D Ó M U R 14 . febrúar 2020 Mál nr. E - 848/2019: Stefnandi: Nýhugsun ehf. (Helga Björ g Jónsdóttir lögmaður) Stefndu : Geri allt slf. og Daníel Sigurðsson (Skarphéðinn Pétursson lögmaður) Dómari: Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari 2 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 1 4 . febrúar 2020 í máli nr. E - 848/2019: Nýhugsun ehf. (Helga Björg Jónsdóttir lögmaður) gegn Geri allt slf. og Daníel Sigurðssyni (Skarphéðinn Pétursson lögmaður) I. Dómkröfur aðila Mál þetta var þingfest 28. febrúar 2019 en tekið til dóms 17. janúar 2020 að lokinni aðalmeðferð. Stefnandi, Nýhugsun ehf., Smiðjuvegi 6 í Kópavogi , gerir þá kröfu að Geri allt slf. og Daníel Sigurðsson verði sameiginlega dæmd til að greiða stefnanda 184.574 kr. ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 5. september 2018 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt mati dóms ins. Stefndu krefjast þess aðallega að stefndi Daníel Sigurðsson verði sýknaður af kröfum stefnanda en að stefndi Geri allt slf. verði sýknaður að svo stöddu. Til vara krefjast stefndu þess að þeir verði báðir sýknaðir að svo stöddu af kröfum stefnanda en til þrautavara að kröfur stefnanda verði lækkaðar. Í öllum tilvikum krefjast stefndu málskostnaðar úr hendi stefnanda. II. Málsatvik Í gögnum málsins kemur fram að fyrirsvarsmaður stefnanda, Ernir Skorri Pétursson, sendi stefnda Daníel tölvupóst 6. maí 2018 kl. 11:30 frá netfanginu info@rentatent.is þar sem sagt var að verðtilboð með afslætti miðað við 5 x 9 partý - tjald við Kleifarvatn með innifalinni uppsetningu og niðurtekt væri 155.000 kr. f. . Í tö lvupóstinum sagði að leiga á tjaldinu væri aðeins 30.000 kr. en aðalkostnaðurinn fælist í að setja tjaldið upp og taka það saman en það þyrfti þrjá til fjóra menn í verkið. Þessum tölvupósti svaraði stefndi Daníel Sigurðsson , fyrirsvarsmaður stefnda Geri allt slf., af netfanginu daniel@geriallt.is mánudaginn 18. júní 2018 þar sem sagði: Við tökum þessu tilboði, endilega láta nokkur borð undir veitingar og kannski 3 , fyrirsvarsmað ur stefnanda , annan tölvupóst þar sem sagði: Ég keypti erlendis uppblásið party tjald sem er mun minna mál að setja upp og ég get boðið þér það á betra verði en það hefur dregist svo að fá það til landsins. Ég er búinn að taka frá fyrir þig bæði tjöldin og þú færð nýja tjaldið á betra verði ef það verður komið tímanlega :) Ekki verður séð af gögnum málsins hvort stefndu hafi svarað þessum tölvupósti sérstaklega. Fyrirsvarsmaður stefnanda sendi hins vegar annan tölvupóst miðvikudaginn 18. júlí 2018 , kl . 16:59 , þar sem sagði að hann væri búinn að vera fastur í verkefni fyrir austan fjall en að hann myndi fara í þetta sjálfur á Þetta verður 8 x 4m uppblásið party tjald. Þú vildir fá 3 - 4 borð var það ekki o g hvað fleira? Viltu fá hitaofna eða Soundboks hátalara. Þessum tölvupósti er svarað af hálfu Daníels af netfanginu d aniel@geriallt.is síðar sama dag. Í þeim tölvupósti sagði að g að einnig væri gott að fá hitara, þar sem það gæti orðið kalt á staðnum ef sólin skini ekki, en hann væri sjálfur með hljóðkerfi og rafstöð. Í tölvupóstinum sagði jafnframt: Svo er bara að snúa tjaldinu þannig að opið á því snúi að vatninu og það séu allavegna 20 - 25m frá opinu að brúninni má vera meira. Fólkið sem kemur með matinn mætir upp úr kl. 14 svo það þarf að vera klárt þá, svo verða allir farnir ca 16:30. Af gögnum málsins verður ekki