Héraðsdómur Vesturlands Dómur 3. september 2021 Mál nr. S - 89/2021 : Lögreglustjórinn á Vesturlandi ( Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Hákon i Þór Elmers Dómur Mál þetta höfðaði lögreglustjórinn á Vesturlandi með ákæru 23 . mars 20 21 á hendur ákærða, Hákoni Þ. Elmers , kt. ... , Bjarkarhrauni 12, Borgarbyggð . Málið var dómtekið 2 . september 20 21 . Í ákæruskjali er ákærða gefið að sök umferðarlagabrot m eð því að hafa mánudaginn 15. mars 2021 ekið bifreiðinni ZYZ70 sviptur ökuréttindum á Vesturlandsvegi við Rjúpnaás í Borgarbyggð. Telst þetta varða við 1. mgr. 58 . gr. sbr. 95. gr. umferðalaga nr. 77/2019 . Þess er krafist að ákærð i verði dæmd ur til refsin gar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrirkall í máli þessu var birt ákærða 14. júní 2021. Við þingfestingu málsins 2. september sama ár sótti ákærði ekki þing og var málið þá dómtekið að kröfu ákæruvaldsins samkvæmt 1. mgr. 161. gr. laga um meðferð s akamála, nr. 88/2008. Með vísan til þeirrar lagagreinar þykir mega jafna útivist ákærða til játningar hans, enda fer sú niðurstaða ekki í bága við gögn málsins. Brot ákærða telst því sannað og réttilega heimfært til laga í ákæruskjali. Með broti því sem ák ærði hefur nú verið sakfelldur fyrir hefur hann í fjórða sinn verið sakfelldur fyrir akstur sviptur ökurétti, en ítrekunaráhrif vegna fyrri mála hafa ekki fallið niður, sbr. 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga. Að öllu virtu þykir refsing ákærða hæfileg a ákveðin 60 daga fangelsi Guðfinnur Stefánsson, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Hákon Þ. Elmers , sæti fangelsi í 60 daga. Guðfinnur Stefánsson 2 Dómsorðið er lesið í réttinum í heyranda hljóði að dómfellda og fulltrúa ákæruvaldsins fjarstöddum. Dómþingi slitið. Guðfinnur Stefánsson