Héraðsdómur Vesturlands D Ó M U R 10. nóvember 2021 mál nr. E - 325/2020 A (Guðbjörg Benediktsdóttir lögmaður) gegn X (Guðni Jósep Einarsson lögmaður) Dómkröfur og rekstur málsins 1. Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 16. nóvember 2020. Stefnandi er A ... ehf., ... , 220 ... , og stefnda er X... , ... , 300 ... . 2. Stefnandi krefst þess aðallega að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda 200.000 krónur, með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 12. febrúar 2019 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr h endi stefndu að skaðlausu. 3. Stefnda krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar að skaðlausu úr hans hendi. 4. Mál þetta var tilbúið til aðalmeðferðar 2. mars 2021 en hefur þó beðið í fresti vegna anna við dóminn. Dómari tók við málinu við sk ipan 1. september sl. Við aðalmeðferð málsins, sem fram fór 17. september sl., gáfu aðilaskýrslu B... , núverandi forsvarsmaður stefnanda, sem gaf símaskýrslu, og stefnda . Verður framburðar getið í niðurstöðukafla málsins eins og þörf þykir. 2 Málavextir 5. Stefnda og B... voru sambýlisfólk en slitu sambúð í febrúar 2019. Undir lok sambúðar aðila, nánar tiltekið 6. desember 2018, stofnuðu stefnda og erlent félag í eigu B... , A ... , saman félagið D... ehf. Átti félagið að hafa með höndum kaup og útleigu á íbúð um. Fljótlega eftir að sambandi stefndu og B... lauk tók B... yfir félagið D... ehf. og breytti nafni þess síðar í A... ehf. sem er stefnandi málsins. Samkvæmt skýrslu fyrir dómi tók bókari félagsins, sem er tengdur B... , við félaginu fyrir hans hönd, fyrr i hluta maímánaðar 2019. 6. Til stóð að báðir stofnaðilar leggðu fram jafnt hlutafé og framlag. Stefnda greiddi samkvæmt gögnum málsins 4.500.000 kr. inn á reikning félagsins 4. febrúar 2019, en félag B... hafði ekki greitt sinn hluta þegar félagið var y firtekið af honum, vegna atvika sem hann skýrði fyrir dómi. Stefnda taldi þá forsendur fyrir stofnun félagsins og samstarfinu brostið, enda þau þá skilin að skiptum. 7. Í febrúar 2019 keypti stefnda fasteign að ... á Akranesi. Fékk hún til þess að sögn fjögurra milljóna króna lán frá fjölskyldumeðlim. Stefnandi kveður hana hins vegar hafa nýtt í þessu skyni söluandvirði þinglýstrar fasteignar hennar, sem B... kveður sig reyndar hafa átt helming í, að ... í Reykjavík , sbr. mál sem rekið var á milli hans og stefndu við dómstólinn nr. E - ... /2020. Að auki hafi stefnda nýtt hlutafjárframlag sitt til félagsins. 8. Stefnandi kveður fram koma í bókhaldi félagsins að 12. febrúar 2019 hafi stefnda tekið 4.450.000 kr. út af b ankareikningi félagsins og millifært á fasteignasöluna Hákot ehf. en hluti þeirra fjármuna hafi verið hluti stefndu af stofnfé stefnanda. Afleiðingin hafi orðið sú að sögn stefnanda að samkvæmt bókhaldi félagsins skuldi stefnda félaginu 200.000 kr. sem er stefnufjárhæð máls þessa. Málsástæður og lagarök stefnanda 9. Stefnandi höfðar þetta mál til endurgreiðslu fjármuna sem stefnda hafi með ólögmætum hætti tekið út af bankareikningi félagsins 12. febrúar 2019 og ráðstafað til eigin fasteignakaupa. 