónur, og sé þá miðað við mat matsmanns um að kostnaður stefnanda vegna verkefnalauss mannskaps og tækja fyrir hvern dag hafi verið 436.800 krónur. 33. Stefnandi byggir framangreindar kröfur á meginreglum kröfu - og verktakaréttar um auka - og viðbótarverk og magnaukningar. Einnig er vísað til megi nreglna verktakaréttar og skaðabótaréttar um bætur fyrir tafir, sbr. grunnrök greinar 6.1.1 í ÍST 30 og lausafjárkaupalög nr. 50/2000. Ljóst sé að umfang þess verkefnis sem stefnandi tók að sér hafi aukist verulega umfram það sem upphaflega hafi verið gert ráð fyrir. Þá vinnu hafi stefnandi unnið með vilja og í þágu stefnda, sem hafi ekki getað dulist að umfang verksins hafði aukist verulega. Þrátt fyrir það hafi stefndi engar athugasemdir eða fyrirvara gert um greiðsluskyldu eða mótmælt frekari vinnu af há lfu stefnanda. Stefnandi hafi lagt allt kapp á að skila góðu verki á eins skömmum tíma og mögulegt var og vinna verk sín í góðri trú um að hann fengi sanngjarnar greiðslur fyrir þá auknu vinnu sem hann innti af hendi í þágu stefnda. 34. Stefnandi byggir e innig á því að forsendur fyrir vinnslu verksins hafi brostið og hann eigi því rétt á auknu endurgjaldi vegna framangreinds á grundvelli meginreglna samningaréttarins um rangar og/eða brostnar forsendur, eða á grundvelli 36. gr. samningalaga. Í því sambandi bendir stefnandi á að það sé ósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju að hann beri einn kostnað af því að verkið hafi reynst tafsamara og umfangsmeira en hann hafi mátt gera ráð fyrir þegar samningur aðila var gerður. 9 Þá myndi stefndi auðgast með órét tmætum hætti á kostnað stefnanda kæmist hann hjá því að greiða þóknun fyrir þá aukavinnu sem stefnandi innti af hendi. Viðbótarkostnaður vegna tafa á tímabilinu 4. til 21. nóvember 2019 35. Af útboðsgögnum verði ráðið að í upphafi hafi ýmis atriði varðan di verkframkvæmdina verið háð síðari ákvörðunum stefnda sem skyldu teknar eftir að framkvæmdir hæfust, m.a. hvernig skyldi standa að framkvæmdum við steypu stéttar vitann og farga á viðurkenndum förgunarstað. Eftirlit og verktaki munu meta saman mun upplýsa verktaka um hvernig stéttin verður steypt m.t.t. vatnshalla/brotlínur á Ákvörðun um það verður tekin áður en kemur að því að undirvinna svæðið fyrir nýja 36. Á 1. verkfundi 4. nóvember 2019 hafi verið rætt um framvindu verksins, en m.a. hafi verið bók að að næstu verkliðir væru að grafa fyrir framan vita og kanna jarðveg, koma fyrir fyllingum undir hellu/steinlögnum, steypa stétt umhverfis vita og grafa fundarins hafi hins vegar verið ljóst að áður en hægt væri að hefja vinnu við framangreinda verkliði þyrfti stefndi að taka ákvarðanir um hvernig nánar skyldi staðið að málum. Þannig hafi m.a. verið bókað að taka þyrfti ákvörðun um hvort það ætti að jarðvegsskipta í stíg sem lægi a ð vitanum, en mögulega tæki Vegagerðin þátt í kostnaði af því. Jafnframt þyrfti að taka ákvörðun um hvernig staðið yrði að því að steypa stétt kringum vitann og e.t.v. þyrfti að hafa samvinnu við Vegagerðina um það. Þá þurfti jafnframt að taka ákvörðun um hve mikið af uppgreftri yrði notaður til að móta land á svæðinu. Skýrt hafi komið fram að það væri stefnda að taka ákvarðanir um og skýra verklag við framangreint, sbr. eftirfarandi bókun í fundargerðinni: hafi verið bókað að ábyrgð á þessum lið í fundargerðinni væri í höndum verkkaupa, ráðið að ýmis atriði hafi verið útistandandi áður en hægt var að hefjast handa. Stefnanda hafi því ekki verið unnt að halda áfram með verkið uns stefndi hefði tekið 10 ákvörðun um hvernig skyldi haga ýmsum verkþáttum. Raunar hafi það verið svo að stefnandi hafi ekki enn verið búinn að fá ýmsar upplýsingar sem voru nauð synlegar fyrir framhald verksins í júní 2020, sbr. tölvupóstsamskipti aðila varðandi hæðarpunkta fyrir bílaplan sem fyrst hafi komið fram 18. júní 2020. 37. Stefndi hafi hins vegar ekki upplýst stefnanda um framhald verksins fyrr en 14 dögum eftir 1. verkfund, eða á 2. verkfundi 21. nóvember 2019. Þar hafi eftirfarandi Vegagerðarinnar fresta þyrfti hellulögn á bílastæðinu fram á árið 2020 vegna sömu framkvæmda Vegagerðarinnar. Þarna hafi stefnanda því orðið ljóst að enn frekari bið yrði á framkvæmd verksins og að hann þyrfti að hverfa frá verki um lengri tíma. Ekkert samráð hafi verið haft við stefnanda varðandi þessa ákvörðun. 38. Á meðan stefndi hafi ekki tekið ákvörðun um hvernig verkinu skyldi framhaldið, eða frá 4. til 21. nóvember 2019, hafi stefnandi setið uppi með v erkefnalausan mannskap og tæki. Stefnandi hafi á þessum tíma ekki getað tekið að sér önnur verkefni þar sem hann gat átt von á ákvörðun stefnda um framhald verksins á hverri stundu, auk þess sem hann hafði ekki önnur verkefni tiltæk. Stefnandi hafi reynt a ð ganga á eftir svörum frá stefnda um framhaldsverk með símtölum og með því að fara á skrifstofu stefnda, en honum ekki tekist að ná í starfsmann stefnda sem hafði með verkið að gera á þessum tíma. 39. Stefnandi telur að hann hafi orðið fyrir viðbótarkos tnaði og tjóni vegna þessa sem stefnda beri að bæta honum. Stefnandi byggir kröfugerð sína á mati hins dómkvadda matsmanns hvað varðar fjárhæðir, en skv. mati matsmannsins kostaði hver dagur í verkstoppi stefnanda 404.800 krónur. Stefnandi gerir því kröfu um viðbótargreiðslu vegna tafa í 14 daga á tímabilinu frá 4. til 21. nóvember 2019 að fjárhæð 404.800 krónur á dag, eða samtals 5.667.200 krónur. 