Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 22. febrúar 2021 Mál nr. E - 4339/2020 : A (Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður) g egn í slenska ríki nu ( Andri Árnason lögmaður ) Dómur Mál þetta , sem tekið var til dóms 16. febrúar 2021 , er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af A á hendur íslenska ríkinu , með stefnu birtri 30. júní 2020. Stefnandi gerir eftirfarandi kröfur: 1. Þess er aðallega krafist að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð 85.500.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 8. júlí 2020 til greiðsludags. 2. T i l vara að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð 57.000.000 króna með dráttar vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 8. júlí 2020 til greiðsludags. 3. Til þrautavara að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda skaðabætur að álitum með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 8. júlí 2020 til gre iðsludags. 4. Þess er jafnframt krafist að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda málskostnað eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi krefst aðallega sýknu af dómkröfum stefnanda. Til vara er þess krafist að dómkröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar. Þá er þess krafist aðallega að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað, en til vara að málskostnaður falli niður. I Stefnandi er fæddur . Móðir hans var B . Hún lést . Faðir hans var C en hann lést . Foreldrar stefnanda eru því bæði látin. Með dómi Hæstaréttar var C fundinn sekur um að hafa, ásamt öðrum, orðið D að bana , sbr. 218. og 215. gr. alm. hgl. Í sama máli var C jafnframt fundinn sekur um brennubrot, skv. 2. mgr. 164. gr. alm. hgl., (e r varðaði að lágmarki tveggja ára fangelsisvist), nauðgun skv. 1. mgr. 194. gr., (sem gat varðað allt að sextán ára fangelsi) og þjófnað skv. 244. gr. (sem gat varðað allt að sex ára fangelsi). Fyrir nefnd brot dæmdi 2 Hæstiréttur C til þrettán ára fangelsis vistar og kom gæsluvarðhaldsvist hans til frádráttar refsingunni. Stefnandi kveðst hafa heimsótt föður sinn nokkuð reglulega í fangelsið eftir að hann losnaði úr einangrun eða þrisvar til fjórum sinnum á ári í fylgd föðurfjölskyldu sinnar. C hafi fengi ð reynslulausn og hafi stefnandi því verið þegar frelsissviptingu föður hans lauk. Stefnandi kveðst hafa verið í nokkuð reglulegu sambandi við föður sinn eftir að hann lauk afplánun. C hafi hins vegar kynnst konu á meðan hann var í fangelsinu og ko nan hafi átt dóttur sem hafi verið yngri en stefnandi. [E] r stefnandi var var hann ættleiddur. Á svipuðum tíma ættleiddi C dóttur eiginkonu sinnar. Stefnandi kveður að þeir feðgar hafi þó alltaf haldið sambandi eða allt þar til að C lést . [F] óru eiginkona og dóttir C fram á að hæstaréttarmálið yrði endurupptekið, það flutt að nýju og C sýknaður af ákæruatriðum. Með úrskurði endurupptökunefndar fyrir brot á 218. og 215. gr. almennra hegningarlaga, með því að verða, ásamt tveimur öðrum mönnum, D að bana Með dómi Hæstaréttar var C sýknaður af ákæruliðum vegna andláts D . Í málinu var hins vegar ekki tekin afstaða til efnisatriða málsins. Samkvæmt lögum nr. 128/2019 um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar greiddi stefndi eftirlifandi maka og dóttur C , sem hann ættleiddi , hvorri um sig, 85.500.000 kr. og 4.275.000 kr. í