Héraðsdómur Suðurlands Dómur 1. júní 2022 Mál nr. E - 389/2021 : Egill Ísar Arnarson ( Leifur Valentín Gunnarsson lögmaður ) g egn Guðjón i Axel Jónss yni ( Sverrir Sigurjónsson lögmaður ) og Steinþór i Gunnar i Ellertss yni (enginn) Dómur Mál þetta er bótakrafa sóknaraðila sem var klofin út úr sakamáli dómsins nr. S - 255/2021. Sóknaraðili er Egill Ísar Arnarson, Varnaraðilar eru Guðjón Axel Jónss on , og Steinþór Gunnar Ellertss on , . Kröfur sóknaraðila eru að varnaraðilar verði dæmdir til að greiða sóknaraðila skaða - og miskab ætur in solidum að fjárhæð kr. 2.500.000, - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 10. júní 2019 þar til mánuður er liðinn frá því að sakborningum var kynnt bótakrafa þessi en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Við aðalmeðferð kom fram hjá sóknaraðila að dráttarvaxta sé krafist frá 4. júlí 2021. Þá er krafist greiðslu málskostnaðar in soli dum úr hendi varnaraðila að mati dómara eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts á málskostnað, en áskilinn er réttur til að leggja fram málskostnaðarreikning eigi síðar en við aðalmeðferð málsins, ef til hennar kemur . Dóm kröfur varnaraðila Guðjóns eru aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum sóknaraðila, en til vara að dómkröfur sóknaraðila verði lækkaðar verulega. Í báðum tilfellum krefst þessi varnaraðili málskostnaðar úr hendi sóknaraðila. Varnaraðili Steindór he fur ekki látið málið til sín taka. Bótakrafan var upphaflega hluti sakamál s i ns nr. S - 255/202 1 sem þingfest var 9. september 2021, en í því þinghaldi ákvað dómari að víkja bótakröfunni til meðferðar í 2 sérstöku einkamáli nr. E - 389/2021 við dóminn. Var það má l þingfest á reglulegu dómþingi 15. september 2021. Varnaraðilinn Steindór mætti ekki við þingfestingu sakamálsins og var hans þáttur klofinn frá því í mál nr. S - 387/2021 og var kveðinn upp dómur í því máli 22. september 2021 og honum gert að sæta fangels i í 60 daga, en refsingin var bundin skilorði. Varnaraðilinn Guðjón neitaði sök í sakamálinu gegn sér og var kveðinn upp dómur í máli hans 28. janúar 2022 og ákvörðun um refsingu hans frestað skilorðsbundið. Aðalmeðferð þessa máls fór fram 6. maí 2022 og v ar málið tekið til dóms að henni lokinni, en engar skýrslur voru teknar við aðalmeðferð. Málavextir Að morgni mánudagsins 10. júní 2019 kom til ryskinga utan dyra við veitingastaðinn Hvíta húsið við Hrísmýri á Selfossi. Voru þar sóknaraðili og báðir varna raðilar þessa máls. Vegna þess gaf Lögreglustjórinn á Suðurlandi út ákæru á hendur báðum varnaraðilum þann 4. júní 20 21 . Var þeim gefin að sök líkamsárás skv. 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa ní 2019, utandyra við Hrísmýri á Selfossi, báðir veist að Agli Ísari Arnarsyni, , Guðjón Axel hrint honum og slegið hann í andlit þannig að hann féll í götuna og svo þar sem hann lá haldið honum niðri og kýlt hann endurtekið með krepptum hnefa í andlit og líkama, og Steinþór Gunnar í beinu framhaldi veist að Agli Ísari, kýlt hann endurtekið í efri hluta líkama, andlit og höfuð, sparkað í fætur hans og hrint honum þannig að hann féll í götuna; allt framangreint með þeim afleiðingum að Egill Ísar hlaut ból gur og mar yfir nefi og á höku, sár í andliti og á hnjám, þreifieymsli á brjóstkassa, baki, Auk þess var varnaraðili Steindór ákærður fyrir hótanir í garð sóknaraðila, sbr. 233. gr. almennra hegningarlaga nr . 