Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 31. mars 2021 Mál nr. S - 7724/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn H erði Kristgeirss yni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 17. nóvember 2020, á hendur Herði Kristgeirssyni, kt. [...] , [...] , Reykjavík, fyrir eftirtalin umferðar - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa: 1. Föstudaginn 29. maí 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 215 ng/ml, MDMA 165 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 5,4 ng/ml) austur Sogaveg í Reykjavík, v ið Breiðagerði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Miðvikudaginn 9. september 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfu r til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 190 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 1,3 ng/ml) um Vatnsveituveg í Reykjavík, við Höfðabakka, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sb r. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 3. Laugardaginn 19. september 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og 2 fíkniefna tetrahýdrókannabínól 2,0 ng/ml), með 116 km hraða á klukkustund norður Reykjanesbraut í Kópavogi, við Fífuhvammsveg, þar sem leyfður hámarkshraði var 80 km á klukkustund og haft í vörslum sínum 3 ,18 g af amfetamíni og 0,37 g af maríhúana, sem lögreglumenn fundu við öryggisleit á ákærða og í bifreiðinni EE067. Telst brot þetta varða við 2., sbr. 4. mgr. 37. gr., 1., sbr. 2. mgr. 49. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 9 5. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2 . gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafis t að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/ 2019 . Krafist er upptöku á 3,18 g af amfetamíni og 0,37 g af maríhúana , sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa . Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 12 . nóvem ber 2020, hefur ákærða ítrekað verið gerð refsing fyrir samskon ar brot og hann er nú sakfelldur fyrir. Ákærði var dæmdur til greiðslu sektar vegna aksturs undir áhrifum ávana - og fíkniefna og fíkniefnalagabrota m eð dómi 11. október 2012. Ákærði var jafnframt sviptur ökurétti í fjóra mánuði frá og með birtingu dómsins 3. janúar 2013. Ákærði gekkst undir lögreglustjórasátt 8. ágúst 2013 fyrir akstur sviptur ökurétti . M eð dómi 2. nóvember 2018 var ákærði dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, ski l orðsbundið til tveggja ára , fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni og ýmis um ferðarlagabrot, meðal annars sviptingarakstur og vímuefnaakstur 10. júlí 2017 og 5. ágúst 201 7 . Með akstri undir áhrifum ávana - og fíkniefna í þau skipti rauf ákærði fyrningu ítrekunaráhrifa gagnvart 45. gr. a. eldri umferðarlaga nr. 50/1987, nú 50. gr. 3 la ga nr. 77/2019 , sbr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði hlaut annan fangelsisdóm 13. nóvember 2019, meðal annars vegna fíkniefnalagabrota, vopnalagabrota, sviptingaraksturs og aksturs undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Með dóminum var ákærð i sviptur ökurétti ævilangt og jafnframt var skilorðsdómur inn frá 2. nóvember 2018 dæmdur upp og ákærða gerð refsing í einu lagi sem hæfileg þótti fangelsi í fjóra mánuði, þar a f einn mánuð skilorðsbundinn til tveggja ára. Með dómi 29. júní 2020 var ákærði dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir akstur sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna, vopnalaga - og fíkniefnalagabrot. Skilorðshluti dómsins frá 13. nóvember 2019 var einnig dæmdur upp og ákærða gerð refsing í einu lagi. Jafnframt var áréttuð ævilöng ökuréttarsvipting ákærða . Að öðru leyti kemur sakaferill ákærða ekki til skoðunar við ákvörðun refsingar í máli þessu. Brot ákærða samkvæmt ákærulið nr. 1 var framið fyrir uppsögu framangreinds dóms frá 29. júní 2020 og verður honum því gerður hegningarauki vegna brotsins nú, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Við ákvörðun refsingar verður því miðað við að með umferðarlagabrot u m samkvæmt ákærulið nr. 1 hafi ákærði í fjórða sinn gerst sekur um vímuefn aakstur og í annað sinn sekur um akstur svipur ökurétti en að m eð brotum samkvæmt ákæruliðum nr. 2 og nr. 3 hafi hafi hann unnið sér til refsingar í fimmta sinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis og / eða ávana - og fíkniefna en í þriðja sinn fyrir að aka sv iptur ökuréttindum, allt innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga . Ákærði játaði brot sín greiðlega fyrir dómi og verður það virt til refsimildunar sbr. 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af s akarefninu, framangreindu, dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 7 mánuði. Með vísan til sakaferils ákærða og dómvenju um margítrekuð umferðarlagabrot eru engin efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er áréttuð ævilöng svipting ökuréttar ákærða. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 3,18 grömm af amfetamíni og 0,37 grömm af maríhúana , sem lögregla lagði ha ld á við rannsókn málsins. Ákærði greiði 417.613 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigrún Inga Guðnadóttir aðstoðarsaksóknari fyrir Elín u Hrafnsdótt u r aðstoðarsaksóknar a . Arna Sigurjónsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Hörður Kristgeirsson , sæti fangelsi í 7 mánuði. 4 Áréttuð er ævilöng svipting ökuréttar ákærða . Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 3,18 g af amfetamíni og 0,37 g af maríhúana. Ákærði greiði 417.613 krónur í sakarkostnað. Arna Sigurjónsdóttir