40. Krafan sé byggð á sama lagagrundvelli og kröfur stefnanda vegna olíumengaðs jarðvegs, og vísist til fyrr i umfjöllunar stefnanda um það. 11 ------- 41. Stefndi greiddi stefnanda 4.813.280 krónur inn á kröfuna 29. janúar 2021, en sú fjárhæð hafi tekið mið af því að bæta stefnanda hluta þess tjóns sem hann hafi orðið fyrir vegna tafa á fyrrgreindu tímabili. Að mati stefnanda sé því ljóst að ekki sé lengur ágreiningur um greiðsluskyldu vegna tafa, einungis fyrir hversu langa töf beri að greiða. Krafist er dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af gjalddögum reikninga sem st efnandi gaf út vegna framangreinds, sbr. 3. mgr. 5. gr. vaxtalaga. 42. Stefnandi vísar, til stuðnings kröfum sínum, til meginreglna samninga - og kröfuréttar um skuldbindingargildi samninga. Jafnframt er vísað til meginreglna verktaka - og kröfuréttar um a uka - og/eða viðbótarverk og um magnaukningar og um bætur fyrir tafir, sbr. grunnrök greinar 6.1.1 í ÍST 30, og til lausafjárkaupalaga nr. 50/2000. Málstæður og lagarök stefnda 43. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda. Stefndi telur stefnanda hafa fen gið að fullu greitt á grundvelli þeirra krafna sem réttmætar séu og rúmlega það. Stefndi hafi greitt samkvæmt matsgerð sem ekki hafi verið hnekkt. Ætti það eitt og sér að duga til sýknu í málinu. 44. Með kröfugerð stefnanda sé hann í raun að fara fram á g reiðslu vegna vinnustöðvunar í fimmtán og hálfan dag. Engin efni séu til að fallast á þá kröfu og fullyrðingum stefnanda um að ekki sé lengur ágreiningur um greiðsluskyldu vegna tafa sé mótmælt enda hafi komið skýrt fram af hálfu stefnda að greitt hafi ver ið í samræmi við niðurstöðu matsgerðar, í þeirri viðleitni að ljúka málinu án viðurkenningar á efni hennar, sbr. nánar eftirfarandi fyrirvara: með á fyrri st igum, þ.m.t. felur greiðslan ekki í sér viðurkenningu á rétti umbjóðanda þíns til greiðslna 12 45. Verði ekki fallist á sýknu eingöngu á grundvelli þess að kröfur stefnanda hafi verið greiddar á grundvelli matsgerðar gerir stefndi, auk framangreinds, athugasemdir við alla þætti kröfugerðar stefnanda, þ.m.t. kröfu vegna aukaverka enda telur stefndi forsendur matsgerðar að hluta til rangar. Krafa vegna olíumengunar 46. Vegna olíumengunar, sem komið hafi í ljós við gröft vegna jarðvegsskipta á bílastæði, áréttar stefndi að aukaverk séu þau verk eða verkþættir sem óhjákvæmilegt verklýsingu og/e - og verklýsingu stefnda, um gerð og frágang tilboða, segi að komi til aukaverka á útseldra tíma, tækja o - og verklýsingar stefnda sé svo nánar fjallað um greiðslur vegna aukaverka sem samkomulag er um. Þá sé þess getið að samkvæmt grein 3.3.3 í ÍST 30:2012 skuli verktaki halda dagbók yfir verkið þar sem skrá skuli verkefni hv ers dags, mannafla skv. starfsgreini, tæki, veðurfar og annað sem þýðingu hafi fyrir framgang verksins. Verktaki skuli afhenda umsjónarmanni verkkaupa skýrslur þessar eða afrit af þeim á næsta verkfundi eða oftar sé þess óskað. 47. Fyrir liggi að stefnan di hafi ekki gætt að þessum kröfum. Þá hafi ekki verið tiltækar dagskýrslur vegna verksins í samræmi við kröfur sem gerðar séu til slíkra skýrslna en stefndi hafi ítrekað óskað eftir þeim. Að mati stefnda verði af þeim sökum að túlka allan vafa stefnanda í óhag. 48. Þá sé ítrekað að stefndi hafi fengið litlar sem engar skýringar á aukaverkum stefnanda, til þess að hægt væri að meta kröfur hans, þrátt fyrir að hafa ítrekað gengið á eftir því. Samkvæmt grein 5.1.11 í ÍST 30:2012 skuli verktaki hafa alla reik ninga nægilega sundurliðaða og studda fylgiskjölum til þess að unnt sé að sannreyna þá. Stefnandi hafi því í engu farið að þeim kröfum sem til hans séu gerðar í útboðsgögnum. Í stað þess að upplýsa stefnda með viðhlítandi hætti um efni og umfang vinnu sinn ar hafi stefnandi höfðað matsmál, algerlega að þarflausu að mati stefnda. Byggist krafa stefnanda í þessum lið á mati matsmanns en samkvæmt 14 olíumengaðs jarð vegs, þar sem beðið hafi verið eftir fyrirmælum stefnda, tímabilið frá 26. september til 4. október 2019. Hins vegar að stefnandi hafi ekki getað unnið verkið áfram milli verkfunda 4. og 21. nóvember 2019, vegna óljósra fyrirmæla stefnda. Áréttað er af hál fu stefnda að engar upplýsingar hafi komið fram um biðtíma stefnanda fyrr en löngu síðar, þ.e. annars vegar með reikningi vegna biðar hinn 2. desember 2019 vegna síðara tímabilsins og hins vegar með matsbeiðni og nánar á matsfundi 11. september 2020, vegn a fyrra tímabilsins. 