19/1940, en innihald þeirra skiptir engu máli fyrir þetta mál enda bótakrafan ekki byggð á hótunum. Eins og áður greinir var jafnframt höfð uppi bótakrafa sóknaraðila í framangreindri ákæru. Varnaraðili Steindór sótti ekki þing við þingfestingu sakamálsins og var hans þáttur klofinn frá og dæmdur sér þann 22. september 2021. V ar varnaraðili Steindór sakfelldur skv. ákæru og gert að sæta fangelsi í 60 daga, en fullnustu refsingarinnar var 3 frestað skilorðsbundið. V ið þingfestingu sakamálsins var bótakrafan jafn framt klofin frá sakamálinu og vikið til hliðar í þessu einkamáli, eins og að ofan greinir. Varnaraðili Guðjón neitaði sök í sakamálinu og var kveðinn upp dómur í málinu hvað hann varðaði þann 28. janúar 2022 og var ákvörðun um refsingu hans frestað skilorðsbundið í 2 ár. Fyrir liggur samkvæmt framangreindum dómum í sakamálinu að báðir varnaraðilar hafa verið sakfelldir fyrir misgjörðir gagnvart sóknaraðila. Eins og á ðu r segir var varnaraðili Steindór sakfelld ur samkvæmt ákæru. Í dómi í sakamálinu gagnvart varnaraðila Guðjóni segir að m eð hliðsjón af framansögðu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákræði [sic.] hefur gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir. Samkvæmt framlögðu læknisvottorði og vottorði t annlæknis, sem og að virtum framburði læknisins Ármanns og tannlæknisins Þorsteins, er hafið yfir skynsamlegan vafa að í þeirri atburðarás sem varð umrætt sinn hlaut brotaþoli þá áverka sem greinir í ákæru. Brotaþoli hefur sjálfur lýst því að hann telji lí klegast að tannbrotið og meiri hluti þeirra áverka sem hann hlaut hafi verið tilkominn vegna háttsemi Steinþórs Gunnars, en að virtum dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli Steinþórs Gunnars má slá því föstu að háttsemi hans hafi verið eins og greinir í ákæru. Þessu til viðbótar hefur komið fram í framburði í þessu máli að Steinþór Gunnar hafi veitt brotaþola högg í andlit með svokölluðu hnésparki. Þá liggur fyrir að fyrst urðu átök milli ákærða og brotaþola, en þegar þeim var lokið urðu átökin á milli brotaþola og Steinþórs Gunnars, en á þeim ber ákærði ekki ábyrgð. Að þessu virtu er ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að brotaþoli hafi hlotið tannbrot og heilahristing vegna háttsemi ákærða og verður hann ekki sakfelldur fyrir þær afleiðingar. Verður því brot hans heimfært undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði hefur borið fyrir sig og lýst því rækilega að brotaþoli hafi átt upptökin að atvikum milli þeirra tveggja með því að rífa kjaft og að brotaþoli hafi jafnframt átt fyrsta höggið. Brotaþoli hefur sjálfur kannast við að hafa verið mjög æstur þetta kvöld og nýtur þetta stuðnings í framburði vitna og sést auk þess á myndbandinu. Þykir ekki unnt að útiloka að brotaþoli hafi a.m.k. átt jafnan þátt í því og ákærði að átök urðu milli þeirr a enda sést brotaþoli á myndbandinu koma höggi á ákærða, sbr. 3. mgr. 218. gr. c almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í málinu hefur verið lagt fram vottorð A tannlæknis, dags. 29. júní 2020, þar sem fram kemur að sóknaraðili hafi komið til A 27. ágúst 201 9 vegna atviksins 10. júní 2019. 