Héraðsdómur Austurlands Dómur 25. nóvember 2021 Mál nr. S - 110/2021: Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) gegn A ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur. I. 1. Mál þetta, sem dómtekið var 16. nóvember 2021, höfðaði lögreglustjórinn á Austurlandi með ákæru, útgefinni 10. september sl., á hendur A , kennitala , , : , aðfaranótt mánudagsins 22. j úlí 2019, með því að veitast að B , kt. og ryðjast inn á heimili hans að , , án heimildar og án þess að gera vart við sig og fara inn í svefnherbergi hans, þar sem hann svaf, með stóra sveðju í hendinni sem hann sveiflaði í kringum sig og beindi a ð B og hótaði með því í verki að leggja til B með sveðjunni, þannig að hann óttaðist um líf sitt, heilbrigði og velferð og fyrir að hafa lamið B ítrekað í andlit og líkama, fyrst inni í nefndri íbúð og síðar í og við bifreiðina , á leiðinni frá til , með þeim afleiðingum að B hlaut skrámur á olnboga hægri handar, lítinn marblett í kringum hægra auga og skrapsár á hægri öxl. Einnig fyrir vopnalagabrot með því að hafa, eins og að ofan er lýst, borið vopn á almannafæri, með því að vera með umrædda s veðju í höndunum, bæði að og af og til á leiðinni frá til og beina henni að B , án lögmæts tilefnis. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög og 1. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998, sbr. breytingarlög. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa : Af hálfu B , kt , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til greiðslu miskabóta að fjárhæð kr. 850. 000, auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 22. júlí 2019. Krafan beri almenna vexti frá 25. október 2019 og einnig er krafist dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er 2 krafist málskostnaðar að mati dómsins eða skv. málskostnaðarreikningi sem verður lagður fram við aðalmeðferð málsins ef til hennar kemur. Auk þess er krafist fjárhæðar 2. Skipaður verjandi, Stefán Karl Kristjánsson lögmaðu r, hefur fyrir hönd ákærða krafist vægustu refsingar sem lög heimila, en jafnframt að bótakrafa verði stórlega lækkuð. Þá krefst verjandinn hæfilegrar málflutningsþóknunar, en einnig greiðslu vegna útlagðs ferðakostnaðar. 3. Ákæruskjal og gögn málsins bár ust til dómsins með bréfi lögreglustjóra 20. september 2021. Fyrirkall dómsins til ákærða var gefið út 21. sama mánaðar, og þá með ákvæði um þingfestingu málsins 14. október sl. Þar sem lögreglustjóra tókst ekki að birta fyrirkallið fyrir ákærða var gefið út nýtt, þann 14. október sl., og var það birt ákærða 20. sama mánaðar. Málið var þingfest 3. nóvember sl. II. 1. Samkvæmt rannsóknargögnum hringdi brotaþoli í Fjarskiptamiðstöð lögreglu að morgni 22. júlí 2019 og óskaði eftir lögregluaðstoð til vegna hótana sem hann hafði orðið fyrir af hálfu ákærða skömmu áður, og þá meðal annars með sveðju. Ágreiningslaust er að nefnd símhringing kom úr síma ákærða, og jafnframt að ákærði og brotaþoli höfðu umræddan morgun verið saman í bifreið sem ekið hafði veri ð frá heimili brotaþola í . Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var strax brugðist við fyrrgreindu erindi, og segir m.a. frá því í skýrslunni að þegar vakthafandi lögreglumaður hafi ekið um akbraut á hafi hann mætt bifreið, en þá veitt því eftirtekt að b rotaþoli hékk að hálfu út um glugga hennar. Vegna þessa hafi lögreglumaðurinn snúið við, en í framhaldi af því hitt brotaþola fyrir, sem þá hefði haft á orði að hann hefði komið sér út úr fyrrnefndri bifreið í flýti. Tekið er fram í skýrslunni að í fylgd b rotaþola hafi verið nafngreindur sambýlismaður hans, og segir frá því að þeir hafi báðir verið í andlegu ójafnvægi, mjög Við áframhaldandi aðgerðir lö greglu umræddan morgun var ákærði handtekinn og færður á lögreglustöð. Samkvæmt handtökuskýrslu var ákærði undir áhrifum áfengis 3 og í annarlegu ástandi. Síðar um daginn var nafngreindur félagi ákærða einnig handtekinn, en hann hafði ekið fyrrnefndri bifrei ð í greint sinn frá . 