Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur mánudaginn 23. maí 2022 Mál nr. E - 3561/2021 : Urð og grjót ehf. ( Ingvar Ásmundsson lögmaður ) g egn Reykjavíkurborg ( Kristín Sólnes lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 27. apríl sl., er höfðað 25. júní 2021 af stefnanda, Urð og grjóti ehf., [...] , á hendur stefnda, Reykjavíkurborg, [...] . Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 1.634.080 krónur með dráttarvöxtum, samkvæ mt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 16. september 2019 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. I Málsatvik Stefnandi tók að sér verk fyri r stefnda samkvæmt verksamningi 27. ágúst 2018 sem komist hafði á milli aðila á grundvelli útboðs um gatnagerð og lagnir í Úlfarsárdal. Verkið var hluti af fyrri áfanga framkvæmda við verkið Úlfarsárdalu r stækkun hverfis gatnagerð og lagnir og náði m.a. til dýpkunar Leirtjarnar og gerðar nýrrar útrásar úr henni ásamt gatnagerð og lögnum í austurhluta hverfisins, þ.e. Silfratjörn og austurhluta Gæfutjarnar eins og fram kemur og nánar er lýst í útboðs - og verklýsingu stefnda frá apríl 2018. Ge ngið var til samninga við stefnanda á grundvelli tilboðs hans í verkið og voru verklok áætluð 1. nóvember 2018. Í málinu liggur fyrir að starfsmenn Landsnets stöðvuðu stefnanda 3. október 2018 þar sem hann var við vinnu undir háspennulínu á vinnusvæðinu. F ram kom í samskiptum starfsmanns verkeftirlits og stefnda með framkvæmdinni þann dag að ekki hefði verið sótt um leyfi frá Landsneti fyrir vinnu í grennd við háspennulínuna. Í svarpósti stefnda sama dag kvaðst starfsmaður stefnda vera búinn að ræða við sta rfsmann Landsnets og að hann myndi óska eftir verkleyfi. Þangað til þyrfti það að vera alveg ljóst að verktaka væri ekki heimilt að vinna undir línunni. Starfsmaður verkeftirlits sendi stefnanda strax tölvupóst þar sem fram kemur að búið væri að óska eftir verkleyfi sem yrði afgreitt strax 2 sýnt er á meðfylgjandi teikningu, verkið felst í greftri, fleygun, lagnavinnu og fyllingu Í tölvupósti starfsmanns Landsnets að morgni 8. október 2018 til stefnda og eftirlitsaðila verkkaupa kemur fram að áður en Landsnet gefi út verkleyfi vegna þessara framkvæmda hafi þeir áhuga á að hitta verkeftirlit og fulltrúa verktaka á verkstað til að skoða aðstæður og fara yfir það helsta varðandi öryggismálin. Í tölvupósti starfsmannsins síðar sama dag kemur fram að hann hafi skoðað aðstæður á verkstað og rætt við verktakann og eftirlitsaðila frá Mannviti. Eins og fram komi í beiðni um verkleyfi sé töluverð vinna me ð stórvirkum vinnuvélum ráðgerð undir 132KV Korpulínu 1 og nokkur óvissa sé með tímalengd verksins en þó líklegt að það mundi taka einhverja daga. Landsnet muni því verða með spennuvörð á verkstað meðan vinna sé í gangi en hlutverk hans sé að fylgjast með að tækjastjórar sýni aðgæslu og minni á þær hættur sem geti skapast af háspennulínum í rekstri. Áður en verkleyfi verði gefið út sé óskað eftir tímasettri áætlun til að tryggt sé að Landsnet hafi tiltækan mann til spennuvörslu. Í tölvupósti starfsmanns ver keftirlits 8. október 2018 kom fram að hann og fyrirsvarsmaður stefnanda hafi hitt menn frá Landsneti á verkstað til að fara yfir vinnu starfsmaður sem stendur yfir Gassa meðan h Aðilar áttu í samskiptum dagana 21. til 28. janúar 2019 þar sem stefnandi setti fram kröfu um að stefndi borgaði fyrir losun á klöpp í yfirfallsskurði við Leirtjörn í tímavinnu. Stefndi kveðst ekki geta samþyk kt kröfu um fleygun á yfirfallsskurði sem aukaverk þar sem í útboðsgögnum væri tekið fram að loftlína sé á staðnum sem verktaki þurfi að taka tillit til og að í greiðslulið vegna þess verkliðar væri tekið fram að greitt S fjárhæð 1.634.080 krónur með virðisaukaskatti. Með reikningnum var fylgiskjal með fle október til 2. nóvember 2018. Þá koma þar fram þeir tímar sem stefnandi taldi hafa farið í verkið og einingarverðin 14.200 krónur fyrir beltagröfu, 5.680 krónur fyrir fle yg og 5.500 krónur fyrir vélamann. Samkvæmt fylgiskjalinu nam heildarfjárhæð verksins krónum og 1.634.080 krónur því til greiðslu samkvæmt reikningnum. Stefndi hafnaði re ikningi og kröfu stefnanda um aukaverk með tölvupósti 8. september 2019 með vísan til þess að henni hefði áður verið hafnað og að sú höfnun stæði. Stefndi hafnaði reikningnum og kröfunni enn á ný með tölvupósti 28. október 2019. 3 Í svarpósti stefnanda sama dag kemur fram að í verklýsingu séu tvær blaðsíður um hvernig standa skuli að sprengingu í verkinu en svo komi skýrt fram í fundargerðum niður og mun dýrara væri að fle yga en sprengja auk þess sem fleyga þyrfti miklu meira magn. Óskaði stefnandi eftir frekari rökstuðningi fyrir höfnun. Í svarpósti stefnda degi síðar segir að það komi ekki fram í fundargerðum að allar sprengingar séu bannaðar. Aukaverkakröfunni hefði veri ð hafnað með vísan í kafla 2.3.4 lengdarmetra af ræsi, rúmmetra af fleygun, greftri og fyllingu með uppgröfnu efni. Þá var tekið fram að í kafla 2.2.2 kæmi fram um bergskeringar að vakin væri athygli á því að yfir hluta vinnusvæðis lægi 132KV loftlína sem verktaki þyrfti að taka tillit til. Þá hefði verktaki ekki skilað inn dagskýrslum né hefði hann tilkynnt áður eða á meðan fleygun stóð yfir að um aukaverk væri að ræða heldur hefði krafa komið fram þremur mánuðum eftir að vinnu lauk við fleygun yfirfallsskurðar. Í svari stefnanda sama dag var ítrekað að skýrt kæmi fram í fundargerðum að bannað væri að sprengja. Það vær Stefnandi ítrekaði sjónarmið sín í tölvupósti 3. nóvember 2019. Með bréfi lögmanns stefnanda 6. febrúar 2020 var þess kraf ist að stefndi greiddi kröfu stefnanda með áföllnum dráttarvöxtum vegna aukaverks sem stefnandi hefði þurft samkvæmt honum grundvallaðist á þeim aukna kostnaði sem aukaverk ið hefði haft í för með sér. Stefnanda hefði verið meinað að sprengja klöpp, líkt og ráðgert hefði verið í verklýsingu í kafla 2.2.2 um bergskeringar og lagt hefði verið til grundvallar í tilboðsskrá stefnanda, vegna nálægðrar við háspennulínu. Hefði stefn andi því neyðst til að fleyga klöppina með beltagröfu með fleyg. Þá sagði að starfsmenn Landsnets hefðu stöðvað vinnu stefnanda þar sem verkkaupi hefði ekki aflað viðhlítandi verkleyfis vegna hennar. Ítrekað hefði komið fram, m.a. í samskiptum á verkstað, milli stefnanda og Ævars Valgeirssonar, starfsmanns verkfræðistofunnar Mannvits, sem hefði verið eftirlitsaðili verkkaupa með verkinu, að stefnanda væri óheimilt að sprengja klöppina vegna nálægðar við háspennulínu. Vísað var til tölvuskeytis Helga Þorvald ssonar hjá Landsneti um það. Þá sagði í bréfinu að vart þyrfti að fjölyrða um