4 Hafi verið greindur áverki á tönn 21, sem er vinstri framtönn efri góms, og hafi tannkróna verið brotin. Frekari skoðun á hugsanlegum öð r um áverkum á tönnum þyrfti að fara fram í ágúst 2020 þegar sóknaraðili sé væntanlegur frá útlöndum. Þá segir að tönn 21 hafi löguð til bráðabirgða 27. ágúst 2019. Hafi verið sett plastfylling sem teljist ekki fullnaðarviðgerð. Skoða þurfi sóknaraðila betur með tilliti til áverka. Tönn 21 hafi góðar framtíðarhorfur, en oftast þurfi að laga p ostulínskrónur á tennur með svona áverka. Þá hefur í málinu verið lagður fram samskiptaseðill hjúkrunar vegna brotaþola þar sem fram kemur að sóknaraðili hafi komið á bráðamóttöku snemma morguns 10. júní 2019. Segir þar að hann hafi fengið spörk í andlitið , kviðinn og bakið. Hann hafi lent í götunni og verið dreginn eftir gólfinu. Sé sóknaraðili með áverka á báðum hnjám og segir að varnaraðili Guðjón hafi verið einn af gerendum, en að 5 manns hafi ráðist á hann. Jafn framt að sóknaraðili kvarti mest um verk i í kvið og baki. Um skoðun á sóknaraðila segir að bólga og mar sé á nefi og þreifieymsli yfir nefbeinum. Mar og bólga á höku og þreifieymsli þar. Brotnað hafi úr hægri framtönn. Þreifieymsli séu yfir eða á hægri mjaðmakambi. Töluverð þreifieymsli í kvið. Aðeins aumur við þrýsting á mjaðmagrind. Sár á báðum hnéskeljum og yfirborðsáverkar á hnúum hægri handar. Málsástæður og lagarök sóknaraðila Í bótakröfu sóknaraðila segir að u m sé að ræða líkamsárás samkvæmt 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem h a f i haft í för með sér miskatjón sem sakborningur ber i ábyrgð á skv. 26. gr. skaðabótalaga, nr. 50/1993. Kveður sóknaraðili að b ætur fyrir miskatjón skv. 26. gr. skaðabótalaga s kul i ákvarðast eftir því sem sanngjarnt þykir og við mat á fjárhæð bóta ber i almennt að líta til fjögurra þátta: Í fyrsta lagi hversu alvarlegt brotið er, í öðru lagi til sakarstigs, í þriðja lagi til huglægrar upplifunar brotaþolans og í fjórða lagi til u mfangs tjónsins. Kveður sóknaraðili ljóst að um alvarlegt brot sé að ræða, en brot sakbornings f alli ótvírætt undir 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, en um sé að ræða meiriháttar líkamsárás þar sem meðal annars tennur brotaþola hafi br otn a ð. Samkvæmt fyrrgreindu ákvæði sk u l i hver sá sem vísvitandi hefur valdið öðrum manni tjóni á líkama eða heilbrigði með líkamsárás, þar sem afleiðingar árásarinnar verða taldar honum til sakar vegna ásetnings eða gáleysis, sæta fangelsi allt að þremur á rum eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru. 5 Vísar sóknaraðili til þess að v ið mat á miskabótum ber i að hafa í huga að sakborningur hafi ráðist að sóknaraðila án nokkurs tilefnis og virðist ásetningur sakbornings hafa verið einbeittur. Þá ber i við fjárhæð bóta að líta til alvarleika brotsins og þess að hér sé um meiriháttar líkamsárás að ræða, þar sem meðal annars tennur brotaþola hafi brotnað . Árás sem þessi sé til þess fallin að valda þeim sem fyrir henni verður andlegu tjóni, og get i það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Kveður sóknaraðili að a fleiðingum árásarinnar sé lýst í læknisvottorðum Þorsteins Pálssonar tannlæknis og Ármanns Jónssonar læknis, sem finna m egi í gögnum málsins. Í vottorði B , sérfræðilæknis á slysa - og bráðadeild, k o m i fram að við árásina hafi verið endurtekið sparkað í höfuð sóknaraðila , brjóstkassa, bak og kvið hans sem hafi misst meðvitund eftir hnéspark í höfuðið. Við skoðun