séð að aðilar hafi átt í frekari samskiptum fyrr en stefnandi sendi stefnda Geri allt slf. reikning 5. september 2018 , en það er sá reikningur sem um ræðir í málinu. Heildarfjárhæð reikni ngsins nemur 148.850 kr. án virðisaukas katts en 184.574 kr. með virði s aukaskatti. Er reikningurinn sundurliðaður á þann veg að 125.000 kr. séu vegna uppsetningar og niðurtektar party - tent (8 x 4 fm) en 23.850 kr. vegna stóla, borða, hitara og gass. Virðisaukaskatturinn af heildarfjárhæðinni ne mur 35.724 kr. 4 Daníel svaraði tölvupóstinum samdægurs af netfanginu daniel@geriallt.is þar sem hann spurði hvort verðið væri ekki talsvert hærra en um hefði verið rætt. Í tölvupóstinum sagði: Tilboðið sem ég fékk var 155þ fyrir 5x9 m á álgrind, ég fékk 4 Þessum tölvupósti svaraði Ernir Skorri Pétursson, fyrirsvarsmaður stefnanda, 27. september 2018, eða rúmlega þremur vikum síðar , en í tölvupóstinum sagði: Tjaldið sem þú fékkst tilboð í var 155.000 kr. fy rir vsk = 192.000 kr. með vsk., tjaldi sem þú fékkst er 20% ódýrara. Varðandi tjaldið sem þú fékkst þá reiknaði ég bara tímagjald fyrir tímann sem fór í að setja það upp og taka niður en uppsetningin tók mun lengri tíma en hún ætti að taka þar sem jarðveg urinn á þeim stað sem þú valdir bara bara grjót og mosi. Við þurftum að fara aftur í bæinn að sækja verkfæri til að geta komið hælum niður og sum stög þurftum við að binda í steina. Þá fór talsverður tími í að koma tjaldinu þannig fyrir að mosinn yrði fyri Daníel svaraði þessum tölvupósti með tölvupósti næsta dag þar sem sagði meðal annars: Tilboðið hljóðaði uppá 155.000 kr. fyrir 5x9 eða 45 fermetrar tjald sem þyrfti 4 menn í uppsetningu. Það gera 3.444 kr. á fermeterinn. Þú bauð st mér svo uppblásið tjald sem átti að vera miklu ódýrara því það þurfti max 2 menn í uppsetningu. Það tjald var ekki nema 4x8 eða 32 fermetrar eða 70 af þeirri stærð sem ég átti fyrst að fá. Í tölvupósti frá þér kemur fram að leigan á stóra tjaldinu er 3 0.000 kr. sem gera 666.66 kr. á fermetrinn, þá er minna tjaldið ekki nema 21.333. Svo er uppsetning, 4 menn fyrir stóra tjaldið á 125.000 kr. sem gera 31.250 kr. fyrir manninn sem gerir þá 62.500 fyrir minna tjaldið þar sem hámark þurfti 2 menn fyrir það. Svo koma stólar, borð, hitari + gas á 23.850, ég hef ekkert út á það að setja enda var ekki beðið um tilboð í það. Svo réttur reikningur miðað við forsendur tilboðs og það sem okkur hefur farið á milli væri þá svona: Tjald uppblásið 4 x8 m 21.333 kr. Uppsetning og niðurtekt 2 menn 62.500 kr. Borð, stólar, hitari + gas 23.850 kr. Samtals 107.683 Vsk 20.847 kr. Samtals með vsk 128.530 kr. Að þið hafið ekki skoðað svæðið áður og tekið rétt verkfæri með er ekki mitt vandamál, þið fenguð myndir af staðsetningunni mörgum mánuðum fyrir athöfn, og tímavinna var aldrei samþykkt, ég bað um tilboð í tjald með uppsetningu. Endilega lagaðu þennan rei kning í samræmi við tilboðið sem þú gafst svo 5 Af gögnum málsins verður ráðið að fyrirsvarsmaður stefnanda hafi svarað þessum tölvupósti með svohljóðandi hætti , en dagsetning tölvupóst s ins liggur ekki fyrir: Sæll Daníel, Þú fékks t ekki tilboð í minna tjaldið, þú fékkst aðeins þær upplýsingar að hafðir. Það kemur hvergi fram að Rent - A - Tent reikni verð útfrá fermetra - fjölda og það höfum við aldrei gert. Ég er óhræddur við að reka þetta mál fyrir dómstólum, það er fín reynsla fyrir mig þar sem ég er lögfræðingur. Þú mátt ráðfæra þig