Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 9 . maí 202 2 Mál nr. S - 5361/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Hlyn i Frey Gíslas yni ( Snorri Sturluson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 13. apríl 2022 , var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 8. október 2019, á hendur Hlyni Frey Gíslasyni, kt. 000000 - 0000 , [ --- ] , Reykjavík, fyrir umferðar - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 9. júlí 2019 ekið bifreiðinni [ --- ] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist alprazólam 21 ng/ml, amfeta mín 110 ng/ml, kókaín 25 ng/ml, metamfetamín 80 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 0,9 ng/ml) um Háaleitisbraut í Reykjavík, við Bústaðaveg, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og á sama tíma haft í vörslum sínum 2,57 g af kókaíni, sem lögreglumenn fundu við ör yggisleit á ákærða. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 44. gr., 1., sbr. 2. mg r. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sb r. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 10 1. og 102. gr. laga nr. 50/1987. Krafist er upptöku á 2,57 g af kókaíni, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. 2 Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um l agaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Umferðarlagabro t samkvæmt ákæru varða þó ekki lengur við umferðarlög nr. 50/1987 heldur ný umferðarlög nr. 77/2019. Þannig varða umferðarlagabrot in í ákæru nú við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. laga nr. 77/2019 . Ákærði er fæddur í mars [ --- ] . Samkvæmt framlögðu sakavottorð i , dagsettu 2. október 2019 , á hann að baki nokkurn sakaferil . Hann hlaut sektarrefsingu og tímabundna sviptingu ökuréttar með dómi 25. apríl 2007 fyrir ölvunarakstur og akstur sviptur ökurétti. Þá hlaut hann 45 daga fangelsi og ævilanga ökuréttarsviptingu með dómi 12. desember 2008 fyrir samskonar brot. Þann 17. mars 2009 var ákærða gerð 15 daga fangelsisrefsing og hann sviptur ökurétti ævilangt með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur , enn á n ý fyrir sömu brot, en brotin voru hegningarauki við dóminn frá því í desember 2008. Þá var honum gert að sæta fangelsi í 90 daga og sviptur ökurétti ævilangt með dómi 4. apríl 2011 fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna, ölvunar - og sviptingaakstur . 19. september sama ár var honum gerð þriggja mánaða fangelsisrefsing fyrir vörslur fíkniefna , hraða - , sviptingar - og vímuakstur. Dómurinn var að hluta til hegningarauki við fyrri dóm hans á árinu, þ.e. dóminn frá 4. apríl 2011. Þá var hann sviptur ökurétti ævilangt. Með dómi 23. október 2012 var ákærða gert að sæta fangelsi í 30 daga fyrir fíkniefnalagabrot. Þá var honum gerð níu mánaða fangelsisrefsing með dómi 21. febrúar 2014 vegna aksturs undir áhrifum ávana - og fíkniefna, ö lvunar - og sviptingarakstur. Þann 2. júlí 2015 var ákærða gert að sæta fangelsi í 90 daga fyrir sviptingarakstur. Þann 2. desember sama ár var honum gert að sæta 45 daga fangelsi fyrir sviptingarakstur en dómurinn var hegningarauki við dóminn frá sama ári. Loks var ákærða gert að sæta fjögurra mánaða fangelsi með dómi 18. maí 2016 fyrir akstur sviptur ökurétti. Samkvæmt síðar framlögðu sakavottorði, dags. 11. apríl 2022 , var ákærða gert að sæta dagsektum fyrir búðarþjófnað með dómi Byret í Kaupmannahöfn þan n 27. maí 2020. Brot þau sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir nú voru framin fyrir framangreindan dóm Byret í Kaupmannahöfn og verður ákærða því gerður hegningarauki, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar í máli þessu v erður við það miðað að á kærði sé nú í áttunda sinn fundinn sekur um akstur sviptur ökurétti , innan ítrekunartíma í skilningi 3 71. gr. almennra hegningarlaga. Ítrekunaráhrif vegna brota gegn ákvæði 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, ölvunar - og/eða vímuaksturs , hafa á hinn bóginn fallið niður, sbr. 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga og er því við það miðað að ákærði sé nú í fyrsta sinn fundinn sekur um brot gegn framangreindu ákvæði umferðarlaganna . Þann 8. júlí 2018 var ákærða veitt reyn slulausn í tvö ár á eftirstöðvum refsingar, sem ákveðin var með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur 23. október 201 2 , 21. febrúar 2014, 2. júlí 2015, 2. desember 2015 og 18. maí 2016, samtals 277 dögum. Með brot um þeim sem ákærði er sakfelldur fyrir í máli þessu rauf hann skilyrði þeirrar reynslulausnar. Er hún því tekin upp og dæmd með í máli þessu með vísan til 1. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga, sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga. Ákærða til málsbóta verður litið til játningar hans fyrir dómi, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni málsins og dómvenju þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 1 5 mánuði . Með vísan til d ráttar málsins verður refsingin skilorðsbundin að hluta til , svo sem í dómsorði greinir. Ákærði var sviptur ökurétti ævilangt með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. febrúar 2014. Í málinu hefur ekkert komið fram um að ákærði hafi öðlast ökuréttindi á ný þrátt fyrir að meira en fimm ár séu liðin frá því að hann hefði getað sótt um endurnýjun ökuréttinda. Í ljósi þess hve langt er um liðið síðan broti ð v ar frami ð og að ákærði er nú þegar sviptur ökurétti ævilangt þykir ekki rétt að gera honum frekari ökurét tarsviptingu. Með vísan til lagaákvæða í ákæru sæti ákærði upptöku á 2,57 g af kókaíni , sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögmanns, sem samkvæmt þingbók sótti átta sinnum þing vegna málsins, 223.200 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti , og 264.346 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristín Einarsdóttir aðstoðarsaksóknari fyrir Elín u Hrafnsdótt ur aðstoð arsaksóknar a . Kristín Jónsdóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Hlynur Freyr Gíslason, sæti fangelsi í 1 5 mánuði . F resta skal fullnustu 12 mánaða af refsivistinni og falli sá hluti niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins, haldi ákærði almenn t skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði sæti upptöku á 2,57 g af kókaíni . 4 Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Snorra Sturlusonar lögmanns, 223.200 krónur og 264.346 kr ónur í annan sakarkostnað. Kristín Jónsdóttir