Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur þriðjudaginn 10. maí 2022 Mál nr. E - 1080/2020: Bokki garðar ehf. (Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður) gegn Sannir Landvættir ehf. (Gunnar Sturluson lögmaður) Dómur Mál þetta var höfðað 9. febrúar 2020 og dómtekið 12. apríl 2022. Stefnandi er Bokki garðar ehf., [...] , en stefndi er Sannir Landvættir ehf., [...] . Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 8.864.760 krónur með dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 26. nóvember 2020 til greiðsludags að teknu tilliti til innborgunar 14. apríl 2020 að fjárhæð 2.500.000 krónur og innborgunar 30. apríl 2021 að fjárhæð 2.223.871 kró na. Til vara er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 7.701.640 krónur með dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 13. febrúar 2020 til greiðsludags að teknu tilliti til innborgunar 14. apríl 2020 að fjárhæð 2.500.000 krónur og innborgunar 30. apríl 2021 að fjárhæð 2.223.871 króna. Til þrautavara er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda aðra lægri fjárhæð að mati dómsins að teknu tilliti til framangreindra innborgan a. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnanda en að málskostnaður verði látinn niður falla verði ekki fallist á aðal - eða varakröfu hans. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnanda en til vara að kröfur stef nanda verði lækkaðar verulega og málskostnaður verði látinn niður falla. I Málsatvik Tildrög máls þessa eru þau að stefnandi vann verk fyrir stefnda við gerð bílaplans og stíga við Laufskálavörðu í Skaftárhreppi og er krafa stefnanda til komin vegna þeirr ar vinnu. Starfsmaður Verkís hf., sem kom að verkinu fyrir hönd stefnda, sendi 9. júlí 2019 tölvupóst til fyrirsvarsmanns stefnanda, með teikningum og upplýsingum um verkið. Var af 2 væ ri við að allt efni yrði komið á staðinn og þá þegar væri allt á staðnum nema þríkantssteinninn utan um bílastæðin. Var vísað nánar til meðfylgjandi teikninga og ítrekaði póstinn 6., 13. og 14. ágúst 2019. Í pósti stefnanda 6. ágúst 2019 kom fram að Stefnandi sendi stefnda kostnaðaráætlun 27. september 2019. Voru þar 11 verkliðir tilgreindir og b yggðust þeir á áætluðu magni og miðað við tiltekið einingaverð. Samkvæmt áætluninni yrði heildarverð fyrir verkið 7.701.640 krónur með virðisaukaskatti. Í greinargerð kveðst stef ndi strax hafa gert athugasemdir við kostnaðaráætlunina vegna undirvinnu við bílastæðið í símtali þann 3. október 2019 og tölvupósti síðar sama dag þar sem undirvinnu væri að mestu lokið. Þau tölvupóstsamskipti liggja þó ekki fyrir í málinu og hefur stefna ndi hafnað því að stefndi hafi á þessu stigi gert athugasemdir við kostnaðaráætlun hans. Stefnandi mun hafa hafið vinnu við verkið 29. október 2019. Hann tilkynnti stefnda um verklok með tölvupósti 15. nóvember 2019 og óskaði eftir upplýsingum um hver ætti að fá reikninginn. Í svarpósti stefnda 21. nóvember 2019 þakkar stefndi athugasemd við þig á sínum tíma við liðina undirvinna sem eru samanlagt um 3,3 milljónir fyr þér 3 okt eftir samtal okkar þá var búið að leggja planið og valta og því kemur þetta á segja að þegar ég gerði áætlunina í vor hafi ég ekki alveg vitað í hvaða ástandi ég fengi planið í hendur en á móti kemur að við vinnum þetta á allt öðrum árstíma og í öðru veðurfari en upphaflega stóð til og birtutíminn mun styttri þannig að verkið tók a llt lengri tíma og kostaði miklu meiri Stefnandi gerði stefnda reikning fyrir verkið 26. nóvember 2019 að fjárhæð 8.86 4.760 krónur með virðisaukaskatti. Samkvæmt