Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 25. október 2021 Mál nr. E - 120/2021 : A ( Kristján Óskar Ásvaldsson lögmaður ) g egn B Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 6. þessa mánaðar, var höfðað 12. febrúar 2021 af A , , á hendur B , . Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum 11.113.301 krónu með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 8.943.877 krónum f rá 3. júní 2012 til 5. september 2013 en af 11.113.301 krónu frá þeim degi til 12. mars 2021, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Af hálfu stefnd a eru engar kröfur gerðar, en ekki hefur verið sótt þing af h ans hálfu í málinu . I Stefnandi lýsir málsatvikum þannig að aðfararnótt 3. júní 2012 hafi stefndi ráðist á hann þar sem hann sat við borð í og hrint honum niður þannig að hann féll í gólfið með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli í mjóbaksvöðvum og v öðvafestum . Að auki telur stef nandi að vinstri og hægri sacrum - skrúfur í baki hafi losnað en þær hafi þurft að f jarlægja ásamt öðrum festingum með bakaðgerð 5. júní 2013. Með dómi Héraðsdóms Vestfjarða 27. mars 2015 hafi stefndi verið sakfelldur fyrir líka msárás samkvæmt 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , en ekki hafi þótt sannað að skrúfur í baki stefnanda h efðu losnað við árásina. Stefnandi lýsir því að fyrir umrædda líkamsárás hafi hann verið með slitgigt og liðlos í baki og undirgengi st spengingaraðgerð 26. október 2011 hjá C lækni. Í vottorði læknisins 16. maí 2014 komi fram að bati hafi gengið eðlilega fyrir sig og að hann hafi átt að vera vinnufær ti l fyrri starfa sex mánuðum s íðar eða í lok aprí l 2012. Í kjölfar líkamsárásarinnar h afi bakverkir orðið viðvarandi. Röntgenrannsókn 3. desember 2012 2 hafi gefið grun um los á innri festingum sem s t aðfest hafi verið með bakaðgerð 5. júní 2013 en þá hafi innri festingar verið fjarlægðar . Hafi það verið mat læknisins að stefnandi hafi verið g róinn þegar atvikið átti sér stað en þekkt sé að los g eti orðið á innri festingum vi ð snöggt eða mikið álag þrátt fyrir að gróandi á liðum sé fullkominn. Læknirinn h afi því talið líklegt að skrúfurnar í spjaldhryggnum hefðu losnað við atvikið. Stefnandi ha fi farið í við b ótaraðgerð sem annars hefði verið ónauðsynleg. Stefnandi lýsir því að í áverkavottorði D læknis 17. apríl 2013 komi meðal annars fram að allar hreyfingar stefnanda hafi verið sársaukafullar og hann verið helaumur á stórvöðvum í mjóhrygg. Áverkamyndin hafi samræmst því að stefnandi hefði fengið verulegt h ögg. Í vottorðinu segi að ó fyrirséð væri með framgang bakáverkans vegna tiltölulega nýafstaðinnar bakaðgerðar. Með m atsbeiðni 29. nóvember 201 7 haf i stefnandi f arið þess á leit að dómkvaddir yrðu matsmenn til þess að meta hvort og að hvaða marki hann hafi orðið fyrir líkamstjóni vegna líkamsárásarinnar. Niðurstöður matsgerð E , örorku - og endurhæfingalæknis, og F lögmanns 15. september 2019 hafi verið að varanlegur miski væri 5 stig, varanleg örorka 5%, þjáningartímabil sex mánuðir, þar af tveir dagar rúmliggjandi vegna aðgerðarinnar 5. júní 2013 , og s töðugleikapunktur hafi verið 5. september 2013. II Stefnandi gerir kröfu um að stefndi greiði hon um 8.042.252 krónur fyrir tímabundið tekjutap , 359.800 krónur í þjáningarbætur, 538.825 krónur vegna varanleg s misk a og 2.169.424 krónur vegna varanleg rar örorku . Samtals nemur krafa stefnd anda því 11.113.301 krónu. Stefnandi kveðst byggja kröfu sína um bæ tur fyrir tímabundið tekjutap á 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 . Hann hafi verið óvinnufær frá árás stefnda 3. júní 2012 og þar til heilsufar hans hafi verið orðið stöðugt 5. september 2013, eða í samtals 452 daga. Um vinnufærni sína fyrir slysið vísar ha nn til vottorðs C læknis 16. maí 2014 . Hann kveðst miða fjárhæð kröfunnar við meðallaunaviðmið fyrir árin 2009, 2010 og 2011, sem sé 6.496.719 krónur (6.496.719*(452/365)). Kröfu um þjáningarbætur byggir stefnandi á 3. gr. laga nr. 50/1993 og matsgerð dómkvaddra matsmanna. Fyrir hvern dag sem stefnandi var rúmliggjandi greiðist 3.680 krónur og fyrir hvern dag sem hann var veikur án þess að vera rúmliggjandi 1.980 krónur , miðað við lánskjaravísitölu í nóvember 2019. 