Héraðsdómur Reykjaness Dómur 7. janúar 2022. Málið nr. S - 1845/2021: Ákæruvaldið (Daníel Reynisson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Jóhannes Albert Kristbjörnsson lögmaður) og Y (Gunnhildur Pétursdóttir lögmaður) (Ásta Björk Eiríksdóttir réttargæslumaður brotaþola) Dómur: Mál þetta var þingfest 27. september 2021 og dómtekið 20. desember. Málið höfðaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 8. september 2021 á hendur ákærðu, X , kt. [...] og Y , kt. [...] , fyrir eftirgreind brot gegn almennum hegningarlögum nr. 19/1940 og barnaverndarlögum nr. 80/2002, svo sem ákæru var breytt á málflutningsdegi 20. desember: A. Gegn ákærða X . Fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot, á tímabilinu frá maí 2018 til 4. júlí 2021, gagnvart dætrum sínum A , kt. [...] , B , kt. [...] , C , kt. [...] og D , kt. [...] , framin aðallega á heimili þeirra á hverjum tíma í [...] , þ.e. að [...] , [...] og [...] , með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi þeirra, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi og hótunum og með þeirri háttsemi ítrekað misþyrmt og misboðið þeim þ annig að líkamlegri og andlegri heilsu þeirra var hætta búin, beitt þær líkamlegum refsingum, ógnað þeim og sýnt af sér vanvirðandi háttsemi, ruddalegt og ósiðlegt athæfi gagnvart þeim og móðgað þær og sært, m.a. svo sem hér greinir: A.I. 2 Með því að hafa á tímabilinu frá maí 2018 til 19. ágúst 2020 ítrekað, á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi, heilsu og velferð A, B , C og D með því að beita þær í refsingarskyni ítrekuðu, margendurteknu og stöðugu líkamlegu ofbeldi á heimili þeirra, jafn an oft í viku, ýmist eina eða fleiri þeirra í senn, m.a. með því hafa slegið þær margoft víðs vegar um líkama, s.s. í hendur, fætur, bak, rass, háls og andlit, ýmist með belti, þar á meðal beltissylgju, skóm, flötum lófa, herðatré, leikfangapíanói, [...] , fötum eða eftir atvikum því sem hendi var næst, en einnig með því að hafa kastað skóm í þær og hrækt á þær. Átti ofbeldið sér stað víðs vegar á heimili þeirra, en oftast í svefnherbergi þeirra þar sem ákærði m.a. tók sængur úr rúminu til að dætur hans gæ tu ekki varið sig höggunum, en einnig á baðherbergi og í stofu þar sem hann m.a. stillti þeim upp í hring á gólfinu og sló þær með belti. Var ofbeldi ákærða jafnan með þeim hætti að hann sló stúlkurnar þar til þær hættu að gráta. A.II. Með því að hafa á t ímabilinu frá maí 2018 til 19. ágúst 2020 ítrekað, á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi, heilsu og velferð A, B , C og D með því að beita þær viðvarandi andlegu ofbeldi, kallað þær ljótum nöfnum og talað til þeirra með niðrandi hætti. A. III. Með því að hafa á tímabilinu frá maí 2018 til 19. ágúst 2020 ítrekað, á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi, heilsu og velferð A, B , C og D með því að hver og ein þeirra þurfti margoft að horfa upp á það alvarlega líkamlega og andle ga ofbeldi sem ákærði beitti hinar þrjár systur hverrar og einnar á heimili þeirra, sbr. ákæruliðir A.I. og A.II., sem og það ofbeldi sem ákærði beitti móður þeirra á heimilinu, sbr. ákæruliður B. A.IV. Með því að hafa á tímabilinu frá 20. ágúst 2020 til 4 . júlí 2021, er A, B , C og D voru vistaðar utan heimilis, ítrekað, á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi, heilsu og velferð A og B með því að fylgjast með þeim og ítrekað reynt að nálgast þær gegn þeirra vilja og auk þess með því að hóta A, senda henni niðrandi skilaboð og reyna að hafa áhrif á framburð hennar, en með háttsemi sinni olli hann A og B hræðslu og kvíða, en m.a. var um eftirfarandi háttsemi ákærða að ræða: 1. 3 Að hafa á greindu tímabili ítrekað reynt að nálgast A og B gegn þeirra vilja og vakið hjá þeim ótta með því að aka bifreið sinni oft framhjá fósturheimili A og D í [...] og einnig margoft framhjá fósturheimili B í [...] , m.a. þegar A var þar í heimsókn hjá B . 2. Þann 27. mars 2021 sendi ákærði A skilaboð á [...] á Facebook Messenger sem túlkuð hafa verið á íslensku sem: . 3. Þann 31. mars sendi ákærði A skilaboð á [...] á Facebook Messenger sem túlkuð hafa verið á íslensku sem: þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig . 4. Þann 3 0. apríl sendi ákærði A skilaboð á [...] á Facebook Messenger sem túlkuð hafa verið á íslensku sem 5. Að hafa á greindu tímabili margítrekað hringt í A og sent henni skilaboð ge gn hennar vilja. 6. Að hafa hótað A ofbeldi og lífláti, m.a. ef hún ekki breytti framburði sínum í málinu fyrir 28. júní 2021. Afleiðingar af háttsemi ákærða samkvæmt ákærulið A., sbr. undirliðir A.I. - A.IV., voru m.a. þær að A, B , C og D voru og eru enn mjög hræddar við ákærða. Er háttsemin talin varða við 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga og 98. gr. og 1., sbr. 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga. Til vara e r háttsemi ákærða samkvæmt undirlið A.IV. talin varða við 1. mgr. 2 32. gr. a almennra hegningarlaga og einnig við 108. gr. og 233. gr. sömu laga að því er varðar 6. tölulið. B. Gegn ákærða X . 4 Fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart þáverandi eiginkonu sinni, ákærðu Y , á tímabilinu frá maí 2018 til 19. ágúst 2020, framin á heimili hennar á hverjum tíma í [...] , þ.e. að [...] , [...] og [...] , með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótun um, m.a. með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist, sbr. ákæruliður A, en þegar Y reyndi að fá ákærða til að hætta að beita stúlkurnar ofbeldi hafi hann jafnan sagt að hún væri einskis virði, hrækt á hana og ýtt henni í viðurvist stúlknanna. Afleiðingar af háttsemi ákærða samkvæmt ákærulið B. voru m.a. þær að Y var stöðugt hrædd við ákærða í hjónabandi þeirra. Er háttsemin talin varða vi ð 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga en til vara vi ð 233. gr. b laganna. C. Gegn ákærðu Y . Fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot, á tímabilinu frá maí 2018 til 19. ágúst 2020, gagnvart dætrum sínum A, B , C og D , framin á heimili þeirra á hverjum tíma í [...] , þ.e. að [...] , [...] og [...] , með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi þeirra, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi og með þeirri háttsemi ítrekað misþyrmt og misboðið þeim þannig að líkamlegri og andlegri heilsu þeirra var hætta búin, beitt þær líkamlegum refsingum, ógnað þeim og sýnt af sér vanvirðandi háttsemi, ruddalegt og ósiðlegt athæfi gagnvart þeim og móðgað þæ r og sært, m.a. svo sem hér greinir: C.I. Með því að hafa á ofangreindu tímabili ítrekað, á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi, heilsu og velferð A, B , C og D með því að beita þær í refsingarskyni ítrekuðu, margendurteknu og stöðugu lík amlegu ofbeldi á heimili þeirra, ýmist eina eða fleiri þeirra í senn, m.a. með því hafa togað fast í hár þeirra og dregið þær eftir gólfinu á hárinu, slegið þær margoft víðs vegar um líkama, s.s. í hendur, fætur, bak, rass, háls, höfuð og andlit, ýmist með herðatré, höndum eða skafti af skúringarmoppu, en einnig með því að hafa kastað skóm í þær. Átti ofbeldi ákærðu sér stað víðs vegar á heimili þeirra, en oftast í stofunni eða í herbergi stúlknanna, jafnan af þeirri ástæðu að ákærða taldi stúlkurnar ekki h afa þrifið heimilið. C.II. 5 Með því að hafa á fyrrgreindu tímabili ítrekað, á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi, heilsu og velferð A, B , C og D með því að hver og ein þeirra þurfti margoft að horfa upp á það alvarlega líkamlega og andl ega ofbeldi sem ákærða beitti hinar þrjár systur hverrar og einnar á heimili þeirra. Er háttsemi ákærðu Y samkvæmt ákærulið C., sbr. undirliðir C.I. og C.II., talin varða við 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga og 98. gr. og 1., sbr. 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga. Ákæruvaldið kefst þess að ákærðu X og Y verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákæru eru teknar upp einkaréttarkröfur Þ lögmanns og sérstaks lögráðamanns brotaþolanna A , kt. [...] , B , kt. [...] , C , kt. [...] og D , kt. [...] . Endanlegar dómkröfur brotaþola eru þessar: A. Af hálfu A er þess krafist að ákærði X verði dæmdur til greiðslu 3.000.000 króna miskabóta með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 4. j úlí 2021 til þingfestingardags 27. september 2021 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt IV. kafla, sbr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá verði ákærði dæmdur til greiðslu réttargæsluþóknunar. Af hálfu A er einnig krafist 3.000.000 króna miskabót a úr hendi ákærðu Y með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. september 2020 til þingfestingardags 27. september 2021 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt IV. kafla, sbr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags. Jafnframt verði ákærð a dæmd til greiðslu réttargæsluþóknunar. B. Af hálfu B er þess krafist að ákærði X verði dæmdur til greiðslu 3.000.000 króna miskabóta með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 4. júlí 2021 til þingfestingardags 27. september 2021 en fr á þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt IV. kafla, sbr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá verði ákærði dæmdur til greiðslu réttargæsluþóknunar. Af hálfu B er einnig krafist 3.000.000 króna miskabóta úr hendi ákærðu Y með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. september 2020 til þingfestingardags 27. september 2021 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 6 IV. kafla, sbr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags. Jafnframt verði ákærða dæmd til greiðslu réttargæsluþóknunar. C. Af hálfu C er þess krafist að ákærði X verði dæmdur til greiðslu 3.000.000 króna miskabóta með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. september 2020 til þingfestingardags 27. september 2021 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt IV. kafla, sbr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá verði ákærði dæmdur til greiðslu réttargæsluþóknunar. Af hálfu C er þess einnig krafist að ákærða Y verði dæmd til greiðslu 3.000.000 króna miskabóta með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 1 . september 2020 til þingfestingardags 27. september 2021 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt IV. kafla, sbr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags. Jafnframt verði ákærða dæmd til greiðslu réttargæsluþóknunar. D. Af hálfu D er þess krafist að ákærði X verði dæmdur til greiðslu 3.000.000 króna miskabóta með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. september 2020 til þingfestingardags 27. september 2021 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt IV. kafla, sbr. 9. gr. sömu laga til g reiðsludags. Þá verði ákærði dæmdur til greiðslu réttargæsluþóknunar. Af hálfu D er þess einnig krafist að ákærða Y verði dæmd til greiðslu 3.000.000 króna miskabóta með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. september 2020 til þingfe stingardags 27. september 2021 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt IV. kafla, sbr. 9. gr. sömu laga til greiðsludags. Jafnframt verði ákærða dæmd til greiðslu réttargæsluþóknunar. Ákærðu neita sök í málinu, krefjast aðallega sýknu af kröfum ákæru valdsins og að framlögðum bótakröfum verði vísað frá dómi en að því frágengnu verði þau dæmd til vægustu refsingar sem lög leyfa og bætur stórlega lækkaðar. Þá verði sakarkostnaður greiddur úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjenda. I. - Bakgrunnur ákærðu. 1. 7 Ákærðu eru fædd og uppalin í [...] . Þau kynntust í Bandaríkjunum 2007, gengu þar í hjónaband og hafa síðar búið víða um heim, ýmist saman eða sundur. Þau eru [...] og segjast hafa sætt ofsóknum í [...] vegna samkynhneigðar ákærða X . Þannig hafi ættingjar hans brennt hús þeirra til grunna 20. febrúar 2016, í framhaldi hótað að ræna dætrum þeirra og ákærðu í kjölfarið flutt til [...] . Vegna ótryggs ástands þar í landi hafi ákærðu snúið til baka í apríl 2017 og eftir það ákveðið að flý ja vegna ofsókna og ótta um líf þeirra og dætranna. Ákærði X kom til Íslands 2. október 2017 og sótti um alþjóðlega vernd og fjölskyldusameiningu. Ákærða Y og dæturnar A , B , C og D fylgdu á eftir 25. apríl 2018. Þeim var veitt alþjóðleg vernd 15. febrúar 2 019 og fengu dvalarleyfi til fjögurra ára. 2. Af hálfu ákærða X hefur verið lagt fram læknisvottorð frá [...] í [...] , dagsett 30. mars 2016. Þar segir að ákærði hafi 15. mars verið lagður inn á taugageðlækningadeild spítalans, hann útskrifast þaðan 30. ma rs; greindur með geðklofa (schizophrenia) og taugafræðileg vandamál og mæli sjúkrahúslæknar með lyfjameðferð og eftirfylgni. Ekki var vitað um tilvist þessa vottorð fyrr en þremur dögum fyrir upphaf aðalmeðferðar 26. nóvember sl. Að kröfu ákærða var brugði st við vottorðinu með dómkvaðningu E geðlæknis til að framkvæma geðrannsókn á ákærða. Samkvæmt niðurstöðum geðrannsóknar 13. desember 2021 og vitnisburði E fyrir dómi er ákærði ekki haldinn geðsjúkdómi eða annars konar geðröskunum og telst því án efa sakhæ fur í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga. Þá bendi ekkert til þess að refsing geti ekki borið árangur í skilningi 16. gr. laganna verði ákærði fundinn sekur. Það er og niðurstaða geðlæknisins að ákærði glími að öllum líkindum við minnistruflanir vegn a höfuðáverka sem hann hlaut í mars 2016 og að greind hans sé í lágu meðallagi. II. - Búseta ákærðu og dætra þeirra hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun dvaldi ákærði X fyrst eftir komu til landsins í húsnæði á hennar vegum, fluttist þ aðan í þjónustu Reykjavíkurborgar í febrúar 2018 og dvaldi að [...] . Samkvæmt búsetuvottorði þjóðskrár var hann skráður óstaðsettur í hús í [...] frá 15. febrúar til 1. apríl 2019, frá þeim degi til 5. júlí 2019 skráður að [...] , [...] , frá 5. júlí til 16. júní 2020 skráður að [...] , frá 16. til 19. júní 2020 með ótilgreint heimilisfang í [...] og frá þeim degi hefur ákærði verið skráður til heimilis að [...] , [...] . 8 Í viðtali við Útlendingastofnun 26. september 2018 var ákærði spurður hvort hann, ákærða Y og dæturnar fjórar búi saman hér á landi. Áminntur um sannsögli svaraði þær í [...] Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun dvöldu ákærða Y og dæturnar fjórar fyrst eftir komu til landsins í þjónustuhúsnæði á vegum [...] að [...] áður en ákærða var 31. janúar 2019 skráð til heimilis að [...] . Samkvæmt þjóðskrá var ákærða búsett að [...] frá 1. apríl 2019 til 4. apríl 2020, frá þeim degi búsett að [...] til 31. októbe r 2020 og frá þeim degi hefur ákærða verið búsett að [...] , allt í [...] . Eftir því sem næst verður komist bjó fjölskyldan saman eftir 15. febrúar 2019, þá er þeim var veitt alþjóðleg vernd og tímabundið búsetuleyfi; fyrst að [...] , næst að [...] og loks að [...] . Ákærðu var veittur skilnaður að borði og sæng 9. júlí 2019 og fengu lögskilnað 27. nóvember 2020. Af framburði þeirra beggja þykir ljóst að þau bjuggu þó saman fram til september - október 2020. III. - Aðdragandi lögreglurannsóknar. 1. Þeg ar mál þetta kom upp 25. júní 2020 var A 11 ára, B 10 ára, C 9 ára og D 2 ára. Eldri stúlkurnar þrjár æfðu [...] hjá [...] . Umræddan dag barst barnavernd [...] tilkynning frá F þjálfara þeirra um að B hefði greint honum frá því eftir æfingu að þegar hún kæ mi heim myndi faðir hennar, ákærði X , ábyggilega berja hana. F hefði innt hana nánar út í þetta og B greint frá því að ákærði væri ofbeldisfullur og berði hana og allar systur hennar reglulega. 2. G og H var falin könnun máls af hálfu barnaverndar og rædd u þær m.a. við I þjálfara, sem þekkti vel til A, B og C . Hann kvaðst hafa boðið stúlkunum til morgunverðar á heimili sínu 18. júlí 2020, heimilisaðstæður stúlknanna borist í tal og hann hlýtt á frásögn þeirra um ítrekað og viðvarandi ofbeldi ákærða X gagnv art systrunum fjórum, sérstaklega B . Ofbeldið hafi tengst því að þær væru með læti, gengi illa að læra eða kæmu of seint heim. Að sögn A tæki ákærði þær þá inn í herbergi, loki og læsi á eftir sér og drægi fyrir gluggatjöld svo enginn sæi eða heyrði þegar hann lemdi A uns hún hætti að gráta. Ef móðir þeirra, ákærða Y , reyndi að hjálpa þeim væri hún einnig lamin. 