reikningnum nam kostnaður vegna sumir verkliðir höfðu hækkað en aðrir lækkað frá kostnaðaráætlun. Með tölvupósti 2. desember 2019 óskaði stefndi eftir nánari útlistun á verkliðnum kostnaðaráætlun hafa legið fyrir í marga mánuði sem stefnda hefði verið í lófa lagið að gera athugasemdir við eða hann hefði getað f engið aðra til að vinna verkið. Um væri að ræða vinnu við að jafna það lag sem hellurnar væru lagðar á. Oftast væri um sandlag að ræða og væri það einn tímafrekasti vinnuliðurinn í hellulögnum. Sennilega væri fljótlegra 3 við góðar aðstæður að leggja plastmo ttur en hellur en við bættist vinna við að fylla plastið af möl. Þar sem yfirborð plansins hefði verið allt spólað eftir bíl eða bíla þá hefði planið verið langt frá því tilbúið til að leggja á það þegar hann hefði tekið við því. Þá væri ekki við sig að sa kast þótt verkið hefði dregist. Aðilar áttu í tölvupóstsamskiptum 9. desember 2019 þar sem m.a. var ítrekað af hálfu stefnda að hann gerði aðeins athugasemdir við þann verklið er varðaði undirvinnu og bauð hann fram greiðslu næðist samkomulag um þann lið. Aðilar ræddust við á símafundi 10. desember 2019. Fram er komið að stefnandi taldi þann fund ekki hafa borið árangur en skilningur stefnda var sá að stefnandi hygðist lækka reikninginn vegna undirvinnu í samræmi við útlagðan kostnað, tímavinnu manna og ko stnað vegna véla. Stefnandi kveður það aldrei hafa komið til greina af sinni hálfu að vinna verkið í tímavinnu, hvað þá að semja um það eftir á. Stefnandi sendi tölvupóst til stefnda 30. desember 2019 og minnti á að reikningurinn væri enn ógreiddur. Engin rök hefðu komið fram frá stefnda fyrir því að reikningurinn væri ekki réttmætur. Yrði hann sendur í lögfræðiinnheimtu 10. janúar 2020. Í svari sínu 8. janúar 2020 kvað stefndi að reikningnum hefði verið hafnað af hans hálfu með tölvupósti 2. desember og á símafundi 10. desember 2019. Tafir á verkinu væri ekki að rekja til stefnda enda hefði stefnandi haft möguleika á að hefja framkvæmdir fyrr ef kostnaðaráætlun hefði legið fyrir. Ítrekaði stefndi að stefnandi legði fram dagskýrslur fyrir verkið og að verkið yrði gert upp í samræmi við þær og yfirlit yfir útlagaðan kostnað. Ekki er að sjá að stefnandi hafi orðið við því. Í framhaldinu leituðust aðilar við að ná sáttum. Í tölvupósti stefnda 22. janúar 2020 áréttar stefndi að hann hafi ítrekað fari fram á dagsk ýrslur, sundurliðun á verkliðum þar sem fram kæmi sá tími sem farið hefði í verkið, vélaleiga og annar kostnaður, svo gera mætti verkið upp á sanngjarnan hátt fyrir báða aðila. Þar sem stefnandi hefði ekki orðið við því gerði stefndi tillögu að uppgjöri fy rir verkið sem byggðist á áætlun sem fylgdi póstinum. Sáttaumleitanir báru ekki árangur og höfðaði stefnandi mál þetta 9. febrúar 2020. Undir rekstri málsins lagði stefndi fram beiðni um dómkvaðningu matsmanns.Vilhjálmur Árni Ásgeirssonar byggingarverkfræð ingur var dómkvaddur og liggur matsgerð hans frá 19. mars 2021 fyrir í málinu. Í matsbeiðni er óskað eftir því að matsmaður kanni hvert sé sanngjarnt og eðlilegt endurgjald fyrir verk stefnanda við plan á byggingarsvæði stefnda við Laufskálavörðu í Skaftár hreppi. Niðurstaða matsmanns er sú að sanngjarnt og eðlilegt endurgjald fyrir verk stefnanda við plan á byggingarsvæði stefnda væri 4.723.871 króna án virðisaukaskatts en 5.857.600 krónur með virðisaukaskatti. Á grundvelli þeirrar niðurstöður greiddi stefn di 30. apríl 2021 2.223.871 krónu inn á fjárvörslureikning lögmannsstofu lögmanns stefnanda en stefndi hafði þá áður greitt 2.500.000 krónur inn