D Ó M U R 18 . nóvember 2 02 1 Mál nr. E - 1853 /20 2 1 : Stefnandi: Magnhildur Sigurbjörnsdóttir ( Lára V. Júlíusdóttir lögmaður) Stefnd i : Þjóðkirkjan B iskupsstofa ( Árni Gestsson lögmaður) Dóma ri : Arnaldur Hjartarson héraðsdómari 1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 18 . nóvem ber 202 1 í máli nr. E - 1853 /20 21 : Magnhildur Sigurbjörnsdóttir ( Lára V. Júlíusdóttir lögmaður) gegn þjóðkirkjunni B iskupsstofu ( Árni Gestsson lögmaður) Mál þetta, sem var dómtekið 2 9 . október 2021 , var höfðað 2 5 . mars 2021 . Stefnandi er Magnhildur Sigurbjörnsdóttir , [...] . Stefnd i er þjóðkirkjan B iskupsstofa, Katrínartún i 4 í Reykjavík . Stefnandi krefst þess aðallega að stefndi greiði henni skaðabætur að fjárhæð 70.012.505 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá málshöfðunardegi til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi þess að stefndi grei ði henni skaðabætur að fjárhæð 17.046.841 króna auk dráttarvaxta samkvæmt 6. gr. laga nr. 38/2001 frá málshöfðunardegi til greiðsludags. Í báðum tilvikum krefst stefnandi þess að stefndi greiði henni miskabætur að fjárhæð 1.000.000 króna auk dráttarvaxta s amkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., laga nr. 38/2001 frá 12. nóvember 2020 til greiðsludags. Loks er krafist málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýknu en til vara verulegrar lækkunar dómkrafna stefnanda. Þá er krafist málskostnaðar. I Stefndi, sem er trúfélag, réð s tefnand a til starfa árið 1998. Ágreiningslaust er að hún naut þá réttinda s em starfsmaður samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Stefndi og íslenska ríkið gerðu með sér samning 6. september 2019 sem fól í sér viðbót við svokallað kirkjujarðasamkomulag frá 10. janúar 1997. Í 1. mgr. 3. gr. fyrrnefnda samningsins er kveðið á um það að stefndi skuli hafa sjálfstæðan fjárhag, ber a fulla ábyrgð á eigin fjármálum og ákveð a sjálfur fjöl da starfsmanna sinna. Í 7. gr. samningsins kemur fram að dómsmálaráðherra skuli leggja fram frumvarp til laga á Alþingi, meðal annars um breytingar á lö g um nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Í samræmi við þetta voru ýmsar breytinga r gerðar á lögum nr. 78/1997 , eins og nánar er rakið hér á eftir . Í tengslum við þær laga breytingar sendi stefndi starfsmönnum sínum bréf um gerð nýrra ráðningarsamninga. Stefnandi fékk slíkt bréf, dags. 30. desember 2019, sem undirritað var af biskupi Í slands. Í upphafi bréfsins er greint frá því að í eldra bréfi 2 biskups Íslands hafi verið fjallað um breytingar á skipulagi kirkjunnar sem feli í sér aukið fjárhagslegt sjálfstæði hennar og sjálfstæði í starfsmannamálum. Hið nýja fyrirkomulag feli í sér að kirkjan taki sjálf við sínum starfsmannamálum og muni starfsmenn hennar ekki lengur vera ríkisstarfsmenn eða embættismenn ríkisins, heldur starfsfólk á almennum vinn u markaði. Síðar í bréfinu segir St arfið sem þér er boðið, er sama starf sem þú sinntir áð ur. Þannig flytjast öll þau réttindi sem þú hefur áunnið þér, sem og allar skyldur sem þínu starfi hafa fylgt yfir til Þjóðkirkjunnar biskupsstofu . áður og laun og önnur kjör munu eftir sem áður taka mið af viðeigandi kjarasamningi. Það sama á við um m.a. áunnið