Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 22. október 2019 Mál nr. S - 45/2019 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra Sigurður Hólmar Kristjánsson g egn X Stefán Þórarinn Ólafsson lögmaður Dómur A Mál þetta, sem tekið var til dóms 24. september sl. var höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra 3. maí 2019 á hendur X, fæddum , til heimilis að F á G, ítrekað brot í nánu sambandi I. Með því að hafa, 8. eða 9. apríl, á heimili foreldra fyrrum kærustu sinnar, Y , kt. 000000 - 0000 , að A á B , veist að Y og snúið hana í gólfið, tekið hana hálstaki þannig að þrengdi að öndunarvegi hennar og hrist hana og síðan skömmu síðar þegar ákærði og bro taþoli v or u að ræða saman, gefið Y olnbogaskot í höfuðið . Telst brot ákærða aðallega varða við 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 en til vara við 217. gr. sömu laga. II. Með því að hafa að morgni 30. apríl 2018, á heimili Y , að D á E , veist að henni þar sem hún lá uppi í rúmi sínu, tekið hana h á lstaki þannig að þrengdi að öndunarvegi hennar og hrist hana og að því loknu tekið viftu af náttborði Y og kastað henni í gólfið með þeim afleiðingum að viftan brotnaði, sem var til þess fallið að vekja með Y ótta um líf sitt og heilsu. Telst brot ákærða aðallega varða við 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 en til vara við 217. gr. sömu laga. III. Með því að hafa að m orgni 8. maí 2018, að heimili ákærða að F á G , sýnt Y ógnandi tilburði og ve ist að henni, tekið um báða úlnliði hennar og kastað henni ut an í hurð í íbúðinni þannig að hún lenti á húni hurðarinnar, og síðan á bifreiðastæði utan við heimili 2 ákærða, í bifreið Y , veist að henni á ný, tekið hana hálstaki og barið höfði hennar í hliðar rúðu bifreiðarinnar og að því loknu tekið farsíma Y ófrjálsri hendi, hótað að senda úr honum skilaboð til tiltekinna einstaklinga og neitað að skila Y símanum þegar hún krafðist þess og hótað að brjóta símann og að beita Y líkamsmeiðingum, allt með þeim af leiðingum að Y hlaut eymsl dreift yfir hálsi f ramanv e rðum og aftanverðum, eymsl niður eftir hryggsúlu beggja vegna í baki og út í mjaðmir, marblett 2X1 cm framanvert á hægri upphandleg, skrapsár rétt ofan við hnúalegg vísifingurs handarbaksmegin á hægri he ndi, mar á vinstri olnboga utanvert og rispu þumalfingursmegin á vinstri úlnlið. Telst brot ákærða aðallega varða við 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 en til vara við 217. gr. og 233. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur ti l refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Í málinu gerir Júlí Ósk Antonsdóttir, hdl., f.h. brotaþola Y , kt. 000000 - 0000 , kröfu um að ákærða verði gert að greiða brotaþola 3.000.000 kr. í miskabætur ásamt vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38, 2001, frá 10. apríl 2018 og til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingardegi bótakröfunnar, en dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa réttargæslumanns að mati r éttarins eða sam Ákærði krefst aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Þá krefst hann þess að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. Ákærði krefst þess aðallega að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi en til vara að hún verði lækkuð verulega. B Atvik máls Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að b r otaþoli hafi, ásamt móður sinni, komið á lögreglustöðina á Akureyri 8. maí 2018 í þeim tilgangi að tilkynna ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir af hálfu ákærða . Í skýrslunni er haft eftir brotaþola að ákærði væri fyrrverandi kærast i hennar en þau hafi hætt saman fyrir tveimur árum. Á þessum tveimur árum hafi ákærði ítrekað ráðist á hana og veitt henni áverka víða um líkamann ásamt því að beita hana andlegu ofbeldi. Síðast hafi hún orðið fyrir ofbeldi af hálfu ákærða daginn áður á heimili ákærða á G . Fram kemur í skýrslunni að brotaþoli ætli að fara á s júkrahúsið á Akureyri í læknisskoðun sem hún gerði og degi síða r kom hún aftur á lögreglustöðina þar sem tekin var af henni framburðarskýrsla. Lögregluskýrsla var tekin af ákærða 10. 