D Ó M U R 15 . september 2021 Mál nr. E - 5700/2020: Stefnandi: A (Jóhannes Albert Sævarsson lögmaður) Stefndu: Ísloft blikk - og stálsmiðja ehf. Sjóvá - Almennar tryggingar hf. (Sigurður Ágústsson lögmaður) Dómari: Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari 2 Dómur I. Mál þetta var þingfest 17. september 2020 en tekið til dóms 8. september að lokinni aðalmeðferð. Stefnandi málsins er A , [...] , en stefndu Ísloft blikk - og stálsmiðja ehf. [...] og Sjóvá - Almennar tryggingar hf. [...]. Stefnandi krefst viðurkenningar á bótaskyldu Íslofts blikk - og stálsmiðju ehf. og Sjóvá - Almennra trygginga hf. og á bótarétti stefnanda úr ábyrgðartryggingu Íslofts blikk - og stálsmiðju ehf. hjá meðstefnda Sjóvá - Almennum tryggingum hf., vegna tjóns sem stefnandi va rð fyrir í vinnuslysi þann 5 . maí 2015, auk málskostnaðar samkvæmt framlögðu málskostnaðaryfirliti . Stefndu krefjast sýknu auk málskostnaðar. II. Stefnandi er faglærður blikksmiður og hefur starfað sem slíkur frá árinu 2000. Tildrög málsins eru þau að stefnandi varð fyrir vinnuslysi 5. maí 2015 sem starfsmaður stefnda Íslofts þar sem hann var að móta veggjastoðir úr galvaníseruðu járni í þar til gerðri beygjuvél. Mun stefnandi hafa staðið við beygjuvélina en fyrir aftan hann v oru tvö borð. Næst honum var vinnuborð á hjólum þar sem staflað var óbeygðum veggjastoðum en fyrir aftan það var síðan lyftuborð þar sem stefnandi staflaði veggjastoð u num þegar hann var búinn að beygja þær í beygjuvélinni. Samkvæmt gögnum málsins og skýrs lum aðila og vitna fyrir dómi mun slysið hafa átt sér stað með þeim hætti að glussatjakkur á lyftuborði nu gaf sig undan þyngd veggjastoðanna sem stefnandi hafði staflað á lyftuborðið. Við þetta hrundu veggjastoðirnar og ruddu með því vinnuborði nu , sem stað sett var milli lyftuborðsins og stefnanda, á stefnanda með þeim afleiðingum að vinn u borðið skall aftan á stefnanda við hnésbæturnar þannig að hann klemmdist á milli vinnuborðsins og beygjuvélarinnar. Lenti hægra læri hans undir pressunni í beygjuvélinni en vinnufélagar hans hlupu til og ýttu á neyðarstoppið á beygjuvélinni og opnuðu vélina til að losa hann. Stefnandi var samdægurs fluttur á slysa - og bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi en í bráðamóttökuskrá sjúkrahússins frá slysdegi kemur fram að vinstri lærleggur sé brotinn. Gekkst stefnandi samdægurs undir aðgerð þar sem gert var að brotinu. Samkvæmt færslu í sjúkraskrá stefnanda á slysdegi hlaut stefnandi töluverða kramningsáverka á hægra lær i, auk brotsins. 3 Strax í kjölfar slyssins voru bæði lögregla og Vinnueftirlitið kölluð á vettvang. Í umsögn Vinnu eftirlitsins um slysið, dags. 6. maí 2015 , segir að meginástæða þess hafi verið sú að lyftuborðið hafi látið undan þeirri yfirþyngd sem á það var lagt. Þá hafi stefndi Ísloft ekki lokið gerð áhættumats. Segir síðan í umsögninni að samverkandi þættir hafi verið þeir að stefnandi hafi snúið baki við borðinu og fest fótinn undir landinu þegar stangirnar féllu allar í einni svipan aftan á fætur hans þar sem beygjuvélin hafi verið að keyra niður á sama augnabliki og borðið féll saman. Í skýrslu lögreglu um slysið, dags. 20. maí 2015, sem Hólmfríður Selma Haraldsdóttir rannsóknarlögreglumaður ritar, er einnig lýst því mati starfsmann s Vinnueftirlitsins sem kom á vettvang að tj akkurinn í lyftuborðinu hafi gefið sig vegna of mikils þunga renninga sem [voru] á borðinu . Borðið hafi þrýst að beygjuvél i nni þegar tjakkurinn gaf sig og stefnandi hafi klem m st á milli við það . Í tilkynningu stefnanda til stefnda Sjóvár um slysið, dags. 1. júní 2015, er spurt hvort tilkynnandi telji annan bera ábyrgð á slysinu og hakaði stefnandi nei við þá spurningu. Í skýrslu Ásgeirs Guðmundssonar lögreglufulltrúa, dags. 1. júní 2015, kemur fram að neyðarhemlar séu á beygjuvélinni, bæði til fóta og ha nda