orlof og áunninn veikindarétt. Verið er að vinna að nýrri skipan mála hvað varðar fyrirkomulag kjaramála starfsfólks, sem bréf þetta tekur til. Þá kemur fram í bréfinu að t ilvísun til ríkissjóðs falli framvegis brott úr launaseðlum en þess í stað verði vísað til þjóðkirkjunnar. Til að nýtt ráðningarsamband stofnist þurfi báðir aðilar að undirrita ráðningarsamning. Meðfylgjandi bréfinu var ráðningarsamningur sem stefnandi og þáverandi mannauðsstjóri stefnda un d irrit uðu 1. janúar 2020 . Samkvæmt samningnum var starfsheiti stefnanda verkefnastjóri á skrifstofu biskups. Í samningnum segir meðal Ágreiningslaust er að kirkjuþing hafði ekki sett slíkar reglur þegar stefnanda var síðar sagt upp störfum. Í ráðningar samningnum var einnig fjallað um uppsagnarfre st. Fram kom að starfsmenn, sem hefðu starfað í a.m.k. 10 ár samfellt hjá stefnda og væru orðnir 60 ára við uppsögn , skyldu eiga rétt á fimm mánaða uppsagnarfresti. Með bréfi, dags. 12. nóvember 2020 , sem var undirritað af þáverandi mannauðsstjóra stefnda , var stefnanda sagt upp störfum með vísan til skipulagsbreytinga , en stefnanda hafði verið tilkynnt um uppsögnina fyrr um daginn á rafrænum fundi með mannauðsstjóranum . Ekki var óskað eftir vinnuframlagi stefnanda á uppsagnarfresti, sem nam fimm mánuðum. Með bréfi, dags. 20. nóvember 2020, óskaði stefnandi eftir rökstuðningi stefnda vegna uppsagnarinnar. Vísaði stefnandi til stjórnsýslulaga nr. 37/1993 í þessum efnum. Með bréfi, dags. 7. desember 2020, svaraði mannauðsstjóri erindi stefnanda. Þar k emur fram að eftir tilteknar lagabreytingar eigi lög nr. 37/1993 ekki lengur við um stjórnsýslu stefnda. Ekki sé fyrir hendi skylda til að veita rökstuðning. Eigi að síður skuli því svarað að ástæða uppsagnarinnar sé þröng fjárhagsstaða stefnda, sem kalli á ni ðurskurð, meðal annars fækkun starfa. Einnig var í bréfinu vísað til skipulagsbreytingar á fjármálasviði stefnda á grundvelli úttektar og tillagna ráðgjafa r fyrirtækis , en sú úttekt liggur fyrir í gögnum málsins. 3 Bréfaskipti málsaðila í kjölfarið leiddu ek ki til samkomulags og af þeirri ástæðu hefur stefnandi höfðað mál þetta. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu fyrir dómi stefnandi og Ingunn Ólafsdóttir, fyrrverandi mannauðsstjóri stefnda . II Stefnandi byggir á því að uppsögn hennar í nóvember 20 20, með þeim hætti sem hún var framkvæmd, hafi verið ólögmæt. Stefnda hafi borið að fylgja ákvæðum laga nr. 70/1996 við framkvæmd uppsagnar innar . Þann starfsma nn, sem annast hafi um uppsögnina , hafi skort til þess valdheimildir. Þær ástæður sem hafi verið veittar fyrir uppsögn standist enn fremur ekki skoðun. Þá hafi stefndi ekki gætt að stjórnsýslureglum við uppsögnina . Þannig hafi stefnandi hvorki notið andmælaréttar í aðdraganda uppsagnar né hafi verið gætt að meðalhófi. Stefnandi eigi rétt til bóta úr hendi stefnda vegna þessa . Hvað varð i miskabótakröfu stefnanda þá sé vísað til ófjárhagsleg s tjóns stefnanda sem aðgerðir stefnda hafi valdið henni af ásetningi, en þær aðgerðir hafi valdið stefnanda álit shnekki . Háttsemi stefnda hafi falið í sér meingerð gegn persónu stefnanda í skilningi b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. III Stefndi hafnar