Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 14. september 2021 Mál nr. E - 465/2019: A (Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður) gegn B (Ólafur Rúnar Ólafsson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem tekið var til dóms 3. september sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra af A , , Akureyri, á hendur B, , Akureyri, með stefnu birtri 19. desember 2019. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 588.467 kr. ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, af 66.378 kr. frá 1.2.2017 til 1.3.2017, af 118.698 kr. frá 1.3.2017 til 1.4.2017, af 174.698 kr. frá 1.4.2017 til 1.5.2017, af 210.538 kr. frá 1.5.2017 til 1.6.2017, a f 230.698 kr. frá 1.6.2017 til 1.7.2017, af 250.018 kr. frá 1.7.2017 til 1.8.2017, af 261.778 kr. frá 1.8.2017 til 1. 9.2017, af 280.818 kr. frá 1. 9.2017 til 1.10.2017, af 298.458 kr. frá 1.10.2017 til 1.11.2017, af 333.738 kr. frá 1.11.2017 til 1.12.2017 , af 369.018 kr. frá 1.12.2017 til 1. 1.2018, af 391.698 kr. frá 1.1.2018 til 1.2.2018, af 396.738 kr. frá 1.2.2018 til 1.3.2018, af 424.458 kr. frá 1.3.2018 til 1.4.2018, af 434.538 kr. frá 1.4.2018 til 1.5.2018, af 456.098 kr. frá 1.5.2018 til 1.6.2018, af 484.648 kr. frá 1.6.2018 til 1.8.2018, af 497.625 kr. frá 1.8.2018 til 1.10.2018, af 549.535 kr. frá 1.10.2018 til 1.11.2018, af 585.872 kr. frá 1.11.2018 til 1.12.2018, af 588.467 kr. frá 1.12.2018 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar. Stefndi , krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hans hendi. I Mál þetta er eitt af fjórum málum sem fyrrverandi starfsmenn stefnda hafa höfðað gegn stefnda vegna ætlaðra vangreiddra launa stefnda. Stefnandi starfaði hjá stefnda sem bifvé lavirki frá júní 1992 til 31. október 2018. Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur. Um ráðningarsambandið gilti kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins og Samiðnar, sem í gildi var á tímabilinu 1. maí 2 2015 til 31. desember 2018. Ekki er ágreiningur um launataxta í málinu. Stefnandi fékk greitt samkvæmt launaseðlum. Tímaskráning starfsmanna var samkvæmt stimpilklukku. Ágreiningur málsins lýtur að því að stefnandi telur að hann hafi ekki að fullu fengið laun í samræmi við skráða tíma samkvæmt stimpilkluk ku, því að það vanti talsvert upp á að öll yfirvinna hafi verið greidd. Stefndi kveðst hins vegar hafa greitt stefnanda yfirvinnu í samræmi við þá vinnu sem hann hafi óskað eftir að yrði unnin í yfirvinnu. Stefndi kveður að í flestum tilvikum hafi dugað að starfsmenn ynnu aðeins dagvinnu en fyrir kom að vinna þurfti yfirvinnu og þá óskaði stefndi alltaf sérstaklega eftir því. Stefnandi kveður að hann og stéttarfélag hans hafi ítrekað gert athugasemdir við uppgjör og greiðslu launa án þess að leiðrétting ha fi átt sér stað. Stefndi kannast ekki við að stéttarfélag hafi gert athugasemdir fyrr en eftir að stefnandi lét af störfum hjá stefnda. Hinn 4. júní 2019 hafi lögmaður stefnanda, fyrir hans hönd, sent stefnda bréf og krafist þess að stefnanda yrðu greidd þau laun sem hann ætti inni hjá stefnda. Því bréfi hafi ekki verið svarað af hálfu stefnda og hafi því mál þetta verið höfðað í desember 2019. III Stefnandi vísar til gr. 2.1 í kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem gilti frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018. Þar sé mælt fyrir um að virkur