en stefnandi virðist ekki hafa náð til þeirr a . Í sömu skýrslu segir enn fremur að á borðinu hafi verið merkingar um að það réði aðeins við 300 kg hámarkshleðslu. Það hafi hins vegar verið mat starfsmanns Vinnueftirlitsins að búið hafi verið að hlaða á borðið rúmlega tonni af veggjastoðum þegar slysið varð, miðað við fjölda þeirra veggjastoða sem munu hafa dottið af honum . Hafi það verið meginorsök þess að glussatjakkur borðsins gaf sig. Í lögregluskýrslu sem tekin var af stefnanda, dags. 15. júní 2015 , kvaðst hann aðspurður vita að lyftuborðið væri gert fyrir 300 kg og að hann hafi vitað að búið væri að hlaða umfram þá þyngd á borðið , þótt hann hafi ekki hugsað beint út í það. Í málinu liggur fyrir mat sgerð Magnúsar Páls Albertssonar læknis , dags. 23 . október 2017 , á læknisfræðilegri örorku stefnanda . Þar segir m.a. í forsendum og niðurstöðum að stefnandi beri enn ákveðin merki eftir slysið. Var tímabundin örorka metin 100% tímabilið 5. maí til 31. ágúst 2015 og 50% fyrir tímabilið 1. september til 31. desember 2015 . Varanleg læknisfræðileg örorka var hins vegar metin 10% þannig að s töðugleikatímamarki var náð 31. desember 2015 en fyrst hafi verið tímabært að meta afleiðingar slyssins 5. maí 2016. 4 Stefndi Sjóvá hafnaði bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu Ísl ofts blikk - og stálsmiðju ehf. hjá félaginu , með bréfi dags. 15. febrúar 2017. Stefnandi undi því ekki og kærði synjun félagsins til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum 29. nóvember 2017 . Í áliti úrskurðarnefndar innar í máli stefnanda nr. 388/2017 frá 23. jan úa r 2018 er því lýst að nefndin telji stefnanda ekki eiga bótarétt úr hendi félagsins. K emur meðal annars fram í álitinu að stefnandi hafi viðurkennt í lögregluskýrslu að hafa ekki gætt að þunganum. Ekki verði séð að annar en stefnandi hafi átt að gæta að því að ofhlaða ekki borðið og augljós hætta sé af því að slíkt sé gert. Taldi nefndin hvorki að hjólabúnaður eða staðsetning neyðarhemils hefð u breytt aðstæðum sérstaklega né að stefndi Ísloft hefði átt að gera frekari ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsmanna á vinnustaðnum. Við þær aðstæður, og með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum, verði ekki séð að stefndi beri skaðabótaábyrgð á líkamstjóni stefnanda . Við aðalmeðferð málsins fyrir dómi gáfu bæði stefnandi og framkvæmdastjóri stefnda Íslofts ehf. , B , aðilaskýrslu r fyrir dómi . Þá kom fyrir dóminn C , starfsmaður stefnda, sem varð vitni að slysinu þennan dag. Í aðilaskýrslu lýsti stefnandi slysinu þannig að lyftuborðið hefði gefið sig og veggjastoðirnar sem hrundu hefðu rutt vinnuborðinu á hann þann ig að hann klemmdist. Aðspurður kvaðst stefnandi ekki hafa vitað þennan dag að borðið hefði 300 kg burðargetu. Að því er snertir ummæli sem höfð eru eftir honum í lögregluskýrslu 15. júní 2015 um að honum hefði verið kunnugt um að lyftuborðið væri gert fyrir 300 kg og að hann hafi vitað að búið væri að hlaða umfram þá þyngd á borðið , gaf stefnandi þær skýringar að honum hefði verið tjáð þetta eftir á en hann hefði ekki vitað af því þegar slysið varð. Aðspurður fyrir dómi um mynd úr skýrslu Vinnueftirlits ins af lyftuborðinu kannast við að hafa séð þennan miða. Aðspurður fyrir dómi hvort verkið sem stefnandi vann að þennan dag hefði verið eins manns verk svaraði stefnandi því til að hægt hefði verið að vinna verkið einn og hann hefði ráðið við það, þótt það væri kannski aðeins erfiðra að vinna það einn en með öðrum . Stefnandi kvað tvo verkstjóra hafa verið á staðnum þennan dag en spurður um það hvort hann teldi það hafa ver ið hlutverk annars starfsmanns að taka efnið af lyftuborðinu lýsti stefnandi því að það væri kannski þannig við ákveðnar kringumstæður en hann hefði alveg getað gert það sjálfur. Þá kvað stefnandi að það hefði komið fyrir að efni