Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 11. maí 2022 Mál nr. S - 5632/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Kristian Hajdéraj Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 30 nóvember 2021, á hendur Kristian Hajdéraj, kt. 000000 - 0000 , dvalarstaður: óþekktur, fyrir eftirtalin umferðar - og fíkniefnalagabrot, með því að h afa: 1. Sunnudaginn 3. maí 2020 í félagi við Ani Kadiu, í herbergi 5 að Hjallabrekku 1 í Kópavogi, haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni 315,39 g af maríhúana, sem lögreglumenn fundu við leit í herberginu. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 2. Miðvikudaginn 13. maí 2020 ekið bifreiðinni [ --- ] óhæfur til a ð stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 5,5 ng/ml) norður Lönguhlíð í Reykjavík, við Blönduhlíð, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mg r. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 3. Mánudaginn 1. júní 2020 ekið bifreiðinni [ --- ] óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 1,8 ng/ml) um Norðlingabraut í Reykjavík, við Olís, þar sem l ögregla stöðvaði aksturinn. 2 Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 4. Mánudaginn 6. júlí 2020 ekið bifreiðinni [ --- ] sviptur ökurétti um Austurveg í Mýrdalshreppi, við Reynisfjall, þar sem lögre gla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 5. Föstudaginn 17. júlí 2020 við Fitjar í Reykjanesbæ, aftan við Kvikk, haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni 0,24 g af maríhúana, sem lögreglumenn fundu við leit í bifreiðinni LP242. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 6. Föstudaginn 24. júlí 2020 ekið bifreiðinni [ --- ] sviptur ökurétti um Reykjanesbraut í Vatnsleysustrandarhreppi, við Vogaveg, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og haft í vörslum sínum 13.90 g af maríhúana, sem lögreglumenn og fíkniefnahundur fundu við við leit í bifreiðinni LP242. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerð ar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 7. Fimmtudaginn 2. september 2021 við Flókagötu í Reykjavík, við Kjarvalsstaði, haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni 10,73 g af maríhúana, sem lögreg lumenn fundu við leit á ákærða og í bifreiðinni FPH52. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2 001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 8. Sunnudaginn 12. september 2021 ekið bifreiðinni [ --- ] án gildra ökuréttinda og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði 3 mældist tetrahýdrókannabínól 1,7 ng/ml) um Bústaðaveg í Reykja vík, við Skógarhlíð, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sa karkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 99. gr. og 101. gr. laga nr. 77/2019. Krafist er upptöku á 340,26 g af maríhúana, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Einnig er krafist upptöku á kr. 3.040.000 og 10 pundum, 205 evrum og 51 bandarískum dollara, sem hald var lagt á skv. 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. og 1. mgr. 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en peningarnir eru ætlaður ágóði af sölu fíkniefna. Þá er krafist upptöku á fimm farsímum sem lögregla lagði hald á í tengslum við ákærulið 1 og 7, samkvæmt heimild í 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 og samkvæmt 1 . og 3. tl. 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga, sbr. 2. gr. laga nr. 140/2009. Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en ákæra og fyrirkall hafði verið birt í Lögbirtingarblaði 11 . apríl 2022 . Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í janúar [ --- ] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 23. nóvember 2021 var ákærð a gert að greiða sekt með lögreglustjórasátt 5. júní 2020 fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna auk þess sem hann var sviptur ökurétt i í sex mánuði þann. Brot þau sem ákærði er sakfelldur fyrir samkvæmt ákæruliðum nr. 1. - 3. voru framin fyrir undirritun fyrrgreindrar sáttar og verður ákærða því gerður hegningarauki fyrir þau brot, sbr. 78. gr. almenn ra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar verður við það miðað að ákærði hafi gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna í annað sinn vegna brota í ákærulið nr. 8 . Ákærða til refsiþyngingar verður litið til þess að brot ákærða í á kærulið nr. 1 voru framin í félagi við annan mann. Þar að auki hefur hann nú verið sakfelldur fyrir sölu og dreifingu fíkniefna í þremur ákæruliðum og var um umtalsvert magn fíkniefna að 4 ræða í fyrsta ákærulið , auk þess sem talsverður ágóði af sölu fíknief na var haldlagður við rannsókn málsins . Vísast til 6. tölul. 1. mgr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af sakarefni þessa máls þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga . Í ljósi aldurs og sakaferils ákærða þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum t veimur árum frá birtingu dóms þessa að haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur öku rétti í 4 ár frá birtingu dóms þessa að telja. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 340,26 g römm af maríhúana, peningar að fjárhæð 3.040.000 kr ónur , 10 pund, 205 evrur , 51 bandarískir dollarar og fimm farsímar , sem lögregla lagði hald á við rannsókn mál anna . Ákærði greiði 281.317 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Vilhjálmur Reyr Þórhallsson aðstoðarsaksóknari. Samúel Gunnarsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Kristian Hajdéraj , sæti fangelsi í 60 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði er sviptur ökurétti í 4 ár frá birtingu dómsins að telja. Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 340, 26 g römm af maríhúana , 3.040.000 krónur, 10 pund, 205 evru r , 51 bandarískir dollar ar og fimm farsí mar . Ákærði greiði 281.317 krónur í sakarkostnað. Samúel Gunnarsson