1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjaness f immtu daginn 1 0 . september 20 20 í máli nr. S - 1 3 0 1 /20 20 : Ákæruvaldið ( Katrín Hilmarsdóttir aðstoðar saksóknar i ) gegn Emilis Lasukas I Mál þetta, sem þingfest var 8. september 2020 og dómtekið sama dag , höfðaði l ögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 6. maí 2020 á hendur Emilis Lasukas, kt . 000000 - 0000 , ríkisborgara Lettlands, svohljóðandi ; fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, stórfelldan þjófnað, með því að hafa á tímabilinu 03.06.2018 til 31.08.2018, staðið að stórfelldum þjófnaði, í félagi við A , kt. 000000 - 0000 , B , kt. 000000 - 0000 , og C , kt. 000000 - 0000 , úr Fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með því að hafa í alls 8 skipti keypt sér flugmiða, innritað sig í flug, farið í Fríhafnarverslanirnar, þar sem þeir tóku samtals 93 karton af tóbaki ófrjálsri hendi, samtals að áætluðu verðmæti kr. 601.914, - en yfirgáfu flugstöðina svo án þess að fara um borð í loftförin sem hér segir ; 1. Þann 03.06.2018, í félagi við A tekið samtals 2 karton úr komuverslun fríhafnarinnar, 2. Þann 15.07.2018, tekið í félagi við C og B , tekið samtals 6 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar, 3. Þann 03.08.2018, í félagi við B , tekið samtals 3 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar, og samtals 8 karton úr komuverslun fríhafnarinnar, 4. Þann 04.08.2018, tekið samtals 10 karton úr komuverslun fríhafnarinnar, 5. Þann 17.08.2018, í félagi við C og A , tekið samtals 8 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar, og samtals 10 karton úr komuverslun fríhafnarinnar 6. Þann 18.08.2018, í félagi við B , tekið samtals 10 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar, 7. Þann 19.08.2018, í félagi við B , tekið samtals 2 5 karton úr brottfararverslun fríhafnarinnar , 8. Þann 31.08.2018, í félagi við B , tekið samtals 11 karton, úr bro brottfararverslun fríhafnarinnar, og haldlögð voru við handtöku lögreglu . 2 Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1., sbr. 2. mgr. 244. gr. al mennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í málinu liggur einnig fyrir einkaréttarkrafa Fríhafnarinnar ehf., kt. 000000 - 0000 , um að ákærði verði í félagi við B , kt. 000000 - 0000 , og C , kt. 000000 - 0000 , dæmdur til greiðslu skaðabóta, samtals að fjárhæð kr. 13.266.000, - , auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá tjónsdegi þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar. Þá er krafist d ráttarvaxta af heildarfjárhæð kröfunnar skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. II Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og boðaði ekki forföll, en í fyrirkalli sem var ásamt ákæru bi rt í Lögbirtingablaðinu 6. júlí 2020, var tekið fram að yrði ekki sótt þing af hans hálfu mætti hann búast við því að fjarvist hans yrði metin til jafns við það að hann viðurkenndi að hafa framið þau brot sem hann væri ákærður fyrir og að dómur yrði lagður á málið að honum fjarstöddum, sbr. 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með vísan til ofanritaðs og gagna málsins að öðru leyti telst þan nig sannað að ákærði hafi framið þau brot sem hann er sakaður um í ákæru og er u þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákærð i er fæddur í [...] og hefur samkvæmt framlögðu sakavottorði ekki áður sætt refsingum. Við ákvörðun refsingar hans er tekið mið af því. Jafnframt ber að líta til 77. gr. , 6. tl. 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr . almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , en brot ákærða voru þaulskipulögð og framin í samverknaði við aðra einstaklinga. Að þ ví v irtu , svo og að teknu tilliti til þess að nokk ur dráttur hefur orðið á meðferð málsins og útgáfu ákæru, sem ákærða verður ekki um kennt, þykir refsing hans hæfileg a ákveðin fangelsi í fjóra mánuði. Ekki þykja efni til að skilorðsbinda refsinguna , en til frádráttar refsivist kemur að fullri dagatölu sá tími sem ákærði sætti gæsluvarðhaldi, frá 1 . til 7. september 2018. Eins og áður greinir liggur fyrir einkaréttarkrafa í málinu , þar sem þess er krafist að ákærða verði ásamt tveimur öðrum nafngreindum einstaklingum gert að greiða Fríhöfninni ehf. skaðabætur alls að fjárhæð 13.266.000, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Í 173. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er að finna fyrirmæli um form og efni kröfu þess sem telur sig hafa öðlast kröfu að einkarétti á hendur sakbornin gi. Jafnframt er þar kveðið á um nauðsynleg gögn kröfunni til stuðnings og sk al þeim komið á framfæri við lögreglu, ásamt greinargerð kröfuhafa . Skaðabótakrafa Fríhafnarinnar ehf. fullnægir e kki áskilnaði umrædds 3 ákvæðis og fylgja henni heldur engin gögn til stuðnings þeirri fjárhæð sem krafist er úr hendi ákærða. V erður því ekki á henni byggt. Hins vegar fylgir málinu skýrsla rannsóknarlögreglumanns þar sem greind eru brot þeirra fjögurra sakborninga sem stóðu að þjófnaði á ýmsum vörum, þ. á m. tóbaksvöru m úr Fríhöfninni ehf. á tímabilinu frá 22. október 2017 til 3 1 . ágúst 2018. Samkvæmt þeirri skýrslu er ákærði sagður hafa tekið ófrjálsri hendi 93 tóbakskarton á tímabilinu frá 3. júní 2018 til 31. ágúst sama ár, og miðast verð þess við söluverð á heimasíðu Fríhafnarinnar ehf. þann 16. apríl 2019, eða alls 601.914 krónur. Verður ákærða því gert að greiða Fríhöfninni ehf. þá fjárhæð , ásamt vöxtum eins og í dómsorði greinir. Upphafstími vaxta miðast við 31. ágúst 2018, en rétt þykir að upphafstími d ráttarvaxta miðist við þingfestingardag málsins, 8. september 2020. Ingimundur Einarsson héraðsd ómari kvað upp dóminn. D ó m s o r ð: Á k ærði, Emilis Lasukas, sæti fangelsi í fjóra mánuði . Til frádráttar refsivist ákærða kemur að fullri dagatölu gæsluvarðhald sem hann sætti frá 1 . til 7. september 2018. Ákærði greiði Fríhöfninni ehf. 601.914 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3 1. ágúst 20 18 til 8. september 2020, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. , sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Ingimundur Einarsson