lögmannskostnað e ða samtals 171.000.000 kr. og 8.550.000 kr. í lögmannskostnað. Greiðslan fór fram . Með kröfubréfi , dags. 8. júní 2020, var þess krafist að íslenska ríkið greiddi stefnanda skaðabætur að sömu fjárhæð . Með bréfi , dags. 15. júní 2020, hafnaði íslenska rík ið kröfunni . II Krafa stefnanda byggist á því , að stefndi sé skað a bótaskyld ur gagnvart honum vegna hinnar saknæmu og ólögmætu frelsissviptingar C , sem sé óumdeild , enda hafi stefndi viðurkennt greiðsluskyldu og greitt bætur til annarra en stefnanda. Það sé jafnframt óumdeilt að stefnandi sé sonur C . Þá sé það óumdeilt að stefnandi var ættleiddur . Í 1. gr. laga nr. 128/2019 segir að bætur skuli greiðast til þeirra sýknuðu sem séu á lífi og á sama grundvelli til eftirlifandi maka og barna þeirra sem látni r séu . Hér sé tekið afdráttarlaust af skarið með að greiða skuli bætur. Þá t aki orðlag ákvæð i sins af skarið með að það skuli greiða börnum þeirra sem látnir séu bætur. Samkvæmt skýru og ótvíræðu orðlagi ákvæð i sins, eins og það sé skýrt samkvæmt orðanna hlj óðan, skal því greiða stefnanda bætur þar sem faðir hans er látinn. Stefnandi byggir á því að l öggjafinn 3 hafi vitað af tilvist hans og að hann h afi verið ættleiddur. Löggjafanum h afi því verið í lófa lagið að skilyrða rétt til greiðslu bóta við lögerfingja þeirra sem látnir eru. Það gerði hann ekki. Vilji löggjafans, eins og hann birtist í lagatextanum sjálfum, sé því skýr um þetta. Stefnandi eigi rétt á bótum á grundvelli laganna. Þá ber i að túlka ákvæði 1. gr. laga nr. 128/2019 með hliðsjón af fyrirliggjandi lögskýringargögnum og vilja löggjafans eins og hann og birtist í greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu sem varð að lögum nr. 128/2019, en þar segir meðal annars: Enda þótt fjármuni r geti aldrei bætt það tjón sem ranglátur dómur olli hinum sýknuðu og fjölskyldum þeirra er eigi að síður nauðsynlegt að ríkisvaldið greiði bætur sem hluta af uppgjöri og viðurkenningu á rangindum (bls. 1 og 2). Nefndin vann eftir ákveðinni hugmynd um same iginlegan sáttagrundvöll þar sem allir hlutaðeigandi ættu rétt til bóta á sömu forsendum þrátt fyrir ólíkar aðstæður (bls. 2) . Þá er frumvarpið lagt fram til að tryggja að gætt verði sanngirni og jafnræðis gagnvart öllum hinum sýknuðu og aðstandendum þeirr a (bls. 3). Frumvarpið er lagt fram nú til að taka af öll tvímæli um vilja stjórnvalda og Alþingis til að greiða hinum sýknuðu og aðstandendum þeirra sanngjarnar bætur (bls. 3) . Eftir meira en 40 ár er ljós og óvefengjanlegur sá yfirþyrmandi miski sem það mál sem frumvarpið varðar hefur valdið mönnunum fimm, fjölskyldum þeirra og afkomendum (bls. 4) . Lagt er til að sami grundvöllur búi að baki greiðslum til fimm aðila alls, þ.e. til þriggja eftirlifandi málsaðila og maka og barna hinna tveggja látnu . Svigrú m þarf þó að vera til staðar til að taka tillit til einstaklingsbundinna aðstæðna (bls. 6) . Stefnandi bendir á að h vergi í greinargerðinni sé einu orði vikið að því að takmarka eigi bótagreiðslu við lögerfingja þeirra sýknuðu sem látnir eru. Þvert á móti sé talað um bætur til fjölskyldna hinna sýknuðu, aðstandenda þeirra og afkomenda. Þá sé ítrekað í greinargerðinni að við greiðslu bóta verði að gæta sanngirni og jafnræðis gagnvart hinum sýknuðu og aðstandendum þeirra, taka verði tillit til einstaklingsbun dinna aðstæðna eftirlifandi