Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 20. mars 2020 Mál nr. S - 3713/2019: Héraðssaksóknari (Dagmar Ösp Vésteinsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Brynjólfur Eyvindsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 24. febrúar 2020, var höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dags. 8. ágúst 2019, á hendur: X , kt. [...] , [...] , fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt [...] 2018, á heimili A að [...] í Reykjavík, haft samræði og önnur kynfer ðismök við hana, gegn hennar vilja með því að beita hana ofbeldi, með því að slá hana ítrekað í andlitið á meðan á samræðinu stóð, bíta í brjóst hennar og bringu, taka hana ítrekað kverkataki, rífa í hár hennar, setja fingur í endaþarm hennar og þröngva ge tnaðarlim sínum inn í endaþarm hennar og að halda höndum hennar föstum á meðan hann hafði við hana aftur samræði og því næst látið hana veita sér munnmök en ákærði lét ekki af háttseminni þrátt fyrir að A segði honum ítrekað að hún vildi þetta ekki og berð i í hendur hans til að losa sig. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: 2 Af hálfu A , kt. [...] , er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 2.500.000, - auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, [...] 2018, þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvaxta samkv æmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðar reikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutni ngsþóknun, verði henni ekki skipaður Verjandi ákærða krefst sýknu en til vara vægustu refsingar er lög leyfa og hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa. Þá krefst hann þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi. I. Þann [...] 2018 lagði brotaþoli fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot gegn sér í byrjun [...] 2018. Kvað hún þau hafa farið heim til hennar eftir að hafa verið að skemmta sér í miðbænum ásamt fleira fólki. Þau hafi byrjað að stunda kynmök en ákærði hafi fljótlega orðið ofbeldisfullur gagnvart henni. Hafi hann m.a. löðrungað hana, þrengt að hálsi hennar, bitið hana og sett fingur og síðan getnaðarliminn í endaþarm hennar. Lýsti hún því nákvæmlega hvernig kynmökin fóru fram og hvernig hún hefði fært sig undan ákærða, m.a. með því að skipta um stellingar. Hafi hún í fyrstu reynt að afsaka hegðun ákærða og talið hugsanlegt að hann áttaði sig ekki á þessu. Þó hafi henni fundist undarlegt að hann hefði ekki spurt hvort henni þætti þetta í lagi. Kvaðst brotaþoli hafa í vax andi mæli orðið smeyk og þá sérstaklega þegar ákærði tók um háls hennar. Hefði hún slegið í hönd hans og hann þá sleppt en alltaf byrjað aftur. Þá hefði hún vælt þegar ákærði hefði sett liminn í endaþarm hennar og ið áfram. Hefði brotaþoli á þeim tímapunkti verið orðin frekar smeyk við ákærða. Þá hafi hann látið hana gefa sér munnmök en síðan hafi hann látið hana fara ofan á sig og slegið til hennar. Hefði brotaþoli þá loks náð að safna kjarki til að segja við hann að hún vildi hætta. Ákærði hefði þá sagt að hann vildi hafa hana áfram þar og tekið utan um handleggi hennar sinn hvorum megin. Þannig hafi þetta haldið áfram þar til hann hefði snúið henni á bakið. Kvaðst brotaþoli þá hafa áttað sig á því að ákærða væri s ama þó hún hefði sagt að hún vildi hætta og að hún gæti ekkert gert. Hafi hún frosið og beðið þar til kynmökunum lauk. Brotaþoli lýsti því hvernig hún hefði síðan sent vinkonu sinni skilaboð en svo farið inn í svefnherbergi, sett sæng á milli sín og ákærða og dottað. Eftir að ákærði hefði farið út úr svefnherberginu hefði hún læst því og talað við vinkonu sína og kærasta hennar í síma. Þegar ákærði vaknaði hefði hún átt í orðaskiptum við hann og beðið hann að 3 fara. Hann hafi sagt að hann væri ringlaður og m yndi ekkert. Hafi hann verið í sjokki yfir sjálfum sér. Kvaðst brotaþoli hafa tekið þá ákvörðun að fara fram. Kvaðst hún þó hafa verið hrædd við ákærða á þeirri stundu og óttast að ofbeldið kynni að byrja aftur. Hefði hún rætt við hann í drjúga stund og sa gt honum að hún hefði beðið hann að hætta en hann haldið áfram og að það væri ekki í lagi. Ákærði hafi síðan farið og hún ekkert rætt við hann eftir þetta. Brotaþoli lýsti líðan sinni dagana á eftir sem hefði endað með því að hún hefði leitað á bráðamóttöku geðdeildar [...] 2018 og verið vísað á neyðarmóttökuna þar sem hún var skoðuð. Í móttökuskýrslu hjúkrunarfræðings neyðarmóttökunnar kemur fram að brotaþo li hafi komið á eigin vegum en áður hafi hún leitað á bráðamóttöku geðsviðs vegna vaxandi kvíða. Um líðan brotaþola segir að hún hafi verið skjálfandi og grátið í samtalinu. Hún hafi þó gefið góða sögu og greint frá því hvernig ákærði hefði beitt hana ofbe ldi á meðan á kynmökum þeirra stóð. Kvað hún hann hafa haldið fast um háls hennar, lamið hana í andlitið og bitið fast í bringu og í kringum geirvörtur. Segir m.a. í lýsingunni að brotaþoli hafi margendurtekið beðið ákærða að hætta. Hún hafi viljað hætta e n hann hafi klemmt hana niður og hún að sögn ekkert komist frá. Í kafla verið neydd til að sjúga kynfæri árásarmanns. Enga lýsingu er að finna á þessu í almennri lýsingu bro Þá kemur fram að brotaþoli hafi sagt frá fyrri áföllum sem hafi m.a. verið vegna kynferðisbrota. Kvað hún sér hafa gengið vel að vinna í hlutunum en sér hætti til að vilja loka á þá. Í ský rslu um réttarlæknisfræðilega skoðun segir að áverka hafi mátt finna hægra megin ofarlega á bringu en þar hafi verið þrír marblettir, gul - grænleitir. Við hægra brjóst hafi verið fjórir litlir grænleitir marblettir og einn marblettur við vinstra brjóst á ge irvörtusvæði. Þá hafi verið eymsli og bólga, 4x4 cm, á vinstra kjálkasvæði. Vinstra megin við endaþarm hafi verið roði og marblettur 2x2 cm. Áverkarnir voru ljósmyndaðir og merktir inn á teikningu. Ákærði var yfirheyrður vegna málsins [...] 