væri tekið 5 af borðinu efti r að hann hafði unnið það án þess að hann hefði áhyggjur en þá hefði hann kannski beðið einhvern um að kippa því frá sér með lyftara eða í þá áttina. Stefnandi lýsti því jafnframt í aðilaskýrslu að honum fyndist að samstarfsmaður hans , D, hefði nefnt við hann að hugsanlega væri það sem staflað hefði verið á borðið orðið of þungt. Það hefði hins vegar verið lítið eftir og hann haldið áfram. Stefnandi kvað það jafnframt hafa verið viðtekið verklag að stilla upp einu borði fyrir aftan hitt, e ins og gert hafði verið á slysstað þennan dag, og það væri eiginlega eina leiðin til að vinna verkið. Í aðilaskýrslu sinni kvað B , framkvæmdastjóra stefnda Íslofts, að hver stoð sem stefnandi var að beygja þennan dag hefði verið um það bil 10 kíló. B sagð i sig ekki reka minni til þess að starfsmenn hefðu kvartað undan skorti á vinnuborðum eða að athugasemdir hefðu verið gerðar við að verklag væri vitlaust eða erfitt. Mjög algengt væri að menn ynnu einir í beygjuvélum nema renningar sem beygðir væru í vélin ni væru það stórir að þeir næðu 4 metra lengd eða meira . Þá væri venjubundið að borð væri beint fyrir aftan ef magnið væri með ákveðnum hætti. Þótt hægt væri að setja borð hvar sem er væru þau eðli málsins samkvæmt höfð það nálægt að viðkomandi starfsmaður þurfi ekki að fara langar vegalengdir með eitthvað sem hann heldur á. Ekki væri venjan að hafa frálagsborð við hliðina. Hann kvað hins vegar þá breytingu hafa verið gerða við áframhaldandi vinnslu áhættumats eftir slys stefnanda að lyftuborð hefðu verið m áluð mismunandi litum til að merkja betur hvað þau bæru mikla hámarks þyngd. Aðspurður hvers vegna ekki hefði verið notuð öryggisgrind við beygjuvélina kvað B slíka grind hafa verið til staðar áður til að varna því að borð kæmist undir bakka beygjuvélarinna r. Hún hefði hins vegar verið tekin burt þar sem hún hefði verið talin hættuleg og fólk hefði fallið um grindina. Í vitnisburði C lýsti hann slysinu og aðdraganda þess. Aðspurður hvort einhver hefði haft orð á því að of mikið væri á borðinu í aðdraganda s lyssins lýsti vitnið því þannig að einhver hefði sagt að borðið þyldi ekki mikla þyngd, og nefndi í því sambandi nafn D , en hann kvaðst þó ekki muna hvort það var D eða einhver annar sem varaði við þessu. Eftir að skýrslum lauk gekk dómari á vettvang slyssins ásamt stefnanda, framkvæmdastjóra stefnda Íslofts ehf. og lögmönnum aðila. III. 6 Málsástæður stefnanda Stefnandi telur sig ekki hafa geta ð komið í veg fyrir slysið með því að stöðva arminn eða lyft a honum þar sem hann hafi verið klemmdur undir honum. E ngin öryggisgrind hafi verið fyrir framan beygjuvélina, á milli starfsmanns og vélar, en slík grind hefði getað fyrirbyggt slysið. Kveðst stefnandi sig minna að slík grind hafi verið til staðar hér áður og að hún hafi líklegast verið fjarlægð. Stefnandi vísar einnig til ums agnar Vinnueftirlitsins um að ekki hafi legið fyrir áhættumat hjá vinnuveitanda stefnanda, sbr. 65. gr. laga 46/1980. Telur stefnandi að af þeim sökum sé óljóst hvernig verklagi hafi átt að vera háttað og hvort sjá hefði mátt fyrir þær aðstæður sem ollu slysinu eða hvernig fyrirbyggja eða bregðast hefði mátt við slíkum aðstæðum . Af hálfu stefnanda er vísað til þess að lögskylt sé að framkvæma slíkt áhættumat, en útistandandi krafa þess efnis frá Vinnueftirlitinu lá óafgreidd hjá stefnanda Íslofti eins og fram kemur í umsögn inni . Á því ber i vinnuveitandinn ábyrgð og hallan n af. Stefnandi telur einnig hjólabúnaður vinnuborðsins sem klemmdi hann undir beygjuvélinni hafi átt að vera læstur , enda hafi borðið runnið af stað þegar stál renningarnir féllu á það. H jól slíkra vinnu - eða frálagsborða eigi hins vegar undir öllum kringumstæðum að vera læst meðan á vinnu stendur og fullgert áhættumat hefði átt að taka á slíku. Slysið hefði því a ldrei orðið nema