málsaðila, maka og barna hinna tveggja látnu og tryggja hlutaðeigandi rétt til bóta á sömu forsendum þrátt fyrir ólíkar aðstæður. Stefnandi sé allt þetta, barn föður síns, afkomandi, fjölskylda og aðstandandi. Þá tel ji stefnandi að löggjafinn hafi sérstaklega haft hann í huga með tilvísun sinni til ,,einstaklingsbundinna aðstæðna barna hinna tveggja látnu, ,,ólíkra aðstæðna og gæta yrði ,,sanngirni og jafnræðis gagnvart aðstandendum við ákvörðun og greiðslu bóta. Að öllu frama ngreindu virtu sé ljóst að stefnandi eigi rétt til bóta úr hendi stefnda á grundvelli 1. gr. laga nr. 128/2019 hvað sem ættleiðingu hans líð i sem átti sér stað löngu eftir að hin ólögmæta frelsissvipting stefnda á föður stefnanda var afstaðin. Það 4 hafi því verið lögerfðatengsl á milli stefnanda og föður hans við upphaf og lok hinnar saknæmu og ólögmætu háttsemi stefnda og raunar talsvert lengur. Það sé í andstöðu við grundvallarreglur skað a bótaréttar ef stefndi sé látinn njóta þess að það hafi tekið hann að endurupptaka mál föður stefnanda og viðurkenna sök. Það ber i því að skýra allan drátt á málinu stefnanda í hag enda verð i að telja að allar forsendur hafi verið til staðar til þess að endurupptaka mál föður stefnanda strax og hann var látinn laus úr fangelsi eða fyrr og á meðan stefnandi var enn með lögerfðatengsl við föður sinn. Stefndi léði hins vegar ekki máls á því og get i því ekki stutt sýknukröfu sína þeim rökum að stefnandi njóti ekki lengur lögerfðatengsla við föður sinn. Það eigi enn frekar við þegar ættleiðing stefnanda eigi rætur sínar að rekja til hinnar bótaskyldu háttsemi stefnda og þess tjóns sem það hafi valdið á sambandi föður og sonar og lífi þeirra beggja. Það verð i enginn samur eftir að hafa verið beittur slíkum órétti. Eðli málsin s samkvæmt sé erfitt að segja nákvæmlega til um það hver hafi verið orsök þess að stefnandi hafi verið ættleiddur á sínum tíma en stefnandi treystir sér engu að síður til þess að fullyrða að hin ólögmæta frelsissvipting föður hans hafði þar mikið að segja. Það sé raunar augljóst að fjarvera foreldris úr lífi barns á viðkvæmu æviskeiði sé til þess fallin að valda óbætanlegu tjón i . Stefnandi byggir á því að hann hafi sætt aðkasti og útskúfun allt sitt líf fyrir það eitt að vera sonur föður síns, ,,dæmds m orðingja . Við þær aðstæður hafi það lítt stoðað fy rir stefnanda að biðja gerendurna um að staldra við og hugsa sinn gang því að öll lögerfðatengsl hefðu fallið niður milli stefnanda og föður hans . Þau skipti sem vegið h afi verið að friði, æru og p ersónu stefnanda með þessum hætti séu óteljandi og á því ber stefndi alla ábyrgð. Stefnandi eigi því jafnframt rétt á miskabótum úr hendi stefnda á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, en það sé vafalaust að hin saknæma og ólögmæta frelsissvipting föður stefnanda hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn friði, æru og persónu stefnanda. Það tjón sé óbætanlegt enda sé stefnandi með ör á sálinni sem muni aldrei gróa. Í því sambandi sé ekki úr vegi að vísa til yfirlýsingar sem tekin var orðrétt upp í greinargerðina sem fylgdi frumvarpinu sem síðar varð að lögum nr. 128/2019 : Ég beini orðum mínum til fyrrum sakborninga, aðstandenda þeirra og annarra sem átt hafa um sárt að binda vegna málsins. Fyr ir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar á því ranglæti sem þið hafið mátt þola. Síðan sagði í greinargerðinni: Sýknudómurinn er einstæður atburður í réttarsögu Íslands. Viðurkenning æðsta dómstóls ríkisins á að fimm menn hafi saklausir verið dæ mdir fyrir alvarlegustu glæpi og til þyngstu refsinga krefst þess af ríkisvaldinu að gera yfirbót. 