51. Í kafla 6.1 í ÍST 30:2012 sé fjallað um tímabundna stöðvun verks. Verktaki hafi ekki heimild til að stöðva verk en geti krafist bóta fyrir hagnaðarmissi og annað tjón sem röskun framkvæmda hefur í för með sér vegna verulegra vane fnda verkkaupa. Ljóst sé að engar vanefndir hafi orðið af stefnda hálfu. 52. Þá sé á það bent að samkvæmt grein 4.1.7 í ÍST 30:2012 er verktaka skylt að leita úrskurðar umsjónarmanns, ef hann er í vafa um einstök atriði, en það sé á ábyrgð verktaka að vi nna verk sitt, hvort sem verkkaupi kýs að hafa eftirlit á vinnustað eða ekki. Það hafi stefnandi ekki gert. 53. Einnig sé áréttað að samkvæmt grein 4.1.8 í staðlinum geti hvor aðili um sig kallað til verkfundar þegar tilefni er til, hafi ekki verið gert samkomulag um reglubundna verkfundi. Í útboðs - og verklýsingu hafi einungis verið gerður áskilnaður um að verktaki og undirverktakar skyldu gera ráð fyrir því að þurfa að mæta á vikulega verkfundi með fulltrúa verkkaupa á meðan á verkinu stæði. Verkfundir hafi verið haldnir sjaldnar og ljóst að stefnandi hefði getað kallað til verkfundar vegna þeirrar stöðu sem hann taldi sig vera í. Það hafi hann ekki gert. 54. Stefnda hafi ekki verið gefinn kostur á að staðreyna vinnu eða biðstöðu stefnanda og beri því að hafna öllum slíkum kröfum. Þá hafi stefndi ekki haft nokkurn möguleika á að stíga inn í, enda stefndi ekki fengið upplýsingar um biðstöðu fyrr en löngu síðar. Þá hafi stefnandi, að því er virðist, ekkert gert til að takmarka ætlað tjón sitt; í öllu fall i hafi stefnandi ekki upplýst um það, hafi hann leitað annarra starfa. Krafa vegna biðar fyrra tímabil 15 55. Stefnandi krefjist greiðslu vegna biðstöðu tímabilið frá 26. september til 4. október efndi hafnar þessari kröfu, hún sé of seint fram komin, haldlaus og ósönnuð. 56. Í fyrsta lagi hafi stefnandi ekki hafið vinnu við verkið fyrr en 12 dögum eftir upphafsdag framkvæmda samkvæmt verkáætlun, af ástæðum er hann varði en hann hafi verið við vinnu á öðrum stað á Akranesi þegar verkið hafi átt að vera hafið. Það sé því ljó st að stefndi hafi ekki talið sig bundinn við verkáætlun verksins og geti hann þegar af þeim sökum ekki farið fram á greiðslu vegna þessa tímabils, sem sé styttra en það tímabil sem stefnandi hafi sjálfur látið verkið vera í biðstöðu, án heimildar. 57. Í öðru lagi megi í öllum verkum búast við að eitthvað komi upp á sem stöðvi hluta af verki í skamman tíma. Það geti t.d. verið óhagstætt veður, bilun á tækjum eða veikindi og sé kúnst þeirra sem séu í rekstri að lágmarka skaðann af slíku. Tekið sé undir me ð matsmanni að gera verði þá kröfu til verktaka, í svo litlu verki sem þessu og á þéttbýlu svæði þar sem tiltölulega auðvelt sé að færa tæki og mannskap milli verka, að hann geti komið tækjum í vinnu annars staðar án mikillar fyrirhafnar, t.d. við viðhald. Ekki sé hægt að gera verkkaupa ábyrgan fyrir því að verktaki hafi ekki annað verk til að hverfa til þegar um svona lítið verkefni sé að ræða, líkt og í þessu tilviki. 58. Í þriðja lagi liggi engar dagbókarfærslur fyrir frá stefnanda eða tilkynningar ti l stefnda um biðina á þeim tíma sem hún á að hafa átt sér stað og því engar upplýsingar um biðstöðu hans. Þá hafi ekki verið gerð grein fyrir ætlaðri biðstöðu í greinargerðum sem borist hafi frá stefnanda né í öðrum gögnum. Sé krafan því haldlaus og hafi s tefnandi að auki glatað slíkum ætluðum rétti fyrir tómlæti. Krafa vegna biðar seinna tímabil 60 . Aðila greinir á um efni verkfundar, sem haldinn var 4. nóvember 2019, og hvort stefnanda hafi verið fært að halda áfram verkinu í kjölfarið. Að mati stefnda er ljóst 16 að allar þær upplýsingar sem stefnandi þurfti á að halda hafi verið til reiðu á verkfund inum 4. nóvember, svo sem rakið verði. Þá hafi heldur engar athugasemdir verið gerðar né hafi stefnda borist nokkrar fyrirspurnir vegna verksins. Hafi stefndi því ekki haft vitneskju um stöðvun verksins fyrr en að reikningur barst honum 2. desember 2019. hafi verið talin upp eftirfarandi efnisatriði: 1. Grafa fyrir framan vita, kanna jarðveg. 2. Koma fyrir fyllingum undir hellu/steina lagnir. 3. Steypa stétt umhverfis vitann. 4. Grafa og f ylla undir hlaðna veggi. Umræður hafi verið um efnisatriðin á fundinum eins og gengur. Þar hafi m.a. komið fram að kanna þyrfti jarðveg kringum vitann með prufuholum. Hafi prufuholunum verið ætlað að skera úr um hvort óhætt væri að steypa nýja stétt ofan á undirlagið sem fyrir var eða að grafa og skipta um jarðveg undir nýja stétt við vitann. Ef ákvörðun hefði verið tekin um að skipta um jarðveg undir nýja stétt hefði sá verkliður þurft að koma á undan öllu öðru. Ef tekin hefði verið ákvörðun um að steypa n ýja stétt ofan á jarðveg sem fyrir var, þ.e. ekki grafa og skipta um jarðveg, þá hefði þurft að gera það sem þurfti svo að hægt væri að steypa nýja stétt. Verkliðir hefðu svo verið framkvæmdir eins og talið var upp í fundargerð. Allt hefði raknað upp af sj álfu sér. gætu mögulega haft áhrif á hvernig mál myndu þróast. Þetta hafi m.a. verið gert til að allir væru upplýstir um stöðuna og aðilar hefðu sama skilning á henni. F o rsvarsmaður stefnanda hafi hins vegar komið einu sinni á skrifstofu stefnda en ekki hitt á verkefnastjóra sem hafi verið fjarverandi. Stefnda sé a.m.k. ekki kunnugt um að stefnandi hafi leitað frekari upplýsinga svo sem honum hafi borið ef aðstæður voru me ð þeim hætti sem stefnandi haldi nú fram og krefjist greiðslu vegna. 