2018 og neitaði hann þá sök. Kannaðist hann við að hafa farið heim með brotaþola og átt við hana kynmök. Þau hafi verið í fleiri en einni stellingu og brotaþoli tekið virkan þátt. Kannaðist ákærði við að hafa gripið um mjöðm hennar og brjóst. Þá kvaðst han n hafa bitið hana einu sinni fastar en hann ætlaði sér. Einnig hefði hann tekið um háls hennar neðanverðan í eitt skipti í um 15 sekúndur, og lýsti hann kynmökunum í kjölfar þess. Ákærði kvaðst einnig hafa slegið brotaþola utan undir, hugsanlega tvisvar si nnum, og taldi að það kynni að hafa verið fastar en hann hefði gert sér grein fyrir. Einnig kannaðist ákærði 4 an. Kvaðst ákærði ekki hafa haft samfarir við hana um endaþarm heldur áttað sig þegar hann hefði hitt í rassinn. Kynni hann að hafa tekið í hárið á henni í þessari stellingu. Hafi hann síðan hætt kynmökunum. Ákærði kvað brotaþola ekki hafa sýnt merki þess að henni mislíkaði sofnað í herbergi brotaþola heldur frammi. Hann hefði ekki skilið hvers vegna brotaþoli hefði síðan læst að sér og hefði hann bankað þegar hann vakna ði. Hefði brotaþoli komið fram og þau síðan rætt saman. Hafi brotaþoli sagt við hann að það yrði að óska eftir leyfi áður en farið væri í endaþarminn. Meðal gagna málsins eru ljósmyndir sem brotaþoli tók af áverkum sínum eftir atvikið, skjáskot af messe nger - samskiptum á Facebook og myndskeið sem sýnir hvar ákærði hafði pissað yfir vask og eldhúsinnréttingu heima hjá henni. Af skjáskotum af Facebook sést að brotaþoli hringdi til vinkonu sinnar, B , [...] kl. 6:12 og 6:15. Þá átti hún samtal við vinkonuna í fjórar mínútur kl. 7:01 og aftur kl. 7:11 í 35 mínútur. Þá liggja fyrir messenger - skilaboð á milli brotaþola og vinkonu hennar þennan morgun. Í skilaboðum kl. 4:30 biður brotaþoli vinkonuna að hringja í sig þegar hún vakni og finna afsökun til að hitta hana svo hún geti komið ákærða út. Klukkan 6:13 sendi brotaþoli skilaboð og kvaðst hafa læst sig inni því hún væri hrædd við ákærða. Hann hafi migið yfir allt eldhúsið hjá henni og hún vilji hann út þegar í stað. Þá kvaðst hún ekki þora að sofna og ætla að hringja á lögregluna ef ákærði vaknaði áður en vinkonan sæi skilaboðin. Í millitíðinni átti sér stað samtal á milli brotaþola og vinkonunnar sem áður er getið, kl. 7:01. Klukkan 8:57 sendi brotaþoli þau skilaboð að ákærði væri vaknaður. Klukkan 11:16 send i brotaþoli vinkonunni síðan skilaboð um að ákærði væri farinn. Lýsti hún því að ákærði hefði farið í og þetta væri alveg fráleitt af hans hálfu. Hann vildi alveg rosalega fá að halda utan um mig á meðan sem var alveg óþægilegt en ég vissi alveg að honum væri alvara og að ég væri ið hana 14:30 skrifar brotaþoli vinkonunni skilaboð með lýsingu á öllu sem hafði gerst en hún kvaðst ekki vilja endurtaka það síðar. Skilaboðin eru ítarleg og kemur þar fram a ð anda og þurfti að berjast fyrir því að ná að segja stopp og svo hafi hann farið að slá mig 5 i hann samt soldið svæsinn að gera þetta án leyfis því það fíla þetta ekki allir. Ég á endanum bað hann um að hætta og færði mig til. Þá var hann aftur kominn undir og ha nn heldur alltaf áfram með að kreista utan um hálsinn minn og slá mig og þá byrja ég aðeins að panikki því hann hélt líka svo lengi að ég hélt að ég myndi missa eftir va r af tímanum reynt að bíða eftir að hann kláraði sig af sem fyrst svo að hún kæmist undan. Hafi hún reynt að fara niður á hann og vera ofan á en þegar hún hefði hér og hélt mér þannig að ég kæmist ekki af. Svo loksins sagðist hann þurfa pásu og hrædd við að hreyfa sig. Kvað vinkona hennar unnusta sinn hafa hringt í ákærða sem hefði verið skömmustulegur og varla munað eftir kvöldinu. Svaraði brotaþoli því til að hann hefði endurtekið oft hvað hann skammaðist sín mikið. Síðar um daginn sendi brotaþoli vinkonu sinni aftur skilaboð og lýsti mikilli vanlíðan. Í sálfræðivottorði C frá [ ...] 2018 kemur fram að brotaþola hafi verið vísað í sálfræðilegt mat og áfallahjálp hjá sálfræðiþjónustu neyðarmóttökunnar. Þegar vottorðið var skrifað hafði hún hitt brotaþola í níu skipti frá [...] 2018. Í viðtölum við brotaþola hafi afleiðingar meints kynferðisofbeldis verið metnar og fylgst með ástandi hennar, þ.m.t. einkennum áfallastreituröskunar eftir meint kynferðisbrot. Hafi henni verið veitt áfallahjálp, sálrænn stuðningur og þörf fyrir sálfræðilega meðferð metin. Í viðtölunum hafi brotaþoli grei nt frá áfallastreitueinkennum, m.a. endurupplifunareinkennum, sterkum tilfinningalegum og líkamlegum viðbrögðum, forðunareinkennum og erfiðleika við einbeitingu. Hafi einkennin valdið henni miklu uppnámi og truflun í daglegu lífi. Ítarlegt endurmat á einke nnum áfallastreituröskunar hafi verið gert rúmum fimm vikum eftir meint brot, eða [...] 