5 Mennirnir fimm tóku allir út dæmda refsingu sína og miskinn, sem ranglátur dómur hefur valdið hinum sýknuðu og fjölskyldum þeirra, er í raun óbætanlegur. Þr átt fyrir framangreind orð um ranglæti, yfirbót og óbætanlegt tjón og þann skýra vilja sem þarna birtist til þess að bæta tjónið hafi stefndi hafnað því að greiða stefnanda miskabætur. Stefndi hafi hins vegar gengið til uppgjörs við alla aðra sem hlut áttu að máli en ákvað að skilja stefnanda einan eftir óbættan hjá garði. Þetta hafi stefndi gert þrátt fyrir stóryrtar yfirlýsingar í greinargerð sem fylgdi frumvarpinu sem hafi orðið að lögum nr. 128/2019 og vísað er ti l hér að framan um sanngirni og jafnræði og að tillit yrði tekið til ólíkra og einstaklingsbundinna aðstæðna við greiðslu bóta. Sú afstaða stefnda sé í hróplegri andstöðu við 1. gr. laga nr. 128/2019 og lögskýringargögn og því ber að dæma stefnanda miskabæ tur úr hendi stefnda. III Stefndi byggir á því að lagaheimild skorti til greiðslu miskabóta til handa stefnanda. Að því er varðar miskabótarétt á grundvelli laga um meðferð sakamála, áður laga um meðferð opinberra mála, sé ljóst að slíkum rétti sé einungi s ætlað að ná til viðkomandi aðila sjálfs, en ekki til dæmis aðstandenda. Af hálfu stefnanda sé vísað til b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 . Skv. því ákvæði sé heimilt að láta þann sem ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Fyrir ligg i hér að hin ætlaða ólögmæta meingerð beindist að C persónulega, en ekki stefnanda. Talin s é í gildi sú meginregla í skaðabótarétti að aðeins sá sem verður fyrir frumtjóni geti krafist skaða - eða miskabóta. Aðrir þeir sem kunna að tengjast tjónsatburðinum óbeint, t.a.m. fjölskylda tjónþola, get i aftur á móti ekki krafist bóta á framangreindum gr undvelli. Hvorki skaðabóta - né sakamálalög, eða meginreglur skaðabótaréttarins , mæl i þannig fyrir um sjálfstæðan bótarétt maka og barna manna sem sviptir hafa verið frelsi að ósekju eða hlotið saklausir fangelsisdóm. Séu því engar forsendur fyrir bótakröfu stefnanda á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Krafa stefnanda skv. þessu ákvæði er utan marka laga. Þá sé einnig ljóst, hvað sem framangreindu líður, að hvers konar ætlaðar sjálfstæð ar kröfur stefnanda vegna tiltekinna atvika á þeim tíma er C sætti frelsissviptingu, sem kunna að hafa valdið stefnanda miska persónulega að hans mati, óháð C , teljast ósannaðar og jafnframt fyrndar. Stefndi byggir á því, að tilefni laga nr. 128/2019, er stefnandi byggir mál sitt á , hafi verið , að miskabótaréttur C hafi verið fallinn niður á því tímamarki er sýknudómur Hæstaréttar gekk. Því hafi löggjafinn talið rétt, til að gætt væri jafnræðis milli þeirra 6 sýknuðu, sem voru á lífi og aðstandenda þeirra sem látn ir voru, að mæla sérstaklega fyrir um heimild til ráðherra til greiðslu bóta til eftirlifandi maka og barna hinna látnu. Skyldu þær bætur vera á sama grundvelli og gagnvart þeim sem á lífi voru, þ.e. miska - og fjárbætur, sem talið var að viðkomandi, hér C , hefði mögulega átt rétt á að lögum, ef hann hefði