nauðsyn aukaverksins eða þá staðreynd að fleygun klapparinnar hafi verið langtum kostnaðarsamari en sprenging hennar sem áætluð hefði verið í upphafi. Kröfunni hafi ítrekað verið hafnað án rökstuðnings. Í svarbréfi stefnda 13. febrúar 2020 var kröfum stefnanda hafnað og áréttað að krafan hefði verið sett fram þremur mánuðum eftir verklok og ekkert upplýst um það á fyrri stigum að stefnandi teldi um aukaverk að ræða. Þá hefði stefn andi ekki skilað inn 4 neinum dagskýrslum í verkinu og aldrei gert grein fyrir hvaða starfsmenn unnu að verkinu, hvaða tæki hafi verið notuð og á hvaða tíma. Stefndi hafnaði því að ítrekað hefði komið fram í samskiptum stefnanda og eftirlitsmanns með verkinu að verktaka væri óheimilt að sprengja klöppina. Þá voru áréttuð ákvæði í kafla 2.2.2 þar sem vakin væri athygli á því að yfir hluta vinnusvæðis lægi 132KV loftlína sem verktaki þyrfti að taka tillit til. Þá kæmi fram í 5. mgr. kaflans að verkþátturinn inn ifæli bergskeringu fyrir götum, torgi og bílastæðagötum. Kafli 2.2.2 tæki ekki á gerð ræsis í útrásarfarvegi heldur væri það tekið fyrir í kafla 2.3.4 þar sem fram kæmi í síðustu málsgreininni varðandi ræsi, rúmmetra af fleygun, greftri segir í bréfinu að í kafla 2.2.2 um bergskeringar komi fram kröfur til verktaka hyggist hann sprengja klöppina og til hvaða aðger ða hann þurfi að grípa. Ekkert af því sem þar væri mælt fyrir um hafi stefnandi gert eða nefnt á verkfundum eða í tölvupóstum að hann hygðist gera áður en hann hóf að fleyga skurðinn. Það væri mat stefnda að stefnandi hefði aldrei ætlað sér að sprengja klö ppina. Að lokum sagði að ástæða þess að Landsnet hefði ekki gefið út verkleyfi fyrir þessari vinnu hefði verið sú að stefnandi hefði ekki lagt fram tímasetta verkáætlun heldur hefði farið og klárað verkið án þess að láta nokkurn mann vita með tilheyrandi h ættu. Í tölvupósti starfsmanns Landsnets til stefnanda, starfsmanns stefnda og starfsmanns verkeftirlits Mannvits 27. nóvember 2019 segir að Landsnet hafi ekki gefið út verkleyfi fyrir þessari vinnu þar sem þeir hefðu hvorki fengið ítrekaða beiðni um verkl eyfið né tímasetta verkáætlun eins og beðið hefði verið um. Á fundi þeirra hefðu háspennulínum og að sjálfsögðu leyfum við almennt ekki jarðvegssprengingar undir leiðuru m lína eða nærri burðarvirkjum lína þó svo ég geti ekki staðfest að það hafi Stefnandi höfðaði mál þetta 25. júní 2021. Skýrslur í málinu gáfu fyrirsvarsmaður stefnanda, Garðar Þorbjörnsson, Hilmar Örn Egilsson, sta rfsmaður stefnanda, Helgi Benedikt Þorvaldsson, starfsmaður Landsnets, Ævar Valgeirsson, starfsmaður Mannvits og eftirlitsmaður verkkaupa, Róbert Guðmundur Eyjólfsson, starfsmaður stefnda og verkefnisstjóri verksins, Rúnar Gísli Valdimarsson, starfsmaður M annvits og eftirlitsmaður verkkaupa, og Rúnar Þór Gunnarsson, verkefnisstjóri hjá stefnda á verktíma. II Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir málatilbúnað sinn á því að hann eigi rétt á greiðslu úr hendi stefnda vegna aukaverks við fleygun í yfirfallsskurði við Leirtjörn í tengslum við verkþátt 2.3.4 5 í útboðsgögnum stefnda um losun klappar í útrásarfarvegi. Verkið hafi falist í og sé til komið vegna þess að til þess að ljúka þessum verkþætti hafi þurft að fleyga klöpp ina í stað þess að sprengja hana eins og þó hefði verið gert ráð fyrir í verklýsingu í útboðsgögnum stefn da og stefnand i gengið út frá í tilboði sínu. S tefnandi telur ljóst að verkið sé a ukaverk sem ekki rúmist innan samningsverksins og því beri stefnda að greiða fyrir það sem slíkt. Stefnandi byggir á því að verklýsing í útboðsgögnum hafi verið ófullnægjandi og villandi að því er snertir þennan verkþátt um losun klappar. Á því ber i stefndi ábyrgð samkvæmt meginreglum verktakaréttar. Ó umdeilt sé að verkið hafi verið unnið með þeim hætti sem stefnandi byggi á og hafi stefndi ekki mótmælt fjárhæð kröfunnar sem slíkr i . Stefnandi byggir á því að þ rátt fyrir að í trustu formreglum hafi ekki verið fylgt varðandi framsetningu kröfu um aukaverk verði ekki fram hjá því litið að stefnda hafi verið kunnugt um aðstæður á verkstað og möguleg áhrif þeirra á framkvæmd þessa verkþáttar. Þá haf i aðrar auk av erkakröfur stefnanda verið samþykktar án þess að stefndi bæri við formreglum ÍST 30 . Að mati stefna nda verð i reglur staðalsins því ekki lagðar til grundvallar við úrlausn um hina umþrættu kröfu. Stefnandi byggir á því að í útboðs - og verklýsingu hafi raunar sérstaklega verið mælst til þess að notast væri við sprengingar vegna klapparlosunar í tengslum við í kafla 2.3.4. Kafli 2.2.2 um gildi um jarðvinnu í tengslum við þann verkþátt. Þar komi fram að gert sé ráð fyrir að klöpp/móhella sé það jarðlag sem losa verði um með sprengingum eða fleygun. Jarðlag sem 30 - 32 tonna beltagrafa með tennta skóflu vinni ekki á heyri undir þennan lið. Sú klöpp sem fjallað sé um í kafla 2.3.4 í verklýsingu falli undir framangreinda skilgreiningu í kafla 2.2.2. Í kafla 2.2.2 k omi Í kaflanum sé svo nánar útlistað hvernig staðið skuli að sprengingum. Þar sem langtum háværara og tímafrekara væri að fleyga klöppina hafi það verið skilningur stefnand a við gerð tilboðs ins að honum væri í reynd bæði rétt og skylt að sprengja klöppina til þess að uppfylla kröfur verklýsingarinnar. Þá túlkun á útboðsgögnum verði að telj a hefðbund na og eðlileg a enda í sa mræmi við orðanna hljóðan. Hafi ætlunin með verklýsingunni verið að heimila einungis fleygun á klöppinni hefði slíkt þurft að koma fram með mun skýrari hætti. Í öllu falli verð i stefndi að bera hallann af óskýrleika í þessum efnum. Með vísan til framangrei nds sé mótmælt sem rangri staðhæfingu stefnda í svarbréfi hans 13. febrúar 2020 um að kafli 2.2.2 nái ekki til um rædds útrásarfarveg s. innifel[i] bergskeringu fyrir götum, ar ræsis í útrásarfarvegi. Stefnandi bendir á að í kafla 2.2.2 komi fram að hluti 6 vinnusvæðisins liggi undir 132KV loftlínu og því verði verktaki að vera í sambandi við Landsnet vegna klapparlosunar í útrá s frá Leirtjörn undir loftlínunni. Geri verklýsing kafla 2.2.2 því að hluta til ráð fyrir því að vinna við umræddan útrásarfarveg falli undir kaflann. Af þessum sökum sé óskýrleiki í verklýsingunni sem samkvæmt almennum reglum og sjónarmiðum ber i að túlka stefnda í óhag. Enn fremur og til enn frekari rökstuðnings bendir stefnandi á það að verklýsing verkþáttar 2.3.4 vísar í kafla 3 sem vísar svo aftur í kafla 2.2.2. Í sama svarbréfi stefnda sé þeirri rangfærslu einnig haldið fram að kafli 2.3.4 í verklýsin gu varðandi magntölur og uppgjör sé svohljóðandi: lengdarmetra af ræsi, rúmmetra af fleygun, greftri og fyllingu með uppgröfnu