við lögmanninn þinn um þá staðreynd að þú ert að láta félagið þitt greiða fyrir persónuleg útgjöld til þín. Ég geri ráð fyr ir að þú vitir að það er ólöglegt og þér er ekki heimilt að nota reikninginn í bókhald félagsins. þegar ég tilkynnim þetta og þú þarft að greiða reikninginn persónulega þá má setja að upphæð reikningsins hækki í raun um 24%. Ég var ítrekaður varaður við a ð vinna þetta verk fyrir þig af aðilum sem þekkja til þín en ég trúði því ekki að þú myndir reyna að svíkja og pretta, sérstaklega þar sem verðið er það ódýrasta á landinu. Þú virðist vera jafn óheiðarle Í ódagsettum smásk ilaboðum sem liggja fyrir í málinu og voru send að lokinni uppsetningu og notkun veislutjaldsins spyr Ernir Skorr i Pétursson, fyrirsvarsmaður stefnanda, hvort allt hafi ekki gengið vel. Stefndi Daníel svaraði þessum skilaboðum með skilaboðunum Gekk ljómandi, bara að passa að keyra ekki yfir mosann þegar Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi sagði Ernir Skorri Pétursson, fyrirsvarsmaður stefnanda, að stefnandi byði upp þá þjónustu að leigja tjöld og setja þau upp. Lýsti hann aðdraganda við skiptanna með þeim hætti að stefndi Daníel Sigurðsson hefði komið til hans og sagst vera að fara að gifta sig. Daníel hefði verið með þá hugmynd að hann kæmi fljúgandi í þyrlu að Kleifarvatni þar sem tilbúið fyrir veisluna. Ernir kvað þa ð af og frá að hann hefði látið stefnda fá minna tjald óumbeðið. Daníel hefði verið hæstánægður með að fá minna tjald á lægra verði. Kvað Ernir stefnda Daníel margoft hafa komið yfir á starfsstöð stefnanda á Smiðjuvegi til þess að ræða hvernig ætti að stan da að málum, enda væri Daníel nágranni stefnanda. Í aðilaskýrslu sinni sagði Ernir að staðsetningin hefði verið afar óhentug og hún hefði krafist talsvert meiri vinnu við uppsetningu en hann hefði gert ráð fyrir en stefnandi hefði ekki rukkað aukalega fyri r það. Ernir kvaðst hafa fengið smáskilaboð frá stefnda Daníel um að þetta hefði verið í lagi. 6 Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi sagði stefndi Daníel Sigurðsson , sem jafnframt er fyrirsvarsmaður félagsins Geri allt slf., að hann hefði óskað eftir 45 50 fm tjaldi fyrir brúðkaupsveislu . Hann taldi sig hafa komið þrisvar til fjórum sinnum yfir til að skoða tjöld og einu sinni hitt á fyrirsvarsmann stefnanda , Erni. Hin skiptin hefði hann bara hitt einhverja afgreiðslumenn sem vissu ekki neitt . Hann hefði láti ð Erni fá hnitin með góðum fyrirvara og kort af svæðinu en það hefði gengið illa að ná í hann. Hann hefði síðan ákveðið einhliða að láta stefnda f á annað tjald skömmu fyrir brúðkaupsveislu na . Það tjald hefði reynst allt of lítið. Það hafi verið rigning á b rúðkaupsdaginn og rétt náðst að halda athöfnina í tjaldinu áður en gestir hafi brunað í bæinn og farið á staðinn Shake and Pizza í bjór og pitsu , en það hafi verið eini staðurinn sem hafi getað tekið við öllum þessum fjölda gesta með þessum fyrirvara. Aðsp urður um uppgefið verð í samskiptum aðila kvaðst stefndi Daníel hafa talið að þýddi að virðisaukaskattur væri innifalinn. Aðspurður hvers vegna hann hefði ekki gert neinar athugasemdir við að vera boðið 32 fm tjald þegar hann svaraði tölvupósti fyrirsvarsmanns stefnanda 18. júlí 2018 kvaðst Daníel ekki hafa tekið eftir því . H ann hefði reynt að hafa samband við stefnanda eftir á en ekki náð sambandi við hann. Aðspurður hvers vegna hann gerði ekki frekari athugasemdir