málatilbúnaði stefnanda og byggir á því að málsmeðferð við uppsögn stefnanda hafi ekki loti ð reglum stjórnsýsluréttar, þar með talið lögum nr. 37/1993, sbr. einkum þá staðreynd að 4. mgr. 26. gr. laga nr. 78/1997 hafi verið afnumin. Þá sé stefndi ekki stjórnvald og ákvarðanir hans teljist þar með ekki stjórnvaldsákvarðanir. Við þetta bætist að b reytingarlög nr. 153/2019 feli það í sér að starfsmenn stefnda á borð við stefnanda hafi ekki eftir 31. mars 2020 talist opinberir starfsmenn. Stefnandi hafi því ekki við uppsögnina fallið undir lög nr. 70/1996. Stefnda hafi þar af leiðandi ekki borið að fylgja þeim lögum við uppsögnina. Þess í stað hafi almennar reglur vinnumarkaðarins gilt sem og ákvæði ráðnin g ar - og kjarasamninga. Tilvísun í ráðningarsamningi til þess að lög nr. 70/1996 gildi um starfið, eftir því sem við eigi , fram til 3 1. mars 2020, eða þar til kirkjuþing h af i sett nýjar starfsreglur, hrófli ekki við þessum skilningi. Komist dómurinn að öndverðri niðurstöðu byggir stefndi á því að slíkt breyti ekki niðurstöðu málsins, sbr. 43. gr. laga nr. 70/1996. Takmörkun þeirra lag a á heimild til uppsagnar samkvæmt 21. gr. laganna eigi enda ekki við þar sem ástæða uppsagnarinnar hafi ekki tengst frammistöðu stefnanda. Hvað varði málatilbúnað stefnanda um valdþurrð og formskilyrði laga nr. 70/1996, þ.e. ætlaðan umboðsskort mannauðss tjóra stefnda við umrædda uppsögn, þá 4 eigi þau formskilyrði ekki við í málinu. Samkvæmt ákvörðun biskups Íslands hafi mannauðsstjórinn haft heimild til að gera ráðningarsamninga og segja þeim upp. Skaðabótakröfur stefnanda séu úr hófi og miskabótakrafan e igi ekki rétt á sér, enda hafi uppsögnin ekki verið rökstudd með slíkum hætti að meiðandi hafi verið fyrir stefnanda. Ekki séu fyrir hendi huglægar forsendur til að verða við kröfu um miskabætur. I V Málsaðilar deila um lögmæti uppsagnar stefn an da , en hún starfaði sem verkefnastjór i á skrifstofu biskups . Óumdeilt er að stefnandi naut á grundvelli 61. gr. laga nr. 78/1997 réttinda sem opinber starfsmaður, sbr. lög nr. 70/1996 , þegar hún réð sig til starfa hjá stefnda árið 1998. Málsaðilar deila af tur á móti um það hvort svo hafi enn verið þegar stefnanda var sagt upp störfum 12. nóvember 2020. Fyrrgreint ákvæði 61. gr. laga nr. 78/1997 var afnumið með breytingar lögum nr. 153/2019 , sem öðluðust gildi 1. janúar 2020 . Af lögskýringargögnum verður ráðið að breytingin var gerð í því skyni að stefndi gæti sjálfur tekið við starfsmannamálum sínum , sbr. einnig umfjöllun dómsins hér að framan um samning stefnda og ríkisins, dags. 6. september 2019, sem fól í sér viðbót við hið svokallaða kirkjujarðasamkomulag frá árinu 1997 . Með sömu lögum var nýju bráðabirgðaákvæði XII bætt við lög nr. 78/1997. Í 1 . mgr. ákvæðisins sagði að um það starfsfól k þjóðkirkjunnar, sem tilgreint hefði verið í 1. mgr. 61. gr. laganna og verið hefði í starfi 31. desember 2019, skyldu gilda ákvæði laga nr. 70/1996, eins og við gæti átt, til og með 31. mars 2020. Af lögskýringargögnum að baki ákvæðinu verður ráðið að þa rna hafði löggjafinn í huga að lög in ættu að öðlast gildi 1. janúar 2020 en að kirkjuþing kæmi ekki saman fyrr en í mars 2020. Þess vegna hafi verið tilefni til að