2018. Hafi hún þá uppfyllt öll greiningarskilmerki áfallastreituröskunar. Brotaþoli hafi greint frá upplifun fyrri áfalla, m.a. kynferðislegri misnotkun, annars vegar þremur skiptum sem áttu sér stað þegar hún var barn að aldri og tveimur eftir að fullorðinsaldri var náð en gerendurnir voru kunningjar hennar. Hafi brotaþoli greint frá áfallastreitueinkennum í tengslum við þau brot en ekki uppfyllt greiningarskilmerki á fallastreituröskunar eftir þau áföll. Einnig hafi hún greint frá annars konar áföllum sem hefðu lítil áhrif haft á líðan hennar. Hafi brotaþoli sagst eiga sögu um kvíða og þunglyndi og hafa fengið þjónustu sálfræðinga á árinu 2011. Hún hefði ekki lokið þei rri þjónustu en fengið svefnlyf sem bættu líðan hennar. 6 Í vottorðinu kemur fram að auk greiningarviðtals hafi þrír staðlaðir sjálfsmatskvarðar verið notaðir til að meta einkenni áfallastreituröskunar, depurðar, kvíða og streitu ásamt svefnvanda. Niðurstö ður sjálfsmatskvarðanna hafi verið í samræmi við mat sálfræðingsins á einkennum brotaþola. Þá hafi hún ávallt virst vera hreinskilin, trúverðug og samkvæm sjálfri sér. Meðferð brotaþola hafi verið yfirstandandi er vottorðið var ritað. Hafi áfallaeinkenni h ennar farið lækkandi en væru þó alvarleg og uppfyllti hún enn greiningarskilmerki fyrir áfallastreituröskun. Væri ljóst að atburðurinn hefði haft víðtæk áhrif á líf brotaþola. Einnig liggur fyrir vottorð D sálfræðings, en brotaþola var þann [...] 2019 vís að í sálfræðiviðtöl hjá þunglyndis - og kvíðateymi geðþjónustu Landspítala eftir innlögn á móttökugeðdeild. Var henni vísað í úrræðið Byggjum brú sem rekið er af teyminu. Þjónustan samanstendur af fræðslu og einstaklingsviðtölum þar sem verið er að meta sjá lfsvígshættu og aðsteðjandi vanda. Hitti sálfræðingurinn brotaþola í alls níu viðtölum á tímabilinu [...] 2019 til [...] 2019. Ekki var gert greiningarmat hjá brotaþola en fram kemur að hún hafi uppfyllt greiningu miðlungs geðlægðarlotu á tíma viðtals. Hún hafi ekki verið metin í bráðri sjálfsvígshættu á tímabilinu. Hafi henni verið vísað í frekari þjónustu á vegum ÞOK - teymis. II. Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða, brotaþola og annarra vitna við aðalmeðferð málsins, að því marki sem nauðsynlegt þ ykir til úrlausnar þess. Ákærði kvaðst hafa verið í miðbænum að skemmta sér ásamt vinum sínum og brotaþola. Þau hafi ákveðið að fara heim til hennar en bæði höfðu neytt áfengis. Þar hafi þau fljótlega farið að láta vel hvort að öðru og farið inn í svefnher bergið. Þar hafi brotaþoli veitt honum munnmök í rúminu og hann hafi í kjölfarið farið ofan á hana. í hann. Í eitt skiptið hafi hann bitið brotaþola og það fastar en hann ætlaði sér og það hafi verið í viðbeinið. Einnig myndi hann eftir að hafa veitt henni kinnhest í eitt eða tvö skipti en hugsanlegt væri að þau hafi verið fleiri. Aðs purður kvaðst hann ekki hafa tekið eftir neinum viðbrögðum hjá brotaþola við þessu og hún hefði ekki kveinkað sér. Aðspurður taldi ákærði hugsanlegt að áverkar brotaþola á ofangreindu svæði gætu verið eftir hann. Þá kvaðst ákærði hafa tekið undir hnésbót b rotaþola og rennt hægri hendi undir framanverðan háls hennar og haldið um hann án þess að þrengja að. Þannig hafi hann snúið henni á bakið en ekki hafi betur viljað til en svo að hann hafi misst jafnvægið og farið þannig með þunga sinn á brotaþola stutta s tund eða um 10 sekúndur. Hafi brotaþoli þá lagt hönd sína á hans og hann þá fjarlægt hana. Hafi hann haft við hana kynmök í einhverja stund og þá legið fram á olnbogum og síðan með 7 rekar hvernig stelling hans hefði verið og hvernig hann hefði haldið í hár hennar og mjöðm á meðan hann hafði við hana samræði um leggöng. Einnig hefði hann gripið um rass brotaþola og hugsanlega nuddað eitthvað í kringum endaþarminn. Þá hefði það gerst að limur fyrir því hvert hitt hefði farið, en seinna skiptið hefði verið vont fyrir þa u bæði. Kannaðist ákærði við að brotaþoli hefði kveinkað sér og hugsanlega fært sig til. Taldi hann sig ekki hafa farið inn í leggöngin heldur líklegra að limurinn hefði beyglast. Hafi kynmökunum lokið þarna. Ákærði kvaðst hafa farið fram eftir þetta og sk olað lim sinn og eftir það aftur upp í rúm og sofnað. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa munað eftir því í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði sofnað í rúminu en það hefði rifjast upp fyrir honum. Eftir einhvern tíma hefði hann vaknað og farið fram til að hafa þvaglát. Kvaðst hann ekki muna eftir neinum samskiptum við brotaþola. Kvaðst ákærði eiga við ákveðið vandamál að stríða sem gerði það að verkum að hann ætti það til að pissa í vaska í staðinn fyrir salerni. Hafi hann því endað á því að pissa í eldhúsv askinn og sofnað að því búnu í sófanum frammi. Þegar ákærði vaknaði hafi dyrnar inn í svefnherbergið verið læstar og hann þá bankað. Brotaþoli hafi sagt að hún vildi ekki hafa hann í herberginu. Hafi honum þótt hún eitthvað skrýtin en ekki merkt að hún vær i hrædd. Þau hafi haft einhver samskipti í gegnum lokaðar dyrnar. Hún hafi svo komið út eftir sest niður og rætt saman í 30 40 mínútur og þá hafi viðmótið breyst. Hafi brotaþoli sagt við hann að hann hefði farið í endaþarminn á henni en til þess þyrfti leyfi. Aðspurður kvaðst ákærði hafa beðist afsökunar á því. Kvaðst ákærði hafa sagt að sér þætti leitt ef hún hefði meitt sig en þetta hefði ekki verið ætlun hans. Hafi h ann verið ringlaður fyrst á eftir en atvik hafi síðan rifjast upp fyrir honum þegar frá leið. Ákærði kvaðst aldrei hafa haft ásetning til að meiða brotaþola. Hafi verið um að sleppt. Kvaðst ákærði eiga við það að þá hefðu aðilar betri stjórn á öllum hreyfingum sínum. Taldi ákærði kynlífið ekki hafa verið gróft í þeim skilningi og áþekkt því kynlífi