Héraðsdómur Austurlands Dómur 25. nóvember 2021 Mál nr. S - 92/2021: Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) gegn Hafþóri Erni Oddssyni (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Dómur A. 1. Mál þetta, sem dómtekið var 16. nóvember 2021, höfðaði lögreglustjórinn á Austurlandi með ákæru, útgefinni 15. júlí sl., á hendur Hafþóri Erni Oddssyni, kennitala , , : á árinu 2021: I. Fyrir eignaspjöll með því að hafa snemma morguns, þriðjudaginn 6. apríl 2021, sparkað í rennihurð úr gleri í útidyrum verslunar að , , með þeim afleiðingum að glerið í hurðinni b rotnaði. Telst þetta varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. síðari breytingar. II. Fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa, seinnipart þriðjudagsins 13. apríl 2021, haft í vörslum sínum 52,81 gr af Mari huana og 0,89 gr af MDMA sem fundust við leit lögreglu á heimili ákærða að , . Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. breytingarlög og 2. gr., sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. breytingarreglugerðir. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að gerð verð upptæk framangreind 52,81 gr af Marihuana og 0,89 gr af MDMA sem hald var lagt á, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga um ávana - og 2 fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. breytingarreglugerðir. Einkaréttarkrafa: Af hálfu kt. , er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða skaða bætur að fjárhæð kr. 84.977, með virðisaukaskatti, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá tjónsdegi þann 6. apríl 2021, til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan er krafist dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum 2. Málsgögn l ögreglustjóra bárust dóminum 19. ágúst 2021, og var fyrirkall gefið út og birt ákærða 2. september sl. Við þingfestingu málsins þann 9. september sl. játaði ákærði, að viðstöddum skipuðum verjanda, sakarefni II. kafla ákæru. Ákærði neitaði hins vegar sök a ð því er varðaði sakarefni I. kafla ákæru. Ákærði kaus að vera ekki viðstaddur aðalmeðferð málsins, sem haldin var þann 16. nóvember sl, en þá gáfu skýrslur lögreglumaður nr. , en einnig vitnin A , öryggisstjóri , B , fyrrverandi forstjóri , og C , núverandi framkvæmdastjóri og prókúruhafi . 3. Skipaður verjandi, Stefán Karl Kristjánsson lögmaður, hefur fyrir hönd ákærða krafist vægustu refsingar sem lög heimila að því er varðar sakarefni ákærukafla II. Verjandinn krefst þess að ákærði verði sýknaður af þeirri háttsemi sem lýst er í I. kafla ákæru, en jafnframt krefst hann þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi. Verjandinn krefst þess einnig að ákærða verði dæmd sérstök ómaksþóknun úr hendi bótakre fjandans , , en þar um vísar hann til ákvæða 174. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Verjandinn rökstyður frávísunarkröfuna einkum með því að sá starfsmaður sem bar fram kæru til lögreglu og hafði síðar uppi lýsta einkaréttarkröfu, A öryggiss tjóri, hafi ekki haft gilt umboð til þess að gera refsi - og bótakröfur fyrir hönd í máli þessu. Verjandinn byggir á því að það umboð sem lagt var fram við meðferð málsins fyrir dómi, til handa öryggisstjóranum og var gefið út þann 25. október 2010, haf i fallið úr gildi við forstjóraskipti fyrrnefndra stjórnenda hjá , , á árinu 2014. 3 Að auki byggir verjandinn á því að efni umboðsins hafi ekki veitt öryggisstjóranum heimild til þess að hafa uppi umræddar kröfur við rannsókn málsins hjá lögreglu. Ver jandinn krefst þess að lokum að allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð. III. Sakarefni I. kafla ákæru. 