við þjónustu stefnanda í kjölfar brúðkaupsins fyrr en reikningur stefnanda barst honum , ef hann var ósáttur við þjónustuna , kvaðst Daníel hafa viljað varðveita minninguna um brúðkaupið . Vitnið Kristín Reynisdóttir, sem starfar í sama húsnæði og stefna ndi hjá fyrirtækinu Rent - A - Party , sagði stefnda Daníel hafa komið yfir í húsnæði stefnanda í aðdraganda brúðkaupsins. Hann hefði fyrst viljað leigja stálgrindartjald en þótt það of dýrt og fyrirsvarsmaður stefnanda hefði því útvegað honum ódýrara tjald. III. Málsástæður aðila Málsástæður stefnanda Af hálfu stefnanda er vísað til þess að stefndi Daníel beri ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum hins stefnda félags, sbr. vottorð úr fyrirtækjaskrá , dags. 1. október 2015, og því sé honum stefnt til greiðslu sku ldarinnar persónulega og fyrir hönd félagsins, sbr. 18. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Skuldin sé tilkomin vegna viðskipta hins stefnda félags við stefnanda sem snerust um leigu á tjaldi, uppsetningu og niðurtekt ásamt leigu á stólum, borði , h itara og gas i . 7 Stefnandi vísar til þess að hann hafi upphaflega gert stefnda tilboð í uppsetningu og niðurtekt á 5 x 9 m partítjaldi við Kleifarvatn. Stefndi hafi samþykkt það tilboð en beðið aukalega um stóla, borð og gashitara. Í framhaldinu hafi stefna ndi boðið stefnda nýtt uppblásið tjald , 4 x 8 m , á betra verði en upphaflega tilboðið hljóðaði upp á. Stefndi hafi samþykkt það og sé krafa stefnanda byggð á því samþykki og framlögðum reikningi að fjárhæð 184.574 kr. , sem sé stefnufjárhæð málsins, auk dráttarvaxta og kostnaðar. Umsaminn gjalddagi í viðskiptum stefnda við stefnanda sé sá dagur sem fram komi hér að framan og miðist stefnufjárhæð og dráttarvextir við það tímamark. Stefnandi byggir kröfur sínar á reglum samninga - og kröfuréttar um loforð og efndir fjárskuldbindinga. Kröfur um dráttarvexti, þ.m.t. vaxtavexti, styður stefnandi við lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Krafan um málskostnað styðst við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. Um varnarþing er vísað til 33. gr. laga nr. 91/1991. Stefnandi bendir á að hann hafi gert tilraunir til innheimtu krafna sinna hjá stefnda fyrir löginnheimtu, eins og framlagt yfirlit ber i með sér. Því sé þess kr afist að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til kostnaðar stefnanda af innheimtuviðvörun og milliinnheimtu í samræmi við framlagt yfirlit. Málsástæður stefndu Stefndu mótmæla öllum málsástæðum stefnanda. Stefndu telja óumdeilt í málinu að stef ndi Daníel hafi leitað til stefnanda með að leigja f.h. Geri allt slf. tjald sem nota hafi átt við veisluhöld sem stefndi var að skipuleggja og áttu að fara fram við Kleifarvatn. Stefndu vísa til þess að stefnandi hafi upphaflega gert tilboð um tjald sem v ar 5 x 9 metrar, eða 45 fm , og átti að kosta 155 þús. Síðan hafi stefndu fengið tölvupóst miklu síðar og rétt fyrir veisluna um að annað tjald yrði sett upp og að það væri miklu minna en ódýrara. Þá hafi verið útilokað að gera nokkuð af hálfu stefndu enda veislan að bresta á. Í skeytinu hafi aftur verið staðfest , án þess að minnast á aukagjald , að stólar og fle i ra myndi fylgja. Stefndi Daníel vísar til þes s að hann hafi ekki samþykkt þetta tjald, en í raun ekke rt getað gert, enda bundinn við einhliða yfirlýsingu stefnanda um að ættu að verða einhverjar efndir, þá yrðu þær svona, þ.e. ef