efni. Með vísan til þessa orðalags byggi stefndi svo á þ ví í bréfinu að hvergi sé nefnt að stefnandi hafi haft leyfi til að sprengja. Þ etta sé ekki rétt. Hið rétta sé að verklýsing kafla 2.3.4 kveði sem fel i því í sér annaðhvort fleygun eða sp rengingar eða eftir atvikum hvort tvegg ja . Þessi rangfærsla stefnda skipti sköpum þegar verið sé að meta hvort stefnandi hafi mátt ætla við gerð tilboðs að honum væri uppálagt og heimilt að sprengja klöppina. Þessari sömu rangfærslu sé ítrekað haldið fram af stefnda eða eftirlitsmanni verksins í samskipum við stefnanda eins og fram komi í gögnum málsins . Er stefnandi hafi boðið í verkið hafi legið ljóst fyrir að hann hygðist sprengja klöppina Þetta m egi m.a. leiða af þeirri staðreynd að hann hafi boðið 3.200 krónur í hvern rúmmetra sem yrði fjarlægður úr klöppinni. Hefði stefnandi vitað að honum væri það óheimilt, þvert gegn því sem mælst hefði verið til í verklýsingu stefnda, hefði boð hans í verkþáttinn numið mun hærri fjárhæð enda mun kostnaðarsamara að fleyga en sprengja. Um þetta v ísar hann til tilboðs stefnanda í verklið 3.2.5 sem ber heitið Losun á klöpp/móhellum í skurðum . Vinna við þann verklið hafi þurft að fara fram með fleygun . T ilboð stefnanda hafi því miðast við að hver rúmmetri af bergi yrð i fleygaður fyrir 8.000 kr ónur enda langtum kostnaða rsamara að fleyga en sprengja. Stefnandi byggir á því að þegar til átti að taka hafi honum verið meinað að sprengja umrædda klöpp þrátt fyrir að verklýsing hafi gert ráð fyrir að slíkt væri heimil t , og þ ar hefði raunar verið sérstaklega mælst til þess . Þá hafi stefnda verið ljóst að stefnandi hygðist upphaflega fara þá leið að sprengja klöppina . Því til stuðnings byggi stefnandi í fyrsta lagi á því að starfsmenn Landsnets hafi stöðvað störf hans 3. októb er 2018 er hann var við vinnu á umræddum verkþætti 2.3.4 Ræsi í útrásarfarvegi vegna nálægðar við háspennulínu . Stefndi hafi einhverra hluta vegna ekki aflað viðhlítandi verkleyfis frá Landsneti vegna vinnunnar. Renni það frekari stoðum undir þá fullyrðing u stefnanda að verklýsing hafi verið ófullnægjandi. Í framhaldinu hafi stefndi sótt um verkleyfi til Landsnets vegna vinnu stefnanda undir 7 háspennulínunni. Landsnet hafi þó aldrei gefið út l eyfi og gefið þá skýringu að hvorki hafi komið fram ítrekuð beiðni um verkleyfið né tímasett verkáætlun. Að mati stefnanda hefði í öllu falli aldrei fengist leyfi til sprenginga á þessari klöpp vegna nálægðar við háspennulínuna eins og fram komi í tölvuskeyti starfsmanns Landsnets 27. nóvember 2019 . Í öðru lagi hafi ítrekað komið fram í samskiptum á verkstað á verktíma að óheimilt væri að sprengja klöppina og hafi Ævar Valgeirsson, eftirlitsmaður verksins, t.d. tjáð starfsmönnum stefnanda það . Stefnandi telur ljóst að útboðsgögn hafi gert ráð fyrir að umrædd klöpp y rði losuð með sprengingum og að tilboð stefnanda hafi grundvallast á því. Þá telur stefnandi liggja ljóst fyrir að honum hafi verið meinað að sprengja umrædda klöpp þrátt fyrir að í verklýsing u hafi í raun verið mælst til þess. Hann hafi því neyðst til að fleyga klöppina með beltagröfu til að ljúka við þennan verkþátt. Að mati stefnanda sé ljóst að sú aukna vinna hafi falið í sér aukinn kostnað umfram það sem gert hefði verið ráð fyrir í tilboði hans. Rúm i st hluti vinnunnar við verkþáttinn því ekki innan ve rksamnings aðila og sé því aukaverk sem stefnda ber i að greiða stefnanda sérstaklega fyrir. Dómkrafa stefnanda byggi st á þessu m sjónarmiðum en samkvæmt fylgiskjali við reikning vegna kröfunnar sé kostnaður vegna bergskeringar samkvæmt tilboðsskrá stefnand a dreginn frá heildarkostnaði við losun klapparinnar og þannig sé stefnufjárhæð málsins fundin . Stefnandi kveðst árétta að stefnda hafi verið kunnugt um þau vandkvæði sem upp komu við losun klapparinnar og afskipti Landsnets af framkvæmdinni. Stefnda hafi því strax mátt vera ljóst að aukinn kostnaður myndi falla til vegna þessa. Hefði verklýsing í útboðsgögnum verið fullnægjandi og skýr um hvernig losa ætti klöppina hefði tilboð stefnanda og verksamningur aðila tekið mið af því. Hallann af þessum óskýrleika verð i stefndi að bera. Krafa stefnanda um dráttarvexti byggi st á 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 og reiknast frá og með þeim eindaga sem tilgreindur sé á útgefnum reikningi stefnanda . Auk þess vísar stefnandi um l agarök til meginreglna fjármunaréttar, þ. m.t. verktakaréttar . Krafa um málskostnað styðst við ákvæði 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. III Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi hafnar öllum sjónarmiðum stefnanda og krefst sýknu. Stefndi mótmælir því að í verklýsing u hafi verið gert ráð fyrir eða mæl t fyrir um að sprengja ætti klöppina í stað þess að fleyga hana eins og stefnandi haldi fram. Ágreiningur málsins varð i framkvæmd verkþáttar 2.3.4 í útboðsgögnum sem ber i heiti ð ræsi Ø 600 í gegnum klapparhaft í útrásarfarvegi. Fylgja skal öllum kröfum varðandi pípur, jarðvinnu og lagnavinnu eins 8 sé jarðvinna, þ.e. bergskeringar í gegnum klapparhaft, og segi í up plýsingum um magntölur og uppgjör að greitt sé fyrir rúmmetra af ber g skeringu. Í grein 2.3.4 sé þannig fjallað um bergskeringar sem get i almennt verið framkvæmd ar með fleygun eða sprengin g um. Í greininni sé vísað í kafla 3 en í grein 3.2.5 sé sérkafli sem fjalli um losun á klöpp/móhellu í skurðum. Þar sé einvörðungu fjallað um fleygun og vísað til þess að grein 2.2.2 varðandi klapparlosun Í g rein 2.2.2 sé fjallað almennt um bergskeringa r. Þar komi fram að verktaki skuli almennt haga vinnu við fleygun og sprengingar þannig að sem minnst ónæði og rask verði fyrir vegfarendur og íbúa nærliggjandi svæða. Vakin sé athygli á því að yfir hluta vinnusvæðis liggi 132 KV loftlína sem verktaki þurfi að taka t illit til og skuli hann vera í sambandi við Landsnet vegna klapparlosunar í útrás frá Leirtjörn undir loftlínunni. Þá komi fram að með bergskeringum í kaflanum sé átt við að klöpp/móhella sé það jarðlag sem losa verði með sprengingum eða fleygun. Þá segi : erkþátturinn innifelur bergskeringu fyrir götum, torgi og bílastæðagötum. Losun klappar/móhellu skal framkvæma með eins lágværum hætti og kostur er , sem kallar á sprengingar fremur en Þá sé í greininni að finna ítarlegan gátlista um sprengingar í þéttbýli sem ekki sé að sjá að stefnandi hafi hugsað sér að fara eftir. Stefndi byggir á því að þar sem einvörðungu sé fjallað um fleygun í grein 3.2.5 í útboðsgögnum hafi stefnanda átt að vera ljóst að honum hafi borið að fleyga klöppina í skurðinum, ekki sprengja hana. Útboðsgögn hafi