9 3. Rætt var við A og B mánudaginn 27. júlí 2020. B færðist undan því að tjá sig um heimilisaðstæður en A greindi frá því að ákærði lemdi þær systur mjög oft, væri nær alltaf reiður og segði ljóta og meiðandi hluti við þær. Þegar hann gerði þetta læsti hann hurðum og lokaði gluggum svo öskur hans og grátur þeirra bærust ekki út á götu. Hún nefndi sem dæmi að á kærði lemdi þær fast og oft með belti, t.d. þegar þær væru of lengi að heiman, læri ekki heima, eða svari ranglega er hann spyrji þær út í margföldunartöfluna. Þá kom fram að þegar A gréti undan höggum ákærða yrði hann reiður og héldi áfram að lemja hana u ns hún hætti að gráta. Hún sagði ákærða nær daglega gera eitthvað á hlut systranna, hann lemja B mest og þegar móðir þeirra, ákærða Y , reyndi að hjálpa þeim væri hún líka lamin. A kvað Y aldrei hafa beitt þær ofbeldi eða lamið þær, en hún yrði stundum pirr uð þegar þær óhlýðnuðust. A I þjálfara frá atvikum þegar þær fóru heim til hans á sunnudegi fyrir viku, en hann bjóði þeim oft í heimsókn um helgar. A sagði þær systur vera hræddar við ákærða og hún aldrei vilja sjá hann aftur. 4. Þann 6 . ágúst 2020 hringdi I þjálfari til barnaverndar, lýsti áhyggjum af versnandi líðan A, B og C , sagði þær verða reiðar af minnsta tilefni og þær farnar að sýna af sér ofbeldisfulla hegðun gagnvart öðrum börnum á æfingum. Þá hefði A fundið hníf í eldhúsi æfi ngahallarinnar og sagst ætla að skaða sjálfa sig. 5. G og H ræddu við A, B og C dagana 18. og 19. ágúst 2020. Í viðtali við A greindi hún frá atvikum með líkum hætti og áður, sagði ákærða lemja þær systur um fjórum sinnum í viku, notaði til þess belti, sk ó, herðatré og annað tilfallandi og léti þær oft sitja á rúmi meðan á barsmíðum stæði. Þegar þær reyndu að breiða sæng yfir sig til varnar tæki hann sængina af þeim. A sagði verst þegar ákærði lemdi hana í höfuðið með beltissylgju. A kvað ákærða síðast haf a lamið þær tveimur dögum áður vegna þess að þær voru of lengi úti. Þá greindi hún frá því að þær hafi verið í morgunmat hjá I , ekki komið heim fyrr en um fimmleytið, ákærði orðið reiður, látið þær setjast í hring á gólfinu með útrétta fætur og slegið þær með belti í fæturna. A kvað ákærða einnig lemja yngstu systurina D . Hann verði einnig reiður við móður þeirra og lemji hana líka. Móðir þeirra væri hins vegar góð og vildi ekki að ákærði væri vondur við þær. 10 B var í fyrstu ófús að tjá sig um aðstæður sína r og systranna en kannaðist svo við að ákærði lemdi þær og notaði oftast til þess skó en ekki belti. Henni fyndist þetta þó ekki mikið mál og sagði foreldra mega vera reiða við börn sín og aga þau. B kvað ákærða síðast hafa meitt hana þegar systurnar höfðu I lamið þær með belti þegar þær komu heim. C greindi frá ofbeldi af hálfu ákærða og tiltók að hann lemdi þær systur stundum með belti og skóm, t.d. ef þær gætu ekki svarað reikningsdæmum út frá margföldunartöflun ni. Hún kvað móður þeirra aldrei hafa lamið þær. 6. Upplýsingar í 1. - 5. tölulið drógu G og H saman í greinargerð barnaverndar 19. ágúst 2020 og var málið kært til lögreglu 20. ágúst. Sama dag fóru G og H með stúlkurnar í læknisskoðun. Samkvæmt vottorðum J læknis greindust engir áverkar á stúlkunum. A hafi þó verið með marblett á hægri framhandlegg, hún í fyrstu sagt hann af völdum föður og vera varnaráverka sem hún hefði hlotið við að halda höndum fyrir andliti sínu, en svo breytt þeirri frásögn og sagst h afa fengið marblettinn þegar hún var að slást við B um sjónvarpsfjarstýringu. IV. - Ráðstafanir barnaverndarnefndar [...] . 1. Þann 20. ágúst 2020 voru A, B , C og D vistaðar hjá I og K í [...] og dvöldu hjá þeim til 23. september sama ár. Frá þeim degi hef ur A verið vistuð í [...] hjá L og M , D hjá sömu fósturforeldrum frá 4. október 2020, B frá 30. september 2020 í [...] hjá N og O og C í [...] hjá P og R frá 25. september 2020. Ofangreindar ráðstafanir byggðu í upphafi á samþykki ákærðu Y . Stúlkurnar voru svo neyðarvistaðar frá 21. - 28. september þá er barnaverndarnefnd úrskurðaði að þær skyldu vistaðar utan heimilis. Þeim úrskurði var skotið til héraðsdóms, sem staðfesti ákvörðun barnaverndarnefndar 29. desember 2020 og kvað á um að stúlkurnar skyldu vista ðar utan heimilis til 28. júní 2021. Var sú niðurstaða staðfest með landsréttarúrskurði 12. febrúar sl. í máli nr. 13/2021. Stúlkurnar voru neyðarvistaðar að nýju 28. júní 2021 og í framhaldi úrskurðaði barnaverndarnefnd 12. júlí um áframhaldandi vistun u tan heimilis. Þeim úrskurði var skotið til héraðsdóms. Í framhaldi sömdu ákærða Y og barnaverndarnefnd um vistun utan 11 heimilis hennar til 12. janúar 2022. Með úrskurði héraðsdóms 15. október sl. var svo kveðið á um vistun stúlknanna utan heimilis ákærða X til 12. mars 2022. 2. Af framburði nefndra fósturforelda verður ekki ráðið að barnaverndaryfirvöld hafi lagt bann við því að ákærðu hefðu samband við stúlkurnar eftir að vistun hófst, að öðru leyti en því að lagt var fyrir I og K að ekkert samband yrði þ ar á milli fyrr en A, B og C væru búnar að gefa skýrslur fyrir dómi í Barnahúsi. 3. Ákærða Y naut takmarkaðrar umgengni við stúlkurnar samkvæmt samningi hennar og barnaverndaryfirvalda til apríl - maí 2021, þá er tekið var fyrir alla umgengni. Ákærði X hefu r ekki notið umgengni við dætur sínar frá 20. ágúst 2020 til þessa dags. V. - Upphaf lögreglurannsóknar. 1. Þann 20. ágúst 2020 fór lögregla að heimili ákærðu X og Y að [...] , tók ljósmyndir af öllum skófatnaði, handtók ákærða og lagði hald á leðurbelti með sylgju sem hann bar við handtöku. Jafnframt var þess farið á leit við Héraðsdóm Reykjaness að teknar yrðu skýrslur fyrir dómi af A, B og C í Barnahúsi. 2. Ákærði var yfirheyrður sama dag og bar af sér allar sakir. Hann sagði dætur sínar búa við venjul egt heimilislíf þar sem lögð væri áhersla á að þær lærðu [...] og stærðfræði og æfðu sig í [...] . Hann kvaðst aldrei hafa lagt hendur á stúlkurnar og ekki refsa þeim, en ef þær óhlýðnuðust væru þær látnar lesa [...] . A væri mikil pabbastelpa, hún hlýðin og dugleg að læra og fengi líkt og systurnar B og C peningaverðlaun fyrir að lesa [...] . Hann kvað samband sitt og B gott og sambandið við C mjög gott. Þá væri D það besta sem þau ættu heima. Ákærði sagði meðákærðu Y stjórna heimilinu en sjálfur ynni hann út i sex daga vikunnar, frá kl. 06 að morgni og fram til kl. 20, 21 eða 22 á kvöldin. Þegar hann kæmi heim væru stúlkurnar farnar að sofa og því vissi hann ekki hvernig hann ætti að geta gert þeim mein. Hann kvaðst vera rólegur að eðlisfari, í góðu andlegu ja fnvægi og aldrei verða reiður. Ákærði þvertók fyrir að hafa beitt Y andlegu eða líkamlegu ofbeldi á heimilinu. 3. 12 Ákærða Y gaf skýrslu vitnis 20. ágúst 2020. Hún sagði meðákærða X hafa búið á heimili hennar og barnanna undanfarna mánuði þrátt fyrir að þau væru skilin og kvað ástæðuna þá að bifreið hans væri biluð, hann byggi annars í [...] og vanti far á sameiginlegan vinnustað þeirra í [...] . Meðan á bílleysinu stæði gisti hann hjá þeim. Hún sagði heimilislífið eins og á hverju öðru heimili; stúlkurnar æfi [...] á hverjum degi, fari stundum heim til I þjálfara og stundum komi börn I heim til þeirra. Ákærða kannaðist ekki við að X legði hendur á dætur þeirra, kvaðst aldrei hafa orðið vitni að slíku, en sagði stundum koma fyrir að hún og X öskruðu á börnin ef þau væru óþæg. X vilji að stúlkurnar lesi [...] , séu duglegar að læra og æfi sig í [...] . A væri mjög dugleg, bæði í skólanum og heimafyrir, öfugt við B og C og væri B verst; hún sinni náminu illa, hlusti ekki á foreldra sína og því sé X iðulaga að rífast í henni. C og D væru í uppáhaldi hjá X og fyndist honum D best. Ákærða sagði að þegar stúlkurnar væru óþekkar léti X þær ýmist lesa og læra kafla úr [...] eða reikna. Ef þær hlýði því ekki öskri hann framan í þær og þær fari að gráta. Hún kvað X aldrei hafa beitt hana ofbeldi en hann gæti stundum orðið reiður. 4. Í greinargerð G og H 24. ágúst 2020 er vísað til þess að þær hafi hitt ákærðu Y á lögreglustöð 20. ágúst, fengið samþykki hennar fyrir tímabundinni vistun A, B , C og D utan he imilis og tjáð ákærðu að hvorki hún né ákærði X fengju að hitta stúlkurnar fyrr en þær væru búnar að gefa skýrslur í Barnahúsi. Þann dag hafi ákærða þrætt fyrir að hafa orðið vitni að ofbeldi á heimili þeirra. Ákærða hafi svo mætt í ráðhús bæjarins 21. ágú st, spurt hvað hún gæti gert til að fá börnin til baka, verið sagt að hún yrði fyrst að segja satt og rétt frá því sem gerst hefði á heimilinu og ákærða þá enn neitað því að hafa orðið vitni að ofbeldi. Næst hafi ákærða hringt í G 24. ágúst, spurt hvað hún gæti gert til að fá börnin til baka og enn verið sagt að þá yrði hún fyrst að segja satt og rétt frá atvikum. Ákærða hafi sama dag mætt til viðtals hjá G og H , sagst sakna dætra sinna mjög, verða að fá þær til baka og spurt hvað hún gæti gert. Hún fékk en n þau svör að þá yrði hún að segja frá Í framhaldi greindi ákærða frá því að ákærði lemdi stúlkurnar og léti þær stundum setjast á gólfmottu, eina og eina í senn. Síðan þyldi hann stærðfræðidæmi, s.s. hvað eru tvisvar sinnum tveir, og ef þær svari vitlaust skammi hann þær og lemji með inniskó. Þá léti hann þær stundum setjast upp í rúm og lemji þær með belti. Þegar þær reyni að bera fyrir sig sæng taki hann sængina af þei m. Hún hafi stundum reynt að stoppa hann af, en þá lemdi ákærði hana líka. Hann væri verstur við B og C því þær nenntu ekki að læra. D 13 væri í uppáhaldi hjá ákærða og hann elski hana mikið, en lemji hana þó líka. Þá skyrpi ákærði stundum framan í stúlkurnar þegar honum mislíki eitthvað sem þær segja. Ákærða lagði áherslu á að ákærði fengi ekki að vita um þessa frásögn hennar og að látið yrði líta svo út að stúlkurnar hefði borið um hann með þessum hætti. 5. I gaf skýrslu vitnis 21. ágúst 2020. Hann kvaðst h afa kynnst ákærðu Y og dætrum hennar þegar Y kom í þjónustu hjá [...] og honum var falið að aðstoða hana við að sækja um alþjóðlega vernd. Í kjölfarið hafi A, B og C byrjað að æfa [...] hjá [...] , hann umgengist þær dagsdaglega og kynnst þeim mjög vel, þær komið heim að leika við syni hans, þeir farið að leika heima hjá stúlkunum og I því hitt Y nokkuð oft, en stutt hafi verið á milli heimilanna. Aðspurður um aðkomu sína að þessu máli kvaðst I haf a verið búinn að heyra frá öðrum þjálfara frásögn B að faðir stúlknanna væri að lemja þær. A, B og C hafi svo verið í morgunkaffi hjá I sunnudaginn 19. júlí 2020 þegar A opnaði sig um að faðir hennar lemdi hana og systur hennar; mest B , og einnig Y móður þ eirra þegar hún reyndi að koma þeim til hjálpar. Lýsingarnar hafi verið ógeðfelldar; gluggum og dyrum lokað og átt að passa upp á að ekkert heyrðist út. Að sögn I fór B í baklás þegar A byrjaði að ræða þetta, varð skíthrædd og vildi ekkert segja og C lét s ig hverfa. I kvað stúlkurnar hafa ílengst heima honum þennan dag og A sagt honum frá því síðar að þær hefðu verið teknar í bakaríið þegar þær komu heim til sín um kvöldið. I staðfesti það sem eftir honum er haft í tilkynningu til barnaverndar 6. ágúst 2020 , sbr. kafli III.4. að framan. Hann kvaðst ekki hafa orðið vitni að því atviki sjálfur, benti á S þjálfara í þessu sambandi og kvaðst hafa frétt frá henni að A hefði grátið og grátið eftir umrætt atvik með hníf. Hann kvað A vera alvörugefna að eðlisfari. H ún væri mjög ábyrgðarfull og tæki ábyrgð á systrum sínum. Þessu hafi fylgt mikil pressa og mikil reiði og tók I sem dæmi að ef A væri skotin í skotbolta brjálaðist hún og öskraði á aðra í kringum sig. Þetta hafi honum þótt nýtt í hennar fari. I kvað kynni sín af ákærða X takmörkuð en hann hafi virkað ágætur maður og búið hjá Y og börnunum, a.m.k. með annan fótinn, allt frá því að mæðgurnar voru í hælisúrræði á vegum [...] . Á því hafi ekki orðið breyting þegar mæðgurnar fluttu að [...] og hafi stúlkurnar sa gt I frá því að faðir þeirra væri eiginlega alltaf þar. 6. 14 S þjálfari gaf skýrslu 15. september 2020. Hún kvað A, B og C æfa [...] hjá [...] , þær verja miklum tíma í æfingahöllinni og hún kynnst þeim vel. Hún kvaðst fyrst hafa heyrt af málinu nú í sumar og í kjölfarið rifjað upp atvik þegar hún sá fjólublátt mar við olnboga B eða C , Y móðir þeirra gefið þá skýringu að þær hafi verið að leika m eð liti, bent á A A kinkað kolli til samþykkis. Eftir að málið kom upp hafi S heyrt frá F þjálfara að faðir stúlknanna væri vondur við þær og lemdi þær. Enn síðar hafi A greint S frá því að faðir þeirra lemdi þær með skóm og höndum, t .d. ef þær svari reikningsdæmum vitlaust eða komi aðeins of seint heim. Þá lemdi hann einnig móður þeirra. S kvað B og C aldrei hafa greint henni frá heimilisofbeldi. S staðfesti aðkomu að atviki því sem lýst er í kafla III.4., þó þannig að hún kannaðist ekki við að A hafi handleikið hníf. Hún kvað A hafa breyst mikið; áður hafi hún alltaf verið mjög glöð á æfingum en síðar átt til að bresta í grát. B hafi oft verið reið, í mikilli vörn og erfið og dónaleg á æfingum. Stundum hafi gætt pirrings milli A og B en þær leyst sín mál og virtist S sem A stjórnaði systkinahópnum. VI. - Skýrslur A, B og C fyrir dómi 3. september 2020. 1. A gaf skýrslu fyrir dómi í Barnahúsi, þá 12 ára. Hún greindi frá því að sér þætti I að faðir hennar, ákærði X , væri að lemja hana og þrjár systur hennar með belti og inniskóm. Hún sagði ákærða hafa gert þetta mjög oft og alveg frá því að A var í kringum fjögurra ára aldur. Eftir að hún svo Nánar aðspurð bar A að ákærði væri oft pirraður og reiður þegar hann kæmi heim úr vinnu og stundum kæmi hann snemma heim. Hann ætti til að snöggreiðas t; væri kannski brosandi eða hlæjandi og svo allt í einu orðinn reiður. Hún bar að ákærði lemdi hana stundum þegar hún kæmi heim eftir að hafa verið úti að leika og hitta vini sína og þyrði hún stundum ekki heim af ótta við barsmíðar. Hún sagði þetta geras t alla daga vikunnar en þó lemdi ákærði hana ekki á hverjum degi; suma daga segði hann bara ljót orð. Hún kvað ákærða einnig lemja B og C ef þær flöskuðu á reikningsdæmum og sagði hann hafa beðið hana um að kenna þeim marföldunartöfluna en A neitað og sagt að ef þær síðan svöruðu vitlaust myndi ákærði lemja hana. Ákærði lemdi eldri systurnar þrjár einnig fyrir að hanga í farsímunum sínum og vera ekki nógu duglegar að læra. Þá slægi hann D stundum á rassinn með fatnaði. 15 A kvað barsmíðarnar oftast eiga sér s tað í svefnherbergi hennar, B og C , en stundum frammi í stofu og í hjónaherberginu þar sem D svæfi. Móðir hennar, ákærða Y , væri heima þegar þetta gerðist og stundum lemdi ákærði hana einnig. Ákærði tæki stundum systurnar, eina eða fleiri saman, inn í svef n herbergi, læsti svo enginn kæmist inn eða út, og lemdi þær svo. Þær yrðu hræddar, færu upp í rúm og reyndu að skýla sér með koddum. Stundum lemdi ákærði D einnig með belti, stundum með inniskó og stundum með fatnaði. Þá hefði hann í eitt skipti lamið B in ni á baðherbergi þegar þau bjuggu í [...] . A kvað ekki langt síðan að móðir hennar vildi reka ákærða á dyr fyrir að vera alltaf að lemja þær og segja ljót orð við systurnar og ákærðu. Hún sagði ákærða oft viðhafa ljót orð á [...] þegar hann væri pirraður, kvaðst ekki kunna að snúa þeim yfir á Að sögn A lemdi ákærði þær systur ýmist í fætur, bak eða háls og stundum í andlit og höfuð og beitti ýmist leðurbelti, [...] belti, herðatré eða öðru tiltæk u, s.s. fatnaði og leikfangapíanói, og þegar hann fyndi ekkert til að lemja þær með beitti hann hendi gegn þeim. Þá hefði ákærði í eitt skipti lamið A með sjálfri beltissylgjunni og hún séð hann lemja B með sylgjunni svo að sár hlaust af í andliti hennar. Þess utan hafi ákærði kastað í A stígvélum og útiskóm. Hún sagði þær allar hafa hlotið marbletti eftir ákærða. A greindi frá nýlegu atviki þegar systurnar höfðu verið í morgunmat hjá I , þær síðan komið heim, ákærði látið þær setjast á stofugólfið með bein a fætur og slegið þær með belti svo þær fóru að gráta. Hún sagði ákærða oft gera þetta svona og lemdi B oftar en hinar systurnar. Hann væri ekki orðljótur á meðan hann væri að lemja þær en sussaði á þær ef þær færu að gráta, segði þeim að hafa hljótt og hæ tta að gráta, annars myndi hann lemja þær meira. A sagði móður sína hafa orðið vitni að þessu og hún sagt ákærða að hætta en hann þá ýtt henni frá. A kvaðst aldrei hafa þorað að spyrja föður sinn af hverju hann lemdi hana en sagði þær systur hafa rætt þett a sín á milli og við móður þegar ákærði væri ekki heima, móðir þeirra beðist fyrirgefningar og sagt þeim að ræða þetta ekki við aðra. A kvaðst fyrst hafa sagt F þjálfara sínum frá atvikum. Hún kvaðst ekki sakna föður síns og sagðist reyndar hata hann. Það geri B og C einnig og kannski líka D en hún væri svo ung að hún kynni þá ekki að segja það. A kvaðst óttast föður sinn, ekki vilja hitta hann aftur og vildi helst að hann flytti úr landi svo hún þurfi ekki lengur að vera hrædd um að hann komi aftur og lem ji hana. 16 2. B gaf skýrslu fyrir í Barnahúsi, þá 11 ára. Hún kvaðst þekkja muninn á því að segja satt og ekki satt. Þegar B var spurð hvort hún vildi gera samning um að segja bara [...] skóla og ekki fíla það; kennarinn væri leiðinlegur, alltaf að tala um sjálfan sig og allt leiðinlegt í skólanum. Hún kvaðst æfa [...] og það væri skemmtilegt nema þegar kæmi að [...] æfingum. Aðspurð kvaðst hún ekki vita hvar hún ætti heima en núna byggi h I og hefði