Héraðsdómur Austurlands Dómur 13. apríl 2022 Mál nr. S - 20/2022 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn Þórður Pétur Pétursson I. 1. Mál þetta, sem var þingfest og dómtekið 25. mars 2022 , er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi , útgefinni 10. j anúar sl., á hendur Þórð i Pétri Péturssyni, kennitala , til heimilis að , , : fyrir umferðarlagabrot í Fjarðabyggð, með því að hafa seinnipart fimmtudagsins 16. desember 2021, undir áhrifum áfengis og sviptur ökurétti, ekið bifreiðinni , frá í í , austur , þar til hann missti stjórn á bifreiðinni á brúnni yfir , í og festi bifreiðina á brúnni og fyrir að hafa neytt áfengis innan sex klukkustunda eftir að akstri lauk þrátt fyrir að hann hafi mátt ætla að lögreglurannsókn færi fram vegna Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 49. gr., 5. mgr. 52. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. breytingarlög. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Ákærði kre fs t vægustu refsingar sem lög leyfa. II. 1. Samkvæmt rannsóknargögnum var lögreglu tilkynnt þann 16. d esember sl., kl. 18 :17, um að umferðaróhapp hefði orðið á brúnni yfir í í Fjarðabyggð , nánar tiltekið að bifreið hefði verið ekið utan í brúar handrið og sæti þar föst, og ja fnf ramt að ætlað væri að ökumaðurinn væri ölvaður. 2 2. Samkvæmt frumskýrslu og meðfylgjandi ljósmyndum , var pall bifreiðin , við komu lögreglumanna á vettv ang , þvert á miðri brúnni og stóðu framhjólin framaf brúargólfinu , en bifreiðin var að öðru leyti föst í gömlu vegriði . Á vettvangi hittu lögreglumenn irnir fyrir eiganda bifreiðarinnar og son hans, en einnig björgunarm enn. H inir fyrrnefn du báru um að ákærði, sem h a fði verið landbúnaðarverkamaður hjá föðurnum í tæp þrjú ár, hefði tilkynnt um slysið nokkru fyrr, um kl. 17:15. Kom fram í máli föðursins að hann hefði brugðið sér af bæ fyrr um daginn, en veitt því eftirtekt að ákærði h a fi þá verið byrjaður að neyta áfengis , og að þá hefði umrædd bifreið verið á hlaðinu á lögbýlinu . Fram kom að ákærði hefði hringt í föðurinn skömmu eftir óhappið, en þá jafnframt greint frá því að hann hefði h afið akstur á bifreið inni og greint frá því hvernig komið var. V egna þessa hafi verið brugðist við og hafi sonurinn farið á vettvang, en að þá hafi komið í ljós að ákær ð i væri mjög ölvaður , og af þeim sökum hafi lögreglu verið gert viðvart. Í frumskýrslu segir frá því að þ egar lögreglan hitti ákærða á vettvang hafi hann verið sýnilega mjög ölvaður . Er haft eftir ákærða að hann hafi ekið umræddri bifreið frá fyrrnefndu lögbýli að öðru tilteknu býli í nágrenninu , þar sem hann hafi hafið áfengisdrykkju. Eftir stutta viðveru h afi hann ekið sömu leið til baka, en þá ekið utan í fyrrnefnda brú með fyrrgreindum afleiðingum. Í frumskýrslunni er te k ið fram að ákærði hafi verið með 350 ml . flösku af sterku áfengi þegar lögr e glan hafð i afskipti af honum, og er skráð að ákærði hafi haft á orði að hann hefði drukkið rétt rúmlega 300 ml úr flöskunn i á meðan hann beið komu lögreglu manna . Þessi frásögn ákærða hefur stoð í frásögn nærstaddra aðila . Einnig er haft eftir ákærða að hann hafi áður en hann hóf aksturinn þennan daga drukkið úr nefnd ri áfengisflösku. 3. Samkvæmt rannsóknargögnum var ákærði handtekinn kl. 19:20, en í framhaldi af því færðu r á lögreglustöðina á , þar sem hann gaf þvagsýni vegna alk ó hól s rannsóknar , kl. 20:10. Fram kemur að erfiðleg a hafi gengið að tak a blóðsýni úr ákærða , og hafi hann af þeim söku m verið færður á sjúkrahúsið í , þar sem tekin voru úr honum tvö slík sýni, kl. 21:56 og 22:36. 4. Samkvæmt vottorði Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði , dagsettu 3. janúar 2022, mældist v ínandamagn í fyrrnefndu þvagsýni ákærða 3.68 Þá mældist vínandamagnið í hinu fyrra blóðs ý ni ákæ rða 2.38 , en í hinu síðar 2.28 . 