1. Samkvæmt lögregluskýrslu D , lögreglumanns nr. , og öðrum göngum tilkynntu starfsmenn í verslun , , að á , öryggisstjóra félagsins , A , að morgni 5. apríl 2021, að rennihurð úr gleri í útidyrum verslunar væri brotin. Fram kemur að við athugun öryggisstjórans í öryggismyndavél hafi hann séð til karlmanns koma að glerhurðinni nefndan morgun, þegar verslunin hafi enn verið lokuð, og er þ ví lýst að hann hafi sparkað í glerið með þeim afleiðingum að það brotnaði. Samkvæmt lögregluskýrslunni fór nefndur lögreglumaður á vettvang og gætti að verksummerkjum, en jafnframt skoðaði hann myndskeið úr öryggismyndavélinni. Segir frá því í skýrslunn i að hann hafi þekkt ákærða fyrir á myndskeiðinu, og er staðhæft að hann hafi séð að hann hafi sparkað í glerhurðina umræddan morgun, kl. 07:40, og þá með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt lögregluskýrslunni boðaði nefndur öryggisstjóri að gerð yrði refs i - og bótakrafa í málinu. Gekk það eftir þegar öryggisstjórinn sendi lögreglu fyrir hönd nefnds félags formlega refsikæru vegna nefnds skemmdarverks, en krafan er dagsett 13. apríl 2021. Í kærunni er vísað til ofangreindra atvika, en um lagarök er vísað ti l 1. mgr. 172. gr., sbr. 144. gr., laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Að auki var í kærunni boðað og áréttað að formleg bótakrafa yrði lögð fram síðar, þ.e. þegar tjónið lægi fyrir. Nefndur lögreglumaður yfirheyrði ákærða um sakarefni máls þessa síðdeg is þann 13. apríl 2021, að viðstöddum tilnefndum verjanda. Við yfirheyrsluna neitaði ákærði að hafa valdið umræddum skemmdum, en kannaðist við að hafa verið á vettvangi umræddan morgun, um kl. 07:40, enda fyrir misskilning ætlað að klukkan væri þá um 08:40 . Er skráð eftir ákærða að hann hafi í pirringi slegið með báðum höndum í glerhurðina, en þó ekki þannig að hún hafi brotnað. Við yfirheyrsluna var ákærða sýnt fyrrnefnt myndskeið úr öryggismyndavél . Lýsti ákærði því yfir að hann þekkti sjálfan sig á m yndefninu en neitað sem fyrr að hafa valdið umræddum 4 skemmdum. Yfirheyrslan var tekin upp með hljóði og er viðeigandi diskur á meðal málsgagna. Fyrrnefndur öryggisstjóri sendi formlega bótakröfu til lögreglu vegna nefndra skemmdarverka, en hún er dagsett 1. júní 2021. Með kröfunni fylgdi afrit af reikningi verkstæðis vegna viðgerða á glerrennihurð, sem er dagsettur 27. maí sama ár, að fjárhæð 68.530 krónur, auk virðisaukaskatts að fjárhæð 16.447 krónur. Einnig fylgdi kröfunni fyrrnefnt myndskeið, en einnig ljósmyndir. Bótakrafan er rökstudd. Er m.a. vísað til hinnar almennu reglu skaðabótaréttarins, en um vexti er vísað til fyrrnefndra ákvæða III. og IV. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Jafnframt er vísað til áðurnefndra ákvæða sakamálalaga nna, en um málskostnað til 176. gr. laganna. 2. Líkt og áður hefur verið rakið neitaði ákærði sakarefni þessa ákærukafla fyrir dómi, en einnig hafnaði hann bótaskyldu. Við meðferð málsins fyrir dómi var af hálfu bótakrefjanda, , lagt fram umboð til handa nefndum öryggisstjóra, en það er dagsett 25. október 2010. Upplýst var fyrir dómi að umboðið hefði verið gefið út af fyrrverandi forstjóra félagsins, B . Umboðið er vottað, annars vegar af fjármálstjóra, en hins vegar af fjársýslustjóra félagsins. Vot torðið er svohljóðandi: Hér með veiti ég undirritaður, B forstjóri A , öryggisstjóra , fullt og ótakmarkað umboð vegna reksturs allra mála er varða Öryggisdeild fyrirtækisins og dótturfélög þess. Nær umboð þetta meðal annars til allrar gagnaöflunar, matsbeiðna, kröfugerðar, samninga og