vinnutími í dagvinnu sé 37 klst. og 5 mínútur á viku. Um rétt stefnanda til yfirvinnu vísast í gr. 2.2.1 í nefndum kjarasamningi. Í fyrsta lagi byggir stefnandi á því að hann hafi ekki fengið dagvinnutíma sína að fullu greidda í samræmi við stimpilklukku og launaseðla. Stefnandi eigi tvímælalaust rétt til greiðslu samkvæmt stimpilklukku, sbr. framagreint ákvæði kjarasamnings og 1. gr. laga nr. 55/1980. Vegna ársins 2017 séu vangreiddir dagvinnutímar 11 klst . og 30 mín., og vegna ársins 2018 sé vangreidd dagvinna 30 mín. Í öðru lagi eigi stefnandi rétt til greiðslu yfirvinnu sem stefndi hafi vangreitt. Sé það mismunur á tímafjölda skv. stimpilklukku annars vegar og launaseðlum hins vegar. Í stefnu er gerð gre in fyrir vangreiddum klukkustundum á mánuði á umkröfðu tímabili og er nánari sundurliðun dómkröfu þar að finna. III Stefndi byggir á því að hann hafi að fullu efnt skyldur sínar gagnvart stefnanda og greitt honum þau laun sem honum ber, samkvæmt kjarasamn ingi og launatöxtum. Því beri að sýkna stefnda og ákvarða honum málskostnað úr hendi stefnanda. Útreikningum stefnanda á því hvað hann telur sig eiga inni af ógreiddri dagvinnu og yfirvinnu sé mótmælt enda séu þeir rangir. Það sjáist þegar farið sé yfir yf irlit stefnda vegna ársins 2018 á skráningum stefnanda í stimpilklukku sem og í verkbókhaldi stefnda. Þar komi fram að stefndi hafi greitt stefnanda alla þá dagvinnu og yfirvinnu sem hann 3 hafi unnið og beðið var um að hann ynni. Í stefnu er því haldið fram að vegna 24. janúar 2018 eigi hann inni hálfan yfirvinnutíma. Þann dag stimplaði hann sig inn kl. 8:02 en út kl. 17:34, en vinnu hans lauk kl. 17.00. Stefnandi geti ekki skammtað sér yfirvinnu með því að vera óumbeðinn á vinnustað eftir að vinnu lýkur. S vo sem lesa megi út úr yfirliti stefnda yfir tímaskráningar og verkbókhald, og með samanburði við launaseðla, hafi stefnandi fengið alla sína yfirvinnutíma greidda. Þetta eigi einnig við um árið 2017 og hafi stefndi greitt stefnanda alla þá vinnu sem hann hafi unnið árið 2017 og þá yfirvinnu sem stefnandi hafi verið beðinn um að vinna. Það feli hins vegar í sér mikla vinnu og óhagræði fyrir stefnda að fara yfir tímaskráningar svona langt aftur í tímann, enda löngu búið að gera árið upp í bókhaldi stefnda. Þá sé rétt að halda til haga að í stefnu sé aðeins horft á útstimplun og hún talin eiga að skapa stefnanda rétt til frekari launa. Eins og fram komi í skráningum í stimpilklukku, samanber framlögð dómskjöl, þá stimplar stefnandi sig hins vegar oft og tíðum of seint inn. Ef litið verði svo á að þessar mínútur sem stefnandi stimplar sig of seint út eigi að skapa honum rétt til frekari launa hljóta þær mínútur sem hann stimplar sig of seint inn að eiga að koma einnig til skoðunar og frádráttar launa. Þá sé byg gt á því að stefnandi hafi fengið launaseðil um hver mánaðamót þar sem fram komi fyrir hvaða vinnu greitt var. Stefnandi hefði átt að gera athugasemdir við hvern launaseðil þegar eftir að honum barst hann, hafi hann talið laun vangreidd, en það var ekki fy rr en í nóvember 2018 sem hann gerði athugasemdir. Það var svo ekki fyrr en með bréfi lögmanns stefnanda, dags. 4. júní 2019, sem stefnandi gerði formlegar athugasemdir. Þetta hafi komið stefnda á óvart, enda gerði hann alltaf upp við stefnanda þau laun se m honum bar um hver mánaðamót. Í vinnusambandi hvílir gagnkvæm tillitsskylda á aðilum og sé