Héraðsdómur Vesturlands Úrskurður 1 0 . júní 2020 Mál nr. E - 216/2019 : H . Edda Þórarinsdóttir gegn Guðmund i S . Péturss yni (Ólafur Thordersen lögmaður) Úrskurður I. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar um frávísunarkröfu stefnda 20 . maí sl., var upphaflega rekið sem hluti af sakamálinu nr. 70/2018, en var í þinghaldi hinn 27. september 2019 vikið til meðferðar í sérstöku einkamáli, sbr. 1. mgr. 175. gr. laga nr. 88/ 2008 um meðferð sakamála. Stefnandi er H. Edda Þórarinsdóttir , til heimilis að Giljahlíð í Borgarbyggð, en stefndi er Guðmundur S. Pétursson til heimilis að Gróf í Borgarbyggð. Dómkr afa stefnanda samkvæmt ákæru er sú að stefndi greiði stefnanda 1.200.000 krónur auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá tjónsdegi þann 17. júlí 2018 þar til mánuður var liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga, frá þeim degi til g reiðsludags. Jafnframt er gerð krafa um málskostnað. Stefndi krefst aðallega frávísunar málsins frá dómi. Til vara krefst hann þess að verða sýknaður af kröfu stefnanda en að öðrum kosti verði krafa hennar lækkuð verulega. Stefnandi krefst þess í þessum þætti málsins að frávísunarkröfu stefnda verði hafnað og að henni verði úrskurðaður málskostnaður vegna þessa. II. Málsatvik eru þau að með ákæru lögreglustjóra Vesturlands, útgefinni 6. nóvember 2018 , var höfðað sakamál á hendur stefnda , Guðmundi S. Pétu rssyni , fyrir húsbrot með því að 2 hafa skömmu fyrir miðnætti þriðjudaginn 17. júlí 2018 ruðst heimildarlaust inn í íbúðarhús að Giljahlíð í Borgarbyggð, með því að brjóta upp útidyr hússins, með þeim afleiðingum að dyrakarmur skemmdist. Var brot þetta talið varða við 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. Var þess krafist að ákærði yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá var í ákæru tekin upp framangreind skaðabótakrafa stefnanda þar sem þess er krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni 1.200.000 krónur í bætur, auk nánar tilgreindra vaxta. Kemur fram í líkamsárásar, truflunar á friðhelgi einkalífs og fjölskyldu, innb rots í læst íbúðarhús, m.a. að hurðarkarmur útidyrahurðar íbúðarhússins að Giljahlíð sé ónýtur eftir umrætt atvik. Sé byggt á því að stefndi hafi samkvæmt hinni almennu skaðabótareglu valdið stefnanda skaðabótaskyldu tjóni með því að ryðjast óboðinn inn á heimili hennar umrætt sinn. Við fyrirtöku málsins í þinghaldi hinn 27. september 2019 mætti stefnandi sjálf og lagði fram bréf vegna skaðabótakröfu sinnar, dags. 26. september 2019 , þar sem hún áréttar skaðabótakröfu sína og kveður hana sundurliðast með eftirfarandi hætti: Miskabætur vegna húsbrots kr. 790.0000 Kostnaður vegna viðgerðar á dyrakarmi sé eftirfarandi: Vinna smiðs sé 10 klst. x 7.000 kr. 70.000 Nýr hurðarkarmur ásamt hurð kr. 150.000 Akstur áætlaður 100 km kr. 11.000 Virðisaukaskattur af efni og vinnu kr. 55.440 Lögmannskostnaður ásamt vsk. kr. 123.560 Samtals kr. 1.200.000 Fylgdi framangreindu bréfi stefnanda útprentun af heimasíðunni Skanva.is þar sem sýnist vera tilgreint áætlað verð á nýjum dyrakarmi og hurð. Ákærði, stefndi í máli þessu, sem mættur var í þinghaldið ásamt verjanda sínum, viðurkenndi brot sitt en hafnaði bótakröfu í ákæru. Ákvað dómari þá, eins og fyrr segir, 3 að víkja bótakröfu stefnanda til meðferðar í sérstöku einkamáli við dóminn, sem er mál þetta nr. E - 216/2019. Lagði sækjandi í kjölfarið til að saka málinu yrði lokið með því að ákærði