á sama reikning eða samtals 4.723.871 krónu. Taldi stefndi að þar með hefði hann uppfyllt greiðsluskyldu sína. Stefnandi hafnar 4 niðurstöðu matsgerðarinnar og krefur stefnda um greiðslu þess sem hann telur ógreitt af kröfu hans á hendur stefnda. II Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveðst byggja fjárhæð aðalkröfu sinnar á reikningi útgefnum 26. nóvember 20 19. Byggir hann á því að leggja beri til grundvallar það verð sem hann hafi þar reiknað sér fyrir þá verkliði sem um ræði enda hafi stefndi ekki fært rök fyrir því að það verð sé bersýnilega ósanngjarnt. Stefnda hafi hlotið að vera ljóst að verkið yrði umf angsmeira og kostnaðarsamara en gert var ráð fyrir. Þá verði einnig að hafa í huga að ekki sé verulegur munur á útgefnum reikningi og kostnaðaráætlun stefnanda sem stefnda hafi borist áður en framkvæmdir hófust. Kveður hann stefnda ekki hafa andmælt kostna ðaráætluninni fyrr en eftir verklok. Stefnandi byggir kröfu sína á reglum samninga - og kröfuréttar um loforð og efndir fjárskuldbindinga, auk reglna um rétt verktaka til greiðslu verkkaups. Þá vísar stefnandi jafnframt til meginreglna laga nr. 42/2000 um þ jónustukaup. Stefnandi kveðst byggja fjárhæð varakröfu sinni á kostnaðaráætlun sinni um verkið sem hann hafi sent stefnanda 27. september 2019 en vísar að öðru leyti til sömu málsástæðna, sjónarmiða og lagaraka og í aðalkröfu. Verði þannig ekki fallist á aðalkröfuna byggir stefnandi á því að leggja eigi kostnaðaráætlunina til grundvallar uppgjöri milli aðila, enda hafi hún borist stefnda áður en framkvæmdir hófust. Hún hafi ekki sætt neinum athugasemdum af hálfu stefnda fyrr en að framkvæmdum loknum. Þrau tavarakröfu sína, um aðra lægri fjárhæð að mati dómsins, byggir stefnandi á því að hann eigi rétt á sanngjarnri þóknun fyrir vinnu sína á grundvelli almennra reglna kröfu - og samningaréttar. Þrautavarakrafan byggist þá á sömu málsástæðum, sjónarmiðum og la garökum og aðal - og varakrafa stefnanda. Stefnandi hafnar niðurstöðu matsgerðarinnar, sem byggist á forsendum sem ekki hafi um samist með aðilum. Þá kveður hann myndband sem stefndi vísi til um framgang verksins og matsmaður hafi haft til hliðsjónar ekki hafa nokkra þýðingu enda hafi það verið gert í markaðstilgangi aðila sem ekkert hafi haft með verk stefnanda að gera. Kröfur um dráttarvexti styður stefnandi við lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Krafa um málskostnað styðst við við 1. mgr. 130. g r. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og um varnarþing vísar stefnandi til 33. gr. laga nr. 91/1991. III Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda. Hvað aðalkröfuna varðar taki stefndi fram að stefnandi hafi ekki lag t fram nein haldbær gögn henni til stuðnings en byggi 5 eingöngu á einhliða reikningi sem hann hafi gefið út við verklok. Stefnandi hafi ekki axlað sönnunarbyrði sína fyrir kröfu sinni. Staðreyndin sé sú að undirvinnu verksins hafi að mestu verið lokið þegar stefnandi hafi hafið vinnu sína við verkið og því sé fráleitt að sá liður í vinnu stefnanda nemi um 46% af heildarupphæð reikningsins. Stefndi kveðst telja þá kröfu verulega ósanngjarna og ekki í samræmi við þá vinnu sem stefnandi hafi innt af hendi vegna þess liðar. Megi í þessu sambandi hafa hliðsjón af meginreglu kauparéttar um sanngjarnt endurgjald sem fram komi meðal annars í 45. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup. Meginreglan sé almennt lögð til grundvallar í öðrum viðskiptum en lausafjárkaupum, s br. 28. gr. laga nr. 42/2000. Ljóst sé að ekki hafi verið samið um verð fyrir verkið sem stefnandi vann fyrir stefnda og því sé eðlilegt að leggja til grundvallar sanngjarnt verð. Í greinargerð komi fram að stefndi hafi talið það vera 3.878.495 krónur að viðbættum virðisaukaskatti. Sú fjárhæð hafi byggst á samantekt og greiningu á framvindu verksins samkvæmt myndbandi sem sýni vinnu stefnanda, hvað hafi verið gert, hvaða vélar hafi verið notaðar og hversu langan tíma verkið hafi tekið. Viðmiðunargjöld og k ostnaður allur við þá verkþætti sem unnir voru hafi verið ríflega áætlaður til að koma til móts við það hversu rösklega gengið var til verks. Stefndi hafi því verið reiðubúinn að greiða sanngjarnt endurgjald fyrir þá vinnu sem unnin hafi verið í hans þágu. Undir rekstri málsins hafi stefndi aflað matsgerðar. Niðurstaða matsmanns hafi verið sú að sanngjarnt endurgjald fyrir verkið næmi 4.723.871 króna án virðisaukaskatts. Þá fjárhæð hafi stefndi nú þegar greitt til að ljúka málinu en stefnandi hafi ekki fal list á lyktir málsins með þeim hætti. Hann haldi því þó fram í stefnu að hann eigi rétt á sanngjörnu endurgjaldi. Það endurgjald hafi verið metið í matsgerðinni. Stefndi hafi lagt til að stefnandi gæfi út nýjan reikning svo hægt væri að innskatta virðisauk askattinn en stefnandi hafi ekki viljað horfa til þeirrar lausnar til að ljúka málinu. Ekki hafi því náðst samkomulag við stefnanda um endurútgáfu reikningsins svo unnt væri að ganga frá réttu virðisaukaskattsuppgjöri vegna hans. Stefndi krefst sýknu af v arakröfu stefnanda og byggir á því að sú kostnaðaráætlun sem krafan sé reist á hafi ekki falið í sér tilboð sem samþykkt hafi verið af sinni hálfu enda hafi hann aðeins beðið um grófa verðáætlun og gert strax athugasemdir við fjárhæð áætlunarinnar eins og stefnandi haldi fram. Stefndi krefst sýknu af þrautavarakröfu stefnanda. Fyrir liggi að hann hafi þegar greitt sanngjarna þóknun fyrir verkið á grundvelli matsgerðar. Stefndi mótmæ lir því sem röngu að hann hafi ekki gert athugasemdir við kostnaðaráætlun stefnanda. Þvert á móti hafi aðilar rætt um kostnaðaráætlunina símleiðis og í framhaldinu hafi stefndi sent stefnanda tölvupóst 3. október 2019. Þannig hafi stefndi 6 strax gert athuga semdir við verkliði er vörðuðu undirvinnu verksins. Þetta megi glögglega sjá af samskiptum aðila 21. nóvember 2019. Sú málsástæða sem stefnandi byggir kostnaðarhækkun sína á, að verkið hafi verið unnið á allt öðrum árstíma og í öðru veðurfari og birtuskil yrðum en upphaflega hafi staðið til, fái ekki staðist. Beiðni um grófa kostnaðaráætlun hafi verið send stefnanda 9. júlí 2019 en hún hafi ekki borist fyrr en 27. september 2019 eftir ítrekanir af hálfu stefnda. Stefnandi hefði átt að taka tillit til þessar a þátta í kostnaðaráætlun sinni hefði hann talið það skipta máli. Stefnandi hafi hafið framkvæmdir 29. október 2019. Hann hafi haft alla möguleika á að hefja verkið fyrr og það verið algerlega undir honum komið að hefjast handa, enda hafi hann verið hvattu r til þess mun fyrr af stefnda. Þá megi glögglega sjá af framlögðu myndbandi að veður hafi ekki hamlað verkinu. Varakröfu sína um lækkun á kröfum stefnanda byggir stefndi á sömu sjónarmiðum, málsástæðum og lagarökum og aðalkröfu sína. Strax og gróf verðáæ tlun hafi verið send stefnda hafi verið gerðar athugasemdir við liði vegna undirvinnu verksins og stefnanda verið tjáð að mestri undirvinnu væri þegar lokið. Stefndi hafi aflað mats í málinu sem beri að leggja til grundvallar. Hann hafi nú þegar greitt það endurgjald sem matsmaður telji sanngjarnt fyrir verkið. Því mati hafi stefnandi ekki hnekkt. Stefndi