starfsmaður óánægður með launaseðil og telur sig eiga inni ógreidd laun, ber honum að gera athugasemdir við vinnuveitanda við fyrsta tækifæri, enda þarf vinnuveitan di að hafa svigrúm til að bregðast við og gera leiðréttingar ef þær eiga rétt á sér. Einnig þarf vinnuveitandi að geta rukkað sinn viðskiptavin um greiðslu vegna vinnu starfsmanns eins og á við í tilviki stefnda. Því lengra sem líði frá því að vinnuveitand i greiðir laun og gefur út launaseðil, því erfiðara sé fyrir vinnuveitanda að bregðast við kröfum starfsmanns um leiðréttingar. Stefnanda hefði borið að gera athugasemdir mun fyrr og verði talið að hann eigi inni einhver ógreidd laun, þá hafi hann glatað r étti sínum vegna tómlætis. Þetta eigi bæði við um laun og launaseðla vegna áranna 2017 og 2018, og ekki síst 2017 enda löngu búið að gera það ár upp í bókhaldi stefnda og erfitt sé fyrir stefnda að bregðast við athugasemdum svona langt aftur í tímann. Þá sé bent á að ef starfsmaður gerir athugasemdir við launaseðla sína innan hæfilegs tíma, þá sem fyrst og helst ekki síðar en innan næsta mánaðar frá því að hann fékk launaseðilinn, þá hafi vinnuveitandi tóm til að bregðast við, gera leiðréttingar ef við á, jafnvel rukka sinn viðskiptavin, sem vinnan var unnin fyrir, og reynt að leysa málið. 4 Ef starfsmaður telur sig t.d. ekki komast yfir þá vinnu sem honum sé ætluð sé hægt að bregðast við því. Þegar athugasemdir séu hins vegar gerðar löngu eftir að launase ðill var gefinn út, eins og stefnandi gerir, þá gerir það vinnuveitanda erfitt fyrir að bregðast við og hann þurfi að eyða löngum tíma í að taka saman gögn og vinna úr þeim og örðugt geti verið að upplýsa málsatvik langt aftur í tímann. Slíkt sé mjög ósann gjarnt í garð vinnuveitanda og eigi að leiða til þess að starfsmaður, hér stefnandi, hafi glatað rétti sínum vegna tómlætis. Þótt stefnandi hafi stundum stimplað sig út síðar en vinnu átti að ljúka geti það ekki skapað honum rétt til greiðslu yfirvinnu. V innuveitandi geti ekki staðið í því að reka fólk heim á réttum tíma þegar vinnu ljúki, ekki frekar en að vinnuveitandi geti staðið í því að láta fólk mæta á réttum tíma til vinnu. Það sé eðlilegt að einhverju skeiki í tímaskráningum í stimpilklukku eins og eigi við í tilviki stefnanda. Ekki sé hins vegar hægt að ætlast til að starfsmaður fái greidda yfirvinnu nema sérstaklega hafi verið óskað eftir því. Í öllu falli verði þá að gera þá kröfu til starfsmannsins að hann geri athugasemdir við launaseðla um hve r mánaðamót ef hann telur vanta upp á að hann hafi fengið greidda yfirvinnu. Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur og um ráðningarsambandið gilti kjarasamningur og gildandi lög og reglur sem stefndi virti í hvívetna. Engu hefði breytt þótt til hefð i verið skriflegur ráðningarsamningur. Aðeins ber að greiða fyrir þá vinnu sem unnin er og þá yfirvinnu sem óskað er eftir að sé unnin. IV Ágreiningur málsins lýtur að því að stefnandi krefst greiðslu fyrir dagvinnu og yfirvinnu sem hann kveðst hafa unni ð á árinu 2017 til og með október 2018 eða allt til þess að stefndi hætti starfsemi. Í stefnu er krafan sundurliðuð þannig að tilgreint er í hvaða mánuði ætluð vangreidd vinna hafi verið innt af hendi. Hins vegar er ekki að finna í stefnu hvaða daga mánaða rins hinir vangreiddu tímar hafi verið unnir. Framlagt launauppgjör, með óútskýrðum skrifum á, sem lagt er fram af hálfu