vegna þess að þungt vinnuborðið, sem stóð á milli hleðsluvagnsins og beygjuvélarinnar, fór af stað þegar tjakkur hleðsluvagnsins gaf eftir og þó að ekki hafi nema hluti stál stoðanna skollið á vinnuborðinu. Hefðu hjól vinnuborðsins verið læ st má fullyrða að meiri líkur en minni séu fyrir því að það hefði ekki hreyfst úr stað. Vegna þess að ekki var hægt að læsa hjólum vinnuborðsins hafi ekki þurft mikinn þrýsting eða snertingu við það til að það rynni af stað eins og gerðist í slysinu. Telur stefnandi með öllu óásættanlegt og óforsvaranlegt að ekki skuli hafa verði hægt að setja vinnuborðið í bremsu við þær aðstæður sem oft geta skapast í verksmiðjum eða smiðjum þar sem tæki eru á fleygiferð í dagsins önn, alls kyns búnaður á hreyfingu, fólk á ferð, ys og þys alla daga. Stefnandi vísar í þessu sambandi til þess að að hleðsluvagninn hafi ekki oltið heldur fallið niður. Veggja s toðirnar hafi því ekki velt vinnuborðinu heldur ýtt því af stað þegar hleðsluvagninn féll saman. Ljósmyndir af veggjasto ðahrúgunni sem sjá má í lögregluskýrslu og skýrslu vinnueftirlitsins benda til þess að aðeins hluti af stál stoðunum hafi nægt til að hreyfa vinnuborðið úr stað sem við það rúllaði undir stefnanda. 7 Í lögregluskýrslu kemur fram að stefnandi kveðst hafa vitað að hleðsluvagninn sem féll saman hafi verið gerður fyrir 300 kg . Hann hafi þó ekki hugsað beint út í það en gert sér grein fyrir því að hleðslan væri yfir þeirri þyngd sem hann setti á vagninn, sem er í raun eftir á ágiskun stefnanda. Stefnandi vísar hins vegar til þess að í gögnum málsins komi ekkert fram um hver hafi verið raunveruleg þyngd s toðanna sem lágu á vagninum þegar hann féll saman og ekki hafi verið gerð tilraun til að leggja mat á þunga þeirra. Stefnandi telur að það hefðu verið e ðlilegi r verkferlar hjá stefnda Íslofti að tryggja að aðrir starfsmenn en stefnandi sjálfur, sem var upptekinn við að beygja stál prófíla, tækju reglulega frá beygjuvélinni það sem kom frá stefnanda. Óeðlilegt verði að telja að stefnandi hafi einn þurft að hafa áhyggjur af og bera ábyrgð á því að hleðsluborðið væri tæmt reglulega . Sérstaklega þegar haft er í huga að hann sn e ri baki í frálagsborðið við vinnu sína og um eins konar færibandavinnu var að ræða, þar sem ha nn beygði st álið, en öðrum starfsmönnum var ætlað að færa frá honum það sem frá beygjuvélinni kæmi . Af hálfu stefnanda er því haldið fram að tæming hleðsluborðsins hafi ekki verið í hans verkahring, heldur hafi samstarfsmenn hans átt að koma reglulega og t æma borðið á meðan hann vann við beygjuvélina, en sú vinna krafðist óskiptrar athygli stefnanda . Fær því ekki staðist að hann hafi á sama tíma átt að fylgjast með því hvort hleðsluborðið væri tæmt. Stefnandi vísar enn fremur til þess að enda þótt hann sé fagmenntaður blikksmiður og hafi 16 ára reynslu af blikksmíði þá tók hann ekki sjálfstæða ákvörðun um að beygja þessar veggja stoðir, heldur var honum falið það verk af verkstjóra sínum eða yfirmanni og að því er virðist án þess að nokkrum væri falið að að stoða hann við verkið. Þá varð slysið ekki beinlínis vegna vinnu hans við beygjuvélina heldur má rekja það til aðstæðna fyrir aftan stefnanda og þess að starfsumhverfi hans hafi verið ábótavant, gat ekki talist nægjanlega öruggt eða tryggt. Stefnandi telur mega álykta að þessu virtu að öryggismálum hafi verið ábótavant . Þannig hafi skortur á aðstoð við stefnanda og/eða skortur á áhættumati hafi valdið því að starfsmenn gerðu sér almennt ekki grein fyrir þeim hættum sem vinnustaður þeirra bjó yfir og í tilvi ki stefnanda olli umræddu slysi. Talið er að vinnuveitandi stefnanda beri á því ábyrgð og þá jafnframt á afleiðingum slyssins. Málsástæður stefndu 8 Stefndu hafna öllum málsástæðum stefnanda um skaðabótaskyldu enda sé slysið ekki að rekja til saknæmrar háttsemi vátryggingartaka eða starfsmanna hans. Skilyrði bótaábyrgðar séu því ekki uppfyllt. Stefndu telja m eginorsök slyssins hafa verið að stefnandi hafði hlaðið stálstoðum á fyrrnefnt lyftuborð langt umfram þá þyngd sem borðið þoldi með þeim afleiðingu m að glussatjakkur borðsins gaf sig. Í fyrirliggjandi lögregluskýrslum komi fram sú lýsing stefnanda að honum hafi verið kunnugt um að borðið væri ofhlaðið og að borðið þyldi að hámarki 300 kg. Þrátt fyrir þetta hafi stefnandi engu skeytt um ofhleðslu borð sins. Þess ber i að geta að lyftuborðið er ekki hugsað sem fráleggsborð heldur er um hæðarstillanlegt vinnuborð að ræða. Á vinnustaðnum var aðgengi að öðrum þar til gerðum hleðsluborðum, sem þola meiri þunga en lyftuborðið, teldi stefnandi að hann vantað i fráleggsborð. Þá hafi verið skýrar merkingar á lyftuborðinu um hámarksþyngd þess og lyftuborðið hafi staðist allar kröfur sem til slíkra borða eru gerðar, þ.m.t. um CE merkingar. Stefndu vísa einnig til ljósmynda í gögnum málsins en þar sjáist vel hve rsu mörgum stálstoðum hafði verið staflað á lyftuborð ið. Þá hafi það verið mat fulltrúa Vinnueftirlitsins að samanlögð þyngd hafi verið um 1000 kg. Stefndu hafna því þeirri fullyrðingu að ósannað sé hvaða þyngd hafi verið á lyftuborðinu er slysið varð. Í öllu falli liggur fyrir að borðið var verulega ofhlaðið. Stefndu geta ekki fallist á þá málsástæðu stefnanda að staðsetning eða aðgengi að neyðarrofum hefði getað komið í veg fyrir slysið. Á beygjuvélinni hafi verið neyðarrofar , bæði til handa og fóta , og vél in hafi uppfyllt allar kröfur til þessa. Engin skylda hafi hvílt á stefnda Íslofti að hafa fjarstýrða rofa á vélinni. Slysið hafi gerst mjög hratt og því ekkert sem bendi til þess að stefnandi hefði getað komið í veg fyrir slysið með neyðarrofum. Þess ber i einnig að geta að slys stefnanda varð með þeim hætti að hann klemmdist milli vinnuborðsins og beygjuvélarinnar. Slysið hefði því allt eins orðið þó að beygjuvélin hefði stöðvast og jafnvel þó tt slökkt hefði verið á vélinni. Vinnueftirlitið gerði ekki athu gasemdir við staðsetningu eða fyrirkomulag neyðarrofa. Stefndu hafna þeirri málsástæðu stefnanda að öryggisgrind hafi átt að vera við beygjuvélina og slík grind hefði getað komið í veg fyrir slysið. Óljóst er hvað stefnandi á við með þessu en öryggisgrind myndi gera starfsmönnum erfitt um vik að sinna störfum við beygjuvélina. Engin lagaskylda hvílir á vátryggingartaka að hafa öryggisgrind við slíka vél. Þar að auki liggur ekkert fyrir um að öryggisgrind af nokkru tagi hefði komið í 9 veg fyrir slys stefnand a. Meginorsök slyssins hafi verið sú að glussatjakkur lyftuborðs gaf sig með þeim afleiðingum að um 1000 kg af stoðum á því borði hrundu niður og á vinnuborð milli lyftuborðsins og stefnanda. Við það hafi vinnuborðið runnið á stefnanda sem klemmdist milli þess og beygjuvélarinnar. Stefnandi hefði því allt eins getað klemmst milli vinnuborðsins og öryggisgrindar með sömu afleiðingum fyrir stefnanda, hefði slík grind verið til staðar við beygjuvélina. Benda stefndu á að V innueftirlitið hafi ekki gert athugase mdir að þessu leyti. Af hálfu stefndu er bent á að v innuborð það sem rann á stefnanda sé staðalbúnaður í blikksmiðjum. Borðið sé gert til að halda töluverðum þunga. Vinnuborðið sé einnig búið öflugum hjólabúnaði og ekki tíðk i st að hafa læsingar á hjólabúna ði vinnuborða af þessu tagi. Að mati stefndu hefði það engu breytt um slys stefnanda þó tt borðið hefði verið með læsanlegum hjólabúnaði. Læsingar á hjólum hefðu ekki komið í veg fyrir að borðið færðist til sökum þess gríðarlega skriðþunga sem fylgir því að 1000 kg af stoðum falla á vinnuborðið. Stefndu hafna einnig alfarið þeirri lýsingu í stefnu að tæki séu oft á fleygiferð í starfsemi vátryggingartaka og að lítið hefði þurft að koma til svo slysið yrði. Þvert á móti hafi öll tæki verið kyrrstæð áður en slysið varð