kveður kröfur sínar einkum byggðar á meginreglum kröfu - , verktaka - og samningaréttar um sanngjarnt endurgjald, einkum 28. gr. laga nr. 42/2000 og 45. gr. laga nr. 50/2000, sem og reglum um tillits - og trúnaðarskyldur aðila í verksamningum. Krafa um málskostnað sé þá byggð á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. IV Niðurstaða Í máli þessu krefur stefnandi stefnda um greiðslu endurgjalds fyrir v erk sem hann vann í þágu stefnda við gerð bílaplans og stíga við Laufskálavörðu í Skaftárhreppi. Byggist aðalkrafa stefnanda á útgefnum reikningi fyrir verkið frá 26. nóvember 2019 en varakrafan á kostnaðaráætlun sem hann sendi stefnda 27. september 2019. Þá gerir stefnandi þrautavarakröfu um annað sanngjarnt endurgjald að mati dómsins. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda í málinu. Aðalkrafa stefnanda sé bersýnilega ósanngjörn þar sem krafið sé um greiðslu fyrir vinnu sem ekki hafi verið innt af hendi. Varakrafan byggist á kostnaðaráætlun sem stefndi hafi strax mótmælt. Byggir stefndi á því að ekki hafi samist með aðilum um tiltekið endurgjald fyrir vinnu stefnanda og því beri að beita meginreglu kauparéttar um sanngjarnt og eðlilegt endurgjald. Stefndi hafi nú þegar staðið stefnanda skil á sanngjörnu og réttlátu endurgjaldi sem sæki stoð í matsgerð sem hann hafi aflað undir rekstri málsins og eigi stefnandi því ekki frekari kröfur á hendur sér. Stefndi setur einnig fram varakröfu um aðra lægri fj árhæð að mati dómsins. Fyrir liggur að stefndi greiddi stefnanda 2.500.000 krónur 14. apríl 2020 og 2.223.871 krónu 30. apríl 2021 á grundvelli framlagðrar matsgerðar. 7 Stefnandi byggir á því í málinu að hann eigi rétt á sanngjörnu endurgjaldi fyrir vinnu s ína og vísar til reglna samninga - og kröfuréttar um loforð og efndir fjárskuldbindinga og meginreglna laga nr. 42/2000. Hann hefur þó hafnað því að framlögð matsgerð sýni fram á hvert sanngjarnt endurgjald væri fyrir verkið og telur niðurstöðu hennar ranga þar sem hún byggist á röngum forsendum. Stefnandi hefur ekki gert reka að því að hnekkja niðurstöðu matsgerðarinnar með nokkrum hætti en byggir á því að um annað endurgjald hafi samist með aðilum og reisir kröfu sína annars vegar á útgefnum reikningi og h ins vegar á kostnaðaráætlun eins og áður er fram komið. Sá munur sem er á fjárhæð í aðal - sem er sá þáttur verksins sem aðila greinir á um. Málatilbúnaður stefnanda verður skilinn svo að kostnaðaráætlun hans hafi verið forsenda fyrir samkomulagi aðila um að hann tæki verkið að sér fyrir stefnda. Aðalkrafa hans byggist því í grunninn á kostnaðaráætluninni auk þeirra magnbreytinga sem orðið hafi á verkinu með tilheyrandi kostnaðarhækkunum sem m.a. verði ra ktar til þess að verkið hafi verið unnið á öðrum árstíma og ekki í sömu birtuskilyrðum og upphaflega hafi staðið til. Vegna þessa tekur dómurinn fram að fyrir liggur að stefndi óskaði eftir kostnaðaráætlun frá stefnanda 9. júlí 2019 og hún lá fyrir 27. sep tember 2019. Verður að telja að stefnanda hafi verið í lófa lagið að taka tillit til árstíma og birtuskilyrða í kostnaðaráætlun sinni hefðu þau atriði átt að hafa þýðingu um endurgjald fyrir verkið, en fram er komið að hann hóf verkið 29. október 2019 og l auk því 15. nóvember 2019. Í málinu liggur auk þess ekkert fyrir um að veður eða birtuskilyrði hafi hamlað verkinu og benda framlögð myndbandsgögn raunar til annars. Verður því að telja þetta ósannað. Stefnandi hefur einnig bent á að planið hafi ekki veri ð í fullnægjandi ástandi fyrir hellulögn er hann tók við því og hann hafi þurft að bera í