3 Samkvæmt gögnum óskaði lögreglustjórinn á Austurlandi eftir matsgerð Rannsóknarstofunnar og þá um ,,hversu ölvaður ökumaður hafi ve rið um kl. 17:15 þegar hann ol ofangreindra málsatvika, en sérstaklega var þó vísað til framburðar ákærða um ætlaða áfengisdrykkju eftir hinn ætlað ölvunarakstur. Í matsgerð Rannsóknarstofunnar , dagsettri 7. j anúar sl., svo og rafpósti sviðsstjóra Rannsóknarstofunnar , dagsettum 8. febrúar sl., segir m.a.: ,,Við stöndum við matsgerðina, getum fullyrt að viðkomandi hafi verið um og sennileg yfir 2 kl. 17:15. Þetta byggist á því að brotthvarfshraðinn bendir sterklega til að styrkur í blóði hafi verið um 3,1 III. 1. Við fyrrnefnda þingfestingu málsins játaði ákærði fyrir dómi skýlaust sök og verknaðarlýsingu samkvæmt ákæru og þar á meðal að hann hafi verið undir áhrifum áfengis þegar umrætt óhapp varð við nefnda brú. Ákær ði v é fengdi þannig ekki niðurstöður fyrrnefndrar Rannsóknarstofu. Í ljósi ofangreinds og þar sem ekki var talin þörf á frekari sönnunarfærslu var málið tekið til dóms á grundvelli heimildarákvæðis 164. gr. laga nr. 8 8/2008, en þá eftir að sækjand a og ákærða hafði gefist kostur á að reifa sjónarmið varðandi lagaatriði og ákvörðun refsingar. Af hálfu ákærða var krafist vægustu refsingar sem lög heimila , eins og áður sagði. 2. Um atvik máls vísast til ákæruskjals. Ekki er ástæða til að efa að játning ákærða sé sannleikanum samkvæm, enda samræmist hún því sem greinir í rannsóknargögnum. Með þeirri skýlausu játningu og rannsóknargögnum lögreglu er nægjanlega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæruskjali. Brot ákærða eru réttilega heimfærð til lagaákvæða. IV. 1. Ákærði, sem er fimmtugur , á samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins að baki allnokkurn sakaferil allt frá árinu 1990. Ákærði var þa nnig sviptur ökurétti ævilangt af sýslumanninum í Eyjafjarðarsýslu þann 14. maí 1992 . Samkvæmt vottorðinu er brotaferill ákærða nær samfelldur á árunum 1994 til 2005, en þá að a llega vegna 4 þjófnaðar - , ávana - og fíkniefnabrota, en einnig vegna ítrekaðra umfe rðarlagabrota, þ.e. fyrir að aka ökutækjum sviptur ökuréttindum. Þessi ferill ákærða hefur ekki áhrif á refsingu ákærða í þessu máli, en það hefur hins vegar sakaferill hans hin síðustu árin. Ákærði var samkvæmt nefndu sakavottorði í tvígang, þann 14. maí 2013 og 26. júní 2014, dæmdur til að greiða sektir til ríkissjóðs vegna ölvunar - og sviptingaraksturs, en þá var jafnframt hin ævilanga ökuréttarsvipting hans áréttuð. Ákærða var að auki þann 17. september 2014, og þá af sýslumanninum í Eyjafjarðarsýslu, gert að greiða sekt til ríkissjóðs fyrir ávana - og fíkniefnalagabrot. Þá var hann þann 13. apríl 2016 dæmdur fyrir ítrekuð hegningarlagabrot, þ. á m. fyrir þjófnað, en einnig vegna ölvunar - og sviptingarakstursbrota, en síðastgreindu brotin framdi hann 21. apríl 2014 . Vegna þessa var ákærði dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisrefsingar og að auki var hin ævilanga ökuréttarsvipting hans enn áréttuð. Refsing þessi var staðfest með dómi Hæstaréttar Íslands þann 11. apríl 2017, en skömmu áður, þann 9. janúar 20 17, hafði ákærði verið sakfelldur fyrir ávana - og fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot, þ. á m. fyrir fíkniefna - og ölvunarakstur, en einnig sviptingarakstur, en brotin hafði hann framið haustið 2015. Var ákærða ekki gerð refsing fyrir þessa síðast greind u háttsemi vegna hegningaraukaáhrifa, sbr. ákvæði 78. gr. hegningarlaga nr. 19/1940. Ákær ð i var dæmdur þann 30. desember 2017 vegna þjófnaðarbrots til tveggja mánaða fangelsisrefsingar . Síðast var ákærði dæmdur þann 25. apríl 2018 fyrir endurtekin fíknefna - og sviptingarakstur, en einnig fyrir önnur umferðarlagabrot . Vegna þessa var hann dæmdur í 8 mánaða fangelsi. Samkvæmt gögnum var ákærða veitt reynslulausn af Fangelsismálstofnun þann 7. a príl 2019 á eftirstöðv um refsinga vegna þriggja síðast greindu dómanna , og þá á 210 dögum og til tveggja ára, sem hann stóðst. Í máli því sem hér er til umfjöllunar hefur ákærði verið sakfelldur fyrir umferðarlagabrot, þ. á m. fyrir ölvunar - og sviptingarakstur . Brot ákærða eru að mati dómsins alvarleg. Ber að ákvar ða refsingu hans m.a. með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga auk ofangreinds sakaferils hans, sem hefur ítrekunaráhrif í máli þessu. Þykir refsing ákærða að þessu virtu eftir atvikum hæfilega ákveðin tíu mánaða fangelsi. 5 2. Ævilöng ökuréttarsvipti ng ákærða, sbr. ákvæði 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, er áréttuð. 3. Með vísan til málsúrslita og ákvæða 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til að greiða útlagaðan sakarkostnað lögreglu og ákæruvalds , að fjárhæð 7 1.978 krónur. Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari flutti málið af hálfu lögreglustjórans á Austurlandi. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð: Ákærði, Þórður Pétur Pétursson, sæti fangelsi í tíu mánuði. Áréttuð er ævilöng ökuréttarsvip ting ákærða. Ákærði greiði 71.978 krónur í sakarkostnað.