Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 29. janúar 2020 Mál nr. S - 182/2019 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra ( Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknarfulltrúi ) g egn Hjalt a Frey Kolbeinss yni og Halldór i Matthías i Ingvarss yni ( enginn ) Dómur I Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið 21. janúar sl., er höfðað af lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra 3. desember 2019 með ákæru á hendur Hjalta Frey Kolbeinssyni , fæddum til heimilis að og Halldóri Matthíasi Ingvarssyni, fæddum , til heimilis að , ,,fyrir ávana - og fíkniefnalagabrot: Með því að hafa , að kvöldi miðvikudagsins 12. júní 2019, í veiðihúsi í Laxárdal í Austur Húnavatnssýslu, í samverknaði, í sölu og dreifingarskyni, haft í sameiginlegum vörslum sínum 64,98 g af kókaíni, sbr. efnaskrá lögreglu nr. 41086, en á kæru (sic) framvísuðu efnunum til lögreglu þegar lögregla hafði afskipti af þeim í umrætt sinn. Tel jast brot ákærðu varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65, 1974, með áorðnum breytingum, og 2. gr. sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með áorðnum breytingum. Þess er krafist að ákærð u verði dæmd i r til refsinga r og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á framangreindum ávana - og fíkniefnum sbr. efnaskrá lögreglu nr. 41086 skv. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. reglugerðar nr. 233/2001 II Ákærð u sóttu ekki þing og boð uðu ekki forföl l þegar málið var þingfest 21 . janúar sl. Málið er því dæmt með vísan til 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð 2 sakamála enda er þess getið í fyrirkalli sem birt var fyrir ákærð u sjálfum á lögmætan hátt 2. janúar sl. að svo mætti fara með málið. Þar sem ákærð u hafa ekki látið málið til sín taka verður með vísan til þess sem að framan er rakið að líta svo á að þeir viðurkenni háttsemi þá sem þeim er í ákæru gefin að sök og telst sök þeirra þar með nægilega sönnuð enda er ákæran í samræmi við gögn máls ins og brot þeirra þar réttilega fært til refsiákvæða. Ákærð u hafa ekki áður sætt refsingu. Að teknu tilliti til þess magns fíkniefa sem ákærðu höfðu í fórum sínum , þess að ákærðu ætluðu að selja efni, aldurs ákærðu , sakarferils þeirra og þess að þeir haf a í raun játað brot sitt þykir refsing þeirra hæfilega ákveðin 60 daga fangelsi. Efni eru til að binda refsinguna skilorði og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi ákærðu almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Sakarkostnaðu r hefur ekki fallið til við meðferð málsins. Með vísan til þeirra lagaákvæða sem getið er í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 64,98 g af kókaíni (efnaskrá lögreglu nr. 41086 ). Af hálfu ákæruvalds sótti málið Sigurður Hólmar Kristjánsson saksóknar fulltr úi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákær ði , Hjalti Freyr Kolbeinsson , sæti fangelsi í 60 daga en fullnustu refsingarinnar er frestað og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum hald i ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði, Halldór Matthías Ingvarsson, sæti fangelsi í 60 daga en fullnustu refsingarinnar er frestað og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. al mennra hegningarlaga nr. 19/1940. Upptæk eru 64,98 g af kókaíni (efnaskrá lögreglu nr. 41086) . Halldór Halldórsson