það 18 m 3 af viðbættum sandi til þess að jafna það út. Verður að skilja málatilbúnað í stefnu svo að stefnandi hafi ekki tekið mið af þessu í kostnaðaráætlun sinni og þetta sé því til stuðnings aðalkröfu hans. Í aðilaskýrslu fyrirsvarsmanns stefnanda fyrir dóminum kom fram að hann hefði gert ráð fyrir því í kostnaðaráætlun sinni og vitað af því að búið væri að spóla upp planið. áætlaður 2.400.000 krónur en á reikningi um 3.300.000 krónur sagði hann að vinnan úið hefði ég var búinn að reikna með að þetta væri ekki fullkomið til þess að g eta bara farið að hellaleggja áður en við gátum tekið þessa lokasléttun sem var talað um að við ættum að 8 ekki annað ráðið en að nokkur undirvinna hafi þegar farið fra m er stefnandi tók við planinu eins og stefndi hefur haldið fram í málinu. Styður framburður fyrirsvarsmannsins því ekki aðalkröfu stefnanda þar sem verkliður sem lýtur að undirvinnu hefur hækkað umtalsvert. Þá hefur hér einnig þýðingu að í s kýrslugjöf fyr irsvarsmanns stefnanda kom einnig fram að hann hefði ekki kynnt sér ástandið á verkstað áður en hann tók verkið að sér. Um ýmis önnur verk sem stefnandi hefur haldið fram að hann hafi þurft að inna af hendi liggur ekkert fyrir og raunar kom það fram í gögn um málsins og í aðilaskýrslu mati dómsins hefur stefnandi með vísan til framangreinds ekki fært sönnur á forsendur og fjárhæð aðalkröfu sinnar. Auk þess tekur dómurinn f ram að stefnandi sinnti í engu óskum stefnda um nánari útskýringar á reikningi sínum, með dagskýrslum eða nánari sundurliðunum. Varakrafa stefnanda byggist eingöngu á kostnaðaráætlun hans og á því að á grundvelli hennar hafi samningar tekist með aðilum um endurgjald fyrir vinnu hans. Hefur stefnandi haldið því fram að stefndi hafi ekki andmælt kostnaðaráætluninni og reiknings. Í málinu liggur fyrir að 9. júlí 2019 óskað stefnanda um verkefnið sem stefnandi sendi stefnda 27. september 2019. Dómurinn tekur fram að ljóst megi vera af fyrstu samskiptum aðila að báðir máttu gera ráð fyrir að fjárhæðir einstakra verkliða gætu breyst eftir framvindu verksins og að ekki hefði á þeim tíma endanlega samist um endurgjald fyrir verkið. Endurspeglast það einnig í tölvupósti stefnanda 21. nóvember 2019 þar sem fram kemur að hann hafi ekki vitað í hvaða ástandi hann fengi planið í hendur. Í tölvupó sti stefnanda 6. ágúst 2019 kom fram að hann hygðist stefnanda fyrir dóminum kom þó fram að hann hefði ekki kannað aðstæður á verkstað áður en hann gaf stefnda kostnaðaráæ tlun sína í verkið. Verður stefnandi að bera hallann af því að hafa ekki kynnt sér aðstæður að þessu leyti til hlítar. Auk þess tekur dómurinn fram að ekki er að sjá að stefnandi hafi gert stefnda á nokkru stigi viðvart um að forsendur væru breyttar frá ko stnaðaráætluninni teldi hann hana hafa verið bindandi í samskiptum aðila. Stefnandi byggir einnig á því í málinu að stefndi hafi ekki andmælt kostnaðaráætluninni og þannig hafi komist á samningur milli þeirra um endurgjald. Dómurinn tekur fram að tölvupós tsamskipti aðila 21. nóvember 2019 bera með sér að upphaflegum tölvupósti stefnda 9. júlí 2019 að annar jarðvinnuverktaki hefði tekið að sér stóran hluta þess verks sem fólst í að keyra í og þjappa planið og stígana og fulljafna 9 planið. Þessu mótmælti stefnandi ekki efnislega í svari sínu sama dag en viðurkenndi á hvaða ástandi ég fengið planið í verkþáttum sem eru órökstuddir og þegar hefur verið tekin afstaða til og hafnað hér framar. Þá þykir framburður fyrirsvarsmannsins sem er rakinn hér framar um þá vinnu sem hann hafi innt af hendi styðja ef nislega