áður búið hjá foreldrum sínum, ákærðu X og Y , og systrum sínum A, C og D . Hún kvaðst ekki þekkja I taldi að bráðum færi hún aftur heim til foreldra sinna þar sem hún vildi helst búa. Þegar B var spurð hvort hún vissi um ástæðu komu sinnar í Barnahús svaraði hún kvað þetta ekki alveg búið, bað B B var svo beðin um að greina frá því af hverju hún væri i að lemja okkur eitthvað B Í framhaldi bar B að faðir hennar lemdi h sögðu dreifði B pabbi lemji og ég spurði hvenær gerðist það s B nefndi þá inniskó, sagði um sína inniskó að ræða, gat um belti og tengdi atburði við sameiginlegt svefnherbergi hennar og systranna A og C . B kvaðst í það skipti hafa fengið inniskó ítrekað í andlitið, fast að hún héldi, og sagði þetta hafa gerst oftar. Þegar hér var komið spurði B hvort þetta væri búið, kvaðst ekki nenna að vera að verið B og gerði 17 Þegar B Í kjölfar þessa var B sýnd stöðluð teikning af útlínum barnslíkama og spurð hvort hún gæti krossað við á teikningunni hvar ákærði hefði lamið hana með belti. Hún svaraði ndi andlit, handleggi og fætur. Í framhaldi bar B að ákærði hafi ekki slegið hana í andlitið með inniskó heldur í bakið. Umrædd teikning af framhlið barnslíkamans ber krossa við axlir, framhandleggi og sköflunga. Teikning af bakhluta líkamans ber krossa á Þegar hér var komið var B orðin afar óþreyjufull, spurði hvort þetta væri búið og ði gerst fyrst. Því til svars sagði B en hún flutti til Íslands. B sagði föður sinn ekki lemja D með belti, b ara inniskó. Að því sögðu vildi B sár eða marbletti eftir barsmíðar föður síns, spurði hvort þetta væri ekki búið, var í kjölfarið spurð hvort eitthvað annað hefði gerst en að hún v æri lamin með inniskó eða sagði B st ekki vita hvað hin ljótu orð þýddu á íslensku og þrábað um að hætta. Eftir þetta bar B að hún hafi séð til ákærða lemja systur hennar þrjár en ekki móður hennar, ákærðu Y , eða svo hélt B . Hún kvaðst ekki vita hvar móður hennar hafi verið þegar faðir þe irra beitti ofbeldi en kannski hafi hún verið inni í herbergi að svæfa D B að móðir hennar hafi séð ákærða beita ofbeldi, hún sagt honum að hætta en hann ekki gert það. Aðspurð hvað væri það versta sem hafi gerst svaraði B sagði ákærða hafa beitt báðum endum beltis til að lemja hana. B k vaðst hafa greint starfsfólki barnaverndar frá atvikum og sagði A búna að segja allt. Sjálf ætlaði B ekki að segja neitt, enda leiðinlegt að tala um þetta. B bað svo enn og aftur um að hætta og fá að fara en yfirheyrandi gaf sig ekki og spurði hvort ofbeld i hafi oft átt sér stað í svefnherbergi systranna og jafnvel annars staðar í íbúð þeirra. B 18 nú að tala um þetta. Á rúminu, ég er búin að segja það ... getum plís að h ætta þessu og B að faðir hennar gæfi aldrei skýringar á því af hverju hann lemdi þær systur en léti stundum ljót orð falla eftir á. B var svo staðin á fætur og ætlaði að yfirgefa viðtalsherbergið en settist aftur og bar að faðir henn ar væri reiður þegar hann B var í lokin spurð hvort hún vildi bæta ein hverju við frásögn sína og sagði lemja, þessi sem var búið að segja að lemja, þá er hann að lemja, þá er það búið, þá get 3. C gaf skýrslu í Barnahúsi, þ á 9 ára og naut aðstoðar túlks. Hún kvaðst vita hvað C satt og rétt frá. Í framhald i var C manns gerir eitthvað við mann að þá má maður segja frá því en maður þarf þess ekki C Hún kvaðst búa hjá I og konunni hans. Aðspurð hvar hún hafi verið áður en hún fór til I sagði C [...] og fórum bara beint til hérna I af því að bara pabbi C var svona áður fyrr ekki, eða han n var svona að berja okkur en ekki eins, en ekki mikið, C kvaðst ekki vita hvort pabbi hennar hefði lamið hana en hún hafi séð hann stundum lemdi hann þær með höndunum og stundum einhverju öðru en kvaðst ekki vita C skildi þar D og kvað föður sinn ekki lemja hana af því hún væri svo lítil. C kvaðst ekki vita hvar á líkama sínum hún hafi verið lamin og sagði föður sinn Aðspurð hvar á heimilinu þetta gerðist, inni í herbergi eða í stofu, kvaðst C ekki vita það C ekki vita hvar móðir hennar væri þegar þetta gerðist. Hún kvaðst ekki vita hvort faðir hennar væri rei ður þegar hann lemdi þær systur, ekki vita hvernig henni liði á meðan og spurði hvenær 19 viðtalinu lyki. Í kjölfarið kvaðst C ekki muna hvenær faðir hennar hefði byrjað að lemja og ekki vita hvort móðir hennar hafi orðið vitni að slíku. VII. - Skýrsla talsmanns A, B og C . Þann 18. september 2020 var Þ lögmanni falið hlutverk talsmanns A, B og C við vinnslu barnaverndarmálsins. Í kjölfarið ræddi Þ við stúlkurnar á heimili þáverandi fósturforeldra, I og K , og skilaði viðtalsskýrslu til barnaverndaryfirvalda 23. sama mánaðar. Samkvæmt skýrslunni vildu stúlkurnar lítið tjá sig um foreldra sína og heimilisaðstæður. Aðspurðar um afstöðu til vistunar utan heimilis kvaðst A líða ágætlega í fóstri en vildi samt f ara heim til mömmu og pabba. B kvaðst ekki líða vel í fóstri, sagði að sér liði vel heima hjá mömmu og pabba og vildi fara þangað og vera hjá sinni alvöru fjölskyldu. C kvað leiðinlegt í fóstri og sagðist vilja fara heim til mömmu og pabba og bara vera þar . VIII. - Framhald lögreglurannsóknar. 1. Ákærði X var yfirheyrður öðru sinni 16. desember 2020. Hann kvaðst engu vilja breyta eða bæta við fyrri framburð og sagðist sem fyrr vinna langa vinnudaga, koma örþreyttur heim að kvöldi, alveg búinn á því og megn i stundum ekki að borða kvöldmat. Helgarnar noti hann svo til að sofa allan daginn. Ákærði sagði að stóra stelpan sín, A, væri ofbeldisfull og að hún lemdi yngri systkini sín, líka þá yngstu þegar hún væri að koma henni í rúmið. Þá væri A alltaf að slást o g neiti að lesa [...] þrátt fyrir að ákærði bjóði henni peninga fyrir. Sem fyrr kvaðst ákærði ekki beita dætur sínar ofbeldi. Hann lemdi þær ekki og hefði aldrei gert, hvorki með skóm, belti né öðru. Ákærði taldi A vera að ljúga slíku upp á hann og ekki se gja satt en B og C segðu satt og kvörtuðu aldrei. Aðspurður hvort og hvernig dætrum hans væri refsað á heimilinu ef þær gerðu eitthvað af sér sagði ákærði þær aldrei gera neitt vitlaust og ef það væri eitthvað vesen þá stjórnaði móðir þeirra heimilinu. 2. F þjálfari gaf skýrslu 3. júní 2021. Hann staðfesti þá aðkomu að málinu sem frá er greint í kafla III.1. að framan og bar með líkum hætti um að B hefði greint frá því að faðir hennar væri vondur við hana og systur hennar og lemdi þær. C og A hafi verið nær staddar, A tekið undir orð B og þær tvær sagt föður sinn slá þær og C reglulega með 20 höndum eða belti, t.d. ef þær svöruðu stærðfræðidæmum vitlaust eða misstu glas í gólfið. Að þeirra sögn slægi hann einnig D . F kvaðst hafa skilið stúlkurnar svo að B yrði o ftast B virtist yfirleitt leið og niðurbrotin á æfingum. F bar að A væri æðisleg og góð stelpa. Hún tæki þó stundum æðisköst á æfingum, öskri á aðra og hóti að fremja sjálfsvíg eða skaða sig. Hún hafi sagst hata föður sinn og ekki vilja sjá hann. 3. K gaf skýrslu 3. júní 2021. Hún kvaðst hafa verið formaður [...] deildar [...] , vita að B hafi opnað málið með því að segja F þjálfara frá ofbeldi af hálfu föður síns og K síðar hlýtt á frásögn A af ofbeldi þar sem systurnar hefðu verið teknar inn í herbergi á heimili sínu, gluggum og hurðum læst og þær síðan lamdar af föður með belti, skóm og herðatré. Að sögn K mátti skilja frásögn A svo að B yrði fyrir versta ofbeldinu. K kvaðst hafa búið í sama hverfi og stúlkurnar og iðulega séð A fara með D í leikskóla og labba með allan hópinn heim. A hafi greinilega borið ábyrgð á systrum sínum, allt of mikla ábyrgð að því er D varðar og nefndi K í dæmaskyni að eftir að stúlkurnar fl uttu tímabundið til hennar og I hafi A átt mjög erfitt með að leyfa K að annast um D . K gat þess einnig að eftir að A, B og C gáfu skýrslur í Barnahúsi hafi tvær þær eldri fengið farsímana sína til baka, móðir þeirra þá byrjað að áreita þær, hún verið mik ið í sambandi við A A hafi gjörsamlega misst sig við þetta, hún talað um að faðir hennar gæti skriðið inn til þeirra hvenær sem hann vildi og þetta gert hana rosalega hrædda. Þá hafi móðir A ýmist sagt hana æ ðislega og frábæra og lofað henni nýjum farsíma og iPad og sérherbergi eða atyrt hana, sagt hana feita og að móðirin vildi ekki fá hana til baka; bara systur hennar þrjár. K greindi frá fyrstu umgengni stúlknanna við móður sína eftir skýrslugjöf í Barnahú si, sagði þær hafa verið rosalega spenntar fyrir því að hitta hana aftur, K ákveðið að kaupa blómvönd og leyfa stúlkunum að færa móður sinni, þær rétt henni vöndinn glaðar í bragði og hún, að því er stúlkurnar sögðu síðar frá, spurt hvort þær héldu að þett a myndi laga allt sem þær væru búnar að gera. IX. - Ný rannsóknartilvik 2021. 1. 21 Þann 30. apríl 2021 mætti M fósturmóðir A og D á lögreglustöð ásamt A og tilkynnti um hótanir sem A hefðu borist frá föður sínum, ákærða X , gegnum Messenger skeyti og símtöl og valdið A verulegum ótta. Er haft eftir A í frumskýrslu að ákærði hafi m.a. hringt í hana og sagt henni að breyta sögu sinni fyrir 28. júní, annars yrði líf hennar aldrei eins. Hann hafi einnig hringt og sagst ætla að drepa hana. Af hál fu M kom fram að A væri svo þjökuð af ofsóknum föður síns að hún væri farin að ræða sjálfsvíg og hefði sökum þessa verið kallað eftir sjúkrabifreið í skóla hennar 28. apríl sl. 2. Í málinu liggur fyrir tilkynning N fósturföður B til lögreglu 2. maí og þrjá r tilkynningar M fósturmóður A, 16. maí og 3. og 4. júlí, sem allar urðu tilefni dagbókarfærslna lögreglu. Samkvæmt tilkynningu N mun ákærði X hafa ekið framhjá fósturheimili B í svartri [...] bifreið, hringt í B á meðan og margítrekað hringt í A og sent h enni hótanir með textaskilaboðum. Tilkynningar M eru svipaðs efnis, þ.e. að ákærði hafi ýmist ekið sömu bifreið framhjá fósturheimili A eða skóla. 3. N gaf vitnaskýrslu hjá lögreglu 4. maí og O eiginkona hans 5. maí. N greindi frá því að hann hafi séð ákæ rða keyra framhjá heimili þeirra í [...] síðastliðna þrjá sunnudaga í svörtum [...] jeppa, þ.e. 18. og 25. apríl og svo 2. maí. Fyrsta sunnudaginn hafi þetta verið um 30 ferðir og B orðið mjög hrædd. Sunnudaginn þar á eftir hafi ferðirnar verið nær 40, A þ á verið í heimsókn, þær systur orðið hræddar og ákærði sent A skilaboð á [...] um að hann gæti náð til þeirra hvenær sem er, inni í herbergi og komist í nærbuxur þeirra. A hafi þýtt þessi skilaboð fyrir N og systurnar sagt honum að ákærði væri einnig búinn að hóta að drepa þær og fara með þær úr landi með skipi. Nýliðinn sunnudag hafi aðeins verið um eina ferð að ræða, A fengið B með sér í að skrifa á A - 4 blað frásögn B um atvik. Þær hafi fengið blað og penna hjá N , skrásett saman og væri M fósturmóðir A með þetta blað. O greindi frá því að líðan B hafi breyst mjög til hins betra eftir að hún kom í fóstur til hennar og N . Hún sé opin og kát, en vilji lítið ræða um atvik á heimili sínu. Hið eina sem B hafi sagt væri að hún væri lamin þegar hún gæti ekki lært og þulið margföldunartöfluna og að móðir hennar segði að hún væri ljót og með ljótt hár og hafi slegið hana. Af samtölum O og B væri ljóst að B væri hrædd við að tjá sig, óttist að foreldrar hennar frétti þá af því og hún sagst vilja búa áfram hjá O og N og ekki fara aftur til foreldra sinna. B væri meðvituð um að hún snúi kannski aftur heim 28. júní 2021 en 22 tjái sig lítið um það. A væri mikið hjá þeim og hafi hún sagst óska þess að júnímánuður renn i aldrei upp. Fram kom í máli O að nýliðna helgi hafi A verið í heimsókn og þær skrifað eitthvað á blað um ofbeldi heimafyrir. O kvað ákærða margsinnis hafa ekið framhjá heimili þeirra í [...] ; 20 sinnum um nýliðna helgi og á sama tíma verið að hringja í A . 4. L og M fósturforeldar A og D gáfu skýrslur hjá lögreglu 5. maí. L kvaðst hafa greint skapgerðarbresti hjá A undanfarið, sérstaklega í skólanum og tengdi það við að stúlkan gæti hugsanlega verið á leið heim til móður 28. júní þegar dómsúrskurður um vi stun utan heimilis rynni á enda. Hann sagði A ekki tala vel um X föður sinn og vera hrædd við hann. Hann kvaðst vita að A tæki því illa þegar X sendi henni skilaboð og hótanir, t.d. að hún ætti að kíkja út um glugga og að hann gæti komist innundir nærbuxur hennar. L sagði A ekki treysta Y móður sinni, teldi hana ljúga og enn vera í sambandi við föður hennar þrátt fyrir að Y segði annað. D tali mjög lítið um föður sinn, kalli hann [...] M greindi frá því að A sé nú farið að líða vel hjá henni og L þar til nýlega að hún M var spurð út í handskrifað bréf sem hún hafði með sér í skýrslutökuna og svaraði því til að hún hafi nýlega beðið A og B að skrifa niður á A - 4 blað minningar um framferði foreldra sinna og skipta í dálka með tilliti til ákærða X annars vegar og ákærðu Y hins vegar. Segir þar m.a. um ákærðu að hún lemji þær með hendi og dragi á hárinu, hóti að fara frá þeim og koma ekki aftu r og ef þær fari ekki með D í leikskóla og þrífi ekki húsið verði hún brjáluð. Um ákærða X segir m.a. að hann lemji þær og C út af stærðfræði og noti til þess belti, skó, herðatré, D hins vegar aðallega með fötum og skóm. M greind i einnig frá því að ákærði hefði sunnudaginn 25. apríl sent A skilaboðin sem tekin eru upp í ákærulið A.IV.3. og beðið hana að koma þeim á framfæri við B . Að sögn A hafi hún ekki vitað hvað ákærði ætti við og fundist skilaboðin mjög skrýtin. Þá hefði A sag t M frá því að ákærði hefði hringt í hana og sagt henni að breyta frásögn sinni fyrir 28. júní, annars yrði líf hennar aldrei eins, og einnig að ákærði hefði eftir þetta hringt og sagst ætla að drepa A . 5. P og R fósturforeldrar C gáfu skýrslur hjá lögreg lu 6. maí. R greindi frá því að þegar C kom í fóstur til hennar og P (25. september 2020) hafi hún, B og D verið undir 23 stjórn A og hún sagt systrum sínum þremur hvernig þær ættu að haga sér. C hafi í fyrstu verið hrædd og óörugg í nýju nærumhverfi en líði vel í dag og sé yndisleg stúlka. Hún P kvað C ekki tala um föður sinn, en fyrst eftir að hún kom í fóstur hafi stúlkan oft fengið martraðir um að hann kæmi til hennar og vildi sofa hjá henni og í eitt skipti hafi hann ætlað að taka hana í burtu. C hafi lítið rætt um hvað gerðist á heimili foreldra hennar og væri vitneskja P um það fyrst og fremst komin frá A og hún m.a. sagt a ð ákærði X hefði vafið fjöltengi um hendi sér og lamið þær þannig. Þá hafi ákærði einnig safnað þeim saman, lamið þær og ekki hætt fyrr en þær hættu að gráta. 6. Þann 11. maí 2021 óskaði lögregla eftir upplýsingum frá [...] um viðtöl við A og frá barna - o g unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). Í ódagsettu svarbréfi [...] segir að A hafi mætt í viðtöl tvisvar í viku, alls 20 sinnum. Hún hafi oft verið pirruð, reið og hrædd en samt ákveðin í að deila reynslu sinni. A hafi lýst líkamlegu ofbeldi og vanrækslu af hálfu foreldra sinna, ákærðu í málinu og sagt ákærða X Þá hafi ákærði einnig beitt systur hennar ofbeldi og sagði A ákærðu Y hafa orðið vitni að ofbeldinu en ekki stöðvað það. Þess utan hafi ákærða ítrekað sagst ekki vilja eiga A . Í niðurlagi bréfsins er frá því greint að A finnist líkamlegt ofbeldi lausn á árekstrum í skólanum og noti það til varnar þegar henni finnist henni vera ógnað. Þá sé hún farin að sýna sjálfskaðandi hegðun, upplifi sig afar óörugga og beri einkenni þess að vera fórnarlamb andlegs og líkamlegs ofbeldis. Í svarbréfi BUGL 12. maí 2021 segir að A hafi aðeins mætt í eitt viðtal hjá bráðateymi 27. ágúst 2020, hún greint frá mikl um pirringi og reiði og viti ekki alltaf af hverju þær tilfinningar komi. Hún hafi borið mikla ábyrgð á systrum sínum frá því hún flutti til Íslands; farið með þær í skóla, fylgt eftir heimanámi þeirra og tekið til fatnað fyrir [...] æfingar. Hún sé undir m iklu álagi; fjölskyldulega, félagslega og tilfinningalega, hafi gengið í gegnum miklar breytingar og því erfitt að halda jafnvægi. Hún var ekki metin í sjálfsvígshættu. X. - Skýrslur A, B , C og D fyrir dómi í maí 2021. 1. 