sem hann stundaði að jafnaði. Taldi hann lýsingu brotaþola ekki gefa rétta mynd af kynmökunum og að hún gengi lengra í lýsingum sínum en efni stæðu til. Hafi brotaþoli tekið virkan þátt í kynmökunum. Kvaðst hann ekki hafa merkt á viðbrögðum brotaþola að kynmökin hefðu verið henni á móti skapi. Aðspurður kvað ákærði hugsanlegt að einhv erjar gloppur væru í atburðarásinni en taldi sig þrátt fyrir áfengisneysluna muna öll helstu atvik vel. 8 Ákærði kannaðist við að hafa rætt við G vin sinn eftir þetta. Hafi honum fundist spurningar hans skrýtnar og G lítið gefið upp um ástæður þess. Kvaðst ákærði ekki hafa sagt við vitnið að kynlífið hefði verið grófara en hann hefði ætlað sér. Brotaþoli kvað vini sína og ákærða hafa komið heim til hennar og þaðan hafi verið farið niður í bæ að skemmta sér. Hún hefði ekki drukkið mikið áfengi enda verið vei k nokkru áður. Hún og ákærði hafi síðan ákveðið að fara heim til hennar og hafi verið ljóst hvert stefndi. Þau hafi farið inn í svefnherbergið til að hafa kynmök og kvaðst brotaþoli ekki muna vel fyrstu mínúturnar en aðspurð sagði hún að það gæti verið að hún hefði haft munnmök við ákærða. Brotaþoli sagði að ákærði hefði fljótlega orðið fullgrófur. Hann hafi gripið um háls hennar og þrengt að og slegið hana utan undir oftar en einu sinni með flötum lófa. Hafi hún sagt við sjálfa sig að sumir vildu kynlíf se m þetta og afsakað hegðun ákærða þó henni fyndist þetta strax vera óþægilegt. Kvaðst hún hafa skipt um stellingu og farið á fjóra fætur og hafi ákærði haft samræði við hana um leggöng. Hann hafi sett hönd um háls hennar með sama hætti og áður, rifið eða to gað í hár hennar og reigt höfuðið aftur. Síðan hafi hann sett fingur í endaþarm hennar og eftir það getnaðarliminn. Hafi það verið vont og hún vælt en síðan haldið áfram í no kkrar mínútur. Nánar spurð kvað brotaþoli að um endaþarmsmök hefði verið að ræða og að það hefði verið sársaukafullt. Kvaðst brotaþoli síðan hafa náð að snúa sér á bakið. Ákærði hafi þá haldið áfram og hafi þá verið farinn að halda það fast um öndunarvegin n að hún hefði orðið smeyk. Hefði hún óttast að missa meðvitund. Aðspurð kvað brotaþoli ákærða hafa slegið hana oftar utan undir þegar hér var komið sögu. Þá hefði hann bitið hana í viðbeinið. Aðspurð kvaðst hún ekki muna sérstaklega eftir því að ákærði he fði bitið eða nartað í hana á öðrum stöðum en hann hefði nokkrum sinnum kreist brjóst hennar. Það hafi verið vont enda mjög fast. Ákærði hafi svo lagst á aðra hliðina og hafi hún þá brugðið á það ráð að hafa við hann munnmök. Eftir það hafi hann sagt henn i að koma ofan á sig, sem hún hafi gert og þá sagt við hann að hún vildi hætta. Hafi hann þá haldið í handleggi hennar og sagt við hana að hann vildi hafa hana þarna. Síðan hafi hann velt sér ofan á hana og hafi hún einfaldlega frosið enda séð að hann mynd i ekki virða óskir hennar. Hafi hún beðið eftir því að hann kláraði. Að endingu hafi hann lagst við hlið hennar og sofnað. Hafi hún farið fram á salernið og sent vinkonu sinni skilaboð. Hafi hún verið grátandi og hrædd. Hún hafi síðan farið inn í svefnherb ergið aftur og sett sæng á milli sín og ákærða. Kvaðst hún hafa dottað en vaknað við hreyfingu ákærða. Hann hafi gripið í hana, sagt henni að vera kyrr og slegið hana einu sinni utan undir. Hafi hann virst svefndrukkinn og ekki almennilega vaknaður. Ákærði hafi síðan farið fram og hún heyrt þegar hann létti af sér einhvers staðar í íbúðinni. Síðan hefði hann sofnað á 9 sófanum. Kvaðst brotaþoli þá hafa farið fram með fötin hans og síðan farið inn í svefnherbergið og læst á eftir sér. Hafi hún síðan sent vinko nu sinni skilaboð og hún hafi svarað og hringt. Kvaðst brotaþoli hafa rætt við hana og kærasta hennar og sagt þeim frá því sem gerðist. Hafi hún helst viljað fá þau til að losa sig við ákærða. Þau hafi bæði hvatt hana til þess að hringja á lögregluna en hú n hafi á þeirri stundu verið í afneitun. Brotaþoli kvaðst ekki hafa sofnað eftir þetta. Hún hafi heyrt þegar ákærði vaknaði og þá hafi hann bankað á hurðina. Hún hafi í fyrstu ekki svarað og aðeins viljað að hann færi. Hún hafi síðan sagt honum að fara e n hann hafi sagst vera ringlaður og ekkert muna. Hún hafi sagt honum að ef manneskja segði að hún vildi hætta bæri að virða það. Þá kvaðst hún ekki treysta sér til þess að vera ein með honum. Ákærði hafi sagt að hann hefði enga afsökun og vildi ræða við ha na. Hún hafi heyrt í honum röfla frammi og hafi síðan ákveðið að fara fram enda ljóst að hann myndi ekki fara. Kvaðst hún hafa farið að reykja og síðan hefðu þau rætt saman. Hafi ákærði sagt að hann myndi ekki annað en að þau hefðu átt gott kvöld en hún ha fi sagt honum að það hefði ekki verið hennar upplifun. Hafi hann beðið hana afsökunar og virst vera undrandi og sjokkeraður. Hann hafi þó engu neitað heldur. Kvaðst brotaþoli hafa verið hrædd um að ofbeldið gæti byrjað aftur en dregið hefði úr þeim ótta er á leið. Eftir að ákærði fór hafi hún sent vinkonu sinni skilaboð og gert þá lítið úr atvikinu. Þá hefði hún tekið ljósmyndir af áverkum sínum og ummerkjum í íbúðinni. Hún hafi verið í geðshræringu allan daginn en reynt að sannfæra sjálfa sig um að það sem gerðist hefði verið slys. Daginn eftir hafi hún hitt tvær vinkonur sínar og þær farið út að borða, en þær hefðu verið búnar að ákveða það og hún viljað standa við það. Hún hafi sagt annarri þeirra frá því sem gerðist eftir að þær voru orðnar einar og hald ið