63. Að mati stefnda hafi því verið algjörlega ljóst í hvaða verkefni átti að ráðast. Minnt er á að um mjög einfalt verk hafi verið að ræða í heild sinni. 17 64. Stefndi bendir einnig á að fulltrúi hans hafi komið á framkvæmdasvæðið í september og október 2019 en þá hafi enginn verið á staðnum frá stefnanda. 65. Með vísan til greinar 4.1.7 í ÍST 30:2012 verði ætlaður biðtími eingöngu rakinn til stefnanda sjál fs enda verktaka skylt að leita úrskurðar umsjónarmanns, ef hann er í vafa um einstök atriði, en það sé á ábyrgð verktaka að vinna verk sitt, hvort sem verkkaupi kjósi að hafa eftirlit á vinnustað eða ekki. Stefnandi tilkynnti stefnda ekki um ætluð vandkvæ ði við að halda áfram með verkið né bar sig eftir því að fá hann á staðinn. ------- 66. Stefndi hafi ásamt Skeljungi greitt stefnanda 4.813.280 kr. Stefndi hefur með öllu aukaverka við olíumengunina of háa en stefnandi krefjist 3.044.880 kr. greiðslu. Hafi st efnandi því fengið að fullu greitt úr hendi stefnda og ríflega það. Beri því að hafna kröfum stefnanda í dómsmáli þessu. 67. Stefndi mótmælir upphafsdegi dráttarvaxta enda hafi stefndi með engu móti getað áttað sig á kröfu stefnanda, sbr. umfjöllun að fr aman. Vísað sé til greinar 5.1.12 í ÍST 30:2012 í þessum efnum. Sé því hafnað að reikningar beri dráttarvexti fyrr en fyrst við málshöfðun. 68. Stefndi mómælir einnig kröfum um greiðslu málskostnaðar. Stefndi byggir á því að hvernig sem úrslit máls þessa verði þá skuli stefnandi bera málskostnað beggja aðila enda hafi hann höfðað mál að þarflausu, sbr. a - lið 1. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Varakrafa 69. Stefndi gerir til vara kröfu um að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar veruleg a. Stefndi vísar til allra málsástæðna að framan þar um. Verði fallist á greiðsluskyldu vegna biðar gerir stefndi að auki athugasemdir við tímalengd þeirra en þær séu langt 18 úr hófi og ljóst að stefnanda hafi borið að leita í önnur verk eða takmarka tjón si tt með öðrum hætti. Niðurstaða 70. Eins og að framan greinir er enginn ágreiningur sjáanlegur um að stefnandi hafi fengið kröfur sínar, eins og hann mátti búast við samkvæmt matsgerð sem hann óskaði sjálfur eftir, að fullu greiddar. 71. Hann útskýrir í málatilbúnaði sínum hvernig matsmaður hafi hins vegar farið út fyrir hlutverk sitt og í raun takmarkað kröfur stefnanda umfram það sem stefnandi sjálfur ætlaði sér að gera í málinu. Af matsfundum hafi mátt vera ljóst sem og samskiptum við matsmann að ho num hafi ekki verið ætlað að meta sanngjarnan eða með einhverjum hætti réttan tíma sem gæti orðið grundvöllur fyrir bótaskyldu. 72. Þessa sér þó ekki stað í gögnum frá matsmanni, heldur þvert á móti. Matsmaður útlistar þannig ítarlega hvernig hann finnur út það sem hann telur hæfilegt endurgjald, eða sem hann kallar sanngjarnt og eðlilegt, fyrir það sem hann kallar verkstöðvun vegna hins olíumengaða jarðvegs. 73. Ekki verður síðari matsspurning frá stefnanda síðan skilin öðruvísi en svo að þar sé það be inlínis tilgangur spurningar að fá metinn kostnað af meintri verkstöðvun hjá 74. Til sanns vegar mætti færa að matsmaður haf i að hluta til farið út fyrir hlutverk sitt í matsgerð, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu í raun að ekki sé lagagrundvöllur fyrir því að meta tjón t.a.m. vegna þess tíma sem matsbeiðandi tilgreinir í beiðni sinni og byggir kröfugerð sína í málinu á. Matsmaður kemst þannig matsbeið n i, skuli ekki miðast við þann dagafjölda heldur einungis einn og hálfan dag. Matsmaður kemst þannig með nokkuð ítarlegum rökstuðningi einfaldlega að þeirri 19 niðurstöðu að enginn grundvöllur sé fyrir því að verkkaupi greiði meira fyrir þennan meinta stöðvunartíma. 75. Hið sama gildir um síðara tímabilið. Þar er ekki hægt að líta öðruvísi á, út frá matsspurningu, en að matsmaður meti eðlilegan kostnað matsbeiðanda, stefnanda þessa máls, fyrir tilgreint sautján daga tímabil, vera sem nemi verkstöðvun í einn dag. Matsmaðurinn slær því þannig föstu, einnig með nokkuð ítarlegum rökum, að kostnaður, og þar með meint tjón stefnanda af þessari meintu stöðvun sem á að hafa verið á ábyrgð stefnda, geti ekki numið hærri fjárhæð. 