það sem fram kemur í lýsingu stefnda á ástandi plansins í tölvupóstunum 9. júlí 2019 og 21. nóvember 2019. Með vísan til þessa telur dómurinn að stefnandi hafi heldur ekki sýnt fram á grundvöll varakröfu sinnar og verður henni því einnig hafnað. He fur stefnandi ekki sýnt fram á að til samnings aðila hafi stofnast á grundvelli kostnaðaráætlunarinnar og hún falið í sér bindandi samningstilboð um endurgjald fyrir vinnu sem stefndi hafi gengið að. Áréttar dómurinn að fyrirsvarsmaður stefnanda bar um það fyrir dóminum að hann hefði byggt kostnaðaráætlunina á magntölum en þó ekki kynnt sér aðstæður á verkstað. Dómurinn telur að líta verði svo á að samkomulag hafi tekist með aðilum um að stefnandi tæki að sér verk fyrir stefnda en að ekki hafi verið samið með skýrum hætti um endurgjald fyrir þá vinnu. Stefnandi hefur ekki fært sönnur á að hann eigi rétt á endurgjaldi úr hendi stefnda að fjárhæð 8.864.760 krónur samkvæmt reikningi eða 7.701.640 krónur samkvæmt kostnaðaráætlun sem stefndi hafi fallist á og sa mningur komist á um. Er því ósannað að tekist hafi samningur með aðilum um greiðslu tiltekinnar fjárhæðar fyrir verkið. Verður því að leggja til grundvallar úrlausn málsins meginreglu kauparéttar sem bæði endurspeglast í 45. gr. laga nr. 50/2000 og 28. gr. laga nr. 42/2000. Ber stefnda því að standa stefnanda skil á sanngjörnu og eðlilegu endurgjaldi fyrir vinnu hans. Stefnandi hefur ekki sýnt fram á að umræddar fjárhæðir í aðal - eða varakröfu séu sanngjarnt endurgjald fyrir verkið. Stefndi hefur á hinn bó ginn aflað matsgerðar í málinu. Stefnandi hefur hafnað niðurstöðu matsgerðar en gerir einnig í málinu þrautavarakröfu um annað og lægra endurgjald en fram kemur í aðal - og varakröfu. Stefnandi hefur þó ekki haldið fram neinum sérstökum sjónarmiðum sem dómu rinn ætti að horfa til í þeim efnum. Verður þrautavarakröfu stefnanda því einnig hafnað. Stefnandi hefur ekki hnekkt niðurstöðu framlagðrar matsgerðar þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að sanngjarnt endurgjald fyrir verk stefnanda nemi 4.723.871 krónu sem stefndi hefur nú þegar innt af hendi í tveimur greiðslum, þeirri fyrri 14. apríl 2020 og hinni síðari 30. apríl 2021. Á stefnandi því ekki frekari kröfu r á hendur stefnda vegna verksins. Verður ekki séð að neinir annmarkar séu á framlagðri matsgerð se m leitt geti til þess að ekki verði á henni byggt í málinu og verður hún því lögð til grundvallar úrlausn málsins. Dómurinn tekur sérstaklega fram að matsmaður kvaðst aðspurður hafa horft til þátta eins og árstíðar og birtuskilyrða við mat sitt og ekki tal ið þá hafa haft áhrif 10 á endurgjaldið. Þá þykir engu máli skipta þótt myndband sem matsmaður hafði aðgang að við matsvinnu sína og liggur fyrir í málinu hafi verið unnið í markaðstilgangi. Verður stefndi samkvæmt framansögðu sýknaður af öllum kröfum stefnan da í málinu. Í samræmi við niðurstöðu málsins og rekstur þess fyrir dóminum er óhjákvæmilegt að gera stefnanda að greiða stefnda málskostnað, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sem telst hæfilega ákveðinn 850.000 krónur og er þá tekið tillit til þess kostnaðar sem hlaust af öflun matsgerðar í málinu. Af hálfu stefnanda flutti málið Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður en af hálfu stefnda Gunnar Sturluson lögmaður. Hólmfríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 8. október 2021. Dómsorð: Stefndi, Sannir Landvættir ehf., er sýkn af öllum kröfum stefnanda, Bokka garða ehf. Stefnandi greiði stefnda 850.000 krónur í málskostnað . Hólmfríður Grímsdóttir (sign.)