24 A gaf aftur skýrslu fyrir dómi í Barnahúsi 10. maí. Hún greindi frá því að sér þætti gaman í skóla og nyti þess að æfa [...] eftir skóla hjá [...] . Hún kvaðst vita af hverju Í framhaldi skýrði A frá því að faðir hennar, ákærði X , bannaði þeim systrum að læsa að sér þegar þær færu inn á baðherbergi í sturtu eða bað og yrði reiður ef þær gerðu það. B hafi ekki sinnt þessari reglu og ákærði þá refsað henni með því að koma inn og l emja hana ýmist í bakið, hálsinn eða höfuð með hendi sinni. Kvaðst A hafa orðið vitni að þessu. Þá kvað hún ákærða oft hafa skammað hana og lamið inni í svefnherbergi, s.s. ef hún kæmi of seint heim. Hún kvað skammirnar felast í hótunum um að hún fengi ekk i að fara aftur út að hitta vini sína og ofbeldið sýndi hann með því að slá hana og meiða með hendi, skóm eða inniskóm og ef hann fyndi ekki skó næst hverju sinni. A sagði móður þeirra, ákærðu Y , einnig lemja eldri systurnar þrjár með herðatré, toga í hár þeirra og fella í gólfið og draga þær síðan á hárinu eftir gólfinu ef þær eru ekki búnar að þrífa húsið þegar hún kemur heim úr vinnu. Ákærða verði þá reið og lemji þær stundum mikið með herðatré og hóti því að fara og koma ekki aftur. A kvað ofbeldið eiga sér stað ýmist inni í svefnherbergi eða í stofu og gerast um tvisvar sinnum í viku. Þegar ákærða veitist að þeim í stofunni noti hún stundum skaft af skúringarmoppu til að lemja þær með. Faðir þeirra lemdi þær einnig með þessu skafti. Aðspurð kvað A móður þeirra síðast hafa beitt þær ofbeldi í júlí 2020 og sagði föður þeirra einnig hafa átt hlut að máli í það skipti. Umræddan dag hafi ákærða vaknað mjög snemma til vi nnu, D skriðið upp í rúm til systra sinna, A síðan séð um að græja systur sínar fyrir daginn, greiða hár þeirra og nesta þær, farið með D í leikskólann og eldri systurnar þrjár síðan hlaupið til að ná strætó í leikjaskóla. Þær þrjár hafi komið aftur heim í hádeginu, verið að dunda sér og læra, A síðan sótt D í leikskólann og sú litla lagt sig heima. Ákærða hafi svo hringt og spurt hvort þær væru búnar að þrífa húsið og ef ekki þá ættu þær að gera það strax. Þegar ákærða síðan kom heim hafi hún reiðst þeim f yrir að hafa ekki þrifið, togað í hár þeirra og lamið þær. Nánar aðspurð sagði A ákærðu hafa lamið hana, B og C með moppuskafti uns skaftið brotnaði, í kjölfarið lamið þær með herðatré uns það brotnaði og þá lamið þær með hendi. Höggin hafi komið í bak þeirra, Af framburði A má helst ráða að faðir þeirra hafi svo komið heim úr vinnu, lamið B og C fyrir að kunna ekki nægileg 25 skil á margföldun, lamið A fyrir að kenna þeim ekki margföldunartöfluna og móðir þeirra sagt þær eiga þetta skilið af því þær hafi ekki verið búnar að þrífa húsið. A fékk í hendur staðlaðar teikningar af útlínum barnslíkama og merkti inn á þær með krossum þá staði sem ákærða Y hefði lamið hana, annars vegar með skafti af moppu og hins vegar með herðatré. Samkvæmt þeim teikningum var A lamin með skaftinu í framanverða handleggi, fótleggi og fætur og svo í b akið og högg frá herðatré komu framan á handleggi og fótleggi, aftan á höfuð, bak og aftanverða fótleggi. Þá krossaði A við kinnar og aftanvert höfuð, sem þá staði þar sem móðir hennar hefði slegið hana með hendi. Hún merkti einnig inn á teikningu hvar ákæ rða hefði lamið B og tilgreindi þar kinnar, mar á framanverðum hálsi og mar á framanverðum framhandleggjum. Aðspurð hvort hún og systurnar B og C hafi hlotið sýnilega áverka svaraði A því játandi; oft hafi sést á fótleggjum C og B oft verið með ákomur á há A oft verið með ákomur á hendi, baki og fótum, Aðspurð hvort D hafi sætt ofbeldi af hálfu foreldra sinna eftir að þær systur fluttu til Íslands játti A því og sagði föður og móður oft hafa lamið D með fatnaði og inniskóm væri fremur ákærði sem lemdi D með inniskó en ákærða sem slægi hana í andlitið áður en hún færi að sofa. Þ egar þetta gerðist færi D að gráta. Aðspurð um líf fjölskyldunnar í [...] bar A að þar hefðu hún, B og C búið við svipað eða meira ofbeldi af hálfu beggja foreldra, m.a. tengt stærðfræðikunnáttu B og C , ákærði sagt þær heimskar og að A væri númer eitt hjá honum. Hún kvaðst óttast föður sinn og það ofbeldi sem hann hefði sýnt henni. Þá liði henni ekki heldur vel gagnvart móður sinni. Aðspurð hvort A hafi eitthvað heyrt í föður sínum eða séð undanfarið játti hún því og kvað ákærða oft hringja í hana en hún sj aldan eða aldrei svara. Þá sendi ákærði henni oft skilaboð og fælust stundum í þeim hótanir, s.s. að hann ætli að drepa hana eða af hverju hún drepi sig ekki sjálf. Hún kvaðst síðast hafa fengið skilaboð frá honum í gær og hann þá spurt hvað B segði en A e kki svarað. Hún kvaðst eiga skilaboðin vistuð í farsíma sínum. Aðspurð hvort hún hafi séð ákærða nýlega játti A því og kvað hann hafa komið í [...] síðustu tvo sunnudaga þegar A var þar í heimsókn á fósturheimili B . Að sögn A sendi ákærði henni þá skilaboð um að hann væri fyrir utan húsið og í framhaldi 26 sá hún hann í bíl fyrir utan. A kvaðst sjálf búa hjá fósturforeldrum í [...] , líka það vel, vilja búa þar áfram og fá C til sín. A kvaðst halda að foreldrar hennar væru ennþá sa man, að þau myndu aldrei hætta saman, kvaðst nýlega hafa séð þau saman og að hún héldi að faðir hennar byggi nú með móður að [...] . 2. B gaf aftur skýrslu í Barnahúsi 19. maí og var túlkur viðstaddur í upphafi skýrslugjafar. Spurð af yfirheyranda hvort B v issi hvað væri að segja satt játti hún því og g veit ekki hvað þú ert að tala um, en ókei, ... ég veit hvað það þýðir, en það, B fallast á að segja sannleikann. Hún kvaðst ekki vita af hverju hún væri mætt aftur í B arnahús en henni hafi verið sagt að hún ætti að segja r viðtalsherbergi. Í kjölfarið greindi B frá því að móðir hennar, ákærða Y , yrði reið og lemdi þær systur ef þær tækju ekki til í húsinu. Þetta hafi ákærða gert ítrekað; oftar en fimm sinnum og lemdi þær ýmist með höndum, herðatré eða inniskóm. Þá togaði á kærða stundum í hárið á B . Hún fékk í hendur staðlaðar teikningar af útlínum barnslíkama og strikaði með trélitum inn á teikningarnar þá staði sem ákærða hefði lamið hana. Samkvæmt teikningunum var B slegin í annan vangann og togað í hár hennar með hendi, hún slegin í bak, fætur, handleggi, rass og hnakka með inniskó, en óljóst hvar hún væri slegin með herðatré. B sagði þær systur einnig lamdar af föður sínum, ákærða X , ef þær væru ekki búnar að læra stærðfræði eða gerðu eitthvað rangt. Ákærði lemdi þær ými st með belti, kvaðst B halda að hún hafi í einhver skipti fengið sár eða marblet ti eftir atlögur foreldra sinna þótt hún myndi það ekki. B fékk í hendur staðlaðar teikningar af útlínum barnslíkama og strikaði með trélitum inn á teikningarnar þá staði sem ákærði X hefði lamið hana. Samkvæmt bláum lit á teikningunum var B slegin í frama nverða handleggi og fótleggi með belti og höndum, sem og í framanvert höfuð og hnakka, aftan í bak, fótleggi og handleggi. Þess utan eru grænar litamerkingar á baki og rassi og rauður litur einnig á rassi. 27 B bar að allar systur hennar hafi orðið fyrir ofbe ldi af hálfu ákærðu beggja og sagði ofbeldið ýmist eiga sér stað inni í svefnherbergi eða í stofunni. Á meðan á því stæði B kynni hvorki á íslensku né ensku. Aðspurð hvað væri það versta se B ítrekað kvað ofbeldið hafa byrjað fyrir löngu síðan, þegar fjölskyldan bjó enn í [...] gerðist alltaf sama dót ... út af stærðfræð B kvaðst hafa fengið símaskilaboð frá foreldrum sínum, aðallega móður en faðir B bla, bla, bla hafi komið í [...] og verið að kíkja á fósturheimili hennar úr bílnum sínum. Aðspurð hvort hún sakni föður síns sagði B B héldi að báðir foreldrar hafi slegið hana á rassinn, stundum með belti, stundum með ðspurð hvort henni liði vel í dag á fósturheimili sínu sagði B D eitthvað hefur, ég veit ekki hvort hún hefur verið lamin me ð belti, veit ekki alveg hvort hún hefur verið lamin með belti né kvað föður sinn hafa gert þetta við D oftar en einu sinni og hann einnig slegið hana með höndum. B kv aðst hins vegar ekki muna hvort móðir hennar hafi meitt D en sagðist halda 3. C gaf aftur skýrslu í Barnahúsi 19. maí og naut aðstoðar túlks. Hún kvaðst þó vilja tala íslensku og féllst á að segja bara sannleikann. Aðspurð af hverju hún væri mætt í Barnahús sagði C vilja tala um foreldra sína, kaus að ræða fyrst um föður sinn, ákærða X , og bar að hann hafi meitt hana með hendi, belti, herðatré, skóm og inniskóm og stundum hrækti hann á þær systur. Þá lemdi móðir hennar, ákærða Y inn staðar í líkama hennar og merkti strik með rauðum trélit við hendur og fætur framhliðar teikningar af barnslíkama og strikaði yfir aftanverðan líkamann nema rass. Hún sagði 28 ákærða hafa lamið hana bæði með sylgju og leðurenda beltisins. Ákærði hafi einnig lamið hana í andlit og höfuð með hendi. Aðspurð hvort þetta hafi gerst í mörg skipti sagði C að þegar ákærði kæmi heim yrði hann reiður og skipaði systrunum að fara að læra; ýmist eina í einu eða tvær saman, inn í herbergi, læsa hurðinni og meiða þær. C kv aðst ekki muna hvort hún hafi lent í þessari aðstöðu sjálf en sagði móður sína vita af þessu, ákærða hafa lamið allar systurnar, líka D , og hún séð það með berum augum. C leiðrétti svo frásögn sína vegna D og sagði móður sína lemja D ; hún hefði séð það einu sinni en ekki muna nánar eftir því. C kvaðst ekki muna hvort hún hafi einhvern tíma hlotið sár eða aðra áverka af völdum foreldra sinna. Hún kvað ákærða einnig hafa m eitt þær systur inni á baðherbergi og þær ekki mátt loka eða læsa að sér þar. Hún kvaðst svo ekki muna hvort hann hafi meitt þær þar inni. C en kvaðst ekki muna hve oft þetta hafi gerst. Hún merkti síðan við á teikningu þá staði sem móðir hennar hefði lamið hana með hendi og herðatré og má þar sjá strik í andliti, framan á maga og á baki. Aðspurð kvaðst C hvorki vilja sjá né tala við föður sin n aftur en hún hefði hitt móður sína í einhver skipti og kvaðst hún bjó í [...] . C tók ítrekað fram að hún vildi flytja til A, sagðist kannski verða hjá henni og M , kvaðs [...] M sagt já. 4. D mætti til skýrslugjafar fyrir dómi í Barnahúsi 10. maí, þá rúmlega 3½ árs gömul. Kom ekkert út úr því viðtali sem varpað getur ljósi á málsatvik. XI. - Niðurstöður forsjár hæfnismats vegna ákærðu Y . Í málinu liggur fyrir forsjárhæfnismat [...] sálfræðings 26. maí 2021 vegna ákærðu Y . Segir þar að ákærða og meðákærði X hafi sótt um skilnað að borði og sæng en það dottið upp fyrir. Ákærða hafi játað rétt að meðákærði beitti bö rn þeirra ofbeldi, síðan dregið þá frásögn til baka en aftur viðurkennt að hann væri ofbeldismaður og að ákærða óttist hann. Um dæturnar fjórar segir í matsgerð að ákærða lýsi A sem hjartagóðri 29 stúlku sem elski að stjórna, vilji stjórna öllum og búi til va ndamál; með sama persónuleika og faðir hennar. A hafi verið fyrst til að greina frá ofbeldi af hálfu föður og nú sé hann farin úr lífi þeirra allra. B sé alltaf einhvers staðar annars staðar, samt hjartagóð og hlýðin en fylgi A að málum og sé stýrt af henni og hafi sjálf engan persónuleika. C sé mjög hjartagóð, hlýði alltaf og hafi aldrei verið vesen á henni. Loks segir ákærða að D sé gleði heimilisins. Þótt ekki skipti það öllu máli hér var það niðurstaða matsmanns að miðað við þáverandi stöðu mála gæti ákærða ekki tryggt öryggi og velferð dætra sinna og teldist því ekki forsjárhæf. XII. - Aðrar rannsóknaraðgerðir lögreglu. 1. Samkvæmt lögregluskýrslu 7. júlí 2021 hafði þá verið rannsakað efnisinnihald farsíma ákærða X , ákærðu Y og dætranna A, B og C , í ljós komið að ákærðu hafi notað Facebook Messenger til að setja sig í samband við stúlkurnar og ýmist notað textaskilaboð, hljóðskilaboð eða símtöl gegnum sama smáforrit. Gögn á Facebook aðgangi A ná ekki lengra aftur en til 7. mars 2021 en frá þeim degi til 4. júlí eru skráð 119 símtöl eða tilraunir til að hringja á milli ákærðu Y og A . eru á tímabilinu frá 9. mars til 9. maí skráð 126 símtöl eð a tilraunir til að hringja á milli ákærða X og A Þann 6. maí var [...] túlkur kvaddur á lögreglustöð til að fara yfir Facebook samskipti ákærðu beggja við A og segir í skýrslunni að mjög mikil samskipti hafi verið vistað á geisladiski. Er síðan frá því greint að flest samskipti milli ákærða X og A séu á þann veg að hann biðji hana um að hringja og spyrji hvort hún hafi tíma til að tala við hann. Í framhaldi eru tekin upp í skýrslunni þau skilaboð frá ákærða sem tekin eru upp í 2. - 4. tölulið í ákærulið A.IV. Skýrslan ber ekki með sér hvort hér sé um að ræða texta - eða hljóðskilaboð. Þá er í skýrslun ni greint frá því að ákærða Y hafi 17. júní 2021 sent A skilaboðin A segir tengjast því að móðir hennar hafi borið á hana fé til að fá hana til að breyta framburði sínum hjá lögreglu. Flest önnur samskipti á milli mæðgnanna tengist því að Y sakni A og spyrji af hverju hún sé að ljúga og láti systur sína ljúga. 30 2. Með ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurnesjum 7. júlí 2021 var ákærða X gert að sæta nálgunarbanni gagnvart dætrum sínum til 30. september og var s ú ákvörðun staðfest með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 16. júlí. Samkvæmt téðri ákvörðun má ákærði ekki nálgast A, B , C og D og hvorki hafa við þær síma - eða tölvusamband né setja sig í samband við þær með öðrum hætti. Með úrskurðum réttarins 4. október sl . var staðfest áframhaldandi nálgunarbann til 20. desember 2021. XIII. - Framburður ákærðu hjá lögreglu í júní og júlí 2021. 1. Ákærði X var yfirheyrður þriðja sinni 14. júní sl. Hann kvaðst engu vilja breyta eða bæta við fyrri framburð. Hann sagði sig og meðákærðu Y hafa skilið um mánuði eftir að mál þetta kom upp í ágúst 2020. Eftir það hafi þau unnið saman um tíma en lítið hist að öðru leyti. Hann komi þó stundum inn á heimili meðákærðu og þau tali saman í síma. Ákærði kvaðst hafa verið í samskiptum við dætur sínar fyrsta mánuðinn eftir að þær voru teknar af heimilinu en eftir það hafi hann hitt þær lítið. Hann kvaðst aldrei hafa beitt meðákærðu andlegu eða líkamlegu ofbeldi, aldrei hrækt á hana eða lítilsvirt og þau búið við eðlilegt og rólegt heimilislíf alla tíð. I S með fulltingi barnaverndar fengið dætur ákærða til að segja ranglega að hann beitti þær ofbeldi og hótunum. Hann kvað frásögn A vera hreina lygi; hún vilji bara stjórna. Þá hafi hann ekki séð meðákærðu beita A o B , C og D ; hann hafi aldrei meitt þær eða hótað þeim og aldrei séð meðákærðu gera slíkt. Þetta væri allt lygi. Þegar hér var komið va r ákærða kynntur framburður A, B og C í Barnahúsi um nánar tilgreint ofbeldi af hálfu hans og meðákærðu Y . Ákærði hélt fast við framburð sinn, sagði að A væri lygari og kvað rangt að dætur hans og/eða meðákærða hafi búið við ofbeldi af hans hálfu í [...] . M hafa níu mánuði til að sjóða saman þessar lygasögur. Ákærði hafi aldrei meitt dætur sínar enginn við börnin s ín. Ákærði var yfirheyrður fjórða sinni 8. júlí sl. Hann kvaðst engu vilja breyta eða bæta við fyrri framburð, m.a. um samskipti sín við dæturnar fjórar frá því ágúst 2020. 31 Ákærði kvað rétt að hann og meðákærða hafi gefið A og B nýja farsíma og kvaðst efti r það hafa talað einu sinni við A í síma og hitt hana einu sinni við skóla hennar í [...] . Hann kvaðst ekkert hafa hitt hinar stúlkurnar en einu sinni átt samskipti við B gegnum Snapchat eftir að hafa séð hana og A fyrir utan hús í [...] . Hann kvaðst aldre i hafa hótað A eða B gegnum síma eða spjallþræði og að því marki sem hann hafi sent þeim skilaboð fælust fráleitt í þeim hótanir. Ákærði tiltók í þessu sambandi sakarefni samkvæmt 3. tölulið í ákærulið A.IV., sagði þau ummæli um drauma og buxur tekin upp úr þekktri [...] grínmynd og hefðu saklausa merkingu. Ákærði fann síðan og spilaði umrætt myndskeið á Youtube og staðfesti túlkur að ummælin kæmu úr þeirri bíómynd. Í framhaldi þrætti ákærði fyrir að hafa sent A umrædd skilaboð og kvað hana hafa séð þessa m.a.s. horft á hana saman. Ákærði þrætti einnig fyrir sakarefni samkvæmt 6. tölulið A.IV. og sagði þann framburð A vera lygi. Þá kvaðst hann hafa sent A skilaboðin samkvæmt 2. tölulið með það eitt í huga að hún færi vonandi að koma aftur heim og það væru vissulega góðar fréttir. Þá þrætti ákærði fyrir ummælin samkvæmt 4. tölulið og kvaðst aldrei myndu tala svona við dóttur sína. Þetta væru rosalega stór orð og rangt með farið af hálfu viðkomandi túlks. Ákærði kannaðist við að ha fa ekið framhjá heimili B í [...] 2. maí sl. og að hafa í einhver skipti ekið framhjá heimili A og D í [...] en þangað hafi hann átt óskylt erindi og ekki vitað hvar þær byggju. Hann kvað rétt að meðákærða hafi verið með honum í bíl í eitt skipti. 