76. Varðandi umfang olíumengunar, og sannanlegt aukaverk vegna hennar, eru engar forsendur í má linu fyrir dóminn, eins og málið er lagt fyrir, til að endurmeta umfang þeirrar vinnu eða meta með nokkrum hætti greiðsluskyldu stefnda í málinu á þeim grunni að forsendur í matinu hafi að hluta til verið rangar og þar með að stefndi hafi ofgreitt, m.a. me ð tilliti til rúmmetrafjölda í uppgreftri. Eftir stendur þar einfaldlega að stefndi, ásamt öðrum aðila, ákvað að greiða, eftir því sem best verður séð, að fullu samkvæmt matsgerð með hins vegar fyrirvara um réttmæti þeirra forsendna sem þar voru lagðar til grundvallar. 77. Því blasir við að mati dómsins að kröfur stefnanda í málinu sem óskað var mats á hafa verið greiddar að fullu í samræmi við niðurstöðu dómkvadds matsmanns sem hefur ekki sætt nokkurri endurskoðun. 78. Matsgerðin stendur vitaskuld með engum hætti í vegi fyrir frekari kröfugerð stefnanda, en sem slík styður hún þannig ekki þær umframkröfur sem stefnandi gerir í máli þessu og veitir enga sönnun fyrir réttmæti þeirra. Hún gæti þó vissulega verið upptakt ur fyrir hæfilegt gjald fyrir hvern dag í meintu verkstoppi stefnanda í umræddu verki, eða verktöfum. Til þess kemur þó ekki þar sem dómurinn telur engan grundvöll fyrir frekari kröfugerð stefnanda á hendur stefnda vegna þessa verks eins og nánar verður hé r rakið. Þar skal í upphafi áréttað að engin rök standa til þess að fallast á að greiðsla stefnda til stefnanda, sem að framan er lýst og byggðist á matsgerð, hafi falið í sér viðurkenningu á greiðsluskyldu vegna tafa. Sjónarmiðum stefnanda um að ekki 20 sé þ ví ágreiningur um hvort greiða beri kostnað eða bætur vegna tafa, heldur einungis fyrir hve langt tímabil, er hafnað sem röngum. ------- 79. Dómurinn fær ekki séð þýðingu þess fyrir úrlausn málsins að stefnandi byggi m.a. að því er virðist á því að undi r samning hafi verið ritað 29. ágúst 2019, en hann hafi er gerður ágreiningur um þetta , þ.e. verkbyrjun, en hins vegar benda gögn málsins og framburður frekar til þess að ástæða þess að stefnandi hóf ekki vinnu við verkið strax eftir undirritun hafi varðað hann sjálfan. Það dregur og úr trúverðugleika stefnanda varðandi þetta atriði að á ei num stað í stefnu málsins er því haldið fram að hæðarpunktar fyrir bílaplan hafi fyrst komið fram í júní 2020 þegar ljúka átti verkinu, þessir punktar stóðu því vart í vegi þess að verkið yrði hafið á sínum tíma. Að auki var ekki dreginn í efa sá framburðu r Jóns Ólafssonar, starfsmanns stefnda, fyrir dómi að þessar mælingar hefði verið hægt að setja út á 20 mínútum ef það hefði staðið í vegi og eftir því verið óskað. Þá hefur því ekki verið neitað að stefnandi hafi einfaldlega verið í öðru verki á þessum tí ma innan bæjarfélagsins. 80. Þetta atriði hins vegar varpar nokkru ljósi á það samskiptaleysi sem var á milli aðila á verktímanum og gefur jafnvel nokkuð eindregið til kynna að hvorugur aðila hafi verið mjög upptekinn af verkáætlun. ------- 81. Af gög num máls verður ráðið að lítil samskipti og a.m.k. engin formleg hafi verið fram til fyrsta verkfundar 4. nóvember 2019, sem athugast að haldinn var eftir að verkinu átti að vera lokið samkvæmt upphaflegum verksamningi. Skýringar á þessu má væntanlega að h luta rekja til þess að verkið var, til þess að gera, lítið og einfalt í framkvæmd og innan bæjarfélagsins þar sem boðleiðir eru væntanlega stuttar og skilvirkar og nándin talsverð. Vissulega kom þó upp óvænt staða við framkvæmd verksins sem jók flækjustig þess. 21 82. Af þessum fyrstu formlegu samskiptum aðila má ráða að ekki þá, fremur en fyrr, voru kröfur hafðar uppi af hálfu stefnanda um aukagreiðslu vegna þess að hann hafi ekki getað haldið áfram störfum vegna olíumengunarinnar. Verður að ganga út frá þv í að stefnandi hafi þá ekki verið með slíka kröfu í huga hvað þá á takteinum. Sú krafa skýtur reyndar nokkuð skökku við í ljósi þess litla asa sem var á verktaka, stefnanda í málinu, að hefja verkið, sbr. framangreint, án þess að það hafi þó úrslitaáhrif. 83. Ekki verður séð að krafa í framangreinda veru sé höfð uppi fyrr en þegar hún var nefnd á matsfundi vegna matsgerðar málsins í september 2020, þ.e. að þá var krafa stefnanda um þetta skýrð, en mátti hugsanlega ráða af matsbeiðni málsins sem undirrituð var 12. maí 2020. Alls ekki verður þó talið augljóst að stefndi hafi mátt átta sig á, af beiðninni, að slík krafa væri í farvatninu, án þess þó að það skipti hér sköpum. 84. Ekkert samtal átti sér þannig stað eða samráð haft um þá meintu stöðvun á verki sem stefnandi byggir á að hafi orðið vegna athugana stefnda í kjölfar þess að komið var niður á olíumengaðan jarðveginn, sem hefði verið rétt ef afleiðingar meintrar stöðvunar hefðu verið jafn slæmar og stefnandi byggir nú á. Ef um tjón stefnanda var að ræ ða af þessum sökum hlaut það að vera þess eðlis að stefnanda hafi þá verið það samstundis ljóst. Það vekur óneitanlega athygli og skiptir máli við úrlausn málsins, að um þetta atriði var ekki orð í verkfundargerðum frá því í nóvember 2019 þegar verkið stóð yfir, eða var við að frestast, þrátt fyrir að mikið hafi verið fjallað um reikningsgerð stefnanda vegna verksins. Einnig vekur athygli að ekkert bendir til að þetta hafi verið hluti af kröfugerð stefnanda þegar lögmaður stefnanda ritaði stefnda ítarlegt b réf vegna málsins alls, í mars 2020 eða næstum hálfu ári eftir að þessar meintu tafir urðu og það tjón raungerðist sem stefnandi byggir á að hann hafi orðið fyrir. Hið sama gildir um enn ítarlegra bréf sama aðila frá 8. apríl sama ár, þar sem svarað var br éfi lögmanns stefnda. 