hafi sóknaraðili fundið fyrir ógleði, verki í nefi og höku auk þess sem hann hafi verið með v erk í hægri síðu yfir neðstu rifjum og í ofanverðum hægri kvið. Þá hafi sóknaraðili einnig fundið mikið til yfir neðstu brjósthryggjarliðum. Í vottorðinu k o m i fram að við skoðun hafi sést bólga yfir vinstra nefi og neðri höku auk þess sem sóknaraðili hafi verið með skrapsár í andliti sem og það hafi brotnað af framtönn. Hann hafi verið með mikil eymsli við þre i fingu yfir neðanverðum vinstri brjóstkassa og í efri hluta hægra megin í kvið. Þá k omi fram í vottorðinu að við skoðun hafi sóknaraðili verið með þre ifieymsli umhverfis brjósthryggjarliði og hryggjarvöðvasvæði þar umhverfis. Í samantekt vottorðsins k o m i fram að sóknaraðili hafi hlotið heilahristing eftir höfuðhögg auk yfirborðsáverka ýmist á andliti, brjóstkassa, kvið og útlimi. Þá k omi jafnframt fram að um alvarlega líkamsárás hafi verið að ræða. Þá vísar sóknaraðili til þess að í vottorði A tannlæknis k o m i fram að afleiðingar atlögunnar væru brot á tannkrónu á tönn 21 (vinsti framtönn efri góms). Í vottorðinu k omi fram að tönnin hafi verið löguð til bráðabirgða og að sett hafi verið plastfylling sem tel ji st ekki fullnaðar viðgerð. Þá k o m i jafnframt fram að almennt ástand tanna brotaþola hafi verið mjög gott fyrir árásina. Kveður sóknaraðili að l íkamstjón sitt sé varanlegt og hygg i st afla mats á vara nlegum afleiðingum atlögunnar þegar það tel ji st tímabært að mati meðferðarlæknis. Að svo stöddu sé krafist miskabóta skv. a. lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga að fjárhæð 2.500.000 kr. 6 Sé því gerð krafa um greiðslu skaða - og miskabóta úr hendi sakbornings, auk vaxta og málskostnaðar. Um lagarök vísar sóknaraðili til skaðabótalaga nr. 50/1993, 173. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og III. og IV. kafla vaxtalaga nr. 38/2001. Varðandi málskostnaðarkröfu er vísað til 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. Málsástæður og lagarök varnaraðila Guðjóns Varnaraðili Guðjón vísar fyrst og fremst til þess að s óknaraðili hafi ekki lagt fram lögfulla sönnun þess að hinir meintu áverkar og meiðsl sem hann segist finna fyrir séu af völdum varnaraðila Guðjóns . Í þeim læknisvottorðum sem lögð haf i verið fram segi að 6 manns hafi ráðist á s óknaraðila og að hann hafi fengið ítrekuð spörk í höfuð og andlit. Varnaraðili Guðjón hafi ekki veitt sóknaraðila nein spörk í höfuð eða andlit. Varnaraðili Guðjón hafi slegið 2 - 3 [svo ] til s óknaraðila , eftir að s óknaraðili hafði slegið til varnaraðila Guðjóns og brotið sólgleraugu hans. Það hafi því einungis verið í sjálfsvörn sem varnaraðili Guðjón hafi slegið til sóknaraðila og hafi það ekki verið ætlun hans að veita honum áverka a f nein u tagi, heldur einungs að fá hann til að hætta árás á sig. Hugur varnaraðila Guðjóns sjáist vel í því að þegar varnaraðili Steinþór hafi ráðist á s óknaraðila þá hafi varnaraðili Guðjón komið sóknaraðila til aðstoðar og varið hann fyrir árás varnaraðila Steinþórs Gunnars og k omið honum inn í bifreið. Varnaraðili Guðjón kveður það aldrei hafa verið ásetning sinn að valda s óknaraðila tjóni eða miska, hann hafi einfaldlega varið sig þegar s óknaraðili hafi ráðist á hann og kýl t hann með þeim afleiðingum að s ólgleraugu varnaraðila hafi brotn a ð. Í raun m egi telja báða aðila