afsökunum áfram þrátt fyrir að vinkonan hefði haft aðra sýn á atvikið. Brotaþoli kvaðst hafa farið á bráðamóttöku geðdeildar því hún hefði talið sig vera við það að fá taugaáfall, og sagt frá því að sér hefði verið nauðgað. Þaðan hafi henni verið vísað á neyðarmóttöku. Eftir þetta kvaðst brotaþoli hafa fengið áfallameðferð. Hafi líðan hennar verið mjög slæm og hún einnig einnig veikst líkamlega í kjölfarið. Hafi þetta leitt til þess að hún missti vinnuna fyrir ári. Hún hafi verið lögð inn á sjálfsvígsvak t og sé enn á biðlista eftir kvíðameðferð. Brotaþoli kvaðst stunda nám í dag sem hefði þó ekki gengið sem skyldi vegna kvíða sem öðrum þræði tengdist máli þessu. Hafi henni fyrst fyrir um sex mánuðum farið að líða þokkalega á meðal fólks en fram að því haf i hún ítrekað fengið kvíðaköst. Aðspurð greindi brotaþoli frá fyrri áföllum sínum á lífsleiðinni. Hún hefði ekki unnið úr þeim sem skyldi og m.a. verið í afneitun lengi vel vegna kynferðisbrotanna. Brotaþoli kvaðst nánar spurð ekki hafa verið ósamþykk því að hafa kynmök við ákærða heldur ofbeldinu sem slíku. Hún hafi í fyrstu ekki sýnt nein viðbrögð við 10 ofbeldisfullri hegðun ákærða. Hann hafi hins vegar orðið grófari en hún væri vön í kynlífi og þrát t fyrir að hún hefði reynt að láta sem ekkert væri hefði henni þótt það óþægilegt sem fram fór. Meðan á þessu stóð hefði ákærði slegið hana oftar en einu sinni utan undir með sama hætti. Þá hefði hann meira og minna tekið um háls hennar allan tímann. Hún h afi þá slegið í upphandlegg hans nokkrum sinnum til merkis um að hann ætti að losa takið en það hafi hann aðeins gert í stutta stund og byrjað aftur. B , vinkona brotaþola og fyrrverandi samstarfskona, kvaðst hafa verið að skemmta sér, m.a. með brotaþola og ákærða. Hafi þau drukkið áfengi en ákærði hafi drukkið meira en brotaþoli. Ákærði og brotaþoli hafi ákveðið að fara heim og taldi hún það hafa verið um kl. 4:00. Vitnið kvaðst ekki hafa séð skilaboð frá brotaþola fyrr en hún hefði kveikt á símanum. Hafi hún strax hringt í brotaþola. Hún og kærasti hennar hafi ekki verið í ástandi til að aka og hefðu þau bæði rætt við brotaþola sem hafði læst sig inni í herberginu sínu. Miðað við lýsinguna sem hún gaf af atvikum hefðu þau bæði talið ástæðu fyrir hana til þess að hringja á lögregluna. Hefðu þau hvatt hana til þess en hún sagst ekki treysta sér til þess. Hafi þau rætt við hana í um 30 mínútur og hafi brotaþoli sveiflast mjög í mati sínu á því hversu alvarleg háttsemi ákærða hefði verið. Vitnið kvað kærasta s inn hafa rætt við ákærða um kvöldið. Hún hefði ekki rætt sérstaklega við hann um það sem fram fór þeirra á milli en ákærði muni hafa sagt að hann hefði tekið of hart á brotaþola. Vitnið kvað brotaþola hafa sýnt sér áverka sem hún hefði sagt vera eftir ákær ða. Þá lýsti vitnið því að atvikið hefði sjáanlega haft mikil áhrif á brotaþola og hún orðið mjög kvíðin og þunglynd. Kvað hún sér vera kunnugt um fyrri kynferðisbrot sem brotaþoli hefði orðið fyrir en hún hefði ekki lagt fram kæru vegna þeirra. Hún hefði verið gjörbreytt manneskja eftir atvikið en framfarir hefðu orðið þó hún hefði ekki náð fullum bata. G kvaðst hafa verið vinur ákærða um árabil. Hann hafi ekki vitað að brotaþoli og ákærði hefðu farið heim saman fyrr en eftir á. Hefði kærasta hans fengið skilaboð frá henni síðar um morguninn og sjálfur hefði hann rætt við brotaþola í síma. Kvaðst vitnið ekk i muna nákvæmlega um hvað þeir töluðu en efnislega hefði það verið um það að ákærði hefði orðið grófur og gert hluti sem hún vildi ekki. Hún hafi ekki viljað hringja á lögregluna þrátt fyrir hvatningu þeirra. Hafi hún verið skelkuð. Kvaðst hann hafa rætt v ið X eftir þetta í síma og spurt hann hvað hefði gerst. Hann hefði sagt að ákærði hefði sagt sér í símann að hann hefði verið grófari en hann ætlaði sér. Taldi hann lýsin guna í lögregluskýrslunni ekki vera rétta að þessu leyti. Hann hefði að auki verið í neyslu á þeim tíma er skýrslan var tekin. Þá kvaðst vitnið ekki muna eftir því að hafa sagt það sem kærasta hans hafði eftir honum í messenger - samtali við brotaþola eftir atvikið. 11 E , vinkona brotaþola og fyrrverandi samstarfskona, kvaðst hafa farið með brotaþola út að borða á sunnudeginum eftir atvikið. Kvaðst hún hafa séð að eitthvað amaði að. Hún hafi gengið á hana og hafi brotaþoli sagt henni í lágum hljóðum að hún héld i að sér hefði verið nauðgað. Þær hafi ákveðið að ræða þetta frekar eftir matinn þegar þær yrðu tvær einar. Kvaðst vitnið þá hafa spurt brotaþola út í atvikið. Hafi brotaþoli verið treg til og dregið aðeins úr. Hafi vitnið ekki gefið sig og á endanum hafi brotaþoli sýnt vitninu skilaboðin sem hún sendi B og myndir af áverkum sínum. Síðan hafi hún lýst atburðarásinni og m.a. sagt að ákærði hefði tekið hana kverkataki í einhvern tíma og hún talið að hún myndi deyja. Hún hafi beðið hann að hætta en síðan frosi ð og beðið eftir að kynmökunum lyki. Hefði ákærði slegið hana, rifið í hárið og farið í endaþarminn og meitt hana. Kvaðst vitnið hafa sagt við brotaþola að hún hefði verið beitt ofbeldi og að viðbrögð hennar hefðu verið varnarviðbrögð. Hefði hún talið sig sjá bólgu undir farðanum þar sem ákærði hafði slegið hana. Vitnið kvaðst hafa tekið eftir mikilli breytingu á brotaþola. Hún hafi orðið félagsfælin og hafi hún heyrt af samskiptaörðugleikum við hana á vinnustað þeirra. Hafi brotaþoli verið mikið frá vegna veikinda og að lokum hefði hún misst