3 10. Á því er byggt að umræddir fjármunir, þ.e. stefnufjárhæð málsins, tilheyri með réttu hlutafé félagsins sem stefndu hafi verið óheimilt samkvæmt samþykktum félagsins og lögum um einkahlutafélög nr. 138/1994 að taka út og ráðstafa í eigin þágu. Samkvæmt lögum nr. 138/1994 sé óheimilt að lækka hlutafé nema samkvæmt ákvörðun stjórnar eða hluthafafundar, sjá t.a.m. 34. og 37. gr.laganna. 11. Stefnandi krefst dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 12. febrúar 2019 til greiðsludags, en 12. febrúar hafi stefnda tekið út fjármuni af reikningi stefnanda í andstöðu við þær reglur sem gildi um hlutafé einkahlutafélaga. 12. Kröfur stefnanda styðjist við lög um einkahlutafélög nr. 138/1994 og meginreglur fjármunaréttar. Um dr áttarvaxtakröfu vísist til 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Málsástæður og lagarök stefndu 13. Stefnda bendir á að félag B... hafi ekki lagt fram umsamda fjármuni til kaupanna og hafi B... gefið þá skýringu að 13 miljóna króna á vísun frá banka hefði týnst og því yrðu tafir á því að fjármunirnir myndu skila sér. Með því hafi brostið forsendur stefndu fyrir þátttöku í félaginu og hafi hún brugðið á það ráð að greiða sér megnið af fjármununum til baka, eða 4.450.000 kr., til þess að standa straum af fasteignakaupunum og þá í eigin nafni enda ljóst að hinn hluthafi félagsins hefði ekki ráð á að taka þátt í fjárfestingunni líkt og áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Ætlan stefndu hafi verið að slíta félaginu enda engin starfsemi í því og en gar kröfur til staðar á hendur því. B... , eigandi A ... ., hins hluthafans, hafi þá óskað eftir því við stefndu að hún framseldi hlut sinn til A ... . sem stefnda kveðst hafa fallist á. Telur stefnda að líta verði svo á að með því hafi D... eignast kröfu á hen dur A ... fyrir hlutafjárframlaginu. 14. Telur stefnda að í stefnu sé ranglega byggt á því að um ólögmæta úttekt fjármuna úr félaginu hafi verið að ræða. Þegar fjármunirnir hafi verið teknir úr félaginu hafi verið ljós forsendubrestur fyrir rekstri félagsins, þar sem stefnandi hafi ekki verið fær um að leggja því til það fé sem hann hefði lofað. Þar sem ljóst hafi verið að stefnandi 4 myndi ekki greiða og að stefnda hefði lagt félaginu til allt hlutaféð, að þá hafi stefnda við úttektina verið eini hluthafi félagsins sem og eini kröfuhafi þess. H enni hafi því verið heimilt að ákveða slit félagsins sem eini eigandi þess með yfirlýsingu, sbr. 83. gr. a í lögum nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Stefnandi hafi óskað eftir því við stefndu að hún framseldi stefnanda félagið í stað þess að slíta því en st efnanda hafi þá verið ljóst að framlag stefndu til félagsins hafði þá verið endurgreitt henni svo til að fullu. Forsvarsmanni stefnanda hafi því verið ljóst að til þess að halda félaginu í rekstri bæri honum að lögum að standa skil á hlutafjárframlaginu. Þ annig hafi félagið eignast kröfu á hendur honum og hvíli skyldan á honum og því beri að sýkna stefndu af kröfum stefnanda. Niðurstaða 15. Hlutafé í stefnanda var ákveðið 500.000 króna lágmark samkvæmt lögum um einkahlutafélög, og af gögnum má ráða að hluthafar hafi greitt það lágmarkshlutafé inn til félagsins. Samkvæmt stofnsamningi voru stefnda og forveri stefnanda, D... ehf., jafnir hl uthafar með 250.000 kr. framlag hvor. Jafnframt hefur stefnda ekki andmælt því að B... , fyrrverandi sambýlismaður hennar, hafi greitt skrásetningargjald vegna félagsins til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. 