veita kirkjuþingi tíma til að setja starfsreglur um þau mál efni sem felld yrðu brott úr lögu m nr. 78/1997 hinn 1. janúar 2020. Ekki verður aftur á móti ráðið af orðalagi lagaákvæði sins eða lögskýringargögnum að líta beri svo á að ákvæði laga nr. 70/1996 hafi átt að gilda um starfsfólkið þar til kirkjuþing setti í reynd slíkar starfs reglur ef það yrði gert eftir 31. mars 2020 . Þess skal getið að í þessari niðurstöðu dómsins myndu þá gilda um starfsmenn stefnda ef svo færi að kirkjuþing setti ekki starf s reglur um þetta málefni , líkt og stefnandi byggir á að yrði raunin m eð þessari túlkun, enda ættu þá við almennar reglur vinnuréttarins, sbr. einnig ákvæði kjarasamninga og ráðningarsamninga starfsfólks . Upphaflega var mælt fyrir um það í 4. mgr. 26. gr. laga nr. 78/1997 að um málsmeðferð í kirkjuráði, svo og meðal annarra kirkjulegra stjórnvalda, skyldi fylgt ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993, eftir því sem við gæti átt ef annað leiddi eigi af ákvæðum laga eða st arfsreglna sem kirkjuþing setti samkvæmt 59. gr. sömu laga . Hið 5 sama ætti almennt við um sérstakt hæfi kirkjulegra stjórnvalda til meðferðar einstakra mála. Með lögum nr. 95/2020 , sem öðluðust gildi 23. júlí 2020, var ákvæði 4. mgr. 26. gr. laga nr. 78/199 7 afnumi ð . Að öllu framangreindu virtu var stefnda ekki skylt á grundvelli laga nr. 78/1997 að líta svo á að stefnandi nyti réttinda sem opinber starfsmaður þegar henni var sagt upp störfum 12. nóvember 2020. Þá giltu stjórnsýslu lög nr. 37/1993 ekki um u ppsögnina. Eftir stendur það álitaefni hvort stefnandi hafi eigi að síður á grundvelli samnings við stefnda enn átt að njóta sömu réttinda og ríkisstarfsm enn hvað uppsögn varðar . Áður er rakið efni bréf s biskups, dags. 30. desember 2019, til stefnda sem og ákvæð i nýs ráðningarsamnings stefnanda, dags. 1. janúar 2020. Enda þótt í bréfi biskups segði að öll þau rétt i ndi sem stefnandi h efði áunnið sér myndu fylgja hinu ný j a starfi þá var þess skilmerkilega getið í upphafi bréfsins að nýtt fyrirkomulag í star fsmannamálum fæli í sér að starfsmenn stefnda teldust ekki lengur vera ríkisstarfsmenn eða embættismenn ríkisins heldur starfsfólk á almennum vinnumarkaði. Stefnandi mátti því ráða af bréfinu að nýr ráðningarsamningur væri gagngert gerður til að breyta rét tarstöðu hennar að þessu leyti. Þá kom einnig fram í bréfinu að stefnandi nyti áfram sömu launakjara en að öðru leyti færi um réttindi hennar eftir kjarasamningi. U nnið væri að nýrri skipan mála um fyrirkomulag kjaramála starfsfólks. Við þetta bætist að ekki var í nýjum ráðningar samningi stefnanda gert ráð fyrir óbreyttum réttindum hennar starfsmanna ríkisins munu gilda um starfið, eftir því sem við á fram til 31. mars 2020, eða þar til kirkjuþi Af orðskýringu ákvæðisins leiðir að það var sá atburður sem fyrr ætti sér stað sem leiða myndi til þess að lög nr. 70/1996 giltu ekki lengur um starf stefnanda, enda hefði engin nauðsyn staðið til þess að tiltaka nokkurt tímamark í þessum efnum ef einfaldlega hefði átt að tryggja stefnanda fortakslausan rétt samkvæmt framangreindum lögum þar til kirkjuþing hefði sett nýjar starfsreglur. Þannig virðist ákvæðið hafa tekið mið af því að kirkjuþing