vinnuna. Hafi hún átt virkilega erfitt og m.a. haft vopn við höndina er hún fór að sofa. Í dag hefði hún náð einhverjum bata enda unnið mikið í sjálfri sér með aðstoð fagfólks. Vitnið kvað sér vera kunnugt um fyrri áföl l brotaþola og hefði brotaþoli rætt þau við sálfræðing. H læknir lýsti helstu niðurstöðum sínum í skýrslu um réttarlæknisfræðilega rannsókn á brotaþola. Fór hún yfir helstu áverka sem á brotaþola voru. Hafi þeir verið ferskir og getað samræmst þeirri lýsi ngu er brotaþoli gaf á atvikum. Vitnið kvað ekki unnt að greina sérstaklega marblettinn við endaþarm og engin sérstök merki önnur hefði verið að finna, svo sem við endaþarmsop. Væri því hvorki unnt að segja af eða á um það hvort endaþarmsmök hefðu átt sér stað. Áverkar á hálsi brotaþola hafi ekki verið sjáanlegir en ekki sé algilt að áverkar hljótist af kverkataki eða föstu taki um háls. Fari það eftir því hversu fast takið er, hve lengi haldið sé og hversu oft. Þá kunni roði að hverfa innan þriggja daga. I hjúkrunarfræðingur fór yfir helstu niðurstöður skýrslu um skoðun á brotaþola á neyðarmóttöku. Hafi brotaþoli haft ýmis áfallatengd einkenni en hún hafi sagt vel frá þó stutt hafi verið í grátinn. Þá hafi hún verið með áverka eins og nánar væri lýst í ský rslu. Ekki sé óalgengt að áverkar sem kunna að myndast, t.d. á hálsi, hverfi fljótt eftir atvik. C sálfræðingur fór yfir helstu atriði vottorðs síns og rakti niðurstöður þess. Kvað hún brotaþola hafa lokið meðferð hjá sér í [...] 2018, eftir að vottorðið var ritað. Samtals hafi hún komið átján sinnum til hennar. Þegar meðferð lauk hefði hún ekki lengur verið með áfallaeinkenni vegna þessa atviks. Hafi hún svarað sjálfsmatskvörðum sem hafi verið langt undir greiningarviðmiðum hvað það varðaði. 12 Hins vegar ha fi hún enn verið með áfallaeinkenni tengd fyrri áföllum sem hafi þó verið undir grunnviðmiðum. Hafi vitnið vísað henni á geðsvið til frekari meðferðar. D sálfræðingur fór yfir helstu atriði vottorðs síns og rakti helstu niðurstöður þess. Kvað hún brotaþola hafa komið í eftirmeðferð til vitnisins eftir að hafa verið vísað til hennar frá móttökugeðdeild. Niðurstöður hefðu sýnt að brotaþoli hefði ekki náð fullum bata og þyrfti á frekari meðferð að halda. Vitnið kvaðst ekki hafa greint forsendur líðanar brotaþo la sérstaklega en ómeðhöndluð áföll gætu vissulega haft áhrif á líðan. F , systir ákærða, kom fyrir dóminn en ekki þykir ástæða til þess að rekja framburð hennar sérstaklega. III. Niðurstaða Ákærða er gefin að sök nauðgun með því að hafa haft samræði og ö nnur kynferðismök við brotaþola gegn hennar vilja. Samkvæmt verknaðarlýsingu ákæru byggir ákæruvaldið á því að ákærði hafi beitt hana ofbeldi sem hún hafi ekki verið samþykk á meðan á kynmökunum stóð og að honum hafi mátt vera það ljóst. Fyrir liggur að á kærði og brotaþoli fóru heim til brotaþola aðfaranótt umrædds laugardags. Bæði voru undir áhrifum áfengis. Þau þekktust lítið sem ekkert fyrir en voru að skemmta sér um kvöldið með sameiginlegum vinum. Þá liggur fyrir að þau hafi ekki rætt sérstaklega um k ynlífslanganir sínar heldur hafi eitt leitt af öðru og byrjuðu þau fljótlega að stunda kynmök. Brotaþoli hefur ekki borið á móti þeim framburði ákærða að hún hafi haft munnmök við hann í upphafi og ber þeim saman um að samfarir hafi síðan byrjað með vilja beggja. Ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um það sem gerðist í framhaldinu. Lýsa þau kynmökunum með nokkuð ólíkum hætti. Þeim ber saman um að hafa skipt um stellingar og að ákærði hafi tekið um framanverðan háls hennar og slegið hana utan undir. E innig ber þeim saman um að ákærði hafi bitið brotaþola í viðbein en ekki hvenær það hafi gerst í atburðarásinni. Þá ber þeim saman um að hann hafi tekið í hár brotaþola en þó ekki hvernig. Ákærða og brotaþola ber ekki saman um hversu oft ákærði hafi gripið um háls brotaþola og hvort hann hafi hert að, hversu oft hann hafi slegið hana utan undir og hvort hann hafi sett fingur inn í endaþarm hennar og að því búnu þröngvað lim sínum þangað inn. Þá ber þeim ekki saman um það hvernig kynmökunum lauk. Framburð ur ákærða og brotaþola hefur að mestu leyti verið stöðugur hvað atvikalýsingu varðar og hjá hvoru um sig í meginatriðum sá sami hér fyrir dómi og hjá lögreglu. Fyrir dómi kvaðst ákærði ekki hafa munað að hann hefði sofnað í rúmi 13 brotaþola en það hefði rifj ast upp fyrir honum síðar. Hann hefði svo vaknað eftir það og farið fram. Hafi framburður hans hvað þetta atriði varðaði því verið á annan veg hjá lögreglu. Framburður brotaþola var trúverðugur og ítarlegri en framburður ákærða hvað lýsingu á kynmökunum varðaði. Dómurinn metur framburð ákærða ekki ótrúverðugan en þó ber hann þess merki að ölvunarástand hans umrætt sinn hafi skert minni hans nokkuð, auk þess sem hegðun hans eftir atvikið og áður en hann sofnaði í sófanum ber þess merki. Vísaði ákærði til a ð mynda til þess hér fyrir dómi að hann hefði verið hefði verið klaufalegri við kynmökin en ella. Telur dómurinn af framangreindum ástæðum óhætt að leggja til grundvallar, til viðbótar við það sem ákærða og brotaþola ber saman um, að ákærði hafi á meðan á samræði stóð ítrekað slegið brotaþola utan undir og tekið hana kverkataki oftar en einu sinni í þeim skilningi að hann hafi gripið um framanverðan háls hennar, og sett fing ur og síðan getnaðarlim í endaþarm hennar. Fær allt framangreint næga stoð í gögnum málsins en í málinu er ákærða ekki gefið