greiddi 150.000 króna sekt, auk málsvarnarlauna og ferðakostnaðar verjanda . Samþykkti ákærði þessi viðurlög og dómari taldi þau hæfileg. III. Til stuðnings kröfu sinni um að vísa beri máli þessu frá dómi bendir stefndi á að allur málsgrundvöllur stefnanda sé óskýr, kröfu gerðin vanreifuð og ekki studd neinum gögnum. Skaðabótakrafan, sem tekin hafi verið upp í ákæruskjal sakamálsins nr. S - 70/2018, sé með öllu ósundurliðuð og engin grein sé gerð fyrir því hvernig hin umkrafða fjárhæð sé fundin. Uppfylli krafan því á engan há tt skilyrði c - til f - liða 173. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefndi vísar til þess að skv. 1. mgr. 173. gr. laga nr. 88/2008 sé einungis heimilt að koma kröfu á framfæri við ákæranda eftir útgáfu ákæru sé fullnægt skilyrðum 1. mgr. 153. gr. til útgáfu framhaldsákæru í máli eða að ákærði samþykki, enda sé að öðru leyti fullnægt skilyrðum þess að hafa megi slíka kröfu uppi í málinu. Þar sem stefnandi sem brotaþoli í sakamálinu nr. S - 70/2018 hafi bætt við k röfugerð sína án þess að slík framhaldsákæra væri gefin út í málinu, auk þess sem ákærði í sakamálinu hafi hvorki gefið samþykki sitt fyrir slíkri framhaldsákæru né aðrar forsendur fyrir slíku væru fyrir hendi, verði ekki séð að viðbótarkröfugerð stefnanda í bréfi, dags. 26. september 2019, geti komist að í málinu. Alla vega hljóti að verða við úrlausn málsins að miða við þá kröfu sem tekin var upp í ákæru sakamálsins. Varðandi fjárkröfur stefnanda sé á því byggt að engin þörf hafi verið á að skipta um hu rð og hinn skemmda dyrakarm. Einfalt mál sé að framkvæma viðgerð á karminum og engar skemmdir hafi orðið á hurðinni. Sé með öllu ósannað að skipta þurfi um þennan dyrabúnað. Stefndi bendi á að á þeim tíma sem brot hans hafi átt sér stað hafi umrætt íbúðarh ús verið í sameign stefnanda og stefnda og þar með hurðin og dyrakarmurinn. Beri því m.a. á grundvelli aðildarreglna 1. og 2. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991 að vísa frá dómi skaðabótakröfum stefnanda vegna skemmda á dyrabúnaðinum. 4 IV. Stefnandi byggir kr öfu sína á því að stefndi hafi játað brot sitt samkvæmt ákæru og þar með að hafa brotið upp umræddar útidyr og skemmt dyrakarminn. Hafi hann með því valdið stefnanda skaðabótaskyldu tjóni sem honum beri að bæta henni samkvæmt hinni almennu sakarreglu íslen sks réttar. Hafi dyrakarmurinn sem stefndi braut upp verið ónýtur eftir verknaðinn. Hafnar hún því að krafa sín sé vanreifuð og mótmælir því að henni verði vísað frá dómi. Endurnýjun dyrakarmsins sem stefndi hafi skemmt umrætt sinn kosti samkvæmt upplýsing um tilgreinds söluaðila um 300.000 krónur með ísetningu. Þá liggi fyrir að stefndi hafi með broti sínu truflað friðhelgi einkalífs stefnanda og valdið henni miska, sem stefnda beri að bæta með greiðslu miskabóta. V. Eins og fyrr segir játaði ákærði í máli nu nr. S - heimildarlaust inn í íbúðarhú s að Giljahlíð í Borgarbyggð , með því að brjóta upp útidyr þeirri s kaðabótakröfu stefnanda sem t ekin var upp í ákæru , þar sem tiltekið er að stefnandi krefjist 1.200.000 kr að viðbættum tilgreindum vöxtum . Í kröfubréfi stefnanda til lögreglu , dags. 19. október 2018, er kröfu hennar lýst þannig að hún sé einkalífs og fjölskyldu, innbrots í læst íbúðarhús, skemmdir á útidyrakarmi og tilraunar hafi samk væmt hinni almennu sakarreglu íslensks réttar valdið stefnanda skaðabótaskyldu tjóni með því að ryðjast óboðinn inn á heimili hennar í greint sinn. Hins