heppna að ekki hafi farið verr þegar s óknaraðili hafi brotið sólgleraugun á andliti varnaraðila , hæglega hefði brot úr gleraugunum getað valdi varnaraðila óafturkræfu augntjóni. Þá bendir varnaraðili Guðjón á að þau gögn sem s óknaraðili hefur lagt fram og sýn i fram á meinta áverka hans og meiðsl séu öll einhliða aflað og því sé ekki á þeim mark takandi. Þá k omi jafnframt fram í áður nefndum vottorðum að 5 - 6 manns hafi veist að s óknaraðila o g hafi hann fengið ítrekuð spörk í andlit og höfuð. Varnaraðili Guðjón hafi ekki veit sóknaraðila neitt spark og séu yfirgnæfandi líkur á því að meiðsl sóknaraðila séu af annarra völdum en varnaraðila Guðjóns og þá sér í lagi af völdum varnaraðila Steinþór s, sem þegar h a f i hlotið dóm fyrir verknaðinn. Þar sem búið sé að dæma varnaraðila Steinþór í öðru máli fyrir sama verknað sé þegar af þeirri ástæðu ekki 7 hægt að fella bótaskyldu á varnaraðila Guðjón , enda fengi þá s óknaraðili meint tjón sitt bætt tvisvar. Þá vísar varnaraðili til þess að s óknaraðili hafi engin gögn lagt fram sem rökstyðj i miskabótakröfu hans, þannig h a f i t.a.m ekki komið fram í hverju miski s óknaraðila sé fólgin. Í b. lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 segi að heimilt sé að láta þann sem ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert var við greiða miskabætur. Ásetningur varnaraðila hafi ekki verið sá að valda s óknaraðila andlegum miska og enn síður líkamst jóni. Þá sé ekkert fram komið í gögnum málsins sem bendi til þess að s óknaraðili hafi orðið fyrir andlegu tjóni. Varakröfu sína um lækkun dómkröfu styður varnaraðili við það að samkvæmt dómaframkvæmd séu bætur í málum þar sem sakfellt er að fullu fyrir lík amsárás skv. 217. gr. almennra hegningarlaga, ekki nema um 150 - 250 þúsund krónur, en þáttur varnaraðila get i aldrei flokkast undir annað en 217. gr. almennra hegningarlaga, þar sem hann hafi hvorki beitt áhöldum né hafi árásin verið vísvitandi, heldur einu ngis í sjálfsvörn og ekki í samvinu við annan mann. Krafa varnaraðila um málskostnað er reist á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Varnaraðili vekur a thygli á því að hann sé ekki virðisaukaskattskyldur aðili og sé því nauðsynlegt að taka tillit til þess við ákvörðun kostnaðar og er krafa um virðisaukaskatt á málskostnað reist á lögum nr. 50/1988. Varnaraðili reisir kröfur sínar um sýknu á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991. Varakrafa stefnda er byggð á sömu lögum. Þá byggir varnaraðili einnig á 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Forsendur og niðurstöður Í máli þessu gerir sóknaraðili kröfur sínar á hendur varnaraðilum um að þeir greiði sér in solidum skaða - og miskabætur að fjárhæð kr. 2.500.000 með vöxtum og dráttarvöxtum eins og nánar greinir í dómkröfukafla hér að ofan. Í bótakröfu sóknaraðila er því lýst að um hafi verið að ræða m eiriháttar líkamsárás skv. 