Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2 3 júní 2021 Mál nr. S - 8163/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Auðbjörg Lísa Gústafsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Dagný Ósk Arnarsdótt u r ( Björgvin Jónsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 8. desember 2020, á hendur Dagnýju Ósk Arnarsdóttur , kt. [...] , [...] , [...] , Fyrir eftirtalin brot : Fjársvik, með því að hafa: I. 1. Föstudaginn 17. apríl 2020, svikið út vörur og þjónustu í verslun Krónunnar, Bíldshöfða 20 í Reykjavík, að söluandvirði kr. 53.573, með því að hafa nýtt sér vitneskju um viðskiptareikning hjá Eimskip Ísland ehf. til úttektar í eigin þág u og án heimildar félagsins og látið þannig skuldfæra andvirði varanna og þjónustunnar á eiganda. 2. F immtudaginn 23 . apríl 2020, svikið út vörur og þjónustu í verslun Krónunnar, Skeifunni 11 í Reykjavík, að söluandvirði kr. 54.354 , með því að hafa nýtt sér vitneskju um viðskiptareikning hjá Eimskip Ísland ehf. til úttektar í eigin þágu og án heimildar félagsins og látið þannig skuldfæra andvirði varanna og þjónustunnar á eiganda. 3. Laugardaginn 25 . apríl 2020, svikið út vörur og þjónustu í verslun Krónunnar, Vallakór 4 í Kópavogi , að söluandvirði kr. 67.811 , með því að hafa nýtt sér vitneskju um viðskiptareikning hjá Eimskip Ísland ehf. til úttektar í eigin þágu og án heimildar félagsins og látið þannig skuldfæra andvirði varanna og þjónustunnar á eiganda. 2 4. Su nnudaginn 26 . apríl 2020, svikið út vörur og þjónustu í verslun Krónunnar, Hamraborg 18 í Kópavogi , að söluandvirði kr. 22.325 , með því að hafa nýtt sér vitneskju um viðskiptareikning hjá Eimskip Ísland ehf. til úttektar í eigin þágu og án heimildar félags ins og látið þannig skuldfæra andvirði varanna og þjónustunnar á eiganda. 5. Þriðjudaginn 28 . apríl 2020, svikið út vörur og þjónustu í verslun Krónunnar, Hamraborg 18 í Kópavogi , að söluandvirði kr. 45.000, með því að hafa nýtt sér vitneskju um viðskiptarei kning hjá Eimskip Ísland ehf. til úttektar í eigin þágu og án heimildar félagsins og látið þannig skuldfæra andvirði varanna og þjónustunnar á eiganda. 6. Þriðjudaginn 28 . apríl 2020, svikið út vörur og þjónustu í verslun Krónunnar, Akrabraut 1 í Garðabæ , að söluandvirði kr. 43.464 , með því að hafa nýtt sér vitneskju um viðskiptareikning hjá Eimskip Ísland ehf. til úttektar í eigin þágu og án heimildar félagsins og látið þannig skuldfæra andvirði varanna og þjónustunnar á eiganda. 7. Miðvikudaginn 29. apríl 202 0, svikið út afnot af bifreiðinni [...] frá 29.4. - 2.5. 2020 hjá bílaleigunni Höldur ehf. á Akureyri, með því að hafa nýtt sér vitneskju um viðskiptareikning hjá Brim hf. til úttektar í eigin þágu og án heimildar félagsins og látið þannig skuldfæra andvirði leigunnar á eiganda. 8. Mánudaginn 18. maí 2020, svikið út vörur og þjónustu í verslun Krónunnar, Vallakór 4 í Kópavogi , að söluandvirði kr. 74.944 , með því að hafa nýtt sér vitneskju um viðskiptareikning hjá Eimskip Ísland ehf. til úttektar í eigin þágu og án heimildar félagsins og látið þannig skuldfæra andvirði varanna og þjónustunnar á eiganda. Tel ja st brot þe ssi varða við 24 8 . gr. alm ennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Umferðarlagabrot, með því að hafa: 9. Að morgni laugardagsins 29. febrúar 2020 ekið bifreiðinni [...] (með röngu skráningarnúmeri [...] , svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 45 ng/ml) vestur 3 Bústaðaveg í Reykjavík og se m leið lá inn Skógarhlíð, þar til lögregla stöðvaði aksturinn framan við Slökkvistöð höfuðborgarsvæðisins. Telst brot þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 10. A ðfaramótt fimmtudagsi ns 16. apríl 2020 ekið bifreiðinni [...] svipt ökurétti um Suðurlandsbraut í Reykjavík, þar til lögregla stöðvaði akstur hennar við á móts við hús nr. 26. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 11. Aðfaranótt mánudagsins 27. apríl 2020 ekið bifreiðinni [...] , svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 320 ng/ml og metýlfenidat 15 ng/ml) um Álfheima í Reykjavík, þar sem lögregla st öðvaði aksturinn á gatnamótum Sólheima og Álfheima. Telst brot þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 12. Að morgni 28. ágúst 2020 ekið bifreiðinni [...] , svipt ökurétti og óhæf til a ð stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 105 ng/ml og metýlfenidat 1 3 5 ng/ml) vestur Súlutjörn í Reykjanesbæ , þar sem lögregla stöðvaði aksturinn á móts við hús nr. 5. Telst brot þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar , til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. laga nr. 77/2019. Verjand i ákærðu krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og að skilorð reynslulausnar fái að halda sér auk hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnun arfærslu þegar sækjanda og 4 verjanda ákærðu hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærða hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærðu og öðrum gögnum málsins að ákærða er sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök og eru brot hennar rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærða er fædd í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 30 . nóvember 2020, nær sakaferill ákærðu aftur til ársins 1993 og hefur hún hlotið 13 refsidóma eftir að hún varð fullra átján ára, flesta vegna skjalafals og fjársvika en einnig vegna annarra brota gegn hegningarlögum, auk brota gegn fíkniefna - og umferðarlögum. Ákærða var dæmd til greiðslu sektar með dómi 24. apríl 2013 fyrir ö lvunarakstur og var svipt ökurétti í 18 mánuði frá þeim degi að telja. Ákærða gekkst undir sektargreiðslur samkvæmt tveimur lögreglustjórasáttum 4. janúar 2016 fyrir ölvunarakstur, hraðaakstur og akstur án þess að hafa ö ð last ökuréttindi og var svipt ökuré tti í 3 ár og 6 mánuði frá þeim degi að telja. Með dómi 29. júní 2016 var ákærða dæmd í 14 mánaða fangelsi , skilorðsbundið til tveggja ára , fyrir hegningarlagabrot , þar á meðal þjófnað og fjársvik , akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og akstur án gildr a ökuréttinda. Með dóminum var ákærða svipt ökurétti í tvö ár frá 4. júlí 2019 . Með dómi 31 janúar 2017 var ákærðu gerður hegningarauki við fyrri dóm a fyrir fíkniefnalagabrot, þjófnað, fjársvik og nytjastuld en var ekki gerð sérstök refsin g . Með dómi 23. febrúar 2017 var ákærða dæmd í 22 mánaða fangelsi fyrir fjársvik, akstur svipt ökurétti , akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og önnur smávægilegri umferðarlagabrot. Með dóminum, sem var að hluta hegningarauki, var dæmt upp skilorð framangreinds dóms f rá 29. júní 2016. Með dómi 3. október 2017 var ákærðu gerður hegningarauki við fyrri dóma og hún dæmd í 30 daga fangelsi f yrir fjársvik, þjófnað, akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og svipt ökuréttindum . Þann 1. apríl 2018 var ákærðu veitt reynslul ausn á 345 daga eftirstöðvum refsingar samkvæmt dómum frá 23. febrúar og 3. október 2017 og var reynslulausnin skilorðsbundin í tvö ár. Þegar mánuður var eftir af reynslulausninni varð ákærða uppvís að brot um þ eim sem lýst er í ákærulið nr. 9 , þ.e. akstri svipt ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Í ljósi þess hve skammur tími var eftir af reynslulausninni og með hliðsjón af því að ákærða hefur nú leitað meðferðar við áfengis - og vímuefnavanda sínum þyk ja , eins og hér stendur á, vera efni til að láta skilorð r eynslulausnarinnar halda sér. Við ákvörðun refsingar verður miðað við að ákærða hafi nú í fimmta sinn gerst sek um akstur undir áhrifum áfengis og/ eða ávana - og fíkniefna og í annað sinn um akstur svipt ökurétti, allt innan ítrekunartíma í s kilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hliðsjón verður einnig höfð af ákvæði 255. gr. almennra hegningarlaga við ákvörðun refsingar en ákærða hefur ítrekað verið fundin sek um 5 auðgunarbrot . Aftur á móti verður l itið til greiðrar játningar ákæ rðu á sakargiftum og þess að ákærða hefur lagt fram vottorð þess efnis að hún hafi lokið áfengis - og vímuefnameðferð. Horfir hvor t tveggja til refsimildunar, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þ essa máls og ákvæðum 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 1 0 mánuði. Með vísan til sakaferils ákærðu þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er áréttuð ævilöng svipting ökuréttar ákærðu. Ákærða greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Björgvins Jónssonar lögmanns , 256 .010 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 352.479 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Auðbjörg Lísa Gústafsdóttir aðstoðarsaksóknari. Arna Sigurjónsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærða, Dagný Ósk Arnarsdóttir , sæti fangelsi í 10 mánuði. Áréttuð er ævilöng svi pt i ng ökuréttar ákærðu. Ákærða greiði má lsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Björgvins Jónssonar lögmanns , 256.010 krónu r og 352.479 krónur í annan sakarkostnað. Arna Sigurjónsdóttir