16. Ekki verður fallist á að stefnda hafi á ei nhverjum tíma orðið eini eigandi félagsins og þannig komist í þá stöðu að hafa getað slitið félaginu samkvæmt 83. gr. a í lögum um einkahlutafélög. Sú málsástæða virðist úr lausu lofti gripin og engin viðskipti, millifærslur á verðmætum eða samskipti aðila gefa slíkt til kynna. 17. Af gögnum málsins má ráða að við stofnun félagsins var stefnda framkvæmdastjóri félagsins, en B... formaður stjórnar og stefnda meðstjórnandi. Í samþykktum kom fram að samþykki beggja stjórnarmanna þyrfti til að skuldbinda féla gið. Með tilkynningum 9. maí 2019 til fyrirtækjaskrár gekk stefnda formlega úr starfi framkvæmdastjóra félagsins og stjórn þess og B... ásamt öðrum manni tók við stjórn félagsins, sem fékk þá einnig nýtt nafn. 5 18. Miðað við gögn málsins var það með bréf i 14. október 2020 sem stefnandi krafðist þess að stefnda myndi standa skil á stefnufjárhæðinni sem væri hluti af hennar stofnfjárframlagi. 19. Í stefnu er á því byggt að þegar sambúð stefndu og B... lauk í febrúar 2019 hafi B... tekið félagið yfir, þ.e . stefnanda þessa máls. Fyrir utan framangreindar tilkynningar til fyrirtækjaskrár og þessa staðreynd, sem ekki er gerður ágreiningur um, er þó ekkert sem varpar nánara ljósi á þessi viðskipti. Þó blasir við að stefnda afhenti eigi síðar en í maí 2019 eign arhlut sinn til B... og verður að líta svo á að í grunninn hafi afskiptum hennar af félaginu þar með lokið. Frá þeim tíma hafi hún hvorki átt réttindi í félaginu né borið þar skyldur. Af framburði stefndu fyrir dómi mátti ráða að hún hafi afhent hlut sinn endurgjaldslaust, og liggur ekkert fyrir í málinu um annað. 20. Við framsalið, sem samkvæmt framangreindu virðist ekki hafa verið gerður sérstaku r skriflegur samningur um, bendir ekkert til annars en að þá hafi legið fyrir að stefnda hefði tekið út framangreinda fjármuni úr félaginu, þ.e. umtalsvert fjárframlag hennar auk hluta af hennar stofnfjárframlagi, eða öllu heldur fé sem samsvaraði því fram lagi. Framburði stefndu um að E... , eiginkona frænda B... , sem reki bókhaldsþjónustu, hafi tekið við félaginu fyrir hönd B... hefur ekki verið mótmælt, enda fær sá framburður stuðning í því að breytingar sem urðu á stjórn og nafni félagsins í maí 2019 voru tilkynntar fyrirtækjaskrá frá netfanginu ... @ ... .is. 21. Meginreglan er sú að hlutafé greitt inn í hlutafélag eða einkahlutafélag er óafturkræft þeim er greiðir og ákvörðun hluthafafundar eða eftir atvikum stjórnar þurfi til að gera breytingu þar á. Ráðstöfun á inngreiddu hlutafé getur hins vegar átt sér stað ef það fer sannanlega í rekstur félags, fjárfestingar í þágu félagsins eða er ráðstafað me ð öðrum hætti í þágu þess. Úttekt hluthafa sjálfs sem forræði hefur á reikningi félagsins í eigin þágu er þannig að jafnaði óheimil og myndar í grunninn kröfu hlutafélagsins á hendur honum, enda hafi slík ákvörðun ekki verið borin undir hluthafafund og sam þykkt af honum. 6 22. Ekki væri þó strangt til tekið hægt að líta á slíka kröfu sem kröfu um inngreiðslu hlutafjár enda hlutafé þá þegar greitt inn eins og háttar í máli þessu. Þannig er ágreiningslaust að báðir stofnhluthafar greiddu inn sitt hlutafé. 