3 Kröfu um bætur fyrir varanlegan misk a byggir stefnandi á 4. gr. laga nr. 50/1993 og matsgerð dómkvaddra matsmanna . Fjárhæð bótanna taki mið af grunnfjárhæðinni 10.776.500 krónur miðað við lánskjaravísitölu í nóvember 2019 og ald ri stefnanda á slysdegi. (10.776.500*5%) Kröfu um bætur fyrir va ranlega örorku byggir stefnandi á 5. - 7. gr. laga nr. 50/1993 og matsgerð dómkvaddra matsmanna . Meðallaunaviðmið stefnanda síðustu þrjú almanaksár fyrir tjónsatburð sé 6.496.719 krónur, að meðtöldu framlagi til lífeyrissj óð s og hækkunar laun a vísitölu til þe ss tíma sem upphaf va ranlegrar öro rk u miðist við , sem margfölduð séu með stuðli 6. gr. laga nr. 50/1993 í samræmi við aldur stefnanda á þeim tíma sem upphaf varanlegrar örorku miðist við, og 5% varanlegri örorku (6.496.719*5%*6,679). Til stuðnings kröfum s ínum vísar stefnandi til sakarreglu skaðabótaréttar . U m varnarþing vísar stefnandi til 41. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. III Svo sem áður getur var ekki sótt þing í málinu af hálfu stefnd a og verður það því dæmt eftir kröfum og málatilbúnaði stefnenda að því leyti sem samrýmanlegt er framkomnum gögnum, enda verða ekki taldir þeir annmarkar á málatilbúnaðinum að varðað geti frávísun þess án kröfu , sbr. 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt þessu verða kröfur stefnanda um þjáningarbætur s a mkvæmt 3. gr. laga nr. 50/1993 , bætur vegna varanlegs miska samkvæmt 4. gr. sömu laga og bætur fyrir varanlega örorku samkvæmt 5. gr., sbr. 6. gr. og meginreglu 1. mgr. 7. gr. laganna, teknar til greina eins og þær eru fram settar . Stefnandi gerir þá kröfu í málinu að stefnda verði gert að greiða honum 8.042.252 krónur í bætur fyrir tímabundið atvinnutjón samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1993 . Er krafa n við það miðuð að stefnandi hafi haft fulla starfsgetu á þeim tíma sem að hin bótaskylda háttsemi átti sér stað 3. júní 2012 og hann hafi vegna hennar orðið af atvinnutekjum allt frá þeim tíma fram að stöðugleikapunkti 5. september 2013 . Krefst hann bóta sem miða við meðalatvinnute kjur hans síðustu þrjú almanaksárin áður en hin bótaskyld a háttsemi hafi átti sér stað . Kröfuna reisir hann á vottorði læknis sem framkvæmd i spengingaraðgerð á honum 26. október 2011 , sem dagsett er 16. maí 2014, um að bati eftir aðgerðina hafi gengið eðlilega fyrir sig og að hann hafi átt að vera vinnufær til fyrri starfa að sex mánuðum liðnum . 4 Í matsgerð dómkvaddra matsmanna sem stefnandi hefur lagt fram í málinu kemur fram að stefnandi eigi langa sögu um verkjavanda í baki og læknisskoðun og rannsóknir hafi leitt í ljós hryggskrið í neðanverðu mjó b aki sem gert hafi verið við með spengingaraðgerð 26. október 2011 . F ram hafi komið að stefnandi hafi verið nokkuð lengi að jafna sig eftir þá aðgerð . Aðgerðarlæknir hafi skoðað og látið rannsaka stefnanda 3. desember 2012 og þá hafi komið í ljós að los vær i á vinstr i sacrum skrúfu. Ákveðið hafi verið að fjarlægja innri fes t ingar með annarri aðgerð í júní 20 13. Við aðgerðina hafi engin erting verið í kringum festingartæki en í ljós hafi komið að hægri sacrum skrúfan hafi einnig ver i ð laus. Eftir aðgerðina ha fi ástandið lítið lagast og að sögn stefnanda jafnvel versnað til lengri tíma litið þrátt fyrir töluverða sjúkraþjálfun og endurhæfingu. Stefnandi hafi ekki komist aftur til starfa frá aðgerðinni í október 2011 utan vinnuprófunar á vegum starfsendurhæfinga r við afgreiðslustarf í mars, apríl og maí 2013 í 2 - 5 tíma á dag. Í matsgerðinni er því lýst að deilt sé um hvort spengingaraðgerðir séu til þess fallnar að draga úr verkjavanda þegar til lengri tíma sé litið. Þekkt sé að sp engingarfestingar geti losnað á n þess að um stærri ytri áverka sé að ræða. Þá sé einnig þekkt að árangur af spengingaraðgerðum geti verið misjafn. Af gögnum málsins og frásögn stefnanda megi ráða að einkenni hans hafi versnað nokkuð í beinu framhaldi