3 desember 2018 en áður eða 2. júlí 2018 hafði lögregla tekið skýrslu af fósturföður ákærða. C Framburður fyrir dómi. Ákærði bar að hann hafi kynnst brotaþola á árinu 2016 og þau þá verið saman í um fjóra mánuði en sambandinu hafi ekki lokið á góðum nótum. Eftir að sambandinu lauk hafi þau þó haldið áfram að hittast , stundum daglega en stundum með einhverra vikna millibil i en á þeim tíma hafi þau ekki verið par . Þau hafi aldrei búið saman og í dag sé ekkert samband á milli þeirra. Ákærði bar að á þessum tíma hafi hann verið í óreglu og um helgar neytt kókaíns. Ákærði neitaði því að samband hans og brotaþola hafi verið ofb eldisfullt. Hann kvaðst þó í tvígang hafa snúið brotaþola niður eftir að hún réðist á hann. Annað skiptið hafi verið heima hjá honum en hitt heima hjá henni á B . Ákærði greindi frá því að honum hafi þótt vænt um brotaþola allt þar til hún bar upp á hann s akir . Að sögn ákærða kom brotaþoli oft til hans eftir að hún gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu og þar til hann gaf sína skýrslu en hann hafi þá haldið að hann væri að fara að gefa skýrslu út af síma brotaþola. Ákærði telur að brotaþola sé illa við hann og kær a á hendur honum sé hefndaraðgerð. Ákærði kvaðst ekki muna hvaða dagur var í þau skipti sem hann snéri brotaþola niður en hann muni hvað gerðist. Atvikið á B hafi átt sér stað eftir að þau höfðu ákveðið að hittast. Hann kvaðst muna eftir því að brotaþoli r éðist á hann og hann hafi þá snúið hana niður. Hann kvaðst ekki muna nákvæmlega hvers vegna brotaþoli réðist á hann og reyndi að kýla hann en hélt að það hafi verið vegna þess að hann hafi kallað hana illum nöfnum en þau hafi verið reið hvort við annað. Á þessum tíma hafi verið óregla á þeim báðum og samskiptin óheiðar leg og eitruð sem skapi reiði . Að sögn ákærða var hann oft heima hjá brotaþola en hvort hann var þar 30. apríl 2018 þegar atvik sem lýst er í ákærulið II á að hafa átt sér stað mundi hann ekki . Ákærði kvaðst muna eftir einu atviki heima hjá brotaþola þar sem hún vildi ekki leyfa honum fara og hann hafi þá lyft henni. Þá neitaði ákæ r ði því að hafa brotið viftu á heimili b ro taþola. Hvað atvikið varðar sem lýst er í ákærulið III þá bar ákærði að b rotaþoli hafi komið til hans í þeim tilgangi að ræða málin . Hann hafi viljað sjá gögn í síma brotaþola og þegar hún hafi viljað fá símann sinn aftur hafi hann hafnað því og þá hafi brotaþoli ráðist á hann. Ákærði taldi að brotaþoli hafi ekki bara reiðst út af símanum heldur einnig vegna þess að hann hafi sagt henni að samband þeirra myndi ekki ganga og hún hafi verið ósátt 4 við að hafa komið tilgangslaut frá E . Í framhaldi af þessu hafi brotaþoli s est á brotinn stól og dottið á hurð. Eftir það hafi hún síðan farið til lögreglu. Ákærði bar að engin vitni hafi verið að því þegar hann snéri brotaþola niður. Hins vegar hafi fólk verið heima þegar atvikið á G átti sér stað og í því húsi sé mjög hljóðbært og kvað hann bróður sinn hafa heyrt eitthvað. Ákærði neitaði alfarið að hafa tekið brotaþola hálstaki og þre ngt að öndunarvegi hennar og þá hafi hann ekki hótað henni eða fjölskyldu hennar . Ákærði kveðst í dag