viðtöku bóta og samskipta við 2. Fyrir dómi gaf skýrslu fyrrnefndur lögreglmaður, og staðfesti hann áðurrakin rannsóknargögn lögreglu. Einnig gáfu skýrslu r fyrir dómi núverandi og fyrrverandi starfsmenn þeir A öryggisstjóri, B , fyrrverandi forstjóri, en hann lét af störfum árið 2014, og C , núverandi framkvæmdastjóri og prókúruhafi. Vitnin staðfestu efni áðurrakinna gagna, en að auki var framburður þeir ra samhljóða og þá um að það hafi verið á meðal starfsskyldna nefnds öryggisstjóra að fylgja eftir kröfum félagsins, líkt og lýst er í fyrrnefndu umboði, þó svo að sá þáttur hefði í reynd oftast komið í hlut lögmanna 5 félagsins. Vitnin báru og að umboð öryg gisstjórans hefði verið í fullu gildi þegar atvik máls þessa gerðust, enda hefði það fyrst verið afturkallað þegar nýtt umboð hefði verið gefið út hinn 14. september sl., og sögðu að efni þess væri nær samhljóða hinu eldra. Við aðalmeðferðina var fyrrnefnt myndskeið úr öryggismyndavél skoðað af dómara og sakflytjendum máls þessa. 4. Að áliti dómsins liggur með því sem hér að framan hefur verið rakið um gildi fyrrnefns umboðs til handa öryggisstjóranum A nægjanlega ljóst fyrir að skilyrði 4. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 144. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála séu uppfyllt. Að því leyti þykir mega horfa til áðurnefndra vitnisburða svo og efnisréttar að því er varðar atvik máls, sbr . einnig ákvæði 4. mgr. 68. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 25. gr. laga nr. 42/1903 um verslunarskrár, firma og prókúruumboð. 5. Ákærði neitar sök, og krefst sýknu eins og áður er rakið. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála sk al dómur reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Verður því sakfelling í máli þessu eftir atvikum ekki reist á skýrslu ákærða hjá lögreglu nema að hún fái stoð í öðru sem fram hefur komið og bendir óyggjandi til sektar hans. Eins og áður er rakið kaus ákærði að tjá sig ekki við aðalmeðferð málsins og gaf því ekki skýringar á framlögðum gögnum. Þegar virt er það sem sjá má á margnefndri upptöku úr öryggismyndavél, ásamt trúverðugu vætti lögreglumanns, þykir að áliti dómsins ek ki fara á milli mála að ákærði hafi sparkað í rennihurð úr gleri í útidyrum verslunar að á , og þá með þeim afleiðingum að glerið í hurðinni brotnaði. Að þessu virtu, en einnig með hliðsjón af öðrum gögnum, er ákærði að álit dómsins sannur að sö k að því er varðar sakarefni I. kafla ákæru. Háttsemi ákærða er þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Til þess er að líta að atvik máls gerðust þann 5. apríl sl., en eigi 6. apríl, eins og missagt er í ákæru. 6 IV. Sakarefni II. kafla ákæru. 1. Samkvæmt frumsk ýrslu lögreglu fóru lögreglumenn á heimili ákærða þann 13. apríl sl., og var tilefnið að boða hann til yfirheyrslu vegna þeirra atvika sem lýst er í I. kafla ákæru. Í skýrslunni er því lýst að við heimilið hafi lögreglumennirnir fundið mikinn kannabisfnyk, og hafi það leitt til þess að ákærði var handtekinn ásamt tveimur félögum sínum. Segir frá því í rannsóknargögum að ákærði hafi í beinu framhaldi af handtökunni fengið að ræða við verjanda sinn. Tekið er fram að vegna andstöðu ákærða hafi að fengnum dómsú rskurði verið gerð leit á heimili hans. Við leit lögreglumanna fundust þau fíkniefni sem getið er um í ákæru. Samkvæmt yfirheyrsluskýrslum lögreglu játaði ákærði, að viðstöddum verjanda sínum, vörslur á fyrrgreindum fíkniefnum. Af hálfu lögreglu var leitað dómsúrskurða vegna frekari lögregluaðgerða, sbr. að því leyti m.a. úrskurð Landsréttar í máli nr. 306/2021. 