þannig ekki gert ráð fyrir að klöppin yrði sprengd. Stefndi byggir á því að umfjöllun um losun klappar/móhellu í grein 2.2.2, sem kalli fremur á sprengingar en fleygun, eigi einvörðungu við um götur, torg og bílastæðagöt ur en ekki þann verklið sem krafa stefnanda lúti að . Stefndi bendir á að v erkstaður hafi ekki verið í þéttri byggð og því hafi fleygun ekki sömu áhrif og ef um væri að ræða framkvæmdir t.d. í íbúðabyggð eða mjög nærri íbúðabyggð, sbr. einnig umfjöllun um g átlista um sprengingar í þéttbýli í grein 2.2.2. Hvað sem framangreindu þó líð i hafi í útboðsgögnum ekki verið tekin afstaða til þess hvort klöppin yrði fleyguð eða sprengd líkt og stefnandi haldi fram heldur sé almennt vísað til bergskeringa sem n ái yfir báðar framangreindar aðferðir. Stefndi bendir í þessu samhengi á að í tilboðsskrá stefnanda sé fjallað um bergskeringu en ekki fleygun . Stefndi telur lýsingu í útboðsgögnum hafa verið skýra . Stefndi tekur fram að vissulega hafi hann vísað með röngum hætti til greinar 2.3.4 í útboðsgögnum þegar kröfu stefnanda var hafnað . Það skap i stefnanda þó ekki betri rétt en ella og breyti engu um niðurstöðu málsins . Til viðbótar við framangreint ligg i fyrir að stefnanda hafi borið , teldi hann misræmi vera til staðar í útboðsgögnum, að láta verkkaupa, stefnda, vita um hina ætluðu villu áður en hann framkvæmdi verkþátt 2.3 .4, sbr. grein 0.6.4 í útboðsgögnum . Því hafi 9 hann ekki sinnt og því fyrirgert rétti sínum til greiðslu vegna ætlaðs aukaverks vegna æ tlaðs misræmis í útboðsgögnum. Þá hafnar stefndi því sem ósönnuðu að stefnandi hafi ætlað að sprengja klöppina eða að það hafi hann lagt til grundvallar tilboði sínu í verkþáttinn. Engin gögn liggi fyrir um það. Stefndi bendir í þessu samhengi á að í kafla 2.2.2 í útboðsgögnum sé fjallað um að verktaki, þ.e. stefnandi, þurfi að vera í sambandi við Landsnet vegna klapparlosunar. Það hafi stefnandi ekki gert. Það hafi ekki verið fyrr en hann hafi hafið vinnu í nálægð við háspennulínuna án leyfis sem starfsmað ur Landsnets stöðvaði hann . S tefnandi hafi vanrækt að afla leyfis og því hafi stefndi haft milligöngu um það enda ljóst að slík vanræksla hefði getað leitt af sér mikið tjón líkt og starfsmaður Landsnets hefði bent á . Leyfið hefði á hinn bóginn aldrei veri ð gefið út þar sem stefnandi lagði aldrei fram tímasetta verkáætlun til Landsnets líkt og honum hafi borið að gera. Stefnandi hafi haldið áfram með verkið og engu skeytt um hvort leyfið, sem honum hafi þó mátt vera ljóst að bæri að afla, lægi fyrir og að eftirlitsmaður frá Landsneti yrði viðstaddur meðan á vinnu stæði líkt og hafi verið rætt um . Stefndi hafi ekki lagt fram nein gögn eða upplýst um það á verkfundum eða öðrum vettvangi að hann hygðist sprengja útrásar farveginn. Í málatilbúnaði sínum hafi hann m.a. byggt á því að grein 2.2.2 í útboðsgögnum hafi átt við um bergskeringuna en það verklag sem hann hafi viðhaft við framkvæmd verksins sé þó ekki til marks um að hann hafi lagt þann skilning til grundvallar. Þa nnig verð i ekki framhjá því litið að stefnandi aflaði ekki leyfis lögreglu, upplýsti ekki eftirlitsmenn eða sinnti fyrirmælum greinar 2.2.2 í útboðsgögnum að öðru leyti. Þá hafi stefnandi verið stöðvað u r á beltagröfu við vinnu undir háspennulínunni en hann hafi ekki verið að undirbúa sprengingar . Stefnandi bendir á að stefndi hafi ekki farið fram á að fá fleygun vegna verkþáttar 2.3.4 greidda sem aukaverk áður en verkið hófst heldur fyrst um þremur mánuðum eftir að því hafi lokið og þá hafi stefndi verið bú inn að greiða fyrir þennan verkþátt. Ljóst sé af fyrirliggjandi reikningum að stefnandi hafi rukkað fyrir verkþátt 2.3.4 að fullu samkvæmt greiðslulið og eftirlitsmenn samþykk t þá reikninga. S tefnandi hafi því verið búinn að fá greitt að fullu fyrir umrædd a bergskeringu áður en hann setti fram kröfu vegna ætlaðs aukaverks. Það hafi raunar ekki verið fyrr en stefnandi lagði fram viðbótarkröfu um greiðslu að eftirlitsaðilar hafi verið upplýstir um að stefnandi teldi sig hafa innt af hendi hið ætlaða aukaverk. Stefndi bendir á að hafi stefnandi talið að hann ætti að fá meira greitt fyrir að fleyga klöppina en hann fór fram á í tilboði sínu hafi hann átt að leitast við að semja um nýtt eininga r verð áður en vinna við verkþáttinn hófst. Það hafi hann látið hjá líða að gera. Verði stefnandi að bera hallan n af því að hafa ekki hagað verklagi hvað þetta varðar í samræmi við fyrirmæli verksamnings, útboðsg ögn og ÍST - 30. 10 Stefndi hafnar því að eininga r verð stefnanda í verkþætti 2.3.4 samkvæmt tilboðsskrá gefi tilefni til þess að draga þá ályktun að hann hafi lagt til grundvallar tilboði sínu að sprengja klöppina. E ininga r verð ið geti allt eins bent til þess að hann hafi talið klöppina auðvinnanlegri en raunin hafi orðið . Þar að auki liggi fyrir að stefnandi hafi ekkert sprengt í heildarverkinu. Þá bendir stefndi á að fram komi í tilboðsskrá stefnanda að hann geri ráð fyrir sama eininga r verði fyrir verkþátt 2.2.2 sem sé bergskering í götustæði . Ekki verð i þannig séð með samanburði á eininga r verðum stefnanda í verkþáttum 2.2.2 og 2.3.4 að eininga r verð fyrir bergskeringu í verkþætti 2.3.4 sé óeðlilega lágt. Með vísan til framan greinds telur stefndi ósannað að stefnandi hafi ætlað sér að sprengja klöppina og að hann hafi lagt það til grundvallar tilboði sínu. Stefndi byggir á því að stefnanda hafi ekki verið meinað að sprengja klöppina eða að honum hafi verið það óheimilt líkt og stefnandi haldi fram enda ligg i engin gögn fyrir um það í málinu . Stefnanda hafi samkvæmt grein 2.2.2 í útboðsgögnum borið að vera í sambandi við La ndsnet vegna klapparlosunar í útrás frá Leirtjörn undir loftlínunni. Það hafi stefnandi vanrækt að gera. Verkleyfi hafi ekki verið gefið út af hálfu Landsnets þar sem stefnandi vanrækt i að afhenda tímasetta verkáætlun eða upplýsingar um vinnutilhögun yfir höfuð og hafi því aldrei komið til þess að tekin væri afstaða til tilhögun ar verksins af hálfu leyfisveitanda. Þetta hafi starfsmaður Landsnets staðfest í tölvupósti 27. nóvember 2019 s em hann sendi rúmu ári eftir að atvik gerðust og í tilefni af fyrirspurn stefnanda að því er virðist . Þar k omi skýrt fram að Landsnet hefði ekki gefið út verkleyfi þar sem því var ekki sinnt að skila inn umbeðnum gögnum. Þá ligg i fyrir upplýsingar frá Land sneti um að almennt sé ekki lagt bann við því að sprengja í námunda við háspennulínur . Þá vís ar stefndi til þess sem fram sé komið um að stefnandi hafi aldrei ætlað sér að sprengja klöppina. Stefndi mótmælir því sem röngu að Ævar, eftirlitsmaður verksins, hafi tjáð