Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 25 . júlí 2019 Mál nr. S - 92/2019 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra Eyþór Þorbergsson g egn Aðalb irni Sigurð i Filippuss yni Guðmundur St Ragnarsson lögmaður Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 12. júlí sl., var höfðað með tveimur ákærum lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, á hendur Aðalbirni Sigurði Filippussyni, [...] . Sú fyrri er dagsett 9. maí 2019 og er ákærða þar gefin að sök - og skemmtistaðnum [...] á Akureyri slegið [...] , í andlitið með olnboga eða hnefa, með þeim afleiðingum að brotaþoli nefbrotnaði. Telst þetta varða við1. mgr. 218. gr. almennra h egningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Þess e r Sú síðari er dagsett 11. júlí 2019 og er ákærða þar gefið að sök sínum1,44 grömm af kókaíni, sem fundust við leit á ákærða í [...] . Telst þetta brot varða við 2. gr . , sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr. , sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er kafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á efnum þei m, sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrá nr. 40.236, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2, mgr. 14. gr. reglugerðar nr. Ákærði krefst þess að honum verði gerði vægasta refsing sem lög leyfa. Þá er gerð krafa um hæfilega þóknun til handa verjanda að mati dómsins. 2 Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt báðum ákærum. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins , er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákærum er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins var ákærði síðast dæmdur til að sæta refsingu þann 18. september 2013 . Hann var þá dæmdur til að sæta refsingu í 60 daga fyrir umferðarlagabrot, en fullnustu 30 daga þar af var frestað skilorðsbundið í tvö ár, auk þess sem ákærði var sviptur ökurétti. Ákærði stóðst skilorð ið og lauk afplánun óskilorðsbundins hluta refsingarinnar með samfélagsþjónustu 9. mars 2015. Í þeim dómi hafði verið tekin upp 30 daga skilorðsbundið fangelsisdómur frá 26. september 2011, fyrir brot gegn valdstjórninni. Refsing ákærða er ákveðin fangelsi í þrjá mánuði en fullnustu tveggja mánaða af refsingunni er frestað skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Ákærða verður einnig gert að greiða 70.000 krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, sbr. 4. mgr. 77. gr . almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og komi sex daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, sem er þóknun skipaðs verjanda hans, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 105.400 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Arnbjörg Sigurðardóttir settur héraðsdómari kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Aðalbjörn Sigurður F ilippusson, sæti fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu tveggja mánaða af refsingunni og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 1 9/1940. Ákærði greiði 70.000 króna sekt í ríkissjóð en sex daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 105.400 krónur. Gerð eru upptæk 1,44 grömm af kókaíni.