85. Þegar litið er til þess verks sem hér er til umfjöllunar, og atvika málsins eins og þau blasa við, verður að leggja sönnunarbyrðina fyrir því að verkið hafi stöðvast vegna óvæntra aðstæðna, og stefnanda hafi verið ómögulegt að ha lda verki áfram, á stefnanda sem verktaka í umræddu verki. Sú sönnun hefur ekki tekist og heldur þá 22 ekki sönnun um að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni af þessum völdum heldur gefur matsgerð málsins og uppgjör á grundvelli hennar þvert á móti til kynna að u m slíkt tjón hafi ekki verið að ræða. 86. Stefndi verður hins vegar sýknaður af þessari kröfu þegar af þeirri ástæðu að hafi stefnandi eignast á einhverjum tíma lögvarða kröfu sem rekja megi beint til þeirrar aukavinnu og umstangs sem og verkstöðvunar se m varð vegna olíumengunarinnar, sem reyndar verður að telja með öllu ósannað sbr. framangreint, er fullvíst að mati dómsins að henni hafi hann þá glatað fyrir tómlæti, sem vegur jafnan nokkuð þungt í samskiptum verktaka og verkkaupa. Er því ekki nauðsynleg t að fjalla ítarlegar um málsástæður stefnanda til stuðnings greiðsluskyldu stefnda vegna þessa. ------- 87. Í fundargerð frá verkfundi 4. nóvember er staða verksins rakin. Þar var farið yfir framvindu og verkáætlun. Eðli máls samkvæmt eru þó ekki uppi m iklar áhyggjuraddir vegna tafa á verkinu til þess dags, þar sem óumdeilt var þá líkt og nú að ófyrirséð atvik höfðu þá tafið verkið. Hins vegar voru uppi vangaveltur um framhaldið m.t.t. aðstæðna og aukaverka. 88. Frumforsenda fyrir því að til greina komi að mati dómsins að fallast á kröfur stefnanda vegna meints kostnaðar hans af völdum tafa tímabilið 4. til 21. nóvember 2019 hlýtur að vera sú að ástæður fyrir töfum eða öllu heldur bið í verkinu megi rekja bein t til verkkaupa, stefnda í máli þessu, og að hann beri ábyrgð á þeim, hvort sem það yrði rakið til saknæmrar háttsemi hans og brota gegn stefnanda utan eða innan samninga. 89. Ágreiningslaust er að engin fyrirmæli bárust frá stefnda um að stefnandi skyld i stöðva verkið. Það athugast í því sambandi að þótt slík fyrirmæli hefðu verið gefin hefði það ekki sjálfkrafa leitt til einhvers konar bótaskyldu verkkaupa án nánari umfjöllunar. Þá var engin ákvörðun tekin af verkkaupa um að stöðva tímabundið verkið þan nig að ákvæði ÍST30:2012, sbr. grein 6.1.1, ættu við. Lagarök stefnanda um að horfa beri engu að síður til grunnraka þessa ákvæðis í íslenskum staðli eru 23 vanreifuð og haldlaus að mati dómsins. Ósannað er þannig með öllu að verkkaupi, stefndi í málinu, hafi nýtt sér einhverja heimild í samningi aðila og enn síður tekið, án heimildar, beina ákvörðun um stöðvun verksins. 90. Meint ábyrgð stefnda á meintum töfum á verkinu getur því einungis byggst á væntingum aðila, þ.e. hvort stefnandi hafi verið í góðri trú með að stöðva vinnu við verkið og í góðri trú um að það hafi hann gert vegna tilmæla frá stefnda með einum eða öðrum hætti eða jafnvel vegna tilætlunar stefnda, og hvort stefnda hafi mátt vera þessi staða ljós. 91. Fyrir þessu ber stefnandi sönnunarbyrði að mati dómsins. 92. Af fundargerð fyrsta verkfundar að dæma er útilokað að ráða að þá hafi sú staða blasað við aðilum að ekkert yrði unnið í verkinu næstu daga. Þvert á móti eru talin til ýmis verk sem ráðast eigi í. Með þeirri samantekt sem þarna er að finna hlýtur að vera skýringar við vegna frekari framvindu verksins. Verður að fall ast á með stefnda að þarna hafi ekki verið slík óvissa uppi heldur en gangi og gerist í slíkum verkum og að verktaka hafi þá borið að leita skýringa og svara ef hann taldi stöðuna óljósa og ókleift að halda framkvæmdum áfram. Í þessu sambandi, sem gildir o g við alla úrlausn málsins, verður horft til ákvæða í Íslenskum staðli, ÍST:30:2012, sem ágreiningslaust virðist miðað við málatilbúnað aðila að gilda eigi í samningssambandinu, t.d. grein 4.1.7 og 4.1.8 um skyldur verktaka til að leita úrskurðar eða þá ef tir atvikum ákvörðunar, um eftirlitsmann ef vafaatriði koma upp, eða kalla eftir verkfundi, líkt og reyndar báðir aðilar geta gert. Hér má einnig benda á ákvæði 3.2.2 og 3.3.3 um breytingu á verkáætlun og skyldur aðila í þeim efnum. Ekki örlar á frumkvæði stefnanda á þessum grunni. 