2. Ákærð a Y gaf skýrslu grunaðs 14. júní sl. og greindi lögreglu frá því að hún hafi skilið við meðákærða X eftir að dætur þeirra voru teknar af heimilinu í ágúst 2020 og hann síðan flutt út í september eða október sama ár. Hún hafi þó áfram verið í daglegum samsk iptum við meðákærða þar sem þau hafi unnið á sama vinnustað þar til nýlega þegar hann var rekinn. Hún kvað samband þeirra núna einkennast af því að þau kenni hvort öðru um að börnin hafi verið tekin af þeim. Ákærða kvaðst hafa verið hrædd við meðákærða all t frá því að byrjuðu að búa saman en hún vilji ekkert vesen og það viti hann. Hún kvað meðákærða hafa beitt hana ofbeldi en vildi ekki ræða það. Þá hefði hann oft öskrað á hana og skemmt sér yfir því að pína hana og börnin. Hann hafi haldið járnaga yfir A, B og C og sagt þær þurfa að vera undir fæti hans, annars myndu þær rísa upp gegn 32 honum. Hann hafi því alltaf verið að hóta þeim, ekki leyft þeim að fara út og hitta vini sína og sagt að þær mættu ekki eiga vini. Eftir að stúlkurnar fóru út af heimilinu hafi þær sagt ákærðu hve ánægðar þær væru og að þær vildu ekki þetta líf aftur. Ákærða kvað meðákærða hafa lamið eldri stúlkurnar þrjár og þegar hún hafi reynt að stöðva hann hafi hann sagt að hún væri óþörf á heimilinu, ýtt henni frá og skyrpt í andlit he nnar fyrir framan börnin. Aðspurð hvernig meðákærði hafi lamið dætur þeirra sagði hún meðákærða hafa notað það sem hendi var næst, s.s. belti, inniskó og herðatré. Atvikin hafi átt sér stað hvar sem var á heimilinu og hann stundum farið með A, B og C inn í svefnherbergi stúlknanna, læst að þeim og lamið þær þar. Hann hafi lamið þær fyrir að kunna ekki margföldunartöfluna eða [...] og einnig lamið A ef hún hagaði sér illa. Hann hafi sagst gera þetta af því að hann elski þær og væri að endurtaka það sem hann hefði sjálfur upplifað í æsku. Að sögn ákærðu hafi meðákærði viðhaft þetta ofbeldi mjög oft og kvaðst hún ekki vita tölu á þeim skiptum. Þegar hann hafi verið að lemja systurnar þrjár inni í herbergi hafi hún verið frammi með D lofa, ég Þegar hér var komið var ákærða spurð af hverju hún hafi ekki greint frá þessum ofbeldisverkum við síðustu skýrslugjöf og svaraði því til að hún hafi verið svo hrædd við allt og óttast mest að stúlkurnar yrðu tek nar af henni. Hún kvað meðákærða hafa lamið B mest, því hún hafi ekki verið dugleg að læra og viljað vera í iPad allan daginn. A hafi oft verið að rífast við systur sínar og viljað stjórna sér sjálf og meðákærði lamið hana fyrir það. C væri mjög ljúf en vi ldi samt hanga í iPad og meðákærði lamið hana fyrir það. Meðákærði hafi hins vegar aldrei lamið D og sá sem héldi því fram væri að ljúga. Hún kvað meðákærða oftast hafa lamið eldri stúlkurnar með inniskónum sínum, svo oft að þeir væru nánast ónýtir eftir. Þá hafi stúlkurnar greint henni frá höggum með belti og beltissylgju, en hún teldi þetta ekki rétt varðandi beltissylgjuna; a.m.k. hafi hún aldrei séð það gerast. Ákærða kvað ofbeldið hafa byrjað þegar þau bjuggu í [...] og sagði ýmist að A hafi verið unga barn þegar ofbeldið hófst eða 6 - 7 ára og B og C báðar komnar í heiminn. Meðákærði hafi einnig lamið ákærðu í [...] , stundum daglega, stundum vikulega og stundum hafi liðið mánuðir á milli. Hann hafi notað til þess prikið af sóp eða plastslöngu af þvottavél og lamið hana ótal sinnum, víðsvegar um líkamann. Hann hafi einnig meitt hana með öðrum hætti en ákærða vildi ekki ræða það nánar. Eftir að þau fluttu til Íslands hafi meðákærði nánast daglega hrækt framan í hana og stjakað við henni, en aldrei lamið 33 hana . Hún sagði þetta iðulega gerast þegar þau væru að rífast og hann búið til vandamál tengt vinnunni eða börnunum. Ákærða gekkst við því að hafa slegið A í handlegg eða rass með flötum lófa, bæði í [...] og á Íslandi, en kvaðst aldrei hafa beitt hana ofbeldi . Hún sagði það viðgangast í notað eins og skammaryrði hér á landi; A sé mjög stjórnsöm. Aðspurð hvort hún hafi hótað A kvaðst ákærða hafa sagt A að ef hún væri ekki búin að taka til þegar ákærða kæmi heim myndi hún lemja hana og segja meðákærða frá ódugnaði hennar. Hún kvaðst þó aldrei hafa lamið A . Ákærða gekkst einnig við því að hafa slegið B og C með framangreindum hætti, en kvaðst aldrei hafa lagt hendur á D . Þá k vaðst hún aldrei hafa hótað B en lofað henni verðlaunum ef hún gerði það sem fyrir hana væri lagt. Hún hefði heldur ekki hótað C en sagt að ef hún gerði ekki það sem henni væri sagt myndi ákærða taka af henni iPad - inn. Þá gekkst ákærða við því að hafa öskr að á þær systur ef þær gengu ekki frá eftir sig. Þegar hér var komið var ákærðu kynntur framburður A, B og C í Barnahúsi um nánar tilgreint ofbeldi af hálfu hennar og meðákærða X . Ákærða hélt fast við áðurgreindan framburð, kvaðst aldrei hafa slegið stúlku rnar með öðru en flötum lófa á handleggi og rass, þetta ekki gerst oft, hún lamið þær mjög lítið og þær aldrei hlotið marbletti af hennar völdum. Ákærða hafi hins vegar oft séð meðákærða lemja stúlkurnar og ekki viljað bæta ofan á það. Hún kvað rangt að hú n hafi dregið þær á hárinu eftir gólfinu, kvaðst sjálf hafa orðið fyrir slíku ofbeldi af hálfu meðákærða í [...] og stúlkurnar rugli því saman við eigin reynslu. Frásögn stúlknanna, einnar eða fleiri, um ofbeldi ákærðu með skóm, herðatré, belti, hártogi, p riki af skúringarmoppu eða öðru og högg í andlit, höfuð, bol eða fætur væri því lygi. Taldi ákærða frásögn stúlknanna litast af því að þær hafi það svo gott núna að þær vilji ekki snúa aftur heim til hennar. Borin var ákærðu frásögn hennar hjá barnavernda ryfirvöldum um að meðákærði hafi lamið dætur þeirra með skóm fyrir að kunna ekki margföldunartöfluna, hann farið með þær upp í rúm og lamið þær með belti og tekið sængina burt svo þær gætu ekki varið sig, og að hann hafi öskrað á þær. Hún staðfesti þá frás ögn að öllu leyti. Ákærða var yfirheyrð að nýju 8. júlí sl. Hún kvaðst hafa fengið að hitta dætur sínar reglulega með mánaðar millibili frá ágúst 2020 og fram til 20. apríl 2021 en ekkert hitt þær eftir það. Hún kvað samskiptin við A hafa verið góð í uppha fi en nú fari A eftir öllu sem M fósturmóður hennar segi og samskiptin orðin mjög slæm. Hún kvaðst hafa 34 gefið A og B nýja farsíma og C iPad og haft samskipti við tvær þær eldri gegnum Snapchat, Messenger og sms. Hún kvaðst aldrei hafa hótað A gegnum þessa miðla og skýrði samskipti mæðgnanna sem frá greinir í kafla XII. - 1. með þeim hætti að A hafi verið að biðja um peninga og átt frumkvæði að því. Ákærða kvað rangt að hún hafi boðið A peninga fyrir að breyta framburði sínum í þessu máli og kvaðst aldrei hafa rætt um málið við A eða systur hennar. XIV. - Dómsframburður ákærðu. 1. Ákærði X kom fyrir dóm við aðalmeðferð máls og neitaði alfarið sök. Hann kvaðst aldrei hafa beitt dætur sínar andlegu eða líkamlegu ofbeldi, aldrei hafa beitt þær refsingum af einu eða neinu tagi á Íslandi, aldrei hafa hótað þeim á neinn hátt og aldrei hafa talað til þeirra í niðrandi tón eða kallað þær illum nöfnum. Allar frásagnir dætra hans, meðákærðu Y Að því er varðar sakargiftir samkvæmt ákærulið A., sbr. undirliðir A.I - A.III., kom fram í máli ákærða að það væri A se m hefði beitt yngri systur sínar ofbeldi á heimilinu. Að því er varðar ákærulið A.IV. kvaðst ákærði saklaus af öllu sem hann væri þar borinn. Nánar aðspurður um 1. tölulið A.IV. tók ákærði fram að hann hafi ekki verið í nálgunarbanni þegar hann ók í örfá skipti framhjá fósturheimilum A og B og hafi ætlun hans fráleitt verið að vekja hjá þeim ótta. Um 2. tölulið sagði ákærði að ekkert illt hafi A gengi vel í skóla. Ákær ði kvað hljóðskilaboð í 3. tölulið hafa allt aðra merkingu en ákæruvaldið vildi meina. Ummælin væru tekin beint upp úr þekktri [...] grínmynd, ákærði hafi þarna verið að grínast með notkun ummælanna, A vitað það mætavel og fundist þetta fyndið. Tilgangurin n hafi þannig fráleitt verið sá að hóta A eða vekja hjá henni ótta. Ákærði skýrði ummælin nánar á þann veg að í myndinni segði fangelsisstjóri við undirmenn sína að ef þeir hlýddu honum ekki gæti hann farið inn í drauma þeirra og innundir buxur. Ákærði mót mælti hljóðskilaboðum samkvæmt 4. tölulið, sagði svona orð ekki vera til eða notuð í [...] [...] [...] vísi til einhvers sem ekki hlýðir foreldrum sínum. Um 5. og 6. tölulið sagð i ákærði að þeir liðir væru fjarri öllum sannleika og bað sækjanda máls að sýna honum sönnunargögn um annað. 35 Að því er varðar A.IV. tók ákærði einnig fram að honum hafi á ákærutímabilinu 20. ágúst 2020 til 4. júlí 2021 aldrei verið bannað að vera í samskip tum við dætur sínar og að A, B og C hafi t.d. heimsótt hann í vinnuna fyrstu mánuðina eftir að þær voru teknar af heimilinu. Hann hafi eðlilega viljað vera í sambandi við dætur sínar, öll samskipti samkvæmt ákærulið A.IV. helgast af því einu og verið í hei ðarlegum tilgangi og A margsinnis átt frumkvæði að samskiptum þeirra tveggja í milli. Aðspurður um sakargiftir samkvæmt ákærulið B. sagði ákærði að ef meðákærða bæri á hann sakir um andlegt og líkamlegt ofbeldi eða annars konar heimilisofbeldi væri 20. ágúst 2020 og 14. júní 2021 og kvaðst hann ekki kunna skýringu á því af hverju meðákærða breytti þeim framburði sínum. Ákærði kvaðst reiðubúinn að tjá sig um meint brot meðák ærðu samkvæmt ákærulið C., kvaðst aldrei hafa séð hana beita börnin ofbeldi, áréttaði að hann hafi alltaf verið í vinnu frá kl. 06 - 22 en drægi samt í efa að umræddar sakir væru réttar. Ákærði rakti upphaf málsins til þess að sonur I þjálfara hafi verið í h eimsókn hjá þeim og beðið C að girða niður um sig. Þegar ákærði hafi svo komið heim úr vinnu hafi A, B og C sagt honum frá því að drengurinn hefði girt niður um C , ákærða þá verið nóg boðið og tilkynnt stúlkunum að hér eftir kæmu börn I ekki inn á heimili þeirra og að þær færu ekki aftur heim til K . Í kjölfar þessa hafi ákærði verið handtekinn 20. ágúst 2020, hann sakaður um að brjóta gegn dætrum sínum og málið farið af stað. Einnig kom fram í máli ákærða að hann hafi búið einn og á öðrum stað en eiginkona hans og börn allt árið 2018, en frá 15. febrúar 2019 hafi þau búið saman þar til stúlkurnar voru teknar af heimilinu 20. ágúst 2020. 2. Ákærða Y gaf skýrslu fyrir dómi við aðalmeðferð máls og neitaði alfarið sakargiftum samkvæmt ákærulið C. Hún kvaðst aldrei hafa beitt dætur sínar andlegu eða líkamlegu ofbeldi eða annars konar harðræði, aldrei hafa beitt þær refsingum af einu eða neinu tagi og ald rei hafa ógnað þeim, hótað eða sært á nokkurn hátt. Hún gekkst hins vegar við því að hafa stundum reiðst og slegið A, B og C létt á handarbak eða rass, t.d. ef þær gengju ekki frá eftir sig þegar þær væru búnar að borða. Þá hafi hún stundum öskrað á þær. Á kærða útskýrði þetta nánar á þann veg að A hafi átt það til að lemja systur sínar og ákærða þá slegið létt til hennar. Þá hafi hún stundum slegið létt til B og C ef þær voru of lengi í iPad eða vildu ekki læra. Ákærða kvað þetta ekki hafa gerst oft og hún 36 aldrei lagt hendur á D . Hún skýrði ummæli sín hjá lögreglu 14. júní 2021, sbr. kafli XIII.2. að framan, um meintar hótanir í garð A, B og C þessu til samræmis og kvaðst eingöngu hafa verið að leggja áherslu á að stúlkurnar gengju alltaf frá eftir sig á heimilinu. Ákærða kvaðst halda að stúlkurnar hafi byrjað að bera á hana sakir eftir að heimilis hennar. Ákærða var reiðubúin að tjá sig um meint brot meðákærða X samkvæmt A, B og C andlegu og líkamlegu ofbeldi á heimili þeirra hér á Íslandi. A hafi gengið mjög vel í skóla og verið góð heima að öðru leyti en því að hún átti vanda til að beita systur sínar ofbeldi. Þegar þetta gerðist hefði meðákærði beitt A ofbeldi. Hið sama hafi hann gert gagnvart B þegar hún vildi ekki læra heima og bara hanga í iP ad. C hafi fylgt dæmi B og hagað sér eins og hún og meðákærði þá beitt C ofbeldi. Ákærða kvað þetta allt hafa gerst inni í svefnherbergi stúlknanna og meðákærði hverju sinni farið þangað með þá stúlku sem hafði brotið af sér með framangreindum hætti. Hún h afi alltaf verið frammi og því aldrei séð meðákærða meiða þær, en heyrt í stúlkunum lofa bót og betrun. Aðspurð um hvernig meðákærði meiddi stúlkurnar sagði ákærða hann hafa lamið þær ýmist með belti eða inniskó. Hún kvað hann oft hafa gert þetta á meðan þ au bjuggu í [...] , en ekki oft eftir að þau fluttu til Íslands. Ákærða greindi einnig frá því að þegar meðákærði hafi verið á leið inn í herbergi með einhverja dótturina og ákærða reynt að stoppa hann af í beitingu ofbeldis hafi hann ýtt henni frá. Hún kva ð meðákærða aldrei hafa beitt stúlkurnar andlegu ofbeldi, s.s. með niðrandi tali eða meiðandi ummælum og hann aldrei hrækt á þær. Hið rétta væri að meðákærði hefði stundum hrækt á hana. Þegar hér var komið tók ákærða fram að þegar hún gaf skýrslur sínar hj á lögreglu hafi hún aldrei verið viss hvort verið væri að spyrja hana um heimilislíf fjölskyldunnar og atvik í [...] eða á Íslandi og hafi yfirheyrendur ekki greint þar á milli. Það hafi því verið fyrst fyrir dómi sem þetta hafi verið útskýrt fyrir henni o g að hún sé bara að svara fyrir atvik á Íslandi. Í framhaldi kvaðst ákærða aldrei hafa séð dætur sínar með áverka af völdum meðákærða en þær hafi hins vegar grátið mikið undan ofbeldi hans. Hún kvaðst hafa verið hrædd við meðákærða á meðan þau bjuggu saman en ekki óttast hann í dag. Aðspurð um ítarlega lýsingu á ofbeldi meðákærða við skýrslugjöf hjá lögreglu 14. júní 2021, sbr. kafli XIII.2., kvaðst ákærða þann dag hafa skýrt satt og rétt frá í einu 37 og öllu. Sú frásögn hafi þó lotið að því sem gerðist í [.. .] og kvaðst hún hafa sagt lögreglu að svo væri, en bæði lögregla og barnaverndaryfirvöld hafi spurt hana um atvik án þess að greina á milli landa. Að því er sérstaklega varðar ákærulið B. tók ákærða fram að ásakanir í þeim ákærulið um að meðákærði hafi be eigi eingöngu við um framferði meðákærð a í [...] . Ákærða hafi þarna eingöngu verið að lýsa ástandinu í [...] og hvað viðgekkst á heimili þeirra þar og sagði meðákærða aldrei Borin var undir ákærðu eftirfarandi spurning v ið skýrslugjöf hjá lögreglu 14. júní X ráðist á þig eftir að þið fluttuð til Íslands? Hún sagði að hann hafi nánast daglega skyrpt framan í hana og ýtt henni en hann hafi ekki verið að lemja han a daglega eins og í [...] . Hann hafi aldrei lamið meðákærði hefði hrækt á hana og ýtt henni og ekki geta staðfest að þetta hafi gerst ramhaldi gaf ákærða þá skýringu á vitnisburði sínum hjá lögreglu 20. ágúst 2020, sbr. kafli V.3., að hún hafi á þeim tíma verið hrædd við meðákærða og því borið með þeim hætti sem hún gerði, en svo leiðrétt þann framburð við fyrsta tækifæri hjá barnavernda ryfirvöldum 24. ágúst 2020, sbr. kafli V.4. Aðspurð hvort fjölskyldan hafi búið saman frá maí 2018 til 20. ágúst 2020 kvaðst ákærða ekki muna dagsetningar, en þegar lögregla kom á heimili þeirra 20. ágúst hafi ferðataska meðákærða verið tilbúin og hann á f örum út af heimilinu. Nánar aðspurð sagði ákærða fjölskylduna ekki hafa búið saman fyrr en eftir 15. febrúar 2019, þá er þau fengu dvalarleyfi, en fram til þess tíma hafi meðákærði búið í Reykjavík og hún og dæturnar í [...] . Meðákærði hafi þó heimsótt þær þangað, m.a. þegar þær mæðgur bjuggu að [...] og þau síðan búið öll saman þegar ákærða flutti að [...] . Ákærða kvaðst ekki halda að dæturnar væru hræddar við hana en að þær óttist að meðákærði komi aftur inn á heimilið ef þeir snúa aftur til hennar. M fó sturmóðir A og fleiri séu búin að troða þessu inn í hausinn á stúlkunum og tönnlist á því að hún og meðákærði séu ennþá saman. Það sé hins vegar rangt og meðákærði aldrei flutt aftur inn til hennar eftir september - október 2020. Ákærða kvað A hafa sagt henn i frá því að fósturforeldrar hennar væru að hafa áhrif á hvað hún segði í málinu með heilaþvotti og þau áhrif lækju svo yfir til hinna systranna. Hún kvað rangt að A hafi séð um allt á 38 heimilinu, s.s. þrif og umönnun D með tilliti til leikskóla. Ákærða haf i almennt séð um þessi atriði en A hjálpað til þegar hún var í fríi frá skóla. 3. Við aðalmeðferð voru spilaðar hljóð - og myndupptökur af framburði A, B og C í Barnahúsi í september 2020 og maí 2021. Ákærðu kváðust að lokinni spilun halda fast við framburð sinn fyrir dómi. XV. - Dómsframburður A, B og C 30. nóvember 2021. A, B og C komu aftur fyrir dóm í Barnahúsi 30. nóvember sl. að fyrirlagi dómara og í því skyni að kanna, annars vegar hvort og hvernig skýra mætti að enginn stúlknanna bar um ofbeldi af hálfu móður sinnar, ákærðu Y , við skýrslugjöf í Barnahúsi í september 2020 en b áru síðan allar um ofbeldi af hennar hálfu við skýrslugjöf í Barnahúsi í maí 2020, og hins vegar hvort öruggt væri að systirin D hafi sætt ofbeldi af hálfu foreldra sinna. 1. A að hún væri alltaf að ljúga og einnig segjast fara úr landi og skilja þær systur eftir ef þær segðu frá. Þess vegna hafi A fyrst sagt frá ofbeldi af hálfu móður sinnar í maí 2021. Aðspurð um meint ofbeldi gagnvart D staðhæfði A að hún hafi oft séð móðu r sína slá D í andlitið fyrir svefn og einnig séð hana slá D með herðatré. 2. Þegar B var spurð af hverju hún hafi ekki greint frá neinu ofbeldi af hálfu móður fyrr en í Barnahúsi í maí 2021 svaraði B leyti ek ki um ástæðuna. Aðspurð um meint ofbeldi gagnvart D kvaðst B halda að móðir hennar hafi einnig lamið D en mundi ekki hvort hún hafi séð hana gera það. 3. Þegar C var spurð af hverju hún hafi ekki greint frá neinu ofbeldi af hálfu móður fyrr en í Barnahúsi í maí 2021 svaraði C gagnvart D kvaðst C hafa séð móður sína lemja D í andlitið og einnig hafa séð föður sinn, ákærða X , lemja D en hún myndi ekki hvernig þau hafi gert þetta. Aðspurð hvort hún hafi séð þetta ge rast með berum augum svaraði C XVI. - Dómsframburður annarra vitna. 