þetta tjald kæmi ekki, þá fengi hann ekkert tjald. Stefndu vísa til þess að það hafi valdið verulegum ama og leiðindum í 8 veislu nni hversu þröngt var í tjaldinu fyrir gesti, enda hafi munað um þessa 13 fm. sem séu um 30% skerðing á rými miðað við tilboðið. Stefndi Daníel krefst þess að hann verði sýknaður af kröfu stefnanda vegna aðildarskorts, sbr. 16. gr. laga nr. 91/1991, um með ferð einkamála. Þessi sýknukrafa byggist á því að engin lagarök leiði til þess að stefndi verði dæmdur persónulega til greiðslu skuldar fyrir þjónustu sem sannanlega hafi verið keypt í nafni fyrirtækisins Geri allt slf., og reikningur gerður á það fyrirtæk i en ekki Daníel persónulega . Byggist því krafan á aðildarskorti, sbr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi Geri allt slf. mótmælir harðlega forsendum eða réttara sagt algerum forsenduskorti fyrir þessum hækkunum stefnanda á reikningnum. Stefnandi hafi ekki skýrt hvers vegna mikill kostnaðarauki hafi komið fram mjög seint og eftir að verkinu lauk , án nokkurra breytinga eða aukaverka, nema að stefnandi kom með og setti upp míkrótjald. Til stuðnings kröfu sinni vísa stefndu til laga nr. 42/2000, um þjónustukau p. Vísa stefndu þá til þess að samkvæmt 4. gr. laganna skuli ú tseld þjónusta, sem veitt er í atvinnuskyni, ávallt vera byggð á fagþekkingu og í samræmi við góða viðskiptahætti sem tíðkast hverju sinni. Skylt sé að veita allar upplýsingar og leiðbeiningar u m vinnu verks með hagsmuni neytanda fyrir augum. Seljandi þjónustu leggi fram nauðsynleg efni og aðföng nema um annað sé sérstaklega samið. Þá vísa stefndu til þess að samkvæmt 6. gr. laganna sé s eljanda þjónustu skylt að veita upplýsingar um það hvort fyr irhuguð kaup á þjónustu séu óhagkvæm fyrir neytandann að teknu tilliti til kostnaðar við verkið og með hliðsjón af verðgildi hlutarins eða öðrum atriðum sem áhrif hafi á hagkvæmni þeirrar þjónustu sem óskað sé eftir. Af greinargerð stefndu og tilvísun þei rra til 9. gr. laga nr. 42/2000 verður enn fremur ráðið að stefndu telji þjónustu stefnanda hafa verið haldna göllum. Í ákvæðinu segi að seld þjónusta teljist gölluð ef árangur af unnu verki stenst ekki kröfur samkvæmt 4. gr. eða seld þjónusta víkur frá al mennum öryggiskröfum, sbr. 5. gr., eða seljandi þjónustu hefur gefið rangar eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða öðrum tilkynningum sem beint er að almenningi eða neytanda sérstaklega enda hafi þær verið forsenda fyrir kaupum á þjónustu . Þá sé jafnfr amt kveðið á um það í ákvæðinu að þjónusta teljist gölluð ef seljandi þjónustu hefur ekki veitt neytanda upplýsingar sem hann hafði vitneskju um eða hefði mátt hafa vitneskju um og hafa þ ýðingu fyrir framkvæmd verksins eða árangur verks eða þjónustu verður minni eða hefur minna notagildi en ella fyrir neytanda eftir að áhætta flyst aftur til hans og rekja 9 má or sök þess til vanrækslu seljanda. Þá sé seld þjónusta gölluð ef hún víkur að öðru leyti frá því sem samningur seljanda og neytanda kveður á um. Þá vísa stefndu til 28. gr. laga nr. 42/2000 þar sem kveðið sé á um að hafi ekki verið samið um verð fyrir keypta þjónustu skuli neytandi greiða það verð sem telja megi sanngjarnt með hliðsjón af því hve rsu mikil og hvers eðlis vinnan sé . Enn fremur sé í 2 9. gr. mælt fyrir um að hafi seljandi þjónustu látið neytanda verðáætlun í té megi verðið ekki fara verulega fram úr þeirri áætlun . Loks segi í 31. gr. að