93. Í næstu fundargerð, fundar sem haldin var 21. nóvember, var einkum rætt um reikningagerð ef marka má fundargerðina. Þar er ekki vikið einu orði að því að verktaki telji sig eitthvað vanhaldinn vegna þess að hann hafi ekki un nið neitt í verkinu vegna atvika er vörðuðu verkkaupa. Í fundargerðinni kemur fram að vegna óvissu séu 24 aðilar sammála um að færa verklok fram yfir áramót, líkt og raunin varð. Miðað við þann skort á umfjöllun um þessa meintu verkstöðvun sem blasir við hlýt ur það að vekja spurningar að tímabilið á milli þessara tveggja funda er einmitt það sama tímabil og krafist er greiðslu fyrir undir þessum kröfulið. 94. Dómurinn metur það ekki trúverðugt að stefnandi hafi gert fullt af athugasemdum á framangreindum fun dum, m.a. um framvindu verksins og fleira, en slíkar hafi ekki ratað inn í fundargerðir. Forsvarsmaður stefnanda kannaðist þannig, með semingi þó, við fyrir dómi að hafa líkast til fengið þessar fundargerðir sendar að loknum fundum til athugasemda, líkt og sá sem ritaði fundargerðir kvaðst hafa ætíð gert. Þrátt fyrir það eru engin samskipti sem endurspegla athugasemdir stefnanda í málinu sem ekki rötuðu þá inn í fundargerðir. Þó blasir við að stefnandi átti þess ábyggilega kost að gera í það minnsta á fundi num 21. nóvember 2019 athugasemdir við fundinn sem haldinn var 4. sama mánaðar. Þær eru þó ekki sjáanlegar. Með þessari vanrækslu sýndi stefnandi tómlæti en einnig braut hann þá gegn tillitsskyldu sinni gagnvart stefnda í samningssambandinu. 95. Samkvæmt gögnum málsins verður ráðið að krafa vegna þessa tímabils, þ.e. vegna kostnaðar verktaka sem rekja mætti til stöðvunar verksins 4. til 21. nóvember, kom ekki fram fyrr en í reikningi sem gerður var og sendur stefnda í desember 2019, sbr. tölvuskeyti milli aðila 13. desember. Þá er upplýst að þetta hafi komið forsvarsmönnum stefnda algjörlega í opna skjöldu og aldrei hafi þeir léð máls á því að einhver greiðsluskylda gæti verið til staðar af hálfu stefnda. Á verkfundi 16. desember er sérstaklega fært til bók ar að ekki sé fjallað um fundargerð síðasta fundar frá 21. nóvember, heldur ber fundargerðin með sér að þar hafi einungis verið fjallað um reikningsgerð verktaka, annars vegar vegna ófullkominna skýringa sem verkkaupi taldi á reikningum vegna olíumengunari nnar og hins vegar reiknings vegna biðtíma, sbr. framangreint. ------- 96. Dómurinn telur málsástæður stefnanda og lagarök fyrir kröfum sínum um margt óljósar. Þannig er að langmestu leyti málið rekið á þeim grundvelli að stefnandi eigi 25 fjárkröfu á hend ur stefnda vegna þess sem stefnandi vill kalla verktafir eða verkstöðvun. 97. Að mati dómsins getur stefnandi ekki sótt málsástæðum sínum viðhlítandi stoð í verksamning aðila. Enda tiltekur hann ekki ákvæði í honum sem ættu að styðja greiðsluskyldu við þ ær aðstæður sem upp komu í samningssambandinu og stefnandi telur að hafi kallað á frekari greiðslur en samið var um í upphafi. Hann tiltekur þó nokkur ákvæði í verksamningi aðila, en einungis í þeim tilgangi að sýna fram á að frá upphafi hafi verið nokkur óvissa um framkvæmdina, þ.e. hvað skyldi gert. Þau tilvísuðu ákvæði fella ekki greiðsluskyldu eða þá eftir atvikum bótaskyldu á stefnda og eru jafnframt þess eðlis að kölluðu á gagnkvæm samskipti aðila samningsins. Greiðsluskylda í málinu verður því ekki b yggð á sérstökum ákvæðum í verksamningi aðila, enda í raun vart byggt á því. Þá verður ekki séð að ákvæði ÍST30:2012, sem geyma meginreglur í samskiptum verktaka og verkkaupa og vísað var til í verksamningi aðila, veiti kröfum stefnanda stoð. Eina tilvísun í sérstakt ákvæði staðalsins, þ.e. 6.1.1, er þannig haldlaus, sbr. framangreint. 98. Eftir standa þá meginreglur kröfu - og verktakaréttar. Tilvísun stefnanda til þeirra einskorðast þó að því er virðist við kröfur vegna auka - og viðbótarverka, en um slíka r kröfur hefur þegar verið fjallað, sbr. framangreint. Þannig hefur ekki verið sýnt fram á að meginreglur styðji við kröfur stefnanda vegna meintrar verkstöðvunar. 99. Þá verður að telja ósannað að stefndi geti borið greiðsluskyldu vegna saknæmrar hátts emi starfsmanna sem hann ber ábyrgð á, eftir reglum um bótaábyrgð innan samninga. Hið sama gildir um skaðabótaábyrgð stefnda utan samninga, enda slíkri málsástæðu varla hreyft þótt til reglunnar sé vísað í lagarökum stefnanda og hún með öllu haldlaus miðað við gögn málsins. 100. Ekkert í málinu styður þá málsástæðu að úr því verði leyst og á kröfur stefnanda í málinu fallist á grundvelli reglna kröfuréttar um rangar eða brostnar forsendur. Óvænt atvik sem upp koma við verk sem þetta, og leiða til aukaverk a eða hugsanlega tafa á verki, verða ekki felld undir brostnar eða rangar forsendur heldur verður úr þeim leyst alla jafnan með öðrum hætti. Er það enda svo að í stefnu málsins gengur 26 stefnandi sjálfur út frá því að verkið hafi verið þess eðlis að ekki haf i við útboð verið að fullu fyrirséð hvernig það yrði framkvæmt og það háð að einhverju leyti síðari ákvörðunum. Það var einnig sýnilega upplifun hans þegar leið á verkið, sbr. málatilbúnað hans. Olíumengunin sem komið var niður á, kom öllum á óvart og þega r hefur verið greitt fyrir beinan kostnað sem af henni hlaust, samkvæmt matsgerð sem ekki hefur verið hnekkt. 