lifað, á sama hátt og þeir sem á lífi voru. Allir hinir sýknuðu stæðu þannig jafnfætis að því leyti. Bótagreiðslum hafi hins vegar ekki verið ætlað að ná til aðila, sem ekki gátu talist hafa þolað brottfal l á rétti vegna andláts hinna sýknuðu, hér C . Var bótunum þannig ætlað að bæta sama tjón og bætur sem eftirlifandi aðilar kynnu að eiga eða hafa átt lögvarinn rétt til, hefði slík krafa verið viðurkennd fyrir andlát C . Vafi hafi hins vegar verið á , svo sem vísað er til í athugasemdum með frumvarpi til laganna, að reglur um dánarbú gerðu nefndum aðstandendum hinna látnu fært að sækja bætur á sama grundvelli og þeir sem á lífi væru. Hafi þetta og sérstaklega verið áréttað í nefndaráliti meirihluta allsherjar - og menntamálanefndar Alþingis . Verður því ekki fallist á með stefnanda að heimild til greiðslu bóta samkvæmt lögum nr. 128/2019 hafi verið ætlað að ná til stefnanda, sem ekki verður séð að hafi glatað neinum rétti þar sem C var fallinn frá er sýknudómur H æstaréttar var upp kveðinn . Af 1. gr. laga nr. 128/2019 leiðir að lögunum hafi einungis verið ætlað að veita heimild til greiðslu bóta, en hafi ekki falið í sér lagaskyldu. Var það ráðherra sem taka skyldi ákvörðun um greiðslu bóta samkvæmt lagaheimildinni, en við þá ákvörðun hafi ráðherra verið bundinn af reglum stjórnsýsluréttar um málefnaleg sjónarmið og reglum um jafnræði, sbr. tilvísun í athugasemdum m eð frumvarpi til laga nr. 128/2019. Byggt sé á því að ráðherra hafi uppfyllt lagaskyldur sínar við ákvörðun um synjun á greiðsluskyldu gagnvart stefnanda . Í fyrsta lagi sé ljóst að með tilvísun til orðsins barn í 1. gr. laganna sé ekki vísað til stefnanda, sbr. 25. gr. laga um ættleiðingar nr. 130/1999, sbr. og áður lög nr. 15/1978. Eftir ættleiðinguna taldist stefnandi barn kjörforeldra sinna (kjörbarn) en ekki barn C í lagalegu tilliti. Í ljósi 25. gr. laga nr. 130/1999, sbr. 1. mgr. 15. gr. laga nr. 15/1 978, þurfti því að taka skýrt fram í lögum nr. 128/2019 að bætur skyldu greiðast til kynbarna hinna sýknuðu hafi það verið vilji löggjafans að bætur skyldu greiðast til annarra en barna þeirra í lagalegu tilliti, og sem glatað hefðu rétti vegna andláts hin na sýknuðu. Hafi vilji löggjafans staðið til þess að bætur yrðu greiddar til ættleiddra barna, sem ekki hafi staðið í lagatengslum við hina sýknuðu, hafi borið að taka það skýrt fram í lögunum. Hafi ráðherra því að lögum verið óheimilt að greiða bætur til stefnanda. Í öðru lagi, og jafnframt til samræmis við framangreint, verð i að líta svo á að sú óvissa varðandi réttarstöðu eftirlifandi maka og barna hinna látnu, sem vísað sé til í lögskýringargögnum, hafi á engan hátt náð til stefnanda. Stefnandi hafi þan nig verið ótengdur dánarbúi C með öllu á tímamarki sýknudómsins. Hafi ráðherra því ekki verið 7 unnt að réttlæta greiðslu til stefnanda á þeim lagagrundvelli . Af þessu leiðir að stefnandi tel ji st ekki hafa sýnt fram á að ákvörðun ráðherra, um að synja honum um greiðslu bóta á grundvelli heimildar í lögum nr. 128/2019, meðan hún var í gildi, hafi verið tekin á ólögmætum grunni. Í þriðja lagi, og til samræmis við framangreint, sé ljóst að sá munur sé á stöðu stefnanda og eftirlifandi maka og dóttur C , sem hafi notið greiðslna skv. ákvörðun ráðherra, að stefnandi hafi á engan hátt glatað mögulegum lagalegum rétti af þeim sökum að C hafi verið fallinn frá er