hafi seljandi þjónustu áskilið sér fyrirvara um verð og í ljós kemur að það muni hækka verulega eða a tvik verða sem nefnd hafa verið í 30. gr. skuli seljandi tilkynna neytanda það án tafar og óska eftir fyrirmælum um verkið. Fullnægi seljandi þjónu stu ekki tilkynningarskyldu samkvæmt 1. mgr. geti hann ekki gert kröfu um fullt verð eða krafist viðbótargrei ðslu, sbr. þó ákvæði 7. gr. Stefndu telja að það blasi við að stefnandi hafi ekki fylgt þessum reglum varðandi breytingu á þjónustu og því sé ekki hægt að dæma stefndu til greiðslu þeirrar fjárhæðar sem krafist er. Stefndi hafi margítrekað boðist til að gr eiða fyrir þjónustuna til samræmis við þá breytingu sem stefnandi tók ákvörðun um einhliða. Það sé því ljóst að stefndi hafi reynt , og með vísan til málefnalegra sjónarmiða , að fá að greiða stefnanda fyrir hana, þvert á það sem kveðið sé á um í þjónustukau palögum, sérstaklega 6., 9. og 29. gr. l a ganna. Þar sem krafa stefnanda sé þannig röng að fjárhæð og hann neiti að gefa út reikning svo stefndi geti greitt verði með hliðsjón af 2. mgr. 26. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála , að sýkna stefndu að s vo stöddu. Stefndu krefjast þess til vara að krafa stefnanda verði lækkuð og er sú krafa byggð á sömu sjónarmiðum og liggja til grundvallar kröfu um sýknu að breyttu breytanda. Verði stefndu með dómi t aldir eiga að greiða stefnanda einhverja kröfufjárhæð, þá telji stefndi að lækka verði kröfur stefnanda að teknu tilliti til þess sem þegar hefur verið rakið. Byggja stefndu einnig á því að þeir eigi rétt á afslætti , sbr. 9. gr. laga nr. 42/2000, um þjónustukaup , enda hafi sú þjónusta sem stefnandi veitti verið gölluð miðað við það tilboð sem hann gerði og stefndi samþykkti varðandi stærð tjaldsins. Stefndu vísa til almennra reglna samninga - og kröfuréttar, einkum til sjónarmiða um skuldbindingargildi verksamning a og efndir og lok kröfuréttinda. Þá vísast til ákvæða laga nr. 42/2000 um þjónustukaup, laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, einkum III. kafla þeirra. Krafa um málskostnað styðst við XXI. kafla 10 laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, aðallega 129. og 130. gr. IV. Niðurstaða. Ágreiningur þessa máls lýtur ekki að greiðsluskyldu heldur að því hvaða fjárhæð stefndu beri að greiða fyrir leigu á tjaldi fyrir brúðkaupsveislu laugardaginn 21. júlí 2018. Fyrir liggur að aðilar máls áttu í samskiptum um leigu á tjaldi en stefndu hafa mótmælt kröfu stefnanda, einkum af þeirri ástæðu að tjaldið sem stefnandi hafi komið með hafi verið miklu minna en upphaflega var rætt um. A ðila málsins greinir verulega á um atvik málsins og hver voru tildrögin að viðskiptum þeirra með tjaldið . Ljóst er að skýrslur aðila sjálfra og fyrirsvarsmanna þeirra hafa takmarkað sönnunargildi að þessu leyti , sbr. þó 1. mgr. 50. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð einkamála. Af því leiðir að þegar leyst er úr ágreiningi aðila um hvað raunverulega fór þeim á milli hefur mesta þýðingu að líta til gagna málsins um samskipti aðila sem fóru fram áður en ágreiningur reis um það hvað stefndi ætti að greiða fyrir t jaldleiguna . Upplýsingar úr þeim gögnum eru raktar í kafla II hér að framan. Telur dómurinn það liggja fyrir , miðað við þau atvik sem lýst er í þeim kafla , að stefndi Daníel Sigurðsson hafi gert samning við stefnanda um leigu á tjaldinu . Við úrlausn málsins þarf hins