starfsmönnum stefnanda og öðrum að óheimilt væri að sprengja klöppina. Þá sé því hafnað að stefnda hafi verið kunnugt um aðstæður og framkvæmd í tengslum við verkþáttinn og möguleg áhrif þess. Hvað sem framangreindu líði sé þó aldrei hægt að taka kröfu stefnanda til greina þar sem hann hafi vanrækt að framfylgja kröfum útboðsgagna og ÍST 30 við framkvæmd hins ætlaða aukaverks og skorti því sönnun á umfangi verksins og þar með hve langan tíma hafi tekið að vinna það. Í b - lið greinar 0.4.1 í útboðs gögnum sé fjallað um aukaverk og það verklag sem beri að viðhafa komi t il aukaverka á framkvæmdatímanum . Þar sé vísað til þess að aukaverk sé skilgreint í grein 1.2.5 í ÍST 30 . Þetta sé einnig áréttað í grein 0.5.3 í útboðsgögnum þar sem fjallað sé um viðbótarverk og aukaverk . Aukaverk komi til vegna skorts á upplýsingum, ónákvæmni eða mistaka í útboðsgögnum og öfugt við viðbótarverkin geti aukaverk einungis valdið kostnaðarauka á verkinu. Þá segi þar nánar að k omi til viðbótarver k eða aukaverka skuli fylgja ákvæðum greinar 3.6 í ÍST 30 og að 11 v erktaki megi engin aukaverk eða viðbótarverk vinna nema samkvæmt skýlausum fyrirmælum verkkaupa. Allar yfirlýsingar um breytingar skul i vera skriflegar, svo og kröfugerð og samningar. Í grein 1.2.5 í ÍST 30 komi fram a ð aukaverk séu þau verk eða verkþættir sem óhjákvæmilegt sé að framkvæma til að unnt sé að ljúka verksamningi en ekki er getið um í verklýsingu og/eða magntöluskrá. Stefnandi hafi í engu sinnt fyrirmælum vegna hins ætlaða aukave rks heldur hafi hann einfaldlega gert kröfu um greiðslu fyrir það þremur mánuðum eftir framkvæmd og eftir að hafa fengið að fullu greitt fyrir umræddan verkþátt og móttekið greiðslu án athugasemda. Engin skrifleg gögn ligg i frammi því til staðfestu að hið ætlaða aukaverk hafi verið borið undir verkkaupa, þ.e. stefnda. Að sama skapi sé hvergi að finna í fyrirliggjandi gögnum samþykki stefnda vegna hins ætlaða aukaverks heldur ligg i þvert á móti fyrir að stefndi hafnaði því ítrekað að um aukaverk væri að ræða . Þá hafi stefnandi ekki skilað innmælingu á klapparyfirborði svæðis þar sem fleygun in hafi farið fram og ekki gefið eftirlitsaðila tækifæri til að vera viðstaddur eins og mælt sé fyrir um í kafla 3.2.5 í útboðsgögnum . Um sé að ræða ósannaða staðhæfingu af hálfu stefnanda að klöppin hafi verið fjórir metrar enda hafi stefnandi komið í veg fyrir að stefndi gæti sannreynt það. Einnig bendir stefndi á að eftirlitsaðilum hafi aldrei borist dagskýrslur frá stefnanda eins og kveðið sé á um í grein 3.3.3 í ÍST 30, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um á verkfundum. Þá hafi stefnda ekki borist uppfærð verkáætlun en skylda til að útbúa verkáætlun hvíli á stefnanda. Vegna vanrækslu stefnanda að framfylgja framangreindum fyrirmælum sé ekki hægt að t aka kröfu hans til greina. Með vísan til þessa sé hið ætlaða aukaverk og umfang þess ósannað. Stefndi kveðst árétta að stefnandi hafi verið bundinn við fyrirmæli útboðsgagna og ÍST 30 við framkvæmd verkþáttarins og að skilmálar staðalsins hafi gilt um verk ið . Þá hafni stefndi því að aðrar aukaverk a kröfur hafi verið samþykktar án þess að stefndi hafi borið við formreglum ÍST 30 og að það skapi stefnanda betri rétt. Stefndi bendir á að þau aukaverk sem hafi verið samþykkt hafi verið annars eðlis og þau hafi v erið framkvæmd að beiðni Veitna ohf. sem hafi einnig verið verkkaupi verksins. Þar að auki hafi stefnanda mátt vera ljóst hvaða reglur giltu um verkið og get i ekki öðlast betri rétt vegna þessa. Í stefnu komi fram að stefnandi telji sig eiga rétt á greiðsl u úr hendi stefnda að fjárhæð 1.6347.080 krónur vegna ætlaðs aukaverks. Þá sé því haldið fram að stefndi hafi ekki mótmælt fjárhæð kröfunnar sem slíkr i . Stefndi hafn i því enda hafi hann frá upphafi mótmælt því að greiða stefnanda fyrir ætlað aukaverk . Stefndi bendi r að lokum á að stefnandi hafi enga r sönnu r fært á umfang hins ætlaða aukaverks . Eftirlitsaðilum hafi verið meinað að sinna starfi sínu og fá tækifæri til að fylgjast með framgangi verkþáttarins og sannreyna að verkið hafi verið unnið með 12 þeim hætti sem stefnandi haldi fram. Hafi því verið ótækt að fallast á greiðslu kröfu stefnanda fyrir ætlað aukaverk. Stefndi bendi á að tilefni geti verið til þess að vísa kröfu stefnanda frá dómi ex officio enda hafi hann engin sönnunargögn lagt fram um hið ætlaða aukaverk og umfang þess. Krafa stefnanda sé því verulega vanreifuð. Þá sé grundvöllur kröfunnar einnig óljós að mati stefnda og ekki reifaður nánar í stefnu. Mál a tilbúnaður stefnanda sé í andstöðu við 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð eink amála, einkum, d - , e - og f - liði. Stefndi mótmælir upphafstíma dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 og vísar til 3. mgr. 5. gr. laga nna . Stefndi gerir kröfu um málskostnað úr hendi stefnanda samkvæmt mati dómsins á grundvel l i 130., sbr. 129. , gr. laga nr. 91/1991. IV Niðurstaða Í máli þessu gerir stefnandi kröfu um greiðslu úr hendi stefnda á grundvelli verksamnings aðila frá 27. ágúst 2018 þar sem stefnandi tók að sér verk fyrir stefnda vegna framkvæmda við gatnagerð og lagnir í Úlfarsá rdal. Tók verkið m.a. til dýpkunar á Leirtjörn og gerðar nýrrar útrásar frá henni. Stefndi tók tilboði stefnanda í verkið á grundvelli útboðs sem fram fór í apríl 2018 og voru útboðsgögn, staðlar og önnur gögn hluti af samningi aðila. Ágreiningur í málinu lýtur að afmörkuðum þætti verksins sem mælt var fyrir um í kafla 2.3.4 í útboðsgögnum og bar yfirskriftina Ræsi í útrásarfarvegi. Lýtur ágreiningurinn í málinu að því hvort stefnandi eigi rétt á viðbótargreiðslu úr hendi stefnda vegna þess verkþáttar. Stef nandi gerir kröfu um greiðslu úr hendi stefnda á grundvelli útgefins reiknings 1. september 2019. Reisir hann kröfu sína á því að verkið hafi verið aukaverk sem hafi falist í því að hann hafi þurft að fleyga rúmlega þriggja metra klöpp í stað þess að spren gja hana eins og útboðsgögn hafi mælt fyrir um og hann gert ráð fyrir í tilboði sínu. Verkið hafi því ekki rúmast innan samningsverks útboðsins. Byggist krafa stefnanda á tímavinnu og er sett fram á þann hátt að kostnaður vegna þessa verkliðar samkvæmt til boðsskrá hans í verkið, 736.000 krónur, er dreginn frá heildarkostnaði við verkið í tímavinnu, 2.370.080 krónum, og stefnufjárhæð málsins, 1.634.080 krónur, þannig fengin. Stefndi hefur í málinu bent á að krafa stefnanda sé vanreifuð svo að varðað geti fr ávísun málsins ex officio þar sem fjárhæð og grundvöllur hennar sé óljós. Dómurinn fellst ekki á þetta. Ljóst má vera hver krafa stefnanda er og á hverju hún byggist. Fjárhæð kröfunnar grundvallast samkvæmt ofansögðu á heildarkostnaði verkþáttarins reiknuð um í tímavinnu að frádreginni tilboðsfjárhæð stefnanda vegna hans. Fyrir dóminum liggur að taka afstöðu til þess hvort stefnandi hafi sýnt fram á réttmæti kröfu sinnar og greiðsluskyldu stefnda. 