Héraðsdómur Reykjaness Dómur 9. júlí 2021 Mál nr. S - 1577/2021: Héraðssaksóknari (Anna Barbara Andradóttir aðstoðarsaksóknari) gegn Dawid Grynig (Jón Egilsson lögmaður) Dómur: Mál þetta, sem dómtekið var fyrr í dag var höfðað með ákæru héraðssaksóknara 24. júní 2021 á hendur ákærða, Dawid Grynig, kt. [...] , [...] , Reykjavík. Í ákærunni segir að sakamál sé höfðað gegn ákærða og meðákærðu, Y : 1. Gegn ákærðu báðum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fimmtudaginn 8. apríl 2021, að [...] í Hafnarfirði, haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni samtals 27.434,76 g af maríhúana, 114,29 g af hassi, 8.710 g af kannabisstönglum, 50 kannabisplöntur og 893,65 g af amfeta míni og gegn ákærða Dawid fyrir að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Telst brot þetta varða við 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. l ög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. 2. Gegn ákærða Dawid fyrir áfengislagabrot, með því að hafa á sama tíma og stað og gr einir í ákærulið 1. framleitt 53 lítra af gambra með 14% áfengisstyrkleika. Telst brot þetta varða við a - lið 2. mgr. 4. gr., sbr. 2. mgr. 6. gr., sbr. 1. mgr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og til gr eiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á haldlögðum fíkniefnum samtals 27.434,76 g af maríhúana, 114,29 g af hassi, 8.710 g af kannabisstönglum, 50 kannabisplöntum og 893,65 g af amfetamíni, sbr. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Þá er krafist upptöku á 53 lítrum af gambra, með vísan til 1. mgr. 28. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Jafnframt er krafist upptöku á 2 39 vatnsdælum, 18 ljósum, 3 tímarofum, 2 hitamælum, loftsíu, 2 mulning skvörnum, Samsung Galaxy S8, Samsung Galaxy S20 og Nokia farsíma sem ætlað er að hafi verið notaðir við framningu brots, með vísan til 1. tl. 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá er krafist upptöku á haldlögðum fjármunum í eigu ákærða Dawid, samtals kr. 870.000, - með vísan til 1. mgr. 69.gr. b. sömu laga. Í þinghaldi fyrr í dag var þáttur ákærða skilinn frá upphaflega málinu, máli nr. S - 1492/2021. Kröfur ákærða eru þær að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa og að gæsluvarðhaldsvist sem hann hefur sætt frá 9. apríl sl. verði dregin frá þeirri refsingu sem ákveðin verði að fullri dagatölu. Þá er krafist þóknunar til handa skipuðum verjanda ákærða hér fyrir dómi og skipuðum verjanda hans á rannsóknarstigi málsins. Far ið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Forsendur og ni ðurstaða: Við fyrirtöku máls þessa fyrr í dag játaði ákærði sök í báðum liðum ákæru. Tók ákærði sérstaklega fram að umrædd ávana - og fíkniefni hefðu verið í vörslum hans eins. Meðákærða hefði enga aðkomu haft að málinu. Játning ákærða fær stoð í gögnum mál sins. Samkvæmt því þykir sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og sem þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Sakaferill ákærða er hverfandi og hefur engin áhrif á refsingu hans nú. Ákærði er í málinu sakfell dur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, auk áfengislagabrots. V ið ákvörðun refsingar verður að líta til þess að ræktun ákærða var skipulögð og nokkuð umfangsmikil. Ákærða til málsbóta horfir játning hans. Samkvæmt þessu og að gættu magni og styrkleika þeirr a ávana - og fíkniefna sem um ræðir í málinu þykir refsing ákærða réttilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 9 . apríl sl. að fullri dagatölu, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í ljósi þess hversu mikið magn fíkniefna ákærði hafði í vörslum sínum umrætt sinn þykir ekki fært að skilorðbinda refsingu hans. Með vísan til kröfugerðar ákæruvalds, gagna málsins og þeirra lagaákvæða sem vísað er til í ákæru verða gerð upptæk þau fíkniefni sem ákærði var með í vörslum sínum 8. apríl sl. að [...] í Hafnarfirði og tilgreind eru í dómsorði. Ákærði sæti einnig upptöku 3 á þar tilgreindum munum og fjármunum, sem lögregla haldlagði undir rannsókn málsins, og 53 lítrum af ólöglega útbúnu áfengi. Á grundvelli sakfellingar ákærða, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður honum gert að greiða allan sa karkostnað málsins. Ákærði dæmist því til að greiða sakarkostnað samkvæmt framlögðu sakarkostnaðaryfirliti og reikningum, samtals 355.050 krónur. Ákærði greiði einnig þóknun skipaðs verjanda síns hér fyrir dómi, Jóns Egilssonar lögmanns, og þóknun skipaðs verjanda síns á rannsóknarstigi málsins, Péturs F. Gíslasonar lögmanns. Þóknun lögmannanna þykir með hliðsjón af tímaskýrslum þeirra og að virtu umfangi málsins hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir. Dóm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsd ómari. Dómsorð: Ákærði, Dawid Grynig, sæti fangelsi í tvö ár. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 9. apríl 2021 að fullri dagatölu. Ákærði sæti upptöku á 27.434,76 grömmum af maríhúana, 114,29 grömmum af hassi, 8.710 gr ömmum af kannabisstönglum, 50 kannabisplöntum, 893,65 grömmum af amfetamíni, 53 lítrum af gambra, 39 vatnsdælum, 18 ljósum, 3 tímarofum, 2 hitamælum, loftsíu, 2 mulningskvörnum, Samsung Galaxy S8 síma, Samsung Galaxy S20 síma, Nokia síma og 870.000 krónum . Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Jóns Egilssonar lögmanns, 753.920 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum, og þóknun skipaðs verjanda síns á rannsóknarstigi málsins, Péturs F. Gíslasonar lögmanns, 665.570 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum. Þá greiði ákærði 355.050 krónur í annan sakarkostnað. Kristinn Halldórsson