stefnanda, breytir ekki miklu. Stefndi hefur, með því að fara yfir bókhald sitt, lagt fram gögn, m.a. úr verkbókhaldinu, og komið með s kýringar á þeim klukkustundum sem stefnandi telur vangreiddar, en einungis varðandi árið 2018. Að mat dómsins skortir á að stefnandi hafi með skýrum og skilmerkilegum hætti gert grein fyrir dómkröfum sínum. Ágreiningslaust er í málinu að yfirvinna sé ekk i unnin nema verkstjóri hafi sérstaklega óskað eftir slíkri vinnu. Fram kom í skýrslutökum að þegar verki var lokið gengu starfsmenn frá og þrifu vinnustaðinn og skráðu síðan í verkbókhald við hvaða verk var unnið og þann tíma sem verkið tók þá og þá einni g hvenær verki lauk. Verkbókhaldið var síðan notað við uppgjör launa og var grunnur að þeim greiðslum sem stefndi greiddi starfsmönnum sínum sem og þeim klukkustundum sem stefndi seldi viðskiptavinum. 5 Þannig að ef verki skv. verkbókhaldi lauk til dæmis kl. 17:00, sem var skráð af starfsmönnum, og þeir hafa stimplað sig síðan út kl. 17:30, þá myndast 30 mínútur sem stefnandi telur að stefnda beri að greiða honum. Ágreiningur málsins tekur því til þess tíma sem stefnandi er stimplaður inn á vinnustað, án þess að óskað hafi verið eftir vinnuframlagi hans. Stefnandi hefur sönnunarbyrðina fyrir því að hann eigi rétt til þeirra greiðslna sem hann krefur um. Gegn skýringum stefnda sem studdar eru bókhaldsgögnum hefur stefnandi, að mati dómsins, ekki getað sýnt fr am á að stefndi hafi óskað eftir frekari vinnuframlagi af hans hálfu og að hann eigi rétt til frekari greiðslna en hann hefur þegar þegið. Stefnandi hefur því ekki sannað réttmæti kröfu sinnar. Varðandi umkrafinn tímafjölda á árinu 2017 hefur að mati dóm sins ekki verið gerð með glöggum hætti grein fyrir því hvenær þær klukkustundir voru unnar, svo sem að framan greinir. Þá hefur stefndi ekki lagt fram hliðstæðar upplýsingar úr verkbókhaldi sínu vegna ársins 2017, en sönnunarbyrðin hvílir á stefnanda. Hin s vegar verður ekki hjá því litið að stefnandi kom fyrst með sannanlegum hætti með athugasemdir vegna ætlaðra vangreiddra launa það ár, hinn 4. júní 2019, en ágreiningslaust er að starfsmenn stefnda leituðu til stéttarfélags síns í lok starfs síns hjá stef nda í október 2018. Dómurinn telur að jafnvel þó að stefnda hafi fatast flugið í einhverjum tilfellum við launaútreikning sinn, sem er ósannað af hálfu stefnanda, þá væri sú krafa fallin niður fyrir tómlæti. Stefnandi hefur að mati dómsins fengið greitt sa mkvæmt gildandi kjarasamningi miðað við það vinnuframlag sem hann innti af hendi og óskað var eftir. Það skapar stefnanda ekki rétt til hinnar umkröfðu fjárhæðar þótt skriflegur ráðningarsamningur hafi ekki legið fyrir. Þá hefur ekki þýðingu fyrir ágreinin gsefnið að vísa til 1. gr. laga nr. 55/1980, en óheimilt er að semja um lakari kjör en samkvæmt kjarasamningum. Ágreiningurinn lýtur ekki að því hvort greitt hafi verið í samræmi við kjarasamninga heldur hvort leggja eigi til grundvallar tímafjölda skv. st impilklukku. Með vísan til þess sem að framan greinir er það niðurstaða dómsins að sýkna eigi stefnda af kröfum stefnanda. Með vísan til 130. gr. laga um meðferð einkamála ber stefnanda að greiða stefnda málskostnað svo sem greinir í dómsorði. Sigrún Gu ðmundsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, B, er sýknaður af kröfum stefnanda, A . Stefnandi, A , greiði stefnda, B , 400.000 kr. í málskostnað.