13 Stefnandi byggir á því í málinu að útboðsgögn stefnda hafi v erið óskýr og villandi. Þannig hafi framkvæmd verkþáttarins í kafla 2.3.4 verið lýst á þann veg að sprengja hafi átt klöpp í útrásarfarvegi Leirtjarnar og tilboð hans hafi miðað við það. Á hinn bóginn hafi komið í ljós vegna aðstæðna á verkstað að óheimilt hafi verið að sprengja klöppina og honum meinað að vinna verkið með þeim hætti. Stefnandi hafi því orðið að fleyga klöppina sem sé miklu tímafrekara og kostnaðarsamara verk. Hann hafi gert stefnanda reikning vegna þeirrar vinnu og kostnaðar sem hafi falis t í þessu aukaverki. Stefndi verði hvað þetta varðar að bera hallann af óskýrleika útboðsgagna enda hafi þau stafað frá honum. Stefnandi byggir jafnframt á því að þ rátt fyrir að formreglum ÍST 30 hafi ekki verið fylgt varðandi framsetningu kröfu um aukaver k beri stefnda allt að einu að greiða kröfuna þar sem hann hafi áður samþykkt, án athugasemda og án þess að bera fyrir sig reglur staðalsins, aðrar aukaverkakröfur sem settar hafi verið fram með svipuðum hætti. Þá hafi stefnda verið kunnugt um aðstæður á v erkstað og möguleg áhrif þeirra á framkvæmd þessa verkþáttar . Stefndi byggir á því að útboðsgögn og verklýsing hafi verið skýr. Í kafla 2.3.4 hafi verið rætt um bergskeringar sem bæði felist í fleygun og sprengingum. Tilvísun í kaflanum til 3. kafla útboð sgagna hafi þó bent til þess að fleyga ætti klöppina. Ekkert í útboðsgögnum hafi gefið stefnanda tilefni til þess að ganga út frá því sem gefnu að hann gæti sprengt umrædda klöpp. Þá sé ósannað að stefndi hafi bannað honum að sprengja klöppina. Þá hafi ste fnandi ekki sýnt fram á að tilboð hans hafi miðað við sprengingu klapparinnar frekar en fleygun. Verði hann sem tilboðsgjafi að bera hallann af því að hafa ekki metið kostnað vegna þessa verkþáttar réttilega í tilboð sínu. Þá hafi athafnir stefnanda á verk stað ekki bent til þess að hann hafi ætlað að sprengja klöppina enda hafi enginn undirbúningur að slíku af hans hálfu farið fram á svæðinu. Þá verði ekki litið fram hjá því að stefnandi hafi unnið verkið og lokið því án heimildar. Honum hafi verið gerð ský r grein fyrir því að hann mætti ekki aðhafast án leyfis frá Landsneti og ekki án þess að sprengjuvörður frá Landsneti væri þar viðstaddur. Áréttar stefndi að í útboðsgögnum hafi verið sérstaklega tekið fram að yfir svæðinu lægi 132KV loftlína. Brýnt hafi þ ví verið að stefnandi sýndi fyllstu aðgát við verkið og í samræmi við fyrirmæli. Stefndi byggir jafnframt á því að stefnandi hafi ekki sett fram kröfu um greiðslu aukaverks fyrr en þremur mánuðum eftir að hann lauk við verkið og stefndi hafði þegar greitt umkrafinn reikning vegna þess þáttar. Stefnandi hafi ekki farið eftir reglum ÍST 30 um framsetningu krafna vegna aukaverks og því beri hvað sem öllu líður að hafna kröfu hans. Þá stoði ekki fyrir stefnda að vísa til þess að ÍST 30 staðlinum hafi ekki verið fylgt við framkvæmd verksins og í samskiptum aðila. Þvert á móti sé ljóst að vís að er til staðalsins í útboðsgögnum og verkinu hafi verið fylgt eftir í samræmi við ákvæði hans með verkfundum og verkeftirliti. Tilvísun stefnanda til þess að stefndi hafi samþykkt 14 önnur aukaverk þótt formreglum væri ekki fylgt standist ekki þar sem ekki hafi verið um sambærileg tilvik að ræða auk þess sem stefndi og aðrir verkkaupar hafi litið svo á að í þeim tilvikum hafi útboðsgögnum verið áfátt og verk talin falla undir skilgreiningu á aukaverki. Það eigi ekki við um það verk sem hér sé deilt um sem ha fi farið eftir skýrum ákvæðum í útboðsgögnum. Þeim ákvæðum í útboðsgögnum, verklýsingu og skilmálum sem á reynir í máli þessu hefur verið lýst hér framar en rétt þykir að árétta efni þeirra hér þegar tekin er afstaða til ágreinings aðila um túlkun þeirra. Í 2. kafla útboðsgagna er fjallað um þann þátt framkvæmdarinnar er lýtur að götum, bílastæðagötum, torgum, gönguleiðum, ofanvatnsrásum og ræsi. Í grein 2.2 er fjallað um jarðvinnu og vísað til þess að yfirlit yfir verkið sjáist á yfirlitsmynd. Verkið felis um bergskeringar en í jarðvinnu er það hugtak notað yfir bæði sprengingar og fleygun. Þar segir að verktaki skuli almennt haga vinnu við fleygun og sprengingar þannig að um sem minnst ónæði eða rask verði að ræða fyrir vegfarendur og íbúa nærliggjandi svæðis. Vakin er sérstök athygli á því að yfir hluta vinnusvæðis liggur 132KV loftlína sem verktaki þarf að ta ka tillit til og skal hann vera í sambandi við Landsnet vegna klapparlosunar í útrás frá Leirtjörn undir loftlínunni jarðlag sem losa verði um og að jar ðlag sem 30 - 32 tonna beltagrafa vinni ekki á heyri undir þennan lið. Þá segir um verkþáttinn að hann innifeli ur er, sem kallar á Í kafla 2.3 er fjallað um yfirborðsfrágang, ofanvatnsrásir og ræsi. Í grein 2.3.4 er fjallað um Ræsi í útrásarfarvegi sem er sá verkþáttur sem ágreiningur þessa máls lýtur æsi Ø600 í gegnum klapparhaft í útrásarfarvegi. Fylgja skal öllum kröfum varðandi pípur, jarðvinnu og lagnavinnu eins og um fráveitulögn væri ergskeringu, greftri og fyllingu með uppgröfnu Í 3. kafla er fjallað um veitur og í kafla 3.2 almennt um jarðvinnu. Í kafla 3.2.5 er fjallað sérstaklega um losun á klöpp/móhellu í skurðum. Í þeim kafla er vísað til greinar o g jarðlag sem 30 - 32 tonna beltagrafa með tennta skóflu vinni ekki á teljist vera klöpp. Þá segir nánar að telji verktaki að komið sé niður á lag sem fleyga þurfi 15 skuli hann gera umsjónarmanni verkkaupa viðvart svo að honum gefist kostur á að sannreyna að s vo sé og áréttað að við fleygavinnu skuli gæta ítrustu varúðar. Þá segir að verktaki skuli mæla, að viðstöddum umsjónarmanni verkkaupa, yfirborð klappar með hæfilegu millibili og skila til eftirlits og að þar sem fleyga þurfi fyrir lögnum skuli skurðbotn v era samkvæmt grein um skurðgröft. Þá segir um magntölur og uppgjör að greitt sé viðbótarverð við jarðvinnu fyrir rúmmetra (m³) af losaðri klöpp í skurðum samkvæmt mælingum og að innifalið í einingarverði skuli vera allur kostnaður vegna losunar á klöpp. Dó murinn telur ljóst að verkþátturinn Ræsi í útrásarfarvegi í kafla 2.3.4 í útboðsgögnum fól samkvæmt orðanna hljóðan í sér að tilboðsgjafi gat við framkvæmd hans sprengt eða fleygað klapparhaft í útrásarfarvegi enda er þar notað hugtakið , eins og áður er fram komið, getur bæði átt við sprengingar og fleygun. Þó