101. Öllum sjónarmiðum um óréttmæta auðgun stefnda verður hafnað, en þær voru einkum hafðar uppi vegna vinnu sem sannanlega var unnin vegna aukav erka. Kröfur vegna slíkrar vinnu voru gerðar upp á grundvelli matsgerðar sem stefnandi aflaði sjálfur og koma ekki til frekari skoðunar. Hið sama gildir augljóslega um sjónarmið um að eðlilegt og sanngjarnt sé að greitt sé fyrir þau verk sem sannanlega haf i nýst stefnda. 102. Tilvísun stefnanda í 36. gr. laga nr. 7/1936 er að mati dómsins einnig haldlaus og hún vanreifuð og órökstudd og verður því hafnað að ákvæðið breyti nokkru um það sem telja má að hafi verið umsamin réttarstaða aðila. 103. Með vísan til framangreinds verður ekki talið að stefnanda hafi tekist að sýna fram á að málsástæður hans og lagarök standi til þess að leggja á stefnda frekari greiðslur til stefnanda í hvaða formi sem er, á grundvelli málshöfðunar þessarar, vegna þess verks sem h ér um ræðir og aðilar gerðu samning um 29. ágúst 2019. 104. Málatilbúnaður stefnanda er heldur ekki skýr um hvort gerð sé eftir atvikum krafa um skaðabætur, þótt vísað sé til í lagarökum reglna um skaðabætur bæði innan og utan samninga. Eins og áður segir verður ekki séð að stefndi hafi með einhverjum athöfnun eða athafnaleysi starfsmanna sinna fellt á sig skyldu til greiðslu skaðabóta til stefnanda. Ef slík krafa kæmi til nánari umfjöllunar væri áleitin sú krafa sem lögð verður á meintan tjónþola til að t akmarka tjón sitt, en fyrir liggur að engar slíkar tilraunir voru gerðar af hálfu stefnanda í málinu, að sögn vegna tillitssemi við stefnda. Jafnframt myndi það vekja spurningar hvert raunverulegt tjón stefnanda hafi orðið í ljósi þess að stefnandi hefur s jálfur fullyrt að hann hafi ekki átt þess kost að leita í önnur verk á tímabilinu. Ekki er og óvarlegt að ætla að sú staða hafi getað stuðlað að 27 því að stefnandi leitaði ekki eftir svörum frá stefnda þegar hann taldi óvissu uppi um framvindu verksins. 10 5. Að öllu framangreindu virtu verður kröfum stefnanda á hendur stefnda vegna auka - og eða viðbótarverka sem og kröfu vegna viðbótarkostnaðar vegna tafa við verkið hafnað. 106. Í ljósi þess og atvika málsins að öðru leyti kemur ekki til álita að ákvarða stefnanda málskostnað úr hendi stefnda á þeim grundvelli að stefnandi hafi verið knúinn til málshöfðunar vegna þess kostnaðar sem hann hefði þó haft af því að afla matsgerðar og knýja fram greiðslu á grundvelli hennar. 107. Ekki er þannig hægt að fallast á að á þeim tíma er stefnandi óskaði eftir dómkvaðningu matsmanns í málinu hafi ekki verið hægt að leita frekari lausna. Þannig liggja fyrir nokkuð umfangsmikil samskipti aðila eftir að þessar deilur komu upp. Lögmaður stefnanda ritaði ítarlegt bréf 6. ma rs 2020 þar sem allar kröfur stefnanda, sem þá höfðu verið uppi, voru ítrekaðar og í kjölfarið var haldinn verkfundur 19. mars og einkum rætt um uppgjörsmál án niðurstöðu. Lögmaður stefnda svaraði því bréfi 25. mars 2020 sem svarað var aftur með bréfi lögm anns stefnanda 8. apríl. Eftir stóð að mati dómsins að nokkuð skorti á skýringar fyrir kröfum stefnanda, sem kallað hafði verið eftir frá því að uppgjörsmál vegna olíumengunar komu upp. Matsbeiðni var hins vegar rituð í maí og dómkvaddur matsmaður 8. júní. Burtséð frá því hvort matsgerð hafi verið ótímabær eða að ófyrirsynju í málinu liggur fyrir að kröfur stefnanda, sem beinlínis byggðust á henni, voru greiddar í kjölfarið. Kröfu vegna kostnaðar við öflun matsgerðarinnar verður því hafnað í máli þessu enda hefur stefndi verið alfarið sýknaður af þeim kröfum stefnanda sem leiddu til málsóknar hans. 108. Því verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda í máli þessu. 109. Dómurinn telur að á framkvæmdinni, sem málið hverfist um, hafi þrátt fyrir framangreint verið fullmikill losarabragur og talsverð óvissa ríkjandi í samskiptum aðila. Án þess að mat verði lagt á hvort verkið hafi verið af þeirri stærðargráðu eða 28 þess eðlis að hafi jafnvel að hluta þolað slík lausatök, verður að telja að tryggari umgjörð hefði getað komið í veg fyrir að ágreiningur aðila leitaði til dómsins. Þar sem báðir aðilar verða taldir bera nokkra ábyrgð í þeim efnum þykir rétt að málskostnaður milli þeirra falli niður með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. 110. Sigurður Snædal Júlíusson hæstaréttarlögmaður flutti mál þetta fyrir hönd stefnanda og Unnur Lilja Hermannsdóttir héraðsdómslögmaður fyrir hönd stefnda. 111. Dóm þennan kveður upp Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari, sem dómsformaður, ásamt meðdó msmönnunum Sigríði Rut Júlíusdóttur héraðsdómara og Ásmundi Ingvarssyni byggingarverkfræðingi. D Ó M S O R Ð Stefndi, Akraneskaupstaður, er sýknaður af kröfum stefnanda, Íslandsgáma ehf. Málskostnaður fellur niður. Lárentsínus Kristjánss on Sigríður Rut Júlíusdóttir Ásmundur Ingvarsson