Héraðsdómur Austurlands Dómur 13. september 2022 Mál nr. S - 70/2022 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn X Dómur . I. l . Mál þetta, sem dómtekið var 7. september 2022, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Austurlandi, útgefinni 22. júní sl., en móttekinni 26. júlí sl., á hendur X , kennitala , til heimilis að , : með því að hafa aðfaranótt sunnudag sins 20. mars 2022, ruðst heimildarlaust inn í kjallaraíbúð að , , heimili A , kt. , með því að spenna upp glugga á þvottahúsi, og þar farið inn í svefnherbergi íbúðarinnar, þar sem A svaf, en hún hafði vaknað upp við að hundurinn hennar gelti þegar ákærði kom inn í íbúðina. Telst þetta varða við 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : Af hálfu A er þess krafist að ákærði verði dæmdur til greiðslu bóta að fjárhæð kr. 150.000 auk vaxta skv. 8. gr., sbr. 4. gr., laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 20. mars 2022, til þess dags er mánuður er li ðinn frá því að bótakrafa þessi er kynnt sakborningi, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess er krafist lögmannsþóknunar úr hendi sakbornings, brotaþola að skaðlausu skv. mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti. 2. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. II. 1. Fyrir dómi hefur ákærði skýlaust viðurkennt sakargiftir, líkt og þeim er lýst í ákæru . 2 Með játningu ákærða, sem ek ki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, sem og rannsóknargögnum lögreglu, þ. á . m. frumskýrslu lögreglu , ljósmyndum og öðrum gögnum, er að áliti dómsins nægjanlega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem í ákæru er lýst . Brot ákær ða er réttilega heimfært til laga í ákæru. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. 2. Að ofangreindu virtu verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. III. 1. Ákærði, sem er tvítugur, hefur samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins eigi áður gerst brotlegur við lög , sem áhrif hefur í máli þessu . 2. Ákvarða ber refsingu ákær ð a með hliðsjón af því að háttsemi hans var líkt og atvikum var háttað alvarleg . B er því að hafa hliðsjón af 1. tl. 1. mgr. 70. gr. hegningarlaganna , en áfengisáhrif ákærða á verknaðarstundu leysa hann ekki undan refsingu, sbr. ákvæði 17. gr. almennra hegningarlaga og getur hann eigi réttlætt gjörðir sínar með þeim hætti. Til refsimildu nar horfir ungur aldur ákærða, að hann lýsti fyrir dómi yfir iðrun vegna háttseminnar og að hann samþykkti að greiða umkrafðar bætur til brotaþola . Að ofangreindu virtu þykir refsing ákærða eftir atvikum hæfilega ákveðin tveggja mánaða fangelsi, sem verðu r skilorðsbundin eins og greinir í dómsorði. 3. Jón Stefán Hjaltalín lögmaður lagði fram hjá lögreglu, fyrir hönd brotaþola, A , kt. , rökstudda miskabótakröfu að fjárhæð 1 50 .000. kr ónur, auk vaxta og málskostnaðar. Bótakrafan, sem er dagsett 20. júní 202 2 , var fyrst birt þegar fyrirkall dómsins var birt ákærða , þann 17. ágúst sl. Afstöðu ákærða til kröfunnar er hér að framan lýst, en hann samþykkt i bótaskyldu og bótafjárhæðin a , og verður hún tekin til greina og þá með hliðsjón af atvikum máls, sbr. ák væði 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, ásamt vöxtum eins og nánar segir í dómsorði. Með vísan til 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærði að auki dæmdur til að greiða brotaþola málskostnað vegna lögmannsaðstoðar, sem þykir hæfilega ákveðin 3 1 73. 000 krónur, en við ákvörðun þeirrar fjárhæðar hefur verið tekið mið af virðisaukaskatti. 4. Af hálfu ákæruvalds féll enginn sakarkostnaður til við rekstur máls þessa. Af hálfu ákæruvalds ins fór með málið Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari . Ólafur Ólafsson, héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, X , sæti fangelsi í tvo mánuði, en fullnustu refsingarinnar skal frestað og falli hún niður að tveimur árum liðnum frá birtingu dómsins að telja haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennr a hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði A , kt. , 150 .000 krónur í miskabætur, með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 20. mars 2022 til 1 7. á gúst sama ár , en með dráttarvöxtum frá þeim degi samkvæmt 9. gr., sbr. 6. g r. sömu laga til greiðsludags og 1 73.600 krónur í málskostnað.