og öll hreyfing efnis og tækja í aðdraganda slyssins orsakaðist af mikilli ofhleðslu á lyftuborðinu á ábyrgð stefnanda sjálfs. Aðbúnaður og öryggi á vinnustaðnum hafi því verið forsvaranleg að öllu leyti og Vinnueftirlit ið haf i engar athugasemdir gert að þessu leyti , s.s. hvað varðar vinnuborðið. Stefndu hafna alfarið þeirri málsástæðu stefnanda að meginorsök slyssins sé sú að ekki hafi legið fyrir áhættumat í starfsemi vátryggingartaka. Eins og rakið hefur verið stóð yfir vinn a vátryggingartaka við áhættumat þegar slysið varð og hafði vátryggingartaki óskað eftir fresti hjá Vinnueftirlitinu til að ljúka endanlegri gerð þess. Þá hafði vátryggingartaki á árinu 2014 útbúið öryggishandbók fyrir starfsmenn sem var afhent öllum starf smönnum og aðgengileg þeim, bæði í framleiðslusal, hjá verkstjóra og á skrifstofu. Á bls. 27 í handbókinni segir m.a. að sannreyna skuli að allur búnaður þoli þá þyngd sem lyfta á. Auk þess hafi verið haldnir fundir með sérfróðum aðila þar sem starfsmönnum voru kynnt öryggisatriði. Ekkert bendi til þess að það atvik sem orsakaði slys stefnanda hefði ratað inn í áhættumat umfram það sem stefnanda var þegar kunnugt um. Hér ber i að taka fram að merkingar voru til staðar á lyftuborðinu um hámarksburðargetu bor ðsins. Merking arnar voru skýrar og stefnanda var kunnugt um 10 þær. Engin orsakatengsl hafi því verið til staðar milli slyssins og þess að ekki hafði verið lokið við endanlegt áhættumat. Vátryggingartaki uppfyllti því allar þær kröfur sem lagðar eru á hann s amkvæmt lögum nr. 46/1980 , um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerðum sem settar hafa verið með stoð í þeim lögum. Stefndu vísa einnig til þess að s tefnandi sé faglærður blikksmiður sem hafði starfað hjá stefnda Íslofti í um 16 ár á slysdegi. Stefnandi hafi þekkt vel verklagsreglur , hefðir og venjur við framkvæmd þess verks sem hann starfaði við þegar slysið varð. Stefnandi var mjög fær í sínu starfi og var fullfær um að sinna því verki sem hann vann á slysdegi við beygjuvélina einn s íns liðs. Í öllu falli hafði hann alla burði til að meta hvort hann þyrfti aðstoðarmann við verkið en nægur mannskapur var til staðar hjá vátryggingartaka ef á þurfti. Stefnandi hafði þar að auki aðgang að þar til gerðum hleðsluborðum á vinnustaðnum sem þo la meiri þunga en lyftuborðið. Stefndu hafna því alfarið þeim málsástæðum stefnanda að vátryggingartaka hafi borið að tryggja að stefnandi nyti aðstoðar við verkið. Þá verði ekki séð að nein orsakatengsl séu milli þess að slysið varð og að stefnandi hafi u nnið einn við verkið. Slysið megi alfarið rekja til gáleysislegrar háttsemi stefnanda en ekki til saknæmrar háttsemi vátryggingartaka. Í ljósi alls framangreinds telja stefndu að stefnandi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi sem leiðir til þess að stefnandi þarf að bera tjón sitt sjálfur, sbr. 23. gr. a í skaðabótalögum nr. 50/1993. Í öllu falli þurfi stefnandi af þessum sökum að bera t jón sitt sjálfur að verulegu leyti. IV. Í máli þessu liggur fyrir að stefnandi slasaðist þegar tjakkur á lyftuborði gaf sig undan þyngd veggjas t oða úr galvaníseruðu járni sem stefnandi var að beygja í þar til gerðri vél og hafði staflað á lyftuborð við vinnu sína . Með því hrundu s toðirnar og ruddu öðru vinnuborði á milli stefnanda og lyftuborðsins á stefnanda þannig að stefnandi klemmdist og lærleggur hans brotnaði. Málatilbúnaður stefnanda byggist í meginatriðum á reglum skaðabótaréttar um vinnuveitendaábyrgð. Samkvæmt því beri stefndi Ísloft blikk - og stálsmiðja ehf. ábyrgð á líkams tjóni stefnanda þar sem tjón ið verði rakið til saknæmrar háttsemi starfsmanna fyrirtækisins. Tjónið eigi síðan að bæta úr ábyrgða r tryggingu se m vinnuveitandi hafi tekið hjá stefnda Sjóvá. 