vegar að taka afstöðu til þess hvort stefndi Daníel hafi komið fram í eigin nafni við samningsgerðina eða fyrir hönd félagsins Geri allt slf. Er þá rétt að halda því til haga að málatilbúnaður aðila lýtur alfarið að því hvaða fjárhæð beri að greiða á grundvelli samnings aðila. Í þessu sambandi telur dómurinn að horfa verði til þess að við gerð samnings um leigu tjaldsins notaði stefndi Daníel rafpóstfang sitt hjá Geri allt slf. Þá kom skýrt fram í tölvupósti Daníels 18. júlí 2018 að stefn andi skyldi gefa út reikning á félagið Geri allt slf. og gaf stefndi Daníel upp kennitölu félagsins í því skyni. Reikningurinn sem ágreiningur málsins lýtur að var síðan gefinn út á félagið. Samkvæmt öllu framangreindu telur dómurinn nægilega sannað að sá samningur sem ágreiningur málsins lýtur að var gerður við stefnanda fyrir hönd félagsins Geri allt slf. Verður því að leggja til grundvallar að samlagshlutafélagið hafi verið viðsemjandi stefnanda og því ábyrgt fyrir efndum samningsins. Stefnandi hefur hi ns vegar vísað til þess að stefndi Daníel sé , á grundvelli upplýsinga sem fram koma í vottorði úr fyrirtækjaskrá og útgefið er 18. janúar 2019 , einnig sameiginlega og persónulega ábyrgur með félaginu fyrir þeirri skuld sem málið 11 lýtur að. Ljóst er að stefn di Geri allt slf. er samlagshlutafélag en í vottorðinu úr fyrirtækjas kr á sem um ræðir kemur fram að stefnandi Daníel sé , auk þess að vera stjórnarmaður í félaginu, ein n ig ábyrgðaraðili þess. Samkvæmt a - lið 33. gr. laga nr. 42/19 03, um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð, er s amlagsfélag það félag talið, sem í eru einn eða fleiri félagsmenn, er ábyrgjast með öllum eigum sínum einn fyrir alla og allir fyrir einn skuldir félagsins (félagsmenn með ótakmarkaðri ábyrgð), og einn eða fleiri félagsmenn, er eigi ábyrgjast skuldir félag sins fram yfir það, er tillög þeirra ná eða hlutafé það, sem tilkynnt hefir verið í verslanaskrána, að þeir hafi lagt í atvinnuna. Með vísan til þessa ákvæðis, svo og þeirra upplýsinga sem liggja fyrir úr vottorði fyri rtæk jaskrár, verður að leggja til grun dvallar að stefndi Daníel sé einnig persónulega ábyrgur fyrir skuldbindingum sem taldar verða hvíla á félaginu Geri allt slf. enda hefur þeirri persónulegu ábyrgð ekki heldur verið mótmælt af hans hálfu. Málsástæður stefnda Geri allt slf. til stuðnings sý knukröfu félagsins að svo stöddu eru nánast alfarið byggðar á ákvæðum laga nr. 42/2000, um þjónustukaup, en stefndi hefur tekið upp ákvæði þeirra laga orðrétt í greinargerð sinni að miklu leyti. Af þessu tilefni telur dómurinn rétt að benda á að samkvæmt 1 . mgr. 1. gr. þeirra laga taka lögin til hvers kyns samninga um kaup á þjónustu sem veitt er neytendum í atvinnuskyni gegn endurgjaldi, meðal annars þegar veitt þjónusta felur í sér vinnu við lausafjármuni, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. Í 3. mgr. 1. gr. sö mu laga segir síðan að með neytanda sé átt við einstakling sem sé kaupandi þjónustu og kaupin eru ekki í atvinnuskyni eða í tengslum við starf hans. Eins og rakið er hér að framan hefur dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að það hafi verið félagið Geri al lt slf. sem keypti þá þjónustu af stefnanda sem ágreiningur þessa máls lýtur að. Með vísan til þess að lög nr. 42/2000 gilda aðeins þegar einstaklingar kaupa þjónustu, sbr. 1. gr. laganna, getur stefndi ekki borið fyrir sig ákvæði laganna