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og er vísað til tiltekinna 8 afleiðinga, en þar sem um er að ræða bótakröfu úr sakamáli verður ekki dæmt um aðrar afleiðingar og annað tjón en það sem lýst er í ákæru. Sóknaraðili krefst bóta in solidum. Af gögnum málsins verður þó ráðið að um tv æ r aðskildar atburðarásir hafi verið að ræða, þ.e. fyrst hafi komið til ryskinga milli sóknaraðila og varnaraðila Guðjóns, sem varnaraðili Steindór hafi engan þátt átt í, en eftir það hafi komið til ryskinga milli sóknaraðila og varnaraðila Steindórs, sem varnaraðili Guðjón hafi ekki átt neinn þátt í. Kemur því ekki til álita að fallast á það með sóknaraðila að möguleg bótaábyrgð varnaraðila geti verið sólidarisk, en líta verður á þátt hvors þeirra fyrir sig án tillits til þáttar hins. Fyrir liggur að varnaraðili Steindór hefur verið sakfelldur með dómi fyrir allt það sem greinir í ákæru lögreglustjóra gagnvart honum og hefur sá dómur fullt sönnunargildi um það sem þar greinir um þennan varna raðila , sbr. 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, enda hafa ekki verið færðar fram neinar sönnur um hið gagnstæða, en eins og áður segir hefur varnaraðili Steindór ekki látið málið til sín taka. Verður því fallist á kröfu sóknaraðila um m iska bætur, en miskabætur til sóknaraðila úr hendi varnaraðila Steindórs eru hæfilega ákveðnar kr. 500.000 og skulu bera vexti og dráttarvexti eins og nánar greinir í dómsorði. Í málinu hefur sóknaraðili ekki lagt fram gögn um hvenær sóknaraðili sannanlega lagði fram þær upplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta og verður því upphaf dráttarvaxta miðað við mánuð eftir þingfestingu þessa máls þann 15. september 2021. Um varnaraðila Guðjón og bótaskyldu hans er það að segja að með framan greindum dómi Héraðsdóms Suðurlands í málinu nr. S - 255/2021 var hann sakfelldur fyrir misgjörðir gagnvart sóknaraðila. Eins og að ofan greinir var þar talið sannað að varnaraðili Guðjón hafi g erst sekur um þá háttsemi sem greinir í ákæru og hann sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en alvarlegustu afleiðingarnar sem greinir í ákæru, þ.e . tannbrot og heilahristing ur, ekki taldar vera á ábyrgð hans. Hafa engar sönnur verið færðar af hálfu sóknaraðila um að þáttur var naraðila Guðjóns hafi verið meiri en greinir í téðum dómi í sakamálinu. Verða því miskabætur sem varnaraðili Guðjón greiði sóknaraðila hæfilega ákveðnar kr. 2 0 0.000 og skulu bera vexti og dráttarvexti eins og nánar greinir í dómsorði. Í málinu hefur sóknar aðili ekki lagt fram gögn um hvenær hann sannanlega lagði fram þær upplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta og verður því upphaf dráttarvaxta miðað við mánuð eftir þingfestingu þessa máls þann 15. september 2021. 9 Að þessari niðurst öðu fenginni ber að dæma varnaraðila báða til að greiða sóknaraðila málskostnað. Að virtu umfangi málsins , sem og niðurstöðunni , er hæfilegt að varnaraðili Guðjón greiði sóknaraðila kr. 6 00.000 í málskostnað , en varnaraðili Steindór kr. 200.000 . Sigurður G . Gíslason dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Varnaraðili Guðjón Axel Jónsson greiði sóknaraðila, Agli Ísari Arnarsyni, kr. 2 0 0.000 með v öxtum skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 10. júní 2019 til 15. október 2021, en m eð dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Varnaraðili Guðjón greiði sóknaraðila kr. 6 00.000 í málskostnað. Varnaraðili Steindór Gunnar Ellertsson greiði sóknaraðila, Agli Ísari Arnarsyni, kr. 50 0.000 með vöxtum skv. 8. gr . laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 10. júní 2019 til 15. október 2021, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Varnaraðili Steindór greiði sóknaraðila kr. 2 00.000 í málskostnað. Sigurður G. Gíslaso n