Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 7. nóvember 2019 Mál nr. S - 4647/2019 : Héraðssaksóknari ( Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Sigurveig u Huld u Óðinsdótt u r ( Magnús Davíð Norðdahl lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 30 . október sl., höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 12. september 2019 á hendur ákærð u : Sigurveigu Huldu Óðinsdóttur, kennitala , , , fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 3. mars 2019 á lögreglustöðinni við Hverfisgötu 113 í Reykjavík hrækt í andlit lögregluþjóns númer , sem var við skyldustörf. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1 940. Þess er krafist að ákærða verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. I Ákærð a hefur skýlaust játað þá háttsemi sem h enni er gefin að sök í ákæru. Játning ákærð u fær fulla stoð í gögnum málsins. Sannað er með játningu ákærð u og öðrum gögnum málsins að h ún hafi gerst sek um þá háttsemi sem h enni er þar gefin að sök og er brot h ennar þar rétt heimfært til refsiákvæða . Farið var með málið samkvæmt ákvæðum 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og tjáði ákærandi og verjand i ákærð u sig sérstaklega um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. II 2 Ákærð a er fædd árið . Samkvæmt sakavottorði hefur hún ekki sætt refsingu. Við ákvörðun refsingar ákærða nú er, til refsimildunar, litið til skýlausrar játningar ákærð u og þess að hún iðra st gjörða sinna , sbr. 5. töluliður 1. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940. Að þessu virtu þykir refsing ákærð u hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærð a almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærð a greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Magnúsar Davíðs Norðdahl lögmanns, sem ákveðin er 130.000 krónur , og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Ann an sakarkostnað leiddi ekki af meðferð málsins. Dóm þennan kveður upp Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari. D Ó M S O R Ð: Ákærða, Sigurveig Hulda Óðinsdóttir, sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærð a almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærð a greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Magnúsar Davíð Norðdahl lögmanns, 130.000 krónur. Sigríður Elsa Kjartansdóttir