gagnvart kröfu st efnanda. Gildir það jafnframt þótt stefndi Daníel sé einnig persónulega ábyrgur fyrir skuldbindingu félagsins enda hefur hann sjálfur kosið að gera samning við stefnanda um brúðkaupsveislu sína undir merkjum atvinnurekstrar síns . Að því er að varðar að öðru leyti almenn mótmæli stefnda við forse n eða n um og þeim málatilbúnaði stefnda að útilokað hafi verið fyrir hann að bregðast við þegar stefndi bauð honum annað tjald , þá telur dómurinn rétt að benda á að gögn málsins bera með 12 sér að stefnandi hafi upphaflega tekið frá tvenns konar tjöld fyrir stefnda, sbr. tölvupóst 18. júní 2018. Að því er varðar að öðru leyti tilvísanir stefndu til reglna kröfuréttarins þá verður ráðið af gögnum málsins a ð upphaflegt tilboð stefnanda til stefnda Geri allt slf. hafi verið miðað við að félagið leigði 45 m tjald með stálgrindum að fjárhæð 155.000 Stefndu gera athugasemdir við að stefnandi hafi gert honum reikning að fjárhæð 148.850 kr. án virðisaukaskatts , fyrir minna tjald . Sem fyrr segir námu 125.000 kr, af þeirri fjárhæð uppsetningu og niðurtekt á 8 x 4 fm partýtjaldi en 23.850 kr. vegna leigu á stólum, borði, hitara og gasi. Ljóst er að þar sem ekki var samið um fast verð fyrir þjónus tu stefnanda sem fólst í útleigu minna tjaldsins bar stefnda Geri allt slf. í samræmi við rótgróna meginreglu kröfuréttar að greiða stefnanda það verð sem telja mátti sanngjarnt með hliðsjón af því hversu mikil og hvers eðlis vinnan var. Sönnunbyrðin fyrir því að það verð sem síðar var sett upp fyrir þjónustuna sé ósanngjarnt hvílir á þeim sem slíku heldur fram. Þegar leyst er úr því hvort stefnda Geri allt slf. hafi tekist þessi sönnun getur dómurinn ekki litið hjá því við mat á sönnunargögnum málsins að s tefndi gerði engar athugasemdir við að þjónustu stefnda hefði verið áfátt fyrr en í greinargerð sem lögð var fram í dóminum 28. mars 2019 . Þær upplýsingar sem þar koma fram stangast á við þau símaskilaboð sem rakin eru í gögnum málsins þar sem stefndi Daníel kvað Að mati dómsins verður hins vegar ekki séð á hvaða forsendum unnt sé að fallast á kröfu s tefnanda um greiðslu dráttarvaxta frá 5 . september 2018 . Ágreiningslaust er í málinu að aðilar málsins sömdu aldrei um gjalddaga kröfu, en samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 er heimilt að reikna dráttarvexti frá slíkum kröfum þegar liðinn er mánuður frá því að stefnandi setti fyrst fram kröfu um greiðslu. Með vísan til þess að stefnandi setti fyrst fram kröfu um greiðslu 5 . september 2018 verða dráttarvextir í fyrsta lagi reiknaðir af kröfu stefnanda frá 5 . október 2018 . Í samræmi við þessa niðurstöð u , sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 , verður stefnd u Geri allt slf. og Daníel Sigurðssyni persónulega sameiginlega gert að greiða allan málskostnað stefnanda í málinu sem telst hæf ilega ákveðinn 350.000 krónur. Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómar i kveður upp þennan dóm. 13 D Ó M S O R Ð Stefndu, Geri allt slf. og Daníel Sigurðsson , skulu sameiginlega greiða stefnanda , Nýhugsun ehf. , 184.574 kr ónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 5. október 2018. Þá skulu stefndu Geri allt slf. og Daníel Sigurðsson sameiginlega greiða stefnanda 350.000 kr ónur í málskostnað. --------------------- --------------------- ---------------------- Rétt endurrit staðfestir: Héraðsdómi Reykjavíkur 14.02.2020 G reitt: 2.100 kr.