að sök að hafa haft við brotaþola endaþarmsmök. Í sambandi við síðast greint atriði kvaðst ákærði hafa fundið til í getnaðarlimnum auk þess sem brotaþoli hefði kveinkað sér en hann hefði ekki fyllilega áttað sig á því hvað hefði gerst. Í skýrslutöku hjá hafi sett getnaðarliminn í endaþarm brotaþola . Eins og áður greinir eru meðal gagna ljósmyndir af yfirborðsáverkum brotaþola teknar á neyðarmóttöku og skýrsla um læknisfræðilega skoðun. Skal þess getið að brotaþoli myndaði áverkana strax eftir atvikið en engar myndir eru af hálsi. Ákærði hefur ekki a ndmælt því að þeir áverkar sem lýst er í gögnum neyðarmóttöku hafi hlotist af háttsemi hans við kynmökin. Telur dómurinn að þeir geti vel samræmst lýsingum beggja. Það að ekki hafi verið áverkar á hálsi eða endaþarmsopi brotaþola við skoðun á neyðarmóttöku þremur dögum eftir atvikið hrekur ekki framburð hennar um þá atvikalýsingu er að framan greinir en þykir fremur benda til þess að minni hörku hafi verið beitt en ella. Ákærða og brotaþola ber ekki saman um hvort kynmökunum hafi lokið eftir að brotaþoli kveinkaði sér við innþrengingu í endaþarm. Hefur brotaþoli verið stöðug í frásögn sinni hér fyrir dómi og hjá lögreglu um framhaldið, m.a. um það hvenær hún hafi sagt ákærða að hún vildi hætta. Dómari metur framburð brotaþola um framangreint trúverðugan og fær hann jafnframt stoð af endursögn hennar á atvikum í messenger - skilaboðum til vinkonu hennar í kjölfar atviksins. Með vísan til þess sem áður greinir um áhrif ölvunar á minni ákærða verður framburður brotaþola um framangreint lagður til grundvallar. 14 D ómurinn hafnar því að síðar tilkomin atvik í tengslum við samskipti brotaþola við vitnið B hafi haft áhrif á trúverðugleika hennar varðandi þau atriði sem hafa verið rakin hér að framan. Þegar atvik áttu sér stað var í gildi nauðgunarákvæði 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, eins og því var síðast breytt með 3. gr. laga nr. 61/2007 en með þeim lögum voru breytingar gerðar á XXII. kafla almennra hegningarlaga. man n með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum Í alme nnum athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 61/2007 segir að aðalatriði kynferðisbrots sé að brotið hafi verið gegn sjálfsákvörðunarrétti fólks varðandi kynlíf, frelsi þess og friðhelgi og það sé alvarlegast fyrir þolendur brotanna. Í samræmi við það sé í frumvarpinu dregið úr áherslu á verknaðaraðferðir og megináherslan lögð á það að með brotunum séu höfð kynmök við þolanda án þess að samþykki hans sé fyrir hendi og þannig brotið gegn sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi hans í kynlífi. Þan nig er ljóst að strax með þeim breytingum sem gerðar voru á nauðgunarákvæðinu var skortur á samþykki þungamiðjan við mat á því hvort háttsemi teldist vera refsiverð. Með lögum um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 16/2018 sem tóku gildi 23. mars 2018 var samþykki sett í forgrunn skilgreiningar á nauðgun og alfarið horfið frá megináherslu á verknaðaraðferð við nauðgun. Ákvæði 1. mgr. 194. gr. Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis ha ns gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofb eldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, ákvæði að teknu tilliti til 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga. Í almennum athugasemdum með frumvarpi til laganna segir um hug takið samþykki að ljóst sé að samþykki til þátttöku í samræði eða öðrum kynferðismökum verði að tjá með orðum eða annarri ótvíræðri tjáningu. Það þýði að gefa þurfi samþykki til kynna eða að virk þátttaka í tiltekinni athöfn verði túlkuð sem samþykki af há lfu annars eða annarra þátttakenda. Ekki verður gerð krafa um að þátttakandi mótmæli eða sýni mótstöðu gagnvart þátttöku í kynferðislegri athöfn. Þá geti algert athafnaleysi ekki verið túlkað sem vilji til þátttöku. 15 Framangreindar athafnir ákærða voru ofb eldisfullar. Bar brotaþoli yfirborðsáverka sem staðfesta það. Athafnirnar voru þess eðlis að þær verða að teljast óhefðbundnar og því ekki hægt að ganga út frá því að þær séu sjálfsagðar. Ákærði hefur borið staðfastlega um virka þátttöku brotaþola í kynmö kunum og að hann hafi ekki merkt af viðbrögðum hennar að þau væru henni á móti skapi fyrr en þegar hún kveinkaði sér er hún var á fjórum fótum í rúminu. Brotaþoli hefur borið á sama veg hér fyrir dómi, í skýrslu lögreglu og á neyðarmóttöku, að henni hafi e kki fallið í geð hin ofbeldisfulla háttsemi ákærða. Jafnframt lýsti hún því á trúverðugan hátt að ákærði hefði farið yfir hennar mörk í sívaxandi mæli. Greindi hún svo frá að hún hefði ekki gert athugasemdir við það í fyrstu en þó slegið í handlegg hans ti l þess að fá hann til að slaka á takinu. Hafi hann þá losað takið en byrjað að nýju eftir stutta stund. Brotaþoli hafi síðan kveinkað sér hefði hann sett fingurinn í endaþ arminn. Í skilaboðum brotaþola á messenger segir hann samt svolítið svæsinn að gera þetta án leyfis því það fýla þetta ekki allir. Á endanum bað ég hann að hætta og færði ákærða ekki hafa virt óskir hennar um að hætta kynmökunum þrátt fyrir að hún bæði hann um það en í fyrrgreindum skilaboðum lýsir brotaþoli því hvernig kynmökunum ekki meira og sagðist ekki geta það, hann sagði nei ég vil hafa þig hér og hélt mér þannig að ég kæmist ekki af. Svo loksins sagðist hann Fyrstu viðbrögð brotaþola, sem áður hefur verið gerð grein fyrir, voru á þá leið að hún vildi losna við ákærða úr íbúðinni án þess að kalla lögreglu til. Þá ræddu þau saman í drjúga stund áður en hann fór af heimili hennar og be r þeim saman um að hann hafi beðið hana afsökunar. Þeim ber hins vegar ekki saman um það um hvað hafi verið rætt og til hvers afsökunarbeiðnin tók. Hefur ákærði staðfastlega borið um að hún hafi einskorðast við það er getnaðarlimur hans fór í endaþarm brot aþola af misgáningi. Eftir þetta kvaðst brotaþoli hafa verið í afneitun og ekki reiðubúin að horfast í augu við eftirmál. Samræmist þetta framburði vinkvenna hennar sem hún greindi frá atvikum en annarri þeirra sagði hún að hún héldi að sér hefði verið na uðgað. Var henni vísað á neyðarmóttöku þremur dögum síðar af bráðamóttöku geðsviðs. Sönnun í málinu lýtur að því hvort ákærða hafi verið ljóst eða mátt vera ljóst að hann gengi lengra en hann hafði ástæðu til að ætla að sér væri heimilt. Við 16 sönnunarmat lítur dómurinn til þeirra atriða atburðarásarinnar sem gerð hefur verið grein fyrir og atvika í kjölfar meints brots sem hér hefur verið lýst. Þykja þau benda ótvírætt til þess að brotaþola hafi verið misboðið þrátt fyrir að ákveðið úrræðaleysi og efasemdi r hafi einkennt hegðun hennar eftir það. Vitni í málinu tengjast ákærðu og brotaþola hvoru um sig náið og hefur það áhrif við mat á sönnunargildi framburðar þeirra eins og hér háttar til. Þá verður ekki hjá því litið að ákærði og brotaþoli gerðu vitnunum kleift, hvort í sínu lagi, að rifja upp framburð sinn hjá lögreglu áður en þau komu fyrir dóminn en slíkt kann eftir atvikum að leiða til þess að ekki verði byggt á framburði þeirra fyrir dómi. Aðkoma vitnanna að málinu var þó takmörkuð, eins og áður er ge rð grein fyrir, og báru þau einkum um samskipti sín við ákærða og brotaþola fyrst eftir atvikið og lýstu viðbrögðum sínum í kjölfarið. Lýstu þau þessu bæði með trúverðugum hætti. Í skýrslutöku sinni hjá lögreglu kvað vitnið G ákærða hafa sagt við sig að ha nn hefði verið grófur eða haft gróf kynmök, án þess að lýsa því sérstaklega. Hér fyrir dómi bar hann um að hann hefði ekki staðhæft neitt í raun. Vitnið B bar um að G hefði haft eftir ákærða á sínum tíma að hann hefði tekið of hart á brotaþola og er það í samræmi við það sem fram kom hjá henni í skýrslu hjá lögreglu. Samkvæmt framansögðu verður ekki séð að vitnin hafi í reynd breytt þeim framburði sem þau gáfu áður hjá lögreglu um þetta atriði þó vitnið G leitist við að draga úr vægi þess nú. Þessi framburð ur vitnanna hefur þó takmarkað vægi enda hefur dómurinn áður komist að þeirri niðurstöðu að athafnir ákærða á meðan á kynmökunum stóð hafi verið ofbeldisfullar auk þess sem ákærði hefur kannast að hluta til við hafa verið harkalegri en efni stóðu til eins og áður er lýst. Á hinn bóginn varpar framburður vitnanna ekki skýrara ljósi á huglæga afstöðu ákærða á verknaðarstundu. Ásetningur er ótvírætt saknæmisskilyrði nauðgunarbrots og er því ekki heimilt að refsa fyrir gáleysisbrot gegn 194. gr. almennra hegni ngarlaga. Engin breyting var á huglægum skilyrðum með tilkomu laga nr. 16/2018. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem varð að lögum nr. 16/2018 segir að af þessu leiði að ásetningur verði að taka til allra efnisþátta 1. mgr. 194. gr. almennra hegning arlaga, þ.e. að fram fari samræði eða önnur kynmök þrátt fyrir að það sé gert án vilja þolanda þar sem samþykki hans er ekki fyrir hendi. Gerandi verður þannig að gera sér grein fyrir því að þolandi vilji ekki hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök. Eins og atvikum máls þessa er háttað telur dómurinn ákærða hafa haft réttmæta ástæðu til að túlka virka þátttöku brotaþola í kynmökunum sem samþykki hennar fyrir því sem fram fór. Þrátt fyrir að ákærði hafi í tvígang gert sér grein fyrir að hann hefði ve rið of harkalegur þá héldu kynmökin áfram eftir það með þátttöku brotaþola. Þá ber að líta til þess að ekki er fullt samræmi í því hvernig brotaþoli hefur lýst því með 17 hvaða hætti hún fór fram á að kynmökunum yrði hætt. Ber að skýra vafa um framangreint ák ærða í hag, m.a. um hvort uppfyllt séu huglæg refsiskilyrði og það hvort brotaþoli hafi með ótvíræðri tjáningu látið í ljós að hún væri ekki samþykk kynmökunum, sbr. 108 og 109. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt öllu framansögðu telur dómurinn að ekki s é fram komin lögfull sönnun þess að ákærði hafi haft ásetning til nauðgunar. Ber því að sýkna hann af kröfum ákæruvaldsins. Eftir þessum málsúrslitum ber að vísa einkaréttarkröfu brotaþola frá dómi, sbr. 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008. Allur sakarkostna ður, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða og þóknun réttargæslumanns brotaþola, skal greiddur úr ríkissjóði, sbr. 2. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008, eins og nánar greinir í dómsorði. Við ákvörðun sakarkostnaðar er málið virt í heild, tekið mið af meðferð þess á rannsóknarstigi og umfangi að öðru leyti. Við ákvörðun þóknana lögmanna er tekið tillit til virðisaukaskatts. Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður málsins, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Brynjólfs Eyvindssonar lögmanns, 980.000 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, 860.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Einkaréttarkröfu A e r vísað frá dómi. Sigríður Hjaltested (sign.) --------------------- Rétt endurrit staðfestir: Héraðsdómi Reykjavíkur 20. mars 2020.