39 1. G og H komu fyrir dóm vegna málsins og staðfestu í einu og öllu skýrslur sínar sem frá er greint í kafla III.2. til III.6. og kafla V.4. Þær kváðust haf a staðið saman að viðtölum við A, B og C og fundist þær trúverðugar í sinni frásögn, þ. á m. um að ákærða Y hafi ekki beitt þær ofbeldi og sögðu stúlkurnar aldrei hafa borið sakir á Y í þeirra eyru. G og H kváðust einnig hafa staðið saman að viðtali við á kærðu Y 24. ágúst 2020 og hlýtt á frásögn hennar þann dag. Þær sögðu ákærðu strax í kjölfar skýrslugjafar hjá lögreglu 20. ágúst 2020 hafa þrætt fyrir ofbeldi meðákærða X gagnvart dætrum þeirra en síðan greint frá með þeim hætti sem lýst er í kafla V.4. og verið trúverðug að mati G og H . Þær kváðust ekki hafa greint á milli meints ofbeldis meðákærða í [...] annars vegar og á Íslandi hins vegar í viðræðum við ákærðu og það hafi ákærða heldur ekki gert þegar hún lýsti framferði meðákærða. G og H kváðust einnig hafa farið með stúlkurnar fjórar í læknisskoðun, sbr. kafli III.6. H kvaðst hafa setið frammi á meðan skoðun fór fram en G fylgdi stúlkunum inn til viðkomandi læknis. Hún staðfesti að þegar marblettur fannst á hægri framhandlegg A hafi stúlkan í fyrstu sagt þetta varnaráverka af völdum meðákærða en síðan breytt þeirri frásögn og sagst hafa hlotið marblettinn í áflogum við B . 2. F þjálfari bar fyrir dómi að hann hafi verið búinn að þjálfa A, B og C í töluverðan tíma og þær verið á sumarnámskeiði hjá félaginu í júní 2020 þegar A og B greindu frá því að faðir þeirra beitti þær ofbeldi. F kvaðst ekki muna hvor stúlknanna hafi byr jað þessa frásögn en úr hafi orðið eitt, langt samtal og F skilið þær svo að um reglubundið ofbeldi væri að ræða þar sem beitt væri belti og fleiru, t.d. ef stúlkurnar sinntu ekki námi. Hann kvaðst aldrei hafa séð þær með áverka af völdum föður en þær sags t hafa hlotið áverka af hans völdum og lýstu því fyrir honum. Aðspurður bar F að A hafi stundum sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun á æfingum; hún orðið reið og stundum slegið til systra sinna og annarra og hafi þetta aðallega beinst að B , en A hafi virst far a fyrir systkinahópnum. F kvaðst hafa hitt móður stúlknanna í örfá skipti þegar hún kom með þær eða sótti á æfingar og minntist þess ekki að þær hafi nokkru sinni minnst á ofbeldi af hennar hálfu. 3. S þjálfari bar að hún hafi þjálfað eldri stúlkurnar þrjá r hjá [...] og væri enn að þjálfa A . Hún kvaðst hafa vitað af frásögn stúlknanna við F þegar A greindi henni skömmu síðar frá því að faðir hennar beitti hana og allar systur hennar ofbeldi heima og 40 lemdi þær t.d. með skóm. Á þessum tíma hafi A ekki sagt fr á ofbeldi af hálfu móður og S ekki heyrt um slíkt frá B eða C , en seinna hafi þær allar sagt móður sína beita ofbeldi og að hún lemdi einnig D . Aðspurð bar S að A hefði aðra sýn á lífið en aðrir krakkar og hafi átt erfitt með að stjórna skapi sínu og nefndi því til dæmis að ef B og C voru með stæla hafi A slegið þær. 4. I þjálfari bar fyrir dómi í öllum meginatriðum á sama veg og frá greinir í kafla V.5. Hann bar s em fyrr að það hafi verið A sem opnaði umræðuna gagnvart honum í morgunkaffi á heimili hans, hún sagt að ef þær systur væru óþekkar tæki faðir þeirra, ákærði X , þær inn í herbergi, læsti að þeim og lokaði gluggum og lemdi þær með skóm og fleiru. K hafi ski list að ákærði væri meira að níðast á þeim en rassskella, að hann gerði þetta reglulega og að B yrði verst úti í þessu sambandi. A hafi þó talað um að hann lemdi þær allar fjórar. I kvað stúlkurnar hafa verið neyðarvistaðar hjá honum og K 20. ágúst 2020. Meðan á vistun stóð hafi I ekki spurt þær mikið út í málið en þær rætt um þetta og í fyrstu eingöngu í tengslum við föður. Seinna meir hafi stúlkurnar áttað sig á því að ástandið hafi ekki verið eðlilegt og þær þá einnig farið að ræða um ofbeldi af hálfu m óður sinnar, ákærðu Y I kvaðst hafa heyrt þetta eftir að stúlkurnar fóru annað í fóstur og þær sagt honum frá þessu í léttu spjalli á æfingum. Þess utan hafi A greint I frá því að ákærða Y hafi sætt o f beldi af hálfu ákærða X . I bar að á þessum tíma hafi ákærða komið honum vel fyrir sjónir, virkað góð og heilsteypt manneskja, ágæt móðir og dug leg. I bar að sjálfskaðandi hegðun A hafi aukist eftir að hún og systur hennar voru neyðarvistaðar hjá honum. A væri ekki ofbeldisfull en tæki stundum reiðiköst á æfingum, án þess þó að meiða aðra. Þá hafi hún í eitt skipti meitt son I meðan á vistun stóð , án þess þó að hafa viljað slasa hann. 5. K bar að hún hafi verið formaður [...] þegar mál þetta kom upp í júní 2020. Sonur hennar og A væru jafnaldrar og vinir, þau æft [...] saman og töluverður samgangur verið á milli heimilanna. Þegar A og systur henna r voru svo teknar af heimili sínu hafi þær fyrst verið vistaðar hjá K og I maka hennar. K kvað A og B hafa verið án farsíma fyrstu 10 dagana eða svo eftir að þær voru vistaðar hjá henni og þá ríkt friður og ró í kringum 41 þær. Eftir að þær fengu símana aftur í hendur hafi foreldrar þeirra, einkum ákærða Y , truflað þær og áreitt með textaskilaboðum og vanlíðunareinkenni aukist því samfara. A hafi sýnt K sum þessara skilaboð, túlkað þau fyrir K af [...] yfir á íslensku og K s kilist að ákærða ásakaði A fyrir að skemma fjölskylduna. K bar að eftir skýrslugjöf A, B og C í Barnahúsi 3. september 2020 hafi þær verið logandi hræddar við föður sinn, ákærða X , en viljað hitta móður sína og verið spenntar fyrir fyrstu umgengni við han a. Við það tækifæri hafi stúlkurnar fært móður sinni blómvönd og hún þakkað fyrir sig með því að spyrja þær hvort blómin ættu að réttlæta það sem þær hefðu gert á hlut fjölskyldunnar. K kvað stúlkurnar aldrei hafa greint henni frá ofbeldi af hálfu foreldra sinna á meðan þær voru vistaðar hjá henni (frá 20. ágúst og fram undir lok september 2020) en eftir að þær fóru til fósturforeldra hafi A sagt henni ýmislegt, s.s. að ákærði tæki stúlkurnar inn í herbergi og lemdi þær með belti og herðatré þar til þær hæt tu að gráta. Hafi K skilist að ákærði beitti allar systurnar ofbeldi og að það bitnað mest á B . K kvað stúlkurnar aldrei hafa rætt við hana um líkamlegt ofbeldi af hálfu móður. Aðspurð kvaðst K hafa séð A grípa í systur sínar á meðan þær dvöldu hjá henni, án þess þó að lemja þær beint, en D hafi verið erfið á þessu tímabili og A agað hana og hinar systur sínar og gætt þess að þær höguðu sér vel. K staðfesti jafnframt að A hafi í eitt skipti lamið son hennar. 6. N fósturfaðir B bar að töluverður samgangur ha fi verið á milli A og B og þær stundum gist hjá hvor annarri. Hann kvaðst hafa heyrt systurnar tala um ofbeldi á heimili foreldra sinna, og þá aðallega A við B , og þaðan hefði N sína vitneskju um málið. B líði nú mun betur en áður, gangi betur í skóla og þ ví hafi N aldrei viljað ýfa upp gömul sár með því að ræða þessi mál við hana. B hafi helst lýst tilfinningum í garð foreldra sinna með því að segja að hún vilji alls ekki snúa aftur til þeirra. Þá hafi hún framan af farið í keng þegar talið barst að umgengni við föður hennar, ákærða X , og greinilega verið skíthrædd við hann. N kvaðst ítrekað hafa séð ákærða keyra framhjá heimili þeirra í [...] og ekki kunna aðra skýringu á þeim ferðum en að hrella börnin. Hann minntist þess að hafa heyrt A og B tala um morðhótanir ákærða og að hann færi með þær úr landi á skipi. N kvað rétt eftir sér haft í lögregluskýrslu 4. maí 2021 og hann þar skýrt satt og rétt frá öllum atvikum. 7. 42 O fósturmóðir B bar að B væri í mestu sambandi við A systur sína og þær hittist oft og gisti hjá hvor annarri. B hafi lítið viljað tjá sig um atvik og nær ekkert rætt um foreldra sína. Hún kvað ákærða X oft hafa ekið framhjá heimili þeirra í [...] og hann reynt að setja sig í samband við B og A . Við þetta verði B upptendruð og trekkt og vilji aftur hafa kveikt ljós hjá sér að næturlagi. O kvað rétt eftir sér haft í lögr egluskýrslu 5. maí 2021 og hún þar skýrt satt og rétt frá öllum atvikum. O minnti að B hafi fyrst greint henni frá ofbeldi af hálfu móður í desember 2020 og sagði A hafa sagt henni frá ofbeldi móður fyrr á þessu ári, um svipað leyti og ákærði fór að venja komur sínar að heimili þeirra í bíl. B trúi því að foreldrar hennar séu enn saman, þrátt fyrir að móðir hennar segi annað, og hafi B rætt um að allt yrði eins ef hún færi aftur til þeirra. 8. L fósturfaðir A og D bar að A hafi fljótlega eftir að hún flutt i til L og M eiginkonu hans (23. september 2020) greint frá heimilisofbeldi af hálfu föður síns, ákærða X . Eftir að hafa búið hjá þeim í 3 - 4 vikur hafi stúlkan svo greint frá ofbeldi af hálfu móður, ákærðu Y . Í fyrstu hafi A aðeins verið andvíg því að hitt a föður og seinna meir ekki viljað hitta móður heldur. Ákærði hafi ítrekað reynt að setja sig í samband við A fyrir 5. júlí á þessu ári; sent henni Messenger skilaboð og keyrt framhjá heimili þeirra í [...] . Nánar aðspurður um frásögn A bar L að hún hafi s agt X loka þær systur inni í herbergi, a.m.k. þrjár þær elstu, og lemja þær með belti. Þá hefði Y sest klofvega ofan á þær og slegið þær í höfuðið, a.m.k. oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. L kvaðst vita um tilvist A - 4 blaðsins sem A og B skrifuðu á. Hann kvað rétt eftir sér haft í lögregluskýrslu 5. maí 2021 og hann þar skýrt satt og rétt frá öllum atvikum. 9. M fósturmóðir A og D bar að hún þekkti vel til B og C ; þær oft komið í heimsókn og B mest. Hún kvað A og D mjög hræddar við föður sinn, ákærða X , vilji ekki að hann komi að heimili þeirra í [...] og óttist D að hann og ákærða Y komi þangað og taki hana í burtu. Ákærði hafi einmitt gert sér ítrekaðar ferðir í [...] og þrætt götur til að finna hvar stúlkurnar ættu heima. M kvaðst fram an af lítið hafa vitað um heimilisofbeldi af hálfu ákærðu þar til í desember 2020 þegar A hafi stressast upp og sagt henni frá ofbeldi af hálfu ákærða X aðallega, en einnig því að ákærða Y slægi D í andlitið fyrir svefn og sagði að sér hefði verið kennt að gera þetta líka. Næstu mánuði á eftir hafi A svo minnst á fleiri atriði tengd móður, virst tengja það við endurupplifun ákveðinna hluta, og þá sagt að 43 ákærða hafi dregið þær systur á hárinu. Að sögn M virtist henni sem A upplifði mun minna ofbeldi af hálf u móður en föður og að A væri ekki hrædd við móður sína. Aðspurð um handritaða A - 4 blaðið kvaðst M ekki muna hvenær A og B skráðu A að skrifa hugsanir sínar niður á bl að og skrá af hverju henni liði illa og hverjar tilfinningar hún bæri til foreldra sinna, aðallega móður. A og B hafi svo verið tvær saman í herbergi þegar textinn var skrifaður og vissi M ekki hvor hefði sagt eða skrifað hvað í textanum. M hafi svo fengið blaðið í hendur og afhent lögreglu eða barnaverndaryfirvöldum. M kvaðst aldrei hafa reynt að hafa áhrif á frásögn A um málsatvik. Borin voru undir M textaskilaboð milli A og ákærðu Y frá nóvember 2020 þar sem A M ekki vita um hvað þetta snúist og ekkert hafa um skilaboðin að segja. M kvað rétt eftir sér haft í lögregluskýrslu 5. maí 2021 og hún þar skýrt satt og rétt frá öllum atvikum. 10. R fósturmóðir C bar að stúlkan hafi tjáð sig um að faðir hennar, ákærði X , hefði lamið hana með inniskó og belti í lokuðu herbergi og móðir hennar, ákærða Y , lamið hana með herðatré, skafti af þvegli og togað í hár hennar. C hafi byrjað að tala um þetta í maí - júní 2021 en fram að þeim tíma ekki tjáð sig um heimilisaðstæður og R aldrei spurt hana út í þær. R kvað rétt eftir sér haft í lögregluskýrslu 6. maí 2021 og hún þar skýrt satt og rétt frá öllum atvikum. 11. P fósturfaðir C bar að stúlkan hafi aldrei greint honum beint frá því sem gerst hefði á fyrra heimili hennar. Hún hafi í fyrstu verið óörugg og hrædd, en líði núna mjög vel í fóstri. C hafi séð föður sinn keyra framhjá núverandi heimili og þá orðið mjög hrædd. Þetta hafi ekki gerst upp á síðkastið, væntanlega af því að ákærði sæti gæsluvarðhaldi, en fram að því hafi ákærði oft ekið framhjá heimilinu, sérstaklega nú í sumar. P kvað rétt eftir sér haft í lögregluskýrslu 6. maí 2021 og hann þar skýrt satt og rétt frá atvikum . Hann kvaðst minna að skömmu eftir þá skýrslugjöf hafi hann haft samband við lögreglu og viljað bæta við skýrsluna. P skýrði þetta nánar svo að C hafi þá verið nýbúin að ræða við hann, ýjað að því að hún hefði orðið fyrir ofbeldi og í framhaldi spurt P vort það væri satt sem systir hennar sagði, og ég segi, ég veit ekki hvað systir þín sagði. ... Hvað sagði systir þín? Og hún sagði að ef ég segi satt frá sem pabbi gerði P sagði samtal þetta hafa átt sér stað r étt 44 eftir skýrslutökuna í maí og hann strax í framhaldi hringt í lögreglu og viljað bæta þessu A . P kvaðst hvorki hafa heyrt C tala um ofbeldi af hálfu móður né heldur að hún sé hrædd við hana. 12. J læknir bar fyrir dómi með sama hætti og frá greinir í kafla III.6. og staðfesti þau vottorð sín í málinu. 13. Þ talsmaður A, B og C kom fyrir dóm og staðfesti þá aðkomu sína að málinu sem frá greinir í kafla VII. Hún kvað mikil læ ti hafa verið á heimili fósturforeldra þegar viðtal fór fram, krakkar hlaupandi út um allt og ekki svigrúm til að ræða við stúlkurnar í einrúmi. Þess utan hafi þær sýnt litla þolinmæði og ekki verið hrifnar af því að þurfa að ræða við talsmann. Stúlkurnar hafi allar verið ósáttar við stöðu mála, sagst sakna foreldra sinna og vilja fara heim til þeirra. 14. U kom fyrir dóm, staðfesti að umsögn [...] í kafla IX.6. sé frá henni komin og kvaðst minna að umsögnin hafi verið rituð í byrjun maí 2021. U væri nemen daráðgjafi, með meistaranám í sálrænni sálfræði og hefði verið beðin að ræða við A vegna erfiðleika í lífi hennar. Fyrsta viðtalið hafi líklega farið fram 12. janúar og þau orðið 20 talsins áður en umsögnin var skrifuð. U kvað A aldrei í viðtalsferlinu haf a sagt frá eða ýjað að því að móðir hennar hefði beitt hana líkamlegu ofbeldi. U hafi hins vegar túlkað frásögn A um að móðirin vildi ekki eiga hana lengur, sem andlegt ofbeldi. U kvaðst hafa náð góðu meðferðarsambandi við A á þessu tímabili og mat frásögn hennar trúverðuga. 15. T ráðgjafi barnaverndar kom fyrir dóm og bar að hún hafi unnið að barnaverndarþætti málsins frá upphafi og verið í miklum samskiptum við A, B , C og D og fósturforeldra þeirra. Hún kvað ásakanir á hen dur ákærðu Y fyrst hafa komið fram í apríl 2021 þegar A greindi M fósturmóður sinni frá slíku og kom M þeim skilaboðum til barnaverndar. Á sama tíma hefði vaknað grunur um kynferðisbrot ákærða X gagnvart D og voru þær grunsemdir raktar til hegðunar og tals máta barnsins á fósturheimili sínu. T bar að eftir þetta, líklega 30. apríl og 1. maí, hafi hún rætt einslega við A, B og C í sitt hvoru lagi, þær borið meira og minna eins um þátt ákærðu Y og T í framhaldi samið óformlega dagnótu fyrir sig um viðtölin. Hú n hafi svo greint M frá helstu niðurstöðum viðtala, M farið með þær upplýsingar á lögreglustöð og lögregla í framhaldi 45 ákveðið að færa stúlkurnar aftur til skýrslugjafar í Barnahúsi. Einnig kom fram í máli T að eftir að A byrjaði að tala um ofbeldi af hálf u móður hafi M beðið A að punkta niður á blað allt sem væri satt og rétt í þessum efnum og minnti T að B hafi verið með A þegar A - 4 blaðið varð til. 16. Rannsóknarlögreglumaður nr. V kom fyrir dóm og staðfesti aðkomu sína að rannsókn málsins allt frá 20. ágúst 2020. Aðspurður um A - 4 blað frá A og B bar lögreglumaðurinn að sér hafi verið sagt að stúlkurnar hefðu skrásett textann heima hjá B í [...] . M fósturmóðir A eða L fósturfaðir hennar hafi svo komið blaðinu til lögreglu. Fyrir þann tíma hafi ekki leiki ð grunur um refsiverða háttsemi af hálfu ákærðu Y . Í framhaldi hafi hennar þáttur verið skoðaður og ákveðið að færa stúlkurnar aftur til skýrslugjafar í Barnahúsi. 17. Rannsóknarlögreglumaður nr. Æ kom fyrir dóm og staðfesti aðkomu sína að rannsókn á efnisinnihaldi farsíma ákærðu og dætranna A, B og C sem frá greinir í kafla XII.1. Hann kvað flest samskiptin hafa farið fram gegnum Facebook Messenger og langstærstur hluti samskipta ákærðu beggja við börnin falið í sér jákvæð skilaboð og verið eðlileg samskipti milli foreldris og barns. XVII. - Niðurstöður um sekt eða sýknu. 1. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærðu X og Y og atvik sem telja má þeim í óhag á ákæruvaldinu og verða ákærðu því aðeins sakfelld að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari enn fremur, eftir því sem þörf krefur, hv ert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða af um það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laganna gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem fæ rð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. 