kynni að setja reglur um málefnið fyrir lok mars 2020, enda átti framhaldsfundur kirkjuþings 2019 að fara fram í mars 2020 samkvæmt ummælum í lögskýringargögnum að baki bráðabirgðaákvæði XII í lögu m nr. 78/1997, sbr. breytingarlög nr. 153/2019, eins og áður segir , en að mati dómsins er bersýnilegt að fyrrgreint samningsákvæði tók einnig mið af því lagaákvæði. Þá ber að hafna þeirri staðhæfingu stefnanda að dómur Hæstaréttar 8. desember 2011 í máli nr. 258/2011 renni stoðum undir málatilbúnað hennar, enda voru atvik þess máls ólík hinu fyrirliggjandi máli . Þannig hafði ekki verið gengið frá nýjum skriflegum ráðni n garsamningi í því máli auk þess sem fyrirvara um breytta réttarstöðu hafði þar ekki veri ð komið á framfæri við starfsmann, ólíkt því sem hér á við. Þannig gat stefnanda ekki dulist að hinn nýi ráðningarsamningur leiddi til vissra breytinga á 6 réttarstöðu hennar, enda myndi hún í samræmi við það sem áður er rakið ekki njóta réttinda sem opinber starfsmaður eftir 31. mars 2020. Í þessu felst að skýra ber samning málsaðila þannig að lög nr. 70/1996 hafi ekki átt við um stöðu stefnanda þegar henni var sagt upp störfum í nóvember 2020. Áður er þess getið að vegna breytingarlaga nr. 95/2020 bar stefnda ekki heldur skylda til að gæta að reglum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 við uppsögnin a. Þá verður ekki fallist á það með stefnanda að aðrar reglur stjórnsýsluréttarins geti hér haft áhrif. Við þessar aðstæður er haldlaus sú málsástæða stefnanda að þáv erandi mannauðsstjóra stefnda hafi skort val d heimildir til að segja stefnanda upp störfum , en mannauðsstjórinn hafði raunar í upphafi undirritað ráðningarsamninginn fyrir hönd stefnda. Að öllu þessu virtu var stefnda heimilt að segja stefn an da upp störfum gegn greiðslu launa á uppsagnarfresti, eins og raunin varð , sbr. til nokkurrar hliðsjónar dóm Hæstaréttar 25. nóvember 1999 í máli nr. 192/1999. Í samræmi við þessa niðurstöðu er hvorki unnt að taka til greina aðal - né varakröfu stefnanda um bætur vegna ætlaðrar ólögmætrar uppsagnar. Eftir stendur þá aðeins krafa stefnanda um miskabætur , en hana reisir stefnandi á b - lið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993. Þar er kveðið á um það að heimilt sé að láta þann sem ábyrgð ber á ólögmætri meingerð ge gn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Stefndi hafði engar ávirðingar uppi á hendur stefnanda í tengslum við uppsögn hennar heldur vísaði til skipulagsbreytinga . Þá er e kkert fram komið í málinu sem rennir stoðum undir þá staðhæfingu stefnanda að uppsögnin eða aðrar aðgerðir stefnda hafi valdið henni álitshnekki þannig að unnt sé að líta svo á að um ólögmæta meingerð hafi verið að ræða. Ber því einnig að hafna þessari kröfu stefnanda. Í samræmi við framangreinda niðurstöðu ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Af hálfu stefnanda flutti málið Lára V. Júlíusdóttir lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Árni Gestsson lögmaður. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari kveður upp dóm þenna n. D Ó M S O R Ð: Stefndi, þjóðkirkjan B iskupsstofa , er sýkn af kröfum stefnanda, Magnhildar Sigurbjörnsdóttur . Málskostnaður fellur niður . Arnaldur Hjartarson