af líkamsárásinni í júní 2012 . Matsme nn telji að þegar litið sé ti l allra gagna málsina að meiri líkur en minni séu á því að eftirstöðvar líkamsárásarinnar hafi verið væg versnun á fyrri óþægindum hans í baki umfram það sem búast hafi mátt við miðað við hvernig mál stefnanda höfðu þróast í kj ölfar fyrri aðgerðarinnar og endurhæfingar. Um ætlaða atvinnuþáttöku stefnanda segir í matsgerðinni að stefnandi hafi ekkert unn ið í um átta mánuði vegna spengingaraðgerðar í mjóbaki þegar hann hafi orðið fyrir líkamsárásinni. Þá sé ljóst að starfsgeta ste fnanda hafi verið umtalsvert skert fyrir líkamsárásina og horfur verið óvissar. Hins vegar sé ekki hægt að útiloka að hann hefði haft einhverja atvinnuþátttöku og þá við smíðar síðar á starfsævinni hefði hann ekki orðið fyrir umræddri líkamsárás. Um áhrif afleiðinga líkamsárásarinnar 3. júní 2012 á framtíðaratvinnuþáttöku stefnanda kemur fram að stefnandi búi að mati matsmanna við versnun fyrri stoðkerfiseinkenna. Stefnandi hafi nánast ekki stundað neina launaða vinnu frá því í október 2011 sem meg i að stærstum hluta rekja til heilsufars hans fy rir líkamsárásina. Hins vegar telji matsmenn ekki hægt að útiloka að þau viðbótareinkenni sem að hann búi við af völdum líkamsárásarinnar hafi haft einhver viðbótaráhrif á hans 5 mögulegu framtíðar starfsgetu o g sé þá ekki síst horft til þess að fremur stutt hafi verið síðan stefnandi hefði farið út af vinnumarkaði er líkamsárás in hafi átt sér stað. Af gögnum málsins verður ráðið að stefnandi hafði mjög takmarkað stundað vinnu frá því í október 2011 , þegar hann varð fyrir líkamsáras af völdum stefnda 3. júní 2012. Er meðal annars haft eftir ste fnanda í skýrslu hjá lögreglu 18. desember sama ár, í tilefni þess að hann lagði fram kæru á hendur stefnda , að á þeim tíma sem að líkamsárásin átti sér stað hafi hann enn verið að jafna sig eftir aðger ðina frá því í október 2011 og verið óvinnufær. Þá b era gögn málsins með sér að stefnandi hafi ekki farið út á vinnumarkað eftir þetta. Af matsgerð dómkvaddra matsmanna verður samkvæmt áðursögðu ráðið að starfsgeta stefnanda hafi verið umtalsvert skert fyrir líkamsárásina og að ástæð u takmarkað rar atvinnuþáttöku stefnanda frá því í október 2011 sé að stærstum hluta að rekja til heilsufars hans fyrir líkamsárásina . Niðurstaða matsgerðarinnar er sú að líkamsárásin hafi leitt af sér væga versnun á fyrri óþægindum stefnanda í baki umfram það sem búast hafi mátt við miðað við hvernig mál hans höfðu þróast í kjölfar fyrri aðgerðarinnar og endurhæfingar . Mátu matsmenn varanlega örorku stefnanda vegna líkamsárásarinnar fimm prósent . M atsmenn lögðu ekki mat á tímabundið atvinnutjón stefnanda af völdum líkamsárásarinnar en stefnandi hafði ekki leitað því eftir í matsbeiðni . Með hliðsjón af því sem að framan greinir og að virtum gögnum málsins að öðru leyti verður stefnandi ekki talinn ha fi fært fram viðhlítandi sönnunargögn fyrir fjárkröfu sinni vegna tímabundins atvinnutjóns. Verður krafa þessi talin svo vanreifuð af hálfu stefnanda að vísa verður henni frá dómi án kröfu. Samkvæmt framansögðu verður stefnda gert að greiða stefnanda samta ls 3.068.049 krónur . Þá verður tekin til greina krafa stefnanda um vexti eins og nánar greinir í dómsorði. Eftir þessum úrslitum verður stefnd a gert að greiða stefn anda málskostnað , þar á meðal vegna útlagðs kostnaðar stefnanda v ið öflun matsgerðar tveggj a dómkvaddra matsmanna. Þykir málskostnaður stefnanda hæfilega ákveðinn svo sem í dómsorði greinir . Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir , settur dómstjóri , kveður upp dóm þennan. 6 Dómso r ð: Stefndi, B , greiði stefnanda, A , 3.068.049 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu , af 898.625 krónum frá 3 . júní 20 12 til 5. september 2013 en af 3.068.049 krónum frá þeim degi til 12. mars 2021, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Kröfu stefnanda um bætur vegna tímabundi ns atvinnutjóns er vísað frá dómi. Stefndi greiði stefnanda 1. 6 00.000 krónur í málskostnað. Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir