Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 13. september 2022 Mál nr. S - 3535/2022 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Silviu - Alin Ciobanu Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 9. ágúst 2022, á hendur Silviu - Aloin Ciobanu, kt. , , fyrir líkamsárás með því að hafa, föstudaginn 19. febrúar 2021, innandyra í verslun 10 - 11 að Laugavegi 116 í Reykjavík, veist með ofbeldi að starfsmanni verslunarinnar, A , kt. , og ítrekað slegið hann, ýmist með flötum og krepptum hnefa, í andlit. Mál nr. 007 - 2021 - Telst brot þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá há ttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði hefur játað brot sitt greiðlega fyrir dómi og er það virt til mildunar refsingar. Kveðst hann iðrast verknaðarins og segir hegðun sína á verknarstundu hafa li tast af fíknivanda sem hann glímdi við. Þá hefur ákærði hefur ekki áður gerst sekur 2 um hegningarlagabrot. Á móti kemur að ákærði réðst af tilefnislausu á brotaþola sem var við störf og gaf honum réttmæt fyrirmæli. Með hliðsjón af framangreindu og vísan ti l 5., 6. og 8. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Silviu - Alin Ciobanu , sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Sigríður Hjaltested