2. Í ákærulið A., sbr. undirliðir A.I. til A.III. og ákæruliðum B. og C. er ákærðu X og Y gefið að sök stórfelld brot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot á tímabilinu 46 frá maí 2018 til 19. ágúst 2020. Fyrir liggu r að ákærða Y og dæturnar A, B , C og D komu til landsins 25. apríl 2018. Virðist ákæruvaldið ganga út frá því í ákæru að ákærðu hafi örfáum dögum eða vikum síðar hafið þá brotahrinu sem lýst er í greindum ákæruliðum. Sú ályktun fær illa samrýmst þeim skjal festu gögnum sem frá er greint í kafla II. að framan en samkvæmt þeim og framburði ákærðu beggja fyrir dómi virðist sem ákærði X hafi framan af búið í [...] , ákærða Y og dætur þeirra á sama tíma verið í búsetuúrræði á vegum [...] til 31. janúar 2019 þá er þær fengu afhenta íbúð að [...] í [...] og að ákærði hafi flutt til þeirra í kringum 15. febrúar 2019 þegar fyrir lá dvalarleyfi ákærðu beggja og barnanna á Íslandi. Ákærðu ber saman um að í framhaldi hafi þau og börnin búið saman að [...] , þaðan flutt að [...] og fjölskyldan búið þar uns börnin voru tekin af heimilinu 20. ágúst 2020. Þegar framangreind atriði eru virt heildstætt og til þess litið að ekkert annað er fram komið í málinu sem hrekur framburð ákærðu um sameiginlega búsetu eða veikir svo nokkru nemi þykir rétt með vísan til 108., 1. mgr. 109. gr. og 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 að miða sakarefni máls samkvæmt tilgreindum ákæruliðum við atvik á sameiginlegu heimili fjölskyldunnar að [...] , [...] og [...] á tímabilinu frá 15. febrúar 2019 til 19. ágúst 2020. 3. Meint heimilisofbeldi af hálfu ákærða X kom fyrst upp 25. júní 2020 þegar B greindi F þjálfara frá því að ákærði beitti hana og systur hennar reglulega ofbeldi heimafyrir. Af framburði F hjá lögreglu og fyrir dómi er ljóst að A var viðs tödd frásögn B og tók virkan þátt í henni. Fær sú ályktun stoð í vitnisburði A í Barnahúsi 3. september 2020. I þjálfari var næstur til að hlýða á frásögn um heimilisofbeldi ákærða þegar A greindi honum frá því 19. júlí 2020 að ákærði beitti hana og systur hennar ofbeldi, sér í lagi B , og sagði að þegar ákærða Y reyndi að koma þeim til hjálpar lemdi ákærði hana einnig. Eins og áður greinir voru A, B , C og D vistaðar hjá I og K frá 20. ágúst til septemberloka 2020. Af dómsframburði I er ljóst að meðan á vistun stóð hafi engin þeirra greint honum frá ofbeldi af hálfu ákærðu Y en hann seinna hlýtt á slíkt í léttu spjalli á æfingum. K bar fyrir dómi að á meðan stúlkurnar voru í vistun hjá henni o g I hafi þær ekki rætt við hana um ofbeldi af hálfu foreldra sinna en A seinna greint K frá ofbeldisverkum ákærða X . Hins vegar hafi engin stúlknanna rætt við hana um ofbeldi af hálfu ákærðu Y . 47 G og H starfsmenn barnaverndar voru næstar til að hlýða á frás ögn A, B og C um aðstæður á heimili þeirra. Samkvæmt endursögn G og H hlýddu þær á stúlkurnar, einkum A, greina frá ofbeldi af hálfu ákærða og vísast um það til kafla III.3. og III.5. Fram hafi komið í máli A að ákærði gerði nær daglega eitthvað á hlut sys tranna, að hann lemdi þær u.þ.b. fjórum sinnum í viku og að B yrði oftast fyrir barðinu á honum. Þá lemdi hann ákærðu Y þegar hún reyndi að koma þeim systrum til hjálpar. A hafi ítrekað tekið fram að ákærða væri góð, hún aldrei lamið þær systur eða beitt þ ær annars konar ofbeldi og hafi C tekið í sama streng. G og H staðfestu framangreint fyrir dómi, báru hvor fyrir sig að þær hafi metið frásögn stúlknanna trúverðuga, þ. á m. um að ákærða Y hafi ekki beitt þær ofbeldi og sögðu stúlkurnar aldrei hafa borið s akir á hana í þeirra eyru. T starfsmaður barnaverndar kom að málefnum stúlknanna frá upphafi. T bar fyrir dómi að hún hafi verið í miklum samskiptum við stúlkurnar og fósturforeldra þeirra og sagði ásakanir á hendur ákærðu Y fyrst hafa komið fram í apríl 2021 þegar A greindi M fósturmóður sinni frá slíku og M kom síðan þeim skilaboðum til barnaverndaryfirvalda. Fær sá framburður T stoð í dómsvætti rannsóknarlögreglumanns nr. V , sbr. kafli XVI.16. Svo sem rakið er í köflum IX .6. og XVI.14. var A í þéttri viðtalsmeðferð hjá U sálfræðingi á tímabilinu janúar til maí 2021. U bar fyrir dómi að A hafi á þessu tímabili aldrei sagt frá eða ýjað að því að móðir hennar, ákærða Y , beitti hana líkamlegu ofbeldi en sumt í frásögn A hefði U túlkað sem andlegt ofbeldi. Hún kvaðst hafa náð góðu meðferðarsambandi við A á þessu tímabili og mat frásögn hennar trúverðuga. Þann 23. september 2020 flutti A til M og L og fylgdi D henni 4. október. C flutti 25. september til R og P og B 30. septembe r til O og N . Eru þau einnig til frásagnar um endursögn stúlknanna af meintu heimilisofbeldi. Fósturforeldrarnir báru vitni hjá lögreglu 4. - 6. maí 2021. Af framburði þeirra verður ekki ráðið að A, B eða C hafi þá verið búnar að ræða um ofbeldi af hálfu ákærðu Y , að öðru leyti en því að O kvaðst hafa heyrt frá B að ákærða hefði sagt að hún væri ljót og með ljótt hár og ákærða slegið hana. Af framburði O og L fósturföður A þykir ljóst að A og B voru meðvitað ar um það í apríl eða byrjun maí 2021 að þær gætu verið á leið heim til foreldra sinna 28. júní og að A hafi verið uggandi yfir því. Þegar fósturforeldrarnir komu fyrir dóm vegna málsins í nóvember sem leið hafði orðið markverð breyting á framburði O , L o g M . Þannig minnti O að B hafi fyrst greint frá ofbeldi af hálfu ákærðu Y í desember 2020 og L bar að A hafi fyrst greint frá ofbeldi 48 af hálfu móður sinnar 3 - 4 vikum eftir að stúlkan flutti til hans og M . Þá bar M að A hafi í desember 2020 sagt henni frá þ ví að ákærða Y slægi D í andlitið fyrir svefn. Telja verður með nokkrum ólíkindum að A og B hafi opnað sig með ofangreindum hætti í desember 2020 um svo alvarlega háttsemi af hálfu ákærðu Y án þess að nefndir fósturforeldrar tilkynntu það til barnaverndary firvalda eða lögreglu, en fyrir liggur að G , H og T starfsmenn barnaverndar voru í miklum samskiptum við stúlkurnar og fósturforeldra þeirra á þeim tíma sem hér um ræðir og báru fyrir dómi að þær hafi ekki haft pata af meintu ofbeldi ákærðu Y fyrr en M kom þeim skilaboðum á framfæri í apríl 2021. Dómsvætti lögreglumanns nr. V hnígur í sömu átt. Þegar við þetta bætist fyrrgreint vætti U sálfræðings að á tímabilinu janúar til maí 2021 hafi A hvorki sagt né ýjað að því að ákærða hefði beitt hana líkamlegu ofbeldi, verður samkvæmt 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 við það miðað að fyrst hafi vaknað grunur um refsiverða háttsemi ákærðu Y um mánaðamót apríl - maí 2021 þá er lögregla hóf rannsókn gegn henni. 4. Framangreind vitni eru ekki til beinnar frásagnar um atvik á heimili ákærðu X og Y og dætra þeirra A, B , C og D á tímabilinu 15. febrúar 2019 til 19. ágúst 2020 og skoðast vitnisburður þeirra í því ljósi. Við mat á sönnunargildi vitnisburðar F , I , K , G og H ber að hafa í huga að þau hlýddu á fyrstu frásögn A, B og C af meintu heimilisofbeldi. Framburður vitnanna fyrir dómi var skýr og greinargóður og gætti samræmis í endursögn þeirra á frásögn stúlknanna, ekki síst frásögn A . Er það mat dómsins að framburður vitnanna sé trúverðugur svo langt sem hann nær. Me ð sömu formerkjum þykir dómsvætti T og U trúverðugt og í ágætu samræmi við vætti rannsóknarlögreglumanns nr. V . 5. Ákærði X hefur neitað sök frá upphafi. Við skýrslugjöf hjá lögreglu 20. ágúst 2020 lýsti hann A á jákvæðan hátt, sagði að hún væri mikil pabb astelpa, hlýðin og dugleg að læra og lesa [...] . Við skýrslugjöf 16. desember 2020 kúventi ákærði í afstöðu sinni til A, sagði að hún væri ofbeldisfull, lemdi yngri systkini sín og neitaði að lesa [...] þrátt fyrir að ákærði byði henni fé fyrir. Allt sem á hann væri borið í málinu væri lygi sem rekja mætti til A . Ákærði hélt sig við þann framburð við skýrslugjöf hjá lögreglu 14. júní 2021, sagði A bera á hann upplognar sakir og tengdi það við áhrif frá þjálfurum A, M fósturmóður hennar og fleirum, sem haft hefðu níu mánuði til að sjóða saman þær lygasögur. Fyrir dómi hélt ákærði fast við þennan framburð, kvaðst aldrei hafa lagt 49 hendur á meðákærðu eða dætur sínar, aldrei beitt þær andlegu ofbeldi, aldrei beitt hótunum og aldrei talað til þeirra í niðrandi tón eða kallað þær illum nöfnum. Sá sem héldi slíku fram væri að ljúga. Sér til varnar teflir ákærði því fram að hann hafi unnið mjög langa vinnudaga, oft sex daga vikunnar, og því gæti hann ekki hafa gerst sekur um þ á háttsemi sem hann er borinn í málinu. Gögn málsins styðja vissulega að ákærði hafi unnið langa vinnudaga. Það eitt útilokar ekki að hann hafi getað beitt meðákærðu og dætur sínar reglulegu andlegu og líkamlegu ofbeldi á heimilinu og gæti skýrt þá reiði o g umburðarleysi ákærða sem meðákærða, A, B og C hafa borið um. Ákærði teflir því einnig fram að aldrei hafi greinst ytri áverkar á dætrum hans og aldrei borist kvartanir frá skólum um vanlíðan þeirra. Er ekkert í gögnum málsins sem hrekur þessa málsvörn ák ærða. Það eitt hefur þó ekki úrslitaþýðingu við úrlausn málsins, enda ákærða ekki gefið að sök að hafa valdið stúlkunum sýnilegum, ytri áverkum. Að öðru leyti er fátt sem stutt getur framburð ákærða ef frá talinn vitnisburður meðákærðu hjá lögreglu 20. ág úst 2020, sem frá greinir í kafla V.3. Meðákærða breytti þeirri frásögn fjórum dögum síðar í viðtali við starfsmenn barnaverndar og hefur síðan verið stöðug í þeim framburði að ákærði hafi beitt A, B og C ofríki á heimilinu og lamið þær ýmist með belti eða inniskóm. Við mat á áreiðanleika framburðar meðákærðu ber að hafa í huga að hún sætir einnig ákæru fyrir alvarlegt heimilisofbeldi gagnvart dætrum sínum og hefur hagsmuni af því að bera af sér sakir og varpa ábyrgð yfir á ákærða X . 6. Frásögn A, B og C um heimilisofbeldi af hálfu ákærða X varð til þess að málið var kært til lögreglu 20. ágúst 2020. Í framhaldi voru stúlkurnar færðar til skýrslugjafar fyrir dómi í Barnahúsi 3. september, sbr. kafli VI. að framan. Þann dag greindi A frá því að ákærði hafi be itt hana og systur hennar B og C ítrekuðu ofbeldi eftir að þær fluttu til Íslands; með þeim hætti að ákærði lemdi þær með hendi, belti, beltissylgju, herðatré, inniskóm, fatnaði og eftir atvikum öðrum tiltækum hlutum. Höggin hafi ýmist komið í fætur, bak e ða háls og stundum í andlit og höfuð. Þess utan hafi ákærði viðhaft ljót orð á [...] , m.a. kallað A í svefnherbergi stúlknanna en einnig í stofu og hjónaherbergi. A tilgreindi aðeins ei tt afmarkað tilvik um ofbeldi ákærða, þ.e. þegar hún, B og C komu heim eftir heimsókn til I þjálfara og ákærði lét þær setjast á stofugólf með beina fætur og sló þær með belti svo þær fóru að gráta. A bar að þetta hafi þó ekki verið einsdæmi og að B yrði o ftar fyrir 50 slíku en hinar tvær. Ef þær færu að gráta segði ákærði þeim að hafa hljótt, ella myndi hann lemja þær meira. A sagði móður sína, ákærðu Y , hafa orðið vitni að þessu og hún sagt ákærða að hætta en hann þá ýtt henni frá og stundum lamið hana. A ba r að eftir að daga vikunnar en þó ekki á hverjum degi, því suma daga viðhefði hann bara ljót orð. Þess utan hafi ákærði stundum slegið D með belti, inniskó eða fatna ði, án þess að fram kæmi nánari lýsing á þeirri háttsemi. Sama dag greindi B frá því að ákærði væri mjög oft reiður og lemdi hana og þrjár og beltissylgju. Þá viðhefði B kvaðst ekki kunna á íslensku. Hún kvað ákærða ekki lemja D með belti, bara inniskó. Móðir hennar, ákærða Y , hafi séð ákærða beita þær ofbeldi, hún sagt honum að hætta, en hann engu að síður farið sínu fram. Sama dag greindi C frá því að ákærði lemdi stundum hana, A og B . C kvaðst í framhaldi ekki vita hvort ákærði hefði lamið hana en hún hafi séð hann lemja A og B hann þær með höndum og stundum einhverju öðru en kvaðst ekki vita með hverju. eir, C kvað ákærða ekki lemja D af því hún væri svo lítil. Stúlkurnar gáfu aftur skýrslur fyrir dómi í Barnahúsi í maí 2021, sbr. kafli X. Við skýrslugjöf 10. maí greindi A sem fyrr frá ofbeldi af hálfu ákærða X , sagði ha nn banna eldri systrunum þremur að læsa að sér inni á baðherbergi og lemdi B ýmist í bak, háls eða höfuð fyrir að brjóta þá reglu. Þá lemdi ákærði A oft inni í svefnherbergi með hendi, í sem hendi væri næst. Þess utan hefði ákærði oft lamið D með fatnaði og inniskóm. Við skýrslugjöf 19. maí greindi B sem fyrr frá ofbeldi af hálfu ákærða X og sagði hann lemja hana, A og C allstaða búnar að læra stærðfræði eða gerðu eitthvað rangt. Þess utan hefði ákærði kastað stígvélum og skóm í þær systur. Hún kvað ofbeldið ýmist eiga sér stað inni í svefnherbergi eða frammi í stofu og á meðan viðhefði ákærði ljót orð. B gerði þann fyrirvara varðandi ofbeldi gegn D að ákærði hefði einungis lamið hana með fatnaði, höndum og kannski inniskóm. 51 Sama dag greindi C frá því að ákærði X hefði lamið han a í handleggi, fótleggi, bak, andlit og höfuð með hendi, belti, beltissylgju, herðatré, skóm og inniskóm. Hún kvað ákærða koma reiðan heim og skipa henni, A og B C kvað ákærða eiga það til að taka þær systur, ýmist eina í einu eða tvær saman, inn í herbergi, læsa hurðinni og meiða þær. C kvaðst þó ekki muna hvort hún hafi sjálf lent í þessu. C bar að ákærði lemdi ein nig D en breytti svo þeirri frásögn og kvaðst ekki hafa séð ákærða lemja hana. 7. Ákærða Y hefur greint frá því hjá lögreglu og fyrir dómi að þegar ákærði X beitti A, B og C ofbeldi hafi hún stundum reynt að koma þeim til hjálpar en ákærði þá atyrt hana, ý tt henni frá og hrækt á hana. Er framburður ákærðu að þessu leyti stöðugur og þykir trúverðugur. Fær hann og stoð í frásögn A hjá barnaverndaryfirvöldum og í vætti hennar fyrir dómi. Fyrir dómi dró ákærða hins vegar úr alvarleika og tíðni framferðis ákærða gagnvart henni og þykir rétt að miða við þann framburð hennar, sbr. 108. gr., 1. mgr. 109. gr. og 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008. Að þessu gættu er sannað að ákærði hafi, á tímabilinu frá 15. febrúar 2019 til 19. ágúst 2020, ítrekað hrækt á ákærðu, aty rt og öskrað á hana og ýtt við henni í viðurvist barna þeirra. Er ákærði að því leyti sannur að sök samkvæmt ákærulið B. og varðar sú háttsemi refsingu samkvæmt 233. gr. b almennra hegningarlaga. 8. Samkvæm t 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 23/2016, skal hver sá sæta fangelsi allt að sex árum sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns, niðja eða annarra sem búa með ho num á heimili eða eru í hans umsjá, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt. Þá segir í 2. mgr. að ef brot er stórfellt geti það varðað allt að 16 ára fangelsi og skuli við mat á grófleika verknaðar sérstaklega líta til þess hvort þolandi hafi beðið stórfellt líkams - eða heilsutjón eða bani hlotist af og til þess hvort brot hafi verið framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt, staðið yfir í langan tíma eða hvort gerandi hafi misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart þolanda. Með 4. gr. laga nr. 23/2016 voru lögfest ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum. Í athugasemdum með frumvarpi til laganna segir að 4. gr. miði að því að vernda öll börn sem eru í þeirri aðstöðu að lífi þeirra, heilsu eða velferð er ógnað hvort sem þ ær at [...] 52 sem beitt er til að skapa ógnina beinast beinlíns gegn þeim sjálfum eða gegn þeirra nánustu og óháð því hvort hvort hlutaðeigandi verði beint vitni að ofbeldi. Álag af þessu tagi á uppvaxtarárum barna geti leitt til truflunar á líkamsþroska barn a, auk þess sem þau geta þróað með sér margs kyns einkenni um tilfinningalega og líkamlega erfiðleika. Þá sýni margar rannsóknir að heimilisofbeldi milli hinna fullorðnu samfara illri meðferð barna auki líkur á því að þau eigi síðar við sálfélagslegan vand a og hegðunarerfiðleika að etja. Með lögfestingu 4. gr. sé lögð áhersla á það viðvarandi ógnar - og óttaástand sem heimilisofbeldi getur skapað og þá langvarandi andlegu þjáningu og vanmátt sem því getur fylgt. Undir ákvæðið falli m.a. kúganir, hótanir, ása kanir og niðurlægingar, sem séu algengar birtingarmyndir andlegs ofbeldis í nánum samböndum. Samkvæmt 4. gr. beri að virða ofbeldisbrot í nánum samböndum heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig. Er sérstaklega árét tað að ákvæðið verndi öll börn sem búa við heimilisofbeldi hvort sem verknaður eða aðferð sem beitt er til að skapa ástand ógnar, ofríkis eða kúgunar beinist beinlínis gegn þeim eða ekki. 9. A, B og C hafa hver með sínu lagi og í samræmi við aldur og þrosk a borið með skýrum og afdráttarlausum hætti fyrir dómi um ítrekað og langvarandi heimilisofbeldi af hálfu föður síns, ákærða X . Gætir innra samræmis í frásögn hverrar og einnar um framferði ákærða gagnvart þeim þremur og gagnvart yngri systur þeirra D , auk þess sem þær hafa í stórum dráttum borið með líkum hætti um framferði ákærða gagnvart þeim þremur. Hefur sá vitnisburður ekki tekið neinum þeim breytingum sem þykja til þess fallnar að vekja tortryggni um að þær greini ranglega frá atvikum. Vitnisburður s túlknanna, sér í lagi A, samrýmist og í öllum aðalatriðum dómsvætti G og H starfsmanna barnaverndar og annarra sem hlýddu á fyrstu frásögn þeirra af heimilisaðstæðum og fær þess utan stoð í dómsframburði ákærðu Y . Að gættum þessum atriðum þykir vitnisburðu r A, B og C fyrir dómi trúverðugur um meginsakarefni samkvæmt ákærulið A., sbr. undirliðir A.I. til A.III. Að sama skapi þykir framburður ákærða ótrúverðugur og skýringar hans á nær samhljóða vitnisburði A, B og C haldlausar, enda ekkert fram komið í málin u sem gæti skýrt að dætur hans fyndu hjá sér þá hvöt og sammæltust um að bera á hann upplognar sakir. Verður framburður stúlknanna því lagður til grundvallar við úrlausn ofangreinds sakarefnis, þó þannig að ósannað er að ákærði hafi hrækt á stúlkurnar og v eist að þeim inni á baðherbergi á Íslandi. Þá þykir varhugavert að telja sannað að ákærði hafi lagt til D með öðru en fatnaði og inniskóm. 