2. Við rannsókn máls þessa var ákærði yfirheyrður af lögreglu í tvígang, þann 22. júlí 2019 og 14. október 2020. Í bæði skiptin kaus ákærði að nýta sér lögboðinn rétt sinn og neitaði hann að tjá sig um sakarefnið. Brotaþoli og sa mbýlismaður hans voru einnig báðir yfirheyrðir um málavexti í tvígang, þann 22. júlí 2019 og 8. október 2020. Þeir lýstu hvor um sig atgangi ákærða með líkum hætti og greinir í ákæru. Brotaþoli greindi einnig frá því að hann hefði ekki fengið eiginlega lík amlega áverka af völdum ákærða, og enn fremur kvaðst hann aðeins hafa fengið minni háttar áverka þegar hann hefði farið í flýti út úr bifreiðinni að morgni 22. júlí 2019. Við lögreglurannsóknina voru einnig yfirheyrðir fyrrnefndir félagar ákærða, þann 22. júlí 2019 og 8. október 2020, en að auki var nafngreint vitni yfirheyrt, þann 20. október 2020, og þá um tiltekna þætti í atburðarásinni. Nefndar yfirheyrslur lögreglu voru hljóðritaðar og eru viðeigandi diskar þar um á meðal málsgagna. Við rannsókn málsins tók lögreglan ljósmyndir af brotaþola, en einnig á er tekið fram í skýrslu að þær hafi verið með 30 - 31 cm blaði. Samkvæmt gögnum var brotaþoli að tilhlutan lögreglu færður í læknisskoðun að morgni 22. júlí 2019. Segir m.a. frá því í læknisvottorði, dagsettu 1. ágúst nefnt ár, að brotaþoli hafi ekki verið í annarlegu ástandi, en í uppnámi, að taugaskoðun og öndunartíðni hafi verið eðlileg. Þá hafi an dlitshreyfingar hans verið symmetrískar. Segir á olboga hægri handar. Lítill marblettur í kringum hægra auga. Kviður er eymslalaus, ekkert mar eða áverka er þar að s 2. Við rannsókn lögreglu voru leiddar að því líkur að upphaf þessa máls hafi verið á þá leið að óviðkomandi aðili hefði sent sms - skilaboð úr síma brotaþola og þá í síma ákærða. Skilaboð þessi hafi með öllu verið ósö nn, en þau hafi varðað ætlaða skuld ákærða vegna fíkniefnaviðskipta. Ágreiningslaust virðist vera að þessi atburðarás hafi leitt til þess að ákærði fór í bifreið félaga síns að heimili brotaþola umrædda nótt, og að eftir það hafi hafist sú atburðarás, sem að nokkru er lýst í ákæru. Ágreiningslaust er að þegar atvik 4 máls þessa stóðu enn yfir hafi ákærði og brotaþoli afráðið, og þá að undirlagi þess síðarnefnda, að aka ásamt félögum sínum til og þá með þeirri ætlan að fá nokkurn botn í efni hinna röngu sm s - skilaboða. Við rannsókn lögreglu var upplýst að það hafi verið ákærði sem skipaði brotaþola að hringja eftir aðstoð lögreglu í greint sinn. 3. Samkvæmt gögnum sendi lögreglustjóri rannsóknargögn máls þessa til héraðssaksóknara þann 31. október 2019. Hé raðssaksóknari endursendi gögnin þann 8. júní 2020 og þá til frekari rannsóknar. Lögreglustjóri sendi gögnin á ný til héraðssaksóknara þann 28. nóvember sama ár, ásamt viðbótarrannsóknarskjölum, sbr. áðurgreindar síðari yfirheyrslur lögreglu. Með bréfi hér aðssaksóknara til lögreglustjóra þann 12. mars 2021 var tilkynnt að þar sem ekki lægi fyrir sönnun að ásetningi ákærða til frelsissviptingar brotaþola, sbr. ákvæði 226. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, hafi verið fallið frá því sakaratriði, en lögre glustjóra að öðru leyti falin meðferð málsins fyrir dómi, og þá með útgáfu ákæru. 2. Við meðferð málsins fyrir dómi hefur ákærði skýlaust viðurkennt sakargiftir, líkt og þeim er lýst í ákæru lögreglustjóra. Játning ákærða er í samræmi við allítarleg ranns óknargögn lögreglu, þ.m.t. læknisvottorð og ljósmyndir. Með játningu ákærða, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, sem og nefndum rannsóknargögnum, er nægjanlega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst. Brot ákærða eru réttilega heimfærð í ákærunni. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Ákærði er samkvæmt framansögðu sannur að sök, en brot hans eru eigi fyrnd, sbr. m.a. ákvæði 8. mgr. 81. gr. la ga nr. 19/1940 svo og dómafordæmi Hæstaréttar Íslands, m.a. í máli nr. 508/2015. III. 1. Ákærði, sem er ára, hefur samkvæmt sakavottorði áður gerst brotlegur við lög. Á liðnum fimm árum hefur hann þannig í þrígang verið dæmdur fyrir ölvunar - og svipti ngarakstur. Síðast, þann 19. desember 2019, var ákærði dæmdur í þriggja 5 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir sviptingarakstur, en einnig hraðakstur, og þá m.a. á grundvelli eldri dóma og ítrekunaráhrifa. 2. Í máli þessu hefur ákærði verið sakfelldur fyri r minni háttar líkamsárás, en einnig hótanir og vopnalagabrot. Ber að ákvarða refsingu hans m.a. með hliðsjón af 1. tl. 70. gr., 77. gr. og 78. gr. hegningarlaganna, og þá m.a. með hliðsjón af alvarleika brotanna. Einnig ber að líta til þess að ákærði játa ði brot sín greiðlega fyrir dómi og samþykkti bótaskyldu vegna verknaðarins, svo og bótafjárhæð að hluta og að hann hefur ekki áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot . Að þessu virtu og með hliðsjón af lýstum sakaferli svo og 5. og 8. tl. 70. gr. hegningarlag anna þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði. Eftir atvikum þykir fært að skilorðsbinda refsinguna, líkt og segir í dómsorði. 3. Við lögreglurannsókn málsins, þann 27. júlí 2021, lagði Bjarni G. Björgvinsson lögmaður fram skaðabótakrö fu á hendur ákærða fyrir hönd brotaþola, sbr. ákæruskjal. Um er að ræða miskabótakröfu, sbr. 26. gr. skaðabótalaganna nr. 50/1993, að fjárhæð 850.000 krónur, en einnig er krafist lögmannsþóknunar. Krafan er rökstudd, og þá m.a. að nokkru með vísan til þeir ra atvika sem verknaðarlýsing ákæru tekur ekki til. Krafan, sem var birt verjanda ákærða 30. september sl., var nánar rökstudd fyrir dómi. Eins og áður sagði samþykkti ákærði bótaskyldu, en andmælti kröfufjárhæðinni sem of hárri og lagði þann ágreining í mat dómsins. Ákærði hefur með lýstri háttsemi gerst sekur um ólögmæta meingerð gegn brotaþola. Þykir brotaþoli því eiga rétt á miskabótum úr hendi ákærða samkvæmt 26. gr. skaðabótalaganna og eru þær eftir atvikum hæfilega ákveðnar 350.000 krónur, með vö xtum og dráttarvöxtum eins og segir í dómsorði. Þá ber að dæma brotaþola málskostnað við að halda kröfunni fram með aðstoð lögmanns, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sem þykir hæfilega ákveðinn, og þá með nokkurri hliðsjón af tím askýrslu, 154.140 krónur og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. 4. Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 ber að dæma ákærða til að greiða sakarkostnað. 6 Samkvæmt yfirlýsingu sækjanda fyrir dómi féll enginn sakarkostnaður til við lögregl urannsókn málsins. Dæma ber ákærða til að greiða m álsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, við alla meðferð málsins, hjá lögreglu og fyrir dómi, en hún þykir hæfilega ákveðin, og þá m.a. með hliðsjón af umfangi málsins og tímaskýrslu, 336.720 krónur, og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Að auki ber að dæma ákærða til að greiða útlagaðan ferðakostnað verjandans, 19.261 krónu. Málið flutti af hálfu ákæruvalds Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð: Ákærði, A , sæti fangelsi í þrjá mánuði, en fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi hann almennt skilorð 57. gr. alme nnra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði brotaþola, B , 350.000 krónur í miskabætur auk vaxta samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, frá 22. júlí 2019 til 30. september 2021, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og 154.140 krónur í málskostnað. Ákærði greiði sakarkostnað, þ.e. 336.720 króna þóknun til skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, og 19.261 krónu vegna ferðakostnaðar hans.