verður að telja að lýsing þessa verkþáttar hafi mátt vera eilítið skýrari þegar litið er til tilvísana og millitilvísana í aðra kafla um framkvæmd verksins. Er þar annars vegar vís að almennt til 3. kafla, og þar með til kafla 3.2.5 þar sem fjallað er um jarðvinnu sem felst í fleygun, og hins vegar er með tilvísun þaðan vísað til kafla 2.2.2 þar sem virðist lögð áhersla á umfjöllun jarðvinnu með sprengingum þótt rætt sé þar um bergsk eringar. Stefnanda mátti þó vera ljóst vegna síðari tilvísunarinnar að yfir svæðinu var 132KV loftlína og að hann þyrfti að gæta þar sérstakrar varúðar við jarðvinnuna og taka mið af þessum sérstöku aðstæðum við framkvæmd verkþáttar 2.3.4. Verður ekki fra m hjá því litið að stefnandi hélt verkinu áfram þrátt fyrir að hann hefði verið stöðvaður við vinnu sína undir loftlínunni og án þess að leyfi til áframhaldandi framkvæmda á svæðinu frá Landsneti lægi fyrir. Horfa verður til þess að Ævar Valgeirsson, eftir litsmaður verkkaupa með verkinu, hafði gefið skýr fyrirmæli um það í tölvupósti til fyrirsvarsmanns stefnanda 3. október 2018 að ekki mætti aðhafast undir háspennulínunni fyrr en leyfi væri fengið og farið yfir öryggismál . Lítur dómurinn svo á að vegna aðs tæðna á verkstað og í ljósi samskipta aðila að þau fyrirmæli hafi átt við hvort sem verkið yrði framkvæmt með sprengingu eða fleygun. Eftir þessu fór stefnandi ekki. Dómurinn tekur fram að í aðilaskýrslu fyrirsvarsmanns stefnanda kom fram að yfirlitsmynd a f svæðinu hafi fylgt með útboðsgögnum auk langsniða af öllum skurðum og götum. Hann hafi vitað nokkurn veginn hvar háspennulínan lá yfir svæðinu. Þá kom fram í skýrslu Rúnars Þórs Valdimarssonar, starfsmanns Mannvits og eftirlitsaðila með verkinu, að háspe nnulínan hafi komið fram á yfirlitsteikningum í útboðsgögnum. Stefnandi hefur haldið því fram að Ævar Valgeirsson , eftirlitsmaður með verkinu, hafi sagt sér að leyfið væri komið og það hafi komið fram á verkfundi. Þá heldur fyrirsvarsmaðurinn því einnig f ram að sér hafi alfarið verið bannað að sprengja. Þetta fær 16 ekki stoð í þeim fundargerðum og þeim tölvupóstsamskiptum sem liggja fyrir í málinu eða í skýrslutökum fyrir dóminum og verður að telja ósannað. Dómurinn tekur hér fram að Helg i Benedikt Þorvaldsson , starfsmaður Landsnets, bar um það fyrir dóminum að fundur hefði strax verið haldinn á verkstað eftir að atvikið 3. október 2018 kom upp. Á fundinum hafi fyrirsvarsmaður stefnanda verið viðstaddur auk eftirlitsaðila með verkinu. Rætt hafi verið um alvarleika málsins og öryggismál, að afla þyrfti leyfis og að Landsnet þyrfti með spennuverði að tryggja öryggisaðstæður við vinnu við þennan verkþátt. Þessi frásögn var staðfest í skýrslu Ævars Valgeirssonar. Stefnanda mátti því vera ljóst a ð upplýsingar frá honum um áætlun vegna þessa verkþáttar urðu að liggja fyrir svo að Landsnet gæti tryggt aðstæður. Vitnið minntist þess ekki að hafa sagt að sprengingar yrðu ekki heimilaðar en leyfi til slíks væri ekki veitt nema að undangenginni áhættugr einingu og verkáætlun. Hann gat ekki útilokað að leyfið hefði ekki verið veitt, það hefði farið eftir aðstæðum og tilhögun verksins. Stefnandi hefur í málinu byggt á því að kafli 2.2.2 í útboðsgögnum hafi átt við um bergskeringuna í verkþætti 2.3.4 og að h ann hafi verið byrjaður að undirbúa að sprengja. Eins og áður er fram komið er í kafla 2.2.2 með nákvæmum hætti lýst hvernig verktaki skuli bera sig að ætli hann a ð beita sprengingum, hvernig haga skuli undirbúningi og tilkynningum þar að lútandi. Ekkert l iggur fyrir í málinu um að stefnandi hafi hafið slíkan undirbúning eða að hann hafi verið að undirbúa sprengingar á svæðinu er hann var stöðvaður á beltagröfu undir háspennulínunni. Var það staðfest í skýrslum eftirlitsmanna með verkinu að þeir hafi engar upplýsingar haft um að stefnandi væri að undirbúa sprengingar. Undirbúningur að sprengingum tæki langan tíma og athafnir stefnanda hefðu ekki bent til þess að það hafi hann ætlað að gera. Verður því að telja þetta ósannað. Er raunar fram komið í málinu að stefnandi sprengdi ekkert í umræddu verki, hvorki við verkþátt 2.3.4 né aðra verkþætti. Þá telur dómurinn það ekki sannað, eins og áður er fram komið, að stefnanda hafi verið bannað að sprengja undir loftlínunni og að hann hafi því orðið að fleyga klöppin a. Dómurinn telur ljóst að stefnandi hafi fengið fyrirmæli um að aðhafast ekki fyrr en leyfi lægi fyrir. Þar sem stefnandi vann verkið allt að einu kom aldrei til þess að það yrði útfært hvorki með tilliti til sprenginga né fleygunar. Hefur stefnandi ekki fært fyrir því sönnur að samkvæmt fyrirmælum hafi honum verið rétt að líta svo á að honum væri heimilt að ljúka verkinu með fleygun án þess að leyfi lægi fyrir og án þess að öryggisatriði væru tryggð. Þá þykir eininga r verð stefnanda í tilboðsskrá ekki eitt og sér geta gefið tilefni til þess að draga þá ályktun að hann hafi við tilboðsgerðina gert ráð fyrir því að sprengja í verkþætti 2.3.4. Verður af tilboðsskrá hans ráðið að hann hafi miðað við verðið 3.200 krónur á m³ bæði í verkþætti 2.3.4 sem ber yfirsk riftina Bergskering og í verkþætti 2.2.2 sem ber yfirskriftina Bergskering í götustæði og gátu því samkvæmt hugtakanotkun á 17 þessu sviði átt við um bæði fleygun og sprengingar. Þá þykir það ekki hafa úrslitaáhrif hér þótt stefnandi hafi miðað við 8.000 krón ur á m³ fyrir verkþátt 3.2.5 sem ber yfirskriftina Losun klappar í skurðum enda liggur ekkert fyrir í málinu um þann verkþátt eða aðstæður við framkvæmd hans. Vekur dómurinn einnig athygli á því að verkþáttur 2.3.4 samanstóð, auk 3.200 króna á m³ fyrir ber gskeringu, einnig af 1.500 krónum á m³ fyrir gröft og 600 krónum á m³ vegna fyllingar með uppgröfnu efni. Þá þykir kostnaðaráætlun stefnda sjálfs hvað þessa liði varðar ekki hafa sérstaka þýðingu hvað þetta varðar. Ljóst er að stefnandi ber sem tilboðgjafi ábyrgð á tilboði sínu og þeim útreikningum og kostnaðarmati sem hann byggir það á. Verður samkvæmt framansögðu að telja ósannað að stefnandi hafi ætlað sér að sprengja klöppina og lagt það til grundvallar tilboði sínu. Dómurinn telur einnig ljóst að um ve rkið hafi gilt ákvæði ÍST 30 staðalsins enda vísuðu verksamningur aðila og útboðsgögn skýrlega til staðalsins. Við hvort tveggja var stefnandi bundinn við framkvæmd verksins og úrlausn mála á verktíma. Við framsetningu kröfu sinnar fór s tefnandi ekki efti r ákvæðum útboðsgagna eða ÍST 30 staðalsins, hvorki um aukaverk né viðbótarverk, sbr. b - lið greinar 0.4.1, þar sem vísað er til greinar 1.2.5 í ÍST 30 um skilgreiningar auka - og viðbótarverka, og grein 0.5.3 í útboðsgögnum þar sem