11 Til þess að unnt sé að fallast málatilbúnað stefnanda samkvæmt framansögðu þarf því að vera sýnt fram á að slys stefnanda verði að einhverju leyti rakið til sakar starfsmanna félagsins. Ljóst er að stefnandi telur sök starfsmanna stefndu Íslofts einkum liggja í því að áhættumat hafi skort hjá félaginu sem vinnuveitanda , sbr. 65. gr. laga 46/1980 , um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum . Telur stefnandi að af þeim sökum hafi verið óljóst hvernig verkl agi hafi átt að vera háttað og hvort sjá hefði mátt fyrir þær aðstæður sem ollu slysinu eða hvernig fyrirbyggja hefði mátt þær eða bregðast við þeim . Í því sambandi nefnir stefnandi sérstaklega að skort hafi á öryggisgrind fyrir framan beygjuvélina og ekki hafi verið unnt að læsa hjólum vinnuborðsins sem klemmdi hann undir beygjuvélinni . Þá hefði verið hægt að haga verklagi á annan hátt, t.d. með aðkomu fleiri starfsmanna sem tækju af borðinu og að staðsetja vinnuborðið annars staðar til að það rynni ekki á hann. Samkvæmt lögum nr. 46/1980 hvíla ýmsar skyldur á atvinnurekanda. Skal hann tryggja að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað. Meðal annars skal atvinnurekandi sjá til þess að vinnu sé hagað og hún framkvæmd þannig, o g enn fremur að vélar og tæki séu þannig úr garði gerð, að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta, sbr. 1. mgr. 13. gr., 1. mgr. 37. gr. og 1. mgr. 46. gr. laganna. Í 65. gr. laganna er jafnframt kveðið á um að atvinnurekandi beri ábyrg ð á því að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Skal áætlunin meðal annars fela í sér sérstakt áhættumat, sbr. 65. gr. a í lögunum . S amkvæmt ákvæðinu felur slíkt mat í sér að meta skal áhættu í starfi með tilliti til öryggis og heil su starfsmanna og áhættuþátta í vinnuumhverfi. Við gerð þess skal sérstaklega litið til starfa þar sem fyrirsjáanlegt er að heilsu og öryggi þeirra starfsmanna sem sinna þeim sé meiri hætta búin en öðrum starfsmönnum. Fyrir liggur að stefndi Ísloft hafði e kki lokið við gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað í samræmi við framangreint ákvæði 65. gr. þrátt fyrir að Vinnueftirliti ð hefði þegar gert athugasemd við það , eins og fram kemur í umsögn Vinnueftirlitsins. Vöntun á slíkri áætlun leiðir þó ekki ein og sér til þess að sök verði felld á stefnda Ísloft við mat á því hver beri ábyrgð á slysinu heldur verð ur stefnandi sjálfur að gera líklegt að gerð slíkrar áætlunar hefði breytt einhverju um það að slysið varð , sbr. til hliðsjónar dóm L andsréttar frá 5. febrúar sl. í máli nr. 79/2020, 16. málsgrein. 12 Við mat á því hvort stefnandi hafi fært nægjanlegar líkur að því að áætlun um öryggi og heilbrigði hefði getað haft þessi áhrif verður ekki hjá því litið að í umsögn Vinnueftirlitsins , dags. 6. maí 2015, er því lýst sem meginástæðu slys s ins að borðið sem stefnandi lagði veggjastoðirnar á lét undan þeirri yfirþyngd sem á það var lagt. Upplýst er að stefnandi var einn um að leggja veggjastoðir á umrætt borð og af ljósmyndum að dæma, sem teknar voru á vettvangi í kjölfar slyssins , er gefið til kynna að borðið þoli að hámarki 300 kg. Af sömu myndum verður ráðið að verulegur fjöldi veggjastoða féll á gólfið í slysinu sem fer saman við það mat starfsmanna Vinnueftirlitsins að meginástæðu slyssins ha fi mátt rekja til þess að staflað hafi verið of mikilli þyngd á borðið. Þá kemur fram á ljósmyndum að borðið hafi verið merkt þannig að það þyldi 300 kg þyngd. Í umsögn Vinnueftirlitsins eru enn fremur engar sérgreindar athugasemdir gerðar við aðbúnað á vi nnustað stefnanda og um vinnuaðstöðu hans við beygjuvélin a . Þannig gefur umsögnin, sem og gögn málsins og skýrslur fyrir dómi, ekki til kynna að slysið hafi orðið vegna vélar eða búnaðar sem hafði sérstaka hættueiginleika og nauðsynlegt var að gera sérstak t áhættumat fyrir. Aðstæður í máli nu eru að þessu leyti með öðrum hætti en þær sem greinir í dómum Landsréttar í málum