vera hættur neyslu fíkniefna og þá sé hann í sambúð . Aðspurður um samskipti mill i hans og brotaþola sem fóru fram í gegnum síma stjúp föður hans þar sem fram kemur að þau þurfi að róa sig kvaðst ákærði hafi átt við samskipi þeirra undanfarið. Við skýrslutöku hjá lögreglu var haft eftir ákærða að hann teldi sig og brotaþola vera par. Ák ærði skýrði þetta þannig að eftir fyrstu skýrslutöku af brotaþola hafi hún oft komið til hans og hún hafi beðið hann afsökunar á því að hafa farið til lögreglu og hann að sama skapi beðist afsökunar á því að hafa tekið símann. Þau hafi verið að hugsa um að taka saman aftur. Þegar hann síð a n kemur til lögreglu í skýrslutöku blasi við honum bunki af ásökunum í hans garð en hann hafi talið að þau hefðu sæst . Hann hafi hringt í brotaþola og spurt hana hvaða þvæla þetta sé að hann sé eitthvað skrímsli að beita h ana ofbeldi. Brotaþoli hafi svarað honum að það væri orðið of seint fyrir hana að draga þetta til baka því það liti illa út fyrir hana. Ákærði kannaðist við að hafa einu sinni gefið brotaþola olnbogaskot en það hafi verið óvart og hann strax beðist afsöku nar á því. Ákærði kvaðst hafa farið í meðferð á Vogi en hann hafi raunar áður en það gerðist orðið edrú. Að sögn ákærða notaði brotaþoli stera um tíma auk þess sem hún tók önnur lyf sem hún hafið tilvísun fyrir. Varðandi samskipti sín við brotaþola á samf élagsmiðli sem eru meðal gagna málsin þar sem fram kemur að brotaþoli segir að hún hafi ekki átt þetta ofbeldi skilið þá kannast ákærði við þ au samskipti en þar sé hann að vísa til þess að hann hafi tekið hana niður og annað ekki. Brotaþoli bar að hún og ákærði hafi verið formlega í sambandi í átta eða níu mánuði en í dag sé ekkert samband á milli þeirra og hana langi ekkert um hann að vita. Strax í upphafi sambands þeirra hafi ákæri verið ógnandi og reiður, hann hafi haft öll hennar aðgangsorð en hún ekki nein hjá honum. Hún hafi ekki mátt eiga neina stráka fyrir vini og átt að vera í stofufangelsi heima hjá sér. Hún hafi ekki mátt fara út að skemmta sér og 5 varla fara til vinnu. Hún hafi þurft að senda honum upplýsingar um allar sínar ferðir þannig að hann gæti fylgst með henni og svona hafi þetta verið í heilt sumar Vitnið greindi frá því varðandi atvikið sem lýst er í ákærulið I að ákærði hafi , að hans frumkvæði, komið til hennar og þau hafi ætlað að ræða málin eftir sambandsslitin. Á þessum tíma hafi sam band þeirra verið stormas amt og samskipti þeirra ömu r leg af hans hálfu en ákærði hafi verið með hótanir. Þau hafi ætlað að ræða þetta á góðum nótum en það hafi ekki endað þannig frekar en annað hjá ákærða. Á þessum tíma hafi þau ekki verið par og ákærði át t aðra kærustu. Brotaþoli bar að ákærði hafi ásakað hana um að sofa hjá öðrum manni en það hafi hún ekki gert. Ákærði hafi orðið óþægilegur og æstur þegar hún neitaði ásökunum hans en hann hafi viljað að hún gengist við því sem hann sakaði hana um . Að sögn vitnisins langaði ákærða greinilega að meiða hana. Lýsti hún r manninum. Hún hafi á endanum ekki þorað annað en að gangast við ásökunum ákærða. Þegar hún hafði játað þ að sem hún hafði ekki gert hafi ákærði haft frekari ástæðu til að meiða hana. Að sögn vitnisins var ákærði á kafi í neyslu allan þann tíma sem þau voru í sambandi. Hvað varðar atvik sem lýst er í ákærulið II bar vitnið að á þeim tíma hafi þau ekki verið pa r frekar en á öðrum tímum sem ákæran tekur til. Ástæða fyrir komu ákærða hafi verið sú að hann hafi vil jað ræða málin og hún samþykkt það enda hafi hún verið undirgefin . Varðandi ákærulið III þá hafi tilgangur komu hennar enn verið svipaður og að frumkvæði ákærða sem hafi viljað skýra