vegar er þar ekki að finna neina frekari sundurliðun á kröfunni eða rökstuðning fyrir henni. Þá er í kr öfugerð stefnanda engin grein gerð fyrir því eða tillit tekið til að fyrir liggur að á þeim tíma sem húsbrot stefnda átti sér stað var umrætt íbúðarhús hluti af fjárslitabúi stefnanda og stefnda, sem var þá til skiptameðferðar hjá skiptastjóra. Loks liggur fyrir að engin gögn varðandi raunverulegt tjón á dyraumbúnaði íbúðarhúss stefnanda hafa verið lögð fram í málinu. Við upphaf þinghalds í málinu nr. S - 70/2018 hinn 27. september sl. lagði stefnandi fram bréf lögmanns síns, dags. 26. september 2019 , þar se m fram k emur sundurliðun og rökstuðningur fyrir kröfu stefnanda sem ekki var að finna í framangreindri kröfugerð 5 hennar , er tekin var upp í ákæru. Er þannig í bréfi þessu m.a. tilgreint að 790.000 krónur af bótakröfunni séu miskabætur og 123.560 krónur bæt ur vegna lögmannskostnaðar. Einnig kemur þar fram sundurliðun á kostnaði vegna viðgerðar á dyraumbúnaði sem hvergi er heldur að finna í upphaflegu kröfunni. Þá fylgdi bréfinu útprentun af heimasíðu fyrirtækis þar sem fram kemur áætlaður kostnaður af nýrri hurð og dyrakarmi. Samkvæmt 1. mgr. 172. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála getur brotaþoli og hver sá annar sem telur sig hafa öðlast kröfu að einkarétti á hendur sakborningi vegna refsiverðrar háttsemi hans leitað dóms um hana í sakamáli eftir því sem nánar er ákveðið í XXVI. kafla laganna. Samkvæmt fyrri málslið 1. mgr. 173. gr. sömu laga skal kröfu eftir 1. mgr. 172. gr. komið á framfæri við lögreglu meðan á rannsókn máls stendur eða við ákæranda áður en ákæra er gefin út. Heimilt er þó eftir síða ri málslið málsgreinarinnar að koma kröfu á framfæri við ákæranda eftir útgáfu ákæru ef fullnægt er skilyrðum 1. mgr. 153. gr. laganna til útgáfu framhaldsákæru í máli eða ákærði samþykki, enda sé að öðru leyti fullnægt skilyrðum þess að hafa megi slíka kr öfu uppi í málinu. Í fyrri málslið 1. mgr. 153. gr. laga nr. 88/2008 er mælt fyrir um að ákærandi geti breytt eða aukið við ákæru með útgáfu framhaldsákæru til að leiðrétta augljósar villur eða ef upplýsingar, sem ekki lágu fyrir þegar ákæra var gefin út, gefa tilefni til. Framhaldsákæru skal gefa út svo fljótt sem verða má eftir að þörfin á henni var kunn en þó í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalmeðferð máls, nema ákærði samþykki að það sé gert síðar, sbr. síðari málslið málsgreinarinnar. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að stefnanda hafi verið heimilt, með vísan til ákvæða 172. og 173. gr. laga nr. 88/2008, að koma að í málinu framangreindri viðbótarkröfugerð sinni í bréfi, dags. 26. september 2019, og verður því ekki til hennar litið vi ð úrlausn málsins. Að öllu framangreindu virtu verður á það fallist með stefnda að bótakrafa stefnanda í málinu, svo sem hún var sett fram með kröfubréfi hennar, dags. 19. október 2018, og tekin upp í ákæru málsins nr. S - 70/2018, sé svo vanreifuð og grund völlur hennar svo óljós að ófært sé að leggja á hana dóm. Verður því ekki hjá því komist að vísa máli þessu frá dómi. Með hliðsjón af þessum málsúrslitum, og með vísan til 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, verður stefnanda gert að greiða stefnda 200.000 krónur í málskostnað. 6 Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, H. Edda Þórarinsdóttir, greiði stefnda, Guðmundi S. Péturssyni, 200.000 krónur í málskostnað. Ásgeir Magnússon