Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2. september 2020 Mál nr. S - 3299/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Kristín Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Danival Guðjón i Stefánss yni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 26. maí 2020, á hendur: [...] , [...] , fyrir eftirtalin umferðarlagabrot með því að hafa: 1. Mánudaginn 10. júní 2019 ekið bifreiðinni [ ... ] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna ( í blóði mældist amfetamín 220 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 2,3 ng/ml) um Spöngina í Reykjavík. (Mál nr. [...] ) Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Laugardaginn 14. september 2019 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa áfengis og ávana - og fíkniefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 0,9 ng/ml) suður Stjörnugróf að Jöldugróf í Reykjavík. (Mál nr. [...] ) Telst þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 49. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2 Þess e r krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og sviptingar ökuréttar skv. 101. umferðarlaga nr. 77/2019. Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins í dag og boðaði ekki forföll en í fyrirkalli sem var ásamt ákæru birt í Lögbirtingablaði 28. júlí sl. var tekið fram að yrði ekki sótt þing af hálfu ákærða mætti hann búast við því að fjarvist hans yrði metin til jafns við það að hann viðurkenndi að hafa framið það brot sem hann væri ákæ rður fyrir og að dómur yrði lagður á málið að honum fjarstöddum, sbr. heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Verður málið því dæmt samkvæmt framangreindri heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 , um meðferð sakam ála . Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 22. maí 2020 , var ákærði dæmdur til að greiða 290.000 króna sekt, m.a. fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna, með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 11. febrúar 20 14 . Var hann þá jafnframt sviptur ökuréttindum í 12 mánuði , en sú réttindasvipting tók gildi hinn 1 4. mars 2014. Þá gekkst ákærði undir 200.000 króna sekt og ökuréttindasviptingu til 24 mánaða með lögreglustjórasátt 16. mars 2017 , fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Nú síðast var ákærði, m eð dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 20. desember 2017 , dæmdur í 30 daga fangelsi og til æ vilangrar ökuréttarsviptingar , m.a. fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og fyrir akstur sviptur ökuréttindum. Að öðru leyti hefur sakaferill ákærða ekki áhrif á ákvörðun refsingar nú. Við ákvörðun refsingar í máli þessu verður við það miðað að ákærða sé nú í fjórða sinn gerð refsing fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og öðru sinni fyrir akstur sviptur ökuréttindum, allt innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af sakarefni málsins , dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði . Með vísan til lagaákvæða í ákæru er á réttuð ævilöng ökuréttarsvipting ákærða frá birtingu dóms þess a að telja. Ákærði greiði 464.827 krónur í saka rkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Margrét Herdís Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari fyrir Kristínu Jónsdóttur aðstoðarsaksóknara. Sigríður Dagmar Jóhanndóttir , aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. 3 D Ó M S O R Ð: Ákærði, Danival Guðjón Stefánsson, sæti fangelsi í þrjá mánuði. Áréttuð er ævilöng ökuréttarsvipting ákærða frá birtingu dóms þess a að telja. Ákærði greiði 464.827 krónur í sakarkostnað. Sigríður Dagmar Jóhann s dóttir