framkomu sína í hennar garð. Þau hafi rætt málin og hún hafi viljað koma hreint fram og segja ákærða það sem hann vildi vita og fá eitthvað til baka frá honum. Þau hafi, að hún hélt, ætlað að útkljá málin. Eftir að hún hafði skýrt ákærða frá sinni hlið hafi hann viljað fá meira sem hafi endað með því að hún hafi þurft að búa til sögur til að þóknast ákærða svo honum gæti liðið betur með það sem hann hafði gert. Vitnið lýsti því að ákærði hafi í þetta sinn bílnum hennar og haldið utan um hálsinn á henni til að fá hana til að segja eitthvað meira, hann hafi verið að reyna að fá frá henni fleiri lygar til að hann hefði ástæðu til að meiða hana. Í framhaldi af þessu hafi hún fa rið í bakar í ge ng t heimili ákærða og ætlað að h afa samband við móður sína en það hafi ekki tekist. Þá hafi hún hringt í vinkonu sína sem hafi ráðlagt henni að fara til lögreglu. Á þessum tíma hafi ákærði verið búinn að taka af henni símann og neitað að skila honum og hótað því að eyðileggja símann . Þá hafi hann 6 hótað því að senda strákunum sem hann hafið ásakað hana um að sofa hjá skilaboð og fleira í þeim dúr. Vitnið kvaðst nánast alltaf, meðan hún var í sambandi við ákærða, hafa verið hrædd við hann. Að sögn vitnisi ns áttu samski p ti hennar og ákærða í gegnum samskiptaforrit sem eru meðal gagna málsins sér stað þegar hún var á sjúkrahúsi eftir atvikið á G . Að sögn vitnisins tekst hún enn á við afleiðingar ofbeldis ákærða. Lýsti hún því að hún eigi í erfiðleikum með hæ gri öxl sína, hún þreytist við að skrifa, þ r eytt við að nota lyklaborð, hún eigi í erfiðleikum við að færa til þyngdir við vinnu sína sem einkaþjálfari, hún verði þreytt við akstur o.fl. Bar vitnið að hún reki verki í öxlinni til þess atviks sem átti sér s tað á heimili ákærða en hann hafi þá hent henni til og hún lent á hurðarhúni. Þá hafi hún strax fundið til í öxlinni og fengið verki upp í háls. Andlega líði henni hræðilega, hún eigi erfitt með traust . Þá kvaðst hún ekki hafa leitað til læknis í önnur ski pti en eftir atvikið á G . Vitnið kvaðst hafa hitt ákærða einu sinni eftir atvikið heima hjá ákærða og þá hafi þau hist að frumkvæði ákærða en hún kvaðst ekki vita hvers vegna hún samþykkti að hitta hann í þetta sinn. Nánar aðspurð um tímann sem þau hafi f ormlega verið saman sem par þá bar vitnið að það sé erfitt að segja til um það nákvæmlega en þau hafi fyrst verið saman í fjóra mánuði sumarið 2016 og svo hist eftir það og þá kannski um helgar en þó ekki hverja helgi og stundum hafi liðið lengri tími á mi lli. Þá bar vitnið að hún og ákærði hafi aldrei búið saman. Vitnið greindi frá því að hún hafi áður verið í sjúkraþjálfun vegna meiðsla á öxl en það hafi ekki verið sömu meiðslin og hún glími við núna. Þá kvaðst hún vinna sem einka þjálfari og stunda lyfti ngar fyrir sjálfa sig. Vitnið H , fósturfaðir ákærða kvaðst muna eftir því að hafa séð brotaþola fyrir utan heimili sitt 8. maí 2018 en þar hafi hún gengið í nokkra hringi um bílinn sinn og hann haldið að hún hafi týnt lyklinum að bifreiðinni. Sjálfur hafi hann farið í sturtu og að henni lokinni hafi hann séð að brotaþoli var enn fyrir utan. Hann hafi heyrt ákærða og brotaþola ganga um dyrnar á neðri hæðinni en það sé hljóðbært í húsinu. Síðan hafi hann tekið eftir því að lögreglan var kominn og þá hafi han n farið niður. Lögreglumaður hafi sagt honum að það væri eitthvað ósætti milli ákærða og brotaþola og lagt til að þeir ræddu við ákærða og brotaþola. Ákærði hafi verið með síma brotaþola og lögreglumaðurinn hafi beðið ákærða um að sækja símann sem hann haf i gert og eftir það hafi brotaþoli farið á brott. Vitnið bar að það hafi komið honum á óvart að brotaþoli kom á heimili hans kvöldið fyrir þennan atburð enda hafi hann vitað að þau væru hætt saman og ákærði hafi talað 7 um það nokkru áður að brotaþoli væri rugluð . Vitnið kvaðst kvöldið og nóttina fyrir atvikið ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt. Það hafi því komið honum á óvart að í tölvusamskiptum við brotaþola nokkru s í ðar hafi komið fram hjá henni að hún og ákærði hafi verið að rífast og verið með læ ti en hann taldi að hann hefði, sökum hljóðbærni í húsinu, orðið var við það ef svo hefði verið og þá hafi aðrir í húsinu ekki orðið varir við neitt . Þá bar vitnið að hann hafi ekki vitað til þess að ákærði hefði beitt brotaþola ofbeldi fyrr en brotaþoli l ýsti því fyrir honum í samskiptum þeirra nokkru síðar. Brotaþoli hafi lýst ákærða sem einhverskonar ófresku og talað um að ákærði krefðist þess a f henni að hún léti hann vita um ferðir sínar . Hann hafi sífellt ásakað hana um að tala við aðra stráka og þá h afi hún ásakað ákærða um að hann hafi lagt á hana hendur og sagt að það hafi gerst einu sinni eða tvisvar á E . Vitnið kvaðst, ásamt móður ákærða, hafa rætt þessar ásakanir við ákærða en hann hafi þá komið af fjöllum. Vitnið kvað brotaþola margoft hafa veri ð á heimili hans og gist þar fyrir 8. maí 2018 og í þau skipti hafi hann aldrei orðið var við neitt ósætti milli þeirra. Hann kvaðst, að fengnum lýsingum brotaþola á ákærða, hafa lagt að henni að forðast samskipti við ákærða. Vitnið bar að ákærði hafi veri ð sár út í hann vegna þess að hann virtist trúa því sem brotaþoli sagði. Vitnið greindi frá því að brotaþoli hafi a.m.k. tvisvar heimsótt og gist hjá ákærða eftir 8. maí 2018 , annað sinnið í ágúst 2018, og það hafi vakið furðu hans miðað við það sem gengið hafði á í samskiptum þeirra og kvaðs t hann ekki skilja hvers vegna þau voru að hittast . Vitnið kvað ákærða ekki hafa verið á góðum stað á þessum tíma en hann hafi farið í meðferð og væri á betri stað í dag. Vitnið I fyrrverandi lögreglumaður var á vakt 8. maí 2018 þegar brotaþoli kom á lögreglustöðina á G . Hann kvað brotaþola hafa verið mikið niðri fyrir en henni og unnusta hennar hafði sinnast. Bar vitnið að á kærði hefði tekið síma brotaþola og brotaþoli óskað eftir því að lögregla aðstoðaði hana við að f á símann til baka. Hann hafi í framhaldi farið á vettvang og þar hafi verið kítingur á milli ákærða og brotaþola en að lokum hafi ákærði afhent símann og brotaþoli farið á brott. Að sögn vitnisins neitaði ákærði ekki afdráttarlaust að afhenda símann en hann hafi viljað að brotaþoli talaði við hann áður en hann afhenti símann. Vitnið kvaðs t ekki hafa kynnt sér um hvað ákærði og brotaþoli vour að deila. Vitnið minnti að brotaþoli hafi greint frá því að ákærði hefði haldið henni eitthvað og hamlað för hennar en vitnið mundi ekki til þess að hún hafi sagt að ákærði hefði lagt á hana hendur. Vi tnið sá ekki áverka á brotaþola. Eftir að vitninu var kynnt 8 bókun í dagbók lögreglu rámaði hann í að brotaþoli hafi sagt að ákærði hefði haldið he nni niðri og tekið hana hálstaki en vitnið taldi bókunina rétta. Vitnið Í lögreglumaður var á lögreglustöðinn i þegar brotaþoli kom þangað og fór með vitninu I á vettvang. Vitnið lýsti , í öllum aðalatriðum, atvikum með sama hætti og vitnið I . Að sög n vitnisins talaði brotaþoli um hálstak og að ákærði hefði haldið henni en vitnið mundi ekki hvenær það hafi átt að h afa gerst en taldi þó að það hafi ekki verið þennan dag. Eftir að vitnið hafði kynnt sér færslu í dagbók lögreglu staðfesti hann það sem þar kemur fram . Vitnið J , osteopati, staðfesti vottorð sem hann ritaði varðandi brotaþola og er meðal gagna málsins. Vi tnið kvaðst ekki hafa sé ð neina áverka á brotaþola þegar hann skoðaði hana en hún hafi verið með hreyfiskerðingu í hálsi og hún hafi lýst verkjum og óþægindum. Vitnið kvaðst við skoðun hafa séð bólgur og hreyfiskerðingu en hann geti ekki sagt til um hvað o lli þessu. Meðferð brotaþola hafi falist í nudd liðkun og liðlosun o.fl. Vitnið bar að ómögulegt væri að segja til um batahorfur brotaþola. D Niðurstaða Líkt og í ákæru greinir er ákærða gefið að sök að hafa í þrígang veist að brotaþola eins og þar er nán ar lýst . Ákærði neitar sök en hefur þó viðurkennt að hafa í tvígang snúið brotaþola niður og ber því við að hún hafi í bæði skiptin veist að honum. Af hálfu ákærða er krafa um sý k nu á því reist að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna þá háttsemi sem hon um er gefin að sök en allan vafa verði að skýra honum í hag. Af hálfu ákæruvaldsins er á því byggt að með gögnum málsins og framburði brotaþola fyrir dóminum teljist sekt ákærða sönnuð. Að framan er nokkuð ítarlega rakinn framburður ákærða og vitna . Af honum verður ráðið að engin vitni urðu að líkamlegum átökum milli ákærða og brotaþola og verður því að meta hvort framburður þeirra fyrir dóminum sé trúverðugur. Að mati dómsins var framburður ákærða trúverðugur og í samræmi við það sem hann hafði áður borið hjá lögreglu. Að sama skapi var framburður brotaþola trúverðugur og í samræmi við það sem hún hafði áður lýst fyrir lögreglu. Er því rétt að horfa til gagna málsins ef þau eru til þess falli n að renna stoðum undir framburð þeirra. Meðal gagna málsins eru samskipti sem áttu sér stað á milli ákærða og brotaþola á samskiptaforriti daginn eftir atvikið sem lýst er í ákærulið III . Þar kemur m.a. fram að brotaþoli segir í tvígang við ákærða að hún hafi ekki átt þetta ofbeldi skilið. Í annað skiptið samþykkir ákærði að b rotaþoli hafi ekki átt 9 ofbeldið skilið. Þessi samskipti benda eindregið til þess að ákærði hafi beitt brotaþola ofbeldi án þess þó að þar komi með nokkrum hætti fram í hverju það fóls t. Framburður brotaþola fær einnig nokkurn stuðning í framburði lögreglumannanna sem komu fyrir dóminn og báru að á lögreglustöðinni hafi brotaþoli greint frá ofbeldi ákærða í hennar garð. Brotaþoli leitaði til læknis daginn eftir atvikið sem lýst er í ákæ rulið III og í læknisvottorði er lýst áverkum á brotaþola sem raktir eru í nefndum ákærulið. Að þessu virtu er að mati dómsins nægilega í ljóst leitt að ákærði hafi í þetta sinn veist að brotaþola með þeim hætti sem lýst er í ákærulið III með þeim afleiðin gum sem þar greinir og verður hann sakfelldur fyrir þá háttsemi. Hins vegar eru engin gögn í málinu sem styðja framburð brotaþola varðandi aðra ákæruliði eða hótanir ákærða í garð brotaþola. Gegn eindreginni og staðfastri neitun ákærða verður hann ekki sak felldur fyrir þá háttsemi sem lýst er í ákæruliðum I og II eða hótanir sem lýst er í ákærulið III. Af hálfu ákæruvalds er háttsemi ákærða talin varða við 218. gr. b. almennra hengingarlaga nr. 19/1940 en ákvæði þetta kom inn í almenn hegningarlög með lögum nr. 23/2016. Í 218. gr. b segir að hver sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núvarandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraaðila , niðja síns eða niðja núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila, áa síns, eða an narra sem búa með honum á heimili eða eru í hans umsjá , með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Hér kemur til skoðunar hvort brot ákærða hafi verið framið gegn núverandi eða fyrrverandi sambúðara ðila . Í greinargerð með 4. gr. laga nr. 23/2016 er einnig tekið fram að sambúðarmaki í skilningi ákvæðisins verði ekki túlkað svo þröngt að na u ðsynlegt sé að sambúð haf i f or mlega verið skráð hjá yfirvöldum svo ákvæðið komi til skoðunar . Ákærði og brotaþoli báru bæði fyrir dóminum að þau hafi aldrei búið saman og af framburði þeirra verður ekki annað ráðið en að þau hafi eingöngu verið par í almennum skilningi þess orðs í u.þ.b. fj ó ra mánuði á árinu 2016 en eftir það hist óreglulega. Að þessu virtu er það ni ðurstaða dómsins að brot ákærða varði ekki við 218. gr. b. almennra hengingarlaga heldu við 1. mgr. 217. gr. laganna. Þar sem ákærði hefur verið sýknaður af hótunum í garð brotaþola kemur ekki til álita að færa brot hans undir 233. gr. laganna . Samkvæmt fr amlögðu sakavottorði hefur ákærði einu sinni áður sætt refsingu en hann var 26. maí 2014 dæmdur til greiðslu sektar fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Að þessu virtu og að teknu tilliti til þeirrar háttsemi sem hann hefur nú 10 verið sak felldur fyrir þykir refsing hans hæfilega ákveðin 30. daga fangelsi sem bundin er skilorði eins og í dómsorði greinir. Með hliðsjón af niðurstöðu málsins og með vísan til 235. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 er ákærði dæmdur til að greiða þriðjung alls sakarkostnaðar en tveir þriðju hlutar skulu greiddir úr ríkissjóði . Samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti nam kostnaður vegna rannsóknar málsins hjá lögreglu 31.430 krónum. Þessum kostnaði til viðbótar er þóknun verjanda ákærða, Stefáns Ólafssonar lögmanns sem þykir að teknu tilliti til tímaskýrslu lögmannsins og virðisaukaskatts hæfilega ákveðin 574.240 krónur. Þóknun Sunnu Atladóttur lögmanns sem tilnefnd var verjandi ákærða við rannsókn málsins hjá lögreglu 94.860 krónur. Þóknun réttargæslumanns brotaþola, Júlíar Óskar Antonsdóttur lögmanns, sem þykir, að teknu tilliti til tímaskýrslu lögmannsins og virðisaukaskatts hæfilega ákveðin 395.250 krónur. Loks telst til sakarkostnaðar ferðakostnaður verjanda , 57.040 krónu r og ferðakostnaður réttargæslumanns 32.736 krónur. Brotaþoli hefur gert kröfu um greiðslu miskabóta að fjárhæð 3.000.000 króna með vöxtum eins og rakið er í ákæru. Fallist er á með brotaþola að hún eigi, með vísan til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 rét t á miskabótum úr hendi ákærða. Brotaþoli hefur ekki lagt fram nein gögn sem renna stoðum undir andlega vanlíðan hennar og þá verður ekki ráðið að háttsemi sú sem ákærði er sakfelldur fyrir sé líkleg til að hafa valdið henni miklu líkamstjóni. Að þessu vir tu þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 250.000 með vöxtum eins og í dómsorði greinir . Upphafsdagur vaxta miðast við þann 8. maí 2018 en þann dag átti atvikið sér stað sem ákærði er sakfelldur fyrir. Upphafsdagur dráttarvaxta miðast við 12. júní 2019 en þann dag var mánuður liðinn frá því að einkaréttarkrafan var birt ákærða. Af hálfu ákæruvalds flutti málið Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í 30 daga. Fullnustu refsingarinnar er frestað og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði þriðjung 1.185.556 króna sakrakostnaðar , þar með tali ð þriðjung 574.240 króna þóknunar verjanda síns, Stefáns Ólafssonar lögmanns, þriðjung 94.860 11 króna þóknunar Sunnu Atladóttur lögmanns og þriðjung 395.250 króna þóknunar réttargæslumanns brotaþola Júlíar Óskar Antonsdóttur lögmanns. Tveir þriðju hlutar sakarkostnaðar greiðist úr ríkissjóði. Ákærði greiði brotaþola, Y 250.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 8. maí 2018 til 12. júní 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Halldór Halldórsson Rétt endurrit staðfestir : Héraðsdómur Norðurlands vestra , dags. 22. október .2019