sýknudómur Hæstaréttar var kveðinn upp, gagnstætt því sem á við um maka og dóttur C . Hafi staða stefnan da því ekki verið jafnsett stöðu nefndra aðila. Öll lagaleg tengsl, þ.m.t. lögerfðaréttur milli stefnanda og C , höfðu verðið rofin á nefndu tímamarki . Það athugast og að heimild til greiðslu bóta á grundvelli laga nr. 28/2019 hafi fallið niður og v erð i greiðsluskylda ekki lengur reist á nefndu lagaákvæði, svo sem stefnandi telur, og málatilbúnaður hans er reistur á. Þá sé rétt að benda á að af hálfu stefnanda sé ekki á því byggt að hann hafi öðlast bótarétt á hendur stefnda af framangreindum sökum s érstaklega, þ.e. að hann hafi ekki notið lagaheimildarinnar. Þá sé því mótmælt, með vísan til framangreinds, að í tilvísaðri greiðslu stefnda til eftirlifandi eiginkonu og dóttur C á grundvelli heimildar í sérlögum nr. 128/2019 hafi falist viðurkenning á b ótakröfu stefnanda. Líkt og sjá m egi af umfjöllun hér að framan, frumvarpi til laga nr. 128/2019, nefndaráliti og öðrum lögskýringargögnum , sbr. einnig yfirlýsingu vegna greiðslna , hafi verið um ívilnandi greiðslu að ræða án sérstakrar viðurkenningar á bót askyldu stefnda gagnvart C . Sérstaklega hafi þurft að skjóta lagastoð Hafi greiðslur stefnda til eftirlifandi eiginkonu og d óttur C á grundvelli heimildar í lögunum því verið umfram lagaskyldur sem stefnanda. IV Krafa stefnanda um miskabætur úr hendi stefnda byggist á því að stefnandi falli undir skilyrði þau er fram koma í lögum nr. 128/2019 , um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar og eigi þar með rétt til umkrafinna bóta. Þá er einnig byggt á því að stefnandi eigi bótarétt á grundvelli 26. gr. skað abótalaga nr. 50/1993. Varðandi rétt til miskabóta er meginreglan sú , að það er aðilinn sjálfur sem verður fyrir miskanum s em á þann rétt. Miskabótakröfur ver ð a einnig að eiga stoð í lögum og þær hvorki erfast né verða þær framseldar hafi þær ekki verið vi ðurkenndar, einkamál verið höfðað til heimtu þeirra eða viðurkenningar eða þær hafi v erið gerð ar fyrir dómi í sakamáli, við andlát viðkomandi , samanber 18. gr. laga nr. 50/1993 . 8 Í 2. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., segir að þ egar maður er látinn taki dánarbú hans við öllum fjárhagslegum réttindum sem hann átti þá eða naut, nema annað leiði af réttarreglum, löggerningi eða eðli réttindanna. Á dánardegi C átti hann engin fjárhagsleg réttindi vegna sýknudóms Hæstaréttar . Þar fyri r utan þá hafði stefnandi verið ættleiddur og gat því ekki átt rétt til eigna dánarbúsins. Þessi atriði verður að hafa í huga þegar litið er til laga nr. 128/201 9 um heimil d til að greiða dómþolum bætur. Þar var um sértæka ákvörðun að ræða af hálfu Alþingis þar sem sett voru lög sem heimiluðu greiðslu bóta vegna ákveðins atburðar. Bæ turnar voru ákveðnar á hlutlægan hátt þar sem miðað var við lengd frelsissviptingar. Þá var einnig gætt jafnræðis milli dómþola með því að eftirlifandi maki og börn dómþola , sem var látinn , fengu bætur á sama hátt og dómþolar sjálfir. Lög nr. 128/2019 er u fyrst og fremst ívilnandi fyrir dómþola og veita heimild til greiðslu bóta til þeirra og eftirlifandi maka og barna þeirra dómþola sem látnir eru og verða þau ekki túlkuð rýmra en orðalag þeirra kveður á um. Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. laganna skulu bætur greiðast til þeirra sýknuðu sem eru á lífi og á sama grundvelli til eftirlifandi maka og barna þeirra , sem látnir eru. Stefnandi byggir á því að han n eigi rétt til bóta þar sem hann sé son ur C . Í málinu liggur fyrir að stefnandi var ættleiddur . Samkvæmt 25. gr. laga um ættleiðingu nr. 130/1999 öðlast kjörbarn sömu réttarstöðu gagnvart kjörforeldrum, ættmennum þeirra og þeim sem eru í kjörsifjum við þá eins og væri það eigið barn kjörforeldra, nema lög mæli á annan veg. Frá sama tíma falla niður lagatengsl barnsins við kynforeldra þess, önnur ætt menni og þá sem eru í kjörsifjum við þá, nema lög kveði öðruvísi á. Við ættleiðinguna féllu því niður öll lagaleg tengsl stefnanda við kynf öður sinn C , þar með talinn erfðaréttur milli stefnanda og C . Hins vegar stofnuðust lagaleg tengsl milli stefnanda og kjörf öður hans , þa r með talinn erfðaréttur. Ekkert í lögum mælir á annan veg . Það er ekki tekið fram í yngri lögum nr. 128/2019 að þrátt fyrir ættleiðingu stefnanda hefði hann átt rétt til hinna umkröfðu miskabóta. Engu skiptir hvenær ættleiðingin hafi farið fram , það er fyrir eða eftir refsivist C . Umstefnd krafa stofnaðist ekki fyrr en með setningu laga nr. 128/2019 og þá hafði stefnandi verið ættleiddur. Þá skiptir ekki máli hvaða forsendur lágu til grundvallar ættleiðingunni. Stefnandi tekur fram að hann hafi orðið fyrir aðkasti er hann var ungur þar sem C hafi verið kyn faðir hans . Þessi fullyrðing er með öllu ósönnuð auk þess sem ætlað aðkast er ekki á neinn hátt á ábyrgð stefnda . Telja verður að ákvæði laga nr. 12 8 /2019 séu skýr með það að ekki eigi að greiða öðrum bætur en eftirlifandi maka og börnum. Hefði ætlunin verið sú að einnig ætti að greiða börnum dómfelldu sem hefðu verið ættleidd verður að líta svo á að þess hefði verið skýrleg a getið í lög um . Tilvísanir stefnanda til lögskýringargagn a skjóta ekki stoðum undir þá málsástæðu stefnanda að stefnandi eigi rétt á bótum. Þar er u fjölskyldu r 9 og aðstandendur dómþola tilgreindir sem geta t il dæmis vísað til systkina og foreldra dómþola . Að mati dómsins veita ummæli í lögskýringargögnum stefnanda ekki stoð fyrir kröfu hans. Stefnandi byggir jafnframt á því hann eigi rétt til bóta á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefnandi telur að hin saknæma og ólögmæta frelsissvipting föður stefnanda hafi falið í sér ólög mæta meingerð gegn friði, æru og persónu stefnanda. Dómurinn hafnar því að stefnandi geti byggt kröfu sína á þessu ákvæði. Samkvæmt ákvæðinu er heimilt að láta þann sem ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði eða persónu annars manns greiða misk abætur til þess sem misgert var við, þ.e. C . Á þessu ákvæði getur stefnandi því ekki byggt rétt. Með vísan til þess sem að framan greinir er ste fndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála ber stefnanda að g reiða málskostnað svo sem greinir í dómsorði og rennur málskostnaðurinn í ríkissjóð. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði þar með talin þóknun lögmanns hans Vilhjálms H. Vilhjálmssonar sem þykir hæfilega ákveðin svo sem greinir í dóm sorði. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýknað af öllum kröfum stefnanda, A . Stefnandi greiði stefnda 500.000 kr . í málskostnað . Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði , þar með talin þóknun Vilhjálms H. Vilhjálmsson lögmanns , 500.000 kr. Sigrún Guðmundsdóttir