einnig er vísað til grein ar 1.2.5 í ÍST 30 um skilgreiningar auk greinar 3.6 í ÍST 30 um það verklag sem á að beita við framsetningu kröfu. Samkvæmt útboðsgögnum var tekið fram að til aukaverka gæti komið vegna skorts á upplýsingum, ónákvæmni eða mistaka í útboðsgögnum og öfugt vi ð viðbótarverk gætu aukaverk einungis valdið kostnaðarauka á verkinu. Í grein 1.2.5 í ÍST 30 kemur fram að aukaverk séu þau verk eða verkþættir sem óhjákvæmilegt er að framkvæma til að unnt sé að ljúka verksamningi en ekki er getið um í verklýsingu og/eða magntöluskrá. Í grein 3.6.5 í ÍST 30 kemur skýrlega fram að v erktaki megi engin aukaverk eða viðbótarverk vinna nema samkvæmt staðfestum fyrirmælum verkkaupa. Stefnandi gerði kröfu um greiðslu aukaverks þremur mánuðum eftir að verkinu við verkþáttinn var lokið og eftir að hann hafði sett fram kröfu um greiðslu vegna þessa verkþáttar og móttekið greiðslu stefnda án athugasemda . Þannig bera gögn málsins um framvindu verksins með sér að 21. desember 2018 hafi stefnandi verið búinn að innheimta og fá greitt að fullu fyrir verkþáttinn 2.3.4. Þá liggur fyrir að verkið var unnið á tímabilinu 19. október til 2. nóvember 2018. Engin gögn ligg ja fyrir um að hið ætlaða aukaverk hafi verið borið undir stefnda eða eftirlitsaðila verkkaupa áður en það var unnið eins og s tefnanda bar að gera samkvæmt áðurnefndum ákvæðum í útboðsgögnum og ÍST 30. Stefndi hafnaði kröfunni ítrekað sem aukakröfu og með vísan til þess að greitt hefði verið að fullu fyrir verkþátt 2.3.4. Þá er ekki að sjá að stefnandi hafi heldur reynt að beina kröfu sinni í þann farveg sem mælt er fyrir um í grein 0.6.4 í ú tboðsgögnum þar sem fjallað er um þau tilvik þegar 18 kemur upp misræmi í útboðs gögnum . Þá kemur einnig fram í gögnum málsins að stefnandi skilaði ekki dagskýrslum í samræmi við grein 3.3.3 í ÍST 30 þrátt fyrir ítrekanir af hálfu verkeftirlits og bókanir um það á verkfundum. Ljóst er því að k rafa stefnanda var ekki sett fram í samræmi við kröfur útboðsgagna og ÍST 30 . Þá verður raunar ekki séð að verkið sem slíkt hafi fallið undir ofangreindar ski lgreiningar um aukaverk. Þá er ekki unnt að líta svo á að á stefnda hvíli greiðsluskylda í málinu þar sem hann hafi í öðrum tilvikum samþykkt kröfur vegna aukaverks. Dómurinn tekur fram að ekki liggja fyrir ítarleg gögn í málinu um önnur aukaverk en samkvæ mt því sem fram kom í skýrslutökum við aðalmeðferð þess leit stefndi svo á í einhverjum tilvikum að útboðslýsingu eða magnskrá hefði verið ábótavant og viðkomandi verk talið falla undir skilgreiningu um aukaverk. Það hafi ekki átt við um það verk sem hér s é deilt um. Átti það við um verk eins og endursöndun undir kaldavatnslagnir, hellur undir brunna og aukaverk vegna jökulleirs. Lausn þessara verkþátta hafi verið fundin í samráði við verkkaupa. Þá hafi í einhverjum tilvikum verið um að ræða aðra verkkaupa í verkinu en stefnda. Þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á að samskipti aðila hafi verið með þeim hætti að ákvæði staðalsins hafi almennt ekki verið lögð til grundvallar í verkinu og í samskiptum aðila þannig að ekki verði horft til ákvæða hans við úrlaus n málsins. Þá verður ekki fallist á þau sjónarmið stefnda að vinna hans hafi stafað af óvæntum atvikum sem hann hafi ekki getað gert ráð fyrir í tilboði sínu. Eins og að ofan greinir gerði verkþátturinn ráð fyrir bergskeringu sem gat þá falið í sér hvort sem var sprengingu eða fleygun. Þá hefur það þýðingu hér að stefnandi skilaði ekki innmælingu af klapparyfirborði þar sem fleygunin fór fram og gaf eftirlitsaðila ekki tækifæri til að vera viðstaddur eins og mælt er fyrir um í kafla 3.2.5 í útboðsgögnum. V ar það staðfest í aðilaskýrslu fyrirsvarsmanns stefnanda og skýrslu starfsmanns stefnanda sem sá um mælingar, Hilmars Arnars Egilssonar, og verkeftirlitsmannanna Ævars Valgeirssonar og Rúnars Gísla Valdimarssonar, að starfsmenn stefnda eða verkkaupa voru e kki viðstaddir þegar klöppin var mæld eins og áskilið var í útboðsgögnum en tilgangur þess er að hægt sé að staðfesta magn og umfang verks og hvort mælingar hafi farið rétt fram. Þá báru þeir tveir síðarnefndu um að þeir hefðu ekki séð framlagt langsnið st efnanda fyrr en undir rekstri þessa máls. Stefndi átti þess því ekki kost að sannreyna þykkt klapparinnar og bregðast við því. Gögn sem lögð voru fram undir rekstri málsins benda þó til þess að klöppin hafi verið rúmir þrír metrar á þykkt. Þá verður að hor fa til þess að fram kom í útboðs - og verklýsingu að meðal útboðsgagna hafi verið yfirlitsmyndir og teikningar af Leirtjörn, þ.e. graftarplan og útrás. Fær það stoð í því sem fram kom í skýrslum fyrir dóminum. Varðandi þau sjónarmið stefnanda að líta verði til þess að stefndi hafi vitað um aðstæður á verkstað tekur dómurinn fram að lýsing á verkþætti 2.3.4 gerði ráð fyrir 19 öðrum skilyrðum uppfylltum eins og að öryggisaðstæður á verkstað hvað varðar háspennulínu væru tryggðar svo sem lýst var í kafla 2.2.2. Áður er fram komið að fyrirsvarsmaður stefnanda lýsti því í aðilaskýrslu að hann hefði vitað af háspennulínunni. Þá kom fram fyrir dóminum í skýrslu Ævars Valgeirssonar að ver kkaupi hefði einungis haft upplýsingar um óhreyft yfirborð, þeir hafi ekki vitað hversu mikið væri þar af lausum jarðvegi ofan á klöppinni og hversu mikið af föstum jarðvegi. Í útboðsgögnum væri kveðið á um að fulltrúi verkkaupa ætti að vera viðstaddur mæl ingar svo að hægt væri að taka út endanlega þykkt á klöppinni. Dómurinn tekur fram í þessu sambandi að stefnanda hlaut sjálfum að vera klapparþykktin ljós af eigin langsniðsmælingum. Gaf það honum tilefni til þess að upplýsa eftirlitsaðila verkkaupa og ste fnda um það áður en lengra var haldið. Samkvæmt öllu framansögðu hefur stefnandi ekki sýnt fram á að greiðsluskylda hvíli á stefnda vegna þeirrar kröfu er mál þetta lýtur að og verður stefndi því sýknaður af kröfu stefnanda. Þá verður stefnanda í samræmi v ið úrslit málsins gert að greiða stefnda málskostnað, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, eins og nánar greinir í dómsorði. Af hálfu stefnanda flutti málið Ingvar Ásmundsson lögmaður og af hálfu stefnda, Reykjavíkurborgar, Kristín Sólnes lögmaður. Hólmfríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni héraðsdómara og Eyþóri Rafni Þórhallssyni byggingarverkfræðingi. Dómsformaður tók við meðferð málsins 2. október 2021. Dómso r ð: Stefndi, Reykjavíkurborg, er sýknaður af öllum kröfum stefnanda, Urðar og gr jóts ehf. Stefnandi greiði stefnda 900.000 krónur í málskostnað. Hólmfríður Grímsdóttir (sign.) Jóhannes Rúnar Jóhannsson (sign.) Eyþór Rafn Þórhallsson (sign.)