2. Fyrir dómi hefur ákærði skýlaust játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í II. kafla ákæru, en jafnframt samþykkti hann upptökukröfu ákæruv alds á fíkniefnum. Með játningu ákærða, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, sem og nefndum rannsóknargögnum, er að áliti dómsins nægjanlega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í II. kafla ákæru er lýst. Brot ákærða er þar réttilega heimfært til laga. V. 1. Ákærði, sem er ára, hefur samkvæmt sakavottorði ítrekað gerst brotlegur við lög, en á liðnum árum hefur hann m.a. verið dæmdur fyrir brot gegn vopnalögum, umferðarlögum og gegn ávana - og fíkniefnalöggjöfinni. Þá var ákærði dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur, þann 11. maí 2 016, fyrir rán, líkamsárás og fíkniefnalagabrot, í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi, en brotin framdi hann á árunum 2014 og 2015. Þann 9. júlí 2018 var ákærði dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, en síðast, þann 18. desember 2020, var hann dæm dur í sex mánaða fangelsi fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga. Í máli þessu hefur ákærði verið sakfelldur fyrir eignaspjöll og brot gegn ávana - og fíkniefnalöggjöfinni. 7 Að ofangreindu virtu, sbr. og ákvæði 77. gr. hegningarlaganna, en einnig með hliðsjón af lýstum sakaferli, þykir refsing ákærða eftir atvikum hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Þá ber að dæma ákærða til þess að sæta upptöku á þeim fíkniefnum, sem lögregla lagði hald á, sbr. efnaskrá nr. 45894, eins og krafist er í ákæru, sbr. dómsorð. VI. 1. Eins og áður er rakið lagði fram skaðabótakröfu á hendur ákærða, samtals að fjárhæð 84.977 krónur, vegna eignaspjalla, sbr. sakarefni ákærukafla I. Krafan er rökstudd, en hún var fyrst birt ákærða 2. september sl., við birtingu fy rirkalls ákæru, og þá eftir að málsgögn höfðu borist til dómsins. Ákærði hefur í máli þessu verið sakfelldur fyrir nefndan verknað. Þykir mega fallast á kröfu þessa, sem fær stoð í gögnum málsins, og þá m.a. í ljósi þess sem rakið var í kafla III., lið 4 , hér að framan. Eigi eru efni til að fallast á málskostnaðarkröfu bótakrefjanda, enda er hún órökstudd, og þá ekki á kröfu ákærða um ómaksþóknun. 2. Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærða til að greiða sakarkostnað. Ekki féll nein n kostnaður til af hálfu lögreglu og ákæruvalds við rekstur málsins. Er því um að ræða málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða við alla meðferð málsins, en verjandinn gætti m.a. hagsmuna ákærða vegna krafna lögreglustjóra um rannsóknarúrskurði. Að þessu vi rtu, en einnig með nokkurri hliðsjón af tímaskýrslu verjandans, sem send var dómara til hliðsjónar, ber að dæma ákærða til að greiða málsvarnarlaun hins skipaða verjanda, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 949.280 krónur og h efur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Að auki ber að dæma ákærða til að greiða útlagaðan ferðakostnað verjandans, 19.261 krónu. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð : Ákærði, Hafþór Örn Oddsson, sæti fangelsi í tvo mánuði. Á kærði sæti upptöku á 52,81 g af marijúana og 0,89 g af MDMA, sbr. efnaskrá lögreglu nr. 45894. 8 Ákærði greiði skaðabætur að fjárhæð 84.977 krónur, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 6. apríl 2021 til 2. september sama ár, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga, frá þeim degi til greiðslud ags. Ákærði greiði 949.280 krónur í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, og 19.261 krónu vegna ferðakostnaðar hans.