23. Hins vegar ráðstafaði stefnda peningu m í eigin þágu út úr félaginu sem námu hluta af innborguðu hlutafé hennar án heimildar frá stjórn eða hluthafafundi. Líta verður svo á að þetta hafi henni ekki verið heimilt, sbr. framangreint, og félagið hafi því eignast við þá ráðstöfun kröfu á hendur st efndu vegna þessa. 24. Af gögnum málsins verður hins vegar ráðið að þetta hafi verið fyrrverandi sambýlismanni hennar að fullu kunnugt þegar hann leysti að sögn til sín hluta hennar í félaginu. Engar kröfur hafði hann þó uppi af því tilefni þegar hann tók hlutinn yfir þrátt fyrir að engan ágreining sé hægt að gera um að hann gjörþekkti rekstur félagsins, sem á þeim tíma hverfðist í raun eingöngu um innborgað hlutafé, framlag stefndu og í kjölfarið framangreinda úttekt hennar. 25. Af þessum sökum telur dómurinn ekki hægt að líta öðruvísi á en að með yfirtöku fyrrverandi sambýlismanns stefndu á félaginu hafi hann tekið á sig skuldbindingar hennar gagnvart félaginu, en fyrir hinu gagnstæða verður að telja að hann beri sönnunarbyrði, sem hann hefur ekki axlað. 26. Er það enda svo að framburður framsalshafa hlutanna, fyrrverandi sambýlismanns stefndu fyrir dómi, verður ekki skilinn öðruvísi en svo, að hann hefði sjálfur ákveðið strax við yfirtöku hlutarins, að greiða inn þennan mismun, þ.e. það sem upp á lágmarkshlutafé vantaði, svo að skilyrði laga væru uppfyllt. Verður sú ákvörðun hans ekki skýrð öðruvísi en svo að hann ha fi ákveðið að bæta félaginu sem lögaðila þann skaða sem hann taldi það hafa orðið fyrir af háttsemi stefndu. Jafnframt er ekki óvarlegt að líta svo á að hann hafi talið sér þetta skylt á þeim grundvelli að hann eða öllu heldur félag í hans eigu hafði yfirt ekið skyldur stefndu gagnvart félaginu. 27. Dómurinn telur þegar af þeirri ástæðu að kröfum félagsins hafi verið fullnægt og að ef um réttmæta krö fu félagsins hafi verið að ræða hafi fyrrverandi sambýlismaður stefndu leyst hana undan þeirri skyldu gagnvart félaginu. Má einnig til sanns vegar 7 færa að í þeim efnum hafi orðið samruni réttinda og skyldna þegar hann yfirtók eignarhluta stefndu í félaginu og eignaðist þá a.m.k. miðað við gögn málsins það einn. 28. Eðli máls samkvæmt verður engin afstaða tekin til þess í máli þessu hvort stefndu beri að bæta viðsemjanda sínum einhvern skaða sem hann kynni að hafa orðið fyrir í þessum viðskiptum þegar han n óumdeilt eignaðist hluti hennar. Slíka kröfu getur þó væntanlega hann einn gert en ekki félagið sem líta verður svo á að sé skaðlaust í málinu. 2 9. Dómurinn telur því að ekki hafi verið sýnt fram á lögvarða hagsmuni félagsins sjálfs í málinu og það geti ekki verið aðili að kröfu í þessa veru. Verður stefnda því sýknuð af kröfum stefnanda vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga um meðferð ei nkamála nr. 91/1991. 30. Með vísan til þess verður stefnandi dæmdur til að greiða stefndu málskostnað, sem ákveðinn verður hæfilegur, með hliðsjón af umfangi málsins, 600.000 krónur. 31. Málið fluttu Guðbjörg Benjamínsdóttir lögmaður fyrir stefnanda og Guðni Jósep Einarsson lögmaður fyrir st efndu. 32. Dóminn kveður upp Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari að gættu ákvæði 1. mgr. 115. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. D Ó M S O R Ð Stefnda, X... , er sýknuð af kröfum stefnanda, A ... ehf. Stefnandi greiði stefndu 600.000 krónur í málskostnað. Lárentsínus Kristjánsson