53 Að öðru leyti er sannað, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi, á tímabilinu 15. febrúar 2019 til 19. ágúst 2020, gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í síðastgreindum ákæruliðum og að hann hafi þannig, með viðvarandi og margítrekuðum hætti beitt A, B og C líkamlegum refsingum og grófu líkamlegu ofbeldi á heimili þeirra með því að slá þær víðsvegar í líkama með belti, beltissylgju, skóm, flötum lófa, herðatré eða eftir atvikum öðru því sem hendi var næst hverju sinni. Jafnframt hafi ákærði á sama tímabili, og jafnan samhliða líkamlegu ofbeldi, margítrekað beitt A, B og C grófu andlegu ofbeldi með því að kúga þær til hlýðni með ógnandi framkomu, kalla þær ljótum nöfnum og tala til þeirra með öðrum niðrandi hætti. Gerðist þetta einatt í viðurvist eða nálægð ákærðu Y og D . Þykir ákærði með hinu vanvirðandi, ruddalega og ósið lega framferði hafa ógnað á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt líkamlegri velferð A, B og C og á sama tíma stofnað andlegri heilsu og velferð þeirra þriggja og D í stórkostlega hættu . Brot ákærða stóðu yfir í langan tíma og misnotaði hann frekleg a yfirburðastöðu sína gagnvart saklausum börnum. Er ekki séð fyrir endann á því hve alvarleg áhrif framferði hans muni hafa á sálarlíf sömu barna. Með hliðsjón af framansögðu ber að heimfæra háttsemi ákærða samkvæmt ákærulið A., sbr. undirliðir A.I. til A.I II., til refsiákvæða samkvæmt 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af alvarleika brota ákærða þykir sú lagagrein tæma sök gagnvart ákvæðum 98. og 99. gr. barnaverndarlaga. 10. Í ákærulið A.IV. er ákærða X gefið að hafa á tímabil in u frá 20. ágúst 2020 til 4. júlí 2021 ítrekað, á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi, heilsu og velferð A og B með því að fylgjast með þeim og ítrekað reynt að nálgast þær gegn þeirra vilja og auk þess með því að hóta A, senda henni ni ðrandi skilaboð og reyna að hafa áhrif á framburð hennar, en með háttsemi sinni olli hann A og B hræðslu og kvíða, m.a. með háttsemi sem tilgreind er 1. - 6. tölulið þessa ákæruliðar. Samkvæmt framburði ákærða fyrir dómi ók hann á ákærutímanum oftar en einu sinni framhjá fósturheimili A í [...] og fósturheimili B í [...] . Liggur fyrir trúverðugur vitnisburður fósturforeldra stúlknanna um að þessar ferðir hafi verið tíðar. Ákærði kveðst réttilega ekki hafa verið í nálgunarbanni á þessu tímabili og segir það fr áleitt hafa verið ætlun sína að vekja hjá þeim ótta. Stúlkurnar báru um sömu atvik fyrir dómi í maí 2020. Af framburði þeirra verður ekki ráðið að þetta háttalag ákærða hafi vakið hjá þeim sérstakan kvíða eða ótta og tók B fram að hún væri ekki hrædd við á kærða. Þegar að 54 þessu gættu þykir varhugavert, gegn eindreginni neitun ákærða, að sakfella hann fyrir þá háttsemi sem lýst er í 1. tölulið og skal hann því sýkn af því sakaratriði. Með sömu rökum er ósannað að talskilaboð ákærða 27. mars 2021 til A, sem t ekin eru upp í 2. tölulið, feli í sér refsivert athæfi og er ákærði því einnig sýkn af þeim ákærulið. Í málinu er óumdeilt að ákærði sendi A 31. mars talskilaboð á [...] , sem túlkuð hafa verið svo á íslensku: þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig . Ákærði teflir því fram að tilvitnu ð ummæli séu tekin upp úr þekktri [...] grínmynd, sem A þekki vel til og hafi þótt fyndin. Hafi ákærði þannig verið að grínast þegar hann sendi henni skilaboðin. Þegar virt er að A var vistuð utan heimilis vegna framferðis ákærða þegar skilaboðin voru send þykja þau sérlega ósmekkleg og án efa til þess fallin að vekja hjá A kvíða og hræðslu um eigið öryggi í umsjá fósturforeldra sinna. Er sú ályktun studd vitnisburði fósturforeldra A hjá lögreglu, sem þau staðfestu fyrir dómi. Er ákærði þannig sannur að sök samkvæmt 3. tölulið. Einnig er óumdeilt að ákærði sendi A 30. apríl talskilaboð á [...] , sem túlkuð hafa verið svo: Ákærði heldur því fram að íslensk þýðing ákæruvaldsins á orði [...] ekki hlýðir foreldrum sínum. Hljóðupptakan var spiluð við aðalmeðferð máls og staðfesti sá túlkur, sem á hlýddi, þennan skilning ákærða. Hefur ákæruvaldið ekki hnekkt þessum framburði ákærða og verður hann lagður til grundvallar í málinu. Síðasti hluti ummælanna þykir engu að síður fela í sér hótun í garð A og vera til þess fallinn að vekja hjá henni kvíða og hræðslu um eigið öryggi. Er ákærði að því leyti sannur að sök samkvæmt 4. tölulið. í A eðlis. Upplýst er að á ákærutímabilinu voru engar hömlur lagðar við því að ákærði mætti hringja í A eða senda henni skilaboð. Liggur og fyrir dómsvætti lögreglumanns nr. Æ um að langstærstur hluti sendra skilaboða ákærða hafi verið jákvæð og falið í sér eðileg samskipti föður og dóttur. Þegar v ið þetta bætist að A hefur ekki borið fyrir dómi að 55 símtöl og skilaboð frá ákærða hafi almennt valdið henni áhyggjum, kvíða eða óöryggi ber gegn eindreginni neitun ákærða að sýkna hann af þessum ákærulið. Í 6. tölulið er ákærða gefið að sök að hafa hótað A ofbeldi og lífláti, m.a. ef hún ekki breytti framburði sínum í málinu fyrir 28. júní 2021. Byggir þessi ákæruliður fyrst og fremst á staðhæfingu A um sömu atriði. Í ákæru er ekki tilgreint hvort um símtöl eða skilaboð hafi verið að ræða og liggur ekkert f yrir um hið síðarnefnda. Ákærði hefur staðfastlega neitað sök að þessu leyti og stendur því orð gegn orði um réttmæti nefndra sakargifta. Að því gættu og með vísan til 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 ber að sýkna ákærða af sömu sakargiftum. H áttsemi sú sem ákærði er sakfelldur fyrir samkvæmt 3. og 4. tölulið lýtur að A og varðar við 1., sbr. 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga. 11. A, B og C gáfu ítarlegar skýrslur fyrir dómi í Barnahúsi 3. september 2020 án þess að minnast á meint ofbeldi af há lfu móður sinnar, ákærðu Y . Stúlkurnar voru þó ekki spurðar um slíkt, enda á þeim tímapunkti ekkert fram komið í málinu sem bent gæti til sektar ákærðu Y . Áður hafði A a.m.k. tvívegis greint G og H starfsmönnum barnaverndar frá því að ákærða væri góð, hún aldrei lamið þær systur eða beitt þær annars konar ofbeldi og tók C í sama streng. Hafa G og H staðfest þetta fyrir dómi og þær, líkt og T hjá barnavernd, borið að stúlkurnar hafi aldrei rætt um lí kamlegt ofbeldi af hálfu móður sinnar fyrr en í apríl - maí 2021. Hið sama má ráða af dómsvætti U sálfræðings, sem hafði A í viðtalsmeðferð á tímabilinu janúar til maí 2021. U bar þó fyrir dómi að sumt í frásögn A hefði hún túlkað sem andlegt ofbeldi af hálf u ákærðu. Þegar A, B og C komu síðan fyrir dóm í maí 2021 kvað við annan tón í frásögn þeirra um framferði ákærðu Y . Vísast nánar um þann framburð til kafla X. Liggur fyrir að á þeim tímapunkti hafi A og B verið meðvitaðar um að þær, C og D gætu verið á l eið heim til ákærðu Y 28. júní sama ár og að A hafi verið uggandi yfir því. Bar A fyrir dómi að hún teldi a ð foreldrar hennar væru ennþá saman, að þau byggju saman og myndu aldrei hætta saman, hvað svo sem móðir hennar segði um hið gagnstæða. Einnig liggur fyrir dómsvætti O fósturmóður B um að stúlkan tryði því að foreldrar hennar væru enn saman, þrátt fyrir að ákærða Y segði annað og að B hafi rætt um að allt yrði eins ef hún færi aftur til þeirra. Að gættum þessum atriðum og þeirri alvarlegu háttsemi ákær ða X , sem hann er sakfelldur fyrir í málinu, þarf ekki að undrast að stúlkurnar þrjár hafi stórlega óttast um framtíð sína og D við skýrslugjöf í maí 2021 og að sá ótti gæti hafa litað 56 framburð þeirra gagnvart ákærðu Y . Þannig þykir ótrúverðugur sá vitnisburður A að ákærða hafi í eitt skipti lamið hana, B og C með skafti af skúringarmoppu uns það brotnaði, í kjölfarið lamið þær með herðatré uns það brotnaði og í framhaldi lamið þær með hendi. Eftir stendur trúverðug frá sögn stúlkanna fyrir dómi um að ákærða hafi margsinnis skipað þeim að þrífa húsið áður en hún kæmi heim úr vinnu og refsað þeim fyrir annað með því að lemja þær. Fær sá vitnisburður samrýmst þeim framburði ákærðu hjá lögreglu og fyrir dómi að hún hafi ítre kað reiðst A, B og C fyrir að ganga ekki frá eftir sig og hún refsað þeim með því að slá þær ýmist í hendur, handleggi eða rass með flötum lófa. Með þeirri játningu ákærðu og dómsvætti A, B og C er sannað, án skynsamlegs vafa, að ákærða hafi, á tímabilinu frá 15. febrúar 2019 til 19. ágúst 2020, margsinnis misþyrmt dætrum sínum þremur líkamlega og andlega og stofnað velferð þeirra í hættu með ofbeldi, yfirgangi og ósiðlegu athæfi. Þykir sú háttsemi ákærðu varða refsingu samkvæmt 98. gr. og 1., sbr. 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga. Gegn eindreginni sakarneitun ákærðu og með hliðsjón af misvísandi framburði A, B og C fyrir dómi og 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 skal ákærða að öðru leyti sýkn af sakargiftum samkvæmt ákærulið C. og tekur sú sýkna til meintrar háttsemi gagnvart D . XVIII. - Ákvörðun refsinga. Samkvæmt sakavottorðum ákærðu X og Y hafa þau ekki áður sætt refsingu svo kunnugt sé. Ber að líta til þessa við ákvörðun refsingar þeirra hvors um sig. Ákærði X á sér engar málsbætur. Með hlið sjón af alvarleika þeirra brota sem hann er sakfelldur fyrir og að gættum ákvæðum 1., 2., 3., 5., 6., 7. og 8. tölulið 1. mgr. og 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing hans vægast metin fangelsi 18 mánuði. Eru ekki efni til að skilorðsbinda þá refsingu að neinu leyti. Samkvæmt 76. gr. almennra hegningarlaga skal til frádráttar dæmdri refsingu koma óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 26. október 2021 til og með dómsuppsögudags, samtals 74 dagar. Ákærða Y er í málinu sakfelld fyrir brot að mun min ni en meðákærði X . Verður litið til þessa við ákvörðun refsingar, sem og þess að ákærða gekkst að nokkru við brotum gagnvart A, B og C þótt ekki liggi fyrir bein játning hennar um refsiverða háttsemi. Þá þykir mega líta til þess að ákærða var sjálf fórnarl amb viðvarandi heimilisofbeldis af hálfu meðákærða þótt hún hafi treglega viljað gangast við því fyrir dómi. Ákærða brást hrapallega forsjár - og umönnunarskyldu gagnvart dætrum sínum og lét viðgangast um langt skeið að meðákærði beitti þær andlegu og líkam legu ofbeldi. Að öllu gættu þykir 57 refsing ákærðu hæfilega ákveðin sex mánaða fangelsi. Með hliðsjón af sakaferli ákærðu þykir mega ákveða að fresta fullnustu þeirrar refsingar þannig að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá dómsbirtingu haldi ákærða a lmennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. XIX. - Ákvörðun miskabóta. Með háttsemi þeirri sem ákærði X er sakfelldur fyrir hefur hann valdið dætrum sínum A, B , C og D ómældum miska í skilningi b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og er ákærði bótaskyldur samkvæmt því. Eins og áður greinir er ekki séð fyrir endann á því tjóni sem ákærði hefur valdið sálarlífi barnanna en þau bjuggu við langvarandi kúgun, of ríki og ógnar - og óttaástand á heimili sínu og standa nú eftir sem fósturbörn. Að þessu gættu og með hliðsjón af málsatvikum í heild þykja miskabætur til A, B og C hæfilega ákveðnar 2.500.000 krónur til hverrar um sig og bætur til D 1.500.000 krónur . Af há lfu A og B er krafist almennra vaxta af dæmdum bótum frá 4. júlí 2021 til þingfestingardags 27. september 2021, en frá þeim degi dráttarvaxta til greiðsludags. Af háldu C og D er krafist almennra vaxta frá 1. september 2020 til 27. september 2021, en síðan dráttarvaxta til greiðsludags. Verður við þá kröfugerð miðað, svo sem nánar greinir í dómsorði. Ákærða Y er dæmd sýkn af refsiverðri háttsemi gagnvart D og ber því til samræmis að vísa bótakröfu stúlkunnar frá dómi. Ákærða er á hinn bóginn bótaskyld gagn vart dætrum sínum A, B og C samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. nefndra skaðabótalaga. Með hliðsjón af málsatvikum og þeirri háttsemi sem ákærða er sakfelld fyrir þykja bætur til hverrar stúlku um sig hæfilega ákveðnar 800.000 krónur. Bera þær fjárhæðir almenna vexti frá 1. september 2020 til 27. september 2021 en frá þeim degi dráttarvexti til greiðsludags, svo sem nánar greinir í dómsorði. XX. - Ákvörðun sakarkostnaðar. Af hálfu ákæruvaldsins hefur ekki verið lagt fram sérstakt yfirlit um útlagðan sakarkostna ð undir rannsókn máls. Ákærði X beiddist dómkvaðningar matsmanns við meðferð máls fyrir dómi og liggur fyrir geðrannsókn E 7 ásamt 600.000 króna reikningi. Ber að dæma ákærða til greiðslu þess kostnaðar. Þá ber að dæma ákærða til að greiða málsvarnarlaun Jó hannesar Alberts Kristbjörnssonar verjanda síns við rannsókn og meðferð máls, sem og aksturskostnað verjanda. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og 58 að teknu tilliti til tímaskýrslu verjandans þykja málsvarnarlaun hæfilega ákveðin 3.830.385 krónur að meðt öldum virðisaukaskatti og aksturskostnaður 101.732 krónur. Gunnhildur Pétursdóttir lögmaður var verjandi ákærðu Y hjá lögreglu og fyrir dómi. Verjandi greiddi 308.210 krónur vegna aðkeyptrar túlkaþjónustu og ber að fá þann kostnað endurgreiddan úr ríkissjóði. Ákærða verður hins vegar dæmd til greiðslu málsvarnarlauna verjanda síns. Með hliðsjón af eðli og umfangi mál s og að teknu tilliti til tímaskýrslu verjandans þykja málsvarnarlaun hæfilega ákveðin 2.679.950 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Ásta Björk Eiríksdóttir var réttargæslumaður brotaþolanna fjögurra við rannsókn og meðferð málsins fyrir dómi. Með hliðsj ón af sakfellingu ákærðu beggja og 2. mgr. 236. gr. laga nr. 88/2008 verða þau dæmd óskipt til greiðslu réttargæsluþóknunar og aksturskostnaðar. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu réttargæslumanns þykir þóknun henni ti l handa hæfilega ákveðin 1.260.460 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og aksturskostnaður 79.344 krónur Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði X sæti fangelsi í 18 mánuði. Til frádráttar þeirri refsingu komi 74 daga gæsluvarðhald frá 26. október 2021 til dómsuppsögudags. Ákærða Y sæti fangelsi í sex mánuði en fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá dómsbirting u haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði X greiði A 2.500.000 króna miskabætur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 4. júlí 2021 til 27. september 2021, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði X greiði B 2.500.000 króna miskabætur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 4. júlí 2021 til 27. september 2021, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., s br. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði X greiði C 2.500.000 króna miskabætur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. september 2020 til 27. september 2021, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sö mu laga frá þeim degi til greiðsludags. 59 Ákærði X greiði D 1.500.000 króna miskabætur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. september 2020 til 27. september 2021, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þ eim degi til greiðsludags. Ákærða Y greiði A 800.000 króna miskabætur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. september 2020 til 27. september 2021, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærða Y greiði B 800.000 króna miskabætur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. september 2020 til 27. september 2021, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærð a Y greiði C 800.000 króna miskabætur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. september 2020 til 27. september 2021, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðs ludags. Bótakröfu D á hendur ákærðu Y er vísað frá dómi. Ákærði X greiði 600.000 króna matskostnað vegna geðrannsóknar, sem og 3.830.385 króna málsvarnarlaun verjanda síns, Jóhannesar Alberts Kristbjörnssonar og 101.732 króna aksturskostnað verjanda. Ákærð a Y greiði 2.679.950 króna málsvarnarlaun verjanda síns, Gunnhildar Pétursdóttur lögmanns. Ákærðu X og Y greiði óskipt 1.260.460 króna þóknun Ástu Bjarkar Eiríksdóttur réttargæslumanns A , B , C og D , sem og 79.344 króna aksturskostnað réttargæslumanns. Úr ríkissjóði endurgreiðist 308.210 króna túlkakostnaður til Gunnhildar Pétursdóttur verjanda ákærðu Y . Jónas Jóhannsson