nr. 402/2018, 494/2019 og 89/2020. Vegna málsástæðna stefnanda um að skort hafi öryggisgrind fyrir framan beygjuvélina og ekki hafi verið unnt að læsa hjólum vinnuborðsins sem klemmdi hann undir beygjuvélinni þá verður að líta til þess að í skýrslu Vinnueftirlitsins eru engar athugasemdir gerðar við þessi atriði. Í ljósi þess sem og annarra gagna málsins verður að telja ósannað að þessir þættir verði raktir til saknæmrar vanrækslu starfsmanna stefnda Íslofts. Þá verður heldur ekki dregin fjöður yfir það að í lögregluskýrslu sem tekin var af honum mánuði eftir slysið , dags. 15. júní 2015, kvaðst stefnandi aðspurður vita að lyftuborðið væri gert fyrir 300 kg og að hann hafi vitað að búið væri að hlaða umfram þá þyngd á borðið, þótt hann hafi ekki hugsað beint út í það. Í tilkynningu um tjón sitt til stefnda Sjóv ár, dags. 1. júní 2015 , svaraði hann því enn fremur neitandi hvort hann teldi annan aðila bera ábyrgð á tjóninu. Þótt stefnandi hafi síðar veitt þær skýringar í aðilaskýrslu að vitneskjan um þá hámarksþyngd sem lyftuborðið þoldi hafi komið til í kjölfar s lyssins og að hann hafi skilið spurningu á eyðublaði fyrir tjón s tilkynningu á þann veg að hún ætti einungis við um ábyrgð tilgreindra einstaklinga, er ekki unnt að horfa fram hjá því að umrædd gögn urðu til skömmu eftir slysið og áður en ágreiningur vaknað i um bótaskyldu stefndu. 13 Verður því að telja þau hafi ríkt sönnunargildi að þessu leyti. Þá kom fram í aðilaskýrslu stefnanda fyrir dómi að samstarfsmaður hans , D, hefði nefnt við hann að hugsanlega væri það sem staflað hefði verið á lyftuborðið orðið of þ ungt. Í samræmi við ákvæði 1. mgr. 50. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, verður því viðurkenning stefnanda á þessu atviki lögð til grundvallar og miðað við að samstarfsmaður hans hafi vakið athygli á því að hann hefði hlaðið of miklum þunga á bor ðið. Sama gildir um þann hluta framburðar stefnanda að hann hefði vel ráðið við það sjálfur að vinna verkið einn, þótt það væri aðeins erfiðara. Með vísan til alls þess sem að framan er rakið og þegar haft er í huga að stefnandi er lærður blikksmíðameista ri , sem hafði starfað við þá grein í hálfan annan áratug og gjörþekkti auk þess aðstæður á vinnustað stefnda Íslofts , verður að telja að honum hafi mátt vera ljós sú hætta sem var fyrir hendi að stafla of miklu á borðið. Þá verður jafnframt að miða við að honum hefði verið í lófa lagið að kalla til samstarfsmenn ef hann taldi verkið hættulegt . Í samræmi við framangreint er að mati dómsins ósannað að slysið verði rakið til saknæmrar vanrækslu starfsmanna Íslofts ehf. á að tryggja öryggi á vinnustað um þær að stæður sem slys stefnanda varð við. Verða stefndu því sýknuð af kröfu stefnanda um viðurkenningu bótaskyldu. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður aðila falli niður . Stefnandi nýtur gjafsóknar í máli þessu samkvæmt leyfi dómsmálaráðuneytisins frá 28. apríl 2020 . Samkvæmt framlagðri tímaskýrslu hefur lögmaður stefnanda varið útseldum 43,25 vinnustundum til málsins. Að mati dómsins er skýrsla þessi trúverðug miðað við umfang málsins og fer um gjafsóknarþóknun lögmanns stefnanda eins og í dómsorði greinir . Er þóknu nin tilgreind án virðisaukaskatts. Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari kveður upp þennan dóm. Dómari málsins tók við meðferð þess 2. maí sl. en hafði fram að því engin afskipti af því . Dómso r ð: Stefndu, Ísloft blikk - og stálsmiðj a ehf. og Sjóvá - Almenn ar trygging ar hf. , eru sýkn af kröfu stefnanda, A , um viðurkenningu á bótaskyldu vegna tjóns sem hann varð fyrir í vinnuslysi 5. maí 2015. 14 Málskostnaður milli aðila fellur nið ur. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutn ingsþóknun lögmanns stefnanda, Jóhannesar Alberts Sævarssonar, sem þykir hæfilega ákveðin 821.750 kr. Kjartan Bjarni Björgvinsson